Page 2

2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Bylting hjá Fjölni Eftir áralangt basl vegna aðstöðuleysis eru bjartari tímar fram undan hjá Fjölni, stærsta íþróttafélagi landsins. Nýr yfirgripsmikill samningur borgaryfirvalda og Fjölnis tryggir félaginu toppaðstöðu á svo til öllum sviðum. Samningurinn, sem er að andvirði um 750 milljóna króna, bindur enda á gríðarlegt aðstöðuleysi hjá Fjölni sem aftrað hefur nær öllu starfi félgsins mörg undangengin ár. Í miðopnu blaðsins er greint ítarlega frá samningnum en ekki hefur áður verið greint frá honum í fjölmiðlum. Í þessum tímamótasamningi fyrir Fjölni er tekið á nánast öllum þáttum aðstöðunnar. Bylting er í raun rétta orðið yfir það sem framundan er. Þar má nefna félagsaðstöðu, stúku við knattspyrnuvöll, miklar endurbætur á íþróttahúsinu við Dalhús, fimleikahús og fleira mætti nefna. Þetta er langstærsti samningur sem gerður hefur verið varðandi íþróttaaðstöðu hjá Fjölni og ljóst að innihald hans mun skipa Fjölni í fremstu röð á landinu hvað aðstöðu varðar. Samningurinn er mikill sigur fyrir Fjölnismenn og formann félagsins, Guðlaug Þór Þórðarson. Raunar hefur íþróttafélagið okkar mátt búa við hrikalega aðstöðu til þessa. Bara sú staðreynd að engin boðleg félagsaðstaða hefur verið til staðar hjá Fjölni frá stofnun félagsins segir sína sögu. Sundabrautin er loksins í augsýn. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og formaður stjórnar Faxaflóahafna, á mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína varðandi málið undanfarna daga. Björn Ingi virðist taka mál Grafarvogs föstum tökum því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lofaði hann Sorpu á ný í Grafarvoginn. Það mál er á réttri leið. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Ungt og leikur sér

Frá undirskrift samnings um Fjölniskortið. Frá vinstri Jón Karl Ólafsson varaformaður Fjölnis, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Fjölnis, Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Landsbankans og Hjalti G. Karlsson, útibússtjóri Landsbankans í Grafarvogi.

Fjölniskortið í samstarfi við Landsbankann og Visa - Korthafar njóta sérkjara hjá samstarfsaðilum Fjölnis. Allir Grafarvogsbúar ættu að fá sér Fjölniskortið

Fjölnir, í samstarfi við Landsbankann og VISA Ísland, hefur ákveðið að gefa út sérstakt kreditkort sem nefnt verður Fjölniskortið. Markmiðið með útgáfu kortsins er að handhafar þess fái notið sérkjara hjá samstarfsaðilum Fjölnis á sama tíma og þeir styrkja félagið. Kortið er í senn kreditkort, afsláttarkort og styrktarkort Fjölnis.

Kreditkort Fjölniskortið er VISA kreditkort sem hægt er að nota í öllum verslun-

- á leikskólanum Sjónarhóli í Húsahverfi Krakkarnir á leikskólanum Sjónarhóli í Húsahverfi voru önnum kafnir þegar Grafarvogsblaðið kom í heimsókn á dögunum. Krakkarnir gera margt skemmtilegt á hverjum degi og ekki síst í leikskólanum að Sjónarhóli. Skólinn er kenndur við húsið hennar Línu langsokks og er staðsettur í Húsahverfi. Í leikskólanum eru 64 börn sem eru öfl-

ug og skemmtileg alveg eins og Lína sjálf og þau taka þátt í margskonar leikskólastarfi. Okkur langar að sýna lesendum Grafarvogsblaðsins sýnishorn frá leikskólastarfinu okkar með nokkrum myndum. Kveðja frá börnum og starfsfólki í Sjónarhóli.

Afsláttarkort Handhafar Fjölniskortsins fá sjálfvirkan afslátt hjá samstarfsaðilum Fjölnis þegar greitt er með kortinu en að auki rennur aukaafsláttur til félagsins. Fjölnir hefur nú þegar samið við öfluga samstarfsaðila um afslátt, svo sem Nóatún í Hverafold, Olís, ÓB, Húsgagnahöllina, Papinos og fleiri. Unnið er að því að fá sem

flestar verslanir í hverfinu til að taka þátt í þessu mikilvæga uppbyggingarverkefni sem stuðlar að enn kraftmeira íþróttastarfi í Grafarvogi. Hluti af tekjum Fjölnis af Fjölniskortinu mun renna til afrekssjóðs Fjölnis. Þegar greitt er með kortinu hjá samstarfsaðila kemur afslátturinn sjálfvirkt eftirá og dregst frá heildarupphæð kortareiknings. Sem dæmi má taka korthafa sem verslar fyrir 1.000 kr. hjá samstarfsaðila sem gefur 5% afslátt. Þá birtist upphæðin 1.000 kr. í versluninni en á kortareikningi er afslátturinn dreginn frá og einungis gjaldfært 950 kr. Heildarafsláttur mánaðarins kemur fram á kortayfirlitinu en auk þess verða færslur hjá samstarfsaðilum merktar sérstaklega svo korthafar fái greinargott yfirlit yfir hvar þeir njóta sérkjara.

Styrktarkort

Hreyfing.

Könnunarleikur.

Unnið með einingakubba.

um sem taka við kreditkortum auk þess sem hægt er að greiða með því fyrir vörur og þjónustu á netinu.

Talnavinna.

Fjölniskorthafar skuldbinda sig til láta fasta fjárhæð renna til félagsins á mánuði. Hægt er að velja um fjárhæð en þó að lágmarki 500 kr. Einnig verður hægt að velja hvaða deild innan Fjölnis nýtur góðs af og rennur þá styrkurinn alfarið til þeirrar deildar. Í raun má líta á framlagið sem greiðslu á félagsgjaldi en framlagið er auðveldlega hægt að fá til baka með því að versla hjá þeim samstarfsaðilum Fjölnis sem veita afslátt. Auk þess að fá fríðindi í gegnum afslátt hjá samstarfsaðilum, fá korthafar einnig veruleg fríðindi hjá félaginu sjálfu: Sá sem er með Fjölniskortið fær frítt á alla heimaleiki í körfunni og fótboltanum (gildir ekki á bikarleiki). Allar nánari upplýsingar um kortið er hægt að fá á www.fjolnir.is/fjolniskortid sem og hjá Landsbankanum í Grafarvogi. Hægt er að sækja um kortið á vef Fjölnis, www.fjolnir.is og hjá Landsbankanum í Grafarvogi. Einnig verða umsóknareyðublöð á skrifstofu Fjölnis í Egilshöllinni. Hjá Fjölni gefur Kristófer Sigurgeirsson allar helstu upplýsingar í síma 594 9673 eða á kristo@fjolnir.is

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement