__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 21

21

GV

Fréttir

Framúrskarandi árangur nemenda úr Borgarholtsskóla á vörumessu Þrír nemendur frá Borgarholtsskóla, þau Fjóla, Gunnhildur og Guðmundur í fyrirtækjasmiðju, VIÐ153, fengu verðlaun fyrir besta sölubásinn og bestu framkomu í sölumennsku á vörumessu í Smáralind föstudag 25. og laugardag 26. mars. Þau voru með ferðahandbók fyrir krakka sem þau sömdu sjálf og létu prenta. Alls seldu þau 100 eintök og eru að fá aðra prentun í vikunni. Bókin verður til sölu hjá Hagkaupum í Spönginni og í skólanum og kostar 1500 kr. Fyrirtæki þeirra heitir Krakkaferðir. Fleiri nemendur frá Borgarholtsskóla tóku þátt í vörumessunni. Sigríður, Andrés, Guðrún og Benóný hjá fyrirtækinu Piece of Cake voru með kökuform úr silíkoni sem er eins og Ísland í laginu. Í því má baka þjóðarkökuna. Einnig tóku þátt Kjartan Örn, Björn, Ragnar, Einar og Sveinn Aron með sölu á harðfiski undir nafninu Fiskgó. Í vörumessunni tóku þátt nemendur frá FÁ, FSu, Verzló, FG, TÍ, Flensborg og fleiri skólum.Það má lesa meira um félagasamtökin Ungir frumkvöðlar sem stóðu fyrir vörumessunni á vefnum http://www.ungirfrumkvodlar.is

Fæðuhringurinn föndraður.

Holt er gott.

Frá vinstri eru það Guðmundur, Fjóla og Gunnhildur.

Tónskóli Hörpunnar heimsækir Fossakot

Blokkflautukrakkar úr Tónskóla Hörpunnar fóru á dögunum og heimsóttu krakkana á leikskólanum Fossakoti í Grafarvogi. Þetta voru 8 krakkar sem öll stunda tónlistarnám sitt í Korpuskóla. Allir virtust hafa gaman af heimsókninni bæði flytjendur og áheyrendur. Leikskólakrakkarnir gátu sungið með mörgum af lögunum sem flutt voru og greinilegt að þeim þótti þetta skemmtileg viðbót við leikskólastarfið.

Fjölmenni í skrúðgöngu.

Nemendurnir ásamt Svanhvíti Sigurðardóttur blokkflautukennara.

Stúdíó Mynd í Glæsibæ

Þemavinna.

Mens sana in corpore sano Þessi gamalkunna og sígilda áminning var yfirskrift þemadaga í Foldaskóla að þessu sinni og hefur verið snarað á íslensku; heilbrigð sál í hraustum líkama. Nemendur unnu að fjölbreyttum verkefnum um heilsu og umhverfi í tvo daga þar sem verkefni voru sniðin að þroska og getu hvers árgangs. Nemendur stunduðu líkamsrækt innan dyra og utan, teiknuðu og máluðu, dönsuðu og sungu. Þá var sérstök áhersla lögð á hollustu í mat og nemendur miðstigs og unglingastigs útbjuggu sér hollustubita og heilsudrykk. Allt féll þetta í góðan jarðveg og ekki síst heilmikil

Stúdíó Mynd er ný ljósmyndastofa sem opnaði í Glæsibæ nýlega. Þar er boðið upp á alhliða ljósmyndun eins og fermingarmyndir, passamyndir, útskriftarmyndir, barna- og fjölskyldumyndir, brúðkaupsmyndir, óléttumyndir, auglýsinga- og tískumyndir. Einnig er í boði ýmis grafíkvinna, nafnspjöld, boðskort, afmælis- og tækifæriskort og lagfæringar á gömlum myndum. Sigrún Björk Einarsdóttir, eigandi stofunnar, útskrifaðist sem ljósmyndari frá Tækniskólanum í Reykjavík 2009 og lauk sveinsprófi í ljósmyndun ári síðar. Til viðbótar er hún margmiðlun-

skrúðganga í lok þemadaga. Þá flykktust nemendur og starfsfólk og gengu fylktu liði á eftir lúðrasveit eftir Fjallkonuveginum til vesturs að bensínstöðinni við Gullinbrú og sömu leið til baka. Nemendur báru spjöld og borða með ýmiss konar slagorðum og áminningum um heilbrigði og hreysti en lúðrasveitin leiddi gönguna. Vakti skrúðgangan verðskuldaða athygli íbúa, verslanagesta og vegfarenda en lögreglan tryggði öryggi allra. Við komuna aftur í Foldaskóla var öllum nemendum og starfsfólki boðið upp á léttan og hollan hádegisverð.

arfræðingur frá Margmiðlunarskólanum. Á vefsíðunni www.studiomynd.is má skoða ljósmyndir Sigrúnar Bjarkar. Sérstök opnunartilboð eru á myndatök-

um í apríl og maí. Opið er mánudagaföstudaga kl. 11:00-17:00, auk þess er boðið upp á myndatökur um helgar skv. samkomulagi. Hægt er að panta myndatökur í síma 557-2900 og 863-2910.

Pípulagningarþjónusta Nýlagnir - viðgerðir á öllum kerfum Mikil reynsla - fagleg vinnubrögð Úlfar Samúelsson Gsm 898-1642 - heimasími 567-2242 Reynið viðskiptin - Geymið auglýsinguna

Sigrún Björk Einarsdóttir.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2011

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded