Page 22

22

GV

Fréttir

Brosdagar í Borgaskóla

Mjög vinsælir dagar eru haldnir í Borgaskóla á hverju ári. Þetta eru Brosdagar, uppbrotsdagar, þar sem hefðbundnu skólastarfi er ýtt til hliðar og kennsla fer fram með óhefðbundnum hætti. Í ár voru Brosdagarnir helgaðir hreyfingu og útiveru sem er í takt við stefnu okkar í útikennslu, heilsueflingu og vistvernd en skólinn er Grænfánaskóli. Foreldrum var boðið að koma hvaða dag sem væri til að fylgjast með og vera með. Vikan byrjaði með Norræna grunnskólahlaupinu í blíðskapar veðri. Allir nemendur skólans og flest starfsfólk hljóp hringinn í kringum Borgahverfið. Annað starfsfólk var í vinnu við gatnamót til að tryggja öryggi, taka á móti hlaupurum og skrá árangur. Sá nemandi sem hljóp lengst hljóp fjóra hringi en samtals voru hlaupnir 1018 km. Í framhaldi af þessari glæsilegu byrjun upphófust sjálfir Brosdagarnir. Margt var í boði og völdu nemendur þau verkefni þeir vildu vinna. Þar sem hreyfing var aðalþema daganna báru verkefnin svip af því, s.s. ferð í Maríuhella í Heiðmörkinni, söguganga um Borgahverfi, rösk ganga hringinn í kringum Grafarvog, dans, gamlir leikir, sundleikir og fl.. Fréttablað var gefið út á hverjum degi þar sem ungir fréttamenn tóku myndir og skrifuðu um starfið í Borgaskóla þessa daga. Síðasta daginn voru svo Fáránleikar. Þar var keppt í mismunandi þekktum og óhefðbundnum leikjum, s.s. stígvélakasti, poppkornskasti, reiptogi, hafragrautsáti, sippi og fl. Sigurvegarar voru liðsmenn liðsins Cool og var þeim vel fagnað. Þessi liður í skólastarfinu er kennsla í samvinnu þar sem nemendur fara á kostum, efla samskipi og samvinnu og kynnast þvert á árganga og aldur.

Ánægðir nemendur í hjólaferð.

Nemendur taka sér ýmislegt fáránlegt fyrir hendur á brosdögum. Hér er greinilega reiptog í gangi. Ungir nemendur skemmta sér vel á brosdögum.

Fáránleikar á brosdögum.

"

$

$

!

#%

& #

70% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Þarft þú að koma skilaboðum áleiðis? Auglýsingin þín skilar árangri í G V

587-9500

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Profile for skrautas
Advertisement