Page 18

18

GV

Fréttir Messur um jól og áramót 9. desember. - 2. sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta kl.11:00. Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. Helgileikur eftir John Høybye í flutningi Barnakórs Grafarvogskirkju. Jólatónleikar kl. 16:00 í kirkjunni. Krakkakór, Barnakór, Unglingakór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög. Aðventuguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Þorvaldur Halldórsson söngvari syngur aðventu- og jólalög. 16. desember, 3. sunnudagur í aðventu Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 Grafarvogskirkju, jólasveinar koma í heimsókn. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi: Svava Kristín Ingólfsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Borgarholtsskóla, jólasveinar koma í heimsókn. 23. desember, Þorláksmessa Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. 24. desember, aðfangadagur jóla Beðið eftir jólunum - Barnastund kl. 15:00 í Grafarvogskirkju. Jólasögur og jólasöngvar. Gítar: Gunnar Einar Steingrímsson, æskulýðsfulltrúi. Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju. Klarinettkvintett Einars Jónssonar leikur frá kl. 17:15. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Egill Ólafsson. Fiðla: Hjörleifur Valsson og Steinunn Harðardóttir. Kontrabassi: Birgir Bragason. Organisti: Hörður Bragason. Aftansöngur kl. 18:00 í Borgarholtsskóla. Hljómkórinn syngur. Einsöngvari: Eiríkur Hreinn Helgason. Trompet: Snorri Sigurðsson. Orgelleikari: Guðlaugur Viktorsson. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi: Svava Kristín Ingólfsdóttir. Einsöngur: Svava Kristín Ingólfsdóttir. Flauta: Melkorka Ólafsdóttir. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. 25. desember, jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestur: séra Lena Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. 26. desember, annar í jólum Jólastund barnanna - skírnarstund kl. 14:00. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Krakka- og Unglingakór Grafarvogskirkju syngja. 30. desember Jazz - messa kl. 11:00. Prestur: séra Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kvartett Björns Thoroddsen leikur. 31. desember, gamlársdagur Beðið eftir áramótunum - Barnastund kl. 15:00. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Aftansöngur kl. 18:00. Tónlistarflutningur frá kl. 17:30. Prestar: séra Vigfús Þór Árnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína). 1. janúar 2008, nýársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Gróa Hreinsdóttir.

Alls munu um 100 þúsund manns heimasækja kirkjuna á árinu sem senn er liðið.

100 þúsund í kirkjuna

Um eitt hundrað þúsund manns sóttu Grafarvogskirkju heim á árinu sem senn er liðið. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að allt safnaðarstarf kirkjunnar hefur vaxið mjög mikið á liðnum árum. Auk safnaðarstafsins eru í kirkjunum athafnir eins og skírnarathafnir, hjónavíglsuathafnir og jarðafarir.

Þegar þetta var skoðað kom í ljós að allir þeir taldir sem lögðu leið sína í kirkjuna á liðnu ári sóttu um eitt hundrað þúsund manns Grafarvogskirkju heim. Það þýðir aftur það að alla daga vikunnar frá morgni til kvölds er iðandi starf í kirkjunni. Aðventan mikil tónlistarhátíð Á undanförnum árum hefur allt

tónleikahald á aðventu farið vaxandi. Til dæmis er langt síðan að allir dagar til tónleikahalds í desember voru uppbókaðir. Þessi staðreynd er til vitnis um það að tónlistarlíf á Íslandi stendur með miklum blóma. Og eins og svo oft heimsmet miðað höfðatölu. Öll grunnskólabörn í Grafarvogi

nema eitt fermdust á liðnu fermingarári. Yfir þrjú hundruð fermingarbörn fermdust á liðnu ári í Grafarvogskirkju fjögur af þeim fermdust í öðrum kirkjum. Gleðilefni er slík þátttaka. Með blessunaróskum, Vigfús Þór Árnason sóknarprestur.

Verslunin Dýraland býður mikið úrval dýra og vörur fyrir gæludýr:

Dýrin fá líka gjafir á jólunum Fjölmargir eigendur gæludýra í Grafarvogi hyggjast gleðja dýrin sín um jólin ekki síður en ættingja og vini. Margt er í boði þegar gæludýrin eru annars vegar og í boði mikið úrval af alls kyns vörum fyrir dýrin og einnig mikið úrval af gæludýrum. Fyrirtækið Dýraland var stofnað árið 1993 og rekur í dag 3 gæludýraverslanir sem allar eru staddar í Reykjavík. Verslanirnar eru í Kringlunni 7, Mjódd í Breiðholti og Spöng inni hér í Grafarvogi. Verslunin í Grafarvogi var opnuð í nóvember árið 2003. Í verslunum Dýralands er hægt að fá flest allt það sem þarf til gæludýrahalds og að hluta til gæludýrin sjálf. ,,Í lifandi dýrum erum við öllu jafna með kanínur, hamstra, dverghamstra, stökkmýs, fiska, froska, salamöndrur og fugla,’’ segir Valdimar eigandi Dýralands í samtali við Grafarvogsblaðið. ,,Við hjá Dýralandi bjóðum upp á fjölbreytt úrval af búrum fyrir öll þessi dýr ásamt því að vera með mikið og gott úrval af öllum helstu nauðsynjavörum sem þarf til gæludýrahalds. Þar sem ekki má selja hunda og ketti í dýrabúðum á Íslandi erum við ekki með þau til sölu en að sjálfsögðu erum við með gott úrval af ferða- og flutningabúrum fyrir hunda og ketti,’’ segir Valdimar enn-

fremur. Og eitthvað þurfa öll þessi gæludýr að borða. Hjá Dýralandi er nóg framboð þegar kemur að gæludýrafóðri. ,,Í fóðri fyrir hunda og ketti erum við eingöngu með hágæða fóður. Vörumerkin sem við erum með þar eru Iams, Eukanuba, Arden Grange og Royal Canin. Við erum einnig með gott úrval af fóðri fyrir fugla og nagdýr en þar erum við með tvær fóðurtegundir og fyrir fiska, froska og salamöndrur erum við með fóður frá King British og vorum að hefja sölu á frosnu fóðri frá framleiðanda sem heitir Ruto. Núna í kringum jólin erum við svo líka með mikið af fallegum jólagjöfum fyrir gæludýrin. Fyrir hunda og ketti erum við líka með sérstakar jólahúfur, jólaólar, jólasveinabúninga og jólaleikföng svo fátt eitt sé nefnt. Í kringum jólin er oft vinsælt að gera betur við gæludýrin og erum við með gott úrval af allskyns góðgæti fyrir dýrin. Fyrir jólin endurnýja sumir bælin sem gæludýrið sefur í og höfum við nokkuð gott úrval af bælum fyrir hunda og ketti,’’ sagði Valdimar. Í Dýralands verslununum í Spöng og Mjódd eru venjulegar opnanir mán.-fimmtud. 10-18, föstudaga 10-19 og laugardaga 10-16 en verslun okkar í Kringlunni er með meiri opnun en þar er opið mán.-fimmtud. 10-18.30, föstud. 10-19, laugardaga 10-18 og sunnudaga 12-16. Um jólin er svo opið lengur í öllum búðum.

Fiskarnir hjá Dýralandi eru skrautlegir.

GV-myndir PS

Kanínurnar sperrtu eyrun og fylgdust vel með ljósmyndaranum.

Verslunin Dýraland er við hliðina á Haugkaup í Spönginni.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement