Arbaejarbladid 12.tbl 2007

Page 14

14

Fréttir

Árbæjarblaðið

Dagskrá Árbæjarkirkju um jól og áramót Sunnudagur 9. desember Annar sunnudagur í aðventu Jólastund sunnudagaskólans. Fjölskyldumessa kl.11.00. Leikhópurinn Perlan flytur helgileik. Jólatrésskemmtun sunnudagaskólans og Fylkis í safnaðarheimili kirkjunnar. Kátir spariklæddir sveinar koma og skemmta sér og öðrum. Aðventukvöld kl.20.00. Kynnir kvöldsins er Sigurþór Ch. Guðmundsson. Fjöldi listamanna koma fram. Magnea Árnadóttir, þverflauta, Hjörleifur Valsson fiðla, Kirkjukór Árbæjarkirkju og Barnakór kirkjunnar syngja. Fermingarbörn sýna helgileik. Ræðumaður kvöldsins: Sigmundur Ernir Rúnarsson frétta og sjónvarpsmaður. Helgistund í umsjón presta safnaðarins. Miðvikudaginn 12. desember Jólastund opna hússins: kl.13.00-16.00 verður aðventustund(jóla)opna hússins. Stundin hefst kl.13.00 að lokinni kyrrðarstund. Jólasaga lesin, rifjuð upp jólin fyrr á árum og dansað kringum jólatréð. Sunnudagur 16. desember Þriðji sunnudagur í aðventu kl.11.00 Jólasöngvar fjölskyldunnar, Gospelkór kirkjunnar syngur jólalög í aðdraganda jóla. Bænar og kyrrðarstund. Mánudagur 24. desember: Aðfangadagskvöld kl.18.00 Aftansöngur. sr. Þór Hauksson, þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenar organista. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Ingibjörg Guðmundsdóttir syngur. Náttsöngur kl. 23.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenár organista. Einsöngur Stefán Sigurjónsson, Mattias Birgir Nardeu leikur á Obo. Þriðjudagur 25. desember Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. sr. Þór Hauksson, þjónar fyrir altari og prédikar. Gunnar Kvaran selló. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krizstinar Kalló Szklenár organista. Miðvikudagur 26. desember Annar dagur jóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni og sr. Sigrún Óskarsdóttir leiða jólastundina. Mánudagur 31. desember Gamlársdagur kl.18.00 sr. Þór Hauksson, þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenar organista. Martial Nardeau leikur á flautu. Þriðjudagur 1. janúar 2008 Nýársdagur. Guðsþjónusta kl. 14.00 sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló Szklenar organista. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Barnakór tók til starfa á haustmánuðum í Árbæjarkirkju. Til að byrja með er miðað við börn í 3-7. bekk. Nóg pláss er fyrir fleiri söngraddir og eru nemendur hvattir til að koma og syngja, um leið og þeir taka þátt í að byggja upp öflugan kór. Æft er í Safnaðarheimilinu á mánudögum frá kl. 15 - 16. Kórinn syngur í fjölskyldumessu 11. nóvember, á aðventukvöldi 9. desember og í fjölskyldumessu kl. 11 á annan í jólum svo eitthvað sé nefnt. Eftir jólafrí hefjast æfingar aftur mánudaginn 7. janúar. Kórstjórnandi er Jensína Waage, sími 6911240.

Friðgeir Magni Baldursson, útibússtjóri Landsbankans í Grafarholti og Eygló skólastjóri Sæmundarskóla í Rjóðrinu umlukin nemendum Sæmundarskóla. Eygló tók á móti myndavélum og 15 fótboltum sem Landsbankinn í Grafarholti gaf Sæmundarskóla og Ingunnarskóla.

Landsbankinn í Grafarholti styður skólastarf í hverfinu

Föstudaginn 30. nóvember s.l. komu fulltrúar Landsbankans í Grafarholti færandi hendi til fundar við grunnskóla hverfisins, Ingunnarskóla og Sæmundarskóla. Tilefnið var að efla tengslin og að Landsbankinn gæti látið gott af sér leiða með því að styðja við skólastarfið á þennan hátt. Hvor skóli um

sig valdi þá einstöku tímasetningu þar sem annars vegar nemendur og kennarar Ingunnarskóla komu saman í sal snemma morguns, til vikulegrar morgunstundar með söng og annarri gleði. Sæmundarskóli bauð fulltrúum Landsbankans til samverustundar nemenda og kennara í Rjóðrinu við Reynisvatn og ekkert var þar gefið eftir með tónlist og

söng þrátt fyrir all kaldan og vindasaman eftirmiðdaginn. Landsbankinn í Grafarholti, eini banki hverfisins, leggur áherslu á líkt og aðrir íbúar og fyrirtæki hverfisins að þar snúi menn bökum saman og sýni stuðning. Landsbankinn færði Ingunnarskóla peningastyrk til kaupa á Machintosh tölvu

sem skólinn hyggst nota til listgreinakennslu og Sæmundarskóla voru færðar að gjöf fjórar stafrænar myndavélar til notkunar í skólastarfinu. Þessu til viðbótar færði Landsbankinn hvorum skóla um sig fimmtán merkta fótbolta til að sýna íþróttastarfi sérstakan stuðning eða til gleði fyrir unga sparkáhugamenn.

Þakklætiskveðja Stjórn líknarsjóðs kvenfélags kirkjunnar vill koma á framfæri innilegustu þökkum til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem gáfu vörur til líknarsjóðshappdrættisins og þeirra sem keyptu miða á happdrættinu sjálfu. Megi góður guð blessa ykkur um jólahátíðina sem framundan er.

Árbæjarblaðið

Auglýsingar og ritstjórn

Sími: 587-9500


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.