Page 16

16

Fréttir

Jólabasar

GV

Íslensku Kristskirkjunnar

Laugardaginn 4. desember kl.13-17 Fossaleyni 14 (sama gata og Egilshöll) Fallegir handunnir munir til jólagjafa. Einnig verða bækur, kökur, sultur, íslenskt jurtate og vöfflukaffi. Tónlistarfólk kirkjunnar flytur jólasöngva. Komið og njótið dagsins með okkur. Ungur harmonikkuleikari leikur listir sínar.

Góðir tónleikar í Foldasafni

Þar sem úrvalið er

Laugardaginn 20. október voru haldnir eins konar tilraunatónleikar í Foldasafni Borgarbókasafns. Það voru þeir Hrafnkell og Flemming Viðar, nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs, sem léku fyrir safngesti. Efnisskrá tónlistarmannanna var fjölbreytt og krefjandi en um leið áheyrileg. Skemmtileg stemming skapaðist og var góður rómur gerður að leik drengjanna. Það er ljóst að framtíð tónlistar í Grafarvogi er björt um þessar mundir. Sýning frá Gylfaflöt hefur staðið í safninu síðan í byrjun október og verður hún út desember. Myndir eftir leikskólabörn prýða veggi barnadeildar og er þeim skipt út á mánaðar fresti. Þann 20. nóvember verður brúðuleikhús fyrir börnin og í desember eru fyrirhugaðir viðburðir sem tengjast jólunum á einhvern hátt. Menningardagskráin er í sífelldri mótun og leggur Foldasafn áherslu á að listamenn úr Grafarvogi séu uppistaðan í dagsrkánni. Fólk er hvatt til að líta við í Foldasafni, enda allir velkomnir. Hallur Guðmundsson, - bókavörður Foldasafni

Dýralif.is Stórhöfða 15 S: 5677477

Jólamatseðill

Frá 18. nóvember

Tapas barsins

Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mango Léttreykt villigæs með Malt & Appelsín sósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur Saltfiskur með sætri kartöflumús Nautalund með rauðvíns-fjallagrasasósu Og í lokin ljúfur eftirréttur Rise a la mande með berjasaft

4.990 kr.

RESTAURANT- BAR

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is

Og annar efnilegur á nikkunni í Foldasafni.

Langar að hafa áhrif á mótun nýrrar stjórnarskrár Ég býð mig fram því mig langar að hafa áhrif á mótun nýrrar stjórnarskrár, sem mun taka við af þeirri gömlu. Stjórnarskráin er í 81 grein. Þar er forseti lýðveldins frekar fyrirferðmikill enda fjalla 30 greinar um störf hans og valdssvið, annar eins fjöldi um Alþingi og alþingismenn en ríkisstjórnin er ekki nefnd á nafn. Mér finnst það vera nauðsynlegt að skýra valdheimildir forsetans og einnig hvaða fyrirkomulag verði á þjóðaratkvæðagreiðslum. Aðskilja þarf framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu þannig að ráðherrar sitji ekki á Alþingi og spurning hvort kjósa eigi forsætisráðherra í beinni kosningu og hann skipi síðan ráðherra. Vel kemur til greina að fækka þingmönnum. Ef við ætlum að búa og eiga framtíð í þessu Birgir Karlsson. landi, þá verða auðlindirnar að vera þjóðareign. Sjálfstæði landsins er best tryggt í okkar höndum og við megum ekki láta hluta ríkisvaldsins hverfa úr landi. Ég trúi því að ný stjórnarskrá verður vegvísir til framtíðar. Hún á að geta stuðlað að því að sameina sundraða þjóð og auka traust okkar á Alþingi og stjórnvöldum. Það er einlæg von mín að stjórnlagaþingið nái að semja stjórnarskrá sem sameini allt það besta í okkar þjóðfélagi.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Profile for skrautas
Advertisement