Page 20

21

20

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Bíbí Ólafsdóttir - ,,Það er ekki sjálfsagt mál að geta talað saman, hvorki um sannleikann né tilfinningarnar.’’ Grafarvogsblaðið birtir kafla úr bókinni um alþýðukonuna og miðilinn Bíbí Ólafsdóttur Bók Vigdísar Grímsdóttur um Bíbí Ólafsdóttur er ævisaga sterkrar alþýðukonu sem bugast aldrei hvað sem á móti blæs. Bíbí er fædd árið 1952 og elst upp í Múlakampi í Reykjavík og í Kópavogi. Bíbí segir frá á heiðarlegan og einlægan hátt og dregur ekkert undan, enda er hún trú því loforði sem hún eitt sinn gaf þegar ungri dóttur hennar var ekki hugað líf. Viðhorf hennar er öllum hvatning til að takast á við andstreymi lífsins með húmor, velvild í garð annarra og gleði yfir litlu. JPV gefur út. 1. Dagurinn snýst um mig Þetta byrjaði allt í Elliðaárdalnum. Ef einhver hefði lagst á brakandi timburgólfið þá hefði sá hinn sami sennilega fundið langdrægar bylgjur berast alla leið frá Japan þar sem jarðskjálftar og flóð leggja heilu bæina í rúst á nákvæmlega sama tíma og ég kem í heiminn. En það leggst enginn á gólfið og viðstaddir hafa um annað að hugsa en hamfarir í fjarlægum heimsálfum. Þennan dag hefur heimurinn nefnilega skroppið saman og snýst ekki um neitt annað en krampakenndar hríðir þrjátíu og átta ára gamallar konu sem liggur á dívan í héluðum timburkofa við Breiðholtsveginn; kofa sem hlotið hefur hið virðulega nafn Friðheimar. Úti eru skaflar og inni límist sængurverið við vegginn í frostinu. Það hanga grýlukerti í loftinu og það næðir í gegn. Konan sem byltir sér á dívaninum er mamma mín, Þóra Guðrún Friðriksdóttir. Stelpurnar þrjár sem standa við hlið hennar einsog illa gerðir hlutir í aldursröð, þannig sé ég þær fyrir mér, eru systur mínar, Anna Maren, Ásta og Stella. Á gólfinu fyrir framan þær liggur hin brúnleita Nellý, passasöm tík sem kann sitt hlutverk, að verja mann og annan og láta vita af gestum. En það er ég, Jónína Björk, sem kveiki kviðbylgjurnar og dreg alla veröld viðstaddra, nauðuga viljuga, inn í þennan gegnumkalda kofa. Það er ég sem í öllum innanþrýstingnum og samdráttunum veit ekkert af því að systir mín, Anna Maren, tíu ára gömul smáskvísa, verður að ösla út í snjóinn, klofa yfir skafla og þjóta hraðar en andskotinn niður í Blesugróf eftir ljósmóður. - Flýttu þér, Anna Maren, þetta veltur allt á þér, hefur mamma trúlegast kallað á eftir henni. Mér finnst að minnsta kosti einsog ég sjái Önnu Maren fyrir mér rjúka af stað í stígvélum og úlpu. Hún ætlar sko að standa sig fyrir litla kvikindið sem liggur svo lifandis ósköp á út í heiminn. Ég stefni ótrauð beinustu leið, áfram og út. Það er 5. mars 1952 og þrátt fyrir allan hamagang jarðarinnar er minn tími kominn; ég er komin til að vera og dagurinn snýst um mig. En bíðum nú við. Á meðan Anna Maren brýst áfram sína leið eftir Breiðholtsveginum niður í Blesugróf, mikið sem manneskjan er snör og hefur kannski dottið nokkrum sinnum á leiðinni, vippar pabbi minn, Ólafur Friðriksson, sér inn úr dyrunum. Hann klappar Nellý og sér um leið að það eru

