Árbæjarblaðið 12.tbl 2013

Page 25

Árbæ 1. tbl. Okt 2013_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 12/4/13 12:50 AM Page 25

25

Fréttir

Árbæjarblaðið

GulurRauðurGrænn&salt - frábær matreiðslubók eftir Berglindi Guðmundsdóttur. 10% renna til BUGL

Þann 19. september 2012 stofnaði Berglind Guðmundsdóttir síðuna GulurRauðurGrænn&salt. Markmiðið með síðunni var að bjóða upp á fjölbreyttar og litríkar uppskriftir úr fersku hráefni. Viðtökurnar hafa verið frábærar og aðsókn að síðunni aukist jafnt og þétt með hverjum mánuðinum. Eftir því sem á leið fann ég hversu mikil eftirspurn var eftir fyrirhafnarlitlum en um leið spennandi og góðum mat og út frá því kviknaði hugmyndin að bókinni. Bókinni Fljótlegir réttir fyrir sælkera er ætlað að koma til móts við þá sem eru stundum í kappi við tímann en langar engu í að síður í bragðgóðan, fjölbreyttan og næringarríkan mat. Í bókinni má finna uppskriftir fyrir ýmis tækifæri og miðast kaflaskiptingin við það. Í kaflanum Matur á virkum dögum má finna uppskriftir sem tilvalið er að elda hversdags þegar tíminn er af skornum skammti og hugmyndir um kvöldmatinn einnig. Annar kafli nefnist Matur með börnum en þar má finna uppskriftir að holl-

um og góðum réttum sem börn ættu að geta tekið fagnandi. Í kaflanum Matur með vinum eru uppskriftir að réttum sem henta vel um helgar þegar fólk vill gera vel við sig og þegar von er á góðum gestum í mat. Kaflinn Matur og meðlæti fjallar um ýmislegt gómsætt meðlæti sem hafa má með aðalréttinum. Og í kaflanum Eftir matinn leynast hinir ómissandi eftirréttir sem munu örugglega slá í gegn á hverju heimili. Ég starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans á árunum 2009-2013. Sú reynsla var mér bæði dýrmæt og góð og BUGL á sérstakan stað í hjarta mínu. Bókina tileinka ég því börnunum á BUGL. Ég vona að bókin létti ykkur eldamennskuna og gefi ykkur skemmtilegar hugmyndir að góðum kvöldverði – hvenær sem er. Tíu prósent ágóða af sölu bókarinnar renna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans. En þar vann ég í nokkur ár sem hjúkrunarfræðingur og er sá staður mér mjög kær,” segir Berglind.

Mikið úrval af fallegum fatnaði á konur á öllum aldri

Þið fáið jólafötin og jólagjöfina hjá okkur Verið velkomnar í Fröken Júlíu í Mjódd

Sími 557-5900 - Fylgist með okkur á Facebook GulurRauðurGrænn&salt.

Berglind Guðmundsdóttir.

NÝ FULLKOMIN MÓTTÖKUSTÖÐ Í HRAUNBÆ (VIÐ HLIÐINA Á BÓNUS)

ENN BETRI ÞJÓNUSTA!

A J L E T I EKK . R U K K O Í A T T ÞEFRAM 14 KRÓNA SKILAGJALD Á

Búið er að opna nýja fullkomna móttökustöð í Hraunbæ 123 með einni fullkomnustu talningarvél landsins sem gerir alla fyrirfram talningu óþarfa. Komdu bara með umbúðirnar og við sjáum um afganginn. Sem fyrr er skilagjaldið 14 krónur á einingu. Opnunartími: Mánudaga - föstudaga kl. 12-18 Laugardaga kl. 12-16.30 ÁRBÆR - GRAFARVOGUR - GRAFARHOLT

Alltaf heitt á könnunni!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.