Page 14

GV

Fréttir

Fréttir frá Frístundaheimilum

Fimm vikna sjálfsstyrkingarnámskeið í febrúar Námskeiðið verður haldið í Borgartúni 28, efstu hæð, á miðvikudögum kl. 17:00 - 19:30 á tímabilinu 7. febrúar til 7. mars 2007. Á námskeiðinu færð þú aukið öryggi í samskiptum, lærir að segja nei, lærir að njóta þín hér og nú og að standa með þér þannig að fallegir eiginleikar þínir nái að blómstra. Verðið er 27.000 kr. Innifalið í því er námskeiðið og að auki einn einkatími. Skráning fer fram hjá leiðbeinenda námskeiðsins, Rannveigu Þyri í síma 8247778 og á www.sjalfsstyrking.is Leyfðu þér að njóta lífsins á þinn hátt, fyrir þig

Leiksýning í Vík Krakkar sem verið hafa í leiklistarklúbbi í frístundaheimilinu Vík hófu aðventuna á því að leika ævintýrið um Öskubusku fyrir foreldra og systkini. Sýningin var sérlega glæsileg og ljóst að krakkarnir höfðu lært heilmikið í framsögn og tjáningu.

Grafarvogsblaðið Auglýsingar og ritstjórn Sími: 587-9500

Bókakynning í Regnbogalandi Ólafur Gunnar Guðlaugsson höfundur bókanna um Benedikt búálf kom í heimsókn í frístundaheimilið Regnbogaland rétt fyrir jólin og las upp úr nýrri bók sinni sem heitir ,,Svarta nornin’’. Hann færði krökkunum í Regnbogalandi fjórar teikningar úr sögunni. Kynningin tókst mjög vel og krakkar jafnt sem starfsfólk sat og hlustaði á af innlifun.

Leikskólasvið

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsókna:

Foreldrakaffi í Tígrisbæ Þann 14. desember var foreldrum barnanna í frístundaheimilinu Tígrisbæ boðið í heimsókn til þess að eiga notalega stund saman. Samkoman heppnaðist mjög vel. Yfir 100 manns komu og skreyttu piparkökur, spjölluðu við starfsfólkið og hlustuðu á rólega jólatónlist.

.. .. .. .. .. .. .

Leikskólakennari/leiðbeinandi Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1, sími 567-9380. Hamrar, Hamravík 12, sími 577-1240. Hulduheimar, Vættaborgum 11, sími 586-1870. Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970. Kvarnaborg, Árkvörn 4, sími 567-3199. Kvistaborg, Kvistalandi 26, sími 553-0311. Um er að ræða 100% stöðu og 50% stöðu f.h. Laufskálar, Laufrima 9, sími 587-1140. Lyngheimar, v/Mururima, sími 567-0277. Rauðaborg, Viðarási 9, sími 567-2185 Reynisholt, Gvendargeisla 13, sími 517-5560. Sjónarhóll, Völundarhús 1, sími 567-8585. Ösp, Iðufelli 16, sími 557-6989. Yfirmaður í eldhúsi Heiðarborg, Selásbraut 56, sími 557-7350. Matráð vantar í afleysingar frá 1. mars '07 til 1. febrúar '08.

Góðgerðastarfið heldur áfram í Grafarvogi Börnin í 2. - 4. bekk í Tígrisbæ söfnuðu dósum til þess að geta keypt gjafir undir jólatréð í Kringlunni. Þrír duglegustu strákarnir fóru með starfsmanni í Kringluna þann 19. desember, keyptu þrjá pakka, pökkuðu þeim inn og settu undir tréð. Frábært framtak hjá krökkunum.

Áramótahreinsun 3. janúar fóru krakkarnir í Tígrisbæ út að týna upp áramótaruslið. Krakkarnir tóku rösklega til hendi í þessu þarfa verkefni.

. .

Aðstoð í eldhúsi Heiðarborg, Selásbraut 56, sími 557-7350. Skilastaða/hlutastörf Ösp, Iðufelli 16, sími 557-6989. Um er að ræða starf frá 14.30 til 17.30.

15

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 1.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Grafarvogsbladid 1.tbl 2007  

Grafarvogsbladid 1.tbl 2007

Profile for skrautas
Advertisement