undur og stórmerki að gerast í Friðheimum. Pabbi er hár og grannur. Hann er tuttugu og fimm ára gamall og annað barnið hans er að fæðast. Það skín í kollinn á því og maðurinn veit varla hvað hann á að taka til bragðs. En mér eru allir vegir færir í dragsúgnum því að pabbi minn er kominn heim og ekkert sem tefur mig lengur. Ég er líka komin hálfa leið út, klístruð öll og glæsileg og klukkan rétt að verða sex. Mamma er veraldarvanari en pabbi. Ég er tíunda barnið hennar og hún kann til allra verka. Þóra Guðrún kann sömuleiðis að skipa öðrum fyrir. Maðurinn hennar þarf ekki að standa þarna einsog þvara, honum er ekkert að vanbúnaði. Nú er bara að duga eða drepast, Ólafur Friðriksson, sjóða vatn á kolavélinni, drífa sig og ekkert hálfkák, þvo sér um hendurnar undireins og vera ekki svona hryllilega taugaveiklaður. Það er sem sé pabbi sem tekur á móti mér og ég kem í heiminn með naflastrenginn tvívafinn um hálsinn. En pabbi minn virðist kunna allt í dag og hann snýr mig úr hengingarólinni einsog ekkert sé. Það er kraftur í mínum og hann er stoltur þegar hann heldur á mér. Ég er önnur stelpan hans, Steinunn Björk sú fyrsta, einu og hálfu ári eldri en ég og alltaf kölluð Stella. En rétt í því að pabba tekst að grípa mig geltir tíkin Nellý og Anna Maren og ljósmóðirin snaka sér inn úr dyrunum. Anna Maren örugglega rennsveitt og sprengmóð og ljósmóðirin sjálfsagt líka en hún skilur samt á milli öruggum höndum. Hún er fingrafim og fær kona á réttum stað á réttum tíma. Og svo fær mamma tíunda barnið sitt í fangið. Erfiðinu er lokið í þetta skiptið, sársaukinn orðinn minning, en það er aldrei að vita hvernig henni líður með nýju stelpuna sem er tilbúin í tuskið og gleðskapinn, vafin í lín og lögð á dúandi kvið. En mér finnst einsog ég finni frið í bústaðnum við Elliðaárnar þetta kvöld. Og enda þótt ég þyki heldur rindilsleg og svo mjó að það má víst léttilega telja í mér rifbein, þá er ég lífvænleg og seig og ríflega tíu merkur. Ef ég vissi ekki að mamma hefði haft

óbeit á kertaljósum, alltaf svo voðalega eldhrædd manneskjan, er ég viss um að það hefði logað á óteljandi kertum alla liðlanga nóttina; viss um að heilt ljósahaf hefði brætt héluna af veggjunum í Friðheimum við Breiðholtsveg þetta kalda vetrarkvöld fyrir fimmtíu og fimm árum. 2. Kannski ekki mannabústaður Mamma er ein í Friðheimum á daginn. Hvað hún hugsar get ég ekki vitað, hvort hún er einmana eða leið get ég heldur ekki vitað. Ég sé atburðina bara fyrir mér í myndum þegar ég hugsa til baka. Auðvitað erum við, stelpurnar hennar fjórar, aldrei langt undan. Systur mínar þrjár, Anna Maren, Ásta og Stella, sniglast þegjandi í kringum hana. Þær reyna einsog þær lifandi geta að létta henni bæði verkin og skapið, og svo huga þær að smákvikindinu sem heimtar sitt og engar refjar. Ég veit fljótt hvað ég vil og gef ekkert eftir þótt ég hafi alltaf verið meðfærileg, rétt einsog dúkka sem hægt er að stilla upp og unir svo glöð og þegjandi við sitt. Það segir að minnsta kosti Anna Maren og ég trúi henni. Anna Maren er lífgjafi minn, það er lipurð hennar að þakka að ljósmóðurinni tekst að skilja á milli mín og mömmu. Alls ekki víst að það hefði heppnast hjá pabba. Það eru nú einu sinni takmörk fyrir því hvað einn karlmaður getur gert í svona málum. Það er að minnsta kosti álit margra, bæði karla og kvenna, þegar þetta er að gerast. En hvað sem líður slíku hjali þá er hún mamma mín gjörsamlega að niðurlotum komin eftir sóttina. Það tekur á að eiga krakka þótt maður sé í æfingu og kannski ekki síst ef maður er í æfingu; æfingin skapar ekki endilega meistarann þótt því sé haldið fram. Friðheimar eru sannarlega engin höll, tæplega mannabústaður og varla svínum bjóðandi, þótt ég verði að láta mér þetta nægja, segir mamma og það verða hvöss og hættuleg í henni augun og betra að forða sér þegar svoleiðis er. Við lærum snemma á öll hættumerki og kunnum að varast. Kofadruslan er sem sé eitt herbergi, krókur fyrir eldhús, ef eldhús skyldi

Ég hef gaman af tarotspilum, góður spilalesari verður að hafa reikningskúnst á valdi sínu og þekkja vel hvert tákn spilanna og hvernig þau vinna saman. Ég þarfnast spilanna ekki og nýti þau ekki til svokallaðra spádóma, en ég nota þau oft sem tengiliði milli mín og þess sem leitar til mín. Það er gömul trú að enginn eigi að handfjatla eða lesa úr annarra tarotspilum. Ég hef haldið henni.

og eina stelpu á víð og dreif til ókunnugra. Hvers vegna? Vegna þess að hún getur ekki flækst um nema með eitt barn í eftirdragi. Það hljóta allir að geta skilið það, um annað er ekki að ræða og aldrei um að tala heldur. Svona er lífið bara hjá sumum í kringum miðja síðustu öld. Mamma velur Önnu Maren úr krakkahópnum til að fylgja sér. - Komdu, Anna Maren, komdu með mömmu, hvíslar hún, við getum þetta 3. Sagan speglast í augum Önnu saman, stelpan mín, okkur tekst þetta Marenar saman. Pabbi keyrir út olíu fyrir Esso. Hann Anna Maren er sem sé sjö barna ígildi er enginn prins á hvítum hesti sem kemog mömmu kærust allra. Á milli þeirra ur í hlaðið og hrífur mömmu burt einn ríkir einhver óskilgreinanleg ást, og daginn og stillir henni í hásæti við hliðlengi vel sé ég augu bræðra minna, Friðina á sér. Hann er Esso-maður á lágum riks, Gests Kristjáns, Matthíasar Leós, launum og skaffar ekki vel. - Ræfill, vesReynis Arnars og Péturs, og systur minnar Svanhildar Sumarrósar, speglast í augum Önnu Marenar þegar hún horfir á mömmu. Ég sé sögu þeirra allra í augum Önnu Marenar. Ég sé söguna líka í augum mömmu en í þeim er enginn spegill. Augu þeirra sem gefa frá sér börnin sín verða tóm. En Ólafur Friðriksson, pabbi minn elskulegur, skaffar mömmu sem sé ekki betri aðstæður, óléttri að sínu tíunda barni, en kofaræksni í Elliðaárdalnum til að búa í og þræla í, þrátt fyrir litrík loforðin sem hann gefur henni þegar þau hittast á Kirkjubæjarklaustri, en þaðan er pabbi ættaður, haustið 1949. Mamma er ráðskona á Klaustri, á næsta bæ við pabba, og þar er hún með Önnu Maren átta ára og Ástu litlu þriggja mánaða gamla. Já, Ástu litlu, vel á minnst, hún er einmitt nýkomin í heiminn þetta haust, litla ljónið fætt í ágúst sama ár. En stöldrum aðeins við hér. Hver er þá pabbi Ástu? Nú, hann er enn einn svikamörðurinn; mikið sem menn gátu annars svikið þessa fallegu konu. Þessi hafði lofað henni eilífri ást en eitthvað sýndust Þóru Guðrúnu málin blandin þar sem hún lá einn daginn á fæðingardeildinni í Reykjavík og varð litið út um gluggann. Sér hún þá ekki glaðÞóra Guðrún var myndarleg húsmóðir, alltaf fín og flott með svuntu og hik- hlakkalegan vininn ganga fram hjá aði ekki við að láta nágrannana fá það óþvegið ef þeir voru eitthvað að abb- með nýja upp á arminn, þar fauk sá, og ast upp á ,,blásaklaus’’ börnin hennar; hún kunni á því lagið og við vorum mamma mín aftur orðin ein með enn stolt af henni. eitt barnið; hana Ástu sem kenndi mér að lesa, kenndi mér að forðast hættur, kenndi mér að verja mig og varði mig, alingur og aumingi sem hann getur verMamma þvær annars þvottinn í Ástu sem mamma mín kunni, því miður, ið, segir mamma hátt og í hljóði og velur tunglsljósinu á kvöldin þegar pabbi er aldrei alveg að meta, aldrei alveg að til þess misfögur orð. kominn heim, allt er orðið rólegt og við elska, vegna föðurins kannski, en ekkÞóra Guðrún man líka sinn fífil fegstelpurnar sofum á okkar græna. Hún ert hef ég fyrir mér í því annað en grunurri, það getum við sko bölvað okkur elskar tunglið af því að það gefur henni inn. upp á. Hún sem bjó einu sinni í íbúð á birtuna og hún nýtur þess að vera ein En pabbi minn er enginn svikableðill Akureyri, átti til að mynda sófasett og úti að þvo. Hún segir jarðorkuna góða þótt ekki sé það reiknað honum til sófaborð og sjö börn og var á leið í nývið Elliðaárnar: - Ég þekki orku náttúrtekna. Hann er okkur systrunum góður, byggt hús; í startholunum á leiðinni í unnar einsog lófana á mér, en vatnið er við erum allar stelpurnar hans, og hann nýja húsið sitt með bros á vör og krakkaalls ekki gott, ekki til drykkjar að svíkur mömmu aldrei; hann fer aldrei skarann sinn. En þá kemur babbið í bátminnsta kosti, ojbara, það veldur niðurfrá henni, skilur hana aldrei eftir eininn. Alltaf þetta babb. Pabbi krakkanna gangi og skítapestum, varið ykkur á því, samla með börnin sín. Þóra Guðrún og vill hana ekki lengur; hann segir það stelpur, varið ykkur á því sem ykkur Ólafur trúlofast með pompi og prakt 26. bara sisona einn daginn upp úr þurru, verður boðið upp á. En ekki gleyma febrúar 1950 sem má reyndar sjá í Morgsegir meira að segja að hann eigi alls draumunum. Það hirðir þá enginn af unblaðinu á síðunni "Dagbók" þar sem ekki öll börnin. Hann hefur valið sér ykkur, ekki nokkur einasti maður, munlíka er getið um skipakomur og ársháaðra konu til að flytja með í nýja húsið, ið það, heyri ég hana segja. tíðir. hitti sem sé aðra flottari og finnst hún ,,Viltu með mér vaka er blómin sofa, Svo giftast þau nokkrum árum síðar passa honum og húsinu hans betur. Og vina mín og ganga niðrað tjörn. Þar í og hann elskar hana alla tíð og þolir þess vegna skilur hann við þau öll einlaut við lágan eigum kofa,’’ syngur hún aldrei að hún renni auga til annarra sog þau leggja sig, helvítis melurinn, svo í tunglsljósinu þar sem hún stendur manna eða aðrir menn til hennar. ódámurinn og pungurinn. í kyrrðinni yfir þvottabölunum. Mamma er konan hans og enda þótt hún Ó, já, mamma mín man daga sem hún Ég sé hana fyrir mér þarna í Elliðaársé tólf árum eldri, það fer reyndar ekki kallar betri, þótt henni hafi verið hafnað dalnum - og viti menn - þarna sveiflar fram hjá neinum, þá breytir það engu, með einu vinki og hún þess vegna hún svörtu, herðasíðu hárinu, falleg hún er fallegust og hún er eftirsóknarneyðst til að fara á hálfgerðan vergang. kona, hún mamma mín, stígur nokkur verðust. Hún verður að senda frá sér fimm stráka spor berfætt í moldinni og finnst hún kalla, og salernið dálaglegur útikamar með þokkalegu sniði ef hægt er að segja slíkt um skíthús; bara spurning hvernig maður orðar hlutina. - Drullugat og rassgatagleypir væri kannski nær að kalla draslið, segir mamma. En það breytir engu hvað hlutirnir eru kallaðir, kamarhokur er þetta að minnsta kosti í bráð og lengd í Friðheimum. Það er heldur ekkert rafmagn í bústaðnum, bara ausandi olíulampinn, og Þóra Guðrún, jafnstolt og hún er, verður að sækja allt helvítis vatnið í Elliðaárnar. Já, já, hún má rogast þaðan með allt vatn til að þvo, þrífa og elda. En hún vorkennir sér ekki neitt þótt hún sé kannski ekki sátt. Nei, hún hefur engan tíma til þess að væla og kumra, það er bara ekki hennar deild.

vera drottning um stund; svona lítil og grönn, svona mjúk á gulbrúna húðina, svona ótrúlega brúneygð og einsömul með tunglinu. Kannski er líka lengi von á almennilegum prinsi handa fínlegri og flottri konu með brostnar vonir en sígilda drauma um betra líf með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Aldrei að vita og aldrei neinn sem veit.

Það er gaman að setja sig í stellingar á bílþaki þegar lífið leikur við mann.

Pabbi er nú samt sem áður sama markinu brenndur og aðrir meingallaðir karlar. Gat nú verið. Jú, hann gerir hana ólétta, einsog menn sögðu í þá daga, og enn eignast mamma mín barn og nú í Hveragerði í horninu hjá föðursystur pabba. Þar er mætt í fjörið Stella systir mín sem stóð opineygð og undr-

andi við dívaninn þegar ég fæddist. Það er sem sagt hún Stella sem er níunda barn mömmu og fyrsta barnið hans pabba. *** Já, þau flykkjast að Þóru Guðrúnu börnin þótt þau séu ekki öll hjá henni.

Mamma mín eignast þrettán börn og við komumst ellefu á legg. Hún missir tvö og um þau talar hún ekki við neinn, kannski vita ekki einu sinni allir af þeim og sársaukanum; ég veit um hann af því að ég sé hann. Þetta er auðvitað sársauki sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt hann á eigin skinni. Ég

reyni hann sjálf seinna, missi líka tvö börn, ég á því sársaukann sameiginlegan með mömmu þótt við tölum aldrei um hann og hann tengi okkur ekki. Það er ekki sjálfsagt mál að geta talað saman, hvorki um sannleikann né tilfinningarnar.

Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir bifreiða á skrá Óskum Grafarvogsbúum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu Gylfaflöt 5 - S: 567-2700 - www.arnarbilar.is

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement