Page 1


Ég á eftir að ganga í bílinn, í myrkri, mýri, móum & sandi. Þegar ég kem þangað, á ég eftir að þræða mig upp á veg eftir lélegum slóða. Þetta er í lagi, ég er með Garmin GPS.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Efnisyfirlit Ritstjóraspjall

bls.

7

13

17

18

SIGMAR B. HAUKSSON

Ástand rjúpnastofnsins vorið 1999 ÓLAFUR K. NIELSEN

Frá Veiðistjóraembættinu ÁKI ÁRMANN JÓNSSON

OG

BJARNI PÁLSSON

Gæsaveiði er list

ÚTGEFANDI:

PÁLL ÞÓR LEIFSSON

22 kalibera skothylki

22

BÖÐVAR BJARKI ÞORSTEINSSON

Laugavegi 103, 105 Reykjavík

Veiðipróf fyrir sækjandi hunda

32

OLGEIR GESTSSON

Sími 551 4574, Fax 551 4584 E-mail skotvis@islandia.is

Veiðimenn eru oft bestu náttúruverndarmennirnir – Viðtal við Steingrím J. Sigfússon

Heimasíður:

40

SKOTVÍS: http://www.islandia.is\~skotvis SKOTREYN: http://www.mmedia.is\~skotreyn

GUÐNI EINARSSON

Söltuð gæs að hætti Sæmundar

46

50

SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON

RITSTJÓRI:

SKOTVÍS til Minnesota

Sigmar B. Hauksson FJÁRMÁL:

SIGMAR B. HAUKSSON

Í sigtinu – Skarfur

56

62

ARNÞÓR GARÐARSSON

Jóhann Hjartarson RITSTJÓRN:

Hjördís Andrésdóttir

Veiðisögur SIGVALDI PÉTURSSON

Skotveiðifélag Íslands

OG SÉRA

Brian Pilkington

GUNNAR SIGURJÓNSSON

Viðtal við umhverfisráðherra

66

HJÖRDÍS ANDRÉSDÓTTIR

Innflutningur á veiðidýrum

AUGLÝSINGAR:

72 76

Kjartan Jónsson Hönnun & umbrot ehf.

UMBROT:

ARNÞÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON

Afsláttartilboð SKOTVÍS

Myndin er birt með góðfúslegu leyfi eiganda

Knútur Bjarnason Pétur Freyr Halldórsson

KRISTINN HAUKUR SKARPHÉÐINSSON

Þúsund Gæsir

FORSÍÐUMYND:

PRENTUN:

79

Prentsmiðjan Oddi ehf.


Við erum að

Smiðshöfða 1 ★ Bílaryðvörn ★ Undirþvottur ★ Mótorþvottur

Vönduð vinna – sama lága verðið

Ryðvörn Þórðar Smiðshöfða 1 – 112 Reykjavík – Sími 567 1020 – Fax 587 2550


Fagrit um skotveiðar og útivist

Ritstjóraspjall ÁGÆTI

ér hefur þú í höndunum 5. árgang af SKOTVÍS, fagriti um skotveiðar og útivist. Þegar stjórn SKOTVÍS tók þá ákvörðun fyrir fimm árum að ráðast í útgáfu eins glæsilegs tímarits árlega í staðinn fyrir tveggja til fjögurra fátæklegri blaða voru skiptar skoðanir um málið. Margir töldu útgáfu svona vandaðs blaðs hreinlega of stóran bita fyrir ekki stærra félag en SKOTVÍS. Var þetta árið 1994 en félagsmenn þá um 800 talsins. Eftir tvö fyrstu árin var ákveðið að endurskoða útgáfumál Skotveiðifélags Íslands og taka þá ákvörðun um framhald útgáfunnar. Stjórnin var sammála um að halda útgáfu SKOTVÍS áfram þar sem móttökurnar höfðu farið fram úr

H

LESANDI!

telja upp alla þá sem rétt hafa okkur hjálparhönd, ekki bara einu sinni heldur oft. Ég vil þó leyfa mér að nefna nokkra. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa frá upphafi lagt til mikilvægt efni í blaðið og vildi ég í því sambandi nefna þá Dr. Arnór Þ. Sigfússon og Dr. Ólaf K. Nielsen. Þá hefur Jón Karlsson útgefandi jafnan verið okkur innan handar, sama má segja um Guðna Einarsson blaðamann, Áka Ármann Jónsson veiðistjóra og starfsfólk hans. Þá má ekki gleyma þeim einstaklingum sem í raun hafa haft fjöregg blaðsins í höndum sér en þá á ég við þá auglýsingakappa Knút Bjarnason og Pétur Frey Halldórsson. Öllu þessu fólki viljum við þakka fyrir veitta aðstoð á liðnum árum. Vel á minnst, fyrstu þrír árgangar blaðsins eru nú uppurnir, þið sem eigið blaðið björtustu vonum. Skotveiðifélag frá upphafi ættuð að gæta vel að Íslands er landssamtök, margir félaga eintökum ykkar, þau verða verðmætari okkar úti í hinum dreifðu byggðum með hverju árinu sem líður. landsins eiga því ekki eins auðvelt með að sækja fundi, fyrirlestra og námskeið á vegum félagsins og þau okkar sem NÝTT HLUTVERK búa hér á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið, og raunar öll útgáfustarfsemi félagsins, em áður er eitt helsta hlutverk treystir því mjög bönd okkar við SKOTVÍS að gæta hagsmuna félagana úti á landsbyggðinni. Þar sem íslenskra skotveiðimanna. Á síðari árum ég hef komið að útgáfu blaðsins okkar hefur félagið haft æ meiri afskipti af frá upphafi tel ég mig geta fullyrt að náttúruverndarmálum sem óneitanlega okkur hefði aldrei tekist að halda tengjast hagsmunum okkar skotveiðiþessari útgáfu úti nema vegna manna. Það er algengur misskilningur óeigingjarns vinnuframlags margra þeirra sem ekki stunda skotveiðar að velunnara blaðsins, en flestir þeirra helsta ánægja veiðimannsins sé sjálft hafa aldrei fengið greitt fyrir drápið og að drepa sem mest. • vinnuframlag sitt. Of langt mál yrði að Þetta er alrangt því stysti

S

7


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

tíminn í veiðiferðinni er í raun sjálf veiðin. Mestur tíminn fer í undirbúning veiðiferðarinnar, ferðalag á veiðistað og ýmis konar undirbúning á veiðistað, eins og að setja upp gervigæsir. Þá fer drjúgur tími í bið eftir að gæsin láti sjá sig, að ganga um landið í leit að rjúpum eða hreindýri eða sigla um hafið í leit að fugli. Þá þarf að gera að bráðinni þegar heim er komið og síðar meir að matreiða hana. Vitaskuld er það augnablik þegar veiðimaðurinn kemst í nánd við bráðina og skotið ríður af hápunktur ferðarinnar en í hugum allra góðra veiðimanna er það veiðiferðin í heild sinni sem skiptir máli. Það er svo ótal margt sem er þýðingarmikið í góðri veiðiferð. Nefna mætti félagsskapinn, samneyti góðra félaga, veðrið og svo auðvitað sjálfa náttúruna. Ég tel mig geta fullyrt að öll eigum við ljúfar minningar frá veiðiferðum þar sem

veiðin var ekki ýkja mikil þó vitaskuld sé ávallt skemmtilegt að veiða vel. Skotveiðar í náttúru Íslands er einstök náttúruupplifun sem býður upp á holla útivist. Tölur frá veiðistjóraembættinu sýna okkur að lang flestir íslenskra veiðimanna veiða fremur lítið í hverri veiðiferð. Það er því ljóst að þorri íslenskra skotveiðimanna sækist ekki fyrst og fremst eftir því að veiða sem mest, það er svo ótal margt annað sem við erum að sækjast eftir eins og áður hefur komið fram. Það sem skiptir þó öllu máli er að þeir dýrastofnar sem við veiðum úr séu sterkir og heilbrigðir. Þá er það afar þýðingarmikið að til sé nægjanlegt land til að stunda veiðar á og að það sé augljóst hvar megi veiða. Sem betur fer erum við Íslendingar nokkuð vel settir í þessum efnum því veiðidýrastofnar eru sterkir og þróun landréttarmála er að mestu leyti í réttum farvegi.

En því miður er það nú svo að það eru ýmis áform uppi sem geta haft ógnvænlegar afleiðingar fyrir ýmis veiðidýr. Þess vegna var það ákveðið á aðalfundi SKOTVÍS 1999 að samtökin væru einnig náttúruverndarsamtök, þ.e.a.s. að þau stæðu vörð um íslenska náttúru og einkum þau náttúruverndarmál sem snerta þá dýrastofna sem við veiðum úr. Staðreyndin er nefnilega sú að engri dýrategund stafar veruleg hætta af skotveiðum landsmanna heldur fyrst og fremst af framkvæmdagleði eða öllu heldur græðgi okkar.

RANGT

SIÐFERÐISMAT

ví er stöðugt haldið að okkur skotveiðimönnum að nauðsynlegt sé að draga úr skotveiðum, þrátt fyrir að sjaldnast hafi menn nokkur haldbær rök

Þ

Haglaskot afburðamanna þurfa að standast margar kröfur

ÍVAR ERLENDSSON Patriot haglaskotin eru tvímælalaust bestu haglaskot á markaðnum í dag.

SVEINN INGIMARSSON HREIMUR GAR‹ ARSSON JÓHANN HALLDÓRSSON Hlað skotin hafa alltaf reynst mér vel og í dag veiði ég eingöngu með Patriot.

ALFRE‹ K. KARLSSON GUNNAR SIGUR‹ SSON Góð skot, gott verð.

Hlað skotin eru löngu búin að sanna sig við íslenskar aðstæður.

Sameina allt sem góð haglaskot þurfa að hafa.

Reynsla mín af Patriot er mjög góð og þau standa bestu amerísku skotunum jafnfætis.

Patriot haglaskotið byggir á skothylki og forhlaði sem hannað er af Baschieri & Pellagri með Gordom System dempurum. Þeir draga úr höggi, auka hraða og halda nákvæmni þegar skotið er notað. Skotin eru fyllt Diamond höglum með púðri frá Bofors og ná 1265 feta hraða á sekúndu. Þetta kunna góðir veiðimenn að meta.

ÞORBJÖRN JENSSON HELGI ÖRN FREDERIKSEN Skotin mín þurfa að vera örugg og þess vegna nota ég Hlað skot.

Hlað skotin eru góður kostur í veiðiferðina.

SÉRVERSLUN SKOTVEI‹ IMANNA Bíldshöfði 12, Rvk. Sími 567 5333 fax 567 5313 Árgötu 14, Húsavík. Sími 464 1009 fax 464 2309


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

í höndunum. Sem dæmi má nefna að þegar hin nýju lög um veiðar á villtum dýrum tóku gildi var veiðitíminn á 22 tegundum styttur. Meðal þeirra tegunda sem veiðitíminn var styttur á var svartfugl. Áður mátti stunda veiðar til 19. maí en eftir breytingarnar til 10. maí. Eins og flestum er kunnugt um er svartfuglsstofninn firna sterkur hér við land. Fljótt á litið ættu þessir 9 dagar ekki að skipta miklu máli en þeir gera það nú samt. Á þessum tíma eru veður yfirleitt nokkuð góð, dagarnir langir og ekki er hægt að stunda veiðar á neinni annarri bráð. Á sama tíma og stjórnvöld banna skotveiðar á svartfugli láta þau átölulaust að það sé kært að þúsundir svartfugla drepist í fiskinetum og séu svo seldir á opinberum fiskmörkuðum, þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum sem segja að aðeins megi selja skotinn svartfugl. Þá hefur SKOTVÍS farið fram á að aftur verði leyfðar skotveiðar á súlu. Engin vistfræðileg rök mæla gegn slíkum veiðum þar sem súlustofninn er mjög sterkur. Eina nýtingin sem nú er leyfð er að rota unga í varpstöðvum. Stjórnvöld hafa ekki séð ástæður til þess að verða við þessum óskum SKOTVÍS. Sem kunnugt er hafa ýmsar framkvæmdir í upphafi þessarar aldar haft skelfilegar afleiðingar fyrir ýmsa dýrastofna. Í því sambandi mætti nefna þurrkun mýrlendis. Í Bandaríkjunum er talið að 53% af öllu mýrlendi hafi verið þurrkað upp frá því að Evrópubúar settust þar að, á sama tíma hefur andastofninn minnkað úr 100 milljónum fugla í 62 milljónir fugla. Framræsting mýranna hefur því haft mun afdrifaríkari afleiðingar fyrir andastofninn en skotveiðar bandarísku þjóðarinnar. Um seinustu aldamót var hinn tígullegi fugl orri, sem skyldur er rjúpunni, sjáanlegur á lyngheiðum Hollands, Belgíu og NorðurÞýskalands. Nú má segja að • búið sé að útrýma orranum í

10

þessum löndum, ekki af völdum skotveiða heldur skógræktar. Farið var að rækta skóga á þessum heiðum og þar með hvarf kjörlendi orrans. Nú eru hafnar víðáttumiklar framkvæmdir við skógrækt austur á Héraði þar sem rækta á tugi þúsunda ferkílómetra af skógi. Hin grösugu og ávölu heiðarlönd héraðsins eru kjörlendi rjúpunnar og þar verpir hún. Ljóst er að þegar þarna er kominn þéttur barrskógur munu engar rjúpur verpa þar framar. Þess má geta að í góðum rjúpnaárum getur 100 ferkílómetra heiðarland gefið af sér allt upp í 9000 rjúpnaunga á vori. Ýmislegt annað mætti tína til sem sýnir að náttúrunni stafar ekki hætta af skotveiðum landsmanna. Þegar minkurinn var fluttur hingað til lands á sínum tíma hafði sá verknaður mun meiri og alvarlegri áhrif á íslenska dýrastofna en skotveiðar Íslendinga frá upphafi. Sem betur fer erum við alltaf að læra eitthvað nýtt, til þess eru vítin til að varast þau. Þess vegna er það ekki með nokkru móti verjandi að ráðast í framkvæmdir sem sýnilega munu geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríkið, fyrir náttúruna. Núna við upphaf nýrrar aldar fórnar engin siðmenntuð þjóð náttúruperlum eða ógnar tilvist villtra dýrastofna – svona gerir maður ekki.

EYJABAKKAR að mál sem hvað efst er á baugi um þessar mundir er framtíð Eyjabakka sem stendur til að sökkva undir vatn, þrátt fyrir að örugglega yfir 70% Íslendinga séu á móti þessum framkvæmdum. Segist ríkisstjórnin ekki geta afturkallað þessa ákvörðun sem hafi verið samþykkt af Alþingi og einnig sé Landsvirkjun búin að leggja í svo mikinn rannsóknarkostnað vegna þessa máls, eða rúma 3 milljarða. Verði hætt við framkvæmdir á Eyjabökkum

Þ

muni Landsvirkjun krefjast skaðabóta – í stuttu máli vilja fá þessa 3 milljarða endurgreidda af ríkinu. Þá er ríkisstjórnin alfarið á móti því að Eyjabakkar fari í lögformað umhverfismat. Fyrst var borið við tímaskorti en þegar sýnt var fram á að nægur tími væri til stefnu var á það bent að Landsvirkjun væri að vinna svipað eða alveg eins mat og yrði það látið nægja. Í stuttu máli sagt þá á að sökkva Eyjabökkum - hvað sem hver segir. Skotveiðifélagið hélt ráðstefnu um vatnsaflsvirkjanir og gæsirnar síðast liðinn vetur. Niðurstaða þeirrar ráðstefnu var meðal annars sú að verði Eyjabökkum fórnað getur það haft veruleg áhrif á heiðagæsina. Eyjabakkar eru stærsti fellistaður heiðagæsa í heiminum. Verði Eyjabökkum sökkt mun gæsinni ekki verða vært þar, hún mun ekki hafa nægjanlegt æti og ekki þann frið sem hún þarfnast. Hún mun því flýja – enginn veit hvert, mögulega til Grænlands. Þá gæti hún leitað í Þjósárnar en það myndi skapa mikla samkeppni um fæðuna sem gæti orðið til þess að töluvert af ungum yrði undir í baráttunni og dræpust. Skotveiðifélag Íslands er því algjörlega andvígt því að Eyjabökkum verði tortímt og þessi fagra gróðurvin lögð undir vatn. Það er algjör skylda okkar íslenskra skotveiðimanna að standa vörð um náttúruna, að tilveru veiðidýranna verði ekki ógnað vegna óskynsamlegra stundarhagsmuna. Við viljum að börnin okkar, komandi kynslóðir, geti stundað veiðar í þessu yndislega landi. Ég vil ljúka þessari hugleiðingu með spakmæli frá indíánum Norður-Ameríku: Við eigum ekki landið, við fengum það að láni frá börnunum okkar. g óska ykkur ánægjulegrar veiði í faðmi íslenskrar náttúru.

É

SIGMAR B. HAUKSSON Formaður Skotveiðifélags Íslands


Ef sífellt er verið að skipta um fóður getur hundurinn orðið matvandur Purina

®

Hundarnir í

Purina

®

Björgunarhundasveit Íslands eru fóðraðir á Purina þurrfóðri.

Gefðu Purina heilfóður daglega.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Ástand rjúpnastofnsins vorið 1999 ÓLAFUR K. NIELSEN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS Á NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ER SAFNAÐ KERFISBUNDIÐ UPPLÝSINGUM UM ÁSTAND RJÚPNASTOFNSINS. ÞETTA ER GERT MEÐ VORTALNINGUM, ATHUGUNUM Á ALDURSSAMSETNINGU STOFNSINS VOR, HAUST OG VETUR, OG MERKINGUM. ATHUGANIR Á júpnatalningasvæðin eru 15 þar sem talið hefur verið undanfarin ár og eru í öllum landshlutum. Aldurshlutföll í varpstofni voru aðeins tekin á Norðausturlandi. Helstu niðurstöður vorið 1999 eru:

R

ALDURSSAMSETNINGU VARPSTOFNSINS OG VORTALNINGAR 1999 ERU NÝLEGA AFSTAÐNAR OG FRÓÐLEGT AÐ SKOÐA HVAÐ ÞESSAR RANNSÓKNIR SEGJA SEGJA OKKUR UM ÁSTAND RJÚPNASTOFNSINS.

Fækkun er hafin á Norður- og Norðausturlandi, fækkun sem hófst 1998 á Suðausturlandi heldur áfram, en kyrrstaða og jafnvel fækkun er á Suðvestur- og Vesturlandi. Aðeins á Austurlandi

er greinileg aukning og varpstofn yfir meðallagi að stærð.

Síðustu 15 árin hafa stofnbreytingar á Kvískerjum í Öræfum verið einu til tveimur árum á undan því

Hótel Bláfell • 25 herbergi • Sími & sjónvarp • Koníakstofa • Vínveitingar • Veitingasalur • Gervihnattadiskur • Lax- og silungsveiði • Nudd - ljós - sauna • Svefnpokapláss • Ráðstefnuaðstaða

Getum útvegað veiðileyfi á rjúpu og gæs í Breiðdal og nágrenni. Sjóstangaveiði, fuglaskoðun, selir og eyjaskoðunarferðir. Við bjóðum upp á góðan mat og gistingu. Lítill flugvöllur á staðnum. Við hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Hótel Bláfells ☎ 475-6770


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Fjöldi rjúpna 1,8

1,6

1,4

Stofnvísitala rjúpu

1,2

1,0

Fjöldi

sem mælist á talningasvæðum á Norður- og Norðausturlandi. Í fyrra varð vart um 27% fækkunar þar og í ár fylgja önnur svæði á Norður- og Norðausturlandi þar sem fækkun í varpstofninum á 8 talningasvæðum var að jafnaði 39%. Fækkunin á Kvískerjum 1998—1999 nam 20%.

0,8

0,6

Kvíasker Hrísey NA-land

0,4

0,2

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið og hafa yfirleitt liðið um tíu ár milli toppa. Rannsóknir sýna að vetrarafföll ráða

1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

0,0

STOFNVÍSITALA

RJÚPU Á

1976

N O R Ð A U S T U R L A N D I , Í H R Í S E Y O G Á K V Í S K E R J U M . T A L N I N G A R Á K V Í S K E R J U M S P A N N A T Í M A B I L I Ð 1963—1999, Í H R Í S E Y 1963— 1983—1999 O G Á N O R Ð A U S T U R L A N D I 1981—1999. T Ö L U R F Y R I R N O R Ð A U S T U R L A N D E R U S A M A N L A G Ð U R F J Ö L D I K A R R A Á 6 T A L N I N G A S V Æ Ð U M . T I L A Ð G E R A K V A R Ð A N N S A M B Æ R I L E G A N F Y R I R S V Æ Ð I N V A R 1983 V A L I Ð S E M V I Ð M I Ð U N A R Á R O G S E T T S E M 1.

OG


Fagrit um skotveiðar og útivist

Fiskislóð 137A 101 Reykjavík S. 562 0095

Söluaðilar: Hlað sf. Útilíf Vesturröst Veiðihornið Veiðilist Veiðivon Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður

MYND: JÓHANN ÓLI HILMARSSON.

RJÚPA

stofnbreytingum. Munur á stofnstærð milli hámarks- og lágmarksára hefur verið fimm- til tífaldur. Greinilegir toppar voru 1966 og 1986. Eftir hámarkið 1986 fækkaði ár frá ári og lágmarki var náð 1991 til 1994; nýtt hámark var síðan 1997 og

Í LAMBHAGA

1998 og er það talsvert lægra en 1986 og 1966, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stofnbreytingar á Suðvestur- og Vesturlandi eru ekki lengur í takt við það sem er að gerast í öðrum landshlutum. Á Suðvestur- og

Bjóðum úrval af sóluðum ásamt nýjum dekkjum fyrir alla „veiði“-bíla 10% staðgreiðsluafsláttur til veiðimanna

Reykjavíkurvegi 56 • 220 Hafnarfirði • Sími 555 1538

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

NORDEKK


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Vesturlandi hefur á síðustu árum ríkt kyrrstaða eða jafnvel fækkun. Óhagstætt tíðarfar hamlaði talningum á tveimur svæðum en á þremur öðrum svæðum bentu niðurstöðurnar til MYND: JÓHANN ÓLI HILMARSSON.

RJÚPUR

Í LAMBHAGA

kyrrstöðu eða fækkunar. Rannsóknir fyrri ára hafa sýnt ágæta viðkomu rjúpna á Suðvesturlandi en mikil afföll yfir vetrartímann. Skotveiðar hafa reynst vera þýðingarmesti affallaþátturinn enda er veiðiálag þungt a sumum svæðum. Ekki við því að búast að stofninn á Suðvesturlandi vaxi meðan afföllin eru svo mikil. ortalningar hafa sýnt að stofnbreytingar voru samstiga um allt land á 7. og 8. áratugnum en síðustu 15—20 árin hefur þar orðið nokkur breyting á. Stofnbreytingar rjúpna á talningasvæðum á Norður- og Norðausturlandi hafa verið samstiga frá upphafi mælinga 1963. Fækkunin í varpstofninum á 8 talningasvæðum í þessum landshlutum 1998— 1999 var að jafnaði 39%, sem fyrr segir. Ástand rjúpnastofnsins endurspeglast einnig í aldurssamsetningu varpfuglanna. Hlutfall ársgamalla rjúpna var 44% á Norðausturlandi í vor, svipað og hefur verið í mestu fækkunarárum áður. Til samanburðar má nefna að hlutfall ársgamalla fugla á þessu sama svæði var 70— 76% í fjölgunarárunum 1995—1998. Stærð rjúpnastofnsins í þessum landshlutum er undir meðallagi miðað við fyrri ár.

V


Fagrit um skotveiðar og útivist

Frá Veiðistjóraembættinu ftir að veiðikortakerfið var tekið upp hér á landi hefur verið hægt að sjá hvernig veiðum er háttað vegna veiðiskýrslna sem veiðimönnum er gert að skila. Ennþá er veiðikortakerfið ungt en samt er gaman að rýna í þær veiðitölur sem embættið hefur fengið.

E

13 30

E

99 8

13 30

1200 1400

1996

99 8

Fjöldi veiðimanna

63 1

800 1000

45 4

600 800

28 8 8

101 --

27

23

20

2786 -90

2091 -95

91-9 5

8 96-1 00

86-9 0

76-8 0

49 4791 -75

3676 -80

71-7 5

36

6666-7 0

618-6 4 5

66-7 0

5678-6 0

101 --

96-1 00

1997

81-8 5

61-6 5

56-6 0

51-5 5

46-5 0

41-4 5

36-4 0

31-3 5

26-3 0

21-2 5

11-1 5

16-2 0

1-5

Fj ldi rj pna

6-1 0

S

518-5 75

36-4 1 0 71

31-3 17 5 0

26-3 0

21-2 5

16-2 0

11-1 5

6-1 0

1-5

0

2381-8 5

84

78

66

99

46-5 99 0

87

10 0 25 7

10 41-4 05

33 3

200 400

17 1

17 0

45 4

25 7

28 8

33 3

400 600

200

Fj ldi rj pna 1400 12

47

1997

5 99

12

47

1200 1400

5 99 3 68

fjöldi veiðimanna

3

48

7

600 800 68

30

31

7

400 600

8

fjöldi veiðimanna

8 31 40

23

23

53

32

35

80

70

69

46-5 12 07

59

13

12

41-4 13 51

7

1

17

9

0

101 --

4096-10 0

23 86-9 0

23 91-9 5

5371-7 5

32 81-8 5

35 76-8 0

669 1-6 5

5966-7 0

7501-5 5

8506-6 0

0

36-4 1 07

31-3 1 5 97

25

26-3 0

21-2 5

16-2 0

11-1 5

1-5

0

6-1 0

101 --

91-9 5

86-9 0

96-1 00

81-8 5

76-8 0

71-7 5

66-7 0

61-6 5

56-6 0

51-5 5

41-4 5

36-4 0

31-3 5

26-3 0

21-2 5

16-2 0

11-1 5

1-5

Fjöldi rjúpna

46-5 0

200

6-1 0

Hönnun & umbrot ehf. © 1999 Hönnun & umbrot ehf. © 1999

30

7

200 400

0

19

7

25

48

9

7

Fjöldi veiðimanna Fjöldi veiðimanna

1000 1200

800 1000

Fjöldi rjúpna

Skipting veiði eftir landshlutum

Ár

TAFLA 1

17% 21%

fjöldi

veiddar

rjúpna-

rjúpur NE

veiðimanna

AU SU 9%

1995

5330

123392

1996

5335

158029

1997

5405

164220

VE VF NV

31%

14%

8%

Ár

milli þessara ára er hlutfallið svipað en þó virðist hlutfall þeirra sem veiða fimm rjúpur og færri fara eitthvað lækkandi. Einnig fjölgar þeim sem veiddu fleiri en 50 rjúpur og koma þær upplýsingar heim og saman við stofnstærðarmælingar sem sýna að rjúpnastofninn var í uppsveiflu þessi ár. Þá kemur í ljós að meginþorri veiðimanna er að veiða fáar rjúpur (sjá mynd 1-3) en lítill hluti veiðimanna (10-15%) stendur á bak við meginveiðina (50-60%)(tafla 2).

Á

Fjöldi veiðimanna

63 1

Fjöldi veiðimanna Fjöldi veiðimanna

1000 1200

0

amkvæmt veiðiskýrslum er rjúpan vinsælasti veiðifuglinn og ætlum við því að líta nánar á veiðitölur yfir rjúpur árin 1995 til 1997. Samkvæmt veiðiskýrslum fyrir þessi ár eru það um það bil 5500 veiðimenn sem ganga vongóðir til rjúpna á hverju hausti (sjá töflu 1). Mjög er misjafnt hversu vel menn afla en það má sjá að menn eru að veiða allt frá einni og upp í tæpar þúsund rjúpur.

f við skoðum rjúpnaveiðitölur áranna 1995, 1996 og 1997 sést að um fjórðungur veiðimanna veiddi frá einni og upp í fimm rjúpur (sjá töflu 2).

1996 1400

TAFLA 2

veiddu

Hlutfall af

Veiddu

Hlutfall af

1-5 rjúpur

heildar

fleiri en

heildar

rjúpnaveiði

50 rjúpur

rjúpnaveiði

1995

28,6%

3,6%

10,5%

48,0%

1996

24,9%

2,5%

14,8%

59,2%

1997

23,1%

2,0%

14,8%

58,2%

rið 1998 var landinu skipt upp í sex veiðisvæði í fyrsta sinn og þótt allar veiðiskýrslur séu ekki enn komnar inn þá eru fyrstu vísbendingar mjög forvitnilegar. Það kemur nefnilega í ljós að veiðinni er mjög misskipt milli landshluta þar sem mest veiðist á Austurlandi (31%) en minnst á Suðurlandi (8%). Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með þróuninni á næstu árum ekki síst í samanburðinum við stofnstærðarmælingar. Stofnstærðarmælingum að vori er nú nýlokið þar sem kom í ljós að rjúpu hefur stórfækkað á Norðurlandi eystra og því nokkuð öruggt að niðursveiflan er hafin. Þó er athyglisvert að rjúpu fjölgar lítillega í einum landshluta en það er einmitt sá landshluti þar sem mest er skotið af henni, Austurland!

Á

ÁKI ÁRMANN JÓNSSON Veiðistjóri

BJARNI PÁLSSON Verkefnisstjóri veiðikorta

• 17


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Gæsaveiði er list FERÐASAGA

MYND HAUKUR SNORRASON

að var eins og maður andaði léttar er bílhurðinni á jeppanum var skellt aftur og vélinni gefið hressilega inn, ánægjuglottið á mannskapnum leyndi sér ekki og ekki var laust við að jeppinn væri í sólskinsskapi. Í dag var 22. ágúst og • nú var haldið til heiða eftir

Þ

18

STEFÁN ÞORSTEINSSON

endalausa bið, á leiðinni var spjallað um góða túra, þegar við fórum á finnstvallastaðinn og séstekkistaðinn og lentum í hinu og þessu. r við beygðum út af þjóðvegi nr. 1, af malbikinu yfir á mölina tóku öll viðbrögð kipp og við förum

E

ósjálfráða að skima eftir því hvort ekki sjáist gæsir, veltum því fyrir okkur hvort þær tjarnir sem við förum framhjá geti verið náttból og hvaðan og hvernig aðflugið myndi þá vera. ftir nokkra stund komum við að fyrsta vaðinu, lítið sem ekkert var

E


Fagrit um skotveiðar og útivist

í ánni og því ekki nauðsynlegt að setja í framdrifið en grunnar og litlar ár geta hinsvegar oft orðið að skaðræðisfljótum á ótrúlega skömmum tíma, við gerðum okkur það strax ljóst að ef við ætluðum okkur að stunda heiðagæsaveiði þá þýddi ekkert að vera á slyddujeppa eða minni bílum og eigum við það okkur lífið að launa. lukkan var langt genginn í 19:00 er félaginn drap á jeppanum, úti var nokkuð hlýtt, léttskýjað og því bjart. Nokkrum sinnum áður höfðum við veitt á þessum stað og fundist það alveg prýðilegur staður til að byrja veiðitímabilið. Öllum veiðigræjunum var fleygt út úr bílunum og þar á meðal tjaldinu. Það er engin ástæða að gista í bílnum þegar veðrið leikur við mann, en það getur breyst og þá er gott að eiga hann að. Einu sinni var það nauðsyn í fimm daga í þoku og rigningu. Nauðsynlegt var að vera kominn á tjörnina “okkar” hálftíma fyrir sólsetur og því veitti okkur ekki af tímanum til að gera það sem gera þurfti.

K

að skrjáfaði hátt í þurru lynginu er við gengum í átt að tjörninni, mikilvægt þykir okkur að leggja bílnum ekki of nálægt og þá helst í hvarfi við þá átt er gæsin er vön að koma frá og vera ekki í of þykkum fatnaði til að svitna ekki á göngunni. Tjörnin okkar er hæfilega stór, eða eins og hálfur fótboltavöllur, með öllum helstu þægindum til að þóknast ýtrustu kröfum eðalgásar. Rennandi vatn í og úr, með grasivöxnum bakka öðrum megin, smágrýttum hinum megin og fínasta sandfjara í þann enda er í rennur lítill lækur. Dýpið frá engu upp í hálfan metra, botninn leir og sandur og allstaðar hægt að vaða. Þeim megin var ætlun okkar að koma okkur fyrir, því samkvæmt okkar reynslu er

Þ

MYND HAUKUR SNORRASON

líklegast að gæsin lendi þar sem grynnst er, þannig að hún nái til botns, en sé þó aldrei á þurru. Gæsinni er lífsins nauðsynlegt að komast í vatn og borða sand til að geta melt tuggu dagsins en tjarnirnar þurfa ekki að vera eins og að ofan er lýst, þær geta verið með háum og grasivöxnum bökkum allan hringinn og alveg sérlega ógæsalegar. Númer eitt tvö og þrjú er að skoða bakkann mjög vel og líka botninn á tjörninni. Líta eftir nýlegum ummerkjum, fiðri, traðki og því sem mikilvægast er: skít. Hann verður að vera nýr ! En á honum má áætla hvenær, hvar og hversu margar þær hafa verið. Góðir staðir geta líka verið meðfram ám er þær breiða úr sér með sandeyrum, bugðum og töngum þar sem eru grynningar og lítill straumur. Mikið rennsli gæsa er oft upp eða niður með ám og eru margir staðir sem gefa vel þótt þeir séu ekki alveg eftir uppskriftinni.

PÁLL ÞÓR LEIFSSON

yrði nokkuð öruggt að eitthvað flug kæmi í skotfæri þetta kvöld. Tálfuglunum var komið fyrir út í vatninu til að mynda speglun og sjást betur, sem betur fer er ekki nauðsynlegt að nota margar því oft er nógu þungt að bera veiðina eina. Gott er að nota vindinn ef einhver er til stuðnings og geta þannig stýrt aðfluginu. Gæsin lendir alltaf upp í vindinn, hún forðast að fljúga lágt yfir aðrar og vill gjarnan lenda mitt á milli annarra til öryggis. Vinsælt er að nota “J“ “U” eða rennu en að sjálfsögðu er það reynslan og hún ein sem kennir okkur að breyta rétt. Í okkar tilfelli settum við upp í “J” og stilltum okkur upp þannig að gæsin myndi fljúga lágt meðfram leggnum og búa sig til lendingar með allt úti, nokkurn veginn þar sem beygjan byrjar.

okkuð var farið að rökkva er við heyrðum fyrstu gæsahljóðin á þessu nýja tímabili, ekki garg eins og í ettvangsskoðunin leiddi í ljós að gránunni heldur eins og • sæmilegt var af gæs á svæðinu og kvak eða tíst. Strax um leið

V

N

19


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

og seinna kvakið heyrðist svaraði ég með þrítóna flauti úr gæsaflautunni, gæsin svaraði um hæl og virtist vera nokkru nær en áður. Um leið sáum við fimm gæsir stefna í átt að okkur og var það greinilegt að þær ætluðu sér á tjörnina. Nú var ekki þörf á að flauta lengur en of mikið af því getur auðveldlega fælt frá. Aðflugið var lágt og vegna þess hve lítill vindur var komu þær hratt inn, þær sekúndur er tók þær að koma í skotfæri urðu að mínútum og við fundum vel hve hjartað sló hratt og hvernig spenningurinn jókst. Rétt áður en gæsirnar snertu vatnsflötinn, með vængina og sundfitin útbreidd eins og lendingarhjól á breiðþotum, risum við rólega upp úr felustað okkar. Ærandi skothvellirnir bergmáluðu allt í kring en við vorum alltof uppteknir við að skjóta til að taka eftir bakslaginu af haglabyssunum eða hávaðanum. Fjórar lífvana þústir flutu á tjörninni, báðir höfðum við hæft tvær gæsir og voru þær steindauðar. Góð byrjun, hugsaði ég. Nokkur flug komu í viðbót og höfðum við nokkrar gæsir upp úr þeim. Nú var orðið það dimmt að kominn var tími til að hætta enda engin glóra í því að halda áfram þótt gæs væri í skotfæri, ómögulegt yrði að finna hana ef hún lenti annars staðar en í vatninu. Stefnan var að síðustu tekin á tjaldið í besta skapi og með þunga byrði á bakinu. ftir fjögurra tíma hvíld var ræs og að nýju kominn tími til að skella sér í gallann og fylgjast með morgunfluginu. Oftast er það svo að nokkra heppni þarf til að veiða heiðagæs á morgnana og er því þannig farið að fyrsti morguninn fer yfirleitt allur í það að fylgjast með og sjá út flugleiðir hennar. Næsti morgunn fer síðan í það að koma sér fyrir á þeim • stað þar sem flestir hóparnir

E

20

flugu yfir eða hjá. Heiðagæsin virðist nota landslagið sem einhverskonar punkta sem hún flýgur eftir frá náttbóli til bithaga, t.d. hól, klett, gil eða þess háttar. Okkar reynsla hefur kennt okkur að betra sé að sitja fyrir í fluglínu hennar heldur en að tæla hana niður á einhvern fyrirfram ákveðinn stað með tálfuglum. Staðsetningin skiptir því öllu á morgnana og má búast við því að flugið sé allt eitthvað úr skotfæri hægra megin eða vinsta megin. Mögulegt er þó oft HAUKUR OG PÁLL MEÐ AFRAKSTUR DAGSINS. að hafa áhrif á flug- M Y N D H A U K U R S N O R R A S O N leiðina með því að flauta og með tálfuglum. Ef aftur á sama stað daginn eftir og leitið. þungskýjað er má búast við að hún Þoka er oft á heiðum, takið með ykkur fljúgi lágt en ef háskýjað er eða áttavita eða GPS og takið áttina áður heiðskírt þá flýgur hún hátt. Hafið það en þið villist. Ef enginn fugl er á síðan alltaf hugfast að sumir staðir eru svæðinu, leitið þá eftir berjum. Ef mjög viðkvæmir fyrir veiði og þola engin ber eru heldur farið þá þangað ekki að það sé skotið á þeim nema sem berin eru. Ekki flauta þegar gæsin einu sinni á hverju tímabili, en þá er er beint fyrir ofan ykkur, ekki heldur um að ræða staðbundna gæs sem flauta ef gæsin stefnir beint á tálheldur til á þeim stað og lítið eða fuglana ykkar. Ef aðrar skyttur eru fyrir á þeim stað þar sem þið ætlið að ekkert um flækingshópa á svæðinu. veiða á, farið þá annað. Sýnum öðrum kjótið aldrei oftar en tvisvar á skyttum þá virðingu að leyfa þeim að sama stað í röð. Hættið þegar veiða í friði, þá fáið þið frið fyrir þeim. enn er skotbjart, sá fugl er hefur fælst frá vegna skothvella kemur aftur þegar g síðast en ekki síst, hafið það dimmt er orðið og gefur þá kost á sér hugfast að það eru forréttindi að aftur. Tínið upp öll skothylki, skiljið eiga þann möguleika að veiða á ekki eftir ykkur ummerki, aðrar ósnortnu landi án eftirlits, kvóta eða skyttur gætu átt leið um síðar og annarrar veiðistýringar, förum vel með komist að því að þetta sé góður staður. þá gæfu að geta upplifað slíkt. Jafnvel þótt komið sé það mikið myrkur að þið finnið engin, farið þá P Á L L Þ Ó R L E I F S S O N

S

O


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

22 kalibera skothylki BÖÐVAR BJARKI ÞORSTEINSSON aga margra skothylkja sem sköpuð hafa verið á þessari öld einkennist af því að tekin hafa verið skothylki sem þekkt voru orðin GREINARHÖFUNDUR og höfðu getið sér góðan orðstír og unnið út frá þeim við hönnun hins nýja hylkis. Þannig hefur verið algengt að hið gamla skothylki hefur verið látið halda sér að mestu en hálsinn víkkaður eða þrengdur þannig að hið nýja skothylki passi fyrir kúlu af stærra eða minna kaliberi en gamla hylkið. Hálsinn er einnig oft lengdur eða styttur og hornið sem axlir hylkisins myndar með veggjum þess ýmist stækkað eða minnkað eftir því sem henta þykir. 22-250 Remington er gott dæmi um þess háttar skothylki. Þar sem þetta hafði mjög svo tíðkast þótti það tíðindum sæta er Remington sendi frá sér skothylki sem ekki var byggt á neinu eldra heldur skapað frá grunni af sjálfu sér, ef þannig má að orði komast.

S

kothylkið sem hér er átt við er 222 Remington en það kom fram á sjónarsviðið árið 1950. Maður að nafni Mike Walker á heiðurinn af þessu vinsæla afkvæmi Remington verksmiðjanna. Hann vann bæði sjálfstætt og sem byssusmiður og hönnuður fyrir Remington og var heilinn á bak við marga framleiðsluna hjá Remington. 222 Remington kom á • mjög heppilegum tíma. Um

S

22

þetta leyti átti bekkjarskotfimi auknum vinsældum að fagna og voru skotíþróttamenn sífellt á höttunum eftir einhverju nýju hylki sem slegið gæti gömul met. Þar að auki var meindýraveiðimenn (varminters) vestan hafs farið að lengja eftir fjöldaframleiddu skothylki sem fullnægði kröfum þeirra um nákvæmni og virkni. líkt skothylki skyldi brúa hið ballistíska bil milli 22 Hornet og 220 Swift. Báðir fyrrnefndir hópar skotmanna tóku hinu nýja skothylki opnum örmum. 222 Remington sló strax í gegn og varð allsráðandi bæði meðal íþróttaskotmanna og meindýraveiðimanna enda nákvæmt með afbrigðum. Skothylkið sem trónað hafði á toppi íþróttaskotfiminnar, 219 Donaldson Wasp, mátti fljótlega víkja úr sessi fyrir þessu frábæra skothylki. Sæti sínu hélt svo 222 Remington allt fram á miðjan 8. áratuginn þegar hin nákvæmu

S

PPC hylki komu fram á sjónarsviðið. inn evrópski skotvopna- og skotfæramarkaður hóf fljótlega að framleiða 222 Remington hylki og riffla fyrir það. Talið er að Sako verksmiðjurnar í Finnlandi hafi verið hinar fyrstu í Evrópu til að hefja framleiðslu á rifflum fyrir 222 Remington. Árið 1949 hóf Sako framleiðslu á Sako L-46 lásnum en hann þótti óvenju nettur og smávaxinn enda ætlaður fyrir skothylki eins og 22 Hornet og 218 Bee. Þegar 222 Remington komst í umferð tóku Sako menn sig til og breyttu L-46 lásnum þannig að hann passaði fyrir hið nýja skothylki. Strax 1951 fékkst Sako L-46 Vixen riffillinn í kal. 222 Remington og naut gífurlegra vinsælda. Voru margir slíkir rifflar fluttir inn hér á landi. Einnig var flutt hér inn mikið magn af 222 Remington skotfærum frá Sako þannig að um tíma gekk þetta

H

Skotveiðimenn Sel veiðileyfi á heiðagæs og rjúpu, húsnæði og fæði í boði (einnig fyrir hreindýraveiðimenn). Leitið nánari upplýsinga. Sámur bóndi ehf. Aðalbóli 2 Hrafnkelsdalur 701 Egilsstaðir

Sími: 471 2788 Fax: 471 2789 Netf. sambo@isholf.is


Skotveiðibúnaður Steyr rifflar Gervigæsir

Haglabyssur: Germanica Fair Baikal Mossberg Gerviendur

• • • • •

Black Arrow: Feluúlpa (4 í einni)

• • • • • • • • • • • •

Byssutöskur: Harðar og mjúkar Gerber: Hnífar og fjölnotatangir

Haglaskot frá Hull

Sportbúð Títan ehf. Seljavegur 2 / Héðinshús 101 Reykjavík S: 511 1650/551 6080

Camofatnaður Haglabyssur Rifflar og skotfæri Leirdúfur Gevigæsir og -endur í úrvali Skotbelti Gerberhnífar og fjölnotatangir Sjónaukar Byssutöskur Varmafatnaður Hreinsisett/Outers Bakpokar Camovöðlur Gjafavörur Felunet Pokar f. gervigæsir Húfur, vettlingar ofl. ofl.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

fet/sek. með handhlöðnum skotfærum. Til samanburðar má geta þess að með 22-250 Remington má knýja 55 grains kúlu allt að 3700-3800 f/sek. Flestir hinir þekktari rifflaframleiðendur hafa á boðstólum riffla fyrir 222 Remington. 222, 223, 222 M A G N U M

OG

22-250

ERU ÖLL ÞEKKT FYRIR

GÓOÐA NÁKVÆMNI EN AUK ÞEIRRA MÁ NEFNA TVÖ ÖNNUR AF SAMA KALIBERI,

224 W E A T H E R B Y

220 S W I F T . H I Ð 22-250 O G 224 BALLISTÍSKIR TVÍBURAR. OG

SÍÐASTTALDA STÁTAR AF MESTUM KÚLUHRAÐA.

WEATHERBY NÁKVÆMASTA

ERU YFIRLEITT TALDIR

HYLKIÐ AF ÞESSU KALIBERI ER EKKI FJALLAÐ UM AÐ ÞESSU SINNI.

ÞAÐ

ER

22 PPC.

skothylki einfaldlega undir nafninu Sako hérlendis eins og Egill Stardal minnist á í bók sinni “Byssur og skotfimi“. Hér á landi átti 222 Remington strax upp á pallborð íslenskra skotveiðimanna og er enn mikið notað þeirra á meðal. Með tilkomu PPC skothylkjanna hafa vinsældir 222 Remington dvínað umtalsvert og sumir spámenn þykjast sjá fyrir að vinsældir þess verði á endanum ekki mikið meiri en 222 Remington Magnum sem hefur alla tíð átt mjög undir högg að sækja. innig hefur 222 Remington átt í harðri vinsældakeppni við yngra systkini sitt, 223 Remington, sem fjallað verður um hér á eftir. En 222 Remington er síður en svo horfið af sjónarsviðinu og þess er sjálfsagt langt að bíða að svo verði. Sem fyrr sagði er nákvæmni 222 Remington við brugðið en besti árangurinn fæst með kúlum sem eru 50-55 grain að þyngd. Kjörfæri þessa skothylkis er um 250 metrar en teygja má færið út í 300 metra með réttri kúlu og við rétt skilyrði. Þegar færið er orðið lengra er rétt að snúa sér að stærri skothylkjum eins og 220 Swift eða 22-250 Remington. Hraði 55 grains kúlu við hlaupkjaft er á bilinu 2900-3100 fet/sek. en með léttari kúlu, t.d. 50 • grain má komast upp í 3300

E

24

222 REMINGTON MAGNUM 22 Remington Magnum er afsprengi 222 Remington skothylkisins. Upphaflegur tilgangur með hönnun þess var sá að skapa smávaxið skothylki fyrir NATO og Bandaríkjaher en þar á bæ voru menn að sækjast eftir nettara skothylki fyrir hina sjálfvirku herriffla sína en notuð höfðu verið til þessa. Þetta skothylki átti að hafa svipaða eiginleika og hin stærri skothylki hersins, 30-06 Springfield og 7.62 x 51 mm. NATO (betur þekkt meðal almennra borgara sem 308 Winchester). Kröfurnar sem herinn gerði til skothylkisins voru að það væri nákvæmt og gæfi af sér mikinn kúluhraða, flatan kúluferil og slagkraft sem teldist fullnægjandi á orrustuvellinum. Þetta var árið 1957 og skyldi skothylkið henta fyrir Armalite AR - 15 automatic herriffil Bandaríkjahers. Áður en til fjöldaframleiðslu kom varð ljóst að einhverra hluta vegna hlyti 222 Remington Magnum hylkið ekki náð fyrir augum hersins þannig að ákveðið var að bjóða það til almennra nota í staðinn. Þeir hjá Remington einbeittu sér þess í stað að því næstu árin að hanna og þróa annað skothylki fyrir herinn, 223 Remington. 222 Remington Magnum byrjaði síðan að rúlla úr vélum Remington verksmiðjanna árið 1958 en átti strax erfitt uppdráttar og féll fljótlega í skuggann af hinu mun vinsælla 222 Remington. Hið átta ára forskot sem 222 Remington hafði á 222 Reming-

2

ton Magnum dugði fyllilega til að afla hinu fyrrnefnda slíkra vinsælda að hið síðarnefnda átti aldrei möguleika á að veita því almennilega keppni. Þrátt fyrir það eru flestir sammála um að 222 Remington Magnum sé mjög nákvæmt skothylki og standi 222 og 223 ekki að baki. Flestir eru einnig sammála um það að hefði herinn valið 222 Magnum væri það statt þar sem 223 er nú og þá væri 223 Remington að öllum líkindum ekki til. Það hefur aldrei verið umtalsvert úrval riffla á markaðnum fyrir 222 Remington Magnum. Remington M-700 og Sako Vixen koma upp í hugann en eitthvað fleiri hafa þeir nú samt verið. Nú munu nýir rifflar fyrir þetta skothylki vera álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar. Ballistískt séð fellur 222 Magnum einhvers staðar á milli hins hefðbundna 222 Remington og skothylkja eins og 219 Wasp og 219 Zipper. Þar sem hylki 222 Magnum er eilítið stærra en 222 Remington hylkið, og tekur því stærri púðurhleðslu, má ná fram svolítið meiri kúluhraða en fæst með hinu síðarnefnda en munurinn er hverfandi, u.þ.b. 100 f/sek og tekur því varla að eltast við hann. Hraði 55 grains kúlu við hlaup er á bilinu 32003300 f/sek. að minnsta kosti 300-450 f/sek. eða jafnvel meira vantar upp á þann kúluhraða sem næst með hinum stærri 22ja kal. centerfire skothylkjum eins og 22-250 Rem. eða 220 Swift. 222 Remington. agnum er ekki talið alveg eins nákvæmt og 222 Remington en munurinn er þó ekki stór. Það eina sem Magnum hylkið telst hafa fram yfir hið minna hylki er að það ræður betur við hinar þyngri kúlur, t.d. 60-70 grains. Þetta skothylki hefur aldrei náð verulegri útbreiðslu hér á landi svo ég viti til þó eitthvað hafi að sjálfsögðu verið hér í gangi af rifflum fyrir það.

M


Fagrit um skotveiðar og útivist

223 REMINGTON ins og fram kom hér á undan var upphaflega ætlunin að 222 Remington Magnum yrði nýtt skothylki til hernaðarnota. En til þess kom aldrei af ástæðum sem mér eru ókunnar. Hið nýja skothylki hersins átti að vera 22ja kal. centerfire hylki (.224“) og voru það þrjú skothylki af þessu kaliberi sem kepptu um hlutverkið. Þessi hylki voru 224 Winchester, 224 Springfield og 222 Special. Hið síðast talda var hannað af manni að nafni Gene Stoner en hann vann hjá Armalite fyrirtækinu (sama framleiðanda og framleiddi herriffilinn sem skothylkið var ætlað fyrir). Öll voru þessi skothylki teygðar og togaðar útgáfur af 222 Remington hylkinu. Hernaðaryfirvöld ákváðu síðan að taka 222 Special fram yfir hin hylkin og eftir að þeir hjá Remington höfðu farið höndum um það tók herinn þetta nýja skothylki í þjónustu sína undir nafninu 5.56 x 45mm NATO. Þetta var árið 1964. Á boðstólum fyrir hinn almenna borgara hlaut það nafnið 223 Remington.

E

egar herinn tekur eitthvað upp á sína arma er það gjarnan ávísun á trygga framtíð þess og þannig hefur það einnig verið með 223 Remington. Margir halda því fram að 223 Remington megi þakka vinsældir sínar og útbreiðslu

Þ

því að hernaðarnotkun þess tryggði nægar birgðir skotfæra og notaðra skothylkja sem hægt var að fá hjá hernum. Áreiðanlega er nokkuð til í því en um það verður vart deilt að 223 er mjög gott skothylki og á vinsældir sínar fyllilega skilið hvað sem þætti hernaðarnotkunar líður. 223 Remington og 222 Remington Magnum eru ballistískir tvíburar ef svo má að orði komast. Munurinn á virkni og eiginleikum þessara tveggja hylkja er svo lítill að ekki tekur því að gera hann að umtalsefni. Þeir eru til sem fullyrða að 223 Remington sé ekki alveg eins gott skothylki og 222 Magnum og svo eru aðrir sem halda fram hinu gagnstæða. En flestir munu sammála um að ekki sé merkjanlegur munur á gæðum þessara tveggja hylkja. Íþróttaskotmenn eru yfirleitt á því að þegar kemur að nákvæmninni séu þau jafningjar og að 222 Remington sé nákvæmara en bæði þessi skothylki. Skotveiðimenn merkja þó tæplega mun hvað þetta varðar og hafa því flestir snúið sér að 223 Remington þar sem það er ívið öflugra en hið smávaxnara 222 Remington. Það sem að framan hefur verið sagt um ballistíska eiginleika 222 Remington Magnum dugar til að lýsa eiginleikum 223 Remington og er þar í raun engu við að bæta. Í dag er 223 Remington vinsælast


þeirra þriggja skothylkja sem hér hefur verið fjallað um. Í Bandaríkjunum er einungis 30-06 Springfield vinsælla riffilskothylki og hér á landi hefur 223 átt sívaxandi vinsældum að fagna. Um 223 Remington gildir það sama og um 222 Remington að allir helstu rifflaframleiðendur hafa á boðstólum riffla fyrir það.

22-250 REMINGTON engi vel var það svo hérlendis að hreindýraveiði stóð einungis örfáum útvöldum skotveiðimönnum til boða. Það voru aðallega þessir útvöldu sem höfðu þörf fyrir hin stærri skothylki til veiða. Önnur veiðidýr á Íslandi eru ekki stórvaxnari en svo að hin minni “centerfire“ skothylki duga fyllilega til veiðiskaparins, t.d. 22ja og 24ra (6 mm) kalibera hylki. Í seinni • tíð hefur aðgangur að

L

26

hreindýraveiðum verið rýmkaður og fleiri fundið þörf fyrir hin stærri skothylki enda kúla af 6 mm gildleika lágmark til hreindýraveiða samkvæmt reglugerð. En hin smærri hylki fullnægja þörf flestra skotveiðimanna og því hafa þau verið mun algengari hér en þau stærri, ekki síst 22ja kalibera hylki. 22-250 Remington er eitt þeirra skothylkja sem hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi frá því að það kom á markaðinn. 22-250 Remington var upphaflega þróað út frá 250-3000 Savage skothylkinu, fyrst og fremst með því að þrengja hálsinn á patrónunni þannig að 22ja kalibera kúla passaði í hann. Einnig var axlahorni hylkisins breytt lítillega. Þaðan er svo nafnið komið, fyrri liðurinn vísar til þvermáls kúlunnar og seinni liðurinn, 250, vísar til hylkisins sem var fyrirmyndin. Þetta er ágætis dæmi um hvernig nöfn skothylkja geta verið til komin, þau geta dregið nafn sitt af

öðrum skothylkjum, kaliberi, kúluhraða, fyrirtækinu sem fyrst markaðssetur það og jafnvel þeim manni sem á aðalheiðurinn af hönnun þess. Þetta skothylki gekk í gegnum langan þróunarferil og bar ýmis nöfn áður en það hlaut þessa endanlegu nafngift og hafin var verksmiðjuframleiðsla á því. Ýmsar útgáfur af 22-250 voru í notkun í sérsmíðuðum rifflum allt frá því snemma á öldinni. Þá leit t.d. dagsins ljós aflmikið 22ja kalibera skothylki sem upprunalega bar nafnið 220 Swift (ekki má rugla því saman við hylkið sem nú ber þetta nafn) en var síðan kennt við hönnuðinn og kallað Wotkyns Original Swift og skammstafað WOS. Þetta skothylki var 250-3000 Savage með 22ja kal. hálsi. Árið 1937 komst skothylkið í því sem næst endanlega mynd í höndum manna eins og J. Gebby og J. Bushnell Smith en þeir notuðu einnig áður nefnt 250-3000 Savage hylki sem fyrirmynd. Gebby fékk


SKOTVÍS-félagar! Við þörfnumst aðstoðar ykkar!

Eins og íslensku þjóðinni er kunnugt um stendur til að sökkva Eyjabökkum undir vatn. Þar með hafa stærstu fellistöðvar heiðagæsarinnar í heiminum verið eyðilagðar. Skotveiðifélag Íslands óttast að þessar framkvæmdir muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heiðagæsastofninn. Ljóst er að um leið og framkvæmdir hefjast á Eyjabökkum mun heiðagæsinni ekki verða vært þar, hún mun hrökklast burtu. Enginn veit hvert, hún gæti flúið til Grænlands eða í Þjórsárver. Leiti geldfuglinn í Þjórsárver til að fella flugfjaðrir sínar mun verða mikil samkeppni um fæðuna við varpfuglinn sem þar er til staðar. Líkur eru því á því að eitthvað af ungunum muni verða undir í baráttunni og drepast. Skotveiðifélag Íslands mun berjast af alefli fyrir því að Eyjabökkum verði þyrmt því við viljum að börnin okkar og komandi kynslóðir geti stundað skotveiðar í íslenskri náttúru. Skotveiðifélag Íslands stendur vörð um íslenska náttúru og þá ekki síst þá dýrastofna sem veitt er úr. Félagið er því alfarið á móti því að Eyjabökkum verði tortímt. Þessi barátta kostar nokkuð fé — fé sem við höfum ekki yfir að ráða. Félagsgjöldum SKOTVÍS er mjög stillt í hóf til þess að gera sem flestum skotveiðimönnum kleift að vera í félaginu og þannig eiga hlut að hagsmunabaráttu skotveiðimanna. Því leitum við nú til allra félaga í Skotveiðifélagi Íslands og biðjum þá að láta fé af hendi rakna til að við getum barist fyrir því að Eyjabökkum verði ekki sökkt undir vatn og tilveru heiðagæsarinnar ógnað.

SKOTVÍS-félagar! Látið fé af hendi rakna í þágu góðs málstaðar! Björgum Eyjabökkum — stofnum ekki tilvist heiðagæsarinnar í tvísýnu! Frjáls framlög má leggja inn á neðangreindan reikning í eigu SKOTVÍS í Sparisjóði Vélstjóra

1175 — 05 — 444000


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

einkaleyfi á nafninu “Varminter“ (varmint er enska og þýðir meindýr – dregið af orðinu vermin) og vildi það nafn loða við 22-250 hylkið löngu að Remington hóf eftir fjöldaframleiðslu á því. Nafnið Varminter vísaði til megin notagildis hylkisins, nefnilega veiða á smærri dýrum sem flokkast undir meindýr vestan hafs. Margir hafa furðað sig á því hvers vegna svo gott skothylki sem 22-250 Remington komst ekki í fjöldaframleiðslu fyrr en svo seint sem raun ber vitni og hafa verið á lofti ýmsar skýringar sem ekki verða tíundaðar hér. En það var ekki fyrr en árið 1963 sem fyrst fékkst fjöldaframleiddur riffill fyrir þetta vinsæla skothylki og var hann frá Browning. Þá var ekki enn farið að verksmiðjuframleiða 22-250 skotfæri. Þeir hjá Remington tóku sig loks til árið 1965 og hófu framleiðslu á þessu hylki og hlaut það nafnið 22-250 Remington. Jafnframt fékkst Remington Model 700 riffillinn fyrir skothylkið sama ár. Síðan þá hefur 22-250 átt miklum vinsældum að fagna af ástæðum sem nú skal greina. Þegar 22-250 ber á góma er einkum þrennt sem kemur upp í hugann: mikill kúluhraði, flatur kúluferill og góð nákvæmni. Það eru þessir þrír þættir sem fyrst og fremst hafa skapað vinsældir þessa skemmtilega skothylkis. Þar að auki er gott framboð af rifflum fyrir það en sá rifflaframleiðandi fyrirfinnst varla sem ekki býður upp á riffil fyrir 22-250 Remington. inn mikli kúluhraði sem næst með 22-250 er einn helsti kostur þessa skothylkis en flatur ferill kúlunnar er í beinu sambandi við kúluhraðann. Hraði upp á 3600–3900 fet/sek. er ekki óalgengur • með meðalþungum kúlum

H 28

Skýringar við myndir:

Path (gula línan): ferill kúlunnar miðað við að hún lendi innan ákveðins svæðis út að tiltekinni vegalengd. Svæðið er hér í öllum tilfellum 7 tommur á hæð; 3,5 fyrir ofan og 3,5 fyrir neðan miðunarlínu. Drop (bláa línan): fall kúlunnar miðað við að hlaupinu sé haldið lárétt. Near Zero Range: Fyrri skurðpunktur kúluferils og miðunarlínu. Far Zero Range: Seinni skurðpunktur kúluferils og miðunarlínu. Þetta er sú fjarlægð þar sem kúlan hittir í miðunarpunkt eða því sem næst. Mid. Trajectory (Mid Ragne Trajectory): Hæð kúlunnar ofan miðunarlínu þegar hún er miðja vegu milli skurðpunktanna tveggja. Point Blank Range (yfirleitt kallað Maximum PBR): Hið praktíska færi; þ.e. sú fjarlægð frá hlaupi þar sem kúlan fellur niður fyrir 3,5 tommur frá miðunarlínu ( í þessu tilviki).

222 R E M I N G T O N . F A L L O G F E R I L L 55 G R . ( G R A I N S ) K Ú L U . H R A Ð I K Ú L U V . B Y S S U K J A F T 3000 F E T / S E K . F L U G H Æ F N I S S T U Ð U L L (B.C.) K Ú L U .235. M I Ð A Ð V I Ð A Ð H A L D A K Ú L U N N I 3,5 T O M M U R F Y R I R O F A N O G N E Ð A N M I Ð U N A R L Í N U V E R Ð U R H I Ð P R A K T Í S K A F Æ R I 284 Y A R D A R O G K Ú L A N H I T T I R Í M I Ð U N A R P U N K T Á C A . 244 Y A R D A F Æ R I ( G U L A L Í N A N ).

223 R E M I N G T O N ( L I T U Ð U L Í N U R N A R ). F A L L O G F E R I L L K Ú L U ( A F S Ö M U Þ Y N G D O G F Y R I R 222) B O R I Ð S A M A N V I Ð 222 R E M I N G T O N ( S V Ö R T U L Í N U R N A R ). H R A Ð I K Ú L U V . B Y S S U K J A F T 3200 F E T / S E K . P R A K T Í S K A F Æ R I Ð V E R Ð U R 300 Y A R D A R O G K Ú L A N H I T T I R Í M I Ð U N A R P U N K T Á C A . 149 YARDA FÆRI.

22-250 R E M I N G T O N ( L I T U Ð U

L Í N U R N A R ).

FALL OG FERILL 223 R E M I N G T O N ( S V Ö R T U L Í N U R N A R ). S A M S K O N A R K Ú L A O G F Y R I R 222 O G 223. H R A Ð I K Ú L U V . B Y S S U K J A F T 3700 F E T / S E K . P R A K T Í S K A F Æ R I Ð V E R Ð U R 342 Y A R D A R O G K Ú L A N H I T T I R Í M I Ð U N A R P U N K T Á C A . 294 Y A R D A F Æ R I . KÚLU BORIÐ SAMAN VIÐ

Í öllum tilfellunum er gert ráð fyrir að miðunarlína sé 1,5 tommur fyrir ofan hlaup (sem væri þá sjónaukamið). Ath. Forritið sem hér er notað til að reikna út kúluferilinn er amerískt að uppruna og því notaðar mælieiningarnar grains, fet, yards og tommur. Fylgja hér með til hægðarauka, upplýsingar um hvernig á að umreikna þessar stærðir yfir í metrakerfið. Yards í metra: margfalda með 0,9144 Grains í grömm: margfalda með 0,0648 Fet í metra: margfalda með 0,3048 Tommur í sentimetra: margfalda með 2,54

(50-55 grain) og 3300-3600 fet/sek. með þyngstu kúlunum (60 - 70 grain) þegar menn hlaða skotfæri sín sjálfir. Verksmiðjuframleidd skothylki skila eitthvað minni kúluhraða en nægum samt. Með léttustu kúlunum (40-45 grain) verður hraði kúlunnar að sjálfsögðu enn meiri eða allt að 40004100 fet/sek. Þess ber þó að geta að þeir sem handhlaða skotfæri verða að gæta þess að sumar léttustu kúlurnar, t.d. 45 gr. kúlan frá Hornady, eru ætlaðar fyrir þann hraða sem fæst með 22 Hornet skothylkinu. Þær kúlur eru það veikbyggðar að þær tætast oft í sundur á fluginu ef kúluhraðinn fer upp fyrir 3500-3600 fet/sek. Sama er að segja um 50 gr. SX (Super Explosive) kúlur. Menn verða því að gæta þess að hlaða skothylkin þannig að kúluhraðinn fari ekki yfir þessi mörk ef þessar veikbyggðu kúlur eru notaðar. 40-45 gr. kúlur frá Sierra, Speer og Nosler, svo dæmi séu tekin, eru sterkbyggðari og þola meiri kúluhraða. En almennt er talið að besta nákvæmnin náist þegar notaðar eru hinar þyngri kúlur, 50-60 gr. 22-250 Remington hefur getið sér gott orð fyrir nákvæmni og hefur það aflað þessu skothylki mikilla vinsælda. Þó hefur það ekki notið þeirra vinsælda í íþróttaskotfimi sem hylki eins og 222 Remington og 22 PPC eru orðlögð fyrir enda almennt ekki talið eins nákvæmt og þau. 22-250 er því vinsælla til veiða á smærri dýrum enda mjög nákvæmt á þann mælikvarða sem tíðkast á þeim vettvangi. Sérstaklega nýtur 22-250 Remington sín vel ef notaðir eru rifflar með þungu hlaupi (Varmint rifflar). Færi allt að 400 metrum er ekki ofvaxið þessu skothylki ef riffillinn er góður, skotfærin rétt og skyttan kann sitt fag. Þetta langa færi er ein ástæðan fyrir vinsældum hylkisins en vegna hins mikla kúlu-


Fagrit um skotveiðar og útivist

NÁKVÆMU

22 J A

CENTFIRE SKOTHYLKI NJÓTA SÍN AÐ

VANDAÐUR

BOLTALÁSRIFFILL MEÐ ÞUNGU HLAUPI OG GÓÐU

SJÓNAUKAMIÐI ER VAFALAUST BESTI KOSTURINN.

hraða verður ferillinn flatur og kúlan lítt fallin fyrr en komið er út fyrir 250-300 metra. Sem fyrr sagði framleiða flestir rifflaframleiðendur riffla fyrir 22-250 Remington. Hér á landi mun þetta skemmtilega skothylki vera jafnvinsælt og endranær enda fást alltaf rifflar fyrir það í sportvöruverslunum landsins, bæði nýir og notaðir. Rétt er að minna á það aftur að samkvæmt reglugerð er óleyfilegt hér á landi að nota skotfæri af minna kaliberi til hreindýraveiða en 6mm (.243“) og við þær veiðar eru því 22ja kal. “centerfire“ skothylki, þ.m.t. 22-250 Remington úr leik. En nóg er hægt að skjóta með 22-250 fyrir því.

HUGLEIÐINGAR

UM HLAUPVÍDD

OG KALIBER

egar talað er um hvaða skotfæri einhver tiltekinn riffill sé gerður fyrir er orðið kaliber oftast notað til að lýsa því. Þannig er talað um 22ja kalibera riffil eða að riffill sé kaliber .243“ o.s.frv. Orðið kaliber vísar til hlaupvíddar ákveðins riffils (eða annars skotvopns) og þvermáls byssukúlu í tommumáli og er tiltekið í hundruðustu eða þúsundustu pörtum úr tommu. Þegar sagt er að riffill sé 30-06 kaliber er um að ræða rangt mál, strangt til tekið, því 30-06 er nafn á ákveðnu skothylki og einungis fyrri hluti þess (30) vísar til hlaupvíddarinnar.

Þ

ft þegar fjallað er um kaliber á prenti má sjá að komma hefur verið sett fyrir framan töluna sem vísar til viðkomandi skotfæra eða hlaupvíddar, t.d. .28 kaliber. Þetta er annað atriði sem einhvern tíma varð að hefð sem orðin er föst í skotfæra– og skotvopnamálinu. Í rauninni er ekki rétt að setja kommu þarna þar sem eitt kaliber er 1/100 eða 1/1000 hluti úr tommu, eftir því hversu stærðin er nákvæmlega tiltekin. Skoðum þetta aðeins nánar. Segjum að við höfum 284 kalibera kúlu. Þvermál hennar er 284/1000 hlutar úr tommu. Þannig er rétt skrifað að hún sé .284“. Oft er skrifað um kúlur með þetta þvermál að þær séu .28 kaliber, sem er kommunnar vegna rangt þar sem það segir að þær séu 28/100 hlutar úr einu kaliberi. Þar sem

Fiskislóð 137A 101 Reykjavík S. 562 0095

Söluaðilar: Hlað sf. Útilíf Vesturröst Veiðihornið Veiðilist Veiðivon Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður

O

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

HIN

SJÁLFSÖGÐU BEST EF ÞEIM ER SKOTIÐ ÚR ALMENNILEGU VERKFÆRI.

Þannig að skothylkin 300 Winchester Magnum, 308 Winchester, 30-30 Winchester og 30-06 eru öll af sama kaliberi, þvermál kúlunnar er hið sama í öllum tilfellum en skothylkin sjálf eru mismunandi. Fyrrnefndur riffill er hinsvegar gerður fyrir skothylkið 30-06 eða 30-06 Springfield eins og það heitir fullu nafni. Fyrir löngu komst á sú hefð að tala um tiltekin skotfæri sem hin eða þessi kaliber og að riffill sé svo og svo margra kalibera, t.d. 22ja kalibera. Hefur þessi málnotkun fest í sessi og ekki er ástæða til að hreyfa við henni. Orðið kaliber er einnig notað yfir skotfæri og hlaupvíddir sem tiltekin eru í metrakerfinu, þ.e. millimetramáli. Þannig tala Svíar um kaliber 6,5x55mm Swedish Mauser. Í daglegu máli skotvopna– og skotfærafræðinnar hefur orðið kaliber því nokkuð fjölbreytilega merkingu, en það skorðast samt sem áður við umfjöllun um annað hvort hlaupvíddir skotvopna eða stærðir og nöfn skotfæranna fyrir þau. (Og þó nú er oft talað um manneskju af hinu eða þessu kaliberi þegar verið er að vísa til manngerðar eða persónuleika en það er önnur saga).


Ertu sambandslaus?

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Talstöðvar Talstöðvar Talstöðvar Frá 7.900 FLESTIR

FRAMLEIÐENDUR HAFA Á BOÐSTÓLUM RIFFLA FYRIR ÞAU SKOTHYLKI SEM HÉR ER VERIÐ AÐ FJALLA UM OG FRAMBOÐIÐ Á

D Æ M I U M G Ó Ð A N V E I Ð I R I F F I L E R S A K O V A R M I N T F R Á F I N N L A N D I O G R E M I N G T O N 40XB S E M E R H V O R T T V E G G J A Í S E N N G Ó Ð U R „ V A R M I N T “ R I F F I L L O G Á G Æ T I S M A R K R I F F I L L .

VERKSMIÐJUFRAMLEIDDUM RIFFLUM ÞVÍ GOTT.

SL25 VHF-talstöð kr. 25.500

RAFÖGN Ármúla 32 108 Reykjavík S: 588 5678

kúlan er 284 stykki kaliber getur það ekki staðist. Ef menn hins vegar setja komu fyrir framan, .28 eða .284, er það í lagi svo fremi að þeir láti tommutáknið („) eða nafnið fylgja í kjölfarið; .28“ eða .284 tomma sem samsvarar þá 28/100 eða 284/1000 úr tommu. Þegar breyta á kaliberum í millimetramál eða öfugt þykir nógu nákvæmt að deila eða margfalda með 4. Tökum dæmi: 7mm kúla jafngildir 28 kaliberum þar sem 4x7=28. Ef hið evrópska kúlumál 7.62 mm er margfaldað með 4 fæst talan 30.48 sem lækkuð niður verður 30 kaliber. Evrópska heitið yfir 30-06 Springfield er 7.62x63mm og 308 Winchester heitir á hernaðarmáli 7.62x51mm NATO, þannig að þetta gengur upp. Um bæði þessi skothylki er talað sem 30 kaliber enda þótt 4x7.62 sé ríflega 30. En hvernig stendur á því að þegar talað er um 7mm kúlu er ekki um að ræða kúlu sem er nákvæmlega 28/100 eða 28 kaliber heldur rúmlega það eða 284/1000 úr tommu (7.1mm)? Eins og sagt var hér að framan vísar orðið kaliber upphaflega til hlaupvíddar, þ.e.a.s. þvermáls hlaupsins og þvermáls kúlunnar sem skjóta á úr því. Þvermál hlaupsins er örlítið minna en þvermál byssukúlunnar. Það er vegna þess að hún verður að taka stýringu hinna spírallöguðu grópa sem skornar eru innan í hlaupið og ætlaðar eru til

þess að gefa kúlunni snúning (spinn) um sjálfa sig, en það gerir hana stöðuga á fluginu. Tökum sem dæmi riffilhlaup sem ætlað er fyrir 7mm (28 kalibera) kúlu. Hlaupið er að sjálfsögðu rifflað að innan (þaðan kemur nafnið riffill) og skiptast á grópir (grooves) og bakkar (lands). Rifflurnar eru skornar innan í hlaupið enda á milli, eins og gleiður gormur eða spírall. Þvermálið frá botni einnar grópar til botns annarrar, beint á móti, er þá 7.1mm eða 284 kaliber, sama þvermál og byssukúlan. Samsvarandi þvermál bakka á milli er einungis 7mm eða 28 kaliber sem skoðast sem hlaupvíddin. Þvermál kúlunnar er því aðeins meira en hlaupvíddin, eða sem nemur 0.004“ (0.1mm) í þessu tilfelli. Byssukúlan þarf því að þrengja sér í gegn um hlaupið og snýst um sjálfa sig vegna rifflanna í því. Hún er svo sjálf orðin mörkuð af rifflunum er hún kemur út um byssukjaftinn og nær stöðugleika á flugi sínu vegna snúningsins. etta ætti að auka skilning á því hvað um er að ræða þegar talað er um hlaupvídd og kaliber. Mér finnst samt sem áður góð og gild íslenska að segja hlaupvídd eða kaliber 30-06 þegar talað er um hlaupvídd skotvopna og stærð skotfæra.

Þ


Aukabúnaður á mynd: stigbretti RÚNA/C6864/LJÓSM.:MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

GALLOPER

kominn er til landsins nýr glæsilegur jeppi, Galloper, sem kostar aðeins frá 2.270.000.Galloper er þægilegur 7 manna jeppi, framleiddur með leyfi og undir eftirliti Mitsubishi Motors.

Galloper mikill jeppi á fólksbílaverði !

GALLOPER


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Veiðipróf fyrir sækjandi hunda OLGEIR GESTSSON

LABRADOR

stæða skrifa minna um veiðipróf fyrir sækjandi hunda er sú að ég hef orðið var við ýmsan misskilning gagnvart þessum prófum og líka að menn hafa gott af því að sjá hvað megi betur fara við þjálfun hundsins. Sumt fólk heldur að þetta sé keppni. Veiðiprófin eru ekki keppni. Svo eru aðrir sem halda því fram að það sé ekkert að marka þessi próf, að það sé ekki hægt að setja það á • “svið” hvernig einn ein-

Á

32

HUNDURINN

PATRIK (EIGANDI OLGEIR GESTSSON)

Í FRJÁLSRI LEIT VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR, Í SEFI.

PRÓFAÐ ER Í FJÓRUM stakur hundur stendur sig við veiðar. Það er misskilningur. Hundurinn gerir FLOKKUM: lítinn greinarmun á þessu. Þetta er allt sama vinnan í hans augum. Það er nghundaflokkur (UFL): Í UFL einn hundur prófaður í einu á ýmsu eru hundar sem á prófdaginn sem gæti hent við veiðar, svo sem staðsetningar á föllnum fuglum, eru 9-24 mánaða. blindar sóknir í fugla sem hundurinn sá aldrei falla niður, vatnavinna og • Byrjendaflokkur (BFL): Í BFL eru hundar eldri en 24 mánaða, sem hafa frjáls leit að fugli. Veiðiprófin eru ekki náð 1. einkunn þrisvar sinnum í eingöngu fyrir ættbókarfærða hunda. UFL. Hundur getur farið upp um

U


t s a t ó j k s ð a u t f Þa r ... u g n i p í klip

...Fyrir eða eftir veiðiferðina? Björgvin Björgvin og og Fausto Fausto á á Hársnyrtistofunni Hársnyrtistofunni Sandro Sandro eru eru glaðir glaðir byssumenn. byssumenn. Þeir Þeir geta geta sagt sagt margar margar veiðisögur veiðisögur og og eru eru þekktir þekktir fyrir fyrir að að ljúga ljúga hæfilega. hæfilega. Þeir Þeir kunna kunna líka líka að að hlusta hlusta á á góðar góðar sögur sögur til til að að bæta bæta íí safnið safnið sitt. sitt.

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

Á Á hársnyrtistofunni hársnyrtistofunni er er hægt hægt að að glugga glugga íí skotveiðitímarit skotveiðitímarit og og –bækur. –bækur.

Hársnyrtistofan Hársnyrtistofan Sandro Sandro Hverfisgötu Hverfisgötu 49 49 Tímapantanir Tímapantanir íí síma síma 551 551 5951 5951 flokk eftir að hafa fengið 1. einkunn landi og tvær sóknir í djúpt vatn. Skjóta skal a.m.k. þremur skotum í einu sinni í UFL eða BFL. prófi fyrir hvern hund, og skal hund• Opinn flokkur (OFL): Í OFL eru urinn vera í taumi þegar skotið er. hundar sem hafa fengið 1. einkunn í Engum skotum skal hleypt af meðan UFL eða BFL. Þeir hundar sem hundurinn er í vinnu. Nota skal létta hafa fengið 1. einkunn í OFL þrisvar bráð, t.d. rjúpu, önd eða máv. Haga sinnum, færast sjálfkrafa upp í skal prófi þannig að hægt sé að dæma (marking), stýringu ÚVFL og geta því ekki tekið þátt í staðsetningu OFL. Hundur sem einu sinni hefur hunds og sjálfstæða vinnu. verið skráður í ÚVFL, verður ekki skráður á annan hátt eftir það.

ing), stýringu hunds og sjálfstæða vinnu.

ÚVFL-A -próf er skipulagt sem eins dags veiðiferð. Lágmarksþátttaka er tveir hundar. Dómari getur mest dæmt sex hunda á dag. Lágmarksfjöldi fugla skal felldur. Minnst fjórar sóknir þarf til að einkunn sé gefin.

A

OFL • Úrvalsflokkur (ÚVFL-B og ÚVFLA): Í ÚVFL eru hundar sem náð hafa 1. einkunn í OFL.

UFL

OG

BFL

FL og BFL eru oft hafðir saman enda er útfærslan á prófinu sú sama. Hafa skal a.m.k. fjórar sóknir á fremur sléttu og þægilega yfirförnu

U

eitast skal við að hafa prófsvæðið sem líkast náttúrulegri veiðislóð, bæði land og vatn. Hafa skal fæstar sex sóknir, þar af a.m.k. tvær í vatni. Skjóta skal a.m.k. þremur skotum fyrir hvern hund í prófi, en hundurinn skal vera laus þegar skotið er. Þyngri bráð má nota en í UFL og BFL, t.d. gæs eða skarf. Haga skal prófi þannig að hægt sé að dæma staðsetningu (mark-

ÚVFL-B

L

eitast skal við að hafa prófsvæðið sem líkast náttúrulegri veiðislóð, en þó má umhverfi vera erfiðra yfirferðar en í OFL. Sóknir skulu vera fæstar fjórar á landi og þrjár í vatni. Sóknir skulu vera lengri en í OFL. Öll sóknarvinna, leitarvinna og • staðsetning (marking) skal

L

33


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

UMSAGNIR

DÓMARA

æma skal hæfni og vilja hunds til sóknar á dauðri bráð, bæði á landi og í vatni. Eftirfarandi skal dæma sérstaklega hjá hverjum hundi fyrir sig:

D

Þefvísi Fjarlægðarstjórnun Staðsetning Stöðugleiki Sóknarvilji Meðferð á bráð Sundhæfni og vinnuvilji í vatni Almenn hegðun Samstarfsvilji Sókn (frjáls leit) Hraði Úthald egar dómari telur sig hafa séð nóg til að geta dæmt hund getur hann stöðvað prófið þótt ekki sé búið að sækja alla bráð.

Þ

SÓKN (FRJÁLS

óknin skal vera þannig að hundurinn leitar svæðið ákveðið og skipulega. Sé þess óskað skal hundurinn leita ákveðið svæði. Hundur skal vera rólegur í nálægð lifandi, ósærðs fugls. Óákveðinn hundur dæmist niður. Ófullnægjandi LABRADOR HUNDURINN PATRIK KEMUR MEÐ SVARTFUGL. sóknir geta orðið til þess að dómari góðu ásigkomulagi. Bráðina má frysta stöðvar prófið. einu sinni, en hún skal vera vel þiðin fyrir prófið. Bráðinni er kastað fyrir HRAÐI OG ÚTHALD hundinn bæði á landi og í vatn. Einnig skal hundurinn leita að fuglum sem undur skal vinna með góðum hann hefur ekki séð falla. Þegar fugli hraða án þess þó að hæfileikinn er kastað er skoti hleypt af í sömu átt og kastað er. Skothvellur og útkast á til að staðsetja bráð fari forgörðum. fugli getur átt sér stað á meðan Hundur sem þreytist fljótt dæmist niður vegna úthaldsleysis. hundurinn er að vinna.

S

vera mun erfiðari en í OFL. Í ÚVFL skal hundur sækja blint í eða yfir vatn og verða fyrir ýmsum truflunum við vinnu, t.d. þannig að bráð er látinn falla rétt við hann í miðri sókn og skoti hleypt af og hundurinn látinn sækja bráð innan um gervifugla. Þess er krafist að hundar heiðri vinnu hvers annars. Á B-prófi skulu hundarnir sækja kalda bráð sem er í

• 34

LEIT)

H


Fagrit um skotveiðar og útivist

ÞEFVÍSI efvís hundur notar vindátt við leit þannig að hann fer skipulega yfir leitarsvæðið og hleypur nánast beint að bráð eftir að lykt af henni hefur slegið fyrir vit hans. Hundur skal geta rakið slóð á markvissan hátt. Hundur sem fer yfir sýnilega bráð, án þess að taka eftir henni, dæmist niður.

Þ

Veiðipróf fyrir sækjandi hunda Dómarablað Tegund: Labrador

Nr. í skrá: 6.

Nafn hunds: Patrik

Rásnr.:

Ættbókarnr.: 97-4640

Flokkur: OFL

Faðir: Genlines Aksel App

Kyn: Hundur

Móðir: Lóu-Arta

FJARLÆGÐARSTJÓRNUN undurinn á að hafa athygli á stjórnanda sínum og hlýða fljótt og örugglega skipunum sem honum eru gefnar, þrátt fyrir fjarlægð, bæði á landi og í vatni. Í UFL og BFL er eingöngu ætlast til að hundurinn fari í þá átt sem honum er vísað. Hundur sem ekki hlýðir endurteknum skipunum dæmist niður.

H

Eigandi: Olgeir Gestsson Stjórnandi: Sami

Metnir eiginleikar: Sókn: Mjög vel skipulögð sókn og les umhverfið í kringum sig af skynsemi. Hraði og úthald: Góður jafn hraði Nef: Virkilega gott og les landið vel. Fjarlægðarstjórnun: Tekur vel við skipunum stjórnanda og leysir verkefnin

STAÐSETNING

mjög vel út allt prófið. Staðsetningareiginleiki: Nákvæmur

undur skal geta staðsett og munað hvar einn eða fleiri fuglar falla og vera fljótur að sækja eftir skipun. Skilyrði er að hundurinn hafi góða yfirsýn yfir svæðið þar sem fuglinn fellur. Hleypa skal af skoti og haglabyssu beint í þá átt sem fuglinum er kastað. Séu bráðirnar fleiri en ein skal gæta þess að gott bil sé á milli fuglana. Sæki hundurinn ekki, getur dómari stöðvað prófið, sérstaklega í ÚVFL. Ef hundurinn hefur augljóslega ekki staðsett bráð, og leitar á röngum stöðum til að byrja með, dæmist hann niður fyrir það þó svo að hann finni bráðina að lokum.

H

Skotstöðugleiki: Rólegur og yfirvegaður Sóknarvilji: Góður Meðferð á bráð: Mjúk og stabíl og góðar afhendingar. Sundhæfni og vinnuvilji í vatni: Stórkostlegur Heildarmat: Mjög góður veiðihundur. Samstarfsvilji: Stórkostlegur. Samantekt á gagnrýni: Vinna hundsins í dag var virkilega vel útfærð. Hundurinn fylgdi vel skipunum stjórnanda og sýndi virkilega góðan samstarfsvilja. Einkunn: 1. einkunn

Besti hundur í OFL

Staður og dags: Hunkubökkum V-Skaft. 2/8 “98 Dómari: Jörn Holtan


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

dæma hundinn. Einnig er metið hversu auðveldlega hundur lætur að stjórn og eiginleikar hans sem „sækis“ við mismunandi aðstæður.

STÖÐVUN LABRADOR

HUNDURINN

egar skoti er hleypt af á hundurinn að vera rólegur og kyrr á sínum stað. Ef skotið er á meðan hundurinn er í vinnu skal hann ótruflaður ljúka sínu verki. Hundur sem sýnir lítinn stöðugleika er dæmdur niður fyrir það. Rjúki hundurinn af stað áður en skipun er gefin eða sýni mikla skothræðslu getur dómari stöðvað prófið og/eða dæmt hundinn úr prófi.

Þ

triði sem veita dómara rétt til þess að stöðva frekari þátttöku hundur hefur fundið bráð á hann að skila hunds í prófi: henni beint til stjórnanda. Dómari skal athuga bráð eftir að hundur hefur skilað Algerlega ófullnægjandi sóknir henni til stjórnanda. Ef hundur tyggur eða Ef hundur lætur ekki að stjórn bítur fuglinn dæmist hann niður. Ef hundSkothræðsla urinn missir eða fer illa með hann á annan Ef hundur fer illa með bráð hátt getur dómari stöðvað prófið. Ef hundur fer ekki út í vatn

OTUR (EIGANDI SIGURÐUR BEN. BJÖRNSSON)

STÖÐUGLEIKI

Á PRÓFI

SÝNIR FRÁBÆR TILÞRIF VIÐ SÓKN Í VATNI.

SUNDHÆFNI

OG

VINNUVILJI Í VATNI

A

ómari stöðvar ekki prófið nema að vel athuguðu máli. Ef dómari stöðvar próf skal hann vísa í eitthvað af ofantöldum atriðum og skýra það út fyrir þátttakanda.

D

el syndur hundur sem stekkur viljugur út í vatn og syndir með ákafa, þrátt fyrir gróður og aðrar EINKUNNARGJÖF SÓKNARVILJI hindranir, sýnir góða sundhæfni. Vatnshræddur hundur sem ekki fæst út UFL & BFL undur á, án ítrekaðra skipana, í vatn dæmist niður og má jafnvel að sækja bráð með hraða og dæma hann úr prófi. • Til þess að hljóta 1. einkunn í öryggi. Alvarlegra brot er ef hann þessum flokkum þarf hundurinn að skiptir á bráðum í sókn. Áhugi, hraði fara í gegnum allt prófið, sýna góða og einbeitni sýna sóknarvilja hans. ALMENN HEGÐUN samvinnu, mjög góðan vinnuvilja, Ef þvinga þarf hund til að þess að mikla sóknargleði og ekki gera nein sækja, eða ef hann hefur ekki • Hundur má ekki sýna árásarhneigð í stór mistök. prófi. nokkurn áhuga á því, getur dómari stöðvað prófið og dæmt hundinn úr • Hundur skal ekki láta aðra hunda • 2. einkunn fær sá hundur sem fer í hafa áhrif á sig í prófi. prófi. Í vafatilfellum skal ákvörðunin gegnum allt prófið, sýnir góðan • Hundur má ekki gelta eða væla í byggjast á fleiru en einu atriði. vinnuvilja og sóknargleði, en litið er prófi. fram hjá mistökum sem sýnilega eru • Ef hundur sýnir eitthvað af ofanvegna ungs aldurs og/eða skorts á MEÐFERÐ Á BRÁÐ töldum atriðum dæmist hann niður. þjálfun.

V

H

kki má sjá á bráð eftir að hundur hefur SAMSTARFSVILJI • Hundur sem sýnir vinnuvilja og sótt hana. Hann skal halda bráðinni sóknaráhuga, en gerir þó einhver vel í kjaftinum þannig að hann missi hana ilji til þess að vinna með mistök sem mætti rekja til ungs aldurs ekki og að hún hindri ekki stjórnanda og vinnuvilji hundsog/eða skorti á þjálfun, fær 3. einkunn, • eðlilegar hreyfingar hans. Þegar ins er grunnur þess að hægt sé að þó svo hann klári ekki allt prófið.

E

V

36


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

OFL

ÚVFL A

OG

B

ll notkun á gaddakeðjum, rafmagnsólum og því líku er bannað úrvalsflokki A & B á að gera á prófi. Einnig er harkaleg ögun á hundi miklar kröfur til vinnu hundsins. bönnuð meðan á prófi stendur.

. einkunn hlýtur sá hundur sem fer í gegnum allt prófið af öryggi og leysir verkefnin svo til fullkomlega og þannig að dómara sýnist þar fara • Til þess að hljóta 1. einkunn þarf hundurinn að fara í gegnum allt góður veiðisækir. prófið á framúrskarandi hátt og leysa . einkunn fær sá hundur sem öll verkefni fullkomlega rétt og að fer í gegnum allt prófið þokkadómari álíti viðkomandi hund lega vel en gerir smávægileg mistök frábæran veiðisæki. sem draga hann ekki niður. • Hundur fær 2. einkunn fyrir að hafa il þess að fá 3. einkunn þarf farið í gegnum allt prófið, sýnt hundurinn að hafa sýnt góða ágæta vinnu og leyst öll verkefni svo vinnu og mikinn áhuga. Þrátt fyrir til villulaust. nokkur mistök á ekki að útiloka hann frá einkunnargjöf, þó svo að hann • Til þess að fá 3. einkunn þarf ljúki ekki við prófið. hundurinn að fara í gegnum allt prófið, sýna góða vinnu og leysa öll verkefnin án stórra mistaka.

1 2 T

Ö

Í

f fólk hefur áhuga á að fræðast meira um veiðipróf, þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um þau á skrifstofu HRFÍ eða hafa samband við veiðiprófsdómara fyrir retrieverhunda. Fyrir þá sem ætla sér að nota hund við veiðar þá er markviss þjálfun nauðsynleg. Veiðiprófin eru til þess að fá hlutlausan aðila til að sjá hvort sú þjálfun hefur komist til skila. Það er von mín að þeir sem nota retrieverhunda til veiða mæti á veiðiprófin til að athuga hvað megi betur fara við þjálfun hundsins. Það er ekkert leiðinlegra en að eyða veiðitúrnum í strögl við hundinn sinn. Ég læt fylgja með umsögn í OFL um einn labrador hund.

E


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Veiðimenn eru oft bestu náttúruverndarmennirnir VIÐTAL

VIÐ

STEINGRÍM J. SIGFÚSSON SKOTVEIÐAR VORU EÐLILEGUR HLUTI AF TILVERUNNI ÞEGAR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALÞINGISMAÐUR VAR AÐ ALAST UPP Á GUNNARSSTÖÐUM Í ÞISTILFIRÐI. BYSSAN VAR NOTUÐ TIL AÐ AFLA LÍFSBJARGAR OG GJARNAN HÖFÐ MEÐ TIL SJÓS EÐA UPP Á HEIÐAR. ÞEGAR HAUSTAÐI VAR LEGIÐ FYRIR GÆS OG GENGIÐ TIL RJÚPNA AUK ÞESS SEM HLUNKAÐ VAR Á FLUGVARGINN ÁRIÐ UM KRING. NÚ ÞYKIST ÞINGMAÐURINN HEPPINN EF HANN KEMST Í EINN RJÚPNALEIÐANGUR Á ÁRI. teingrímur segist hafa haft áhuga á veiðiskap frá því hann fór að muna eftir sér. Það skipti ekki máli hvort um var að ræða skotveiði, stangveiði eða netaveiði. Líkt og flestir bændur í sveitinni kunni faðir Steingríms, Sigfús A. Jóhannsson bóndi, vel að fara með skotvopn og stundaði hann skotveiðar á yngri árum. Steingrímur var ekki hár í loftinu þegar hann fór að fara með til veiða. „Þetta var allt í senn eðlilegur hluti af því að nýta náttúruna, áhugamál og tómstundagaman. Menn notuðu gjarnan frístundir til veiða,“ segir Steingrímur. Honum þykir það eðlilegur þáttur í því að búa á svona slóðum, þar sem góðar veiðilendur eru

S

LJÓSM. HAUKUR SNORRASON

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON

ALÞINGISMAÐUR FÓR UNGUR AÐ HANDFJATLA

BYSSUR OG REYNIR AÐ GANGA TIL RJÚPNA Á HVERJU ÁRI.


Fagrit um skotveiðar og útivist

taldar til hlunninda, að stunda veiðimennsku. „Menn veiddu sér til matar fyrst og fremst. Hugtakið „sportveiðimennska“ held ég að hafi ekki verið mönnum tamt í munni á þeim árum.“ Steingrímur á þrjá bræður á líku reki og segir að þeir hafi snemma farið að stunda veiðar, svo snemma að það sé tæplega hægt að segja frá því svona opinberlega!

bróðir minn, sem nú er bóndi á Gunnarsstöðum, á nær hverju hausti í rjúpnaveiðiferðir. Þá var gjarnan gist í gangnamannakofum inni á Þistilfjarðaheiðunum og gengið til rjúpna tvo til þrjá daga í röð.“ Bræðurnir létu heldur ekki sitt eftir liggja við gæsaveiðar. teingrímur hefur reynt að halda þeim sið síðan að ganga til rjúpna á hverju hausti, ýmist með bræðrum sínum eða kunningjum. Vegna anna við stjórnmál og þingstörf hefur skotveiði alþingismannsins nú seinni árin miðast við að komast í einn sæmilegan rjúpnaveiðitúr á ári. Takmarkið er að veiða í jólamat fjölskyldunnar. Þegar því er náð er veiðum hætt. Steingrímur segist aldrei hafa selt fugl sem hann hefur veitt né hafa áhuga á því. Hann er þeirrar skoðunar að menn eigi að takmarka veiðar að mestu við eigin not.

S

að var ekki síst Ari heitinn Aðalbjörnsson bóndi í Hvammi sem kenndi Steingrími og Jóhannesi eldri bróður hans að fara með byssur. „Ari var mikill veiðimaður og skytta af guðs náð, ótrúlega heppinn og hittinn.“ Til dæmis um það rifjar Steingrímur upp sögu af því þegar kom nýr riffill með stórri hlaupvídd í Þistilfjörðinn. Bræðurnir á Gunnarsstöðum voru ásamt Ara að stilla miðunarsjónaukann á rifflinum. „Riffillinn var ekki fullstilltur og setti enn of hátt þegar komu gæsir og að dregur úr því að menn fari hlömmuðu sér niður um 300 metra offari við veiðar. Mér finnst þaðan sem við vorum. Það var ekki að sökum að spyrja, Ari miðaði og skaut. það líka liggja í eðli þessarar athafnar Ein gæsin steinlá, skotin í gegnum sem ákveðinnar tengingar við okkar hausinn á þessu langa færi!“ gamla veiðimannasamfélag. Ég þekki dálítið til í Grænlandi. Þar sem um unglingsárum tók Steingrímur takmarkanir er að ræða, eins og í bekk utan skóla og var samfellt veiðum á hreindýrum og sauðnautum, heima á Gunnarsstöðum vor og sumar. er veiðirétti útdeilt sem búsílagi fyrir „Snemma vors var ég mikið í kringum hverja fjölskyldu. Það myndi hugnast kindur á hesti og fór þá sjaldan út án mér betur en einhver atvinnumennska þess að hafa með mér byssuna. Ég á í þessu eða sala á veiðirétti. Hófsamleg mjög góðar endurminningar frá þessu nálgun á allan hátt finnst mér vera það brasi.“ hugarfar sem á að leggja til grundvallar við skipulagningu þessara mála.“

Þ

„Þ

Á

GENGIÐ

TIL RJÚPNA

Steingrími tekst ekki alltaf að veiða teingrímur fór í Menntaskólann á í jólamatinn, eins og til dæmis Akureyri og las síðan jarðfræði til síðastliðið haust. B.Sc.-prófs og kennslu- og uppeldisfræði við Háskóla Íslands. „Á skólaað var mér til mikillar árum mínum fórum við Jóhannes eldri skapraunar, en ég varð að láta

S

„Þ

Allt í skotveiðina á góðu verði SKOTFÆRI BYSSUR BYSSUPOKAR FLAUTUR HRE INSISETT ÁTTAVITAR SJÓNAUKAR FE LUNET RJÚPNAVE ST I ULL ARNÆRFÖT HLÍF‹ ARFATNA‹ UR GÖNGUSKÓR VE I‹ ISKÓR SOKKAR ÖRYGGISBÚNA‹ UR OG MARGT FLEIRA

Grandagarði 2, Rvík, sími 552 8855


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

mig hafa það. Ég var einfaldlega svo upptekinn og svo afbrigðilegar aðstæður í pólitíkinni að ég komst ekki til rjúpnaveiða. - En það á ekki að endurtaka sig,“ segir Steingrímur vongóður. Þrátt fyrir að hafa ekki komist til veiða í haust er leið þurfti þingmaðurinn ekki að kaupa rjúpur. Hann segist hafa átt birgðir frá fyrra hausti sem voru í góðu lagi, enda vel um aflann búið.

Á

HEIMASLÓÐ

g fer yfirleitt ekki til veiða nema á mínum heimaslóðum,“ segir Steingrímur. „Stór hluti af þessu er að vera með sínum félögum, útiveran og samneytið við náttúruna. Mér finnst það skipta miklu að vera á landi sem ég þekki og þar sem ég þekki aðstæður, rifja upp kynnin. Heimsækja náttúruna þar sem maður hefur lært að skilja hana og virða. Ég hef aðeins prófað en ekki haft eins gaman af því að fara á veiðar annars staðar.“

„É

leita að henni. Ég var kominn með um kannski búið að narta lítið eitt í hvern 20 rjúpur eftir þrjá tíma.“ og einn.“

DÝRAVEIÐAR

Á

NÝJA-

SJÁLANDI Aldrei hefur Steingrímur farið á hreindýraveiðar hér á landi en einu sinni reyndi hann við veiðar á hjartardýrum hinum megin á hnettinum. Hann var þá skiptinemi á Nýja-Sjálandi. Á miðbiki eyjarinnar eru miklir skógar sem var plantað í atvinnubótavinnu á kreppuárunum. Nýsjálendingar fluttu síðar inn ýmis skógardýr, sem ekki voru til sem villtir stofnar í landinu, og slepptu þeim í skógana.

UMHVERFISVERND

þessa skóga fórum við til veiða og vorum vopnaðir stórum rifflum sem áttu að duga á þessar stóru skepnur. Ég var með með gífurlega mikinn Lee Enfield-herriffil sem var svo þungur að á honum var sérstök axlaról til að halda honum uppi,“ segir Steingrímur. Ekkert felldu þeir Steingrímur segist ekki hafa lent í hjartardýrið en veiddu eitt villisvín. neinum teljandi svaðilförum, en sumar veiðiferðir séu óneitanlega teingrími þótti gaman að prófa eftirminnilegri en aðrar. veiðar við svo framandi aðstæður. Raunar var hróður hans sem skyttu il dæmis lenti ég í afar orðinn töluverður á búgarðinum þar skemmtilegri rjúpnaveiði í sem hann dvaldi. Bráðin var pokarotta hitteðfyrra. Við fórum að kvöldlagi í (opossum) sem spillir ávaxtauppskeru gangnakofa inn á Þistilfjarðarheiði og bænda. „Þetta er mjög klókt kvikindi, gistum þar. Sáum einstöku sinnum erfitt að veiða það í gildrur og duglegt fljúgandi fugla í myrkrinu á leiðinni, að fela sig. Það bjó um sig í trjám á en létum þá eiga sig. Þegar við daginn, en þarna eru mikil manoka-tré vöknuðum í birtingu morguninn eftir og tröllatré (eucalyptus), svo það var var dálítil þoka á hnjúkum. Við fórum ekki nokkur leið að sjá dýrið. Það samt af stað og þetta varð einhver læddist niður á nóttunni svo það var skemmtilegasta veiði sem ég hef lent í. erfitt að verjast því. Þetta kvikindi Rjúpan var frekar róleg, flaug stutt. hegðaði sér líkt og minkur í Maður rataði og vissi hænsnahúsi, spillti miklu meira en það • nákvæmlega hvar átti að át. Eftir nóttina lágu ávextir um allt og

„Í

S

„T

42

ina veiðiaðferðin sem dugði var að fara út á kvöldin þegar orðið var vel dimmt og bregða sterku ljósi upp í trén. Þá glytti oft í augu pokarottunnar skamma stund og þurfti snögga skyttu til að bregða byssu og fella meindýrið. Skotæfingar Steingríms í Þistilfirðinum komu þarna að góðum notum enda reyndist hann einna hittnastur búgarðsmanna, þótt hann væri enn innan við tvítugt. Hann var því gjarnan útnefndur skytta í þessum veiðiferðum. Oft náðist að hreinsa alveg trén í kringum ávaxtagarðana og þótti það góður árangur.

E

OG VEIÐAR

Sem kunnugt er veitir Steingrímur forystu Vinstrihreyfingunni - Grænu framboði sem meðal annars leggur áherslu á umhverfisvernd. Hvað finnst honum um það sjónarmið að umhverfisvernd og veiðar á villtum dýrum fari illa saman? g skil vel að mönnum þyki þetta í byrjun. En þá er að því að hyggja að það eru önnur sjónarmið og hefðir sem líka verður að sýna tillitssemi. Við erum veiðimannaþjóðfélag, mörg fædd og uppalin í umhverfi eins og ég er, höfum kynnst þessu frá blautu barnsbeini. Þetta er hluti af mínum menningarheimi.

„É

g tel einnig að við megum ekki gerast of firrt. Við erum þjóð sem lifir á nýtingu lífrænna auðlinda að verulegu leyti. Það er margt í sögu okkar, menningu og lífsháttum sem er órjúfanlega tengt veiðimannasamfélaginu. Ég nefni sem dæmi matarmenninguna og íslenskan veislumat.

É


Fagrit um skotveiðar og útivist

Villibráðin leikur þar stórt hlutverk. Þótt ég sé umhverfisverndarmaður þá er ég ekki friðunarsinni sem slíkur. Ég er alveg eins nýtingarsinni, hlynntur því að menn nýti náttúruna skynsamlega. Ég dreg ekki neina markalínu á milli dýrategunda í þeim efnum. Ég lít svo á að öll lifandi náttúra sé í raun undir sömu lögmál seld. Það sé ekki siðferðislegur eðlismunur á fiskveiðum og veiðum á spendýrum.“

þeim sem svona eru, en ég tel það síður en svo. Sagan sýnir að veiðimenn eru oft bestu náttúruverndarmennirnir og þeir eiga að vera það. ærifaðir minn í þessum efnum að ýmsu leyti var sá annálaði veiðimaður Stefán heitinn Jónsson fréttamaður. Ekki það að við færum mikið saman til veiða en ég las bækur hans og við ræddum oft heimspekilegar og siðferðilegar hliðar veiðiskapar og umhverfisverndar. Við urðum sammála um að þetta væru ekki mótsagnir heldur í raun væri það alveg rökréttur hluti af því að vera umhverfisverndarmaður og náttúruunnandi að vera jafnframt veiðimaður, að minnsta kosti í okkar umhverfi og menningu.

L

teingrímur telur að umhverfisvernd og nýting á náttúrunni fari mjög vel saman. „Sem veiðimaður ber ég mikla virðingu fyrir náttúrunni og nálgast bráðina nánast með lotningu. STEINGRÍMUR SVIPAST UM EFTIR SEL VIÐ STRÖND VESTURÉg veiði ekki rjúpu af því að mér sé illa GRÆNLANDS. Á YNGRI ÁRUM VAR STEINGRÍMUR SKIPTINEMI Í NÝJA-SJÁLANDI OG FÓR ÞAR Á HJARTARVEIÐAR AUK við hana, heldur þvert á móti! Hún er ÞESS AÐ FRIÐA ÁVAXTAGARÐA BÆNDA FYRIR ÁGANGI POKAROTTA. einhver fallegasti fugl sem um getur umir vilja láta hina villtu náttúru og mér afar kær. Sumum finnst þetta algjörlega óáreitta í þeim skiln- þá vaknar spurning um hvar eigi að vera mótsögn og að það hljóti að vera einhver tilfinningalegur þverbrestur í ingi að þeir vilja ekki stunda veiðar. En draga mörkin. Hvenær verður einhver

S

S

s j ó n a u k a r


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

nýting réttlætanleg? Ég býst við að þessu sama fólki finnist í lagi að við stundum fiskveiðar, slátrum húsdýrum til afurða og sláum gras! Í öllum tilvikum er verið að grípa inn í náttúruna.“

INNFLUTNINGUR

VEIÐIDÝRA

Nýsjálendingar fluttu inn hjartardýr og slepptu í sína skóga. Finnst þingmanninum koma til greina að flytja inn nýjar dýrategundir, fugla og ferfætlinga, og sleppa þeim í ört vaxandi skóglendi hér á landi? uðvitað getur það komið til greina. Náttúran hér samanstendur að hluta til af tegundum sem við höfum flutt inn. Hreindýrin eru hér af mannavöldum og eins má nefna margar trjátegundir sem verið er að planta og eru ekki náttúrulegar í landinu. Ég útiloka ekki slíka hluti, en þarna verður að fara ákaflega varlega. Mér finnst ekki koma til greina að gera slíkt nema að undangengnum mjög vönduðum rannsóknum og mikilli umræðu um það út í hvað er verið að fara. Það er alltaf mikið vandaverk að grípa inn í gang náttúrunnar. Í fljótu bragði sé ég ekki að það sé raunhæft að við sleppum hér fleiri tegundum af grasbítum eða stórum spendýrum, svo dæmi sé tekið. Ég held að hreindýrin séu nóg, enda að mörgu leyti eðlilegur kostur. Mér hefur reyndar alltaf þótt svolítið dapurlegt að sauðnautin skyldu ekki dafna hér eða svo klaufalega að tilrauninni með þau staðið að þau náðu sér ekki á strik.“

„A

teingrími þykir nokkru öðru gegna um fugla en ferfætlinga, því alltaf eru að flækjast hingað nýjar fuglategundir,

S

• 44

sem sumar hverjar ílendast. Almennt þykir honum þó vanta skýrari stefnu um hvernig eigi að taka ákvarðanir um flutning á framandi tegundum inn í íslenska náttúru, hvort sem eru plöntur eða dýr. „Það má líka spyrja hvort við séum ekki með nóg, til dæmis til fuglaveiða? Hér eru gæsir, endur og fleiri tegundir sem má veiða á ýmsum tímabilum. Mér finnst við í raun vera ágætlega sett og jafnvel öfundsverð fyrir það að hér geta allir komist til veiða. Það er ekkert sjálfgefið hér í nágrannalöndum þar sem þéttbýlið er meira og strangari reglur.“

LANDLAUSIR

SKOTVEIÐIMENN

Landréttarmál brenna heitt á íslenskum skotveiðimönnum, enda margir „landlausir“ í þeim skilningi að eiga ekki lönd og búa í sveitarfélögum sem hafa ekki bein áhrif á stjórn hálendisins. Einnig eru uppi hugmyndir um stækkun og fjölgun þjóðgarða og friðlanda sem kunna að skerða aðgang að hefðbundnum veiðilendum. Hvað finnst Steingrími um þau mál? að eru vissir árekstrar milli ólíkra markmiða sem við verðum að horfast í augu við og viðurkenna að er ekkert óeðlilegt að komi upp. Þarna þarf að finna lausnir sem menn geta sæst á. Annars vegar þeir sem vilja búa til friðlönd þar sem menn geta notið þess að komast í samneyti við algjörlega ósnortna náttúru og ótruflað dýralíf. Dæmi um það er friðlandið á Hornströndum þar sem refir jafnvel éta úr lófa ferðamanna, ef rétt er sagt frá. Hins vegar er hitt sjónarmiðið sem ég hef mikla samúð með og skil vel, að sem flestir geti átt þess kost að njóta

„Þ

STEINGRÍMUR ER JAFNVÍGUR Á STÖNG OG SKOTVOPN. MYNDIN ER TEKIN Á BLEIKSMÝRARDAL ÞEGAR STEINGRÍMUR GEKK ÁSAMT FLEIRUM AF SPRENGISANDI OG NIÐUR Í FNJÓSKADAL. MENN VEIDDU SÉR TIL MATAR Á LEIÐINNI.

náttúrunnar á þann hátt sem þeim er eiginlegt. Til dæmis veiðimenn að ganga til veiða. Ég er þeirrar skoðunar að landið hljóti að vera nógu stórt til að leysa farsællega úr þessu öllu saman. Ég bendi þar á möguleikana sem felast í ráðstöfun lands í opinberri eigu, sem eru þjóðlendur og ríkisjarðir. Þá má minna á opnun landa Skógræktarinnar fyrir almenningi. Einnig að skotveiðimenn og bændur nái góðu samstarfi sín í milli. Ekki spillir að þetta geti orðið tekjulind og búgrein sem styrki byggðina í sveitunum. ér finnst einnig koma til greina einhvers konar „B-stigs friðun“ á vissum verndarsvæðum, sem fæli í sér mögulegar veiðar. Verndarsvæði, sem væru ekki beint þjóðgarðar, og sem fælu ekki í sér algera friðun. Landið er stórt og möguleikarnir miklir. Við eigum að teljast mjög gæfusöm að hafa þá miklu útivistar- og veiðimöguleika sem landið býður upp á. Fyrir fámenna þjóð í svona stóru landi hljóta þessi sambúðarvandamál að vera auðleystari en víða annars staðar.“

M

VIÐTAL: GUÐNI EINARSSON


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Söltuð gæs að hætti Sæmundar ÓVENJULEGUR

RÉTTUR OG LJÚFFENGUR Á OPIÐ HÚS SKOTVÍS, FYRSTA MIÐVIKUDAG HVERS MÁNAÐAR, HAFA KOMIÐ MARGIR GÓÐIR GESTIR. MEÐAL ÞEIRRA ER SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON MATREIÐSLUMEISTARI. SÆMUNDUR FJALLAÐI M.A. UM MATREIÐSLU Á GÆS. MEÐAL ÞEIRRA UPPSKRIFTA SEM VAKTI HVAÐ MESTA ATHYGLI VAR UPPSKRIFT Á SALTAÐRI GÆS. Í NORÐUR-EVRÓPU, T.D. Í SUÐUR-SVÍÞJÓÐ OG Í DANMÖRKU, ER ÞAÐ GÖMUL OG VINSÆL MATREIÐSLUAÐFERÐ AÐ SALTA GÆS. SÖLTUÐ GÆS Á NORÐURLÖNDUM KALLAST SPRENGD GÆS OG ÞYKIR HÚN EINKAR LJÚFFENG, EN GÆSIN ER SÖLTUÐ OG SOÐIN. ÞETTA ER ÞVÍ AUÐVELD MATREIÐSLUAÐFERÐ. ÞAÐ SEM MESTU MÁLI SKIPTIR ÞÓ ER AÐ ÞETTA ER AFSKAPLEGA BRAGÐGÓÐUR RÉTTUR ÞAR SEM GÆSIN ER GJÖRNÝTT EF SVO MÁ SEGJA. SJÓÐA MÁ GÆSINA ÁÐUR OG TAKA HANA SVO MEÐ Í SUMARBÚSTAÐINN EÐA Á GÆS EÐA RJÚPU. MEÐ ÞESSUM RÉTTI ER GOTT AÐ HAFA KRÖFTUGT VÍN FRÁ SPÁNI.

MYND: HAUKUR SNORRASON

SÆMUNDUR

Á VEITINGASTAÐ SÍNUM

Á

NÆSTU GRÖSUM.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Söltuð gæs (fyrir 4-6) Hráefni fyrir söltun: 1 stk. gæs 6 lítrar vatn 1 1/2 kg. salt (fínt) 10 stk. svört piparkorn 5 stk. lárviðarlauf

HRÁEFNI

FYRIR ELDUN:

2 stk. meðal stórir laukar, skornir í báta 6 stk. svört piparkorn 4stk. lárviðarlauf 3 greinar ferskt timjan (eða 1/2 tsk. þurrkað) 2 stórar gulrætur, skornar • gróft.

48

HRÁEFNI

FYRIR SÓSU:

500 ml. soð af gæsinni 60 ml. gott rauðvíns edik 175 gr sýrður rjómi 4 greinar ferskt timjan

AÐFERÐ: Söltun: Takið ca. tvo lítra af vatninu og sjóðið með saltinu. Þegar saltið er uppleyst þá er restinni af vatninu hellt út í og kælt. Gæsin er sett heil í saltvatnið og hún látin liggja í þar í 8 tíma. Athugið að vatnið verður að fljóta yfir allri gæsinni.

Eldun: Gæs ásamt öllu hráefninu er sett í pott með vatni, athugið vatnið á að fljóta yfir gæsinni. Þetta er sðið yfir vægum hita þar til gæsin er soðin (fer eftir aldri fuglsins, seigur fugl þarf 2-2 1/2 tíma). Meðlæti: T.d. gulrætur, sellerírót, rófur, steinseljurót, kartöflur og laukur. Þetta passar best soðið. Sósa: Ca. 500 ml. af soðinu af gæsinni er sett í blandara með 60 ml. af góðu rauðvínsediki, 175 gr. sýrðum rjóma og timjan. Þessu er blandað vel saman. Smakkað til með pipar og ef til vill smá smjöri. Sett í pott og hitað upp að suðu, áríðandi er að þetta sjóði ekki.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Úr siðareglum SKOTVÍS Beittu ekki veiðiaðferðum sem valda bráðinni óþarfa kvölum a) Skot á að deyða bráðina á augabragði. Til þess að komast hjá því að særa dýr skaltu gæta þess að: - skjóta ekki af of löngu færi - ekkert beri milli þín og bráðarinnar - skjóta ekki nema yfirgnæfandi líkur séu á því að hitta vel b) Sært veiðidýr skal aflífa hið skjótasta. Finnist dýrið ekki á skotstað skal einskis látið ófreistað að leita það uppi.

Teldu fjölda dýra ekki mælikvarða á góðan veiðimann, eða vel heppnaðan veiðidag a) Góður veiðimaður stærir sig ekki af feng sínum og keppir ekki við aðra um fjölda veiddra dýra. b) Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi.

Farðu vel með veiðibráð a) Farðu vel með feng þinn og spilltu honum ekki. b) Vandaðu aðgerð og tilreiðslu bráðar.

Færðu veiðibækur af kostgæfni og taktu virkan þátt í verndun veiðidýra a) Færa ber veiðibækur og halda þeim til haga. Veiðiskýrslur eru þýðingarmikil gögn við rannsóknir á veiðidýrum. b) Veiðimaður ætti að leggja sitt af mörkum í baráttu gegn brotum á veiðilöggjöfinni.

Fiskislóð 137A 101 Reykjavík S. 562 0095

Söluaðilar: Hlað sf. Útilíf Vesturröst Veiðihornið Veiðilist Veiðivon Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður

Gömlu kirkjunni á Stöðvarfirði hefur verið breytt í gististað fyrir svenfnpokagistingu með eldunaraðstöðu. Sturta og allt tilheyrandi er í húsinu. Hver sem er getur komið í skemmri eða lengri tíma í gistingu en pláss er fyrir 6-10 manns. Hægt er að komast á svartfugla-, gæsa- og rjúpnaveiðar. Hvort sem heldur er hægt að fá leigðan Econoline-húsbíl (4x4) eða Landcruiser-jeppa með bílstjóra til að komast á fuglaveiðisvæðið, en það er styst innan við klukkutíma akstur frá Stöðvarfirði, eða lengra. Góður bátur er til svartfulgaveiða. Yfir veturinn, ef nægur snjór er, er möguleiki á að fara á snjósleða með fylgdarmanni. Leitið upplýsinga hjá Birgi Albertssyni í símum 475-8819 og 892-3319 eða á myndsendi 475-8938.

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

Tilkynning!


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

SKOTVÍS til Minnesota MENNINGAR-,

SKEMMTI- OG FRÆÐSLUFERÐ

MYND: HAUKUR SNORRASON.

GLAÐIR SKOTVÍS-FÉLAGAR

að hafði lengi staðið til hjá stjórn MINNESOTA SKOTVÍS að efna til sameiginlegs ferðalags fyrir félagsmenn. Ljóst egar Flugleiðir hófu áætlunarflug var að það væri erfiðleikum háð að fara til Minnesota var ljóst að þetta í veiðiferð því slíkar ferðir eru frekar væri áhugaverður áfangastaður fyrir dýrar og í þær komast félagsmenn SKOTVÍS. Minnesota• aðeins fáir einstaklingar. búar eru mikið útivistarfólk og eru

Þ

Þ

50

FYRIR UTAN

CABELA’S.

skotveiðar ákaflega vinsælar þar. Þá er mjög kalt í Minnesota yfir vetrartímann. Í verslunum er því á boðstólum margskonar varningur sem hentar okkur Íslendingum prýðisvel. Þá sakar ekki að í Minnesota er ein stærsta útivistar- og veiðiverslun heims


Fagrit um skotveiðar og útivist

sem íslenskir veiðimenn þekkja vel til og er hér auðvitað átt við Cabela’s. Ekki má svo gleyma að í Minnesota er stærsta verslunarmiðstöð heims, Mall of America. Þá er ýmislegt annað skemmtilegt hægt að gera en að versla. Í tvíburaborgunum Minneapolis og Saint Paul er mikið framboð af menningu og afþreyingu.

HÚSMÆÐUR

MÁLA BÆINN

RAUÐAN

að sem gerði útslagið að við hjá SKOTVÍS brugðum undir okkur betri fætinum og ákváðum að bregða okkur til Minnesota var að húsmæðrafélag, líklegast úr Garðabæ, hafði farið í verslunarferð til Minnesota. Á leiðinni út höfðu nokkrar kvennanna fengið sér aðeins of mikið neðan í því. Skipti engum togum að þegar lent var á flugvellinum í Minneapolis - St. Paul lenti einhver húsmæðranna í slagsmálum við tollverði og lögreglu í flugstöðinni. Barst leikurinn víðar og vakti töluverða athygli. Leikar fóru svo að húsmóðurinni var stungið í fangelsi og síðar send heim. Var þetta mikill álitshnekkur fyrir okkur Íslendinga. Ýmsir ónefndir aðilar í ferðamálum fóru því að huga að því hvernig best væri að bæta ímynd íslenskra ferðamanna í Minnesota. Kom til tals að senda þangað fólk úr einhverjum trúarsöfnuði eða félaga í góðu ungmennafélagi. Það sem var verið að leita að var félag þar sem félagsmenn væru nærgætnir hver við aðra og samborgara sína, kurteisir, hófsamir á öllum sviðum en þó léttir, skemmtilegir, siðsamir og prúðir. Við nákvæma leit kom aðeins eitt félag til greina þar sem félagsmenn uppfylltu öll þessi skilyrði og þetta félag var einmitt

Þ

Skotveiðifélag Íslands. Stjórnin ákvað því í framhaldi af því að efna til ferðar til Minnesota og voru í þeim tilgangi pöntuð 20 sæti hjá Flugleiðum. Við höfðum til að byrja með nokkrar áhyggjur af því hvort okkur tækist að fylla þessi sæti. Þessar áhyggjur reyndust óþarfar því eftir að ferðin var auglýst varð nánast sprenging, ljóst var að það hafði verið mikil þörf fyrir sameiginlegt ferðalag fyrir félagsmenn í SKOTVÍS. Í stuttu máli sagt seldust ekki aðeins þessi 20 sæti heldur 100 sæti og það nánast á stundinni. Því varð að fara tvær 50 manna ferðir í staðinn fyrir eina 20 manna eins og ráðgert var í upphafi. Það sem var verra í þessum efnum var að hátt í 20 manns komust ekki með því báðar ferðirnar fylltust á svipstundu. að var glaður og spenntur hópur SKOTVÍS-félaga sem hittist í Flugstöð Leifs Eiríkssonar miðvikudag einn í byrjun febrúar síðast liðnum. Var mjög til þess tekið af starfsfólki Flugstöðvarinnar hvað félagsmenn SKOTVÍS voru snyrtilegir og prúðir. Sömu sögu höfðu flugfreyjurnar í flugvélinni sem flutti okkur til Minnesota að segja. Ferðin út gekk ljómandi vel nema hvað yfir Grænlandi var mikill órói og urðu margir farþeganna mjög hræddir – nema hugprúðir félagsmenn SKOTVÍS. Þeir hugguðu skelfingu lostna farþega, þurrkuðu framan úr börnum sem höfðu kastað upp og héldu utan um og hugguðu eldri konur sem skulfu af geðshræringu. Þegar komið var til Minnesota gengu félagsmenn SKOTVÍS frá borði með alla sína pappíra í lagi og rétt út fyllta. Tollverðir og lögregla á flugvellinum voru með nokkurn viðbúnað við komu Íslendinganna, en þegar þessir hörðu naglar kynntust hinum ljúfu SKOTVÍS-félögum trúðu þeir ekki sínum

Þ

FÉLAGI RÓBERT SCHMIDT

MEÐ FALLEGAN FASANA ÚR ÓGLEYMANLEGRI FERÐ.

eigin augum. SKOTVÍS-félagarnir voru afar kurteisir, brosmildir og ljúfir. Þeir óskuðu starfsfólkinu alls hins besta, báðu fyrir kveðju til maka og barna. Harðgerður og hávaxinn lögreglumaður sem hafði lent í ýmsu gat ekki haldið aftur af sér og augu hans fylltust af tárum þegar hann horfði á SKOTVÍS-félagana ganga út. Heyrðist lögreglumaðurinn tuldra fyrir munni sér: “Ég vissi ekki að Íslendingar væru svona yndislegt fólk”. Þegar komið var á hótelið fengu menn sér snarl eða létta máltíð á hótelinu og á veitingastöðum í nágrenninu. Var svo gengið snemma til náða.

• 51


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

CABELA’S

SKOTIÐ

orguninn eftir var svo haldið til Cabela’s. Mjög margir félagar höfðu vaknað fyrir allar aldir af spenningi. Eftir bandarískan morgunverð var tímanum eytt með því að horfa á helgistund í sjónvarpinu. Ferðin til Cabela’s tók klukkutíma. Í stuttu máli má segja að þessi risastóra verslun sé ótrúlegur ævintýraheimur. Mikilfenglegust eru öll uppstoppuðu dýrin sem eru þar í sínu eðlilega umhverfi. Þá er vöruúrvalið með ólíkindum. Í stuttu máli má segja að verslunarmynstur SKOTVÍS-félaganna hafi verið þrískipt: Í fyrsta lagi SKOTVÍS- F É L A G A R N I R V O R U M J Ö G L Í T I Ð F Y R I R Á F E N G A D R Y K K I voru það þeir sem versluðu mikið og O G Þ Ó T T I S T A R F S F Ó L K I S U M R A Ö L D U H Ú S A N Ó G U M H Æ G V E R S K U ÞEIRRA Í ÞEIM EFNUM. ÞESSI STARFSSTÚLKA GREIP TIL SINNA vissu vel hvað þyrfti að kaupa. Í öðru RÁÐA OG HREINLEGA HELLTI UPP Í DRENGINN. lagi voru þeir sem voru að kaupa MYND: HAUKUR SNORRASON. fyrirfram ákveðna hluti sem þá greinilega vantaði. Þessi SKOTVÍS- nánast ekki nokkurn skapaðan hlut – félagar versluðu alls ekki mikið. Í þriðja þessir ágætu félagar voru búnir að fá lagi voru það svo þeir sem versluðu sér allt, þá vantaði ekkert.

M

AF VÉLBYSSUM

aginn eftir, föstudag, var farið í Byssubúð Bill’s. Þar gafst mönnum tækifæri til að skjóta af skammbyssu og úr vélbyssu – vopn sem félagsmenn SKOTVÍS handleika ekki oft. Höfðu menn mikla ánægju af að handleika þessi vopn sem fæstir höfðu áður séð nema á myndum í byssublöðum. Eftir heimsókn í Byssubúð Bill’s var haldið í aðrar veiðibúðir. Um kvöldið var nokkurs konar kvöldvaka þar sem sagðar voru veiðisögur, sannar og lognar eins og gengur og gerist. Má lesa nokkrar þeirra hér í blaðinu. Á kvöldin fóru menn gjarnan á veitingahús – oftast í nágrenni hótelsins. Vinsæll staður var steikhús Stuarts Andersons. Voru SKOTVÍSfélagar þar miklir aufúsugestir og elskaðir af starfsfólkinu. Starfsstúlkur sem rætt var við sögðust ekki hafa kynnst svona dásamlegum við-

D

Vinalegt andrúmsloft Sanngjarnt verðlag

Sérstök tilboð daglega Hádegishlaðborð Helgarhlaðborð


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

skiptavinum, “þeir kvarta aldrei, þeir eru svo þolinmóðir og skemmtilegir”. Sumir hinna hugrakkari SKOTVÍSfélaga leigðu sér eðalvagna og óku um nágrennið. Farið var í styttri ferðir til Minneapois og St. Paul. Margir félaganna fóru á söfn og á tónleika. En yfirleitt voru SKOTVÍS-menn heimakærir og sóttu staði í nágrenni hótelsins. Aldrei var neitt næturbrölt á mannskapnum, undantekningarlaust voru allir komnir heim fyrir klukkan eitt eftir miðnætti. Hægt var að leigja fræðsluefni á myndbandsspólum í gestamóttöku hótelsins og notfærðu sér það margir enda afar athyglisvert efni í boði.

EITTHVAÐ

FYRIR ALLA

augardagurinn var frjáls dagur, þ.e.a.s. engin sérstök dagskrá var í gangi. Mjög ofarlega í hugum SKOTVÍS-félagsmanna var að kaupa eitthvað fallegt og nytsamlegt fyrir fjölskylduna – einkum eiginkonur og unnustur. Í verslunarmiðstöðinni Mall of America er fjöldi verslana og vöruúrval með ólíkindum. Vinsæl verslun var Victoria’s Secret en þar er að finna mjög góðar og vinsælar vörur. Annars notuðu margir tímann til að slaka á, hvíla sig og njóta þess að vera í skemmtilegum félagsskap. Þrír okkar áttu auk þess kost að komast á fasanaveiðar. Það var skemmtilegt ævintýri sem seint gleymist. Nokkrir félaganna fóru á skotvöllinn og skutu leirdúfur með félaga okkar og vini Sindra Sveinssyni, starfsmanni Flugleiða á fluvellinum í Minneapolis - St. Paul. Hvert sem félagsmenn SKOTVÍS komu urðu þeir hvers manns hugljúfi. Bílstjórinn á hótelinu sagði stundarhátt eftir að hafa keyrt nokkra SKOTVÍS-félaga: “Er ekki hægt að fá þessa menn til að flytja hingað til Minnesota?” Það • sem allir þeir sem einhver

L

54

MYND: HAUKUR SNORRASON.

SIGGI “BYSSUVINUR”

samskipti áttu við SKOTVÍS-félaga sögðu var: “Komið þið ekki örugglega fljótt aftur?”

HALDIÐ

HEIM Á LEIÐ

sunnudeginum var svo haldið heim á leið. Starfsfólk hótelsins kvaddi okkur með söknuði og voru margir starfsmenn í mikilli geðshræringu. Barþjónninn horfði á eftir okkur fölur og sorgæddur og sagði: “Guð, hvað ég á eftir að sakna ykkar”. Þegar á flugvöllinn var komið gekk allt eins og í sögu þar til að við áttum að stíga um borð en þá var okkur tilkynnt að vegna bilunar yrði að fresta heimför þar til daginn eftir. Brestur hafði fundist í væng flugvélarinnar – sennilega eftir átökin yfir Grænlandsjökli þegar flogið var út. Allir höfðu skilning á því að öryggið yrði að vera í fyrirrúmi og margir sögðu glaðlega: “Þetta var ekki slæmt, nú get ég verslað eitthvað meira fallegt á konuna mína”.

Á

ÁNÆGÐUR EFTIR GÓÐAN ÁRANGUR Í

Á

BYSSUBÚÐ BILL’S.

SAMA TÍMA AÐ ÁRI

einni ferðin gekk ekki síður vel en sú fyrri. Það sem er efst í huga okkar og stendur upp úr eftir þessar ferðir til Minnesota er að SKOTVÍSfélagarnir höfðu gaman af því að vera saman, skemmta sér og kynnast nýjum félögum. Eins og áður sagði komust ekki allir með sem vildu síðast. Þess vegna verður efnt til annarar ferðar í byrjun febrúar næstkomandi. Nokkrir þeirra sem fóru með í síðustu ferð hafa tilkynnt að þeir ætli svo sannarlega aftur. Athuga ber þó að næsta ferð verður aðeins fyrir félagsmenn og þau ykkar sem hug hafið á að koma með ættuð að láta skrá ykkur á skrifstofunni strax því framboð sæta verður takmarkað. Ferðin verður auglýst nánar í fréttabréfi SKOTVÍS síðar. Þess má geta að í næstu ferð verður þátttakendum gefinn kostur á að fara á fasanaveiðar.

S


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Í sigtinu SKARFUR

MYND: JÓHANN ÓLI HILMARSSON

Maður einn fór að veiða skarf, hafði fengið fjóra, vildi ná þeim fimmta, en í því hvarf ofan fyrir bjargið stóra. karfar eru stórir og áberandi fuglar sem finnast meðfram sjávarströndum og á vötnum víða um heim. Skarfarnir mynda • sérstaka ætt fugla, Phala-

S

56

TOPPSKARFUR

Í

KLOFNINGI

VIÐ

FLATEY.

crocoracidae, en það orð er úr gríska Eggin eru hvítleit með kalkkennt orðinu fyrir skarf, og þýðir eiginlega yfirborð. Ungarnir eru blindir, svartir og ófiðraðir þegar þeir koma úr eggi, sköllóttur hrafn. en þekjast fljótlega dúni. Þessi sömu íkamsbygging skarfa einkennist af einkenni sjást einnig á súluættinni sem fiðurlausu svæði kringum er náskyld skörfum. munnvik, útvíkkuðu koki, stuttri tungu og stórri sundfit sem er þanin milli il skarfaættarinnar teljast alls um allra fjögurra tánna. Augu og ófiðruð 30 tegundir. Flestar eru tegundsvæði í andliti eru oft skrautleg á lit. irnar í heitum og tempruðum löndum Nasir lokast og hverfa í uppvextinum. og fjöldi tegunda er mestur við Nýja-

L

T


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Sjáland. Skarfarnir eru fiskætur sem nýta grunnsævi í nánd við ströndina, árósa, straumvötn og stöðuvötn. Þeir verpa í byggðum, oftast á eyjum í vötnum eða sjó og oft í klettum eða trjám. Byggðirnar eru safnstaðir áburðarefna og verða fljótt hvítar af þvagsýru sem brennir gróður.

ÍSLENSKIR

SKARFAR

ér á landi eru tvær skarfategundir og eru þær ólíkar að ýmsu leyti. Dílaskarfurinn er stór fugl og vegur rúmlega þrjú kílógrömm, toppskarfurinn er um helmingi léttari og er allur léttbyggðari, meðal annars með mjórra nef. Fullorðnir dílaskarfar eru að mestu blásvartir en hvítir í andliti, og fyrri hluta árs eru þeir einnig hvítir á lærum og hvítyrjóttir á höfði. Fullorðnir toppskarfar eru svartgrænir (“flöskugrænir”) og örlar hvergi á hvítu fiðri, en munnvikin eru fagurgul. Á útmánuðum og snemma vors er toppskarfurinn auk þess með háan fjaðurskúf upp úr enninu. Ungfuglar beggja tegundanna eru brúnleitir og eru dílaskarfarnir með hvíta bringu en toppskarfar eru aðeins lítið eitt ljósari á bringu en baki.

MYND: JÓHANN ÓLI HILMARSSON

tbreiðslusaga þessara tveggja tegunda er hvor með sínu sniði. Dílaskarfurinn er einn útbreiddasti fugl í heimi og finnst í öllum heimsálfum nema Suður-Ameríku og er m.a. algengur á vötnum og grunnsævi um alla Afríku og mestalla Asíu, Ástralíu og alla leið til Nýja-Sjálands. Við strendur Norður-Atlantshafs, frá Austur-Kanada um Grænland og Íslandi til Noregs, Bretlandseyja og Frakklands, er sérstök undirtegund dílaskarfs sem er nær alger sjófugl. Toppskarfurinn finnst • aðeins við austanvert

Atlantshaf og Miðjarðarhaf, en á þessu svæði verpur hann víða á annesjum og SKARFABYGGÐIR úteyjum, allt frá Íslandi og Kólaskaga í norðri og suður til Marokkó og ú á dögum verpa báðar skarfaSvartahafs. Í sunnanverðri Afríku eru tegundirnar eingöngu vestanlands, aðrar tegundir sem líkjast toppskarfi. dílaskarfurinn eingöngu á skerjum og hólmum í Faxaflóa og Breiðafirði, toppáðar þessar tegundir eru grunn- skarfurinn í klettaskerjum og björgum sævisfuglar sem fara lítið frá frá Reykjanesskaga í Bjargtanga, og hefur löndum og lifa mest á fiski. Díla- einnig fundist nýlega á tveimur stöðum skarfurinn veiðir mest botnfiska, eink- við Húnaflóa. Þungamiðja útbreiðslu um marhnút og kola en tekur einnig toppskarfs er á norðvestanverðum þorskfiska (þyrskling og smáufsa). Breiðafirði. Fram yfir miðja þessa öld Toppskarfurinn virðist mest nærast á verpti töluvert af dílaskarfi í björgum við sandsíli á sumrin en botnfiskum að norðurströndina, en þær byggðir eru nú vetrinum. allar horfnar, og má vera að það stafi af

H

Ú

58

TOPPSKARFUR

N

B

Í

KLOFNINGI

VIÐ

FLATEY.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

tilflutningi varpfugla sem hafa sums alningarnar gefa möguleika á að staðar numið land á Faxaflóa og meta fjölda hreiðra, með tiltöluBreiðafirði þar sem áður var búið eða lega mikilli nákvæmni, en sú tala samstundaðir útróðrar. svarar nokkurn veginn fjölda verpandi para, eða með öðrum orðum þeim hluta stofnsins sem verpir. Talningar á FERÐIR hreiðrum í byggðum dílaskarfs hafa farið fram öðru hverju frá 1975 og ná áðar skarfategundirnar eru til allra þekktra dílaskarfsbyggða við staðfuglar hér innanlands, en þar landið. Fjöldi hreiðra hefur reynst með er ekki sagt að þær haldi sig á mjög breytilegur milli ára. Árið 1975 sömu slóðum allan ársins hring. töldust um 3400 hreiður, 1983-4 um Dílaskarfur dreifist að vetrinum með 2900, 1989-90 voru þau 3700 og 1994 ströndum allt í kringum land. Ungar um 2500. Breytingar á fjölda varpfugla og talsvert af fullorðnum fuglum eru að mestu í takt yfir allt útyfirgefa varpstöðvarnar vestanlands í breiðslusvæðið (Faxaflóa og Breiðajúlí-september og flakka víða. Full- fjörð) en fjöldinn í einstökum orðnir varpfuglar halda að einhverju byggðum breytist þó stundum mjög leyti tryggð við varpstöðvarnar fram mikið milli ára. Frá 1994 hefur verið eftir vetri. Varpfuglarnir koma aftur í fylgst árlega með fjölda dílaskarfssumar byggðir á útmánuðum og verpa hreiðra á öllu varpsvæðinu, þ.e.a.s. í mars-apríl. Fullorðnir toppskarfar Faxaflóa og Breiðafirði. Heildarfjöldvirðast fara lítið frá varpstövunum, en inn var í lágmarki 1995, eða um 2400 ungfuglar dreifast þó á haustin um hreiður. Á árunum 1996-1998 varð alls Vestfirði og austur með Norðurlandi, staðar fjölgun og urðu hreiðrin flest og einnig suður um. 3600. Fjölgunin var mest 1995-6 og 1996-7 en þá fjölgaði hreiðrum um 19% og 20% milli ára. Hámarki var STOFNAR SKARFA náð 1998 en þá voru alls 3580 hreiður, 630 í Faxaflóa og 2950 í Breiðafirði. arpstofn dílaskarfs á Íslandi er um Árið 1999 var heildarfjöldinn ívið 3000 pör, en á síðari áratugum lægri (3540) og víða fækkaði í byggðhafa verið kringum 500 hreiður í unum, en áfram varð þó fjölgun víðast Faxaflóa og um 2500 hreiður í Breiða- hvar um norðanverðan Breiðafjörð. firði. Óvenju auðvelt er að telja dílaskarf, kki eru tiltæk eins áreiðanleg því að byggðirnar eru fáar og áberandi gögn um toppskarfsstofninn, en og hreiðrin sjást vel á myndum sem teknar eru lofti úr lítilli hæð, venjulega hann hefur verið talinn 1975 og 1983um 200-300 m. Síðustu sex árin hefur 1984 og var þá 6000-7000 pör. verið fylgst náið með stofni dílaskarfs og beinast rannsóknirnar einkum að því að SKARFAR OG MENN kanna hvort tengsl eru milli ungaframleiðslu að hausti og breytinga á msir eiginleikar skarfa geta valdið fjölda varpfugla. Til lengri tíma litið er stefnt að því að kanna einnig viðbrögðum hjá manninum. Í fæðugrundvöll og aðra umhverfisþætti fyrsta lagi eru skarfar stórvaxnir og sem kynnu að hafa áhrif á ketmiklir sem gerir þá að eftirsóttri • dílaskarfsstofninn. bráð. Þeir eru oft í hópum eða þéttum

T

B

V

E

Ý

60

byggðum sem gerir þá enn eftirsóttari til mataröflunar. Skarfar ásamt súlum hafa þá náttúru að steinsofa á nóttunni og hafa bæði Íslendingar og indjánar notfært sér þann veikleika til þess að veiða þá. Í öðru lagi lifa skarfar að mestu á fiski og eru því oft grunaðir um að vera í samkeppni við manninn um fæðu. Oftar en ekki hefur komið í ljós að skarfar og menn sækjast ekki eftir sömu fisktegundunum, en á þessu eru auðvitað undantekningar, m.a. eru evrópskir dílaskarfar þekktir að álaveiði og liggja auk þess á því lúalagi að fiska í eldisstöðvum. Í þriðja lagi eyðileggja skarfar stundum stór og falleg tré með driti sínu og er slíkt ekki fallið til vinsælda. Í fjórða lagi standa skarfar uppréttir og baða gjarnan vængjum (“messa”), þeir eru auk þess svartir, svipljótir og daunillir. Víða eru þess dæmi að útlitið hefur stuðlað að því að menn leggi fæð á skarfa af tilfinningalegum ástæðum og myndi sér neikvæða skoðun á þeim. ytjar af skörfum til matar og vísvitandi tilraunir til þess að fækka þeim hafa oft leitt til verulegrar fækkunar skarfa, svo sums staðar hefur jaðrað við útrýmingu. Í Kína og Japan hafa dílaskarfar frá fornu fari verið aldir upp og tamdir til fiskveiða, en þessi veiðiaðferð á sér hliðstæður í veiðum með hundum og haukum. Hóflegar nytjar af skörfum til matar eru stundaðar óvíða utan Íslands, en hér hefur haldist við sá siður að taka ófleyga en fullvaxna unga til matar, auk þess sem skarfar (einkum ungfuglar) eru veiddir með skotum. Sé þess gætt að spilla ekki umhverfinu og ganga ekki á veiðistofninn er varanlegasta verndin oft fólgin í slíkum nytjum.

N

16. JÚLÍ 1999 ARNÞÓR GARÐARSSON Líffræðistofnun háskólans, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík arnthor@hi.is


Pústverkstæðið hf. Nóatúni 2, 105 Reykjavík Sími 562 8966


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Veiðisögur ferðum þeim sem farnar voru á vegum SKOTVÍS til Minnesota fyrr á árinu var jafnan glatt á hjalla. Eitt kvöld í hvorri ferð var sest niður á barnum á hótelinu og sagðar veiðisögur, margar hverjar mjög skemmtilegar. Hér á eftir gefur að líta nokkrar þeirra og var sú fyrsta sögð af Sigvalda Péturssyni. Þær sem á eftir henni koma voru sagðar af séra Gunnari Sigurjónssyni.

Í

SAGAN

AF ÞVÍ ÞEGAR

BYSSAN BJARGAÐI LÍFI

JÓNS

VEIÐIMANS

tríðsárin eru liðin með allri þeirri vöruvöndun sem þeim fylgdu. Hann Jón veiðimaður hefur nýlega keypt einhleypta haglabyssu, að sjálfsögðu hjá KEA. Hann hefur beðið lengi eftir tækifæri til að reyna hana. Stíf norðaustan átt hefur verið undanfarna daga en nú er stytt upp. Það er komið fram á aðventu og svartfuglinn er kominn í fjörðinn. Jón veiðimaður öslar nýfallinn snjóinn áleiðis að höfninni. Í handarkrikanum ber hann nýju byssuna sem • nú skal reyna. Hann hugsar

S

62

blítt til tengdamóður sinnar því hann er í fimmfalt tvinnaðri lopapeysu sem hún prjónaði á hann fyrir einhverjum árum, vel þæfð eftir volkið á sjónum.

Hann hefur gortað af því við félagana að aðra eins flík hafi hann aldrei eignast enda haldi hún vatni. Í ljósaskiptunum, ekki síst þegar nýfallinn


Fagrit um skotveiðar og útivist

snjór er yfir öllu, þá rennur allt saman. Jón skálmar fram bryggjuna og er hann kemur á móts við bátinn sinn verður hann fyrir því óláni að reka tána í bryggjupolla, missir við það jafnvægið og steypist fram af bryggjunni og í sjóinn með nýju byssuna í höndunum. Þar sem hann er þarna á bólakafi í sjónum gerir hann sér grein fyrir því að sleppi hann byssunni þá mun hann aldrei sjá hana framar. Hann brýst þarna um af öllum kröftum og reynir allt hvað hann getur til að komast til yfirborðs en tekst ekki. Hann hefur orðið fyrir því óláni að festa lopapeysuna á nagla sem stendur út út einum bryggjustólpanum. Þar sem hendurnar vinna betur fram fyrir sig en aftur, og líka þar sem verndun byssunnar er höfð í fyrirrúmi, er ekki nema eitt ráð tiltækt. Opna byssuna, stinga skeptinu upp úr sjónum, blása vatni úr hlaupinu og anda gegnum það. Líður nú fram undir hádegi. Þá kemur einn bryggjuráparinn og sér skepti á glænýrri byssu standa upp úr sjónum. Hann er ekki seinn á sér, stekkur niður í bátinn og þrífur í skeptið á byssunni. Um leið og Jón veiðimaður verður var við þetta grípur hann fastar um hlaupið og gerir sér grein fyrir því að sleppi hann er honum byssan eilíflega glötuð. Þeir togast á dágóða stund og að síðustu gefur naglinn sig. Þegar Jón veiðimaður loks kemur úr

kafi æpir hann og steytir hnefann móti manninum:” Ætlarðu að stela af mér nýju byssunni helvítið þitt.”

JÓHANNES EINARSSON OG KRASSINN

egar ég var prestur á Skeggjastöðum við Bakkafjörð, kynntist ég mikilhæfum veiðimanni. Sá heitir Jóhannes Einarsson. Jóhannes er það sem í daglegu tali kallast „náttúrubarn” þar sem hann hafði næmi fyrir árstíðum, náttúrufari og öllu því sem sveitin, náttúran og umhverfið kann að gefa og auka sanna mennsku mannsins. Hann las grös, tíndi ber og var veiðimaður af Guðs náð. Þá var hann mikill snillingur í því að segja sögur.

Þ

itt sinn sagði Jóhannes sögu af því þegar hann sem ungur maður gekk til rjúpna. Hann var með gamlan framhlaðning. Eins og þá tíðkaðist hafði hann „krassann” í hlaupinu á göngunni, bæði til þess að krassinn væri vel varðveittur en einnig til þess að varna þess að höglin rynnu úr hlaupinu ef það hallaði niður. Þá kemur hann þar sem standa níu rjúpur á rofi við brekkubrún. „Þær voru allar í einfaldri röð ofan á rofinu”, sagði Jóhannes. „Þetta bar svo skjótt til að ég hafði engar vomur á, heldur bar haglabyssuna fyrir mig og hleypti af. Og ég skal segja þér það, - og það er eins satt

E


Landsfélag um skynsamlega skotveiði og ég stend hér, - að ég þræddi þær allar A Ð V E R N D A L Í F F R Á G E T N A Ð I saman upp á krassan. Allar níu.” Mér fannst sagan heldur lygileg. Svo ég leyfði TIL GRAFAR mér að efast um sannleiksgildi hennar og sagði við Jóhannes: „Nei, þetta getur ftir að ég lauk mínum embættisekki verið. Nú lýgur þú”. „Nei, ég lýg ferli á Skeggjastöðum, og tók við því ekki”, svaraði hann að bragði , „en ég nýju brauði í Digraneskirkju í lagaði það aðeins”. Kópavogi, þá fór Oddgeir einnig suður til Reykjavíkur til þess að starfa sem tannlæknir þar. Við hættum sem P R E S T U R I N N O G L Æ K N I R I N N sagt báðir um sama leiti fyrir austan og fluttum suður. Nú breyttust aðstæður á ég hafði verið nokkur ár í okkar svo mikið að veiðiskap varð að prestsskap fyrir austan, kom skipuleggja með miklum fyrirvara. Við æskuvinur minn og bekkjabróðir gátum ekki lengur rennt okkur í veiði Oddgeir Gylfason sem læknir og tann- þegar vel lá á okkur, heldur þurftum læknir á Vopnafjörð. Samstundis við að bóka tíma okkar svo að hlé væri endurnýjuðum við vinskap okkar og til þess að fara út úr bænum og veiða. tókum upp á því að veiða saman. Ljúga því í bráð og lengd að við Mörgum þótti það kynlegt að værum uppteknir á föstudegi, laugarpresturinn og læknirinn stæðu í slíku. degi og mánudegi, og ég þurfti að fá Sérstaklega tveir saman. Í einni af afleysingu á sunnudeginum svo við okkar fyrstu gæsaveiðiferð kom fengjum góða helgi fyrir veiðiskapinn. Oddgeir yfir til Bakkafjarðar og við Í fyrstu ferðinni gistum við hjá góðu ætluðum að sitja fyrir gæsinni í kvöld- fólki á Hvassafelli í Norðurárdal. flugi á sandinum fyrir neðan bæinn. Fyrsta daginn fengum við ekki neitt. Hann var reyndar á bakvakt og svo Að kvöldi annars dags sýndist okkur að óheppilega vildi til að farsíminn hans gæsin hefði næturstað á sandi í var ekki „inni”, eins og sagt er, heldur Norðuránni, og eftir að fengin voru utan þjónustusvæðis, þar sem við leyfi fyrir skotveiðum þar bjuggum við ætluðum að láta fyrirberast um okkur út og lögðumst fyrir. Þegar kvöldið. Þá var gripið til þess ráðs, að byrjaði að skyggja sáum við hvar fyrsti geyma farsímann heima á Skeggja- gæsahópurinn kom yfir. Áætlunin leit stöðum. Prestsfrúin myndi svara út fyrir að ganga upp, en við þurftum honum og láta okkur snarlega vita ef að færa okkur eilítið um set til þess að þörf væri á læknisþjónustu. Nú vill svo fá betra færi á þeim. Við erum ekki til að hringt er í síma læknisins meðan fyrr komnir í skotstöðu en tvær gæsir við sitjum fyrir gæsinni. Spurt var um fljúga fyrir okkur, beint í skotlínu. Tvö lækninn. Það hefur væntanlega komið skot ríða af og báðar gæsirnar falla. svolítið á þann sem hringdi þegar Önnur gæsin er steindauð en hin hefur hann fékk þetta svar: „Nei, hann er særst og liggur á sandeyri í miðri ekki hér í augnablikinu. Hann fór Norðurá gargandi. Enginn hundur er akandi með prestinum fyrir stuttu tiltækur svo nú eru góð ráð dýr. síðan. Þeir liggja núna báðir í skurðinum hér fyrir neðan bæinn. Viltu að ins og allir vita þá eru tannlæknar ég nái í hann. ?” og læknar að öllu jöfnu skikkanlega launaðir. Enda var það svo að

E

Þ

E

• 64

læknirinn var útbúinn í svokallaðar Neopran-vöðlur. Því lá það beint við að senda hann eftir gæsunum í hundleysinu. Hann óð því út í ánna og komst út að gæsunum. „Hún er ekki dauð. Hvað á ég að gera?”, spurði hann. „Snúðu hana úr hálsliðnum”, svaraði ég snarlega. „Hvernig geri ég það?” spurði hann þá og það mátti greina örlítinn ótta í röddinni. „Heldurðu að þú kunnir það ekki ??” „Nei, ég hef aldrei þurft að gera það”. Ég reyndi nú sem best ég gat að útskýra það fyrir lækninum hvernig best sé að aflífa gæs við þessar kringumstæður. Hann sagðist ætla að reyna það sem ég hafði sagt honum. Nú kom nokkur þögn. „Ég get þetta ekki”, hrópaði hann af sandeyrinni. „Af hverju ekki?”. „Hún horfir á mig”, sagði hann með semingi. Þetta var þó altént nýtt. Það hafði fram að þessu ekki vafist fyrir þessum öndvegislækni að ganga hreint til verks þó svo sjúklingarnir mændu á hann, hvort heldur var í tannlæknastólnum eða annars staðar. Það kann þó að vera að embættisheit hans valdi nokkru þar um, en eins og kunnugt er þá heita læknar því að varðveita líf frá getnaði til grafar. Það gera prestar á hinn bóginn ekki. Þeir heita því að prédika orðið hreint og ómengað í staðinn. „Hvað á ég nú að gera ?”, spurði hann nú í þessum óvæntu aðstæðum. „Skjóttu hana þá”, hrópaði ég á móti. „En hún veit alveg hvað ég ætla að gera og horfir svo furðulega á mig” sagði hann ámátlega. „Farðu þá frá”, skipaði ég þurrlega og með nokkru þjósti. Hann hörfaði undan og ég skaut nokkrum skotum að gæsinni til að vera viss um að hún væri dauð. Hann óð aftur til baka, skellti gæsunum fyrir framan fætur mína með þessum orðum: „Mér finnst þú vera kaldrifjaður maður”.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Úr siðareglum SKOTVÍS Vertu góður veiðifélagi.

Sýndu almenningi tillitssemi.

a) Góður veiðimaður skýtur ekki þegar félagi hans á von á betra færi. b) Góður veiðimaður hjálpar félaga sínum að sækja feng og leita uppi særða bráð.

Hafa ber í huga að margur er lítt hrifinn af skotveiðum og fellur illa að sjá dauð dýr. - veiddu því ekki nærri fjölförnum vegum eða í grennd við mannabústaði - vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir í veiðiferðum - forðastu að flytja feng þannig að til ama geti orðið fyrir aðra

Sýndu öðrum veiðimönnum háttvísi. a) Vertu fús að veita upplýsingar um veiðarnar, sem gætu orðið þeim að gagni. b) Hafðu samráð við þá um nýtingu veiðisvæðisins.

Virtu rétt landeigenda. a) Veiðimaður leitar heimildar landeiganda til veiða og ráðfærir sig við hann. b) Veiðimaður fer með gát um ræktuð lönd, skemmir ekki girðingar og lokar hliðum á eftir sér.

Gakktu vel um landið. a) Góður veiðimaður gerir greinarmun á bráð og öðrum dýrum þótt skjóta megi. Bráð er veidd, vargi er eytt en önnur dýr látin í friði. b) Veiðimaður spillir hvergi landi. Þess gætir hann við akstur, í tjaldstað og við meðferð elds. c) Góður veiðimaður skilur ekki annað eftir sig en sporin sín.

Veiðimenn, munið eftir mökunum! Mikið úrval handunninna skartgripa í gulli og silfri.

Hamraborg 5, Kópavogi S. 564 3248


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Spurt og spjallað við Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra Siv, hvað getur þú sagt okkur af sjálfri þér? eltirningur er ég, en með siglfirskt og norskt blóð í æðum. Faðir minn, Friðleifur Stefánsson, er mikill veiðimaður, veiðir silung, lax og fer á sjóstöng. Fyrr á árum skaut hann rjúpurnar í jólamatinn okkar sem móðir mín, Björg Juhlin Árnadóttir, matreiddi eftir öllum kúnstnarinnar reglum. Nú hefur Þorsteinn maðurinn minn tekið við, veiðir og eldar jólakræsingarnar. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi við sjórok og mikið útsýni, og bý þar enn. Fjölskyldan á svartan labradorhund sem heitir Kórak í höfuðið á hundi Tarzans. Hann erum við að þjálfa upp sem veiðihund.

S

Hvaða afskipti hefur þú haft af veiðimennsku? ið Þorsteinn og synir okkar erum öll með veiðibakteríuna. Saman förum við í silungs- og laxveiði nokkrum sinnum á hverju sumri. Varðandi skotveiðina hef ég farið á námskeið og hef réttindi til að fá byssuleyfi. Þorsteinn er félagi í SKOTVÍS og keypti hann nýlega létta tvíhleypu Fabarm Gamma Lux hjá Ásgeiri í Sportvörugerðinni. • Ég er að gæla við að fá mér

V

66

SIV

Í

LAUGARDALSÁ

Í JÚLÍ

1999.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Hvað viltu segja um Skotveiðifélag Íslands og starfsemi þess? kotveiðifélag Íslands er afar æskilegur vettvangur fyrir skotveiðimenn, ekki aðeins sem þeirra hagsmunafélag, heldur hefur SKOTVÍS verið duglegt við að boða góða siði og venjur við veiðar. Meðal annars hef ég tekið eftir því að framámenn í SKOTVÍS hafa brýnt fyrir félagsmönnum sínum að hirða notuð skothylki. Ég fullyrði einnig að jákvæð afstaða Skotveiðifélags Íslands hefur haft mikið að segja hversu vel hefur tekist til með veiðikortakerfið.

S

OG

HÚNBOGI

MEÐ LAX Á

LÝSUSVÆÐINU

Á

SNÆFELLSNESI.

að var lengi baráttumál SKOTVÍS að leyfi á hana og æfa skotfimi en hef ekki byssur og skotfæri fengju sömu komið því í verk enn sökum anna. tollameðferð og aðrar sportvörur. Ég var einn af flutningsmönnum frumvarps um itt sinn var ég næstum dauð á niðurfellingu vörugjalds á skotfæri, gæsaskytteríi í Hörðudalnum. Steini veiðiriffla og skotvopn til íþróttaiðkunar. og nokkrir vinir hans voru við veiðar. Ég Náði frumvarpið fram að ganga og leiddi stóð í skurði með vídeóvél tilbúin til það til 20-25% lækkunar á búnaði til upptöku. Loks kom gæs fljúgandi hátt yfir skotveiða. okkur. Þá vildi svo óheppilega til að sú fyrsta sem náðist féll af öllum þunga beint í Meðal baráttumála SKOTVÍS er að ríkið öxlina á mér. Ég steinlá í skurðinum og láti peninga af hendi rakna til rjúpnamissti vélina. Hefði gæsin hæft höfuð mitt rannsókna, þ.e.a.s. að þær verði ekki einhefði ég stórslasast eða flogið upp til himna. göngu fjármagnaðar úr veiðikortasjóði Strákunum þótti þetta atvik fyndið og sögðu eins og verið hefur. Hver er stefna þín í að þarna hefði “ gæs hitt gæs”. þessum málum?

Þ

E

Hver er skoðun þín á skotveiðum almennt, þá sem tómstundaiðju? kotveiðar eru heilsusamlegt sport. Í þeim tvinnast saman holl hreyfing, útivera og útsjónarsemi. Finna þarf líkleg veiðilönd og hafa góða yfirferð. Síðast en ekki síst þarf maður að sýna nákvæmni, hitta bráðina. Skotveiðar eru vinsælt tómstundagaman, það sýna félagstölur í SKOTVÍS og fjöldi útgefinna veiðikorta. Um skotveiðar gilda margvíslegar reglur um það hvenær má veiða og hvaða tegundir. Allar veiðar, og þar með taldar skotveiðar, á að stunda á sjálfbæran hátt svo ekki verði gengið óþarflega á einstaka stofna eða tegundir.

S

júpan er ein þýðingarmesta veiðibráð íslenskra skotmanna. Á hverju hausti sækja mörg þúsund veiðimenn upp til fjalla og heiða til rjúpna. Forsenda skynsamlegrar nýtingar stofnsins eru rannsóknir og vöktun. Náttúrufræðistofnun Íslands vaktar rjúpnastofninn til að hafa á hverjum tíma bestu fáanlegu upplýsingar um ástand hans. Vöktunin er langtíma verkefni og sumir þátta hennar hafa verið mældir í meira en 30 ár. Frá árinu 1995 hefur verið úthlutað árlega 4,0 til 4,5 milljónum úr veiðikortasjóðnum til rjúpnarannsókna og hefur Ólafur K. Nielsen á Náttúrufræðistofnun haft veg og vanda af þeim. Þessar rannsóknir hafa fyrst og fremst beinst að merk-

Söluaðilar: Hlað sf. Útilíf Vesturröst Veiðihornið Veiðilist Veiðivon Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður

R

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

HÁKON, SIV

Fiskislóð 137A 101 Reykjavík S. 562 0095


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

LAX

Í

LAUGARDALSÁ

Í

ÍSAFJARÐARDJÚPI

Í JÚLÍ

1999.

SIV

MEÐ

HÁKONI, HÚNBOGA

OG

KRISTÍNU INGIRÍÐI

VINKONU ÞEIRRA Í SKÓGRÆKTINNI Á

SIGLÓ Í 1999.

JÚLÍ

ingum og talningu karra á tilteknum svæðum. Tilgangurinn er vitanlega sá reyna að meta heildarstofnstærð rjúpunnar og eins að greina breytingar frá ári til árs. essi vöktun á stærð rjúpnastofnsins er í raun forsenda nýtingar. Nauðsynlegt er einnig að afla vitneskju um vetrarafföll rjúpunnar. Til þeirra rannsókna þarf að afla fjár á fjárlögum.

Þ

ins og skotveiðimenn vita er veiðiálag rjúpunnar afar þungt á Suðvesturlandi í nágrenni Reykjavíkur. Rannsóknir hafa sýnt að veiðimenn fella líklega um og yfir helming rjúpna á lífi í upphafi veiðitíma. Ástand rjúpnastofnsins á Vestur-og Suðvesturlandi er það slæmt um þessar mundir að til greina kemur að friða tímabundið svæði þar sem veiðiþunginn er hvað mestur.

E

Annað baráttumál SKOTVÍS er að öll hreindýraleyfi verði seld af hreindýraráði eða á frjálsum markaði. SKOTVÍS telur það siðferðislega rangt að • leyfunum sé úthlutað til

68

hreppanna. Eins og dæmin sanna þá hefur það iðulega komið fyrir að þeir hafa ráðið einn ákveðinn mann til að skjóta þau dýr sem koma í hlut hreppanna. Þetta er því nánast orðið spurning um slátrun fremur en sportveiðar. Þá megum við ekki gleyma því að hreindýrin eru eign íslensku þjóðarinnar. Hver er þín afstaða til þessa máls? slenski hreindýrastofninn er nú um 2500 dýr að sumarlagi. Stefna stjórnvalda er að viðhalda þeirri stofnstærð. Til að það sé unnt þarf að úthluta veiðikvóta hvert ár með sérstöku fyrirkomulagi.

Í

rýnt að úthlutað sé of seint þannig að ekki sé unnt að gera nein langtímaplön varðandi veiðarnar. Best væri ef lausn fyndist sem heimamenn, sveitarfélög og skotveiðimenn væru sáttir við. Fátt er um meira rætt nú en hið svo kallaða Eyjabakkamál. Flestir Íslendingar eru andvígir því að þetta svæði verði eyðilagt. Á ráðstefnu sem SKOTVÍS hélt nú í vetur um heiðagæsirnar og vatnsaflsvirkjanir kom meðal annars í ljós að framkvæmdir á Eyjabökkum geta haft verulega alvarlegar afleiðingar á heiðagæsastofninn, en sem kunnugt er eru Eyjabakkarnir stærsti fellistaður heiðagæsa í heiminum. Fari svo að framkvæmdirnar á Eyjabakkasvæðinu hafi þau áhrif á íslenska heiðagæsastofninn að það fækki í honum eða þá að heiðagæsin flytji sig til Grænlands, hver er þá ábyrgur? Gætu t.d. SKOTVÍS og ýmis önnur samtök útivistar- og náttúruverndarfólks sótt einhvern til saka, höfðað mál?

að hefur ekki farið fram hjá mér að fyrirkomulag hreindýraveiða sætir nokkurri gagnrýni. Því er eðlilegt að skoða þau mál með opnu hugarfari. Um miðjan ágúst mun ég fara austur á Hérað m.a. til að hitta aðila sem þeim málum tengjast. Gagnrýnin hefur beinst að því að úthlutun leyfa sé of lokuð og ekki á eðlilegum jafnréttisgrundvelli. Telja sumir að auka megi umræðunni um virkjanir sem nú á sér stað hér á landi togast á mörg framlegð hreindýraveiða með frjálsri sölu leyfa á markaði. Einnig er gagn- sjónarmið. Náttúruverndarsjónarmið

Þ

Í


Fagrit um skotveiðar og útivist

sem í sinni sterkustu mynd fela í sér að ekki eigi að virkja meira á hálendinu, þar eigi að vera þjóðgarður. Efnahagsleg sjónarmið sem segja að við Íslendingar lifum ekki á fiskinum einum saman. Okkur beri því að virkja orkuna, enda hafi virkjun fallvatna og jarðvarma skilað þjóðarbúinu miklum tekjum og átt drjúgan þátt í hagvexti undanfarinna ára. Síðast en ekki síst eru það byggðasjónarmiðin, en uppbygging fyrirtækja á landsbyggðinni hafa styrkt byggð. Þessi þrjú sjónarmið togast á í hverju okkar. Allir stjórnmálaflokkarnir áttu aðild að ákvörðun um að undanskilja Fljótsdalsvirkjun frá umhverfismati á Alþingi árið 1993 og sú ákvörðun stendur í dag. Standa verður þannig að virkjanaframkvæmdum norðan Vatnajökuls að heiðargæsastofninum stafi ekki stórfelld

HÁKON

OG

ÞORSTEINN

Hjá okkur finnurðu gott úrval af veiðivörum - allt á einum stað FÉLAGSMENN SKOTVÍS FÁ 10% AFSLÁTT AF GÆSA- OG RJÚPNASKOTUM!!!

Veiðivon verslun veiðimannsins

MÖRKIN 6 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 568 7090

VERKA RJÚPUR Í JÓLAMATINN,

KÓRAK

FYLGIST MEÐ.

hætta af. Stofninn hefur verið á uppleið. Í umhverfismati því sem Landsvirkjun lætur nú vinna vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar verður metið hvort áhrif Eyjabakkalóns á búsvæði heiðargæsarinnar verði umtalsvert. Slíkt mat verður byggt á rannsóknum og þeirri þekkingu sem við búum yfir af náttúrufari og fuglalífi þessa svæðis. Þess má geta að umfangsmikil vinna er að fara af stað um orkunýtingu á hálendinu með svokallaðri rammaáætlun um virkjun vatnsfalla og jarðvarma undir heitinu MaðurNýting-Náttúra. Markmið rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafls og háhita, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, áhrifa á náttúrufar, náttúru- og menningaminjar, svo og á hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi gæði.

Persónuleg gjöf Áprentað ar myndir Getum prentað á: Boli Peysur Trefla Svuntur Lyklakippur Inniskó Dagatöl Púsluspil o.fl., o.fl

Malarhöfða 2 • 112 Reykjavík • Sími: 577 1888 • Fax: 577 1889 E-mail: umbrot@design.is • URL: http://www.design.is


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

felldi á síðasta ári úr gildi úrskurð Skipulagsstjóra um leyfi á 140 MW Vatnsfellsvirkjun. Þær áætlanir gerðu ráð fyrir því að til að ná því afli hefði svonefnd Norðlingaölduveita verið óhjákvæmileg. Það lón myndi færa hluta friðlandsins í Þjórsárverum í kaf. Sú Vatnsfellsvirkjun sem nú er í undirbúningi er minni og gerir ekki ráð fyrir Norðlingaölduveitu.

unar og ákveðinnar helgi, þar er m.a. strangt til tekið bannað að tína blóm. Þjóðgarðar ná heldur ekki yfir það stóran hluta landsins að þeir ættu að þrengja verulega að skotveiðimönnum. Siv, hvað telur þú vera brýnustu málin í umhverfismálum á kjörtímabilinu? g tel að í umhverfismálum hér á landi sé einkum þrennt sem sé brýnt að vinna að. Í fyrsta lagi að viðhalda ímynd Íslands sem hreins lands. Í öðru lagi þarf að skapa jafnvægi á milli nýtingar og náttúru og gera þarf nýja áætlun um sjálfbæra þróun á kjörtímabilinu. Í þriðja lagi þarf enn frekar að uppfræða fólk um umhverfismál í sem víðustum skilningi þess orðs og stuðla jafnframt að aukinni umhverfisvitund með átaki á ýmsum sviðum. Til þess að ná þessum markmiðum hef ég ýmislegt á prjónunum sem of snemmt er að greina frá í smáatriðum.

É

ÞORSTEINN

TREÐUR Í OG BINDUR RJÚPUR Í JÓLAMATINN.

Annað áhyggjuefni okkar í SKOTVÍS eru fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárverum. Á dagskrá er að reisa 140 MW vatnsaflsvirkjun ofan Sigölduvirkjunar á milli Sigölduvirkjunar og Krókslóns. Það yrði sem sagt gert stórt lón í Þjórsárverum. Nú er það svo að Þjórsárver eru helsti varpstaður heiðagæsa í heiminum, tveir þriðjuhlutar stofnsins verpa í Þjórsárverum, 6-10.000 pör. Verði af þessum framkvæmdum mun 16% af gróðri Þjórsárvera skerðast, fara undir vatn. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins sagði á fundi á Hótel Borg í vetur sem leið að hann teldi að ekki ætti að hrófla við Þjórsárverum og virkjunarframkvæmdir þar kæmu því ekki til greina. Ertu sammála Halldóri? ið höfum skyldum að gegna varðandi vernd Þjórsárvera samkvæmt alþjóðlegum samningi um vernd votlendissvæða, svokölluðum Ramsar-samningi. Hin tvö Ramsar svæðin eru Mývatn og Laxá og síðan Grunnifjörður í Leirársveit. Það er ekki bara að stærstur hluti heiðargæsa verpi í Þjórsárverum, þar þrífst einstakt gróðursamfélag í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Guðmundur • Bjarnason forveri minn

V

70

Nú hafa ýmsir, utan þings og innan, komið fram með hugmyndir um stofnun þjóðgarða. Samkvæmt lögum um þjóðgarða eru allar veiðar bannaðar innan þeirra. SKOTVÍS spyr því hvort ekki ætti að breyta lögunum um þjóðgarða á þann hátt að í vissum tilvikum mætti leyfa stang- og skotveiðar í þjóðgörðum, séu hefðir fyrir veiðum á þeim svæðum sem stendur til að gera að þjóðgörðum. Eins og nafnið bendir til er þjóðgarður svæði fyrir fólkið í landinu. Þjóðgarður sem enginn heimsækir nema örfáar vikur á ári hefur því litla þýðingu. Hver er þín Að lokum Siv, hvað gerðir þú í sumarfríinu? skoðun á þessu máli? jóðgarðar í landinu eru þrír: Þingvellir, Skaftafell og þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum. Stofnun fjórða þjóðgarðsins, á utanverðu Snæfellsnesi, er í undirbúningi. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum heyrir einn undir forsætisráðherra. Í lögum um hann frá árinu 1928 segir svo “skal allt villidýralíf, sem þar kann að geta þrifist algerlega friðað, en Þingvallanefnd skal þó gera ráðstafanir til eyðingar þeim dýrum sem gera usla.” Samkvæmt gildandi reglum eru veiðar bannaðar í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum, en ráðherra getur heimilað veiðar. Mér finnst þó hæpið að sú heimild verði veitt nema með afar sterkum rökum, því það stríðir gegn markmiðum um friðlýsingu þessara svæða. Þjóðgarðar njóta frið-

Þ

jölskyldan ákvað að fara í frí innanlands í sumar. Við byrjuðum á Siglufirði, en þar festum við nýlega kaup á gömlu húsi sem ætlunin er að dunda við að gera upp og nota sem sumarhús. Á Sigló vorum við í sól og logni við viðgerðir og veiðar. Mannlífið þar er mjög gott og næga skemmtun að hafa fyrir alla fjölskylduna. Einnig dvöldum við í sumarbústað tengdaforeldra minna við Hreðavatn. Nú nýlega tókum við nokkra veiðidaga í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi með vinum okkar þar sem yngri sonurinn, Hákon, veiddi sinn maríulax. Við notuðum tækifærið fyrir vestan og skoðuðum einnig eyjuna Vigur, en þar er mikil náttúrufegurð og kyrrð eins og víðast hvar í Ísafjarðardjúpi.

F


Sænskar úrvals heyrnarhlífar með eða án útvarps. Ýmsar gerðir.

Hamraborg 1-3 • 202 Kópavogur

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

Einstakir útivistarsokkar Styrktir undir hæl og il. Hannaðir af bandarískum fótasérfræðingum.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Innflutningur á veiðidýrum KRISTINN HAUKUR SKARPHÉÐINSSON NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS

MYND: JÓHANN ÓLI HILMARSSON

llt frá því að sögur hófust hafa menn flutt með sér dýr og plöntur til nýrra heimkynna til margvíslegra nota. Slíkir flutningar hafa í flestum tilvikum mistekist, þ.e. viðkomandi lífverur hafa • ekki náð fótfestu. Til dæmis

A 72

GREINARHÖFUNDUR

hefur verið reynt að flytja inn um 30 tegundir veiðifugla til NorðurAmeríku en aðeins fjórar þeirra hafa ílenst: fashani og þrjár aðrar tegundir hænsnfugla. Þá hafa ýmsar dýrategundir sem náð hafa fótfestu á framandi stöðum orðið að landplágu

AÐ STÖRFUM SÍNUM ÚTI Í NÁTTÚRUNNI.

og því hafa viðhorf manna til flutninga á lífverum gerbreyst á þessari öld. Nú ríkja víðast hvar mjög strangar reglur um innflutning og alþjóðlegar samþykktir og landslög kveða yfirleitt skýrt á um að ekki skuli ráðist í flutning nema að undangenginni ítar-


Fagrit um skotveiðar og útivist

Í

HVERS VEGNA ERU DÝR FLUTT INN?

elstu ástæður þess að dýr hafa verið flutt til nýrra heimkynna eru: (1) til ræktunar, (2) til að koma upp stofni veiðidýra og nýta þá kjöt og skinn, (3) rándýr hafa verið flutt inn til að veiða óæskileg dýr og (4) dýr hafa verið flutt inn til að auðga tegundafjölbreytni á svæðinu. Á síðari árum hafa flutningar á dýrum verið notaðir æ oftar til að stuðla að verndun fágætra tegunda. Í einstaka tilfellum hafa dýrin verið flutt inn á ný svæði en oftar þangað sem tegundin hefur dáið út eða þar sem stofnar eru veikburða.

H

ÁHRIF OG AFDRIF INNFLUTTRA DÝRA

yrir rúmum áratug tók Svíi nokkur saman yfirlit um innflutning á spendýrum og fuglum og vistfræðileg áhrif slíkra aðgerða (Torbjörn Ebenhard

F

nnflutningur á dýrum til meginlanda hefur að jafnaði óveruleg áhrif samanborið við innflutning þeirra til eyja, en þetta fer að vísu eftir því hversu vel gengur að halda stofnstærð og útbreiðslu innfluttra tegunda í skefjum. Sem dæmi um óbætanleg áhrif aðskotadýra eru rotturnar sem sluppu af skipi sem strandaði við Lord Howe-eyju við austurströnd Ástralíu árið 1919 en þær útrýmdu á næstu 20 árum 5 fuglategundum sem var hvergi að finna annars staðar í heiminum. Innflutt dýr hafa einnig flutt með sér sjúkdóma og sníkjudýr sem orðið hafa innlendum tegundum skeinuhætt. Loks hafa innfluttar tegundir (og húsdýr) kynblandast við innlend dýr og því valdið erfðafræðilegu tjóni.

I

lls hafa 118 tegundir spendýra verið fluttar til nýrra heimkynna, vísvitandi eða fyrir slysni (Ebenhard 1988). Tíu vinsælustu tegundirnar (54% af 788 innflutningstilraunum) eru: Kanína, köttur, brúnrotta, svartrotta, húsamús, „eyjarotta” (Rattus exulans), svín, kýr, geit og hundur. Hver þessara tegunda hefur verið flutt inn 20 sinnum eða oftar.

A

Fiskislóð 137A 101 Reykjavík S. 562 0095

Söluaðilar: Hlað sf. Útilíf Vesturröst Veiðihornið Veiðilist Veiðivon Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður

Hönnun & umbrot ehf. © 1999

legri forkönnun. Með því móti er reynt 1988: Introduced birds and mammals að tryggja að ekki verði tjón á náttúru and their ecological effects. Swedish Wildlife Res. 13(4)). Honum tókst að eða heilsu manna. afla sér upplýsinga um 330 tegundir sem þessari grein verður fjallað stuttlega fluttar hafa verið inn um heim allan frá um innflutning á dýrum og þá ein- 1559. Innflutningur á spendýrum reyndkum á fuglum og spendýrum. Rætt ist vera mun áhættusamari en innflutnverður um reynslu manna erlendis af inn- ingur á fuglum; í 40% tilvika ollu innflutningi og minnst á innflutning dýra til flutt spendýr merkjanlegum breytingum Íslands. Sagt verður frá alþjóðasam- á umhverfi sínu en innfluttir fuglar þykktum og íslenskum lögum er taka til höfðu hins vegar yfirleitt óveruleg áhrif innflutnings og loks rætt um frekari á umhverfið. Beitaráhrif voru algengasta möguleika á slíkum innflutningi; hvaða vandamálið sem tengdist innflutningi á tegundir koma til greina og þau skilyrði spendýrum og áttu þar hlut að máli um er þarf að uppfylla ef heimila á inn- þriðjungur þeirra spendýra sem flutt flutning á veiðidýrum. Þessi grein er voru inn. Í 17% tilvika ollu spendýr byggð á erindi sem ég hélt á rabbfundi verulegum áhrifum með afráni og áttu SKOTVÍS í Ráðhúskaffi 3. febrúar 1999. þar bæði hlut að máli svokallaðar alætur og rándýr.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Athygli vekur að ekkert þessara dýra, nema e.t.v. svín og geit, hafa verið flutt inn sem veiðidýr; allt eru þetta húsdýr eða svokölluð meindýr.

hópum á jafnmarga staði á árunum 1771-1787. Einn hópurinn var settur á land í Hafnarfirði og dreifðist hann og dafnaði á Reykjanesskaga frá Henglafjöllum vestur undir Keili. Þessum dýrum fækkaði mikið um 1880 og síðustu dýrin dóu út um 1930. Hið sama gerðist með dýrin sem sleppt var í Eyjafirði; þeim fjölgaði mikið í fyrstu og dreifðust austur í Þingeyjarsýslu en þau dóu út eða hurfu um 1930. Hreindýrin á Austurlandi eru nú meira og minna samfellt frá Þistilfirði í norðri suður í Hornafjörð en fara ekki vestur fyrir Jökulsá á Fjöllum. Hreindýr sem fara vestur fyrir Kolgrímu voru til skamms tíma skotin til að varna því að búfjársjúkdómar bærust í Suðursveit og Öræfi.

lls hafa 212 tegundir fugla verið fluttar til nýrra heimkynna. Þetta eru aðallega andfuglar, hænsnfuglar, dúfur og páfagaukar. Umræddir tegundahópar eru aðeins um 12% af fuglategundum í heiminum en í tæplega helmingi allra innflutningstilrauna á fuglum hafa þessir fuglahópar komið við sögu. Tíu vinsælustu fuglategundirnar eru: Húsdúfa, gráspör, hæna, stari, fashani, starategund (common myna), Jövuspör, gullfinka og zebradúfa. Fashani er eini veiðifuglinn á þessum lista og ér á landi hefur vísvitandi innhefur raunar mikla sérstöðu meðal flutningur á dýrum að mestu innfluttra veiðitegunda vegna þess legið niðri í mannsaldur, ef undan er hversu víða hann finnst núorðið. skilinn takmarkaður innflutningur á hús- og gæludýrum. Um 1930 var hins INNFLUTNINGUR Á DÝRUM TIL ÍSLANDS vegar mikill áhugi á innflutningi dýra og þá var stofnað Veiði- og loðf undan eru skilin húsdýr og dýraræktarfélag Íslands sem hafði m.a. meindýr sem borist hafa af slysni á stefnuskrá sinni að stuðla að fjölgun til landsins eru fá dæmi þess að reynt dýrategunda á Íslandi, sérstaklega með hafi verið að auðga upp á dýralífið hér tilliti til ræktunar loðdýra og veita með því að flytja hingað nýjar teg- vernd gegn eyðingu innlendra dýraundir. Froskar voru fluttir hingað árið tegunda. Meðal helstu forgöngu1895 og sleppt við Þvottalaugarnar í manna félagsins voru þeir Gunnar Reykjavík en drápust fljótlega. Hérar Sigurðsson frá Selalæk og Ársæll (líklega snæhérar) voru fluttir hingað Árnason, bókaútgefandi. Félagið gaf út þrisvar sinnum á 18. og 19. öld, án ritið Loðdýrarækt og þar má glöggt sjá þess að þeir næðu hér fótfestu. Þá hafa þann eldmóð en um leið skammsýni kanínur víða lagst út og lifa sums sem einkenndi fyrstu starfsárin. staðar hálfvilltar, svo sem í Öskjuhlíð, eðal þeirra dýra sem ætlunin en þær virðast eiga erfitt með að bjarga sér hér á landi. Sauðnaut voru var að flytja inn voru snæhérar, flutt hingað tvisvar frá Grænlandi um en um þá skrifaði Ársæll Árnason árið 1930 en drápust öll fljótlega. 1931 í 1. hefti Loðdýraræktar: „Ég veit, að það yrði yrði mörgum fleiri en ina dæmið um vel heppnaðan mér óblandin ánægja að sjá þessi skjallainnflutning á dýrum hingað til hvítu smádýr þjóta um fjallshlíðarnar lands eru hreindýrin sem okkar, eða lífga upp á tómlegar heiðarnar • komu hingað í fjórum með sínu einkennilega, skoppandi stökki,

A

H

eða hoppandi uppréttir á hinum löngu afturlöppum, eins og smástrákar, er stolist hafa út á nærskyrtunni einni saman, eins Sverdrup kemst að orði.” rsæll Árnason flutti minka til landsins, þrátt fyrir varnaðarorð eins fremsta náttúrufræðings okkar, Guðmundar G. Bárðarsonar, sem skrifaði grein í Náttúrufræðinginn er hann nefndi Jafnvægisröskun í náttúrunni. Ársæll svaraði því m.a. til: „Við mundum telja það happ en ekki óhapp, ef minkar færu að lifa hér villtir.” Minkurinn slapp fljótlega úr haldi og breiddist hratt um landið en snæhérar voru aldrei fluttir til hingað eftir þetta, þrátt fyrir að sérstök lög um friðun þeirra hafi gilt allt fram undir 1990.

Á

hætt mun að fullyrða að búfjársjúkdómar sem bárust hingað með kynbótadýrum og landnám minksins um og fyrir miðja þessa öld hafi gert Íslendinga afar tortryggna gagnvart innflutningi á dýrum.

Ó

E

M

E

74

ALÞJÓÐLEGIR SAMNINGAR, VIÐMIÐ OG ÍSLENSK LÖG

íó-samningurinn svonefndi um umhverfi og þróun var staðfestur af Íslands hálfu árið 1994 og er markmið hans meðal annars að vernda líffræðilega fjölbreytni. Í 8. gr. samningsins er kveðið á um skyldur aðildarþjóðanna til að koma í veg fyrir innflutning, halda í skefjum eða eyða þeim aðskotategundum sem ógnað geta vistkerfum, búsvæðum og innlendum tegundum. Í nýju náttúruverndarlögunum íslensku (41. gr.) sem gengu í gildi 1. júlí 1999 er gert ráð fyrir því að umhverfisráðherra setji reglugerð um skráningu, innflutning, ræktun og dreifingu lifandi, framandi lífvera. Í þeirri reglugerð á einnig að

R


Fagrit um skotveiðar og útivist

birta skrá yfir tegundir sem óheimilt er að flytja til landsins, svo og tegundir sem heimilt er að rækta hérlendis og sleppa í villtri náttúru. Sérstök nefnd skal vera ráðherra til ráðgjafar og skulu stjórnvöld leita umsagnar hennar og Náttúruverndar ríkisins áður en tekin er ákvörðun um innflutning, ræktun og dreifingu framandi lífvera. uk þess eru í gildi ýmis lög er varða innflutning á dýrum en þau taka flest mið af hugsanlegri sjúkdómahættu. Hér má nefna lög nr. 54/1990 um innflutning dýra og lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Einnig má nefna lög nr. 15/1994 um dýravernd og heimild umhverfisráðherra í 7. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að setja reglugerð um sölu, innflutning og útflutning villtra dýra og hluta þeirra, svo og egg. Drög að þeirri reglugerð hafa legið óafgreidd á fjórða ár í umhverfisráðuneytinu.

A

MYND: SIGMAR SIGURBJÖRNSSON

þær væru fluttar hingað og sleppt í nægjanlega miklu magni og hugsanlegum keppinautum þeirra og rándýrum væri haldið í skefjum. Meðal þeirra er krónhjörtur sem vart á náttúrulega óvini hér á landi. Einnig koma til greina fjallageitur, fjallafé og snæhérar. Líklegt er að sjónarmið gróðurverndar og skógræktar muni stangast á við huganlegan innflutning lestar vestrænar þjóðir hafa sett þessara grasbíta, auk hættunnar á ströng lög og reglur er taka til útbreiðslu framandi sjúkdóma. hugsanlegs flutnings á dýrum til nýrra heimkynna. Undantekningarlaust er f fuglum sem hugsanlega væri gert ráð fyrir einhvers konar umhægt að flytja inn má nefna hverfismati á hugsanlega áhættu sem fashana og lyngrjúpu; báðar þessar slíkur innflutningur getur haft á heilsu tegundir gætu borið sjúkdóma í okkar manna, líffræðilega fjölbreytni og helsta veiðifugl, rjúpuna og lyngrjúpan vernd vistkerfa. Alþjóðlega náttúru- er auk þess keppinautur við rjúpuna verndarráðið (IUCN) hefur tekið um beitilönd og varpsvæði. Einnig saman ítarlegar reglur og gátlista um kemur til greina að flytja hreindýr til innflutning á tegundum (sjá á heima- annarra landshluta en Austurlands en síðu þeirra: iucn.org/themes/ssc). strangar varnir gegn búfjársjúkdómum hafa í reynd komið í veg fyrir það hingað til.

F

A

MÖGULEIKAR Á INNFLUTNINGI ér hefur fundist vera fremur lítill áhugi á því hér á landi að flytja hingað ný veiðidýr; þeir sem msar tegundir veiðidýra gætu án auka vilja fjölbreytni í veiðum hafa efa lifað góðu lífi hér á landi ef margir hverjir sótt til útlanda og tekist DÝRA TIL ÍSLANDS

Ý

M

FRIÐRIK RAGNARSSON

MUNDAR HAGLABYSSUNA.

á við bráðina í sínum náttúrulegum heimkynnum. Nýlega var veitt heimild fyrir innflutningi á fashönum til eldis og nú í vor var nokkrum fashönum sleppt í Hallormsstaðaskóg á vegum Skógræktar ríkisins. Ætlunin er meðal annars að meta hvort þessi tegund geti þrifist hér. Ég tel afar ólíklegt að tilraun þessi beri tilætlaðan árangur þar sem fuglarnir eru ekki með senditæki og því verður nánast ómögulegt að fylgjast með afdrifum þeirra í skógarþykkninu. rekari tilraunir með fashana í íslenskri náttúru, svo og hugsanlegur innflutningur á öðrum veiðidýrum, verður að byggjast á ítarlegu mati þar til bærra aðila og síðan formlegu leyfi umhverfisráðherra. Kostnaður við slíkt mat getur orðið mikill og því vart á færi annarra en opinberra aðila að standa straum af því. Áður en ráðist er í slíkan kostnað þarf að marka skýra stefnu varðandi innflutning á veiðidýrum. Slíkt er ekki hægt án ítarlegra umræðna um þetta efni en lítið hefur borið á þeim hér á landi síðan á mektardögum veiði- og loðdýraræktarfélagsins um 1930.

F

• 75


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Þúsund gæsir ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS SÍÐASTA DAG JÚLÍMÁNAÐAR Á ÞESSU ÁRI KOM FIMMTÁN MANNA HÓPUR ÞREYTTRA OG ÁNÆGÐRA GÆSAMERKINGARMANNA TIL

ér var á ferðinni leiðangur á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Wildfowl & Wetlands Trust frá Bretlandi (WWT) og var þetta fjórða árið í röð sem slík ferð er farin í þeim tilgangi að merkja gæsir. Lagt var af stað um miðjan júlí, en þá eru flestar gæsirnar enn í sárum og ungarnir orðnir það stórir að hægt er að setja á þá merki. Notuð eru þrenns konar merki á gæsirnar. Allir fuglarnir fá stálmerki sem í er grafið númer sem er eins konar kennitala fuglsins og einnig er heimilisfang Náttúrufræðistofnunar á hringnum. Auk stálhringsins er sett plastmerki sem í eru grafnir bókstafir og lesa má á færi með sjónauka. Á fullorðna fugla og mjög stóra unga eru settir hálshringir úr plasti en á ungana fóthringir úr plasti. Tilgangur þessara merkinga er að afla upplýsinga um dánartíðni gæsanna og úr hverju þær deyja, auk upplýsinga um ferðir þeirra.

HÖFUÐBORGARINNAR FERÐ UM LANDIÐ.

EFTIR

TVEGGJA

VIKNA

H

ndanfarin þrjú ár hafa merkingarnar farið fram á Norðurog Austurlandi en í ár var byrjað á Suðurlandi. Haldið var í AusturSkaftafellssýslu í þeim tilgangi að ná grágæsum og einnig að • reyna við helsingja, en þeir

U 76

MYND: ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON.

hafa orpið í Austur-Skaftafellssýslu undanfarinn áratug. Skemmst er frá því að segja að erfiðlega gekk að eiga við grágæsirnar því þær voru á óaðgengilegum stöðum á flatlendi þannig að þær urðu okkar varar löngu áður en við komumst að þeim og náðu því að flýja á vatn þar sem þær voru sloppnar frá okkur. Öðru máli gegndi með helsingjann. Eins og oft áður þá nutum við aðstoðar heimamanna við að vísa okkur á gæsirnar og að þessu sinni voru það Hálfdán Björnsson bóndi á Kvískerjum og Björn Arnarson frá Höfn, báðir mikilvirkir fuglaskoðarar, sem vísuðu okkur á helsingjaslóðir og aðstoðuðu við veiðarnar. Segja má að helsingjaveiðin hafi gengið lygasögu líkast því fljótlega

HEIÐAGÆS

Í HREIÐRI.

rákumst við á rúmlega 60 fugla hóp af ungum og fullorðnum fuglum og náðum við 52 af þeim og merktum. Þannig er nú stór hluti íslenska helsingjastofnsins merktur. Helsinginn er tiltölulega nýr varpfugl á Íslandi en hann er hér aðallega þekktur sem umferðarfarfugl er hefur viðdvöl á landinu vor og haust á leið sinni milli vetrarheimkynna á Bretlandseyjum og varpstöðva á Grænlandi. Hann varp áður í eyjum Breiðafjarðar en er horfinn þaðan og hefur eins og áður sagði orpið í Austur-Skaftafellssýslu undanfarinn áratug og í sumar fannst einnig lítið varp í Vestur-Skaftafellssýslu. Hér er ekki um stóran varpstofn að ræða enn, aðeins nokkur pör verpandi ásamt ungum og geldfuglum. Stofninn telur


Fagrit um skotveiðar og útivist

MYND: ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON.

vart meira en 100 fugla og því þarf að reyna að vernda hann svo hann nái hér fótfestu. Á síðasta ári var upphafi veiðitíma á helsingja seinkað til 25. september í Austur- Skaftafellssýslu til verndar þeim og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að þessi seinkun verði einnig látin ná til VesturSkaftafellssýslu eftir að nýtt varp uppgötvaðist þar. Það væri óskandi að hér byggðist upp lífvænlegur varpstofn og gæti það komið skotveiðimönnum til góða seinna ef svo yrði. Fróðlegt verður að sjá hvert helsingjarnir íslensku fara til vetursetu og einnig hvort eitthvað af þeim kemur fram í veiðinni. ð loknum þessum vel heppnuðu merkingum á helsingja var áfram reynt að veiða grágæsir en án árangurs. Því var ákveðið í ljósi veðurspár og vegna reynslu undanfarinna ára að halda austur um land á Hérað. Þar gekk betur með grágæsirnar en á Suðurlandi og á þrem dögum náðust um 250 grágæsir, ungar og fullorðnar. Heildarfjöldi grágæsa sem merktur hefur verið á þeim fjórum árum sem merkingar hafa staðið er því orðinn um 1000 fuglar. Eftir að grágæsamerkingunum lauk var haldið til Reykjavíkur til að endurnýja birgðir og merkingamenn, en nýjir bættust þá í hópinn og sumir fóru. Síðan var haldið

A

HEIÐAGÆS

Í RÉTT.

MYND: ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON.

HELSINGJAR

AÐ VORI.

sem leið lá á höfuðstöðvar heiðagæsanna, í Þjórsárver sunnan undir Hofsjökli. Fyrir nær hálfri öld, eða árið 1951 og -53, voru einmitt á ferðinni þar leiðangrar gæsamerkingarmanna frá WWT og Náttúrufræðistofnun og merktu þar gæsir. Fyrra árið náðust 1.100 gæsir og í kjölfarið rituðu tveir leiðangursmanna, þeir Peter Scott og James Fisher, bók sem þeir kölluðu “A thousand geese” og tileinkuðu Finni heitnum Guðmundssyni fuglafræðingi sem tók þátt í leiðangrinum. Síðara árið voru aftur á móti rúmlega 8.000 gæsir merktar. Í ljósi þessarar reynslu og eftir lestur bókarinnar um 1000 gæsirnar og greinar um leiðangurinn 1953 gerðum við okkur góðar vonir. Og þær brugðust ekki því veðrið lék við okkur og á fjórum dögum náðum við rúmlega 1.000 heiðagæsum! Fjöldi merktra heiðagæsa þessi fjögur ár er því um 2.000. Vonast er til að hægt verði að merkja næsta ár líka, en til að geta fengið marktækar upplýsingar um dánartíðni og lífslíkur eru fimm ár nauðsynleg til að útreikningar á lífslíkum og dánartíðni séu marktækir.

hægt sé að nýta þá á sjálfbæran hátt. Eins og veiðimönnum er kunnugt er veiðiþungi á grágæs mikill og hef ég hvatt til hóflegri veiði úr þeim stofni. Samkvæmt veiðiskýrslum hefur ekkert dregið úr grágæsaveiðinni þau ár sem veiðiskýrslur ná yfir. Þó hefur stofninn staðið í stað milli áranna 1997 og -98, um 80.000 fuglar, eftir að hafa verið á hægri niðurleið undanfarinn áratug. Svo vildi til að varp virðist hafa heppnast vel 1998 og stofninn því ekki dregist saman þrátt fyrir mikla veiði. Heiðagæsastofninn virðist líka standa í stað og virðist hafa náð jafnvægi í kringum 230.000 fugla en það var einmitt stærð hans á síðasta ári samkvæmt talningum á vegum WWT sem framkvæmdar eru árlega á grágæs og heiðagæs á vetrarstöðvunum eftir að þær koma frá Íslandi. Full ástæða er til að hvetja veiðimenn til hóflegri veiði á grágæs til að ekki þurfi að grípa til aðgerða til að varna því að stofninn minnki enn. Stofn heiðagæsa er sterkur og veiði úr honum mun minni og ætti hann að geta þolað meiri veiði. Að lokum vil ég svo hvetja skotveiðimenn til áframhaldandi samstarfs við rannsóknir á veiðifuglum með því iðurstöður þessara merkinga að vera skilvísir á merki sem þeir munu ásamt öðrum rannsókn- kunna að ná og einnig með skilum á um auka þekkingu okkar á gæsa- rétt útfylltum veiðiskýrslum. stofnunum íslensku og hjálpa okkur • við að stýra veiði úr þeim þannig að

N

77


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Skotvís þakkar veittan stuðning Aðalskoðun hf.

Lögmannastofa Ólafs Sigurgeirssonar

Vilt þú vera á tölvupóstlista

SKOTVÍS? SENDU

OKKUR LÍNU Í skotvis@islandia.is OG ÞÚ VERÐUR Í HÓPI ÞEIRRA SEM FÁ NÝJUSTU FRÉTTIR AF STARFINU OG ÖÐRU SEM TENGIST SKOTVEIÐIMÖNNUM.


Munið að framvísa ávallt félagsskírteini SKOTVÍS!

Afslættir: Verslunin Goggar og Trýni Vörur....................................................................

15%

Purina umboðið-Birgir hf. Hundafóður..........................................................

10%

Hundahótelið Nolli Hundagæsla..........................................................

10%

Hundahótelið Arnarstöðum Hundagæsla..........................................................

20%

Hundahótelið Leirum Hundagæsla..........................................................

10%

Byssusmiðja Agnars Viðgerðir ..............................................................

5-10%

Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður Viðgerðir ..............................................................

10%

Seglagerðin Ægir Vörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) ....... Vörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ................

5% 10%

Sportvörugerðin Vörur....................................................................

10%

Vesturröst Vörur....................................................................

5-15%

Gæsa- og rjúpnaskot staðgreidd ..........................

10%

Vörur....................................................................

5-10%

Borgardekk Af viðgerðum og vinnu ........................................ Af dekkjum í umboðssölu .................................... Okkar dekk og slöngur ........................................

32,5% 15% 20%

Aðalskoðun hf. Af skoðun ökutækja..............................................

10%

Veiðivon Veiðislóð

Hótel KEA Gisting á gæsa- og rjúpnaveiðitíma ..................... Gisting á öðrum tímum .......................................

20% 10%

Veiðikofinn Egilsstöðum Afsláttur af skotum...............................................

10%

Rakara- og hársnyrtistofan Fígaró Vörur - þjónusta...................................................

10%

Smurstöðin Klöpp Af smurningu .......................................................

20%

Ellingsen Af sportveiðivöru og -fatnaði...............................

10%

Skátabúðin Vörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum)........ Vörur staðgreiddar (ekki af tilboðum).................

5% 10%

Pólar Vörur og þjónusta með greiðslukorti .................. Vörur og þjónusta staðgreiddar...........................

5% 10%

Sportbúð Títan Veiðivörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) Veiðivörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) .........

5% 10%


Umbo窶コsa窶コili テ。 テ行landi

1999, 5.árg  

Tímaritið SKOTVÍS 1999, 5.árg

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you