Page 14

14

Nýir diskar frá Senu

Ef væri ég... Ný plata frá söngkonunni vinsælu, hennar þriðja plata. Karl Olgeirsson stýrði upptökum á þessari afbragsðgóðu plötu sem geymir eingöngu frumsamið efni eftir Karl og Regínu.

Ellen Ellen hefur gert mörg vinsæl lög í gegnum tíðina en oftast verið í hlutverki gestsins. Á þessari frábæru plötu tekur hún til sín öll vinsælustu lögin sín og hljóðritar á sinn hátt. Allt það besta með Ellen en allt nýjar upptökur.

GV

Fréttir Nýr prestur valinn í Grafarvogssókn í stað sr. Önnu Sigríðar:

Frá Svíþjóð í Grafarvoginn Á fundi valnefndar Grafarvogssóknar 27. nóvember sl. var séra Guðrún Karlsdóttir, sóknarprestur í Svíþjóð, valin til að gegna embætti prests í Grafarvogsprestakalli. Séra Guðrún lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð síðastliðin átta ár og var vígð til prests 11. janúar 2004 í dómkirkjunni í Gautaborg. Séra Guðrún hefur starfað sem prestur á Gautaborgarsvæðinu frá vígslu. Fyrst eitt ár sem prestur í Näset söfnuði en gegnir nú embætti sóknarprests í einu umdæmi Lerum safnaðar. Séra Guðrún hefur víðtæka og áralanga reynslu á sviði barna- og æskulýðsstarfs í Þjóðkirkjunni, áður en hún hélt utan, sem og í sænsku kirkjunni. Séra Guðrún hefur jafnframt góða reynslu af starfi með eldri borgurum.

Eiginmaður séra Guðrúnar er Einar Sveinbjörnsson, prófessor í rafmagnsverkfræði, og eiga þau tvö börn. Í lok umsóknar sinnar um embætti prests í Grafarvogsprestakalli segir Guðrún orðrétt: "Það er von mín að starfskraftar mínir fái notið sín í Grafarvogssöfnuði og að köllun mín til boðunar fagnaðarerindisins fái farveg meðal íbúa safnaðarins." Grafarvogssöfnuður býður séra Guðrúnu innilega velkomna til starfa. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, sem gegnt hefur starfi prests í Grafarvogssöfnuði síðastliðin tíu ár, var valin prestur í Dómkirkjuprestakalli nú í haust. Grafarvogssöfnuður þakkar séra Önnu fyrir blessunarríkt starf og biður Guð að blessa hana á nýjum starfsvettvangi.

Séra Guðrún Karlsdóttir hefur víðtæka og áralanga reynslu á sviði barna- og æskulýðsstarfs í Þjóðkirkjunni.

Skoppa og Skrítla Á söngferðlagi heitir fyrsta plata þeirra Skoppu og Skrítlu. Hér er að finna lög og þulur sem börnin þekkja úr leikskólanum og leiksýningu Skoppu og Skrítlu í Þjóðleikshúsinu.

Undarlegt hús Hér er að finna lög úr sérdeilis frábærri þáttaröð af Stundinni okkar veturinn 2006-2007. Hreint frábær diskur fyrir börnin sem notið hefur mikilla vinsælda.

Starfsfólk og eigendur Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti.

GV-mynd PS

Dýraspítali í fremstu röð - fjölmargir eigendur gæludýra í Grafarvogi í góðum málum ef eitthvað bjátar á

Ég skemmti mér um jolin Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar halda áfram að skemmta sér og nú er röðin komin að því að þau skemmta sér um jólin. Á þessari hátíðarplötu taka þau 11 jólalög sem hafa verið vinsæl í gegnum tíðina. Eins og áður þá er það hann Ólafur Gaukur sem stýrir upptökum og útsetur.

Fjölmargir eigendur gæludýra í Grafarvogi eiga þess kost að nýta sér frábæra þjónustu á Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti en að mati eigenda er um að ræða einn fremsta dýraspítala landsins þegar tillit er tekið til starfsfólks og allrar aðstöðu. ,,Dýralæknamiðstöðin Grafarholti er til húsa að Jónsgeisla 95 og við opnuðum núna í maí á þessu ári í glænýju húsnæði. Dýralæknamiðstöðin er tæknilegur dýraspítali, 300 fermetrar að stærð og mjög vel búinn tækjum. Meðal annars erum við með stafræna röntgenframköllun, sónar, blóðrannsóknartæki og fleira,’’ segir Sif Traustadóttir, einn eigenda og starfsmanna á Dýralæknamiðstöðinni í samtali við Grafarvogsblaðið. ,,Á heimasíðunni okkar eru heil-

miklar upplýsingar um fyrirtækið og okkur. Við erum þrjár duglegar konur sem ákváðum að fara í samstarf og ráðast í það stórvirki að byggja okkar draumaaðstöðu. Þannig getum við haft hlutina frá upphafi eins og við óskuðum okkur. Við styðjumst við hugmyndir frá Bandaríkjunum við hönnun spítalans, en Bandaríkjamenn eru með þeim fremstu í dýralæknafaginu, sérstaklega hvað varðar hönnun og rekstur dýraspítala og dýralæknastofa. Einnig í meðhöndlun sjúkdóma, sérstaklega í skurðlækningum,’’ segir Sif ennfremur en hún hefur mikla reynslu í skurðlækningum. Eins og áður sagði eru það þrjár konur sem eiga og reka dýraspítalann. Þær eru:

Steinunn Geirsdóttir dýralæknir lærði í Noregi og hefur rekið stofu í Hafnarfirði undir nafninu Dýralæknaþjónusta Hafnarfjarðar í nokkur ár við mjög góðan orðstír. Einnig hefur Steinunn unnið á Akureyri og nágrenni, og á Selfossi. Steinunn útskrifaðist í október 2007 sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta frá danska Dýralæknafélaginu. Sif Traustadóttir dýralæknir lærði í Danmörku og fór sem skiptinemi í dýralækningum til Ameríku á seinni hluta námsins þar sem hún lærði mikið í greiningu sjúkdóma og skurðtækni. Sif hefur unnið á dýralæknastofu Dagfinns á Skólavörðustíg í nokkur ár við mjög góðan orðstír. Sif stundar framhaldsnámi í dýraatferlisfræði í Englandi með

sínu starfi í dag. Ellen Ruth Ingimundardóttir dýralæknir hefur unnið hjá Dýralæknaþjónustu Hafnarfjarðar. Ellen Ruth hefur einnig unnið mikið við tilraunadýr eins og rottur, kanínur, mýs og naggrísi. Ellen Ruth er að sérhæfa sig í tannlækningum dýra. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir dýralæknir, starfar 2 daga í viku, mánudaga og föstudaga hjá dýraspítlanum. Hún er algjör reynslubolti, hefur t.d. unnið í Svíþjóð og Afríku og á fleiri góðum stöðum. Frá og með janúar 2008 verður hún í fullu starfi. Opnunartími Dýralæknamiðstöðvarinnar er frá 9-17:30 á virkum dögum og 11-14 á laugardögum. Tímapantanir og upplýsingar eru í síma 544 4544.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement