Page 11

11

GV

Fréttir Stjórnlagaþing:

Ung Fjölnismær í framboði

Ástrós Gunnlaugsdóttir er 24 ára gömul og uppalin í Grafarvoginum. Frá unga aldri hefur Fjölnisandinn fylgt henni en hún æfði handbolta með yngri flokkum liðsins og kynntist vel því góða starfi sem unnið er á vegum félagsins. Á unglingsárum vann hún sem leiðbeinandi á sumarnámskeiðunum, þar sem hún kenndi börnum íþróttir. Fyrir hönd Fjölnis sat Ástrós svo í Ungmennaráði UMFÍ um þriggja ára skeið og sótti á þeirra vegum fjölda ráðstefna um gjörvalla Evrópu, er vörðuðu mál- Ástrós Gunnlaugsdóttir efni ungs fólks og æskulýðsstörf. Ástrós lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2010 og hefur frá þeim tíma stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum við sama skóla. Í stuttu viðtali við Grafarvogsblaðið segir Ástrós, að tímabært sé að veita yngri kynslóðum þessa lands tækifæri til að koma að mótun nýs samfélags, nýrrar undirstöðu. Það sé hennar skoðun að þær kynslóðir sem munu erfa landið og taka þátt í að byggja það upp, eigi að hafa sinn fulltrúa við mótun endurnýjaðrar stjórnarskrár. Eitt af mörgu sem hún leggur áherslu á er að auka vægi lýðræðislegrar þátttöku almennings. Það sé hluti af því að tryggja frekar en nú er, réttindi almennings gagnvart stjórnvöldum. Frumvaldið liggi ávallt hjá þjóðinni, þjóðin er uppspretta valdsins. Vænlegt sé að setja í stjórnarskrána þá málaflokka sem þjóðin eigi að hafa lokasvar um, t.d umhverfismál. Einnig væri hægt að setja það upp að ákveðinn stærðarhluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um einstaka mál. Safna þyrfti þá undirskriftum, sem hentugast væri að gera bæði rafrænt og skriflega til að ná til sem flestra, og skila til Forseta Alþingis. Annað sem Ástrós telur mikilvægt að vinna að, er að skilja betur á milli framkvæmda- og löggjafavalds. Ráðherrar sitji ekki á Alþingi en séu ráðnir faglega og með samþykki Alþingis hverju sinni. Hún sér ráðningarferli ríkisstjórnarinnar fyrir sér þannig að auglýst yrði í stöður hennar. Hópur einstaklinga, hafi svo yfirumsjón með ráðningu hvers embættis. Hugmyndin sem liggur að baki ráðningu þeirra sem unnu að Rannsóknarskýrslu Alþingis sé ágætis viðmið, þ.e. fá háskólaprófessora og menntað fagfólk innan hvers málaflokks til þess að sjá um hvert verkefnasvið fyrir sig. Hver ráðherra starfi svo sem nokkurs konar yfirmaður síns málaflokks, hefur ekki sæti á Alþingi og sér um að fylgja eftir þeim verkefnum sem hans verkefnasviði eru sett. Alþingi sé æðsta stofnun Íslands sem þiggur vald sitt frá þjóðinni. Framkvæmdavald annist daglegan rekstur þjóðarbúsins og geri nauðsynlegar tillögur vegna þess til Alþingis. Þannig mun Alþingi stýra framkvæmdavaldinu, ekki öfugt. En gefum Ástrós orðið: Ef við vinnum saman getum við sameinað íslensku þjóðina undir endurnýjaðri stjórnarskrá. Það er þó í okkar höndum að lýðræðið sé virkt hverju sinni, við verðum að taka þátt í lýðræðislegum athöfnum og umræðum. Okkur verður að þykja vænt um lýðræðið og virða það. Það eru 523 einstaklingar í framboði, ég er ein af þeim. Ég er ung og hef ferska sýn á nýja stjórnarskrá. Ég treysti á stuðning Grafarvogsbúa sem fyrsta val þeirra í kosningunum 27. nóvember næstkomandi. Ástrós er frambjóðandi nr. 5779 www.astrosg.is

Ritstjórn og auglýsingar GV - 587-9500

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010  

Grafarvogsbladid 11.tbl 2010

Profile for skrautas
Advertisement