Page 13

13

Fréttir

Árbæjarblaðið

Dans fyrir alla

Í Dansskóla Ragnars Sverrissonar eru nemendur á aldrinum 2 ára til 72 ára. Allir ættu því að geta fundið sér dansnámskeið við hæfi. Dansskólinn er á Bíldshöfða 18, í næsta húsi við Húsgagnahöllina. Ragnar Sverrisson danskennari á að baki langan keppnisferil bæði sem áhugamaður og atvinnumaður. Síðastliðin átján ár hefur hann hins vegar kennt öðrum að dansa bæði börnum og fullorðnum. Dansskóli Ragnars Sverrissonar var stofnaður fyrir fjórum árum og hefur vaxið og dafnað og er orðinn einn af öflugustu dansskólum á landinu. Barna- og unglingastarfið er einstaklega öflugt hjá Dansskóla Ragnars og er dansskólinn eini skólinn sem býður upp á dansnámskeið fyrir tveggja og þriggja ára börn en það hefur verið mjög vinsælt. Börnin koma þá með foreldrum sínum sem dansa með börnum sínum vinsæla barnadansa og leiki. Lögð er áhersla á gleði og að barnið læri að hreyfa sig skipulega við tónlist. Þegar börnin eru orðin 4-5 ára er boðið upp á almenna barnadansa í bland við fyrstu sporin í almennum samkvæmisdönsum. Þegar börnin eru orðin 6 ára er unnið með almenna samkvæmisdansa í bland við aðra skemmtilega dansa. Einnig er boðið upp á freestyle-dansa fyrir 10-14 ára. Að sjálfsögðu eru einnig námskeið fyrir fullorðna og er þar farið í nokkra samkvæmisdansa sem er þá hægt að nota við hin ýmsu tilefni. Skráning stendur yfir í síma 586-2600 eða á dansskoli@dansskoliragnars.is www.dansskoliragnars.is

Hér má meðal annars sjá Þorleif Gunnlaugsson, formann Hverfisráðs Árbæjar og Björn Gídslason, formann Fylkis, í þungum þönkum á fundinum.

Meira um síðasta dalinn í bænum

- vel sóttur og gagnlegur íbúafundur um Elliðaárdal Um 60 manns mættu á fundinn sem fór fram í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal ogvar í formi svokallaðs heimskaffi sem byggist á virkri þátttöku fundargest.Fundurinn hófst með stuttum erindum frá Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Birni Axelssyni frá Skipulags- og byggingarsviði og að síðustu rödd íbúa Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt.

Að erindum loknum hófst heimskaffið þar sem fundargestir er boðið að velja sér borð þar sem ákveðin þemuer tengjast Elliðaárdalnum eru tekin til umræðu,hugmyndir og tillögur eru ræddar og skráðar.Næsta skref er að vinna úr niðurstöðum og kynna fyrir borgaryfirvöldum. Þær hugmyndir sem komu frá íbúum voru m.a. að bæta merkingar í dalnum bæði hvað varðar forminjar í

dalnum og vegalengdir stíga, salernisaðstöðu í dalinn, fjölga áningastöðum þar sem hægt er að tylla sér niður, og að gæta að því að ekki verði farið inn fyrir þau mörk sem þegar hafa mótast.

Ungir og efnilegir dansarar í Dansskóla Ragnars.

Í lok velheppnaðs fundar buðu hverfisráðin upp grillpylsur sem fundargestir nutu í veðurblíðunni í Elliðaárdalnum. Frétt fengin af reykjavik.is

Við erum 5 ára! AFMÆLISTILBOÐ Slökunarnudd 5.990kr Andlitsnudd og maski 5.990 kr Handsnyrting m/ lökkun 5.990 kr Ýmis tilboð á comfort zone snyrtivörum Tilboðin gilda til 15 október

SNYRTISTOFAN DIMMALIMM Hraunbæ 102a, 110 Reykjavík Sími 557 5432 dimmalimm@dimmalimm.is www.dimmalimm.is

Um 60 manns mættu á fundinn.

Þjónustua í þínu hverfi RYÐVÖRN ÞÓRÐAR­ehf

BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ

HÖFÐI ­Þrif­og­bón­á­bílum­­-­­Ryðvörn­á­notuðum­bílum FUNAHÖFÐA­15­-­112­REYKJAVÍK SÍMI­567­1020­-­892­4307

Hamarshöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 578-0118 hofdi6@gmail.com Tölvulesum allar gerðir bíla Allar almennar bílaviðgerðir

Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid 9.tbl 2011  

Árbæjarblaðið 9.tbl 2011

Arbaejarbladid 9.tbl 2011  

Árbæjarblaðið 9.tbl 2011

Profile for skrautas
Advertisement