Page 1

10. tbl. 17. árg. 2006 - október

Vantar þig heimasíðu?

Krakkar úr Sunddeild Fjölnis náðu frábærum árangri á VÍS-móti Ægis á dögunum og unnu til fjölmargra verðlauna.

,,Hagsmunir borgarbúa eru mitt forgangsmál’’ - sjá bls. 10

Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

Sjá nánar á bls. 6

Jólagjöf veiðimannsins Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði Gröfum nafn veiðimannsins á boxið Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

410 4000

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

42 verðlaun Guðlaugur Þór Þórðarson:

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Grafarvogsblaðið

Eitt númer

Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

Landsbankinn Banki allra landsmanna

410 4000

landsbanki.is

Samkvæmt Hagstofu Íslands leita 86% Íslendinga sér upplýsinga um vöru og þjónustu á internetinu


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Samræmdu prófin Frumvarp verður lagt fram á yfirstandandi alþingi um að leggja niður samræmd próf í grunnskólum. Vonandi ber alþingismönnum okkar gæfa til að samþykkja þetta frumvarp. Samræmdu prófin eru fyrir löngu úrelt fyrirbæri og í raun fáránlegur mælikvarði á frammistöðu nemenda í 10. bekk. Samræmdu prófin eru einnig illa til þess fallin að segja af eða á um áframhaldandi möguleika unglinga á þessum tímamótum þeirra til frekara náms. Margar leiðir eru betur til þess fallnar að meta frammistöðu unglinga til framhaldsskólanáms en samræmd próf. Og alveg er óásættanlegt að nokkrar námsgreinar ráði því alfarið hvort viðkomandi unglingur á möguleika á því eða ekki að afla sér menntunar í virtum framhaldsskólum. Nær væri að taka upp próf fyrir jól og að vori. Meðaleinkunn kæmi út úr þessum prófum í sex til átta námsgreinum. Þessi meðaleinkunn gæti gilt til helminga á móti sérstakri kennaraeinkunn. Hverjir eru betur í stakk búnir en kennarar að meta frammistöðu nemenda í 10. bekk? Það kann vel að vera að einhverjir annmarkar séu á framkvæmd þessari. Brýnt er hins vegar að finna aðra og skynsamlegri leið en samræmdu prófin sem eru barn síns tíma og fyrir löngu úrelt fyrirbrigði. Reyndar þarf að huga að fleiru en samræmdum prófum þegar grunnskólinn er annars vegar. Oft hef ég séð aumur á frábærum kennurum sem þurfa að kenna unglingunum það námsefni sem ákveðið er fyrir grunnskólana. Námsefnið er oftar en ekki algjörlega úr takti við raunveruleikann og alls ekki til þess fallið að hvetja nemendur til náms. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Máttarstólpar í vandræðum Á góðum dögum eru börn og unglingar hvött til þátttöku í íþróttum. Við fullorðna fólkið tölum þá gjarnan um íþróttastarfið sem öflugt forvarnarstarf sem það vissulega er. Hér í Grafarvogi er iþróttastarfið öflugt. Okkur ber gæfa til að eiga stærsta íþróttafélag landsins, í það minnsta það fjölmennasta. Allur sá fjöldi barna og unglinga sem iðkar hinar ýmsu íþróttagreinar innan Fjölnis kallar á góða aðstöðu. Henni er því miður ekki að heilsa í sumum tilfellum. Skýrt dæmi og raunar mjög alvarlegt um þetta er Fimleikadeild Fjölnis. Mér er sagt að þar sé komin fjölmennasta deild félagsins. Og gott ef ekki var verið að verðlauna þessa ágætu deild á dögunum með því að afhenda henni Máttarstólpann. Hér munu vera komin hvatningarverðlaun frá Hverfisráði Grafarvogs. Í dag er aðstöðuleysi Fimleikadeildar Fjölnis mjög alvarlegt mál. Tugir barna og unglinga þurfa að leita út fyrir hverfið vegna þess að aðstaðan er ekki fyrir hendi hjá Fjölni.

Þetta er algjörlega óviðunandi staða. Nú vill svo til að ég á ekki barn eða börn sem iðka fimleika. Get hins vegar auðveldlega gert mér í hugarlund hve hvimleitt það væri ef ég þyrfti að aka börnum mínum á fimleikaæfingar niður í Laugardal eða þaðan af lengra. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það þarf að gera eitthvað í þessu máli sem allra fyrst. Reyndar man ég eftir þessari umræðu nokkur undanfarin árin og lítið hefur

íþróttir? Nei er auðvitað svarið við báðum þessum spurningum. Ef við meinum það í alvöru að íþróttir séu afbragðs forvörn verðum við að skapa börnum og unglingum þá aðstöðu sem nauðsynleg er. Þeir sem ráða för þurfa að taka sér tak í þessum málum. Bæta úr þessu aðstöðuleysi fimleikafólksins strax og reyndar fleiri íþróttagreina innan Fjölnis. Það er til lítils að verðlauna fólk fyrir vel unnin störf á hátíðisdögum ef hugur fylgir ekki máli. Slík verðlaun eru vitaskuld hvatning en hversu lengi er hægt að hvetja fólk til að vinna að þörfum málefnum við óviðunandi aðstöðu? Það kemur að því áður en langur tími líður, að allt það góða fólk sem vinnur frábært starf innan Fjölnis og ekki síst fimleikadeildar, gefst upp og leitar á önnur mið. Kýs að verja frítíma sínum í annað. Og fyrir það munu börnin og unglingarnir líða ef til kemur. Svarthöfði

Svarthöfði skrifar gerst. Fimleikadeildin fékk inni í Egilshöllinni en það húsnæði er gjörsamlega sprungið og annar hvergi nærri eftirspurninni. Mér er sagt að börn og unglingar sem æfa fimleika hjá Fjölni þurfi að sækja æfingar á þremur stöðum. Er þessi staða sem upp er komin til þess fallin að hvetja börn og unglinga til að æfa íþróttir, í þessu tilfelli fimleika? Er þessi staða til þess fallin að hvetja foreldra til þess að koma börnum sínum í

Símanúmer GV er 587-9500

Mikill átakafundur - stjórnar ÍG, Kirkjugarðanna í Reykjavíkurprófastsdæmi og fulltrúa íbúa í Húsahverfi Eins og fram hefur komið hér á síðum Grafarvogsblaðsins hefur orðið vart mikillar óánægju meðal íbúa með áætlaða uppbyggingu kirkjugarðanna við suðurenda kirkjugarðsins í Gufunesi. Þar stendur til að reisa starfsmannaaðstöðu, greftrunarkirkju, bænahús, kapellur, samkomuhús og bálstofu. Hafa íbúar Húsahverfis sett sig mjög á móti þessum byggingum þar sem þeir telja að þær hafi ekki verið kynntar þeim á réttan hátt. Nú séu að rísa mun stærri og

hærri hús en nokkur hafði séð fyrir, allt að 12 metrar á hæð, sem skerðir útsýni þeirra verulega. Ekki síst hafa íbúar svo gagnrýnt byggingu bálstofunnar sem aldrei hafði mátt gera ráð fyrir á skipulagi og raskar búsetuforsendum þeirra verulega að þeirra sögn. Auk þess hafa íbúar áhyggjur af aukinni umferð. Í síðustu viku funduðu stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs, fulltrúi íbúa í Húsahverfi og stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis í hús-

næði kirkjugarðanna í Gufunesi. Skemmst er frá að segja að þar urðu mjög fjörugar umræður og flugu ýmis skeyti yfir borðið. Var ljóst að nokkuð bar á milli hvað teldust ásættanlegar lausnir.

Var því ákveðið í fullri sátt allra fundarmanna að settur yrði á stofn

<jaVj\jg‹g @gV[ijgi^a[gVbi†Vg

samráðshópur með fulltrúum allra aðila til þess að komast að því hvernig lendingu verður helst náð. Það verður því spennandi að sjá hverju fram vindur og hvort ekki náist sátt í þessu mikilvæga máli. ,,Enn og aftur hefur það sýnt sig hvaða árangri samheldni íbúa, virk íbúasamtök og sterkt fréttamálgagn hverfisins getur náð. Samt má ekki að sofna á verðinum því þetta er aðeins áfangasigur í baráttunni,’’ sagði viðmælandi Grafarvogsblaðsins sem sat umræddan fund.


4

Matgoggurinn

GV

Grillaður fiskur og haustbaka - í boði Möggu og Halla Hjónin Magga og Halli, Garðsstöðum 18, sendu okkur þessar girnilegu uppskriftir sem svo sannarlega er vert að reyna.

Hvítlauksbrauð 1 stk. snittubrauð, skorið í bita. 250 gr. smjör. 2 stór hvítlauksrif, pressuð. 1 tsk. söxuð steinselja. Örlítið salt (má sleppa).

Magga og Halli ásamt börnum sínum.

GV-mynd PS

Smjör, hvitlaukur, steinselja og salt hrært saman, smurt á brauðið, hitað undir grilli við 200 gráður í ca 5-10 minutur. Gott að maula með vínglasi meðan beðið er eftir aðalréttinum.

Grillaður fiskur 2 flök þorskur eða ýsa. 5 msk. hvítlauksolía. 1/2-1 tsk. chili flögur. Salt. Fiskurinn skorinn í bita, settur

Gulrótarsallat 6 gulrætur, rifnar. 1 lítil dós kurlaður ananas. Ananas og gulrótum blandað saman.

Haustbaka 200 gr. rabbabari, saxaður. 1-2 dl. sólber. 1 dl. rifsber. 3/4-1 dl. sykur. 1/2 dl. súkkulaðispænir. 1/2 tsk. maizenamjöl. Öllu blandað saman, sett í eldfast mót. 100 gr. smjör. 1 dl. sykur. 100 gr. kókosmjöl. 11/2 dl. hveiti. Hnoðað saman, mulið yfir rest. Bakað við 175°C í 30-40 mín.

Fríða og Helgi næstu matgoggar Magga og Halli, Garðsstöðum 18, skora á Hólmfríði Haraldsdóttur og Helga Lárusson, Veghúsum 17, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út í nóvember.

í form, pennslaður með olíunni, chili og salti stráð yfir. Grillað á lokuðu grilli við lágan hita í ca 10 mín. Borið fram með gulrótarsallati og soðnum hrísgrjónum.

Kíktu á nýtt og flott pöntunarkerfi www.stubbalubbar.is Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E. Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Gott er að setja smávegis af súkkulaðirúsínum ofaná þegar tekið er úr ofninum. Borið fram með Tiramisu ís. Verði ykkur að góðu, Magga og Halli

GV Ritstjórn og auglýsingar 587-9500


6

Fréttir

GV

Foreldranámskeið Heilsugæslunnar Foreldranámskeið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar’’ verða haldin hjá Heilsugæslunni Grafarvogi í október. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna foreldrum aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði sem líklegust eru til að skila árangri í lífi barns. Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér mikilvæga eiginleika og læri færni sem nýtist því til frambúðar. Jafnframt er dregið úr líkum á ýmsum erfiðleikum í framtíðinni. Allir foreldrar eru hvattir til að sækja þetta námskeið, ekki síst þeir sem eiga börn undir þriggja ára aldri. Kennt er á þriðjudögum á milli klukkan 17 og 19, dagana 24. okt., 31. okt., 7. nóv. og 14. nóv. nk. Leiðbeinendur eru Julia Werner, hjúkrunarfræðingur og Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi í Meðferðarteymi barna. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin. Verð er 6000 krónur fyrir einstakling og 9000 krónur fyrir parið. Sams konar námskeið eru haldin á ýmsum heilsugæslustöðvum. Stuðst er við Uppeldisbókina og verður hún til sölu á námskeiðinu á tæpar tvö þúsund krónur. Áætlað er að halda svo annað námskeið eftir áramót. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 585-7600 og beðið um annanhvorn leiðbeinandann.

Dagur orðsins 19. nóvember Dagur Orðsins (útlegging Guðs Orðs í brennidepli) verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember nk. Framvegis verður þetta árviss viðburður í Grafarvogskirkju. Hverju sinni verður ákveðið tema (einhver Orðsins maður innan íslenskrar kirkjusögu eða erlendrar). Á þessum fyrsta Degi Orðsins verður það dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Hann varð 95 ára á þessu ári og sendi frá sér tvær bækur: ,,Meðan þín náð’’ og ,,Játningar Ágústínusar’’. Dagskrá: Kl. 10:00: Fyrirlestrar um áhrif dr. Sigurbjarnar Einarssonar á kirkju, tungu og samtíð. Kl. 11:00: Hátíðarmessa í Grafarvogskirkju. Dr. Sigurbjörn prédikar. Sálmar eftir hann við messuna. Allir prestar kirkjunnar þjóna við athöfnina ásamt biskupi Íslands og sr. Sigurði Arnarssyni, fyrrverandi Grafarvogskirkjupresti. Kl. 12:30: Léttur hádegisverður. Kl. 13:15: Hátíðardagskrá. Leikarar lesa valda texta úr ljóðum/sálmum og prédikunarsöfnum dr. Sigurbjörns. Á milli lestra leikin tónlist. Dagskrá lýkur um kl. 14:00.

Steingerður Hauksdóttir, Kristinn Þórarinsson, Daniel Hannes Pálsson og Katrín Unnur Ólafsdóttir við verðlaunaafhendingu.

Ólöf Rún Guttormsdóttir, Bára Sæmundsdóttir og Katrín Hannesdóttir skoða niðurstöðurnar.

Fjölniskrakkarnir sópuðu að sér verðlaunum

Sundfólk Fjölnis fjölmennti á fyrsta mót vetrarins, VÍS-mót Ægis, sem haldið var í Laugardalnum helgina 6.-8. október sl. Mótið tókst í alla staði vel og var sundfólk Fjölnis til fyrirmyndar og vann til 13 gull-, 12 silfur- og 17 bronsverðlauna.

Fjölmargar bætingar urðu á tímum eða rúm 50% af öllum þreyttum einstaklingssundum og uppskáru krakkarnir vel á mótinu, enda hafa þau verið að standa sig framúrskarandi vel á æfingum á fyrstu vikum haustsins.

Má með sanni segja að sundfólk úr Grafarvoginum sé fyrir alvöru farið að láta á sér bera. Er þessi árangur ágætt framhald af aldursflokkamótinu, (AMÍ), sem haldið var í júní sl. Þar náði Fjölnir að komast í 6. sæti sem er einu sæti ofar en árinu áður.

Enn eru laus pláss í C- og D-hópum fyrir byrjendur og eru allar nánari upplýsingar á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is. Með sundkveðju, Ólafur P. Pálsson, ritari sunddeildar Fjölnis

Safnaðarstarf í blóma í Grafarvogskirkju Segja má að safnaðarstarfið fari vel af stað í Grafarvogskirkju á þessu hausti. Sjaldan hafa fleiri komið í almennar messur að jafnaði ásamt þátttöku í sunnudagaskólum og æskulýðsstarfi. Um daginn komu um 300 manns í barnamessu, um 90 unglingar mæta að jafnaði á æskulýðsfundi ásamt mikilli þátttöku í tíu til tólf ára starfi (TTT) í skólum hverfisins. Mikil þátttaka er á foreldramorgnum á fimmtudagsmorgnum milli kl 10-12, þar sem foreldrum gefst tækifæri til þess að hittast með ungana sína og spjalla saman ásamt því að hlusta á áhugaverða fyrirlestra. Starf eldri borgara fer afskaplega vel af stað og er mikil þátttaka og mikill áhugi fyrir því starfi. Í september var ferð á vegum starfs eldri borgara austur í Úthlíð, Gullfoss og Geysi og voru um 100 manns sem fóru í þá ferð. Starf eldri borgar er alla þriðjudaga í kirkjunni. Kórastarfið fer einnig vel af stað en enn er hægt að bæta við í barna-

þangað leita og eins bendum við á messunum í Borgarholtsskóla, en kór, krakkakór og unglingakór. heimasíðu kirkjunnar fyrir þau sem þar er sunnudagaskóli alla sunnuÁhugasamir eru beðnir um að hafa vilja leita eftir upplýsingum; daga klukkan 11.00 þar sem mikil samband við kirkjuna í síma 587www.grafarvogskirkja.is. gleði og kátína ríkir. 9070. Kirkjan er alltaf opin öllum sem Fjölmargir mættu á fyrsta fund Safnaðarfélagsins vetrarins mánudagskvöldið 09.okt, þar sem fluttur var afar áhugaverður fyrirlestur um tímastjórnun. Góður kjarni mætir í kyrrðarstundir alla miðvikudaga klukkan 12.00. Eftir stundina býðst fólki að kaupa hádegisverð gegn vægu gjaldi. Þessar stundir eru afar endurnærandi og uppbyggjandi og henta vel í amstri hversdagsins. Fjölmennt hefur verið í barna- Grafarvogskirkja. GV-mynd Gunnar Einar Steingrímsson

Styðjum okkar mann: Guðlaug Þór í annað sæti! Þá eru alþingiskosningar á næsta ári og prófkjör flokkanna eru að fara af stað. Grafarvogsbúinn Guðlaugur Þór Þórðarson stefnir þar á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldið dagana 26.-27. október. Ég hef átt langt samstarf með Guðlaugi Þór bæði sem borgarfulltrúa og þingmanni. Hann hefur ítrekað sýnt að hann er heiðarlegur, raungóður og trúr sannfæringu sinni. Hann hefur aldrei talið það eftir sér að kynna sér aðkallandi mál til hlítar og ganga til þeirra verka sem þarf. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi í ríkisstjórn og stýrt þjóðfélaginu í gegn-

um mikla uppgangs- og velferðartíma er ekki óeðlilegt að einhver endurnýjun verði í forystusveit hans. Það er mikilvægt að í þær stöður veljist dugmikið, ötult og heiðarlegt fólk. Það er bezta tryggingin fyrir því að uppbyggingarstarfið haldi áfram og að ekki verði snúið við á miðri leið. Ég er sannfærður um að þar á Guðlaugur Þór Þórðarson erindi í fremstu víglínu. Þeir vilja oft gleyma því þingmenn okkar Reykvíkinga að við borgarbúar erum skjólstæðingar þeirra. En það er nokkuð sem Guðlaugur Þór hefur ekki gert. Hann hefur unnið ötullega sem fulltrúi og talsmaður Reykvíkinga á Alþingi og ekki ósjaldan orðið fyrir

ámæli frá ýmsum samþingmönnum sínum fyrir að gæta hagsmuna okkar. Ég er þess Emil Örn Kristjánsson, ritfullviss ari Félags sjálfstæðisað hann mun manna í Grafarvogi, skrifgæta hagsmuna okkar Reykvíkinga áfram sem fyrr og ganga fram fyrir skjöldu til að tala okkar máli á löggjafarþingi okkar fái hann brautargengi í komandi prófkjöri og kosningum.

Ég vil því hvetja alla þá sem tök hafa á því að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í næstu viku að veita Guðlaugi Þór Þórðarsyni atkvæði sitt í annað sæti prófkjörslistans svo hann megi leiða listann í kjördæmi okkar næsta vor. Emil Örn Kristjánsson Höfundur er ritari Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi


8

GV

Fréttir

Líf og fjör í frístundaheimilum Ævintýraland í Korpuskóla fór í Egilshöll á löngum degi.

Velkomin á Félagsmiðstöðvardaginn! Miðvikudaginn 1. nóvember verður hinn árlegi Félagsmiðstöðvardagur haldinn hátíðlegur í annað sinn. Á vegum Gufunesbæjar starfa félagsmiðstöðvar inni í öllum grunnskólum í hverfinu og er megin markhópurinn í starfi þeirra unglingar á aldrinum 13-16 ára en einnig fer þar fram starf fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Þátttaka barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi hefur mikið forvarnargildi og í félagsmiðstöðvarstarfinu er lögð áhersla á að

bjóða upp á fjölbreytt og skapandi frístundastarf sem höfðar til sem flestra. Hægt verður að nálgast nánari upplýsingar um dagskrána í hverri félagsmiðstöð inni á heimsíðum þeirra þegar nær dregur deginum. Krakkarnir taka virkan þátt í undirbúningi fyrir daginn og allir áhugasamir eru hvattir til að koma í félagsmiðstöðina í sínu hverfi og kynna sér starfið sem þar fer fram. Nánari upplýsingar verður að finna á www.gufunes.is.

Nú er starfið í frístundaheimilunum í Grafarvogi og Kjalarnesi komið á fulla ferð þó svo að enn hafi ekki tekist að taka á móti öllum þeim börnum sem sótt hafa um vistun. Dagskrá heimilanna er með fjölbreyttu sniði en mikið er lagt upp úr því að skapa börnunum notalega aðstöðu þar sem þau ýmist leika sér frjálst eða taka þátt í skipulögðu hópa- eða klúbbastarfi. Á heimasíðum heimilanna, www.gufunes.is, er hægt að fylgjast með fréttum og skoða myndir úr starfinu. Á foreldradögum og öðrum dögum sem börnin eru ekki í skólanum geta foreldrar sótt um vistun allan daginn gegn aukagjaldi. Á slíkum dögum gefst tækifæri til að brjóta upp starfið, fara í ferðir, setja upp leikrit, hafa íþróttadag o.fl.

Á skautum skemmti ég mér . . og í frístundaheimilinu!

Nemendaráð tekin til starfa

Nú þegar sólu tekur að halla birtir til í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi. Starfsemin er hafin og allir í óðaönn að mynda nemendaráð í sínum félagsmiðstöðvum. Þau eru kosin af nemendum skólanna og sjá svo m.a. um dagskrárgerð og undirbúing skipulagðra viðburða. Öll ráðin hafa tekið til starfa og eru þessa dagana í ferðum víðs vegar um landið sem hugsaðar eru sem starfsdagar ráðanna. Þar fá nemendaráðsmennirnir og konurnar að

Það er alltaf líf og fjör í félagsmiðstöðvunum eins og þessar þrjár myndir bera með sér.

spreyta sig í ýmsum hópeflisleikjum sem reyna á samvinnu, þolinmæði og öguð vinnubrögð. Einnig vinna þau dagskrá haustannarinnar sem munu svo verða

birtar á heimasíðum félagsmiðstöðvanna. Það er því morgunljóst að þessi vetur verður skemmtilegur og krefjandi í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi.


10

GV

Fréttir Guðlaugur Þór Þórðarson býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins:

Hagsmunir borgarbúa eru mitt forgangsmál ,,Ég hef hlotið ómælda gagnrýni frá þingmönnum annarra flokka fyrir að gæta hagsmuna Reykvíkinga á Alþingi. Fyrst þegar þetta gerðist varð ég mjög hissa. Það er eins og stjórnmálamenn veigri sér við því að standa vörð um hagsmuni borgarbúa, á meðan að það er talið sjálfsagt að þingmenn utan Reykjavíkur berjist ötullega fyrir sína umbjóðendur. Ég hef látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Ég mun áfram berjast fyrir hagsmunum borgarbúa og borgarinnar okkar. Ég er stoltur af því hlutskipti að vera þingmaður Reykjavíkur.’’ Svo mælir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna. Guðlaugur er búsettur í Grafarvogi og líkar vel að búa í úthverfi og austurbænum. Eiginkona Gulla eins og hann er gjarnan kallaður, er Ágústa Johnson. Þau eiga saman tvíburana Þórð Ársæl og Sonju Dís. Ágústa á tvö börn af fyrra hjónabandi, þau Önnu Ýr og Rafn Franklín Hrafnsbörn. Guðlaugur verður fertugur á næsta ári og stefnir nú til æðstu metorða í Sjálfstæðisflokknum. Síðastliðið haust tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir sæti á lista borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, og lýsti því jafnframt yfir að hann myndi bjóða fram krafta sína sem einn af leiðtogum flokksins í komandi Alþingiskosningum. Nú sækist Guðlaugur Þór eftir öðru sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 27. og 28. október.

Sjálfstæðisflokknum best treystandi fyrir framtíðinni En af hverju annað sætið?

,,Ég er búinn að starfa í stjórnmálum í tvo áratugi. Hokinn af reynslu, eins og krakkarnir myndu orða það. Ég er einfaldlega tilbúinn að takast á hendur meiri ábyrgð og legg það í dóm sjálfstæðismanna í Reykjavík hvort þeir telja það gott fyrir flokkinn. Ég er tilbúinn til að leiða annað kjördæmið í komandi kosningabaráttu. Mitt góða flokksfólk mun svo meta hvort það treystir mér fyrir því eða einhverjum öðrum að takast á við okkar pólitísku andstæðinga í stóru orrustunni í vor. Það er hlutskipti Sjálfstæðisflokksins að verja þann mikla ávinning sem náðst hefur í landsmálunum og um leið að sækja fram. Það er engum flokki betur treystandi fyrir því en Sjálfstæðisflokknum.’’

Samþætting atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs En hvaða málaflokkar eru efstir á baugi hjá Guðlaugi? ,,Hagsmunir borgarbúa eru mér hugleiknir. Ég nefni fjölskyldumál, málefni eldri borgara og umhverfismál. Ég lít svo á að nær öll mál séu fjölskyldumál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að uppbyggingu á öflugu efnahagslífi og velferðarkerfi á Íslandi. En það er alltaf hægt að gera betur. Það eru teikn á lofti um að við séum að gleyma börnunum okkar. Eitt stærsta verkefni næstu ára er að fá alla aðila þjóðlífsins til að taka höndum saman um að samþætta þátttöku í atvinnulífi og innihaldsríku fjölskyldulífi. Þá er ég ekki bara að tala um stjórnmálamenn. Við þurfum á hugarfarsbreytingu að halda. Að þessu verða atvinnurekendur, foreldrar, frjáls félagasamtök og í raun allir að koma.’’

Guðlaugur Þór kann vel við sig í úthverfi og finnst gott að búa í Grafarvogi. Hann hefur verið formaður Fjölnis frá árinu 2003.

Okkur liggur á í samgöngumálum Guðlaugur vill meina að samgöngumálin séu einmitt hluti af þessu. ,,Með betra skipulagi skóladags og samþættingu skóla, íþrótta og annara tómstundastarfsemi má auka enn frekar þann tíma sem fjölskyldan getur varið saman. Endalaust skutl bæjarhluta á milli er gífurlega tímafrekt og kostnaðarsamt. Við þekkjum líka öll hvernig umferðarhnútar hafa sífellt farið stækkandi. Það verður að halda áfram að vinna í þeim málum og slíkt gerist í samvinnu þings og borgar. Ég hef beytt mér fyrir auknum fjárveitingum til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu og okkar miðar áfram en betur má ef duga skal. Á sama hátt hef ég tekið upp umferðaröryggismál á Alþingi og hefur samgönguráðherra stigið mikilvæg skref til að gera þeim málaflokki hærra undir höfði. Í fyrsta skipti hafa vegir landsins verið skoðaðir skipulega út frá því sjónarhorni og það er ljóst að á höfuðborgarsvæðinu eru mörg verkefni framundan. Vesturlandsvegurinn og Suðurlandsvegurinn eru góð dæmi um það. Fjármunir hafa verið settir í að auka umferðaröryggi á þessum vegum í ár en það liggur mikið á því ástandið á eftir að versna.’’

Úlfljótsvatni bjargað En hvað með umhverfismálin? Þú ert stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og ert þar af leiðandi í forsvari fyrir einn af orkuframleiðendunum. ,,Rétt og þetta getur farið saman, að framleiða vistvæna orku og gæta að umhverfinu. Við höfum séð hinar illvígu deilur sem uppi hafa verið í samfélaginu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Nú er breytt landslag í þessum málum og við, hvort sem það heitir Orkuveita Reykjavíkur eða stjórnmálamenn verðum að horfast í augu við breyttar áherslur. Fólk vill að við förum varlega í sakirnar og látum umhverfið njóta allrar virðingar. Eitt mitt fyrsta verk í OR var að falla frá hugmyndum um að reisa 600 sumarbústaði umhverfis Úlfljót-

,,Ég varð hissa á þeirri miklu gagnrýni sem ég fékk á mig frá þingmönnum annarra flokka þegar ég var tilbúinn að verja hagsmuni Reykvíkinga á Alþingi.’’

svatn. Þetta voru stórtækar hugmyndir sem viðkvæmt lífríki vatnsins og umhverfis þess hefðu ekki þolað. Ég leit á þetta sem björgunaraðgerð. Að sama skapi erum við að virkja uppi á Hellisheiði. Ég lít svo á að OR hafi tekið Hellisheiði í fóstur og okkar ábyrgð fellst í því að skila þessu landi eftir framkvæmdir í sem bestu ásigkomulagi. Við erum að fara af stað með samkeppni sem bæði almenningur og listamenn og hönnuðir geta tekið þátt í. Þessi samkeppni gengur út á finna lausnir til að fela eða fegra þau mannvirki sem fylgja virkjunum. Ég hlakka til að virkja sköpunargleði og hugmyndaauðgi Íslendinga á þessu sviði. Það ljóst að við Íslendingar búum yfir miklu hugviti þegar að kemur að umhverfisvænni orkuöflun. Í því felast miklir möguleikar.’’

Skapgóður og traustur Eitt af einkennum Guðlaugs er góða skapið. ,,Maður fer langt á því,’’ segir hann. Þegar horft er til framtíðarsýnar Guðlaugs setur hann þá

sýn í einfaldan búning. ,,Við erum búin að leggja traustan og góðan grunn með öflugu efnahagslífi og góðu velferðarkerfi. Nú er komið að næsta stigi þessarar uppbyggingar. Þá horfum við inn á við og þurfum á næstu árum að tryggja hag og viðgang fjölskyldunnar. Það er hlutverk nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna að setja þessi gildi í öndvegi og halda áfram því góða verki sem vel miðar.’’ Guðlaugur Þór Þórðarson, er í fremstu röð alþingsmanna af nýrri kynslóð. Hann hefur einnig látið mjög að sér kveða sem borgarfulltrúi reykvíkinga síðastliðin átta ár. Hann nýtur mikils trausts meðal sjálfstæðismanna og raunar langt út fyrir raðir þeirra. Guðlaugur er í dag talinn einn efnilegasti stjórnmálamaður á Íslandi og vissulega einn sá reyndasti þegar kemur að málefnum borgarinnar. Guðlaugur hefur nú tekið stórt skref með framboði sínu í annað sætið, en eins og hann lýsir sjálfur yfir í þessu viðtali verða það sjálfstæðismenn sem taka ákvörðun um framtíð Guðlaugs Þórs í prófkjörinu eftir nokkra daga.

Glaðst yfir árangri meistaraflokks kvenna í Fjölni þegar félagið tryggði sér sæti í úrvalsdeild á nýjan leik. Nú er stefnan sett á að karlarnir feti í fótspor þeirra og komist í hóp þeirra bestu.


13

12

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Upp og ofan í Grafarvogi - til hamingju Fimleikadeild Fjölnis

10. bekkjar Foldaskóla

Haustferðir Foldaskóla voru að þessu sinni farnar fyrr en oft áður enda veðurblíða fram eftir hausti, sem sjálfsagt var að nýta vel. 10. bekkingar gengu hluta Selvogsgötu, fornrar þjóðleiðar milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Gengið var af Bláfjallavegi til norðurs og í Valaból, þar sem áð var í trjálundi Farfugla og kvittað í gestabók Músahellis. Nemendur voru áningunni fegnir eftir drjúglanga göngu en veður var einstaklega milt og gott og margir orðnir berjabláir þegar komið var á leiðarenda. Á þessari leið má víða sjá hvernig þúsundir fóta; manna, hesta og fjár, hafa klappað götuna í hraunið. Eftir áningu í Valabóli var gengið

sem leið lá í Fosshelli, hraunhelli sem er u.þ.b. miðja vegu milli Valabóls og Kaldársels. Það var nokkuð ævintýralegt að setja á sig ennisljós og klöngrast niður í hellinn, upp hraunfossinn og svo eftir endilangri hrauntröð neðanjarðar áður en kom að því að brölta upp aftur. Einhverjum þótti myrkrið óþarflega svart en flestir hefðu gjarnan viljað fleiri og lengri hella. Í lok ferðar tóku foreldrar og starfsfólk á móti nemendum við Kaldársel með glóandi grilli og hressandi safa. Nemendur voru heitir og glaðir eftir ferðina og kældu sig vel í Kaldánni. Allir stóðu sig mjög vel, eins og venjulega í þessum ferðum og hvert andlit skein í kapp við sólina.

Hressir nemendur í 10. bekk hvíla lúin bein.

Betra að fara varlega.

ist algjörlega skorta. Villi, hvenær á að taka upp hanskann fyrir börn og foreldra í Grafarvoginum? Dofri Hermannsson, Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Hverfisráði Grafarvogs

ar í dagvistarmálum í fyrravetur axlaði Samfylkingarkonan og borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, pólitíska ábyrgð á málinu, réðst að vandanum og hækkaði laun í þeim illa borguðu störfum. Það skilaði árangri en til þess þurfti pólitískt hugrekki, nokkuð sem núverandi meirihluta og borgarstjóra virð-

Alltaf me á le g g

ira ? !

Ævintýraferð

Kærkomin áning á erfiðri en skemmtilegri göngu.

Það var sérstök ánægja fyrir stjórnarmann í Hverfisráði Grafarvogs að taka þátt í að veita Fimleikadeildinni Máttarstólpann, hvatningarverðlaun Grafarvogs. Fimleikadeildin hefur á aðeins fimm árum vaxið úr því að vera ekki neitt í það að vera fjölmennasta deild Fjölnis. Nú eru í deildinni um 400 iðkendur og um 50 eru á biðlista eftir því að komast að í þessari eftirsóttustu deild íþróttafélagsins. Hinn gífurlega hraði vöxtur sýnir ef til vill öðru fremur hvað það var mikil þörf fyrir deild þar sem stelpurnar okkar fá að njóta sín en eins og oft hefur verið bent á sækja þær minna í hinar hefðbundnu boltaíþróttir en strákar. Þá er vöxtur deildarinnar ekki síður ánægjulegur í ljósi þess að íþróttaiðkun stelpna í Grafarvogi hefur verið minni en í öðrum hverfum borgarinnar. Þetta er mikilvægur árangur fyrir hið unga en öfluga íþróttafélag Fjölni sem hlýtur að vera afar stolt af fimleikadeildinni sinni. Núverandi aðstæður deildarinnar eru hins vegar með öllu óviðunandi en deildin þarf að senda börnin í þrjár áttir til að koma starfseminni fyrir, í Egilshöll, Dalhús og Ármannsheimilið. Aðalaðstaðan í Egilshöll er þröng og þar er ekki nægilega mikið pláss til að hægt sé að æfa löglegar keppnisæfingar auk þess sem brunavarnir eru þar engar. Það hlýtur því að vera forgangsverkefni hjá Fjölni að tryggja þessari fjölmennustu deild sinni viðunandi æfingaaðstöðu en skiljanlega eru bæði iðkendur og framúrskarandi þjálfarar deildarinnar langþreytt á aðstöðuleysinu. Nú þegar deildin hefur fengið þá viðurkenningu að vera Máttarstólpi Grafarvogs væri spennandi að heyra hugmyndir formanns Fjölnis um það hvernig mætti nýta sér þá jákvæðu athygli. Hann hefur löngum verið ötull baráttumaður fyrir bættri aðstöðu félagsins og því áhugavert að vita hvernig hann vildi helst bæta úr þeim vanda sem stendur þessari stóru og öflugu deild fyrir þrifum og kemur í veg fyrir frekari vöxt hennar.

Dofri Hermannsson, Varaborgarfulltrúi og fulltrúi í Hverfisráði Grafarvogs, skrifar:

Stór pizza með með 2 2 áleggjum áleggjum

kr. 1.199

63 börn á biðlista

Það var hressandi að kæla sig niður í Kldánni.

Skoðunarferðin í Fosshelli var spennandi.

Ekki er allt jafn ánægjulegt í okkar ágæta hverfi og því miður er ástandið hvað verst í Grafarvogi varðandi biðlista eftir plássi á frístundaheimili. Í heild eru um 200 börn á biðlista í Reykjavík en þar af er tæpur þriðjungur í Grafarvogi eða 63 börn þegar þetta er skrifað. Þar á meðal eru börn með fötlun eða þroskafrávik sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Alls mun vanta um 16 manns í vinnu við frístundaheimilin í Grafarvogi og af því nokkrir starfsmenn eru að hætta og erfiðlega gengur að ráða nýja er hætt við að senda þurfi 10-40 börn heim sem nú hafa fengið pláss á frístundaheimili. Ástandið skapar að sjálfsögðu gríðarlega erfiðleika fyrir fjölskyldur allra þessara barna en foreldrar og fjölskyldur þeirra hafa frá því í byrjun ágúst þurft að hliðra verulega til vinnu sinni, afþakka störf eða jafnvel hætta störfum af því meirihlutanum í borgarstjórn hefur mistekist að manna störfin. Meirihlutinn hefur haft tíma frá því í sumar til að ráða bót á ástandinu en hefur ekkert gert. Deyfð meirihlutans í þessu máli ber vitni um algert skeytingarleysi gagnvart aðstæðum þessara fjölskyldna sem nú virðast skipta mun minna máli en fyrir kosningar síðast liðið vor. Rétt er að minna á að þegar erfiðlega gekk að ráða í stöður borgarinn-

Hverafold 1-5 Grafarvogi Núpalind 1 Kópavogi

Opið: Virka daga 16 - 22, um helgar 12 - 22

Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði

GV auglýsingasími: 587-9500 Kvittað í gestabók Múshellis.

Göngugarpar bregða á leik.


14

GV

Fréttir

Viltu vinna með börnum í skemmtilegu starfsumhverfi í vetur? Frístundaráðgjafar/-leiðbeinendur á frístundaheimilum í Grafarvogi Við leitum að fólki á öllum aldri og af báðum kynjum sem vill vera með 6-9 ára börnum í leik og starfi á frístundaheimili eftir að skóla lýkur. Á frístundaheimilum er lögð áhersla á að skapa öruggt og notalegt umhverfi þar sem börnin taka m.a. þátt í : List- og verkgreinum, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl Íþróttum og leikjum Útivist og umhverfismennt Barnalýðræði og lífsleikni (hópastarf, barnafundir, vinátta og samvera)

.. ..

Starfið veitir mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi, sálfræði og skapandi starfi. Einnig vantar fólk sem getur tekið að sér að starfa með börnum sem þurfa sértækan stuðning. Vinnutími getur verið sveigjanlegur frá kl. 13:15 - 17:15 einn til fimm daga vikunnar. Hægt er að sækja um störfin á heimasíðu Gufunesbæjar, www.gufunes.is Upplýsingar um starfið veitir Þóra Melsted thora.melsted@rvk.is í síma 520-2300. Laun eru skv. Kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurmeistarar 2006.

Góður árangur í handboltanum

Handboltaæfingar hófust af krafti í byrjun september með dugmiklum þjálfurum og handboltakrökkum. Stuttu eftir að æfingar hófust var haldið á Reykjavíkurmeistaramót þar sem Fjölniskrakkarnir stóðu sig með prýði. 6. flokkur karla mætti með þrjú kraftmikil lið og tókst þeim öllum að koma heim með verðlaunapeninga. Aliðið lenti í þriðja sæti, B-lið hreppti Reykjavíkurmeistaratitilinn og C-liðið lenti í öðru sæti. B-lið 5. flokks karla lenti einnig í öðru sæti og C-liðið í 4. sæti. 4. flokkur kvenna náði einnig 4. sæti. Fjölmargir foreldrar mættu og studdu sín lið og er gaman að sjá foreldrastarfið eflast. Framundan eru svo Íslandsmótin

sem haldin verða víða um land. 6.flokkarnir hefja þar fyrsta mótið 13.15.október, síðan heldur 5. flokkur kvenna til Vestmannaeyja og 5. flokkur karla fer til Akureyrar helgina 27.-29. október. Svo halda 7. flokkarnir á mót helgina 10.-12. nóvember. Íslandsmótið hjá 4. flokk kvenna hefst 5. nóvember. Æfingar fara fram í Dalhúsum og Borgaskóla samkvæmt meðfylgjandi tímatöflu og frekari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is. Nýir iðkendur eru að sjálfsögðu ávallt velkomnir! Með handboltakveðju, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir ritari handknattleiksdeildar Fjölnis

Laus störf í leikskólum Viltu vinna í þínu hverfi? Þá höfum við störf fyrir þig. Leikskólakennarar/leiðbeinendur

.. . .. .. . .. .. . ..

Brekkuborg, Hlíðarhús 1, sími 567-9380. Fífuborg, Fífurima 13, sími 587-4515. Um er að ræða 90% og 100% stöður. Funaborg, Um er að ræða tímabundastöðu í 1 ár.hlutastarf. Vinnutími er frá kl. 9-13. Geislabaugur, Kristnibraut 26, sími 517-2560 Hamrar, Hamravík 12, sími 577-1240 Kvistaborg, Kvistalandi 26, sími 553-0311. Maríuborg, Maríubaug 3, sími 577-1125. Sjónarhóll, Völundarhúsi, sími 567-8585.

Sérkennsla Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970. Um er að ræða 75-100% stöðu. Rauðaborg, Viðarási 9, sími 567-2185. Um er að ræða 50% starf.

Katrín Unnur og Sigrún Sól í 6. flokki kvenna.

Yfirmaður í eldhús Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970. Rofaborg, Skólabæ 6, sími 567-2290/587-4816. Völvuborg, Völvufelli 7, sími 557-3040.

Aðstoð í eldhús Engjaborg, Reyrengi 11, sími 587-9130. Um er að ræða 100% stöðu. Maríubaugur, Maríubaug 3, sími 577-1125. Um er að ræða 75% starf.

Nánari upplýsingar um þessi störf veita leikskólastjórar í viðkomandi leikskóla. Einnig veitir Starfsmannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í síma 411-7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um laus störf er að finna á heimasíðunni www.menntasvid.is Gott að fá eitthvað til að bíta í.


SUND ER LEIKUR AFGREIÐSLUTÍMI LAUGA Virka daga frá kl. 6:30 - 22:30

Stakt gjald fullorðnir 280 kr.

Helgar kl. 8:00 - 22:00

10 miða kort fullorðnir 2.000 kr.

afgreiðslutími er mismunandi eftir

Stakt gjald börn 120 kr.

sundstöðum, sjá nánar á www.itr.is

10 miða kort barna 800 kr.

Sund er æðislegt www.itr.is ı sími 411 5000


16

GV

Fréttir Mörg verkefni framundan hjá barnaog unglingakórum í Grafarvogskirkju:

Nýir kórstjórar í Grafarvogskirkju Svava K. Ingólfsdóttir söngkennari og kórstjóri og Gróa Hreinsdóttir píanóleikari og kórstjóri hafa nú í haust tekið við unglinga- barna- og krakkakórunum í Grafarvogskirkju.

Svava stjórnar unglingakórnum fyrir 12 ára og eldri og barnakórnum ætluðum börnum á aldrinum 9 - 11 ára. Krakkakór fyrir börn á aldrinum 6 - 8 ára er aftur á móti undir Svava K. Ingólfsdóttir og Gróa Hreinsdóttir eru nýir stjórnendur barnakórs og unglingakórs Grafarvogskirkju. Myndirnar voru teknar á æfingu nýverið en mörg spennandi verkefni eru framundan. GV-myndir PS

Áhuginn leynir sér ekki hjá söngvurunum ungu enda mjög gaman að syngja í kór.

stjórn Gróu og er hún þar að auki undirleikari hjá hinum kórunum. Svava Kristín er menntuð söngkona og söngkennari frá Söngskólanum í Reykjavík og kórstjóri frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, og hefur jafnframt stundað framhaldsnám í söng erlendis. Hún hefur stjórnað fjölmörgum kórum og raddþjálfað þá auk þess að hafa starfað sem söngkennari og söngkona um árabil. Gróa er menntaður píanókennari og kórstjóri og hefur starfað sem organisti, undirleikari og kórstjóri og fjöldamörg ár. ,,Við setjum alltaf markið hátt og vinnum af metnaði. Við gleymum þó aldrei gleðinni sem fylgir því að syngja,’’ segja þær Svava og Gróa í samtali við Grafarvogsblaðið. ,,Við leggjum ríka áherslu á að verkefnaval sé sem fjölbreyttast og að allir læri góða raddbeitingu og undirstöðuatriði í söng auk þess að koma fram. Kórarnir koma reglulega fram innan kirkjunnar og við

önnur tilefni. Enn fremur er stefnt á tónleikaferð til útlanda með unglingakórinn nú í vor ef næg þáttaka fæst. Í desember munu kórarnir halda jólatónleika þar sem flutt verður jólatónlist af ýmsum toga og ætla þá yngri kórarnir m.a. að flytja helgileik e. J. Hoybye sem að nýbúið er að þýða yfir á íslensku. Það er því nóg af verkefnum framundan. Við getum enn bætt við söngröddum í unglingakórinn sem og í barna- og krakkakórinn og við hvetjum alla þá krakka og unglinga sem hafa gaman af að syngja að koma og vera með. Það er ekki of seint að byrja.’’ Hægt er að skrá sig í unglingkórinn og barnakórinn hjá Svövu í síma 867 7882 en Unglingakórinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 - 18:00 og Barnkórinn á þriðjudögum kl. 17:15 - 18:30. Krakkakórinn æfir á mánudögum kl. 17:00 - 18:00 og hægt er að skrá sig í hann hjá Gróu í síma 699 1886.

Besta trygging fjölskyldna er öflugt atvinnulíf - segir Grafarvogsbúinn Vernharð Guðnason, sem stefnir á 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Grafarvogsbúinn Vernharð Guðnason er einn þeirra sem gefur kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar og sækist hann eftir 6. sæti á listanum. Vernharð er húsasmíðameistari að mennt og hefur einnig lokið námi í bráðatækni við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum. Vernharð hefur lengst af starfað sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og nú síðustu 5 ár verið formaður Landssambands slökkivliðsog sjúkraflutningamanna. Hann er kvæntur Ester Martinsdóttur flugumferðarstjóra og eiga þau þrjú börn: Baldvin 14 ára, Sigrúnu 5 ára og Guðrúnu 3 ára. Við hittum Vernharð að máli og spurðum hann fyrst af hverju hann ákvað fara í prófkjörsslaginn og freista þess að komast á Alþingi. ,,Það er nú ekki eins og ég sé að fara af stað í fyrsta sinn. Ég tók þátt í prófkjöri flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og þó ég hafi ekki haft erindi sem erfiði í það sinn varð ég var við að ég átti töluvert fylgi meðal flokksmanna. Ég hef starfað lengi með Sjálfstæðisflokknum, bæði í hverfafélaginu hér í Grafarvogi og eins hef ég verið ritari og formaður

Fjölskyldunefndar flokksins síðastliðin 4 ár og tel mig eiga fullt erindi inn á þing. Því ákvað ég fara aftur af stað og í þetta sinn að kynna mig og mín stefnumál betur.’’ Hver eru þá helstu stefnumál þín, Vernharð? ,,Mér eru fjölskyldumálin sérstaklega hugleikin og ég verð að segja að þjóðfélagið sem við búum í er beinlínis að verða fjandsamlegt fjölskyldufólki. Ég fagna allri jafnréttisumræðu en hún má ekki eyðileggja fjölskylduna sem grunneingingu þjóðfélagsins okkar. Við þurfum að búa þannig um að fólk sjái sér hag í því að stofna fjölskyldu og eiga börn, annars deyjum við út. Ungu fólki þarf að vera auðveldara að koma sér upp sínu fyrsta húsnæði en nú er og heimili fólks á ekki að vera tekjustofn hins opinbera. Við þurfum að gera betur við gamla fólkið okkar. Það þarf að sjá til þess að þeir sem hafa orku og vilja til þess að vinna lengur geti það án þess að verða fyrir of mikilli skerðingu. Bætur, heimilisuppbót og aðrar greiðslur skerðast við alltof lág mörk eins og er, að mínu mati. Svo á fólk einnig að geta verið lengur heima hjá sér og þá

er ég ekki að endilega að tala um aukna heimhjúkrun heldur eftirlit með lyfjagöfum o.þ.h. þannig að fólk nái að vera lengur sjálfbjarga og óháð mikilli aðstoð. Það þarf líka að setja meiri kraft í heilbrigðismálin. Þjóðinni fjölgar bara og við lifum lengur. Ríki og sveitarfélög þurfa að fara yfir þessi mál saman og gera sér sameiginlega heildarsýn um þróun og framtíð heilbrigismála. Svo þarf að taka á samgöngumálunum og þá sérstaklega hérna á SuðVesturlandi þar sem þorri Íslendinga býr. Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur til dæmis leitt til stórminnkaðrar slysatíðni á þeirri leið. Það er ekki bara hraðaksturinn sem drepur heldur einnig umferðarmannvirkin. Ég vil setja öryggi umferðarmannvirkja í forgang m.a. með því að leggja fjórfaldan veg með aðskildum akbrautum austur eftir, alla vega til Selfoss og norður eftir, jafnvel til Borgarness. Þá munum við búa við bæði greiðari og öruggari umferð á þessu svæði sem óðum er að verða eitt atvinnu- og íbúasvæði.’’ En hvað með atvinnu- og efnahagsmál?

,,Þar hef ég líka myndað mér skoðanir og vil berjast fyrir ákveðnum

,,Besta trygging fjölskyldnanna í landinu er öflugt atvinnulíf,’’ segir Vernharð Guðnason. málum. Til að mynda þarf að efla verulega tengsl atvinnulífs og almennings. Sterkt atvinnulíf getur af sér sterkara þjóðlíf. Vel rekin fyrirtæki með góðan skattalegan grunn

standa undir stöndugu og góðu þjóðfélagi og öflugt atvinnulíf getur greitt launþegum sínum mannsæmandi laun. Sumir segja að atvinnurekendur hafi það svo gott að þeim megi vel blæða en ég segi að við eigum að standa vörð um atvinnulífið og helst að búa svo í haginn að fyrirtæki þurfi ekki né sjái sér hag í því að fara til annara landa með fjárfestingar sínar. Besta trygging fjölskyldnanna í landinu er öflugt atvinnulíf Mega Reykvíkingar vænta einhvers sérstaklega frá þér ef flokksfélagar þínir veita þér brautargengi í prófkjörinu? ,,Reykvíkingar mega vænta þess að ég mun taka starf mitt sem þingmaður Reykvíkinga mjög alvarlega fái ég brautargengi. Það hefur vantað nokkuð upp á það þingmenn okkar borgarbúa gæti hagsmuna umbjóðenda sinna sem skyldi og ég vil sjá breytingu þar á. Svo minni ég á að ég hef vítæka reynslu af verkalýðsmálum og kjarabaráttu sem formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í 5 ár og ég tel að eins og er vanti nokkuð á að launafólk eigi sína fulltrúa á löggjafarþingi okkar.’’


18

GV

Fréttir Tómstundanámskeið í Grafarvogi:

Allir hafi jöfn tækifæri Tómstundanámskeið á vegum Gufunesbæjar er afþreying sem í boði er fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára eftir að hefðbundnum skóladegi þeirra lýkur. Eitt af aðalmarkmiðunum með

námskeiðunum er að kynna mismunandi tómstundir fyrir skólabörnum á verði sem hæfir öllum og að börnin hafi jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar. Helsta leiðarljós okkar er að börnin skemmti

sér vel undir leiðsögn ábyrgra leiðbeinenda og að þau geti valið á milli nokkurra áhugaverðra námskeiða á hverri önn. Námskeið haustannar eru hafin og var góð skráning í flest þeirra. Boðið var

Það er margt í boði fyrir börnin á tómstundanámskeiðunum. m.a. upp á klifurnámskeið í hlöðunni í Gufunesbæ, afródans, tæknilegó og ýmislegt fleira. Flestum námskeiðunum lýkur í nóvember og desember en svo taka við ný

námskeið vorannar í febrúar á næsta ári. Ef þið hafið misst af lestinni núna er um að gera að fylgjast með töskupósti og heimasíðu Gufunesbæjar eftir áramót.

Kæru viðskiptavinir!

Föstudaginn 20. okt. frá klukkan 13.00-17.00 verðum við á Höfuðlausnum með hárgreiningartæki sem metur ástand hárs og hársvarðar! 10% afsláttur af allri KERASTASE vöru föstudaginn 20. október Hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


19

GV

Fréttir

Áskorun til íbúa í Grafarvogi:

Guðlaugur Þór í 2. sætið Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað sæti á lista sjálfstæðismanna í borginni í næstu alþingiskosningum. Það er mikið fagnaðarefni fyrir sjálfstæðismenn og kjósendur að ungir og þróttmiklir stjórnmálamenn komi til starfa fyrir flokkinn og tryggi nauðsynlega endurnýjun hugmynda og aðferða sem hæfir síbreytilegu umhverfi kjósenda. Guðlaugur Þór hefur sýnt og sannað að hann er verðugur fulltrúi sjálfstæðismanna í Grafarvogi og reyndar allra borgarbúa í störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg en einnig á landsvísu með störfum sínum á Alþingi. Hann hefur borið hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og stuðlað að aukinni æskulýðs- og íþróttastarfssemi ungmenna. Hann var ötull baráttumaður heilbrigðar skynsemi í rekstri borgarinnar með það að markmiði að stuðla að hagkvæmum rekstri á þjónustu- og stuðningskerfum borgarinnar. Öflugt, hagkvæm og framsækið stuðningskerfi í samfélaginu kemur öllum kjósendum til góða. Fjármunum ríkisins er aðallega varið í heilbrigðis-, tryggingamál og menntamál. Það vantar unga og þróttmikla baráttumenn á Alþingi til að aðlaga þjóðfélagið að nýjum tíma. Við undirrituð heitum á Grafarvogsbúa og aðra bæjarbúa að kjósa Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann í annað sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í prófkjörinu 27.-28. október n.k. Virðingarfyllst, Loftur Már Sigurðsson, viðskiptafræðingur. Ingi Pétur Ingimundarson. Jóhann Már Hektorsson, byggingartæknifræðingur. Emil Örn Kristjánsson, leiðsögumaður. Kristján Erlendsson, rafmagnstæknifræðingur. Jóhann Páll Símonarson, sjómaður. Jón Arnar Sigurjónsson, formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Leó Már Jóhannsson, rafmangsverkfræðingur. Hafdís Hannesdóttir, húsmóðir. Ingimar Bragi Stefánsson, dráttarvélarstjóri. Eiríkur Sigurjón Svavarsson, lögmaður. Jón Þorbjörnsson. Smári Sæmundsson, fyrrverandi skipsstjóri. Björn Þ. Kristjánsson, flugrekstrarstjóri. Ottó Marinó Ingason, nemi. Kristján Daníelsson, rekstrarstjóri. Júlíus Geir Hafsteinsson, framkvæmdastjóri. Skæringur Markús Baldursson, verslunareigandi. Þórður Georg Hjörleifsson, rafvirki. Magnús Jónasson, formaður Skautafélagsins Bjarnarins. Vignir Bjarnason, verkfræðingur. Elísabet Gísladóttir, rekstrarstjóri. Kristína Björk Arnórsdóttir, nemi. Óskar G. Baldursson, pípulagningarmaður. Sigurður Sigurðsson, háskólanemi. Árni Guðmundsson, rafvirki. Kristján Örn Ólafsson, stýrimaður. Þórður Kristinn Sigurðsson, bifvélavirki. Steinar Ingimundarson, sölustjóri. Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur. Gunnlaugur Ásgeirsson, rafiðnfræðingur. Jóhann B. Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Hólmfríður K. Agnarsdóttir, matráðskona. Theódór Sveinjónsson, þjálfari. Gunnar H. Sigurðsson, tæknifræðingur. Birgir Gunnlaugsson, hugbúnaðarsérfræðingur. Guðmundur Árnason, fjármálastjóri. Hilmar Guðlaugsson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Skúli Viðar Magnússon, sölustjóri. Lilja Viðarsdóttir, kynningarstjóri. Kristín B. Scheving, húsmóðir. Sigríður Oddný Marinósdóttir, ritari. Steindór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri. Árni Heiðar Guðmundsson, nemi. Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður.

Sævar Björn Baldursson, iðnverkamaður. Tómas Hafliðason, framkvæmdastjóri. Ragnar Sær Ragnarsson, formaður Hverfisráðs Grafarvogs. Ástrós Gunnlaugsdóttir, háskólanemi. Jakob Einarsson, vélvirki. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri. Elín Bragadóttir, háskólanemi. Ólafur Kr. Guðmundsson, tæknistjóri Euro RAP á Íslandi. Ásrún Karlsdóttir, gjaldkeri. Ari Edwald, framkvæmdarstjóri. Jón Karl Ólafsson, forstjóri. Snorri Hjaltason, framkvæmdastjóri. Gunnar Már Guðmundsson, ræstitæknir. Skúli Jóhannesson, framkvæmdarstjóri. Erla Viljhjálmsdóttir, kaupkona. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstj. Actavis. Garðar Eyland, framkvæmdarstjóri. Reynir Karlsson, hæstaréttarlögmaður. Bolli Árnason, framkvæmdastjóri. Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri. Margrét Herdís Guðmundsdóttir, sjúkraliði. Jón Ingvar Pálsson, lögmaður. Stefán Gíslason, flokksstjóri. Guðbjörg Sveinsdóttir, húsmóðir. Haukur Örn Björnsson, forstjóri. Sigrid Ester Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri.

GV

Ritstjórn og auglýsingar 587-9500


20

GV

Fréttir Piparkökumódel af Grafarvogskirkju Samkeppni grunnskóla Grafarvogs á haustmisseri 2006. Keppnisreglur A. Hver grunnskóli skilar einu piparkökuhúsi. Húsið á að vera eftirlíking að eigin vali af Grafarvogskirkju. B. 6-8 nemendur úr efstu bekkjum hvers skóla (8.-10.bekk) hanna og útfæra líkan af Grafarvogskirkju með leiðsögn frá til dæmis, heimilisfræðikennara, smíðakennara og/eða myndmenntakennara. Glæsilegt væri ef hægt er að koma á samvinnu milli þessara greina og kennara. C. Engin mörk eru sett á stærð módelsins eða útfærslu þess. Aðeins að húsið sé gert sem útfærsla viðkomandi hóps af Grafarvogskirkju. D. Síðasti skiladagur er 1. desember 2006 fyrir kl. 12 á hádegi. Skila skal módelinu í Grafarvogskirkju. E. Dómnefnd velur þrjú bestu módelin. Í dómnefnd sitja þrír aðilar. Formaður er Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Stefán H. Sandholt, bakarameistari og Kristín Vigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi sóknarnefndar. F. Úrslit verða kunngjörð í Grafarvogskirkju sunnudaginn 17. desember kl. 11:00. Sigurliðið fær vegleg peningaverðlaun sem það afhendir líknarsamtökum að eigin vali. G. Piparkökuhúsin verða höfð til sýnis í Grafarvogskirkju frá 1. desember 2006 til 6. janúar 2007. Þessi samkeppni tengir skóla og kirkju - tengir unglinga og kirkju - minnir á mikilvægi þess að gefa á aðventunni þeim er minna mega sín - minnir á kærleiksboðskap kirkjunnar - auk þess gleðja vel gerð piparkökumódel okkur öll og krydda tilveruna.

Grafarvogskirkja. GV-mynd Valur

Kæra starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi! Grafarvogssókn býður ykkur á áhugavert námskeið laugardaginn 28. október nk., kl. 10:00-13:00. Námskeiðið er í boði Grafarvogssóknar og er því starfsfólki leikskólanna að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram í Grafarvogskirkju. Með þessu móti vill kirkjan rétta fram hönd til ykkar og þakka ykkur fyrir frábær störf í þágu samfélagsins. Störf ykkar eru afar mikilvæg, enda leggið þið grunn að velferð og framtíð barnanna í Grafarvogi. Góður leikskóli er hagur okkar allra. Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: Kl. 10:00 - Námskeiðið sett Kl. 10:10 - 11:10 - Árangursríkt uppeldi - aðferðir sem virka í samskiptum við börn Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur og félagsmálastjóri í Hafnarfirði Fyrirspurnir og umræður Fimmtán mínútna kaffihlé Kl. 11:25 - 12:25 - Sjálfsstyrking kvenna -"Það vex sem að er hlúð" Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur í Grensáskirkju Fyrirspurnir og umræður. Kl. 12:30 - Hádegismatur Kl. 13:00 - Námskeiðinu slitið

Eggert Jónsson, til vinstri og Elís Árnason, eigendur Papinos í Hverafold.

GV-mynd PS

,,Bestu pizzurnar eru hjá Papinos’’

Eftir nokkra daga, nánar tiltekið laugardaginn 21. október eru fimm mánuðir liðnir frá því að pizzastaðurinn Papinos opnaði í verslunarmiðstöðinni Torginu við Hverafold. Í dag eru Papionos staðirnir þrír, í Grafarvogi, Kópavogi og Hafnarfirði. ,,Við erum mjög ánægðir með móttökur Grafarvogsbúa enda er það

okkar keppikefli að bjóða bestu pizzurnar á mjög góðu verði,’’ segja eigendurnir, þeir Elís Árnason og Eggert Jónsson en þeir eiga einnig Cafe Adesso í Smáralind. Elís er menntaður matreiðslu og kjötiðnaðrmeistari, kemur að norðan og er einnig þar með Veitingahúsið Brekku í Hrísey og Sjallann. Auk

þess hefur Elís einnig komið að ýmsum rekstri þar í gegnum tíðina, Greifanum, Hótel KEA og Cafe amour. Eggert kemur úr Keflavík og er menntaður Bakari og Konditormeistari. Eggert lærði hjá Ragnari bakara í Keflavík. Síðan dvaldi hann um

tveggja ára skeið í Danmörku við að læra kökugerð og skreytingar og er heim kom 2003 þá varð hann yfirbakari hjá Cafe adesso þar sem hann er einnig eigandi í dag. Einnig var hann í landsliði matreiðslumeistara 2003 til 2005 og sá þar um kökur og deserta.

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 9. nóvember Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stendur fyrir stórtónleikum í Grafarvogskirkju, til styrktar Barna- og unglingageðdeildar LHS. Verð aðgöngumiða er kr. 2.500,- og rennur allur hagnaður til BUGL Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur undanfarin þrjú ár haldið styrktartónleika í Grafarvogskirkju í nóvember mánuði til styrktar Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þann 9.nóvember næstkomandi, klukkan 20:00, verða næstu tónleikar í Grafarvogskirkju. Meðal listamanna sem allir gefa vinnu sína eru: Karlakórinn Stefnir, einsöngvari Bjarni Atlason. Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson. Páll Rósinkranz. Páll Óskar og Monika. Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi). Jóhann Friðgeir og Voces masculorum. Ragnar Bjarnason (Raggi Bjarna). KK og Ellen. Hörður Torfason. Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þórunn og Inga Lárusdætur. Garðar Thór Cortes.

Snorri Snorrason. Bergþór Pálsson. Helgi Björnsson. Óskar Pétursson. Guðmundur Magni Ásgeirsson (Magni). Einleikur á fiðlu: Hjörleifur Valsson. Píanóleikur: Hörður Bragason og Jónas Þórir. Kynnir: Felix Bergsson. Ýmis fyrirtæki styðja félaga í Lkl. Fjörgyn við að halda tónleikanna. Að venju eru þar á meðal Olís og Esso. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir á bensínstöðvum þeirra í Grafarvogi og Ártúnsbrekku dagana fyrir tónleikanna. Fyrir hönd Lkl. Fjörgynjar með von um góðann stuðning frá Grafarvogsbúum. Einar Þórðarson, formaður Lkl. Fjörgynjar. Þór Steinarsson, formaður undirbúningnefndar tónleika. Guðmundur Helgi Gunnarsson, formaður kynningarnefndar. Rock Star stjarnan Magni Ásgeirsson syngur á tónleikunum.

Styðjum Guðlaug Þór í 2. sætið Formaður Fjölnis, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, heyjir núna harða baráttu fyrir 2. sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í komandi alþingiskosningum. Það má vera hverjum manni ljóst að hvert og eitt einasta atkvæði kemur til með að skipta sköpum í þeirri baráttu enda eru valinkunnir menn í boði, hver öðrum betri. Guðlaugur rís þar hæst að mínu mati. Við félagarnir höfum starfað að málefnum unga fólksins í Grafarvogi í árafjöld og get ég fullyrt að meiri mannvinur og frjóari framkvæmdamaður er vandfundinn. Grafarvogsbúar hafa notið krafta Gulla ríkulega

við uppbyggingu Grafarvogs. Hann hefur verið óþreytandi að koma á nauðsynlegum úrbótum fyrir hverfið hvort sem horft er til samgöngumála eða félagslegra málefna. Flokkspólítíkin litar ekki meðaltalið hjá Gulla heldur skiptir notagildi lausnarinnar sköpum. Þannig talsmann vil ég. Það þótti til siðs hér áður fyrr að gera ferðalanga út með nesti og nýja skó. Helst var þá ferðast á milli bæja eða til kaupstaðar til að færa björg í bú. Allir lögðu sitt af mörkum til að ferðalagið heppnaðist sem best, enda var það oftast til góðs fyrir þá sem

heima sátu. Nú sækist einn af kjörsonum Grafarvogs Guðlaugur Þór Þórðarson eftir brautar-

Birgir Gunnlaugsson, fyrrv. varaformaður Fjölnis, skrifar: gengi í prófkjöri sjálfstæðismanna 27.-28. oktober nk. Hann leggur í þetta ferðalag fyrir hönd heimamanna í Grafarvogi og er til-

gangurinn sem fyrr til að sækja björg í bú og bæta lífsskilyrði þeirra sem heima sitja. Kæru nágrannar, styðjum Guðlaug Þór til áframhaldandi góðra verka, og bætum með því þjóðlíf okkar og hag Grafarvogs. Mætum og kjósum, það eitt skiptir máli. Hægt er að kjósa alla daga fram að kosningarhelgi í Valhöll milli 9 og 17 virka daga og síðan á kjörstöðum kosningarhelgina sjálfa. Kær kveðja, Birgir Gunnlaugsson fyrrv. varaformaður Fjölnis


21

FrĂŠttir

GV

Okkar fĂłlk! Ă&#x2030;g er nĂş eiginlega Ăžeirrar skoĂ°unar aĂ° viĂ° landsmenn eigum aĂ° eiga val um aĂ° kjĂłsa menn og mĂĄlefni Ăžeirra ĂĄ Ăžing fremur en flokkana Ă­ heild sinni. Stundum finnst mĂŠr slĂŚmt aĂ° góður maĂ°ur / kona sĂŠu eiginlega Ă­ ,,vitlausumâ&#x20AC;&#x2122;â&#x20AC;&#x2122; flokki, en ĂžaĂ° er nĂş bara svona. NĂş eru flokkarnir farnir aĂ° tefla fram fulltrĂşum sem aĂ° prĂłfkjĂśri loknu koma til meĂ° aĂ° prýða lista flokkanna Ă­ vor Ăžegar gengiĂ° verĂ°ur til kosninga. MeĂ° hĂŚkkuĂ°u menntunarstigi og upplĂ˝stari Ăžjóð aukast krĂśfur ĂĄ fulltrĂşa okkar sem halda ĂĄ fjĂśreggi Ăžjóðarinnar. Um langan aldur hafa landsbyggĂ°armenn haft góðan persĂłnulegan aĂ°gang aĂ° sĂ­num alĂžingismĂśnnum, umfram okkur hĂŠr Ă­ ReykjavĂ­k. Ă&#x17E;etta hefur aĂ°eins skĂĄnaĂ° ĂĄ sĂ­Ă°ustu ĂĄrum en betur mĂĄ ef duga skal. Ă&#x17E;aĂ° eru mĂśrg mikilvĂŚg mĂĄlin sem brenna ĂĄ okkur Ă­bĂşum Grafarvogs Ă­ landspĂłlitĂ­kinni sem viĂ° Ăžurfum aĂ° rĂŚĂ°a viĂ° ,,OKKAR mennâ&#x20AC;&#x2122;â&#x20AC;&#x2122;. En ĂžaĂ° Ăžarf aĂ° skapast hefĂ° sem ĂŠg held aĂ° geti orĂ°iĂ° aĂ° veruleika meĂ° ungum nĂ˝jum mĂśnnum sem eiga Þå sĂśgu aĂ° vera Ă­ nĂĄnu sambandi viĂ° ,,SITT fĂłlkâ&#x20AC;&#x2122;â&#x20AC;&#x2122;, sama Ă­ hvaĂ°a flokki ĂžaĂ° er. Ă&#x17E;vĂ­ er ĂŠg hlutdrĂŚg eins og sannur GrafarvogsbĂşi, og geysilega stolt af ĂžvĂ­ aĂ° viĂ° eigum allavega einn verĂ°ugan fulltrĂşa, frambjóðanda fyrir ReykjavĂ­k sem bĂ˝r Ă­ okkar kĂŚra hverfi, GuĂ°laug Ă&#x17E;Ăłr Ă&#x17E;ĂłrĂ°arson. Eftir aĂ° hafa starfaĂ° Ă­ stjĂłrn Ă?bĂşasamtaka Grafarvogs Ă­ 8 ĂĄr hef ĂŠg fengiĂ° tĂŚkifĂŚri aĂ° kynnast mĂśrgum borgarfulltrĂşum. Landslag og aĂ°koma okkar samtaka og

Þåtttaka Ă­bĂşa hefur tekiĂ° stakkaskiptum ĂĄ Ăžessum ĂĄrum og nĂş ĂĄ sĂ­Ă°ustu ĂĄrum hĂśfum viĂ° sĂłtt Ă­ samrĂŚĂ°ur viĂ° Ăžingmenn okkar. SĂş vinna sem fram hefur fariĂ° og sĂĄ ĂĄrangur sem nĂĄĂ°st hefur er ekki sĂ­st aĂ° Ăžakka ĂłtrĂşlegum ĂĄhuga og stuĂ°ningi GuĂ°laugs Ă&#x17E;Ăłrs ĂĄ mĂĄlefnum okkar og okkar hverfis og er alveg sama hvar drepiĂ° er niĂ°ur fĂŚti. Ă? skipulagsmĂĄlum, Ă­ĂžrĂłtta- og tĂłmstundamĂĄlum, menntamĂĄlum, umhverfismĂĄlum og velferĂ°armĂĄlum. En GuĂ°laugur Ă&#x17E;Ăłr hefur einnig Ăžann hĂŚfileika aĂ° hann gefur sĂŠr tĂ­ma til aĂ° hitta fĂłlkiĂ°, hann getur sett sig Ă­ Ăžeirra spor, rĂŚtt viĂ° ĂžaĂ°, hann hlustar ĂĄ fĂłlkiĂ° og heyrir hvaĂ° ĂžaĂ° segir. Reynslan sĂ˝nir aĂ° ĂžaĂ° er ekki sjĂĄlfgefiĂ° og hann tileinkar sĂŠr ĂžaĂ° meĂ° bros ĂĄ vĂśr og meĂ° sĂ­num alkunna hĂşmor. Hann hefur yfir ĂłtrĂşlegri ĂştsjĂłnarsemi aĂ° rĂĄĂ°a Ăžegar kemur aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° nĂĄ landi Ă­ hinum ĂłlĂ­kustu mĂĄlefnum. Ă&#x17E;aĂ° var geysileg eftirsjĂĄ Ă­ GuĂ°laugi Ăşr borgarpĂłlitĂ­kinni og enda ekki margir sem fara Ă­ skĂłna hans Ăžar. Ă&#x17E;rĂĄtt fyrir stutta setu ĂĄ alĂžingi hefur hann sĂ˝nt og sannaĂ° aĂ° hann heldur ĂĄfram ĂĄ sĂśmu braut. Gefur sĂŠr tĂ­ma til aĂ° hlusta og fylgja eftir mikilvĂŚgum mĂĄlum hverfisins. NĂş sĂ­Ă°ast vegna endurskoĂ°unar ĂĄ fyrri ĂĄkvĂśrĂ°um um staĂ°setningu fyrirhugaĂ°rar Sundabrautar. Ă&#x2030;g vil Ăžakka GuĂ°laugi Ă&#x17E;Ăłr Ă&#x17E;ĂłrĂ°arsyni fyrir einstakt og frĂĄbĂŚrt samstarf Ă­ gegnum tĂ­Ă°ina. Og Ăłska honum gĂŚfu Ă­ framtĂ­Ă°inni, sem ĂžingmaĂ°ur okkar ReykvĂ­kinga. ElĂ­sabet GĂ­sladĂłttir

/âOĂ&#x2C6;NTLFJ§IFGKBTUĂ&#x201C;KBOĂ&#x17E;BS

4BNLWÂ?NJTEBOT

VERIĂ? VELKOMIN Ă? HEIMSĂ&#x201C;KN Ă?bĂşum Grafarvogs GrafarvogsererboĂ°iĂ° boĂ°iĂ°Ă­ heimsĂłkn Ă­ heimsĂłkn ĂĄ skrifstofu KirkjugarĂ°a ReykjavĂ­kurprĂłfastsdĂŚma Ă­ GufuĂ?bĂşum ĂĄ skrifstofu KirkjugarĂ°a ReykjavĂ­kurprĂłfastsdĂŚma Ă­ Gufuneskirkjuga milli kl. 9 og 16 milli alla virka taĂ°alla skoĂ°a teikningar ĂĄformuĂ°um ĂžjĂłnustubyggingum ogĂžjĂłnustubyggrĂŚĂ°a starfsemin neskirkjugarĂ°i kl. 09daga og il16 virka daga til af aĂ° skoĂ°a teikningar af ĂĄformuĂ°um ingum og rĂŚĂ°a starfsemina.


