Page 23

24

Nýir diskar frá Senu

GV

Fréttir

Stjörnumessan endurvakin

Hvanndalsbræður Popptónlist með glettnu ívafi. Bræðurnir frá Hvanndal við utanverðan Eyjafjörð. Hljómsveitin syngur mikið um sveitina en einnig um lífið og tilveruna.

Kristján syngur

Kristján Jóhannsson stórsöngvari þenur raddböndin á Stjörnumessu Bílastjörnunnar við Bæjarflöt föstudaginn 14. desember.

Ljótu Hálfvitarnir Þessi níu manna sveit misgáfulegra tónlistarmanna úr Þingeyjarsýslum spilar þjóðlagaskotið rokk, poppblandað akústískt pönk og önnur vafasöm tónlistarstefnuleg genasplæs, allt með íslenskum textum.

Luxor Söngkvintettinn Luxor var settur saman af Einari Bárðarsyni fyrr á þessu ári. Þetta er hreint út sagt frábær diskur sem hefur fengið frábæra dóma og viðtökur.

Einn af vinsælustu menningarviðburðum síðari ára í Grafarvogi, Stjörnumessan, verður endurvakin í ár og fer messan fram við og í húsnæði Bílastjörnunnar við Bæjarflöt föstudagskvöldið 14. desember. Margar þekktar stjörnur munu þar stíga á stokk. Má þar nefna stórsöngvarann Kristján Jóhannsson og þá félaga Stefán Hilmarsson og Eyjólf Kristjánsson. Þá lesa Grafarvogsskáld úr verkum sínum. ,,Þegar ég frétti af því að Kristján Jóhannsson yrði staddur á Íslandi á messutíma hringdi ég bara í hann. Er skemmst frá því að segja að hann tók mjög vel í að syngja á Stjörnumessunni og okkur finnst mjög gaman að geta boðið upp þennan mikla listamann,’’ sagði Kristmundur

Árnason hjá Bílastjörnunni í samtali við Grafarvogsblaðið. ,,Við erum að ganga frá endanlegri dagskrá en það er ljóst að þetta verður skemmtileg blanda af tónlist og upplestrum úr góðum verkum Grafarvogsskálda,’’ sagði Kristmundur ennfremur. Stjörnumessan endar á einni glæsilegustu flugeldasýningu ársins. Rétt er að minna Grafarvogsbúa á að taka frá tíma milli klukkan 18 og 20, föstudaginn 14. desember og bregða sér á frábæra uppákomu við Bæjarflötina. Fagna ber því sérstaklega að Stjörnumessan skuli nú endurvakin og er þetta framtak Bílastjörnumanna afar gott. Við greinum frá messunni í næsta blaði.

Frágangur Ár Megasar? Án nokkurs vafa. Frágangur hefur þegar slegið í gegn og í nóvember kom seinni hluti verksins út. Meistari Megas fer hér algjörlega á kostum ásamt Senuþjófunum og hefur líklega aldrei verið betri. Grafarvogsskáldin Ari Trausti Guðmundsson og Einar Már Guðmundsson lesa úr verkum sínum á Stjörnumessu.

Þrettándagleðin við Gufunesbæinn Pílu pínu platan Hér er finna söngva úr bókinni Píla pína. Ljóðin eru eftir Kristján frá Djúpalæk og lögin eru eftir Ragnhildi Gísladóttur og Heiðdísi Norðfjörð. Ragnhildur stjórnaði upptökum og útsetti tónlistina.

Jólin verða kvödd með tilheyrandi hátíðarhöldum á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar 2008. Hátíðin hefst kl. 16:30 við hlöðuna í Gufunesbæ en þar mun skautafélagið Björninn selja kakó, kyndla og neonljós. Blysför verður farin að brennunni með álfadrottningu og álfakóng í broddi fylkingar og jólasveinarnir kveðja áður en þeir leggja af stað til fjalla. Á sviði við brennuna verða skemmtiatriði og sunginn fjöldasöngur en gert er ráð fyrir að skemmtuninni ljúki fyrir kl. 19:00. Grafarvogsbúar! Það er undir okkur sjálfum komið að þrettándagleðin í hverfinu okkar takist vel - fjölmennum og skemmtum okkur saman!

GV-myndir PS

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement