Page 25

26

GV

Fréttir Heilsuhorn Grafarvogsblaðsins:

Óskum eftir fólki í dagvinnu og um kvöld og helgar

Uppl. í síma 8989-705

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu Um 50-80 fermetra verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Snyrtileg aðkoma skilyrði Upplýsingar í síma: 699-1322 / 698-2844

Traustur vinur

- eftir Georg Ögmundsson í Orkuverinu Eftir erfitt keppnistímabil í fyrra sem endaði seint og með miklum þyngdum er ég búinn að hvíla alveg einn mánuð, skokka og lyfta mjög létt í einn mánuð og svo er ég búinn að vera duglegur í einn mánuð. En nú er kominn tími til að spýta í lófana og ég er búinn að lofa sjálfum mér algerri upprisu eftir páska. Járnin skulu hristast sem aldrei fyrr. Við þennan metnað er ég búinn að vera að velta því fyrir mér hvað ég þarf að hafa til taks þegar ósköpin dynja yfir og það allra mikilvægasta sem þarf til að láta svona áætlun virka er alvöru æfingafélagi. Hvaða kosti þarf góður æfingafélagi að hafa til að bera? Í fyrsta lagi þarf hann að hafa sömu hugmyndir varðandi þjálfunina og þú. Æfingaferlið þarf að skipuleggja í sameiningu, áherslur, tímasetningu, ákefð og allt sem þykir mikilvægt hverju sinni. Með þessu ertu búinn að koma þér upp vissu öryggisneti. Með góðan félaga þá þýðir ekkert múður. Hann keyrir þig áfram, heldur þér á tánum. Það

er nánast vonlaust að keyra sig í botn þegar maður er einn. Stundum þarf einfaldlega einhvern til að kreista út úr manni bætingar. Annað sem félaginn bannar, það er skróp á æfingu, að skrópa er einfaldlega móðgun við hann og í raun alger dauðasynd. Enda fær sá sem skrópar að heyra það í langan tíma og kemur ekki til með að gera það aftur í mjög langan tíma. Aðalkosturinn við að æfa með góðum félaga er samkeppnin sem myndast á milli manna. Ég verð alltaf að sýna betri árangur en félaginn en hann er ekki á sama máli og gerir allt sem hann getur til að skara fram úr. Sjálfur vil ég helst hafa æfingafélagann minn sterkari og sneggri heldur en ég er. Ég lifi á samkeppni og er aldrei betri en þegar á brattann er að sækja. Góður æfingafélagi hámarkar minn árangur eins og sinn eigin árangur.. Æfingafélagi getur virkað letjandi. Fari áherslur þínar ekki saman við þær sem æfingafélaginn hefur

Þjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

getur það virkað letjandi á árangur ykkar beggja. Ef þú ætlar að verða sterkur þýðir lítið að fara að æfa með aðila sem vill það helst að bæta þolið. Eins og fróður maður sagði, þú verður ekki góður í körfubolta með því að æfa blak. Hafi æfingafélaginn ekki metnað fyrir hámarksárangri bitnar það á þínum markmiðum. Æfingar eru felldar niður og þær æfingar sem eru teknar fara að mestu í spjall eða annað hangs. Sem þýðir að þú mætir helmingi sjaldnar en þú vilt og æfingarnar eru keyrðar í gegn með hálfum hug. Sem þýðir lítill sem enginn árangur. Sjálfur hef ég æft með mörgum misgóðum félögum og finn ég greinilegan mun á æfingum þegar ég æfi með fólki sem deilir mínum markmiðum og hvetur mig til að ná mínu allra besta. Eða eins og Upplyfting söng svo eftirminnilega forðum daga: ,,Ttraustur vinur getur gert kraftaverk.’’ Kveðja, Húsbóndinn í Orkuverinu

Strumpaleikar í frístundaheimilunum Hinir margrómuðu Strumpaleikar frístundaheimilanna hafa nú litið dagsins ljós á þessu skólaári, bæði í norður - og suðurhverfi Grafarvogs. Á Strumpaleikunum keppa frístundaheimilin sín á milli í hinum ýmsu þrautum og óhefðbundnum íþróttum. Í byrjun mars voru magnaðir Strumpaleikar haldnir í Frístundaheimilinu Simbað sæfara við Hamraskóla. Góð mæting var úr frístundaheimilunum úr suðurhluta sem eru auk Simbaðs: Regnbogaland við Foldaskóla, Tígrisbær við Rimaskóla og Kastali við Húsaskóla. Um 120 krakkar komu ásamt starfsmönnum og skemmtu sér við hina ýmsu pósta. Má þar nefna armbeygjur, hænuskrefa-mælingu, sipp og plúskubba talningu. Veðrið lék við þátttakendur og voru Strumpaleikarnir færðir út undir bert loft. Allir fóru svo til síns heima með viðurkenning-

Þessar ,,strumpastelpur’’ skemmtu sér vel. ar og bros á vör. Næstu Strumpaleikar

Safnarar

Tölvubúnaður – Eftirlitsmyndavélar

Georg Ögmundsson, aflraunamaður og eigandi Orkuversins í Egilshöll.

Ertu safnari - langar þig að sýna safnið þitt í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta? Undirbúningsnefnd fyrir sumardaginn fyrsta hefur ákveðið að bjóða söfnurum að sýna söfn sín á hátíðarhöldum í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k. Áhugasamir hafi samband við Þóru Melsted í síma 520-2300 eða thora.melsted@rvk.is

suðurhverfisins verða í Regnbogalandi í lok mars. Frístundaheimilin í norðurhverfinu hafa haldið strumpaleika tvisvar sinnum. Í febrúar voru þeir haldnir í Ævintýralandi við Korpuskóla og var þá keppt í ýmsum þrautum s.s. Tarsan-leik, armbeygjum, sippi, mælingum og að byggja eins hátt og hægt var úr kaplakubbum. Mikil stemmning var og skemmtu allir sér konunglega, bæði börn og starfsfólk. Í mars voru Strumpaleikarnir haldnir í Vík við Víkurskóla og var þá keppt í þrautabraut í íþróttasalnum og ýmsum leikjum í matsalnum. Þátttaka barnanna var góð og skemmtu allir sér mjög vel. Viðurkenningar eru alltaf veittar á leikunum fyrir að vera með fjölmennasta liðið, jákvæðasta liðið, prúðasta liðið og besta klappliðið.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement