Page 6

Árbæ 1. tbl. Jan 2014_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 7/6/14 12:13 AM Page 6

6

Laugarnar í Reykjavík

Fréttir

Árbæjarblaðið

Y

Lengri

i afgreiðslutím * r a m í su

Mínar sólarstundir

sr. Þór Hauksson.

Það líður vart sá dagur, sem af er sumri, að ég sé ekki minntur á meinta „óhamingju“ mína. Fésbókar vinir mínir (ef vinir skyldu kalla) eru iðnir við að senda sólarmyndir af sér staddir hér innan- eða utanlands með einn kaldan á kantinum til að kæla sig. Bara láta vita að viðkomandi er staddur/stödd undir „gula“ fyrirbærinu sem hefur ekki mikið ómakað sig við að kinka kolli hér suðvestanlands sem af er sumri. Ekki aðeins fésbókarvinir mínir vita að ég kúldrast enn í rigningunni heima í Árbænum heldur er það svo að hinir ýmsu miðlar; ekki misskilja mig, eru að senda mér hvort heldur á netinu eða inn um blaðalúguna bæklinga um hvernig ég geti bætt mína aumu tilveru rigningasúldar og roks og sólarleysis. Ganga að því vísu að mín auma tilvera eigi betra skilið.

Árbæjarlaug

Vesturbæjarlaug

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 20:00

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 20:00

Laugardalslaug

Sundhöll Reykjavíkur

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 22:00 Helgar 8:00 – 22:00

Mánud. – fimmtud. Föstudaga Laugardaga Sunnudaga

Breiðholtslaug

Grafarvogslaug

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 19:00

Mánud. – fimmtud. 6:30 – 22:00 Föstudaga 6:30 – 20:00 Helgar 9:00 – 19:00

Klébergslaug Mánud. – fimmtud. 15:00 – 21:00 Föstudaga 15:00 – 21:00 Helgar 11:00 – 15:00

Laugarnar í Reykjavík

6:30 – 22:00 6:30 – 20:00 8:00 – 16:00 10:00 – 18:00

*Sumarafgreiðslutími gildir frá 1. júní – 31. ágúst

Ég spyr: Er tilveran mín aum? Auðvitað fjargviðrast ég út í veðrið af og til. Það er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og kannski þessi dægrin of mikið og kannski ekki svo mjög því annar íþróttaviðburður er í gangi, HM suður í Brasilíó (guð er góður) og ekkert veður til að vera að veltast um í moldarbeði eða sitja úti á palli með kaffibolla og hlusta á söng fiðraðra vina ef sólar nyti við. Hvað er betra en að koma sér vel fyrir í sófanum, hlusta á rigninguna bylja á þakglugganum og horfa á fótbolta í háskerpu? Talandi um vini og háskerpu. Ég á þá nokkra ekki hávaxna sem eiga það sameiginlegt að birtast á ólíklegustu tímum við dyrnar heima. Frá því að ég og mín fjölskylda flutti í Árbæinn fyrir rúmu ári síðan, eftir enn lengri aðdraganda, hefur borið á því að hringt er dyrabjöllunni eins og gerist hjá okkur flestum. Sá eða sú sem hringir á oftast eitthvert erindi við húsráðendur. Eins og það að fá gefins plastumbúðir sem safnast fyrir heima hjá fólki og eða varning til sölu vegna fyrirhugaðra utanlands eða innanlands keppnisferða. Auðvitað er tekið vel á móti öllum. Ekki hafði ég og mín fjölskylda dvalist lengi á nýja staðnum þegar dyrabjöllunni var hringt. Fyrir utan stóð strákur á að giska fjögurra ára stígvélaður með krummafót og horfði á mig augum eins og að ég væri ekki þessa heims. (Stundum er talað um Kodak móment. Þetta var Clint Eastwood augnablik). Þögn... við horfðumst í augu um stund. „Sæll“ segi ég til að segja eitthvað. Merkilegt hvað við óttumst þögnina. Sá stutti starir á mig, segir ekki orð „Ertu úti að leika?“ spyr ég um leið og ég átta mig á að spurningunni er sjálfsvarað. Sá stutti kinkar kolli og í því hleypur hann burt og ég stend eftir í dyragættinni aleinn. Læt sem ég sé að gá til veðurs ef einhver ætti leið um. Einhver tími líður og þá er

dinglað aftur. Kallað á mig, að mín er vænst hið snarasta vegna þess að verið er að spyrja um mig. Fyrir utan stendur sá stutti með tvo aðra á svipuðum aldri sér til fulltingis. Þrjú smágerð kringluleit barnsandlit stara á „fyrirbærið mig“ þar sem ég stend í dyragættinni. Þögn, sem fyrr. Ekki orð. „Eru þetta vinir þínir?“ spyr ég til að segja eitthvað. Sá sem hafði komið áður kinkaði kolli. Hin tvö stóðu í hæfilegri fjarlægð en færðu sig aðeins nær. Væntanlega sáu þau að ástæðulaust væri að óttast „fyrirbærið“ sem stóð í dyrunum brosandi út að eyrum. Eftir heiðarlega tilraun til samræðna eins og hvað þau væru gömul og hvort ekki væri gaman að leika úti; viðbrögðin sem fyrr þögn og kinkandi kollar, sagði ég þeim að halda áfram að leika og það væri gaman að hitta þau. Það var eins og við manninn mælt þau skutust út í ævintýraveröld þeirra sem hafa ekki áhyggjur af tilfærslu ríkisstofnana út á land. Það liðu síðan nokkrir dagar þar til dyrabjöllunni var dinglað. Ég fer til dyra. Við mér blasti dýrðleg sjón. Vinur minn sem fyrst hafði komið einn og bætt síðan við smátt og smátt hinum vinum sínum öllum, ekki tveimur eða fjórum heldur voru þau á að giska níu talsins frá þriggja og upp í fimm ára. Áttu það sameiginlegt sem fyrr að segja ekki orð heldur bara störðu á mig um stund þar til áðurnefndur vinur minn, sem fremstur fór, sagði: ,,Ég þekki þig...þú ert pretturinn.“ Hróðugur og sigri hrósandi lítur hann yfir hópinn án þess að segja orð en svipurinn hans sagði að hann þekkti mig og ég og hann og það sem meira er að við tveir værum vinir. Heyrist þá í einhverjum í hópnum segja að amma hans og afi ættu heima rétt hjá. Enn annar sagðist þekkja mig í kirkjunni. Ein lítil sagði að ég hafi ,,skínt” sig. Varð mér á orði að ég ætlaði ekki að þekkja hana vegna þess að hún væri komin með tennur og hár og uppskar mikinn hlátur barnaskarans. Ein lítil hnáta steig fram og allt að því hvíslaði í eyru mín að afi hennar væri listamaður. „Já,“ segi ég upprifinn. „Listamaður, hvernig listamaður? „Hann getur tekið út úr sér tennurnar,“ sagði sú stutta og brosti sínu breiðasta. Ég segi eins og maðurinn um árið sem heyrði auglýst andlát sitt í útvarpinu. „Frétt um andlát mitt er stórlega ýkt.“ Hvað sem öðrum finnst um meinta óhamingju mína vegna veðurfarsins sem af er sumri er stórlega ýkt. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Að eiga svona marga smávaxna vini eins og ég sem koma reglulega og dingla samviskusamlega dyrabjöllunni og samviskusamlega láta mig vita að þeir þekki mig eru mínar sólarstundir. Þór Hauksson

Profile for Skrautás Ehf.

Árbæjarblaðið 7.tbl 2014  

Árbæjarblaðið 7.tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement