Page 8

8

Matgoggurinn

GV

Konfektgerð fyrir jólin

- að hætti Unnar og Ragnars Ragnar Sær Ragnarsson og Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir, Dalhúsum 70, eru matgoggar okkar að þessu sinni. Þau hjón ákváðu að bjóða lesendum Grafarvogsblaðsins upp á skemmtilega nýbreytni í stað þess að koma með hefðbundnar mataruppskriftir. ,,Við ætlum að koma með nokkrar uppskriftir að konfektmolum sem við búum aðallega til fyrir jólin. Molana höfum við notað bæði til að bjóða þegar gesti ber að garði eða sett nokkra mola í fallega krukku og skreytt hana jólalega og látið fylgja með jólapökkunum til vina og ættingja. Þetta hefur ávallt vakið lukku og þótt skemmtilegt og bragðgott. Þetta eru einfaldar uppskriftir og allir í fjölskyldunni geta tekið þátt í

konfektgerðinni. Það sem er mikilvægast í þessu er að nota ávallt ferskt og gott hráefni því það er undirstaða þess að vel takist til. Molana má síðan skreyta að vild og allir geta látið hugmyndaflugið ráða,’’ segja þau Ragnar og Unnur Ágúusta. Og hér koma uppskriftir þeirra að gómsætu jólakonfekti. Kókoskúlur 4 dl. flórsykur. 4 dl. kókosmjöl. 4 msk. brætt smjör. 1-2 þeyttar eggjahvítur. 2-4 msk. mjómi. Bræddur súkkulaðihjúpur. Öllu er blandað saman í skál, kælt og síðan eru mótaðar litlar kúlur úr

Ragnar Sær Ragnarsson og Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir ásamt syni sínum, Gunnari Frey. massanum. Kúlurnar kældar og þeim síðan dýft í brætt súkkulaði. Látnar kólna á bökunarpappír og

skreyttar með kókosmjöli. Einfalt og gott! 100 gr. flórsykur. 300 gr. konfektmarsi. 300 gr. núggat. Bræddur súkkulaðihjúpur.

GV-mynd PS

Hnetusmjörskúlur ½ bolli flórsykur. 1 bolli gróft hnetusmjör. 2 bollar Rice Crispies. Bræddur súkkulaðihjúpur. Flórsykri, hnetusmjöri og Rice Crispies blandað saman og kúlur

Emil Örn og Erla eru næstu matgoggar Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson, Dalhúsum 70, skora á Emil Örn Kristjánsson og Erlu Guðjónsdóttur, Smárarima 6, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim uppskriftir í janúar. Vinnið saman flórsykur og marsipan. Rúllið út marsipaninu og smyrjið núggati á. Leggið síðan eitt eða fleiri lög í viðbót til að fá fleiri rendur. Skerið síðan út að vild t.d. ferkantað eða kringlótt. Einnig má gera úr þessu kúlur og þá er tekið smá marsipan og flatt út og lítill biti af núggati settur inn í og kúlan mótuð. Kælið molana og hjúpið síðan með súkkulaði og skreytið að vild.

Óskum öllum gleðilegra jóla og takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19, laugard 10-16

,,Hugmyndir ættu að vera ljósar og tærar en súkkulaði dökkt og þykkt.’’ Spænskur málsháttur. Döðlur með fyllingu Döðlur. Marsipan. Núggat. Bræddur súkkulaðihjúpur. Mótaðar eru litlar kúlur úr marsipani og núggati og þær settar inn í döðluna og henni lokað vel. Döðlunum síðan dýft í brætt súkkulaði og kældar á bökunarpappír og skreyttar að vild.

mótaðar úr massanum. Kælt vel. Síðan er kúlunum dýft í brætt súkkulaði og látið storkna. Skreytt með söxuðum hnetum eða möndlum. Konfekt með hindberjafyllingu 275 gr. saxað súkkulaði. 75 gr. smjör. 75 gr. hindberjasulta. 2 msk. hindberjalíkjör (má sleppa). Bræddur súkkulaðihjúpur. Bræðið saman 275 gr. suðusúkkulaði, smjör og sultu við vægan hita þar til bráðin er jöfn og samfelld. Bætið líkjör út í. Kælið í 2-3 klst. Mótið síðan kúlur úr hrærunni með tveimur teskeiðum. Raðið kúlunum á plötu klædda bökunarpappír og setjið í frysti u.þ.b. 1 klst. Dýfið síðan kúlunum í brætt súkkulaði og skreytið að vild. Geymist á köldum stað. Í stað hindberjasultu og hindberjalíkjörs má nota appelsínu eða aprikósusultu og Grand Marnier líkjör. Verði ykkur að góðu, Unnur Ágústa og Ragnar Sær

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement