Page 10

10

Fréttir Forseti Íslands viðstaddur Íslandsmót barna í skák í Rimaskóla:

GV

Sögulegur sigur þegar Nansý varð Íslandsmeistari, fyrst stúlkna

Það var mikið um dýrðir og mikið fjölmenni þegar Íslandsmót barna var sett í 19. sinn í Rimaskóla. Heiðursgestur mótsins var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Keppendur voru alls 90, ellefu ára og yngri, grunnskólanemendur sem æfa skákíþróttina í skólum og með helstu taflfélögum landsins. Nansý

Davíðsdóttir 10 ára nemandi Rimaskóla og einn af Norðurlandameisturum skólans sigraði nokkuð örugglega á þessu sterka Íslandsmóti og braut þar með blað í íslenskri skáksögu með því að verða fyrst stúlkna og kvenna til að vinna Íslandsmót í skák í opnum flokki. Eitt af síðustu strákavígjunum féll með mikillli

sæmd. Það var mat stórmeistara sem viðstaddir voru mótið að taflmennska Nansýjar væri ótrúlega þroskuð miðað við ungan aldur hennar og þarna væri mikið skákefni á ferðinni sem gaman yrði að fylgjast með í framtíðinni. Nansý hlaut 8,5 vinninga úr 9 skákum og komst taplaus í gegnum mótið.

Forseti Íslands leikur fyrsta leikinn á Íslandsmóti barna 2012 í Rimaskóla fyrir Vigni Vatnar Stefánsson, stigahæsta skákmann mótsins.

Með sigrinum krækti hún sér í sæti í ungmennalandsliði Íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í skólaskák í Finnlandi í febrúar. Nansý æfir og keppir fyrir skákdeild Fjölnis og er þar í fjölmennum hópi mikilla afrekskrakka á grunnskólaaldri. Þeir Fjölnisdrengir Hilmir Hrafnsson og Kristófer Halldór Kjartansson stóðu sig einnig mjög vel á Íslandsmóti barna og urðu í efstu tíu sætunum. Eins og áður segir mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í Rimaskóla til að setja Íslandsmót barna og gaf hann sér góðan tíma til að fylgjast með skákmeisturum framtíðarinnar að tafli. Hann virtist vita allt um hið öfluga skákstarf Grafarvogsbúa og átti stutt spjall við Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla og formann skákdeildar Fjölnis um skákstarfið í hverfinu. Eftir að hafa þegið vandað taflsett að gjöf frá Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands hélt forsetinn setningarræðu og kynnti hugmynd þeirra Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, sem einnig var viðstaddur mótsetninguna og Anatolys Karpov fv. heimsmeistara að koma á Norðurskautsskákmóti fyrir börn með aðild þeirra átta landa sem tilheyra Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra lagði þá til að mótið hæfist í Rimaskóla þar sem ,,grettistaki hefði verið lyft í eflingu skákíþróttarinnar” eins og ráðherrann orðaði það. GV óskar Nansý og Grafarvogsbúum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Skák og mát í síðustu skákinni. Nansý fékk ofa með meistaralegri taflmennsku. Til hæg

Forsetinn gaf sér góðan tíma til að spjalla v landsmóti barna í Rimaskóla.

Vel heppnaðir skólafundir Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi - kvartað yfir slælegri upplýsingagjöf frá borginni

Umræður um breytingar á skólahaldi voru áberandi á opnum spjallfundum um skóla- og frístundamál, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins efndu nýlega til í samvinnu við foreldrafélög allra grunnskóla í Grafarvogi. Á flestum fundanna var kvartað yfir slælegri upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg í tengslum við þær breytingar, sem nú eiga sér stað á skólahaldi í hverfinu. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, kennari og varaborgarfulltrúi, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hinu nýstofnaða Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur og efndu þau til fundanna í samvinnu við foreldrafélög allra grunnskóla í Grafarvogi en þeir eru átta talsins. Eftir því sem næst verður komist, hefur það ekki gerst áður að borgarfulltrúar heimsæki alla skóla í ákveðnu hverfi með þessum hætti og gefi foreldrum þannig kost á beinu samtali við sig um

sérmálefni hvers skóla. Fyrirkomulagið var þannig að farið var yfir þær breytingar, sem eiga sér stað á yfirstjórn skóla- og frístundamála í borginni og síðan fjallað um hvern skóla fyrir sig. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að fundirnir hafi gengið vel og þar hafi fjölmargar góðar ábendingar komið fram frá foreldrum um það sem betur mætti fara. ,,Foreldrar í Grafarvogi eru mjög áhugasamir um menntun barna sinna og óhræddir við að láta skoðanir sínar í ljós á fundum sem þessum. Eðlilega var mest spurt um þær breytingar, sem nú eiga sér stað á skólamálum í Grafarvogi en þær ná með verulegum hætti til sjö af átta skólum hverfisins. Töldum við því betra að funda í hverjum skóla fyrir sig í stað þess að halda einn fund fyrir allt hverfið þar sem sérmálefni hvers skóla hefðu lítt eða ekki komist á dagskrá.“

Kallað eftir upplýsingum Kjartan segir að á fundinum hafi komið skýrt fram að umræddar breytingar á skólamálum í hverfinu séu umdeildar en það sé þó nokkuð misjafnt eftir skólum. ,,Þá er almennt talið að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi alls ekki staðið nægilega vel að upplýsingagjöf til foreldra vegna breytinganna. Höfum við þegar óskað formlega eftir því í Skóla- og frístundaráði að úr þessu verði bætt hið fyrsta. Og það eru fleiri dæmi um að við höfum borið ábendingar frá þessum fundum með foreldrum í Grafarvogi beint inn á fundi Skóla- og frístundaráðs eða Íþrótta- og tómstundaráðs, annað hvort í málflutningi okkar eða með beinum tillögum. Ég vil þakka öllum þeim, sem sóttu fundina, fyrir málefnalegar umræður og gagnlegar ábendingar“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi að lokum.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi hafa að undanförnu fundað um skóla- og frístundamál í öllum grunnskólum í Grafarvogi.

Skipt­um­um­bremsuklossa­og­diska

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid1.tbl 2012  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2012

Grafarvogsbladid1.tbl 2012  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2012

Profile for skrautas
Advertisement