Page 10

10

Fréttir

Nemanja Sovic þjálfari.

Bréf frá þjálfara

Meistaraflokkur kvenna hefur staðið sig betur en nokkur hefði þorað að vona í körfuboltanum í vetur. Liðið spilar í 2. deildinni og hefur trónað á toppnum allt tímabilið með 13 sigra og aðeins 1 tap. Fast á hæla þeirra kemur lið KR en liðin mættust fyrr í vetur þar sem Fjölnisstelpurnar sigruðu með 4 stigum. Liðið sem endar efst í deildinni fær sæti í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Nú er tímabilið að klárast og þann 30. mars verður sannkallaður úrslitaleikur milli Fjölnis og KR um sigur í deildinni. Sigrum við leikinn yrðu það alger tímamót í sögu Fjölnis því aldrei hefur félagið átt lið í efstu deild kvenna í boltaíþróttum! Mætum öll og styðjum stelpurnar í baráttunni fyrir Iceland Express deildinni þann 30. mars í DHL-Höll KR'inga! Hér er bréf sem þjálfari Fjölnis, hinn margrómaði Nemanja Sovic, sendir til Fjölnismanna: ,,Áhangendur, foreldrar, stjórnarmeðlimir og Grafarvogsbúar. Föstudaginn 30. mars mun kvennalið Fjölnis spila úrslitaleik tímabilsins í körfuboltanum gegn KR. Fari það þannig að við sigrum leikinn, sem er útileikur spilaður í DHL-Höll KR, mun kvennalið Fjölnis keppa á næsta ári í efstu deild á Íslandi. Sem þjálfari Fjölnis finnst mér ég þurfa að draga athygli ykkar að þeim stórkostlega árangri sem þetta lið hefur náð. Meistaraflokkur kvenna var settur á laggirnar fyrir u.þ.b. einu og hálfi ári síðan, haustið 2006. Á þessum stutta tíma, þar til í dag, hafa þær tekið stórkostlegum framförum og hafa haft algera yfirburði í 2. deildinni í vetur. Á þessu tímabili hafa þær sigrað 13 leiki og tapað aðeins 1 - og hafa sigrað hvern leik með að meðaltali 30 stigum. Körfubolti er ekki auðveld íþrótt að stúdera, og oftast tekur mjög langan tíma að læra nýja hluti. Því er það hrífandi staðreynd að stelpurnar séu orðnar eins góðar og þær eru. Og ekki aðeins það heldur einnig að þær mæti dag eftir dag, á æfingu eftir æfingu og einbeiti sér að sameiginlegu markmiði. Þessi einbeiting, ákveðni og vinnuframlag sem þær hafa sýnt, snýr ekki eingöngu að körfuboltalegu hliðinni heldur lýsir þetta einfaldlega karakter hópsins. Það er akkurat þessi karakter sem þær þurfa að fá viðurkenningu fyrir frá okkur hinum með því að gefa kvennaliði Fjölnis góðan stuðning fyrir leikinn, og á leiknum sjálfum gegn KR. Ég myndi kunna að meta það gífurlega vel, sem þjálfari, ef þið sem tengist Fjölni á einhvern hátt gefið þessu liði þá viðurkenningu sem það á skilið. Ég vona einnig að þið getið mætt á leikinn gegn KR þann 30. mars kl. 19.15 og staðið við bakið á stelpunum. Þær eiga það skilið! Kveðja, Nemanja Sovic

GV

Fjölnismenn enn á meðal þeirra bestu - Fjölnir endaði vertíðina með glæsilegum sigri á Tindastóli sem tryggði áframhald í úrvalsdeild Einum allra skemmtilegasta leik í Dalhúsum frá upphafi er lokið. 600 áhorfendur trylltu pallana, heil hljómsveit sá um að spila tónlist, andlitsmálning, plötusnúður, kynnir og sigur! Sjaldan hefur jafn mikil stemning myndast í Grafarvogi og var magnað að fylgjast með þessu. Umgjörðin á leiknum var svo flott að á hana var minnst í öllum helstu fjölmiðlum landsins, t.d. hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum sjónvarpsstöðvanna. Leikurinn sem um ræðir var síðasti leikur tímabilsins hjá meistaraflokk karla í körfuknattleiknum. Liðið lék gegn Tindastól upp á líf og dauða fyrir sæti sínu í deildinni en ósigur hefði þýtt það að liðið félli niður í 1. deildina. Hvorki leikmenn liðsins né Grafarvogsbúar voru á því að láta það gerast og mættu allir gríðarlega ákveðnir í þennan síðasta leik og sýndu og sönnuðu af hverju Fjölnir á skilið að vera í efstu deild. Eftir hörkuspennandi leik, fullum af troðslum og tilþrifum, fór svo að Fjölnir bar 7 stiga sigur úr bítum, 94-87. Nemanja Sovic fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skoraði 41 stig og tók 13 fráköst. Þegar að sigurinn varð ljós ætlaði allt að verða vitlaust í húsinu og menn fögnuðu langt fram á kvöld. Með sigrinum hélt Fjölnir sér enn á meðal bestu liða á Íslandi og á næsta tímabili verður markmiðið sett á úrslitakeppnina. Fyrir leikinn gengu leikmenn liðsins á milli skóla í Grafarvoginum og báðu krakkana um aðstoð í formi stuðings og hvatningar. Það virkaði heldur betur og fjölmenntu heilu bekkirnir á leikinn og eftir hann mátti heyra ýmsar skemmtilegar setningar eins og ,,Ég var að deyja, ég var svo spennt!’’ eða ,,Ég ætla sko pottþétt að koma aftur á körfuboltaleik!’’ Frábær endasprettur hjá strákunum og ef þeir halda áfram að spila svona vel á næsta tímabili, þá er sko von á góðu.

Sigurleikurinn gegn Tindastóli í Dalhúsum var sá skemmtilegasti sem þar hefur verið leikinn.

Bikarmeistarar í þremur flokkum! - glæsilegur árangur yngri flokka Yngri flokkar Fjölnis í körfunni hafa náð ótrúlegum árangri síðustu ár og varð engin breyting á því í vetur. Fyrir stuttu voru haldin bikarúrslit yngri flokka og náði Fjölnir hvorki meira né minna en þremur titlum í hús. Fyrst vann 9. flokkur stóran sigur á Hamar/Selfoss með 55 stigum, 9540 í leik þar sem Sigurður Skúli Sigurgeirsson var valinn maður leiksins. Næst vann unglingaflokkur glæsilegan sigur á sterku liði Njarðvíkinga með 17 stigum, 90-73, þar sem Þorsteinn Sverrisson var maður leiksins með 24 stig.

Að lokum varð 10. flokkur svo bikarmeistari daginn eftir að loknum stórskemmtilegum leik, en andstæðingar þeirra voru 9. flokkur Fjölnis sem spilaði sem B-lið í þessari keppni og ótrúlegt að þeir hafi náð alla leið í úrslitin enda allir árinu yngri. Eldri strákarnir sigruðu þá yngri með 12 stigum, 61-49, og var Ægir Þór Steinarsson maður leiksins með 23 stig og 6 stoðsendingar. Frábær árangur hjá unglingunum og óskum við þeim til hamingju með titlana! Það eru greinilega mjög bjartir tímar fram undan hjá körfuknattleiksfólki i Fjölni.

Gríðarlega gleði var með alla sigrana í bikarnum.

Fjölnir fékk kvennabikarinn á ársþingi KSÍ

Hart barist í kvennakörfunni.

Á ársþingi KSÍ í febrúar var Fjölni veittur kvennabikarinn fyrir gott starf í kvennaknattspyrnu fyrir árið 2006. Það var Ásgeir Heimir Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar Fjölnis, sem tók við bikarnum úr hendi Eggerts Magnússonar fráfarandi formanns KSÍ. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Fjölni og sérstaklega þá aðila sem koma að kvennaknattspyrnu hjá félaginu. Mjög góður árangur náðist á seinasta ári hjá kvennaliðum Fjölnis en helst má geta að meistaraflokkur félagsins komst upp í Landsbankadeildina og mun spila meðal bestu kvennaliða á landinu í ár. UMSK gaf KSÍ kvennabikarinn í tilefni af 45 ára afmæli sambandsins árið 1992. Kvennabikarinn er veittur ár hvert fyrir gott starf í kvennaknattspyrnu.

Ásgeir Heimir tekur við bikarnum úr hendi Eggerts Magnússonar, fyrrverandi formanns KSÍ.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 3.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement