Page 19

Árbæ 1. tbl. Jan 2014_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 7/6/14 12:37 AM Page 19

19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Sunnudaginn 13. júlí Sameiginleg guðsþjónusta Árbæjar, Grafarvogs og Grafarholts á Nónhæð rétt austan við sjúkrastöð SÁÁ. Garðar Thor Cortes syngur einsöng. Gengið verður frá Árbæjarkirkju kl. 10.30. Einnig er hægt að koma sér á staðinn á bílum. Sunnudaginn 20. júlí Helgistund kl. 11.00 sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og flytur hugleiðingu. Um tónlistina og undirleik sér Kjartan Ognibene. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Hressing á eftir. Sunnudaginn 27. júlí Helgistund kl. 11.00 sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og flytur hugleiðingu. Um tónlistina og undirleik sér Kjartan Ognibene. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Hressing á eftir. Sunnudaginn 3. ágúst Helgistund kl. 11.00 sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og flytur hugleiðingu. Um tónlistina og undirleik sér Kjartan Ognibene. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Hressing á eftir. Sunnudaginn 10. ágúst Helgistund kl. 11.00 sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og flytur hugleiðingu. Kristina Kalló Szklenar organisti sér um tónlistina og undirleik. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Hressing á eftir.

Safnað fyrir börn í Afríku Árbæjarkirkju bárust peningar frá 4. BJ. í Ártúnsskóla. Peningarnir eru þannig til komnir að nemendur í 4. BJ fengu heimsókn frá Sr. Jakobi Hjálmarssyni í vetur. Hann fræddi þau um börn í Afríku og sýndi þeim myndir. Í kjölfarið ákváðu börnin í bekknum ásamt kennara sínum, henni Birnu Jónsdóttur, að safna peningum fyrir börn í Afríku. Þetta var ákveðin upphæð sem hvert og eitt þeirra kom með en börnin eru 24 talsins. Peningunum verður komið til Hjálparstarfs kirkjunnar og þeir eyrnamerktir börnum í Afríku. Á myndinni hér til hægri eru frá vinstri talið: Eva Rakel Óskarsdóttir, Þóra Xue Reynisdóttir, Emilía Mist Daníelsdóttir og Eyvör Eik Hlynsdóttir.

Frábærar gjafir Förðunarburstasett frá Sigma 88 augnskugga palletta frá Coastal Scents

78 augnskugga og kinnalita palletta frá Coastal Scents

Hágæða förðunarburstasett frá Sigma

www.gloss.is - sími 587-9500 - netverslun

Profile for Skrautás Ehf.

Árbæjarblaðið 7.tbl 2014  

Árbæjarblaðið 7.tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement