Grafarvogsbladid 8.tbl 2011

Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 3 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig J. Ögmundsdóttir - solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Gleðitíðindi Einhver mestu gleðitíðindi í langan tíma bárust okkur úr íþróttalífinu á dögunum þegar ungur kylfingur, Ólafur Björn Loftsson, náði þeim stórkostlega árangri að tryggja sér keppnisrétt á atvinnumannamóti þeirra bestu í golfi í heiminum. Satt best að segja átti maður ekki von á því að íslenskur kylfingur myndi ná svo langt. En þegar saman fara afburða hæfileikar og nám og æfingar við bestu aðstæður í Bandaríkjunum þá geta svona stórkostlegir hlutir gerst. Og fleiri gætu fetað í fótspor Ólafs. Þátttökuréttinn á PGA-mótinu tryggði Ólafur sér með sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hve mikið afrek Ólafs er en hér er án efa um að ræða eitt glæsilegasta afrek Íslendings í íþróttum í áraraðir. Og menn geta alveg átt von á frekari afrekum. Ólafur er gríðarlega efnilegur kylfingur og er að taka mjög miklum framförum um þessar mundir. Sjálfstraustið hefur án efa tekið stórt stökk fram á við og það er alveg hægt að búast við frekari afrekum Ólafs í framtíðinni. Og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ólafur er sonur Lofts Ólafssonar sem ungur að árum varð Íslandsmeistari í golfi og var hann einn sterkasti kylfingur landsins um árabil. Önnur gleðitíðindi bárust okkur nokkuð óvænt á dögunum þegar samningar tókust í kjaradeilu leikskólakennara. Það stefndi í óefni og verkfall en á síðustu stundu tókust samningar. Stétt leikskólakennara er einhver mikilvægasta stéttin í okkar þjóðfélagi. Það hefur því verið hroðalegur blettur á okkar samfélagi að leikskólakennarar skuli hafa verið á skammarlaunum árum saman. Flestir ef ekki allir hafa verið sammála um að laun leikskólakennara hafi verið alltof lág og ekki í neinu samræmi við það mikilvæga starf sem þessi stétt sinnir. Vonandi hafa þessir nýjustu samningar tryggt það að leikskólakennarar geti borið höfuðið hátt í framtíðinni og notið mjög góðra launa sem þeir eiga svo sannarlega skilið.

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

gv@skrautas.is

Berglind og Eva í 6. flokki b-liða.

Sara og Hrafnhildur í 7. flokki a-liða.

Sigurganga á Símamóti - ungu stelpurnar í Fjölni standa sig frábærlega vel

Sigurganga 7. flokks kvenna í Knattspyrnu hjá Fjölni heldur áfram og 6. flokkurinn bætir sig. Líkt og fram kom í síðasta Grafarvogsblaði tóku stelpurnar okkar í 7. flokki sig til og höfnuðu í fyrsta sæti á Landsbankamótinu á Sauðárkróki auk þess sem 6. flokkur landaði þar þriðja sæti. Um helgina 15-17. júní tóku liðin síðan þátt í Símamóti Breiðabliks, sem líklega er stærsta fótboltamót kvenna í þessum aldursflokki á árinu hérlendis. Þar sýndu þær og sönnuðu að sigurgangan seinast var ekki eintóm heppni, þar sem þær héldu henni nú áfram með sigri í 7. flokki A-liða auk þess að lenda í öðru sæti hjá B-liðum í 6. flokki. C-lið 6. flokks komst ekki í verðlaunasæti að þessu sinni, en náði þó að bæta sig frá síðasta móti, líkt og allar stelpurnar gerðu. Það er því mikill gangur í kvennaknattspyrnu yngri flokka í Grafarvogi undir stjórn Margrétar Kristjánsdóttur þjálfara og verðlaunin hrannast inn. Áfram stelpur og til hamingju með glæsilegan árangur.

Guðrún er framtíðarleikmaður í 6. flokki c-liða.

H^\g c HiZaaV :^cVghY ii^g

A \\^aijg [VhiZ^\cVhVa^

He c\^c (,! '# ]¨Â# &&' GZn`_Vk ` H b^ *,* -*-*# ;Vm *,* -*-+

ÓSKUM EFTIR ÖLLUM GERÐUM EIGNA Á SKRÁ Í GRAFARVOGI. EIGANDI AÐ EINBÝLISHÚSI VILL SKIPTA Á MINNA RAÐ-, PAR- EÐA EINBÝLISHÚSI

JÖTNABORGIR - PARHÚS Virkilega fallegt parhús með skjólgóðum og fallegum garði á afar góðum útsýnisstað. Húsið er á tveimur hæðum og alls 211,5 fm með innb. 28,3 fm bílskúr. Hægt að nýta hluta neðri hæðar fyrir studíó íbúð með sér inng. Gólfefni parket og flísar. Upptekin loft á efri hæð. Útsýni einstakt. V. 44.9 millj.

H b^ *,* -*-*

VÆTTABORGIR - EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús á 2. hæðum með innb. bílskúr við Vættaborgir. Frábært útsýni. Stór bílskúr. Gólfefni eru granítflísar, keramikflísar og parket. Baðherb. nýlega innréttað. Stórt opið eldhús með eyju. Arinn í stofu. Lítil íbúð með sér inng. á 1. hæð. Glæsilegur garður með stórum palli, heitum potti og sundlaug. V. 67.9 millj.

VEGHÚS - 4RA HERBERGJA BÍLAGEYMSLA Einstakt útsýni í suður, vestur og norður úr þessari fallegu 101,2 fm., 4ra herbergja íbúð auk stæði í bílskýli í mjög góðu lyftuhúsi við Veghús. Þrjú svefnherbergi. Góð gólfefni. Svalir í vestur. Tvær lyftur og húsvörður. V. 25.5 millj.

BAUGHÚS - PARHÚS Fallegt parhús með innb. bílskúr á 2 hæðum á einstökum útsýnisstað. 3 svefnherb. auk vinnuherb. inn af stofu. Tvö baðherb. Parket og flísar á gólfum. Nýleg glæsileg Invita innrétting og nýleg tæki í eldhúsi. Húsið er skráð 174,2 fm en nýleg garðstofa út frá millipalli er ekki inni í fermetratölu. V. 53.5 millj.

]Xjk\`^eXjXc Xe el _m\i]`

SÓLEYJARIMI - STÓR 3JA HERB BÍLSKÝLI Falleg 96,7 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu í nýlegu lyftuhúsi við Sóleyjarima fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin er á 3. hæð með stórum suður svölum og góðu útsýni. Tvö svefnherbergi. Tvær geymslur, önnur innan íbúðar. V. 26.9 millj.

lll#[b\#^h


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.