22

GV

Fréttir

Ræða sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar, í tilefni 30 ára vígsluafmælis hans, í Grafarvogskirkju 8. október:

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?

Eitt númer

410 4000

GV Ritstjórn og auglýsingar 587-9500

,,Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?’’ Þessari spurningu varpaði Jesús fram er hann hafði læknað á hvíldardegi. Hinir strangtrúuðu, fræðimennirnir og Farísearnir álitu að það yrði að fara eftir Reglunni - boðorðinu sem segir ,,halda skaltu hvíldardaginn heilagann.’’ Sú regla er auðvitað mikilvæg. Hún á þeim tíma sem endranær,var hugsuð til þess að þessi dagur yrði helgaður Guði. Við tækjum frá tíma fyrir hann. Þess vegna m.a. tökum við þátt í guðsþjónustu sunnudagsins, hvíldardagsins. Hugleiðum lífið tilgang þess og markmið og hvað guð vill segja við okkur segja í lifuðu lífi. Þegar nútímafólk er spurt um hvíldardaginn kemur fljótt fram í svörum, að dagurinn eigi að fela í sér hvíld sem auðvitað er mikilvæg. Fermingarbörnin segja að hann sé til, svo að þau og við öll getum sofið út eða að minnsta kosti lengur en á virkum dögum. Hvíld og svefn er mikilvægir þættir í lífi okkar. Kirkjan vill einnig sífellt benda á, að það er mikilvægt að taka frá tíma fyrir Guð hugleiða orð hans í bæn, söng og með því að hlýða á hugleiðingar, prédikanir. Kristur Jesús benti á í svari sínu að mikilvægara en reglurnar og umgjörðin væri maðurinn sjálfur - líf hans og heilsa. Heilsunni lífinu sjálfu yrði að sinna þó hvíldardagurinn sé til staðar. Þetta þekkjum við auðvitað í dag þegar við lítum þeirra sem þjónusta okkur alla daga á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og allir þeir sem verða að starfa vinna sinn vinnudag til þess að lífi okkar gangi upp frá stund til stundar, frá degi til dags. Í seinni hluta guðspjallsins bendir Jesú á að okkur ber að huga að náunga okkar ekki að setja okkur sjálf í hefðarsætið, sá sem auðmýkir sjálfan sig mun upphafinn verða. Ég fékk einmitt að vera með manni, einstaklingi, presti, biskupi eina kvöldstund í liðinni viku, sem kemur ávallt fram í svo mikilli auðmýkt. Þessi prestur, biskup hefur haft meiri áhrif á þjóðina okkar, og kirkjuna en nokkur annar einstaklingur á liðinni öld og hefur enn. Hann er 95 ára gamall og prédikar enn og hugleiðir eins og hann hefur best gert í gegnum árin. Oft hefur hann bent þjóðinni okkar á hve mikilvægt það sé að halda hvíldardaginn heilagan, gefa orði Guðs hinu lifanda orði gaum. Hyggja að því, leyfa því orðinu að tala til okkar, móta skapa og umbreyta lífinu. Þið öll vitið um hvern ég er að tala. Ég er að tala um Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Þann 3. október síðasliðinn áttum við fimm prestar og makar okkar með honum kvöldstund þar sem þrjátíu ár voru liðinn frá því að hann vígði okkur til að gegna prestsþjónustu. Einn úr hópi okkar prestanna er látinn. Þessi hópur sex presta var fjölmennasti vígsluhópur Dr. Sigurbjarnar í biskupstíð hans. Prestarnir eru taldir upp í stafrófsröð.

Séra Gunnþór Ingason vígður til Suðureyrar, nú sóknarprestur í Hafnarfirði. Séra Hjálmar Jónsson vígður til Bólstaðarhlíðarprestakalls, nú dómkirkjuprestur. Séra Pétur Þórarinsson vígður til Hálsprestakalls, nú prestur í Laufási í Eyjafirði. Séra Sighvatur Birgir Emilsson vígður til Hóla og Viðvíkur prestakalls.

sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi. Hann er látinn eins og áður sagði. Þjónaði síðast í Noregi. Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson vígður til Vallanesprestakalls, nú sóknarprestur á Egilsstöðum og sá sem hér talar Vigfús Þór Árnason vígður til Sigufjarðarprestakalls, nú sóknarprestur hér í Grafarvogsprestakalli. Stundin í dómkirkjunni á þrjátíu ára vígsluafmæli með Sigurbirni og kvöldstundinni sem lauk eitthvað eftir miðnætti var okkur öllum ógleymanleg. Orðin hans, spekin hans er hann rifjaði upp kirkjusögu liðinnar aldar var hreint og beint ógleymanleg. Ekki þarf að geta þess að Sigurbjörn er nú 95 ára gamall. Nýlega var prédikunarsafn hans, ,,Meðan þín náð’’ gefið út. Það er til sölu í Kirkjuhúsinu við Laugarveg. Við prestarnir eigum prédikun hans sem hann flutti og var beint til okkar á vígsludegi. Af því að hér var í dag skírt barn í guðsþjónustunni langar mig að nefna orð hans um skírnina en engin athöfn er jafn mikilvæg í lífinu og tilverunni, en skírnin sjálf. Við komust ekki lengra í lífinu er að biðja Guð að blessa börnin okkar og leiða á leið þeirra um lífsins braut. Ég veit að við og skírnarfjölskyldan sem hér er saman komin í dag vegna

skírnar, er því sammála. Sjálfur hefi ég fengið á liðnu sumri að skíra tvö barbarnbörnin mín. Sú stund er ávallt stór. Skírnarstundin er svo óendanlega mikilvæg. Biskup Sigurbjörn kom einmitt inn á skírnina við prestvígsluna og fjallaði hann um orð Sakaría föður Jóhannes skírara. Sakaría var prestur. Sigurbjörn sagði: ,,Hann þ. e. Sakaría sá mikil fyrirheit yfir vöggu barnsins síns. Í augum móður og föður voru bjartar vonir og draumar tengdar unga sveininum. Svo er um hvern sem fæðist í þennan heim, þó að misjöfnu eigi menn að mæta, því að kjörum er misskipt og misjafnt er lánið, sem léð er, einnig foreldralán.’’ Og þá talaði Sigurbjörn til hinna nývígðu presta: ,,Þið eigið þá ástvini sem á þessari stóru stundu í lífi ykkar rifjar upp fyrir sér það morgunskin vona og fyrirheita sem um ykkur lék, þegar þið heilsuðu fyrst og andi þeirrar bænar, sem þá var ,,lesin lágt í hljóði’’ vitjar aftur hugans, og sú helga stund, þegar að þið voruð bornir að laug heilagrar skírnar og líf ykkar var falið Frelsaranum Jesú Kristi rifjast upp á ný.’’ ,,Og einnig fermingarstundin, þegar þið gáfuð honum hönd ykkar til merkis um að þið vilduð þiggja að eiga hann að leiðtoga í lífinu.’’ Síðar í prédikun sinni benti hann á hvernig Jóhannes skírari hefði greitt Jesú Kristi veg og sagði síðan, ,,Og Jesús Kristur gekk með sigur af hólmi, með kærleikann að vopni í krafti fórnar sinnar á krossi, í mætti upprisu sinnar í hljóðlátum, skapandi krafti heilags anda síns.’’ Í þessum orðum er tekinn saman boðskapurinn sem á að ná til okkar á helgum hvíldardegi sem er frátekinn fyrir hinn lifandi Guð. Á helgum degi, á hvíldar degi erum við að reyna að greiða Drottni veg inn í líf okkar. Og tengt við auðmýktina sagði Jóhannes skírari sem vitnað er í hér í dag. ,,Ég er ekki neitt, en sá er í nánd, sá er kominn sem er allt. Ég vil benda á hann. Sjá Guðs lamb sem ber synd heimsins. Honum lýt ég. Hann á að vaxa ég að minnka.’’ Í fyrstu prédikun minni heima í héraði á Siglufirði sagði sá sem hér talar: ,,Þegar Kristur talar til okkar og tjáir okkur trúfesti sína og kærleika, þá bendir hann ekki aðeins á kærleika Guðs, heldur bendir hann ávallt á bróður okkar og systur. Ef þú gleymir samferða manni þínum hefur þú um leið afneitað Drottni þínum, sem elskar þig þrátt fyrir allt sem á milli ber.’’ Mig langar að ljúka prédikun minni á helgum hvíldardegi með orðum biskups Sigurbjarnar en þau voru á vígsludegi. ,,Guð gefi, að einnig um ykkur hvern og einn verði sagt og vottað, þegar allt opinberast, eins og um Jóhannes. Maður kom fram sendur af Guði, hann kom til vitnisburðar til þess að vitna um ljósið, hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann. Og guð gefi að þið getið þá allir sagt með honum. Ég fékk að greiða Jesú Kristi veg og nú er gleði mín orðin fullkomin.’’


Heilsuakademían býður upp á landsins mesta úrval námskeiða! Ný námskeið hefjast 30.október í Egilshöll Komdu þér í frábært form fyrir jólin!

Meðgönguyoga.

Scientific fighting. Scifi brennsla. Kali. Brasilískt jiu-jitsu.

Tarsan námskeið

Nýtt á Íslandi! Sérútbúinn herþjálfunarvöllur innanhúss. Sérstök unglinganámskeið.

Skemmtileg námskeið fyrir hressa krakka 5-12 ára á sérhönnuðum klifurvelli.


Já, en kallinn á allt í sambandi við veiði! En ekki þetta! Flugubox úr mangóviði og við gröfum nafn veiðimannsins á boxið - þéttsetið íslenskum flugum í fremstu röð!!

Hágæðaflugur íslensk hönnun Sjón er sögu ríkari!! Kíktu á www.Krafla.is Þar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

,,Kröflurnar eru númer eitt í fluguboxinu mínu. Alltaf fyrstar á og skila mér alltaf mjög góðri veiði,’’ segir Kristján Hilmir Gylfason.

Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

Kristján Hilmir með glæsilega veiði úr Blöndu í sumar á flugur frá Krafla.is ,,Einfaldlega langbestu flugurnar, hvort sem litið er til áhuga fiska eða endingar.’’

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid 10.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 10.tbl 2006

Grafarvogsbladid 10.tbl 2006  

Grafarvogsbladid 10.tbl 2006

Profile for skrautas
Advertisement