Page 10

10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Jóhanna Steingrímsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Stefanía B. Arnardóttir.

Veldu vellíðan - upphafið að breyttum lífsgæðum

Ár­bæj­ar­blað­ið

587-9500

Það geta allir verið sammála um að

NÝTT FÉLAG á traustum grunni

BDO ehf. er nýtt endurskoðunarfyrirtæki sem veitir alhliða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. BDO ehf. er aðili að alþjóðlegu neti sérfræðifyrirtækja sem öll starfa undir merkjum BDO. www.bdo.is BDO ehf. | Köllunarklettsvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 531 1111

Eðalbón Ný bónstöð í Árbæ Jeppar: 8000 kr. Fólksbílar: 6000 kr. Við sækjum bílinn og skilum þér að kostnaðarlausu

heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og er því mikilvægt að setja hana í forgang áður en heilsuvandi kemur fram. En hvað er góð heilsa? Og hvernig er hægt að hugsa vel um heilsuna! Við hittum fyrir þrjá hjúkrunarfræðinga sem allir eru búsettar í Árbænum. Þetta eru Jóhanna Steingrímsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Stefanía B. Arnardóttir. Þær hafa langa og fjölbreytta starfsreynslu m.a. í heilsugæslu, endurhæfingu og á gjörgæslu. Aðaláhugamál þeirra er þó heilsuefling og forvarnir og vilja þær leggja sitt af mörkum til að hvetja borgarbúa til að hugsa vel um heilsuna. Gefum þeim orðið: Síðastliðinn vetur fórum við á námskeiðið Veljum vellíðan sem Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur þróaði út frá doktorsverkefni sínu. Námskeiðið var haldið á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félagið vildi með því hvetja félagsmenn til að ganga á undan með góðu fordæmi með það fyrir augum að stunda heilbrigðan lífsstíl. Námskeiðið var hugsað fyrir alla félagsmenn, jafnt þá sem voru við góða heilsu og þá sem hafa verið að kljást við heilsuvanda. Markmiðið með námskeiðinu var að að styrkja heilsuhugsun og skoða hvað það er sem hindrar okkur í að hugsa um heilsuna. Auk þess að styrkja fólk í trúnni á að það er hægt að gera breytingar til aukinna lífsgæða: Þú getur náð þeim árangri sem þú sækist eftir með því að meta eigin heilsuvenjur, setja þér markmið og fylgja þeim eftir. Það sem tekið er fyrir á námskeiðinu Veljum vellíðan er hvaða þættir í daglegu lífi efla heilsu og er þeim þáttum fylgt eftir í 8 vikur(2 klst á viku x 8). Í

hverri viku er tekið fyrir eitt efni s.s. áhrif svefns, streitu, næringar og hreyfingar á heilsu. Kynntar eru niðurstöður rannsókna um hvaða þættir stuðla að vellíðan og auka lífslíkur. Gert er mat á heilsuvenjum í byrjun og í lok námskeiðins. Milli vikna er tækifæri til að hugsa um og æfa nýjar aðferðir til að ná settum markmiðum. Hugmyndafræðin að baki námskeiðinu byggir á heilsueflingu og styrkingu heilsuhugsunar. Fókusinn er á það sem gengur vel. Þegar við fórum á námskeiðið í fyrra voru nokkrir þættir sem komu okkur á óvart. Það var t.d. hvað lítil breyting getur gert mikið og hve mikilvægt er að gera mat á heilsuvenjum. Ekki síst það, að það tekur tíma að breyta daglegu munstri. Við höfum lokið leiðbeinendanámskeiði og nú er svo komið að okkur langar til að bjóða íbúum Árbæjar og nágrannahverfa að setja heilsuna í forgang og bjóða upp á námskeiðið Veljum vellíðan. Ert þú ein/einn þeirra sem vilt bæta heilsuvenjur þínar en þarft stuðning til að komast af stað? Rétti tíminn er núna! Að velja að setja heilsuna í forgang er fyrsta skrefið. Við höfum sett okkur í samband við Bergþór Ólafsson í Árbæjarþreki sem er í samvinnu við okkur. Kort í Árbæjarþreki er innifalið og gildir á meðan á námskeiðinu stendur. Námskeiðið er haldið í Fylkishöllinni og það hefst miðvikudaginn 5. október, frá kl.17.30-19.15. Hámarksfjöldi er 15 manns. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni heil.is og threk.is. Skráning fer fram í Árbæjarþreki í síma 5676471. Athugið að námskeiðið er styrkhæft hjá stéttarfélögum.

Styrkir til forvarnarverkefna í Grafarholti Reykjavíkurborg augl!sir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnarsjó"i Reykjavíkur til forvarnarverkefna í Grafarholti og Úlfarsárdal. Hverfisrá" Grafarholts og Úfarsárdals veitir styrkina. Uppl!singar um heildarupphæ" styrkja, úthlutunarreglur, umsóknarey"ublö" og tengili"i er a" finna á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/forvarnarsjodur

Pantaðu tíma í síma 848-5792

Umsóknum skal skila" á vef Reykjavíkurborgar eigi sí"ar en 23. september 2011. .

Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid 9.tbl 2011  

Árbæjarblaðið 9.tbl 2011

Arbaejarbladid 9.tbl 2011  

Árbæjarblaðið 9.tbl 2011

Profile for skrautas
Advertisement