Page 2

Árbæ 7. tbl. Jan 2014_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 7/8/14 7:23 PM Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Höfðabakki 3 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 113 (660 fyrirtæki).

Sérstök vinnubrögð Sérstök vinnubrögð stjórnmálamanna skjóta oft upp kollinum og á undanförnum vikum má nefna tvö dæmi um sérstök vinnubrögð svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, tók það nánast upp hjá sjálfum sér að tilkynna um flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Formaður samstarfsflokksins í ríkisstjórn, Bjarni Benediktsson, frétti af málinu daginn áður en það var gert opinbert. Þessi undarlega ákvörðun setti allt líf 60 starfsmanna og fjölskyldna þeirra í uppnám svo kalla varð til áfallahjálp fyrir starfsfólkið. Það kann að vera nauðsynlegt að flytja einhverjar ríkisstofnanir frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Gera verður hins vegar þær sjálfsögðu kröfur til ráðherra í ríkisstjórn Íslands að þeir hafi til að bera nægilegan þroska til að taka ekki ákvarðanir sem þessar. Þessi ákvörðun Sigurðar Inga er algjörlega óskiljanleg og honum til mikillar skammar. Önnur undarleg ákvörðun stjórnmálamanna. Á dögunum var skipuð nefnd á vegum fjármálaráðherra sem á að meta hæfni þess fólks sem sækir um stöðu seðlabankastjóra. Flestir reiknuðu með að ráðherrann myndi skipa reynslumikla menn í nefndina og líklega myndu flestir leita til fólks með mikla reynslu í hagfræði og efnahagsmálum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að fjármálaráðherrann ákvað að skipa lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins formann nefndarinnar. Algjörlega galin ákvörðun og fyrir henni ekki færð nein rök. Ég veit ekki til þess að löggustjórinn hafi yfirgripsmikla þekkingu á efnahagsmálum og það hlýtur að þurfa að beita vandaðri vinnubrögðum en hér um ræðir þegar verið er að meta hæfni umsækjenda til að gegna jafn mikilvægri stöðu og staða seðlabankastjóra er. Því miður væri hægt að nefna mörg fleiri dæmi um sérstök vinnubrögð stjórnmálamanna sem hafa í senn vakið athgyli og furðu landsmanna. Það verður ekki gert hér að þessu sinni. Í lengstu lög verður maður að vona að til þátttöku í stjórnmálum veljist hæft fólk í framtíðinni og mun hæfara fólk en við eigum að venjast í dag. Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Ár­bæj­ar­blaðs­ins

abl@skrautas.is

Elliðaárdalur í Reykjavík er borgargarður og hluti af grænu belti sem nær frá Öskjuhlíð, eftir Fossvogsdal og upp í Heiðmörk.

Virði Elliðaárdalsins verður rannsakað

Rannsóknarverkefni á vegum Reykjavíkurborgar um virði Elliðaárdalsins stendur yfir í sumar með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Könnun á notkun Elliðaárdalsins er hluti af rannsóknarverkefninu og mun hún standa yfir í júlímánuði. Hægt er að svara könnuninni með því að fara inn á þessa slóð: Hvers virði er Elliðaárdalurinn? Græn svæði í Reykjavík búa yfir fjölbreyttri náttúru og eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum borgarbúa og lýðheilsu. Náttúran veitir margskyns þjónustu sem er mikils virði en er þrátt fyrir það í mörgum tilfellum vanmetin. Ein leið til að meta virði þjónustunnar eru rannsóknir. „Náttúran er í raun ómetanleg en við eigum það til að vanmeta hana og því er nauðsynlegt að kanna fjölbreytt virði hennar í hugum fólks og hvernig það nýtir græn svæði til útivistar, líkamsræktar, veiða, berjatínslu, slökunar, ljósmyndunar og margt fleira,“ segir Hrönn Hrafnsdóttir umhverfishagfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. „Í rannsókninni er tekið mið af aðferðafræði sem er nýlunda en hefur verið nýtt erlendis og við heildstætt verðmætamat á Heiðmörk. Það verður spennandi að sjá niðurstöður þessarar rannsóknar.“ Katrín Svana Eyþórsdóttir meistaranemi í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands vinnur að rannsókninni í sumar undir leiðsögn Hrannar. Í umhverfis- og auðlindastefnu í aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að tryggja eigi lífsgæði borgarbúa með því að meta auðinn sem felst í náttúru og hreinu umhverfi. Tilgangurinn með

því að meta þjónustu náttúrunnar er að efla hana og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Könnunin er byggð upp á ákveðinni aðferðafræði sem er beitt við hagrænt mat á virði náttúru. Aðferðafræðin felst í því að setja upp ímyndaðar aðstæður fyrir ákveðið svæði og fólk er beðið um að gefa upp hversu mikið það væri tilbúið að greiða fyrir slíkar aðstæður. Aðferðin er fremur ný af nálinni á Íslandi en hefur áður verið notuð erlendis og einnig sem hluti af heildstæðu verðmætamati á Heiðmörk. Hún er verkfæri sem margar þjóðir hafa nýtt sér þegar kemur að verndun grænna svæða og nýtingu. Það tekur um 5-7 mínútur að svara

könnuninni og þátttaka er mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg til að meta virði þjónustu náttúrunnar í Elliðaárdal. Öll þátttaka er nafnlaus og svörin því órekjanleg. Allir eru hvattir til að svara þessari könnun. Elliðaárdalur í Reykjavík er borgargarður og hluti af grænu belti sem nær frá Öskjuhlíð, eftir Fossvogsdal og upp í Heiðmörk. Fjöldi fólks nýtir sér dalinn til útivistar og er hann jafnframt vel nýtt samgönguæð gönguog hjólreiðafólks.Þar má finna fjölmargar tegundir íslenskra plantna og varpfugla, og villtur lax gengur í Elliðaár. Árnar hafa verið nýttar til raforkuframleiðslu í hartnær 100 ár og skógur verið ræktaður í dalnum í liðlega 60 ár.

Hjólað í Elliðaárdalnum.

SSumar Su Suma um um maar ar eerr Sangría Sanngggrrría Sangr ía ía

KKomdu om omdu mdu du á Tap TTapas appas bbarinn arr nnn ogg ssmakkaðu arinn sm makk kkaððu á ssumrinu umri um umrinu rinuu

FFresita Fre Fresit reessitta ta Sangria Sangri Sa anngr grriia Sang Sangría, gríía, með me eð ð ferskum ferssku um ávöxtum, ávvöx öxtum m, Fresita Fresitta F a jarðaberjafreyðivíni, jarða j ab berjafreyðivíni, j freyðivíni, eyð ðivín nii, appelsínusafa ppe elssínusa safa fa og leyniblöndu leyyn blöndu löndu ndu u af sterku s erk ku áfengi gi og o líkjörum. kjörum. örum. um um. m.

Glas as

1 690 kr 1.690 kr.

Kanna, K Ka anna, nna na 1 l

3 690 3.690 90 kr. krr.

Láttu Lá ttu það það eftir eftir ir þér, þér vertu vertu frjáls, ver ffrjáls, ls njóttu nnjóóttu lífsins. ins.

R RESTAURANTRESTAU UR RAN NT-- B BAR Vesturgötu Ve t rgöt 3B B | 101 01 Reykjav kj vík í Reykjavík S mi 55 Sími 2344 44 | www www.t tapas.is pas.is 551 234 www.tapas.is

Profile for Skrautás Ehf.

Árbæjarblaðið 7.tbl 2014  

Árbæjarblaðið 7.tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement