Page 11

12

GV

Fréttir

Foldaborg 20 ára

Börnin á Foldaborg voru íbyggin á svip og fylgdust vel með því sem í boði var.

GV-myndir Heiða

- elsti starfandi leikskólinn í Grafarvogi

Borgarstjórinn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, mætti í afmælisveisluna hjá Foldaborg.

Krakkarnir voru kátir í afmælisveislunni.

Leikskólinn Foldaborg fagnaði á dögunum 20 ára afmæli sínu og bauð í tilefni tímamótanna til mikillar afmælisveislu. Fjöldi gesta heimsótti leikskólann á afmælisdaginn og börnin sungu fyrir borgarstjóra og aðra góða gesti. Leikskólanum voru færðar blóm og gjafir í tilefni dagsins. Leikskólinn Foldaborg var formlega opnaður 12. desember árið 1986. Skólinn gefur sig út fyrir að vinna í heimspeki með börnum. Þróunarverkefni var unnið í leikskólanum 1994 til 1996. Markmiðið er að efla skilning barnanna á sjálfum sér og hugsun sinni. Að stuðla að bættum samskiptum á milli barnanna. Að efla hjá börnunum virðingu fyrir öðrum og annarra skoðun. Í heimspeki er ýtt undir náttúrulega einlægni barnanna og hún þroskuð í þolinmæði og eindrægni til þess að komast til botns í málum sem vekja áhuga. Börnin eru hvött til þess að spyrja spurninga um hvaðeina sem þeim dettur í hug og tengja sig þannig því vandamáli sem er til umfjöllunar. Á bak við allt starfið á Foldaborg er hugsunin að hafa barnið í forgangi. Að vinna með börnum veitir

Og svo var vitaskuld tekið til óspilltra málanna þegar komið var að kræsingunum.

mikla gleði, einlægar ábendingar, hrós og kátína lyftir manni í áhyggjum dagsins. Á Foldaborg hefur myndast ákveðinn og stöðugur kjarni í starfsmannahópnum sem hefur gert það

að verkum að lítil hreyfing hefur verið meðal starfsmanna og litlar mannabreytingar. Tveir starfsmenn hafa unnið við leikskólann frá upphafi, Hildur Sigurðardóttir og Guðbjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson færði krökkunum pakka.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 12.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement