Page 12

Til að byrja með langar mig að þakka fyrir stuðninginn í byrjun tímabilsins. Meistaraflokkut kvenna er með sterkan hóp sem Húsvíkingar geta verið stoltir af. Hópurinn er samansettur af ungum og reyndum leikmönnum og það er mikil samkeppni um sæti í liðinu. Uppaldir leikmenn hafa alltaf gefið allt í verkefnið sem þarf til að ná árangri og það mun verða eins þetta sumarið. Mikið af leikmönnum úr 3. flokk spiluðu sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk á síðasta ári og mun það verða með sama hætti í ár. Ég hef trú á því að lið sem inniheldur upphalda leikmenn hafi meiri vilja til að ná árangri fyrir sitt heimalið. Við höfum einnig fengið þrjá nýja erlenda leikmenn í liðið. Aimee Durn, Niamh Coombes og Linzi Taylor eru leikmenn sem munu vonandi gefa okkur meiri dýpt í okkar leik sem mun verða til þess að við náum markmiðum okkar fyrir sumarið. Markmiðin munu ekki fara út fyrir búningsklefann að svo stöddu en þeir sem þekkja mig og hafa tala við mig um liðið vita hvað ég hef mikla trú á liðinu og hvað þær geta gert. Við munum gera okkar allra besta á öllum æfingum og leikjum til að gera stuðningsmenn okkar stolta og vonandi verður tímabilið 2019 eftirminnilegt þegar það tekur enda 9. september. Ég vona að þið munið njóta tímabilsins eins og við njótum að spila fyrir Völsung og Húsavík. Áfram Völsungur! John Henry Andrews, þjálfari meistaraflokks kvenna Staða - 2. deild karla

Staða - 2. deild kvenna

H Ú S A V Í K

Leikskrá meistaraflokks Völsungs í knattspyrnu 2019

Profile for Skráin

Skráin 22. tbl. 2019  

6. júní - 12. júní

Skráin 22. tbl. 2019  

6. júní - 12. júní

Profile for skrain
Advertisement