Page 9

23

GV

Fréttir Fagleg heilsurækt Frábær a›sta›a Frábær lífsstílsnámskei› Frábær sta›setning

Bragi Þór Valsson verður stjórnandi blandaða kórsins Con Spirito sem stofnaður verður í Grafarvogi í haust.

Kórinn Con Spirito stofnaður í Grafarvogi

Í haust verður stofnaður blandaður kór sem fengið hefur nafnið Con Spirito. Það er Bragi Þór Valsson sem verður stjórnandi kórsins. Metnaðarfullar áætlanir hafa verið gerðar fyrir starf kórsins en allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu kórsins, www.stjornandi.com/conspirito og eins má finna upplýsingar um stjórnandann á vefnum www.stjornandi.com. ,,Hugmyndin er ég viss um að er mjög góð og eins gæti a) þessi kór orðið mjög góður á tiltölulega stuttum tíma ef nógu margir þátttakendur fást og tónleikarnir sem

eru á planinu fyrir fyrstu árin orðið mjög vinsælir. Hins vegar er alltaf málið að ná til fólksins,’’ segir Bragi Þór í samtali við Grafarvogsblaðið. Fyrstu verkefni kórsins verða tónleikarnir ,,Söngbók Valgeirs Guðjónssonar’’ með Valgeiri sjálfum í desember 2006 og flutningur á Mozart Requiem með þekktum einsöngvurum í maí 2007. Í febrúar 2007 kemur erlendur gestastjórnandi til landsins og stjórnar þremur æfingum hjá kórnum. Æft verður í Rimaskóla á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:00 – 22:00, frá september og fram í maí.

Stjórnandi er sem fyrr segir Bragi Þór Valsson, M.M. í kórstjórn og æfingapíanisti er Jón Bjarnason, organisti og píanóleikari. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta litið inn á vef kórsins þar sem allar nánari upplýsingar er að finna eða haft samband við stjórnandann í tölvupóstfangið bragi@stjornandi.com eða í síma 699-5255. Leitað er að fólki í allar raddir og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband sem fyrst. Hér er um mjög áhugavert tækifæri fyrir söngelska að ræða og um að gera að kynna sér málið.

og línurnar í lag Líkamsrækt og sjúkrafljálfun Hreyfigreining Höfabakka b‡›ur frábæra a›stö›u til líkamsræktar og sjúkrafljálfunar. Öll fljálfun er unnin af fagfólki. Í átaksnámskei›um er innifallinn a›gangur a› opnum tímum og tækjasal, tími me› fljálfara í tækjasal, fitumælingar og flrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók.

Sko›i› stundaskrá á www.hreyfigreining.is Vagnhöf›i

Tangarhöf›i

Húsgagnahöllin

Höf›abakki

Bíldshöf›i

Mjög fáir íbúar í Grafarvogi mættu á borgarafund Dags B. Eggertssonar í Borgarholtsskóla. GV-mynd PS

Borgarafundur Dags um Sundabraut

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, stóð fyrir borgarafundi um Sundabraut í Borgarholtsskóla á dögunum. Á fundinum ítrekaði Dagur þá hugmynd sína og Samfylkingar að leggja Sundabraut sem tveggja akreina veg alla leið upp á Kjalar-

nes. Einnig ítrekaði Dagur mikilvægi þess að hafa fullt samráð við íbúa í Grafarvogi og Laugardalshverfum vegna málsins. Athygli vakti að fundarmenn voru aðeins um tuttugu talsins, þar af helmingurinn frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Fundurinn hófst kl. 17.30 og kann þar að liggja skýringin á afar lélegri mætingu íbúa.

Vesturlandsvegur Vesturlandsvegur

Dagur B. Eggertsson flytur ræðu sína á borgarafundinum í Borgarholtsskóla.

Höf›abakka 9, Sími: 511-1575, www.hreyfigreining.is

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 4.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement