gv-2009-09

Page 10

10

GV

Fréttir Lengd: 25 m

Breidd: 12,5 m

Fjöldi gufu– og eimbaða: 1

,,Stoltur af uppbyggingu íþrótta- og tómstundamála undanfarin ár’’ - segir Björn Gíslason, fulltrúi sjálfstæðismanna í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur

Fjöldi heitra potta: 4

Byggingarár: 1998

GRAFARVOGSLAUG

I ER LAUGIN Í ÞÍNU HVERF

AFGREIÐSLUTÍMI A FGREIÐSLUTÍMI L LAUGAR AUGAR

,,Uppbygging íþróttamála hefur verið hröð undanfarin misseri. Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera þátttakandi í þessu mikla starfi. Listinn er langur svo sem lesa má af þessari upptalningu; framkvæmdir og endurbætur í Bláfjöllum; skíðaskáli ÍR og Víkings; Leiknishúsið; hönnun ÍR húss; Gervigrasvöllur ÍR; rennibraut í Laugardalslaug; nýtt gervigras í Laugardal; gervigrasvöllur Víkings; battavellir við Hólabrekkuskóla, Breiðholtsskóla, Langholtsskóla, Árbæjarskóla og Hlíðaskóla; uppbyggingu lokið á Hlíðarenda; mannvirki í Úlfarsárdal hönnuð; vellir við Starhaga og í Árbæ hannaðir; samningur við Fjölni og Egilshöll; útikörfuboltavöllur við Rimaskóla og samkonar völlur brátt tekinn í notkun við Hagaskóla; frístundaheimili við Kleifarsel opnað. Þetta er nokkuð til þess að vera stoltur af og til marks um öflugt starf núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur,’’ sagði Björn Gíslason, fulltrúi sjálfstæðismanna í Íþrótta- og tómstundaráði í samtali við Grafarvogsblaðið. - Frístundakortið var innleitt í Reykjavík í byrjun þessa kjörtímabils til notkunar fyrir börn á aldrinum 6 til 18 ára í fyrstu fékk hvert barn 18 þús. krónur á ári til ráðstöfunar en er nú kr. 25 þús. á ári. - Meginmarkmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. - Með Frístundakortinu má greiða að hluta fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. - Frístundakortið eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi. Mikið um að vera í Grafarvogi Björn bendir á mikla uppbyggingu í Grafarvogi þar sem Fjölnir er með flesta iðkendur undir sínum hatti í Reykjavík. ,,Í maí 2007 var undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjavíkurborgar og Ungmennafélagsins Fjölnis þar sem m.a. var gert ráð fyrir nýjum mannvirkjum við Dalhús og aukinni aðstöðu í Gufunesi. Við gjaldþrot Borgarhallarinnar var gert samkomulag við NBI hf. (nýja Landsbankann) um aukna þjónustu í Egilshöll sem felst í því að knattspyrnuvellir, gervigrasvellir og skautasvell verði að fullu til afnota fyrir ÍTR. Jafnframt skuldbind-

ur NBI sig til að ljúka við lóð og bílastæði umhverfis Egilshöll, útbúa aðstöðu fyrir bardagaíþróttir og frístundaheimili fatlaðra, setja upp fimleikaaðstöðu í Egilshöll og lagfæra umhverfi og aðbúnað gervigrasvalla,’’ segir Björn. ,,Þessu samhliða var gert samkomulag um samstarf Reykjavíkurborgar og Ungmennafélagsins Fjölnis um að efla íþrótta- og félagsstarf ásamt íþróttaaðstöðu fyrir Fjölni við Dalhús og Víkurveg. Æfingar og keppnir á vegum Fjölnis í knattspyrnu, sundi, körfuknattleik og handknattleik fara fram við Dalhús og þar verður einnig aðstaða félagsins fyrir fundi og samkomur eins og verið hefur. Fjölnir fær aðstöðu fyrir aukið íþróttastarf, félagsaðstöðu og skrifstofur í Egilshöll. Í íþróttasal verður æfinga- og keppnisvöllur fyrir taekwondo en karatedeildin fær æfingaaðstöðu í danssal. Fimleikar verða í viðbyggingum austan Egilshallar þar sem gert er ráð fyrir stækkun núverandi salarkynna. Gervigrasvöllur og æfingavellir við Egilshöll verða Fjölni til afnota en á móti kemur að ekki verður farið í fyrirhugaðar vallarframkvæmdir í Gufunesi. Frjálsíþróttaaðstaða verður innanhúss í frjálsum íþróttum en afreksfólk mun hafa aðgang að sérhæfðri aðstöðu í Laugardal eins og verið hefur. Þá fær Fjölnir aðstöðu á 1. hæð Egilshallar til ráðstöfunar fyrir skrifstofur og annað félagsstarf. Þá má geta þess að útikörfuboltavöllur var settur upp við Rimaskóla fyrir um ári síðan og nýtur hann mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni.’’ Frístundamiðstöð í Gufunesi ,,Frístundamiðstöðin Gufunesbær

Helgar kl. 8:00 – 20:30

ı

er rekin af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Megináherslan er lögð á barna- og unglingastarf en aðstaðan er líka hugsuð fyrir alla Grafarvogsbúa. "Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Gufunesi þar sem boðið er upp á ýmislegt til íþróttaiðkunar og útivistar og stundum sagt að vera í Gufunesi sé eins og vera í sveit. Gamli bóndabærinn er á svæðinu, hlaðan og súrheysturninn sem nýttur er til veggjaklifurs, þarna er frisbyvöllur, hjólabrettapallar og hægt er að skella sér í strandblak á strandblakvelli með ekta skeljasandi,’’ segir Björn og bætir við: ,,Uppbyggingin mun halda áfram í Gufunesi og á teikniborðinu eru m.a. fjölnota íþróttavellir til ýmissa boltaleikja, leiksvæði með áhugaverðum leiktækjum fyrir alla aldursflokka, bygging klifurhúss, brettahúss og gerð skrúðgarðs með ræktun fjölbreytts gróðurs.’’

Glæsilegur körfuboltavöllur við Rimaskóla.

30 – 22:30 Virka daga frá kl. 6 6:30

www.itr.is

Björn Gíslason.

sími 411 5000

Fjölnir mun fá stórbætta aðstöðu í Egilshöllinni.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.