Page 20

20

GV

Fréttir

Vöruúrvalið er mjög mikið í Urðarapóteki við Vínlandsleið.

GV

Ritstjórn og auglýsingar Sími 587-9500 Loftnets, gervihnattadiska,

GV-mynd PS

Urðarapótek - nýtt apótek við Vínlandsleið

Nýtt apótek, Urðarapótek opnaði þann 10. október sl. að Vínlandsleið 16 í Grafarholti. Opnunartími apóteksins er frá 09:00 -18:30 alla virka daga og frá 12:00-16:00 á laugardögum. Fyrsta

fimmtudag í mánuði verður opið til 21:00 og er ætlunin að vera með kynningar og ýmis tilboð þá daga. Boðið verður upp á lyfjaskömmtun, póstsendingar og heimsendingarþjónustu. Lyf-

söluleyfishafi og eigandi apóteksins er Guðrún Pálsdóttir lyfjafræðingur. Apótekið er í leiðinni fyrir marga, aðgengi að apótekinu er gott og næg bílastæði allan daginn.

síma og ADSL þjónusta Gerum við og setjum upp loftnet og gervihnattadiska og veitum alhliða þjónustu vegna síma og ADSL Þjónustum heimili, húsfélög, fyrirtæki og sumarbústaði

Loftnetstækni - sími: 894-2460 loftnetstækni@loftnetstækni.is Starfsfólk Urðarapóteks: Áslaug, Margrét, Guðrún, Íris og Lára.

Foreldramorgnar í Grafarvogskirkju Í Grafarvogskirkju eru foreldramorgnar starfræktir á hverjum fimmtudagsmorgni á milli klukkan tíu og tólf. Þar hittast foreldrar, réttara væri nú að segja mæður því ekkert bólar á pöbbunum, með börnin sín og spjalla saman yfir kaffibolla og meðlæti. Gjarnan eru teknir upp prjónarnir eða önnur handavinna og svo er spjallað um daginn og veginn og allt sem hugsanlega er hægt að láta sér detta í hug. Að jafnaði Einu sinni í mánuði fáum við svo einhvern í heimsókn til að fræða okkur um eitthvað gagnlegt sem viðkemur uppeldi barna okkar, handavinnu eða annars konar fræðslu. Það að foreldramorgnarnir eru haldnir hér þýðir ekki að eingöngu sé verið (verið sé) að syngja sálma eða segja bænir. Við sem höldum utan um þetta erum Gunnar Einar Steingrímsson djákni og Linda Jóhannsdóttir djáknanemi. Markmiðið er að fá foreldra ungra barna til að kynnast og miðla reynslu sinni og þekkingu sín á milli. Öll búum við yfir einhverju sem við getum miðlað öðrum. Svo er bara að hafa gaman saman yfir góðum kaffibolla, því það væri gaman að sjá fleiri á foreldramorgnum í kirkjunni okkar.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Profile for skrautas
Advertisement