Page 4

4

Matur

Árbæjarblaðið

Urriði úr Laxá, íslenskt lamb og ísberjasprengja - að hætti Halls og Kristínar Kristín Sigtryggsdóttir og Hallur A. Baldursson segjast búa í sveit þó svo póstnúmerið sé í Reykjavík en heimili þeirra er í Móvaði í Norðlingaholti. Út um stofugluggann blasa við Rauðhólarnir, Heiðmörkin og Bláfjallahringurinn og þau grínast með það að garðurinn þeirra nái alla leið til Bláfjalla. Íslensk náttúra er þeim því hugleikin og þegar þau bjóða til veislu eru bragðtónar íslensku náttúrunnar yfirleitt í forgrunni enda vandfundið betra hráefni að þeirra mati. Lambið, hin frábæra íslenska villibráð og urriði ættaður úr Þingeyjarsýslunni er t.d. frábær tvenna fyrir góða veislu. ,,Við hjónin höfum bæði mjög gaman af eldamennsku og erum það sem við getum kallað áhugasamir amatörar um eldamennsku og góð vín.’’

Matgæðingarnir Hallur A. Baldursson og Kristín Sigtryggsdóttir.

ÁB-mynd PS

Forréttur - Urriði marineraður í hunangi með sinnepssósu Það eykur á stemminguna að geta boðið uppá hráefni sem maður hefur aflað sjálfur en Hallur stundar fluguveiðar og fer á hverju sumri í Laxá í Laxárdal sem er ein frábærasta fluguveiðá landsins að hans sögn og þó víðar væri leitað. Í ánni er frábær urriðastofn og ekki er óalgent að fá 5 til 6 punda fiska sem eru fyrsta flokks matfiskar. Í bókinni Að hætti Sigga Hall er frábær uppskrift að hunagnsmarineruðum laxi sem við notum en skiptum út laxinum fyrir urriðann. Uppskriftin er svona: Lögur: Gróft salt 1 dl, púðursykur ½ dl, hun-

Sósan: Gott lambasoð, örlítið þykkt ½ lítri, hnefafylli af íslenskum bláberjum, bláberjasulta 1 -2 msk, púrtvín 1 dl, ferskt blóðberg eða timian, smjör, salt og pipar úr kvörn Meðlæti: Nýjar íslenskar kartöflur skornar í skífur. Penslaðar með ólífuolíu og kryddaðar með rósmarín og salti og pipar. Við notum besta hluta lambsins, hryggvöðva með fituröndinni á. Kryddum með ferskri kryddjurtablöndu t.d. blóðbergi, majoram, salvíu og myntu. Lokum kjötinu á öllu hliðum með því að steikja það örstutt á pönnu við meðalhita, fituhliðina fyrst. Setjum síðan í 200 gráðu heitan ofn í 8 til 10 mínútur eða þar til kjötið er nægilega bakað en kjötið er best ljósbleikt í sárið. Leggjum bláberin í bleyti í púrtvíninu ásamt blóðberginu og blöndum síðan í heitt soðið og látum sjóða smástund. Bragðbætum með salti og pipar og hrærum dátiltu smjöri út í í lokin og fáum þannig áferð og gljáa. Bökum kartöflurnar í ofni við 180 gráður í 20 til 25 mínútur eða þar til þær eru hæfilega bakaðar. Framreiðsla: Sneiðum kjötið í þunnar sneiðar og röðum snyrtilega á disk ásamt kartöflunum. Hellum sósunni yfir kjötið og að síðustu lítinn skammt af saltati (klettasalat með avacado, mangó, ristuðum furuhentum og fetaosti í kryddblöndu).

Skora á Geirþrúði og Borgþór Hallur A. Baldursson og Kristín Sigtryggsdóttir skora á Geirþrúði Pálsdóttur og Borgþór Magnússon, Þingási 31, að koma með upppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í nóvember.

Árbæjarblaðið Sími: 587-9500

ang 3 msk, púrtvín 3cl, brandí 3cl. Leggið vel snyrt flak í fat og þekið hann með blöndu af salti og púðursykri og hellið púrtvíni og brandí yfir. Látið standa í einn sólarhring. Smyrjið síðan hunanginu vel yfir flakið og látið standa í annan sólarhring og á þá urriðinn að vera tilbúinn. Sósa: Dijon sinnep 2 msk, púðursykur 2 msk, púrtvín 3cl, dós sýrður rjómi 18%. Blandið sinnepi, púðursykri og púrtvíni saman og hrærið síðan upp með sýrðum rjóma í hlutföllunum 1 sinnepsblanda/3 sýrður rjómi. Berið fram með melónusneiðum og jöklasalati skreytt með rósapiparkornum. Gott vel kælt Chablis hentar vel með. Aðalréttur - Lambahryggsvöðvi með bláberjasósu og skífukartöflum. Kjötið: 500 til 600 gr. lambahryggsvövðar. Fersk kryddjurtablanda. Gróft salt.

Mælum með góðu Bordeau víni, t.d. Haut Brion. Eftirréttur - Ís og berjasprengja 4 eggjahvítur. 200 gr. sykur. 70 gr. kornflex. Þetta er bakað í tveimur formum við 150 gráður í 1 klukkustund. Á meðan er ísinn búinn til: 4 eggjarauður, 4 msk. sykur, 1 msk. vanillusykur, allt þeytt saman. ½ lítri rjómi þeyttur sér og rjómanum og eggjablöndunni síðan blandað varlega saman. Einnig má nota tvö Snickers súkkulaðistykki smátt skorin ef óskað er eftir öflugra sætubragði. Snickers sneiðarnar eru þá settar í rjómablönduna. Botnarnir settir í form með ísinn á milli og ofan á. Allt sett í frysti yfir nótt. Taka þarf eftirréttinn út úr frysti og láta standa í tvo tíma. Skreytt með ferskum berjum (eða frosnum ef fersk fást ekki). Hita þau örlítið í potti með Grand Mariner blöndu og hella yfir réttinn. Verði ykkur að góðu, Hallur og Kristín

Arbaejarbladid 10.tbl 2007  

Arbaejarbladid 10.tbl 2007

Arbaejarbladid 10.tbl 2007  

Arbaejarbladid 10.tbl 2007

Advertisement