Page 26

28

Fréttir Viðburðir um jól og áramót í Grafarvogssöfnuði 10. desember, 2. sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta kl.11:00. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju og kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. 10. desember Jólatónleikar kl. 16:00 í kirkjunni. Barna- og Unglingakór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög undir stjórn Harðar Bragasonar, Gróu Hreinsdóttur og Svövu Kr. Ingólfsdóttur. Ragnar Bjarnason flytur frumsamið jólalag eftir Gunnar Þórðarson. Einsöngur: Magga Stína. Hljóðfæraleikarar: Birgir Bragason bassi, Gróa Hreinsdóttir píanó, Hjörleifur Valsson fiðla, Hörður Bragason orgel/píanó. 17. desember 3. sunnudagur í aðventu Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju, jólasveinar koma í heimsókn. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 Borgarholtsskóla, jólasveinar koma í heimsókn. Aðventuguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30 Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Þorvaldur Halldórsson söngvari syngur aðventu - og jólalög. 24. desember aðfangadagur jóla Beðið eftir jólunum - Barnastund kl. 15:00 í Grafarvogskirkju Jólasögur og jólasöngvar. Prestur: séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Gítar: Gunnar E. Steingrímsson, æskulýðsfulltrúi. Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju. Strengjasveit kirkjunnar leikur frá kl. 17:30. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Egill Ólafsson. Fiðla: Hjörleifur Valsson. Kontrabassi: Birgir Bragason. Víóla: Bryndís Bragdóttir og Rein Ader. Organisti: Hörður Bragason. Aftansöngur kl. 18:00 í Borgarholtsskóla. Lögreglukórinn syngur frá kl. 17:30. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Lögreglukórinn syngur. Einsöngvari: Eiríkur Hreinn Helgason. Organisti og stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30. Prestur: séra Lena Rós Matthíasdóttir. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi: Svava Kr. Ingólfsdóttir. Einsöngur: Bríet Sunna Valdemarsdóttir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir 25. desember, jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestur: séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Gítar: Francisco Javier Jáuregui. Strengjasveit kirkjunnar leikur. Organisti: Hörður Bragason. Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:30 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Hörður Bragason. 26. desember, annar í jólum Jólastund barnanna - skírnarstund kl. 14:00. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Krakka-, Barna og Unglingakórar Grafarvogskirkju syngja. Stjórnandi: Svava Kr. Ingólfsdóttir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Gítar: Gunnar E. Steingrímsson, æskulýðsfulltrúi. 31. desember, gamlársdagur Beðið eftir áramótunum - Barnastund kl. 15:00. Prestur: séra Bjarni Þór Bjarnason. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Aftansöngur kl. 18:00. Strengjasveit kirkjunnar leikur frá kl. 17:30. Prestar: séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Organisti: Hörður Bragason. 1. janúar 2007, nýársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Prestar: séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Hörður Bragason.

GV

Góðgerðarvika - félagsmiðstöðvanna Hugmyndin um góðgerðaviku kviknaði innan unglingahópsins út frá neikvæðri umfjöllun margra fjölmiðla um hegðun unglinga á haustmánuðum ásamt því að unglingarnir vildu láta gott af sér leiða í byrjun jólamánaðarins. Í framhaldinu var ákveðið að taka heila viku í þetta verkefni og hófst dagskráin með tónleikum á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nagynjar þar sem ýmsir þekktir og minna þekktir tónlistarmenn komu við sögu. Allur ágóði rann til Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum. Ýmsir viðburðir voru í félagsmiðstöðvunum í hverfinu s.s. fatasöfnun til styrktar Mæðrastyrksnefnd, jólabingó til styrktar Barnaspítala Hringsins, Tecnoball til styrktar Umhyggju og skemmtanir fyrir yngri nemendur þar sem innkoma rann til hinna ýmsu góðgerðasamtaka. Frábær hugmynd hjá unglingunum sem sýnir að unglingar geta líka verið fyrirmyndarfólk! Daníel Alvin vinningshafi Rímnaflæðis 2006 skemmtir áhorfendum.

Hákon Hákonarson, gjaldkeri Umhyggju, fyrir miðri mynd með þeim Hjalta og Thelmu sem sáu um tónleikana.

Dóri DNA og Bent fóru á kostum.

Hraunbergi 4, Rvk. - Sími: 588-1710

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement