Page 21

22

GV

Fréttir Prédikun séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, sóknarprests í Grafarvogi, sem vakti mikla athygli, í útvarpsmessu 3. sunnudag í föstu, 11. mars 2007:

,,Það er hungur, skortur í landi ykkar’’ ,,Það er hungur, skortur í landi ykkar.’’ Með þessum orðum ávarpaði Móðir Teresa nemendur og kennara hins virta háskóla, Hardvard University í Boston í Bandaríkjunum. Tilefni ræðu Móður Teresu var að hinn virti háskóli ákvað að gera hana að heiðursdoktor við skólann. Vildi háskólinn á þann hátt heiðra hana fyrir hið göfuga starf hennar á meðal fátækra, já á meðal þeirra fátækustu í heimi okkar. Þeir vildu heiðra hana fyrir starf hennar á meðal þeirra sem minna mega sín um gjörvallan heim. Þessi orð komu sterkt upp í huga minn er ég fékk að heimsækja þennan merka háskóla fyrir nokkrum misserum ásamt nokkrum íslenskum prestum. Þegar gamla konan, Móðir Teresa, sem svo sannarlega geislaði af í öllu lífi og starfi, mælti fram þessi orð á háskólahátíðinni var nemendum og prófessorum í Hardvard eðlilega brugðið en þeir eru þegnar ríkustu þjóðar í veröld allri. Móðir Teresa hélt áfram ræðu sinni á háskólahátíðinni og bætti við: ,,Það er skortur á, hungur eftir kærleika og umhyggju á meðal ykkar. Slíkur skortur, slíkt hungur, er án efa meiri hér en hungur eftir brauði sem er svo algengur þar sem ég starfa. Þið hafði án efa öll einhvern tíma verið einmana og einmanaleikinn leitt af sér angist, ótta og kvíða,’’ sagði gamla konan. Stúdentahópurinn, í fylgd með kennurum sínum, prófessorum, kinkaði kolli til gömlu konunnar og samþykkti orð hennar og yfirlýsingar. Ef þessum orðum væri beint til okkar í velferðarsamfélagi okkar. Gæti það verið að þau ættu við hér á meðal okkar, sem höfum allt af öllu? Á undanförnum vikum hafa mörg alvarleg málefni verið til umræðu í okkar litla og ágæta samfélagi. Þið vitið án efa hvaða málefnum ég er að ýja að. Það er af þó nokkrum að taka. Nefnum nokkur þeirra eins og málefni Breiðavíkurheimilisins, Byrgismálið og þau hin alvarlegustu sem eru misnotkun barna fyrr á tímum og því miður einnig í nútímanum. Í umræðunni á meðal okkar verður ekki ósjaldan meginmálið hverjum það sé að kenna þegar eitthvað fer úrskeiðis í þjóðfélagi okkar. Vissulega ber að skoða það en meginmálið er auðvitað fyrst og síðast að koma í veg fyrir að slík mál eigi sér stað í raunveruleikanum. Við eigum að skoða og spyrja okkur sjálf af hverju eiga sér stað slík ægileg mál? Svar kirkjunnar, svar trúarinnar, er fyrst og síðast það að kærleikurinn er ekki það leiðarljós sem hann á að vera í öllu okkar lífi. Jafnvel hjá þeim sem eru að reyna að vinna í nafni hans. Kristur Jesús segir að það að hlusta á orð hans, sem ávallt kristallast í kærleika, skipti máli. Í

orði hans er sannleikurinn. Jesús sagði í guðspjalli dagsins við Gyðinga, sem höfðu tekið trú á hann: ,,Ef þér standið stöðugir í orði mínu þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.’’ Ef við trúum og treystum orðum hans, hans sem býður okkur nú á föstunni að leggja leið okkar til Jerúsalem upp á Golgata hæð, þá mun sannleikurinn aldrei yfirgefa okkur. Hann, Kristur Jesús, býður okkur að staðnæmast frammi fyrir ,,krossins helga tré.’’ Kristur Jesús bendir á sannleikann þar sem hann átti í deilum við, baráttu við, Gyðinga sem vildu sanna upp á hann sjálfa syndina en syndir eru allt sem brýtur gegn vilja Guðs. Hann bendir á hvað orðið, hið lifandi orð, er mikilvægt og segir í lok guðspjallsins: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður ef nokkur varðveitir mitt orð skal hann aldrei að eilífu sjá dauðann.’’ Erumvið ekki öll sammála um það að þau vandamál sem hafa verið til umræðu á undanförnum misserum í okkar samfélagi, okkar góða samfélagi, hafi skapast af því að kærleikurinn, umhyggjan og virðingin gagnvart náunga okkar var og er ekki til staðar hvort sem börn eða fullorðnir hafa átt og eiga hlut að máli? Okkar hlutverk, kirkjunnar, þjóðfélagsins sem tók hina kristnu trú fyrir rúmum þúsund árum, er að gæta hins minnsta bróður og systur. Gæta þess að allir eigi möguleika á því að eignast og viðhalda heildsteyptu lífi. Lífi sem er þess virði að því sé lifað frá degi til dags. Á stundum gleymist að ræða um boðskapinn, kærleiksboðskap Jesú Krists frá sjálfum prédikunarstóli og meira er rætt um hvað stofnanir og samfélagið borgi til að viðhalda Kirkju Krists, boðskap hennar og grundvelli. Í slíkri umræðu, sem svo oft berst frá prédikunarstóli í ágætri kirkju við Tjörnina í Reykjavík, má aldrei gleymast að það er fólkið sjálft í landinu sem greiðir fyrir það að boðskapurinn komist til skila í lífi og starfi kirkjunnar þúsund árum eftir að þjóðin tók kristna trú og ákvað að hún ætti að skipta máli í öllu lífi. Kirkjan hefur ávallt í öllum sínum störfum, í öllu lífi verið "vinaleiðin." Við erum öll bestu, bestu vinir er sungið i sunnudagskólanum, hér nú á fyrstu hæð kirkjunnar. Þú hver sem þú ert skiptir máli í augum Guðs. Hann vill það fyrst og síðast að við séum sannleikans megin í lífinu. Það erum við ef við leyfum kærleika Guðs að móta okkur, leiða okkur. Í játningum Ágústínusar kirkjuföður má lesa: ,,Með dómgreind sinni, skynsemi og hugsun á maðurinn að greina hversu öll hans vera og umhverfi ber Guði vitni og kallar til hans.’’ ,,Með lífi sínu á maðurinn að bera

skaparanum sínum vitni. Með þeim vísbendingum sem Guð gefur um sjálfan sig kallar hann á manninn til að lofa sig , ekki aðeins með orðum og ytra látbragði heldur með öllum þáttum veru sinnar.’’ Í ágætum umræðuþætti Silfri Egils snérust umræður ágæts prests um föstuna og gert var góðlátlegt grín að því að á sjálfri föstunni héldum við Íslendingar upp á mikla matarhátíð ,,Food and fun.’’ Það er nokkuð langt síðan við Íslendingar lögðum þann sið af að fasta á sjálfri föstunni. Sá siður mótaði einkum og sér í lagi katólska tímabilið í lífi þjóðarinnar. Það er hins vegar rétt að við minn-

þroska trúarlíf okkar og samfélagið við Krist. Hún á að benda okkur á að við eigum að gefa öðrum, okkur á að hungra eftir að kærleikurinn komist að í lífi okkar og nái að móta allt okkar samfélag og verund. Það er hlutverk trúarinnar að beina athyglinni frá sjálfum okkur og að tengslum við Guð og náungann. Aðalatriði föstunnar er ekki hvað maður neitar sér um, m.a. í mat, heldur á hún að beina athyglinni að Guði og náunganum. Margt er það á föstunni sem leiðir okkur inn þá braut. Passíusálmarnir, sem fjalla um þjáningu og krossfestingu Jesú Krist, eru fluttir á öldum ljósvakans og þeir eru fluttir í kirkjunum okkar

Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogssókn.

umst við upphaf föstunnar að Jesús fastaði í eyðimörkinni í fjörutíu daga, en þá við upphaf föstunnar eru einmitt fjörutíu dagar til páskanna, upprisuhátíðarinnar, sigurhátíðar kristinna manna. Við lítum auðvitað ávallt að krossinum í ljósi páskanna, þegar Kristur Jesús sigraði sjálfan dauðann og gaf okkur eilíft líf. Fastan er vissulega tími sjálfsprófunar, hún á að dýpka og

og án efa lesa margir eintaklingar sér þá til sáluhjálpar. Hér í kirkjunni okkar, Grafarvogskirkju, eru Passíusálmarnir fluttir hvern virkan dag á föstunni, nú þriðja árið í röð, af þingmönnum og ráðherrum. Og þegar fastan nær hámarki sínu á föstudeginum langa verða Passíusálmarnir fluttir af fyrrverandi þjónandi prestum og mökum þeirra. Fastan sýnir fram á kærleika Guðs.

Á stundum er svo gott að setja þann kælreika fram í stuttum frásögnum, stuttum sögum. Þessar þrjár frásagnir bera yfirskriftina Mikill, meiri og hinn mesti kærleikur: Eitt sinn gerðis það í fjallabyggð á Skotlandi að örn hremmdi barn sem móðirin hafði lagt hjá heygalta á meðan hún var að vinna örskammt frá. Örnin flaug upp í hreiður sitt, sem var í háum hömrum. Veiðimaður reyndi að klifra upp hamrana en snéri við á miðri leið. Þá lagði móðirin sjálf af stað og henni tókst að komast alla þessa hættulegu leið og bjarga barninu sínu. Hún skeytti ekkert um það þó hún legði líf sitt í hættu, en hugsaði um það eitt að bjarga barninu sínu. Blóðrisa komst hún að barninu og bjargaði því. Þetta var mikil kærleikur. Gegnum eyðiskóg í Rússlandi þýtur sleði áfram yfir hjarnið. Það er harður vetur snjórinn er mikill, úlfarnir eru hungraðir og grimmir. Þetta vita hjón sem sitja á sleðanum og er það þjóninn sem stjórnar sleðanum. Af ýlfri úlfanna er ljóst að þeir nálgast sleðann óðfluga. Það stoðar ekki þótt hestarnir geysist áfram eins og þeir megna. Bráðlega er sleðinn umkringdur af úlfum. Maðurinn sem situr á sleðanum við hlið konu sinnar skýtur á úlfana en það hefur ekkert að segja, úlfarnir verða æ fleiri. Það virðist engin undankomuleið vera fyrir hendi. Þá réttir þjóninn taumana til húsbónda síns og segir bjargaðu þér og konu þinni og börnum þínum. Svo stekkur hann af sleðanum. Á næsta andartaki er hann umkringdur af hinni grimmu og gráðugu úlfahjörð. Hinn trúi þjónn hefur fórnað lífi sínu til að frelsa húsbændur sína frá lífsháska. Þetta var meiri kærleikur Það er hátíð í aðsigi í Jerúsalem. Gyðingar hafa safnast saman í höfuðborg sinni til þess að halda páskana hátíðlega. Mannfjöldi er á leið til Golgata, þar á meðal er maður sem vekur sérstaklega athygli. Hann ber þungt krosstré. Hermenn ganga báðum megin við hann. Nokkrir í mannfjöldanum gera gys að honum. Á alblóðugu höfði hans er þyrnikóróna, mannfjöldinn nemur staðar á Golgata. Maðurinn með þyrnikórónuna er nelgdur á krossinn. Er hann afbrotamaður? Nei, hann hefur aldrei drýgt synd né framið afbrot, hann líður dauða vegna annarra, hann deyr til þess að frelsa þá menn er nú pína hann. Hann hefur beðið fyrir þeim og sagt: ,,Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.’’ Hann líður þjáningar og dauða vegna kærleika síns til mannanna. Þetta var hinn mesti kærleikur. Tökum á móti kærleika hans þá verður ekki skortur og hungur eftir kærleika og umhyggju á meðal okkar!

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement