Page 1


Fagrit um skotveiðar og útivist

Ritstjóraspjall

bls.

7

11

19

35

42

SIGMAR B. HAUKSSON

Gæsir ARNÓR

ÞÓRIR

SIGFÚSSON

Umferðarréttur og skotveiðar ÍVAR PÁLSSON

Rjúpnamerkingar ÓLAFUR K. NIELSEN

Með veiðieðlið í blóðinu GUÐNI EINARSSON

Hreindýrin

Skotveiðifélag Íslands •

46

53

Listin að veiða fugl á flugi og velja rétta skotið •

54

SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

Leirdúfuskytterí um borð í Akureyrinni JÓHANN PÁLSSON

ÍVAR ERLENDSSON

Áskorun – gefum helsingjanum frið

Laugavegi 103, 105 Reykjavík Sími 551 4574, Fax 551 4584 E-mail skotvis@islandia.is Heimasíður: SKOTVÍS: http://www.islandia.is\~skotvis

59

60

65

Sigmar B. Hauksson

66

Jóhann Hjartarson

SIGMAR B. HAUKSSON

Viðtal við umhverfisráðherra

ÚTGEFANDI:

SKOTREYN: http://www.mmedia.is\~skotreyn

HJÖRDÍS ANDRÉSDÓTTIR

Frumkvöðlar í framleiðslu haglaskota

RITSTJÓRI:

HJÖRDÍS ANDRÉSDÓTTIR FJÁRMÁL:

Landakort fyrir veiðiferðina ÖRN SIGURÐSSON

Verðhrun

RITSTJÓRN:

68

FORSÍÐUMYND:

KJARTAN LOGI LORANGE

Sósan er hvort sem er best

70

74

SIGMAR B. HAUKSSON

Draumurinn – Kveðja frá Namibíu

76

79

UMBROT:

Kjartan Jónsson Hönnun & umbrot ehf. PRENTUN:

ÁKI ÁRMANN JÓNSSON

Agnar byssusmiður fluttur

AUGLÝSINGAR:

Knútur Bjarnason

SVERRIR SCH. THORSTEINSSON

Veiðikortakerfið

Torfi Harðarson Eigandi: Róbert Schmith Myndin er birt með góðfúslegu leyfi þeirra

RAGNAR ÁRNASON

Skotvís 20 ára

Hjördís Andrésdóttir

80

Prentsmiðjan Oddi ehf.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Ritstjóraspjall Á GÆTI hætt er að fullyrða að síðastliðinn vetur er sá sögulegasti í 20 ára sögu Skotveiðifélags Íslands. Það mál sem vakið hefur hvað mesta athygli í fjölmiðlum er andstaða nær allra útivistarfélaga á landinu, já líklega rúmlega 80% þjóðarinnar á frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar á sveitarstjórnarlögunum þess efnis að miðhálendinu skyldi skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem land eiga að því. Alþjóð veit hverjar urðu lyktir þessa máls. Alþingi kaus að fara gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Þegar þetta frumvarp var samþykkt má segja að sá dagur hafi verið einn sá dekksti í sögu lýðræðis íslenska lýðveldisins. Ekki verður fjölyrt frekar um þetta hitamál hér á þessum síðum. Á það skal þó bent að kröfur okkar sem vorum mótfallin þessu frumvarpi voru afar hógværar, eða þær að afgreiðslu frumvarpsins yrði frestað og að miðhálendi Íslands yrði eitt skipulagssvæði. Á fundi sem haldinn var á Hótel Borg, þar sem meðal ræðumanna voru umhverfisráðherra Guðmundur Bjarnason og félagsmálaráðherra Páll Pétursson, sagði ritari þessara lína meðal annars að “ef

LESANDI !

Ó

ganga á gegn vilja útivistarfélaganna og mikils meirihluta þjóðarinnar er hætta á að ekki náist nein sátt um málefni miðhálendisins á næstu árum”. Því miður eru allar líkur á að svo muni verða. En hvað getum við svo lært af

þessu máli? Jú, þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar sem snerta meginþorra landsmanna verða stjórnvöld að hafa sem nánasta samvinnu við þá sem málið snertir hvað mest. Í þessu tilviki var það útivistarfólk af ýmsum toga. Í fyrsta SKOTVÍS blaðinu, sem kom út haustið 1995, sagði ég meðal annars: „Nú um nokkurn tíma hefur verið starfandi nefnd um skipulag miðhálendisins. Enginn fulltrúi útivistarfólks, svo sem jeppamanna, hesta- eða skotveiðimanna eða ferðafélaga á sæti í nefndinni. Þeir sem mest ferðast um hálendi landsins og nýta sér kosti þess hafa ekkert að segja um framtíðarskipulag þess“. Svo mörg voru þau orð. Hefðu fulltrúar útivistarfólks átt sæti í þessari nefnd má fullyrða að farsælli lausn hefði verið fundin á þessu flókna máli. Þá er ekki síður mikilvægt að fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka eigi fulltrúa í stjórnun þeirra stofnana sem hafa með þá málaflokka að gera sem snerta þau samtök eða félög sem í hlut eiga. Sem betur fer virðast stjórnvöld hafa skilning á þessu og sú þróun virðist vera ráðandi að draga úr miðstýringu og fela ýmiss konar hagsmunasamtök-


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

um verkefni sem ríkið sá áður alfarið um. Sem dæmi má nefna að stangveiðimenn eiga nú fulltrúa í stjórn Veiðimálastofnunar. Það hlýtur þá að vera ósköp sanngjörn krafa okkar í SKOTVÍS að við fáum fulltrúa í stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Ý MISLEGT

AÐ GLEÐJAST YFIR

ví má ekki gleyma að ýmsir sigrar hafa unnist á árinu. Við höfum margt að gleðjast yfir þrátt fyrir allt. Áður en lengra er haldið verður það að segjast eins og er að samvinna SKOTVÍS, Alþingis og stjórnvalda hefur yfirleitt gengið vel og okkur verið sýndur skilningur. Stærsti sigur okkar er án efa sá að fellt var niður hið óréttláta 25% vörugjald á byssur, skot og skyldar vörur. Ekki er hægt að nefna þetta

þ

mál hér nema að þakka Kristjáni Pálssyni alþingismanni sem, að öðrum sem að málinu komu ólöstuðum, beitti sér hvað mest fyrir því innan Alþingis að fá þetta vörugjald lagt af. Þá beitti Ólafur Haraldsson alþingismaður sér fyrir því að skotveiðimenn fengju að veiða á ríkisjörðum sem ekki eru í ábúð. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra sýndi þessu máli mikinn skilning og skal ráðherra og Ólafi þakkað fyrir að þarna opnast mjög áhugaverðar veiðilendur á tímum þar sem stöðugt fleiri svæði eru lokuð fyrir hinum almenna skotveiðimanni. Þá var samþykkt á þingi frumvarp forsætisráðherra um þjóðlendur. Með samþykki þessa frumvarps hafa línurnar í landréttarmálum skýrst til mikilla muna og réttur skotveiðimanna og annars útivistarfólks verið tryggður mun betur en áður var. Vissulega er miklu starfi enn

ólokið því landamerki jarða og hreppa eru víða mjög óljós. Búast má við því að leitað verði til dómstóla við úrlausn ýmissa mála. Nauðsynlegt er að íslenskir skotveiðimenn séu vel á verði og kynni sér gaumgæfilega þau veiðisvæði sem þeir hyggjast sækja. Telji veiðimenn á sér brotið með því að þeim er vísað út af svæðum, sem þeir telja sig hafa rétt til að veiða á er nauðsynlegt að lögreglan taki skýrslu af báðum málsaðilum og að veiðimaðurinn hiki ekki við að leita til dómsstóla. Reynslan hefur sýnt okkur að sú leið er vænleg til árangurs.

V EIÐIKORTIN

HAFA SANNAÐ

TILVERURÉTT SINN

egar hið svokallaða veiðikortakerfi var sett á 1995 voru sumir

þ

Haglaskot afburðamanna þurfa að standast margar kröfur

ÍVAR ERLENDSSON Patriot haglaskotin eru tvímælalaust bestu haglaskot á markaðnum í dag.

SVEINN INGIMARSSON HREIMUR GARÐARSSON JÓHANN HALLDÓRSSON Hlað skotin hafa alltaf reynst mér vel og í dag veiði ég eingöngu með Patriot.

ALFREÐ K. KARLSSON GUNNAR SIGURÐSSON Góð skot, gott verð.

Hlað skotin eru löngu búin að sanna sig við íslenskar aðstæður.

Sameina allt sem góð haglaskot þurfa að hafa.

Reynsla mín af Patriot er mjög góð og þau standa bestu amerísku skotunum jafnfætis.

þORBJÖRN JENSSON

HELGI ÖRN FREDERIKSEN

Skotin mín þurfa að vera örugg og þess vegna nota ég Hlað skot.

Hlað skotin eru góður kostur í veiðiferðina.

Patriot haglaskotið byggir á skothylki og forhlaði sem hannað er af Baschieri & Pellagri með Gordom System dempurum. Þeir draga úr höggi, auka hraða og halda nákvæmni þegar skotið er notað. Skotin eru fyllt Diamond höglum með púðri frá Bofors og ná 1265 feta hraða á sekúndu. Þetta kunna góðir veiðimenn að meta.

SÉRVERSLUN SKOTVEIÐIMANNA Bíldshöfði 12, Rvk. Sími 567 5333 fax 567 5313 Árgötu 14, Húsavík. Sími 464 1009 fax 464 2309


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

skotveiðimenn ákaflega mótfallnir því. SKOTVÍS var frá upphafi fylgjandi því að komið yrði á fót veiðikortakerfi svo hægt yrði að fá haldbærar upplýsingar um skotveiðar hér á Íslandi. Í dag hygg ég að vart fyrirfinnist sá skotveiðimaður sem sé andvígur veiðikortakerfinu, svo rækilega hefur þetta nýja fyrirkomulag sannað sig. Nú vitum við með nokkurri vissu hvað mörg dýr eru skotin árlega. Fyrir það fé sem kemur í veiðikortasjóð eru stundaðar þýðingarmiklar rannsóknir á veiðidýrum og öðrum villtum dýrum sem hafa beint eða óbeint áhrif á afkomu veiðidýranna. Eftir því sem árin líða fáum við ábyggilegri og betri upplýsingar um ástand þeirra dýrastofna sem veitt er úr. Þessar upplýsingar segja okkur meðal annars hvernig skynsamlegast sé að skipuleggja veiðarnar. Í dag vitum við t.d. að helst þyrftum við að draga úr sókninni í grágæsirnar en að sama skapi mætti auka veiðar á heiðagæs. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun sýna rjúpnatalningar nú í vor samfellda fjölgun í rjúpnastofninum um norðanvert, norðaustanvert og austanvert landið. Hefur varpstofninn á þess-

um svæðum ekki verið jafnstór síðan 1988. Hins vegar er aðra sögu að segja af Suðvestur- og Vesturlandi. Þar er mikil fækkun í rjúpnastofninum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun má rekja þessa fækkun til mikilla vetraraffalla, einkum þungs veiðiálags á þessum svæðum. Hinar merku rjúpnarannsóknir Dr. Ólafs K. Nielsen fuglafræðings sýna að rjúpan virðist vera mun staðbundnari fugl en áður var haldið. Vortalningar hafa sýnt að stofnbreytingar voru samstíga um allt land á 7. og 8. áratugnum en síðustu 15-20 árin hefur orðið nokkur breyting á. Rannsóknir Dr. Ólafs hafa meðal annars sýnt að veturna 1995-1996 og 1996-1997 féllu allt að 70% fugla sem voru á lífi í nágrenni Reykjavíkur í upphafi veiðitíma fyrir hendi skotveiðimanna. Athyglisvert er í þessum efnum að mikið veiðiálag er á rjúpnastofninum í nágrenni Akureyrar og Húsavíkur. Þar búa nokkrar hörðustu rjúpnaskyttur landsins. Þá hafa komið þau ár þar sem meira hefur verið um rjúpur hér suðvestanlands en til dæmis norðaustanlands. Þá held ég að við getum verið sammála um að 70% rjúpnastofnsins er árlega ekki skotinn hér á öllu því svæði sem við köllum Suðvesturland. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að grípa til neinna róttækra aðgerða í þessum efnum. Stytting veiðitímans hér suðvestanlands kæmi ekki að neinu gagni, friðun stærri svæða kæmi að einhverju gagni en líklegast ekki nægjanlegu. En eitt er víst að við megum ekki loka augunum fyrir þessum tölum. Það sem er þýðingarmest á þessu stigi málsins er að Dr. Ólafi K. Nielsen verði tryggt nægjanlega mikið fjármagn til að rannsaka enn frekar þetta mismunandi ástand rjúpnastofnsins hér á suðvesturhorninu og norðaustanlands. Það fjármagn getur ekki eingöngu komið úr veiðikortasjóði. Í upphafi var ekki gert ráð fyrir

því að allar rjúpnarannsóknir yrðu eingöngu kostaðar úr veiðikortasjóði. Stjórn Skotveiðifélags Íslands skorar því á umhverfisráðherra og raunar einnig á umhverfisnefnd Alþingis að tryggt verði fjármagn til frekari rannsókna á íslenska rjúpnastofninum með hliðsjón af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir.

S KOTVÍS 20

ÁRA

ú í haust eru 20 ár liðin frá stofnun Skotveiðifélags Íslands. Fullyrða má að starfsemi félagsins hefur aldrei verið eins viðamikil og öflug og nú, enda félagsmenn orðnir rúmlega 2500 talsins. Eins og gerist og gengur í starfi hagsmunasamtaka hefur gengið á ýmsu í starfsemi félagsins, en um tíma var félagið afar veikburða. Á þessum merku tímamótum koma mörg nöfn upp í hugann, nöfn manna sem í öll þessi ár hafa verið tilbúnir að verja tíma í þágu félagsins og verið tilbúnir að berjast fyrir réttindum íslenskra skotveiðimanna. Of langt mál væri að nefna alla þá félagsmenn SKOTVÍS sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Ég hygg að á engan sé hallað þó ég nefni Sólmund Einarsson fyrsta formann félagsins og Sverri Sch. Thorsteinsson, en án eldheits áhuga þessara manna og fórnfúsra starfa þeirra væri Skotveiðifélag Íslands ekki það öfluga félag sem það er í dag. Vil ég því nota tækifærið og þakka þeim sérstaklega fyrir störf í þágu félagsins og íslenskra skotveiðimanna.

N

ð lokum óska ég félagsmönnum ánægjulegra stunda við veiðar og hvet ykkur öll að taka með ykkur til byggða notuð skothylki, ykkar og annarra.

A

SIGMAR B. HAUKSSON Formaður Skotveiðifélags Íslands


Fagrit um skotveiðar og útivist

Gæsir Á STAND

OG HORFUR

NÚ ÞEGAR HAUSTAR Á NÝ OG eiðitíminn á grágæs og heiðagæs hefst 20. ágúst en veiðitími blesgæsa og helsingja hefst 1. september. Á hverju ári heyrast þær raddir að það sé of snemmt að hefja veiðar 20. ágúst vegna þess að þá séu enn á ferðinni ófleygir ungar og stundum heyrast sögur um miklar veiðar á ófleygum gæsum. Víst er það rétt að í upphafi veiðitímans er alltaf eitthvað um ófleygar gæsir og þá sérstaklega unga

V

GÆSA VEIÐITÍMINN HEFST FARA VEIÐIMENN OG AÐRIR AÐ HUG LEIÐA ÝMISLEGT ÞAÐ ER VIÐ KEMUR GÆSUM. ÞVÍ ER EKKI ÚR VEGI AÐ RÆÐA SUMT AF ÞVÍ SEM RÆTT ER MEÐAL ÁHUGA MANNA UM GÆSIR OG LÍTA Á ÝMSAR TÖLUR OG VÍSBENDINGAR UM GÆSA STOFN ANA.

og örugglega er eitthvað um að óvanir veiðimenn séu að skjóta á þá. Þó er það aðeins lítill hluti gæsaunga sem um ræðir sem klakist hafa seint úr eggjum af einhverjum orsökum eða eru seinþroska. Ekki er líklegt að það hafi veruleg áhrif á gæsastofnana þó eitthvað sé um að ófleygir ungar séu skotnir í upphafi veiðitímans, því oft er það svo hjá fuglastofnum að ungar sem • klekjast seint eða eru sein-

11


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

þroska eiga minni lífsmöguleika. Því má segja að hér sé fyrst og fremst um siðferðilega spurningu að ræða, hvort eigi að hefja veiðar meðan hætta er á að ófleygir fuglar séu á ferðinni. Það er vitaskuld ólöglegt að skjóta á fugla í sárum og ekki í samræmi við siðareglur skotveiðimanna auk þess sem ófleygir gæsaungar eru ekki mikill matur þar sem bringan er ekki orðin vöðvamikil fyrr en gæsirnar fara að fljúga. Því er líklegt að þeir sem e.t.v. freistast til að skjóta ófleyga unga hætti því fljótlega af þeim sökum og snúi sér að fleygum gæsum sem meiri matur er í. já blesgæsum og helsingjum er ekki um það að ræða að ófleygir ungar séu á ferðinni þegar veiðitíminn hefst 1. september því þessar tegundir eru umferðarfarfuglar. Þó eru nokkur pör af helsingjum sem verpa hér á landi í Austur-Skaftafellssýslu. Því eru á haustin nokkrir tugir alíslenskra helsingja bæði fjölskyldufuglar og geldfuglar á því svæði í 2 - 3 vikur, áður en helsingjar frá Grænlandi fara að birtast þar seinnipart september. Af þessum sökum hafa þær raddir heyrst að vernda þurfi þennan vísi að íslenskum varpstofni því þar sem þetta eru einu helsingjarnir í upphafi veiðitímans sé hugsanlegt að honum yrði útrýmt ef

H

hann lenti í öflugum veiðimönnum. Því hefur Fuglaverndarfélag Íslands farið þess á leit við umhverfisráðherra að upphafi veiðitíma á helsingjum í AusturSkaftafellssýslu verði seinkað þar til um það leyti sem grænlensku helsingjarnir koma. Ég tel að ástæða sé til að taka undir þessa tillögu Fuglaverndarfélagsins því varla vilja skotveiðimenn verða til að útrýma varpstofninum og tillagan sem slík ætti ekki að hafa nein áhrif á veiðimöguleika manna á þessu svæði þar sem ekki er lagt til að veiðar verði takmarkaðar á öðrum tegundum, né utan Austur-Skaftafellsýslu.

Á STAND

nær óbreyttir milli áranna 1996 og 1997. Eins og sést á 1. mynd hafa gæsastofnarnir báðir vaxið mjög síðan talningar hófust og þá sérstaklega heiðagæsastofninn. Helsta skýringin á þessari fjölgun gæsastofnanna er talin vera sú að dánartíðni á vetrarstöðvum hafi minnkað vegna aukins fæðuframboðs að vetri. Þó eru vísbendingar um að jafnvægi sé að nást og að fjölgunin hafi stöðvast undanfarin ár og jafnvel orðið fækkun í grágæsastofninum undanfarin ár. Stofnbreytingar helsingja og blesgæsa eru ekki sýndar hér en báðir þeir stofnar telja rúmlega 30.000 fugla hvor og hafa verið í jafnvægi undanfarin ár.

GÆSASTOFNANNA

okkuð vel er fylgst með ástandi gæsastofnanna miðað við flestar aðrar tegundir veiðifugla. Þeir eru taldir á vetrarstöðvum sínum á Bretlandseyjum í nóvember, eftir að gæsirnar yfirgefa varpstöðvar sínar á Íslandi og Grænlandi og er sú talning framkvæmd af sjálfboðaliðum undir stjórn Wildfowl and Wetlands Trust. Á 1. mynd má sjá breytingar á fjölda grá- og heiðagæsa frá því að talningar hófust til ársins 1996. Tölur fyrir 1997 eru ekki enn tilbúnar þegar þetta er skrifað en vísbendingar eru um að stofnarnir hafi verið

G ÆSAVEIÐIN

N

enn höfðu ekki skýringar á reiðum höndum á því af hverju grágæsastofninn hætti að vaxa upp úr 1980 meðan heiðagæsastofninn óx sem hraðast fyrr en tölur um gæsaveiði fóru að berast frá veiðimönnum með hinu nýja veiðikortakerfi. Þá kom í ljós að veiðiþungi á grágæs er mjög mikill samanborið við hinar þrjár tegundirnar. Í meðfylgjandi töflu má sjá gæsaveiði síðustu 3 ár samkvæmt upplýsingum Veiðistjóraembættisins.

M


Aukabúnaður á mynd: stigbretti RÚNA/C6864/LJÓSM.:MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

GALLOPER

kominn er til landsins nýr glæsilegur jeppi, Galloper, sem kostar aðeins frá 2.270.000.Galloper er þægilegur 7 manna jeppi, framleiddur með leyfi og undir eftirliti Mitsubishi Motors.

Galloper mikill jeppi á fólksbílaverði !

GALLOPER


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

kki eru allar skýrslur frá árinu 1997 komnar inn en reynsla síðustu ára sýnir okkur að þessar tölur eru ekki líklegar til að breytast mikið þar sem mikið af þeim skýrslum sem berast seint eru auðar því margir veiðimenn virðast telja að þeir þurfi ekki að skila inn skýrslum ef þeir hafa ekkert veitt. Eins og sjá má á töflunni er grágæsa- og blesgæsaveiðin þessi 3 ár nokkuð stöðug. Hins vegar má greina hægfara aukningu á heiðagæsaveiði og aukningu á helsingjaveiði 1997. Hvort þessar breytingar eru marktækar skal ekki sagt en þessar veiðitölur munu fyrst og fremst nýtast okkur þegar tölur frá fleiri árum eru komnar og hægt er að skoða langtímabreytingar í veiði. Séu veiðitölurnar bornar saman við stofnstærðir þessara gæsastofna á vetrarstöðvum að hausti má lesa út veiðiþunga á hverri tegund. Þar sem talningarnar fara fram eftir þá veiði sem sýnd er í 1. töflu má leggja veiðina við talningarnar til að fá út stærð veiðistofns í upphafi veiðitíma hér á landi. Samkvæmt því er veiðiþungi á grágæs um 30%, heiðagæs um 5%, blesgæs um 10% og helsingja um 5%. Ef þessi veiðiþungi á grágæsum hefur verið svipaður undanfarin ár eða áratug kemur ekki á óvart þó fjölgun grágæsa hafi verið stöðvuð. Veiðiþungi upp á um 30% er líklega á mörkum þess sem stofninn þolir án þess að um fækkun verði að ræða. Athugun á gæsavængjum sem veiðimenn senda til Náttúrufræðistofnunar sýna að ungar eru um 40% af gágæsaveiðinni (2. mynd) og út frá þessu hlutfalli, auk talninga á vetrarstöðvum má reikna út að tæplega helmingur unga sumarsins var skotinn á Íslandi 1995 og 96 og um fjórðungur fullorðinna gæsa. Veiðiálag á Bretlandseyjum er lítið þekkt því þeir hafa ekki veiðiskýrslukerfi eins og við höfum nú. Því eru veiðitölur þaðan að mestu ágiskanir og hef ég heyrt tölur á • bilinu 7 - 15 þúsund gæsir.

E

14

1. G ÆSAVEIÐI B YGGT

MYND 1

MYND 2

TAFLA

SAMKVÆMT VEIÐISKÝRSLUM .

Á UPPLÝSINGUM FRÁ

V EIÐISTJÓRAEMBÆTTINU .

1995

1996

1997

GRÁGÆS

35.281

37.261

36.900

HEIÐAGÆS

10.658

12.106

13.259

BLESGÆS

3.237

2.926

3.047

HELSINGI

1.876

1.614

2.472

TALNINGAR

Á GRÁ- OG HEIÐAGÆSUM Á VETRARSTÖÐVUM ÞEIRRA Á BRETLANDSEYJUM. BYGGT Á GÖGNUM FRÁ WILDFOWL AND WETLAND TRUST.

HLUTFALL

UNGA Í GRÁGÆSAVEIÐINNI MEÐ 95% ÖRYGGISMÖRKUM. SÝNASTÆRÐ ER INNI Í SÚLUNUM.


Fagrit um skotveiðar og útivist

ER

ÁSTÆÐA TIL AÐGERÐA ?

f litið er á 1. mynd sést að síðustu ár hefur grágæsinni fækkað samkvæmt vetrartalningum, eða allt frá 1993, og ekki er útlit fyrir að henni hafi fjölgað síðasta ár samkvæmt bráðabirgðatölum. Því má spyrja hvort ástæða sé til aðgerða vegna þessa, þ.e. að takmarka veiði. Því er ekki að neita að margir telja þennan veiðiþunga of mikinn og að æskilegt væri að minnka hann. Ég hef beint því til skotveiðimanna að hugleiða þetta í sínum hópi og hvatt þá til að draga úr sókn í grágæs og beina augunum meira að heiðagæsinni sem ætti vel að geta þolað meira veiðiálag. Ég tel ekki ástæðu til annarra aðgerða að sinni því þó merki séu um að stofninn hafi verið að síga niður undanfarin ár er það ekki einsdæmi. Svipuð hnignun átti sér stað upp

E

úr 1970 og 1980 og stofninn óx aftur í kjölfarið. Stofninn virðist enn vera sterkur og því tími til að athuga vel þau gögn sem við höfum og afla nýrra áður en gripið er til einhverra frekari aðgerða. Einnig verður að hafa í huga að veruleg óvissa getur verið í þeim gögnum sem við höfum, svo sem talningum og veiðiskýrslum. Mikilvægt er þó að fylgst sé grannt með ástandi grágæsastofnsins og annarra gæsastofna og að gripið verði inn í ef þurfa þykir og þessi hnignun hættir ekki. ið Náttúrufræðistofnun Íslands fara fram umfangsmiklar rannsóknir á gæsum sem m.a. eru kostaðar af veiðikortasjóði. Þar ber helst að nefna merkingar á grá- og heiðagæsum en niðurstöður þeirra merkinga verða notaðar til að reikna út dánartíðni, bæði af völdum veiða og náttúrulega dánar-

V

tíðni, sem hægt er að bera saman við dánartíðni sem reikna má út frá talningum og veiðiskýrslum. Merkingar þessar hófust 1996 og verður vonandi haldið áfram til ársins 2000. Árangur af merkingum er verulega undir samvinnu við skotveiðimenn kominn hvað varðar skil á merkjum því ef veiðimenn skila ekki merkjum fljótt og vel þá dregur það verulega úr gildi rannsóknanna. Sama má segja um skil á veiðiskýrslum, en réttar veiðitölur eru ein af grundvallarupplýsingum þessara rannsókna. Ég hef stundum heyrt það frá veiðimönnum að þeir hræðist það að veiðiskýrslur verði notaðar gegn þeim og verði eingöngu til þess að tegundir verði friðaðar og jafnvel hafa einstaka veiðimenn hótað að skila inn auðum skýrslum. Hér er þó um lítinn hluta veiðimanna að ræða og mín reynsla er að skotveiðimenn séu upp til hópa sam-

hug & handverk / Mynd Ragnar Th. Sigurðsson

Garmin GPS 12 • • • • • • • • • • •

12 rása móttakari Grafískur LCD skjár 3 stiga baklýsing 24 klst. rafhlöðuending 500 vegpunkta minni 16 gerðir af merkjum 1024 ferilpunktar í plotter Tracback breytir ferli í leið Vatnshelt að 1 metra dýpi Tengjanlegt við tölvu Og margt fleyra....

Fiskislóð 84 • Pósthólf 828 • 121 Reykjavík • Sími: 520 0000 • Fax: 520 0020 • E-mail rs@rs.is


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

starfsfúsir og samviskusamir við útfyllingu á veiðiskýrslum. Allur sá samanburður sem við höfum við veiðiskýrslur bendir til að þær séu nokkuð rétt útfylltar. Hér á líka við máltækið að sannleikurinn sé sagna bestur því við sem stundum rannsóknir verðum að treysta því að veiðiskýrslur séu réttar og ef svo færi að stór hluti veiðimanna færi að telja fram of litla veiði t.d. á grágæs og stofninn minnkaði enn þá gæti það orðið til að frekar yrði gripið til aðgerða.

Sú leið gæti falist í að stytta veiðitímann að framan eða aftan eða banna veiðar t.d. um helgar. Margir veiðimenn hafa stungið upp á að banna veiði við náttstað, bæði til takmörkunar og einnig af siðferðilegum ástæðum, en sú leið fæli í sér að veiði yrði hætt á einhverjum tímapunkti fyrir sólarlag. Önnur leið er kvóti svipað og notað er í Bandaríkjunum og takmarkar fjölda fugla sem veiðimaður má veiða, annað hvort fjölda á dag eða á veiðitímabilinu. Svo er sú leið sem farin var á Bretlandseyjum og felst í því að sala á villtum gæsum er bönnuð, en það bann hafði í H UGSANLEGAR LEIÐIR för með sér að atvinnuveiðar á gæs f sú staða kemur upp að takmarka lögðust af. verður sókn í grágæsina þá er vert að hugleiða hvaða leiðir koma til greina f ofangreindum leiðum finnst og hver væri líklegust til árangurs og vil mér að sú síðastnefnda væri bæði ég nefna hér nokkrar hugmyndir sem líklegust til árangurs og hefði minnst skotveiðimenn geta rætt í sínum hópi. áhrif á veiðimenn. Breyting á veiðitíma þarf ekki að minnka veiðiálag því veiðireyting á veiðitíma er menn geta bætt sér upp styttinguna líklega sú aðgerð sem með því að auka sóknina. Bann um • fyrst kemur upp í hugann. helgar hefði eflaust einhver áhrif á

E

A

B

16

suma en líklegt er að áhrifin yrðu minnst á „atvinnuveiðimenn“. Áhrif banns við kvöldveiðum eru óþekkt því ekki eru til upplýsingar um hve mikill hluti veiðanna þær eru og mín tilfinning af samtölum við skotveiðimenn er að kvöldveiðar á grágæs séu óverulegur hluti. Einhverskonar kvótakerfi yrði eflaust árangursríkt ef unnt væri að koma því á en slíkt kerfi myndi kalla á umfangsmikið og dýrt eftirlit og því tel ég það ekki fýsilegan kost. Álit mitt á þeirri leið að banna atvinnuveiðar byggi ég m.a. á reynslu Breta og einnig á skoðun á veiðiskýrslum. Við athugun á veiðiskýrslum frá 1995 sést að 3.201 veiðimaður hefur veitt grágæsir. Mikil dreifing er á veiði, eða allt frá 1 upp í 325 gæsir. Meðalveiði á veiðimann er 11 gæsir en vegna þess hve skökk dreifingin á veiðinni er gefur það ekki góða mynd af veiði á mann heldur er miðgildið betri mæling og er það um 5 gæsir. Það að skilgreina hvað sé hófleg veiði á mann og hvað geti talist veiði í „atvinnuskyni“ er erfitt að segja en ég


Fagrit um skotveiðar og útivist

gef mér að 20 gæsir væru mörkin þarna á milli. Við athugun á skýrslunum kemur í ljós að einungis 424 veiðimenn veiða meira en 20 gæsir en það er um 13% veiðimanna. Þessi 13% veiddu þó meira en helming grágæsanna 1995 eða rúmlega 19.000 gæsir. Hin 87% veiðimannanna veiddu um 16.000 gæsir og eins og miðgildið ber með sér veiddi um helmingur veiðimannanna 1 - 5 gæsir. Af þessari skoðun á veiðiskýrslum er ljóst að bann við sölu á gæsum hefði lítil áhrif á þorra skotveiðimanna sem eru að veiða sér til ánægju og til að fá gæs í soðið. Ekki þyrfti að hreyfa við veiðitíma sem er mjög viðkvæmt í augum margra og flestir veiðimenn yrðu ekki varir við bannið. Einhverjir yrðu þó af tekjum vegna þessa og ég tel ólíklegt að veiðimenn haldi áfram að veiða hundruð gæsa ef þeir geta ekki

selt þær þannig að án efa drægi úr sókn þeirra. Annar kostur við að banna sölu er að eftirlit væri tiltölulega auðvelt því ólíklegt er að veitingastaðir og verslanir yrðu með villigæsir á borðum ef það væri bannað og sektir lægju við, en þó má reikna með að sala til einstaklinga frá veiðimönnum yrði einhver og lítið við því að gera og líklega ástæðulaust. Þessi leið myndi þó þýða það að banna yrði sölu á öllum tegundum villtra gæsa þó aðeins væri tilgangurinn að draga úr veiði á grágæs því erfitt getur reynst að greina á milli tegunda þegar búið er að gera að gæsunum.

um ýmislegt er snertir stjórnun veiða. Vonandi verður þetta til að vekja upp umræðu meðal skotveiðimanna þannig að ef svo skyldi fara að draga þyrfti úr sókn í grágæsina þá séu veiðimenn og samtök þeirra með mótaðar hugmyndir um hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs og hafi sem minnst áhrif á þá ánægju sem menn hafa af veiðinni. Það er mikilvægt að veiðimenn umgangist bráð sína af ábyrgð og gangi ekki um of á stofna þannig að til verulegra takmarkana eða banns þurfi að koma. Því er þátttaka skotveiðimanna í rannsóknum mikilvæg til að hægt sé að byggja ákvarðanir um veiðar úr dýrastofnun á sem bestum gögnum.

L OKAORÐ ARNÓR

ilgangur þessarar greinar var að vekja veiðimenn til umhugsunar

T

ÞÓRIR

SIGFÚSSON

Náttúrufræðistofnun Íslands


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Nýjung

EasyHit Sigti

omin eru á markað sigti fyrir allar gerðir af haglabyssum. Sigti sem ekki bara auðvelda skyttunni að hitta bráð sína heldur venja hann á að taka byssuna alltaf eins upp. Um er að ræða lítinn ljósleiðara sem safnar í sig allri þeirri birtu sem völ er á. Þegar skotmaður mundar byssuna blasir við sterkur rauður punktur. Margir af betri skotkenn-

urum heims nota þetta sigti og mæla með notkun þess. Einnig hafa margir íslenskir keppnismenn notað EASYHIT sigtið með góðum árangri í sumar svo og aðrir skotveiðimenn. EASYHIT fæst m.a. í Hlað S/F, Útilíf, Vesturröst, Veiðimanninum, Veiðivon, Ellingsen, Intersport, Verslun Axels Sveinbjörnssonar Akranesi og Veiðisport Akureyri

K


Fagrit um skotveiðar og útivist

Umferðarréttur og skotveiðar U MFERÐARRÉTTUR

VEIÐIMANNA Á LANDI , FERSKVATNI OG SJÓ

ÞAÐ ER BÆÐI GÖMUL SAGA OG NÝ AÐ MENN HAFA ÞURFT AÐ KUNNA SKIL Á ÝMSUM REGLUM TIL ÞESS EINS AÐ GETA FRAMKVÆMT EIN FÖLD USTU HLUTI. HIÐ FLÓKNA OG SÍBREYTILEGA SAM FÉLAG NÚTÍMANS HEFUR EKKI LEITT TIL EIN FÖLDUNAR Í ÞESSUM EFNUM. SÁ SEM ÆTLAR AÐ STUNDA SKOTVEIÐAR ÞARF ÞVÍ EKKI EIN UNG IS AÐ KUNNA NOKKUR SKIL Á SKOT VOPNA LÖG UM OG LÖGUM ER VARÐA VEIÐAR Á VILLTUM DÝRUM. † MSAR AÐRAR REGLUR OG LÖG SKIPTA SKOTVEIÐIMANNINN MIKLU MÁLI. Í ÞVÍ SAM BANDI BER AUÐVITAÐ HÆST REGLUR ER VARÐA EIGNARRÁÐ OG UMRÁÐ FASTEIGNA OG RÉTT INDA ER ÞEIM FYLGJA Þ.M.T. VEIÐIRÉTTINN OG ÞAR MEÐ AÐGANG HINNA „LANDLAUSU“ VEIÐIMANNA AÐ VEIÐILENDUM. Í ÞESSU GREINAR KORNI ER ÞÓ EKKI ÆTLUNIN AÐ FJALLA UM ÞETTA FLÓKNA OG VÍÐFEÐMA EFNI. ANNAÐ ATRIÐI, SEM ÞÓ TENGIST HINU FYRR NEFNDA, SKIPTIR SKOTVEIÐIMENN OG AÐRA ÚTI VISTAR- OG NÁTTÚRUUNNENDUR MIKLU. ÞAÐ ER

H UGTAKIÐ UMFERÐARRÉTTUR

sinni einföldustu og rýmstu mynd má segja að í umferðarrétti felist réttur manna til frjálsrar farar um land, lög og loft og réttur til dvalar í skemmri tíma í tengslum við för. Réttur þessi er svo mismunandi m.a. eftir eignarhaldi á því svæði sem ferðast er um, mannvirkjum sem þar hafa verið reist, ferðamátanum sem notaður er

Í

RÉTTUR ÞEIRRA TIL AÐ FERÐAST UM LANDIÐ Þ.E. UMFERÐAR- OG DVALARRÉTTUR ALMENNINGS. HVAÐ SKOTVEIÐIMENN VARÐAR ER SLÍKUR RÉTTUR OFT FORSENDA ÞESS AÐ HÆGT SÉ AÐ NÝTA ÁKVEÐIN SVÆÐI TIL VEIÐA. HAFI MENN EKKI HEIMILD TIL ÞESS AÐ FERÐAST UM ÖNNUR TILTEKIN LANDSVÆÐI SEM AÐ VEIÐISVÆÐI LIGGJA GETUR ÞAÐ LEITT TIL ÞESS AÐ ALMANNA RÉTTUR TIL VEIÐA Á SVÆÐINU VERÐ UR EINSKIS NÝTUR. MARGIR SKOTVEIÐI MENN HAFA KYNNST ÞESSU AF EIGIN RAUN SÍÐUSTU ÁRIN T.D. HAFA MENN KOMIÐ AÐ LÆSTUM HLIÐUM Á VEGASLÓÐUM OG FLEIRU Í ÞEIM DÚR. † MISS KONAR ÁLITAMÁL GETA VAKN AÐ Í TENGSLUM VIÐ UMFERÐARRÉTTINN ENDA SETTAR LAGAREGLUR UM HANN Á VÍÐ OG DREIF OG RÉTTARSTAÐAN ÞVÍ OFT ÓLJÓS, LEIKUM SEM LÆRÐUM. Í ÞESSARI GREIN ER ÞVÍ ÆTLUN IN AÐ REYNA AÐ VARPA NOKKRU LJÓSI Á HELSTU REGLUR ER GILDA UM UMFERÐARRÉTT MANNA Á LANDI, FERSKVATNI OG SJÓ MEÐ SÉRSTÖKU TILLITI TIL SKOTVEIÐA.

og hvort um er að ræða land, vatn eða sjó, eins og vikið verður að hér á eftir.

S TAÐA

INNAN FRÆÐIKERFIS

LÖGFRÆÐINNAR

m umferðarrétt almennings er að mestu fjallað í tiltölulega ungri fræðigrein lögfræðinnar umhverfisréttinum. Hann hefur verið • skilgreindur sem safn

U

19


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

þeirra réttarreglna sem fjalla um vernd umhverfis okkar í víðtækum skilningi. Undir þetta réttarsvið fellur því einnig veiðilöggjöfin. Umhverfisrétturinn hefur þó tæpast meiri tengsl við nokkra aðra grein lögfræðinnar en eignarréttinn enda fjallar umhverfisrétturinn öðrum þræði um þær skorður sem eignarréttinum eru settar til verndar umhverfinu. Umræðan um umferðarrétt almennings fellur í raun undir þessi tvö réttarsvið, umhverfisrétt og eignarrétt, þar sem almannaréttur hefur ávallt í för með sér takmarkanir á eignarráðum annarra. Í umræðu um umferðarrétt almennings rekast því ávallt á tvenn sjónarmið sem erfitt er að samræma þ.e. annars vegar kröfur landeiganda um fullkomin yfirráð yfir landareignum í skjóli eignarréttar og hins vegar hagsmunir almennings um að fá að ferðast um landið án tálmana.

F ÉLAGSLEG

NÁTTÚRUVERND OG

ALMANNARÉTTUR

eglurnar um umferðarrétt almennings eru reistar á náttúruvernd sem byggir á félagslegum viðhorfum eða svokallaðri félagslegri náttúruvernd. Með henni er átt við það vaxandi hlutverk náttúruverndar, að tryggja að almenningur geti notið náttúrunnar með sem flestum gæðum hennar. Megininntak félagslegrar náttúruverndar er því umferðar- og dvalarréttur almennings. Félagsleg náttúruvernd fjallar því um og stuðlar að hinum svokallaða almannarétti þ.e. lögvörðum heimildum almennings til umferðar um fósturjörðina og til annarrar nýtingar landsins gæða s.s. til veiða og berja-, blóma- og grasatínslu ofl. Umferðar- og dvalarrétturinn eru því mikilvægustu réttindin sem felast í almannarétti og í raun grundvöllur

R

þess að hægt sé að njóta hinna réttindanna sem í honum felast. Meginákvæði íslenskra laga um umferðarrétt er í 14. gr. náttúruverndarlaga. Auk hennar eru fleiri ákvæði í náttúruverndarlögum er varða umferðarrétt almennings en um hann er og fjallað í ýmsum öðrum lögum eins og nánar verður vikið að hér á eftir.

FORN

LÖG UM UMFERÐARRÉTT ALMENNINGS G RÁGÁS upphafi Íslandsbyggðar var hugtakið náttúruvernd auðvitað ekki til, hvað þá hugtakið félagsleg náttúruvernd. Það þýðir hins vegar ekki að umferðar- og dvalarréttur almennings hafi ekki verið til staðar. Í Grágásarlögum, hinum fornu lögum þjóðveldis-

Í


Fagrit um skotveiðar og útivist

ins sem giltu til ársins 1271, voru ýmsar J ÓNSBÓK . reglur um umferðar- og dvalarrétt almennings. Ekki er ætlunin hér að fara m lögbók þá er Járnsíða kallaðist djúpt í réttarsöguna en þó má minnast og gilti frá 1271 þar til Jónsbók á nokkur ákvæði. leysti hana af hólmi 1281, verður ekki fjallað hér. Í Jónsbókarlögum voru amkvæmt Grágás virðist mönn- keimlík ákvæði og í Grágásarlögum og um almennt hafa verið heimilt að umferðarréttur virðist því hafa verið fara um annarra manna lönd enda nokkuð á sama veg og áður. Ákvæði annars óhægt um vik að ferðast þar sem Jónsbókar um veiði voru nánast samengir voru vegirnir og því óhjákvæmi- hljóða ákvæðum Grágásarlaga og virðlegt að fara um lönd annarra. Í mörgum ast hafa gert ráð fyrir rúmum umákvæðum Landbrigðisþáttar er þannig ferðarrétti. Sem dæmi um önnur lík gert ráð fyrir umferð manna um ákvæði er vörðuðu umferðarrétt mætti annarra lönd. Sem dæmi um þetta má nefna 21. kap landsleigubálks en skv. nefna 50. kap. Þar sem mönnum voru henni var mönnum heimilt að höggva heimilaðar veiðar fugla í annars landi er við er lá um þjóðbraut þvera og skv. 24. á götu þeirra yrðu á leið um landið. kap landsleigubálks var mönnum heimMönnum var einnig heimilt að fara ilt að æja hestum sínum þar sem ekki gagngert til veiða í annarra lönd til að hafði verið slegið fyrr. Þess ber að geta veiða nokkrar tegundir fugla, refi, birni að Jónsbók er að hluta talin gildandi og rostunga. Til þess að auðvelda um- réttur enn í dag þ.á.m. áðurgreind ferð voru einnig nokkuð mörg ákvæði, ákvæði 21. og 24. kap. landsleigubálks. t.d. varð skv. 17. kap Landabrigðisþáttar að setja hlið með hjörum lægi garður um þjóðbraut þvera. Samkvæmt 37. kap. var mönnum heimilt að höggva við er óx um þjóðbraut þvera og tálmaði för.

U

S

ar sem menn fóru hægar yfir en menn gera í dag á malbikuðum vegum og vélfákum, var umferðarrétturinn sem slíkur lítils virði ef menn gátu ekki áð og leyft hestum sínum að bíta og hvílast eða aflað sjálfum sér matar á langri för. † mis ákvæði voru því um þetta. Þannig máttu menn t.d. æja hrossum sínum í annarra landi um sumar, þar sem mættist slátta og sina, en eigi skyldi í sláttu æja, skv. 35. kap. og skv. 50. kap máttu menn veiða fugla á för um landið og tína ber og söl til átu á staðnum. Almennt verður því að segja að almannarétti til umferðar hafi verið nokkuð vel borgið í þjóðveldislögunum.

þ


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

EIGANDI

MEGINREGLA NÁTTÚRUVERNDARLAGA UM ALMANNARÉTT TIL UMFERÐAR, SÖGUDRÖG F YRSTU

... För um ræktuð landsvæði er háð leyfi forráðamanna lands, svo og dvöl þar.” Hlytist tjón af slíkri umferð skyldi greiða rétthöfum bætur eftir mati náttúruverndarnefndar.

N ÚGILDANDI

NÁTTÚRUVERNDARLÖGIN NR .

48/1956.

NÁTTÚRUVERNDARLÖG

NR .

93/1996. rá árinu 1965 hafa meginákvæðin um umferðarrétt almennings á landi verið í náttúruverndarlögum. Í 6. gr. fyrstu náttúruverndarlaganna, frá árinu 1956, var fjallað um umferðarrétt almennings. Greinin hljóðaði svo: “Almenningi er heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla, svo og dvöl á þessu svæði í lögmætum tilgangi. Gangandi fólki er heimil för um óræktuð lönd manna utan þéttbýlis og dvöl þar í því skyni að njóta náttúrunnar (sé land girt, er aðeins heimilt að fara í gegnum hlið á girðingunni), enda hafi dvöl þar ekki í för með sér óhagræði fyrir landeiganda • eða aðra rétthafa að landinu.

F

22

ý náttúruverndarlög voru sett árið 1971 nr. 47/1971 og byggðu þau að stofni til á lögunum frá 1956. Í frumvarpinu sem fyrst var lagt fyrir Alþingi við breytinguna á lögunum árið 1971, var grein sem að mestu svaraði til áðurnefndrar 6. gr. laganna frá 1956. Greininni var hins vegar breytt í meðförum þingsins og varð 11. gr. laga nr. 47/1971 því svohljóðandi: “Almenningi er heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla, svo og dvöl á þessum svæðum í lögmætum tilgangi. Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna, að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar

N

MYNDAR:

R. SCHMITH

hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði rétthafa að landinu. Sé land girt þarf leyfi landeiganda til að ferðast um það eða dveljast á því. Sama gildir um ræktuð landsvæði.” eð þessari breytingu var umferðarréttur almennings takmarkaður frá því sem áður hafði verið því nú var almenningi óheimilt að fara um girt lönd án leyfis. Áður hafði mönnum verið heimilt að fara um óræktuð girt svæði, þó ekki nema í gegnum hlið á girtum svæðum. Þessi breyting var því í ósamræmi við eitt meginhlutverk náttúruverndarlaganna skv. 3. mgr. 1. gr. Þeirra þ.e. að lögin ættu að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúru landsins og auka kynni af henni (félagsleg náttúruvernd). Líklega hafa margir Alþingismenn ekki gert sér grein fyrir því hvaða áhrif þessi breyting gæti haft enda fór hún í gegnum Alþingi án þess að haldbær rök sé að finna fyrir henni í lögskýringargögnum. Ný náttúruverndarlög voru svo sett árið 1996, en með þeim voru gerð-

M


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

ar viðamiklar breytingar á stjórn náttúruverndarmála en fáar efnisbreytingar. Fyrrnefndri 11. gr. var ekki breytt en hún varð að 14. gr. nýju náttúruverndarlaganna nr. 93/1996.

UMFERÐ

UM EIGNARLÖND A LMENNT ar sem umferðarréttur er í raun hluti eignarréttarlegra réttinda skiptist landið í grundvallaratriðum í tvennt hvað heimildir til umferðar varðar þ.e. annars vegar land sem undirorpið er beinum eignarrétti manna þ.e. eignarland s.s. heimalönd jarða og hins vegar land utan landareigna lögbýla þ.e. almenninga og afrétti sem ekki eru háðir einstaklingseignarrétti. Um umferð um eignarlönd

þ

verður fjallað fyrst, en með eignarlandi er átt við landsvæði sem lúta einstaklingseignarrétti tiltekins aðila og getur þar verið um að ræða sérhvern þann aðila sem átt getur réttindi og borið skyldur skv. íslenskri réttarskipan þ.m.t. ríkið sjálft. Sá hængur er þó á þessari aðgreiningu að hún getur verið nokkuð óljós, þar sem orkað getur tvímælis hvaða svæði eru háð einstaklingseignarrétti og hver séu mörk þeirra. Yfirlýsingar um landamerki í afsölum og landamerkjaskrám eru ekki öruggar eignarheimildir að hálendissvæðum eins og nýlegir dómar Hæstaréttar hafa leitt í ljós. Þessi mörk verða því oft ekki leidd í ljós nema að undangenginni ítarlegri rannsókn hverju sinni.

M EGINREGLAN

UM

UMFERÐARBANN ÁN LEYFIS OG MGR .

14.

2.

GR .

NÁTTÚRUVERNDARLAGA .

rá upphafi Íslandsbyggðar hefur einstaklingseignarrétturinn verið einn af hornsteinum réttarskipunarinnar og svo er enn í dag. Samkvæmt íslenskri lögfræði er á því byggt að í eignarrétti felist heimildir til hvers konar umráða og ráðstafana yfir hlut, að svo miklu leyti sem ekki eru sérstakar takmarkanir á því gerðar í lögum. Eigandi fasteignar (þ.m.t. lands) ræður því yfir henni með öllum gögnum og gæðum þ.m.t. hverjir um hana fara svo fremi að ekki séu gerðar sérstakar takmarkanir á þessum rétti hans í lögum. Í raun má því segja að umferð um eignarlönd án leyfis landeiganda sé óheimil mæli lög ekki sérstaklega fyrir um slíkan rétt.

F


Fagrit um skotveiðar og útivist

nokkrum stöðum í lögum er, af tilliti til almannahagsmuna, mælt fyrir um slíkar heimildir almennings. Mikilvægustu fyrirmælin af þessum toga er að finna í 2. mgr. 14. gr. náttúruverndarlaga nr. 93/1996 og segja má að þau séu meginregla íslensks réttar um umferðarrétt almennings um eignarlönd. Samkvæmt greininni þurfa fjögur skilyrði að vera uppfyllt til að mönnum sé heimil umferð um eignarlönd án samþykkis landeiganda.

Á

fyrsta lagi er einungis fótgangandi mönnum heimil umferð um eignarlönd án leyfis. Því er almennt óheimilt að ferðast um eignarlönd á annan hátt. Fræðimenn hafa þó talið að rétt sé að líta svo á að för á annan hátt sé heimil, valdi hún almennt ekki meiri spjöllum eða truflun en umferð fótgangandi manna s.s. för á skíðum, skautum

Í

ofl. Í öðru lagi þarf land að vera ógirt. Í þriðja lagi þarf land að vera óræktað og í fjórða lagi má dvöl manna hvorki hafa í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði fyrir rétthafa. Öll þessi skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Í öðrum tilvikum þarf því leyfi landeiganda eða rétthafa. Það má því segja að réttur almennings til umferðar um eignarlönd sé alfarið undir landeiganda kominn þar sem hann getur afnumið allan slíkan rétt með því


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

einu að girða land sitt af. Sérreglur vegaáætlun og landsvegaskrá.“ Almennrýmka þennan rétt þó nokkuð eins og ingi er einnig heimil för um svokallaða almannavegi, en það eru þeir vegir, skv. komið verður að hér á eftir. 1. málsl. 9. gr. vegalaga, „...sem ekki grundvelli sama ákvæðis, að teljast þjóðvegir en eru í eigu opinberra uppfylltum sömu skilyrðum, er aðila og eru ætlaðir almenningi til mönnum heimil dvöl eða skömm frjálsrar umferðar.“ viðstaða t.d. í tjaldi, á óræktuðum og ógirtum eignarlöndum. Hve lengi slík E INKAVEGIR dvöl er heimil er hins vegar óljóst en einnar nætur dvöl hlýtur að teljast í lagi amkvæmt 2. málsl. 9. gr. vegalaga enda tjalda menn sjaldan skemur en til eru einkavegir „...þeir vegir sem einnar nætur. ekki teljast þjóðvegir og eru kostaðir af rátt fyrir að jörð fari í eyði fellur einstaklingum, fyrirtækjum eða opinréttur eiganda hennar ekki niður. berum aðilum.“ Um þá gildir sú Sömu reglur gilda því um slíkar jarðir meginregla, skv. 10. gr. vegalaga sbr. 1. og önnur eignarlönd. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 14. gr. Þeirra, að mgr. 1. gr. ábúðarlaga, nr. 64/1974, telst jörð eyðijörð hafi hún ekki verið setin í tvö ár. Hún telst þó engu að síður til lögbýla. Réttur manna til umferðar um slíkar jarðir getur þó orðið rýmri falli ræktað land í órækt, þar sem fjarlægja ber girðingar á eyðijörðum sem ekki eiga að byggjast aftur skv. 1. mgr. 3. gr. girðingarlaga nr. 10/1965. Þetta gildir þó bara að engin not séu af girðingunni.

Á

S

þ

VEGALÖG NR. 45/1994 F LOKKUN

eigendur þeirra hafa fullt forræði yfir þeim þ.m.t. hverjir mega nota þá. Þessu forræði eiganda vegarins (veghaldara) geta þó verið takmarkanir settar sem leiða til þess að almenningur eigi rétt á að ferðast um veginn. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. vegalaga getur ráðherra heimilað eignarnám lands til lagningar einkavega. Slíka heimild getur hann bundið ýmiss konar skilyrðum, skv. 2. mgr. greinarinnar, s.s. um umferðarrétt um veginn. Annað er að skv. 16. gr. vegalaga er heimilt að veita fjárveitingar til lagningar ýmissa vega þ.m.t. vega sem falla myndu undir einkavegi. Samkvæmt 3. mgr. 16. gr. má binda slíka fjárveitingu skilyrðum um afnot vegar. Það er því rannsóknarefni hverju sinni hvort almenningi er heimil umferð um einkavegi en meginreglan er þó sú að umferð er ekki heimil án samþykkis eiganda. Þetta gildir þó bara um annars konar umferð en umferð fótgangandi manna, því almennt verður að telja að meginregla 14. gr. náttúruverndarlaga gildi um fótgangandi vegfarendur þótt um veg sé farið. Sé einkavegur ógirtur (vegur telst girtur þó á honum sé hlið) er umferð gangandi vegfarenda heimil um hann að öðrum skilyrðum 14. gr. uppfylltum.

V EGIR ,

VEGA , ÞJÓÐVEGIR OG

STÍGAR OG

GÖTUTROÐNINGAR SEM

EKKI

ALMANNAVEGIR

TELJAST TIL NEINS VEGAFLOKKS

amkvæmt vegalögum eru vegir í grófum dráttum flokkaðir í fjóra flokka: þjóðvegi, almannavegi, einkavegi og vegi sem ekki tilheyra neinum hinna flokkanna. Almenningi er að sjálfsögðu heimil för um alla þjóðvegi landsins en það eru þeir vegir skv. 7. gr. vegalaga „... sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru • taldir í vegaáætlun, safn-

ikilvæg regla um umferðarrétt almennings kemur fram í 40. gr. vegalaga. Samkvæmt henni er landeiganda heimilt gera girðingu yfir veg, stíg eða götutroðning er liggur yfir land hans og telst ekki til neins vegaflokks. Honum er þó skylt að hafa hlið á veginum. Slíku hliði má hann ekki læsa, né má hann með öðru móti hindra umferð um veginn, nema með leyfi sveitarstjórnar. Samkvæmt 2. mgr.

S

26

M

EIGANDI

MYNDAR:

R. SCHMITH


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

EIGANDI

greinarinnar má skjóta úrskurði sveitarstjórnar til vegamálastjóra. Þessi grein takmarkar því ákvæði 14. gr. náttúruverndarlaganna þannig að öllum er heimil umferð eftir vegi, stíg eða götutroðningi, þótt um ræktað eða girt land liggi, sé vegurinn ekki einkavegur. Það kann hins vegar að vera erfiðleikum bundið að skera úr um það hvort slíkur vegur telst einkavegur og erfitt er að gefa almennar leiðbeiningar um slíkt mat. Þó mætti hafa hliðsjón af því hvort vinna og kostnaður hefur verið lagður í „veginn“, breidd hans, tilgangi o.fl. Slóðar eða þröngir stígar falla þó væntanlega utan hugtaksins einkavegur. Engin takmörk eru sett fyrir því hvernig ferðast megi um slíka “vegi” og því verður að gera ráð fyrir að heimilt sé að fara um þá á ökutækjum er henta viðkomandi „vegi“.

• 28

U MFERÐARRÉTTUR ALMENNINGS MEÐFRAM ÁM , VÖTNUM OG SJÓ amkvæmt 25. gr. náttúruverndarlaga nr. 93/1996, er bannað að setja byggingar, girðingar eða önnur mannvirki á sjávarströnd eða vatnsbakka og árbakka þannig að hindri frjálsa umferð fótgangandi manna. Bannið nær þó ekki til þeirra bygginga eða mannvirkja sem nauðsynleg eru vegna atvinnurekstrar, þ.m.t. íbúðarhús bænda, né þau sem reist eru með leyfi réttra yfirvalda skv. gildandi skipulagi.

S

ann við gerð mannvirkja, er hindra frjálsa för um þessi svæði skv. 25. gr. náttúruverndarlaganna, þrengir meginreglu 14. gr. Þeirra og rýmkar umferðarrétt fótgangandi manna. Því þarf ekki að leita leyfis landeiganda til þess að ganga meðfram ám, vötnum eða sjávarströnd. Hvað varðar umferð að slíkum svæðum,

B

MYNDAR:

R. SCHMITH

vegna umferðar meðfram þeim, gilda reglur 14. gr. náttúruverndarlaga sem áður er lýst og reglur vegalaga. Rýmri reglur um umferð að slíkum svæðum gilda þó skv. ákvæðum vatnalaga, í tengslum við umferð á vatni eins og greint verður frá hér á eftir.

U MFERÐARRÉTTUR ALMENNINGS ÁM , VÖTNUM OG SJÓ .

Á

vatnalögum nr. 1571923 eru ýmis ákvæði um umferðarrétt. Samkvæmt 11. gr. Þeirra er öllum heimilt að nota vatn til sunds, umferðar, einnig á ís, þar sem landeiganda er það bagalaust, enda fari það ekki í bága við lög, samþykktir eða annað lögmætt skipulag. Í 115. gr. laganna er svo mælt fyrir um það að öllum sé rétt að fara á bátum og skipum um öll skipgeng vötn og skurði. Ráðherra getur þó bannað almenningi slíka umferð. Heimild til umferðar um

Í


Fagrit um skotveiðar og útivist

land vegna slíkrar umferðar er svo veitt í 2. mgr. 119. gr. sbr. og 117. gr. laganna. Samkvæmt henni er öllum er nota vatn til umferðar eða fleytingar heimil sú umferð um vatnsbakka og afnot af honum sem nauðsynleg er vegna umferðar um vatnið. Þetta sérákvæði gengur því framar ákvæðum 14. gr. náttúruverndarlaga og veitir mun rýmri rétt til umferðar en það, bæði um ræktuð og girt lönd. vað varðar umferð um hafið þá er þess að geta að almenningi er örugglega heimil umferð utan netlaga jarða, en telja verður að þau nái 115m frá stórstraumsfjöruborði. Hvað umferð um netlög varðar telja fræðimenn að sama regla gildi og skv. 11. gr. vatnalaga þ.e. að öllum sé heimil umferð um netlög án leyfis, sem er eiganda að meinalausu.

H

SÉRREGLUR

svartbaks og 7. gr. veiðitilskipunarinnar. Öll slík ákvæði hafa nú verið felld úr gildi.

UM UMFERÐARRÉTT VEIÐIMANNA

U NDANTEKNINGARREGLA 10. LAGA NR . 64/1994, “ VILLIDÝRALAGA ”

GR .

ins og áður hefur verið greint frá höfðu menn nokkuð rúman rétt til veiða og umferðar um eignarlönd, skv. ákvæðum Jónsbókar. Með veiðitilskipuninni frá 1879 var almannaréttur til veiða á eignarlandi að mestu felldur niður. Réttur landeiganda var það sterkur að óheimilt var að elta særðan fugl inn á annarra land án leyfis. † mis ákvæði hafa þó heimilað rýmri rétt til umferðar um eignarlönd vegna veiða t.d. 5. gr. laga nr. 89/1941, um eyðingu

E

itt ákvæði veitir veiðimönnum þó rýmri rétt til umferðar en öðrum. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. „villidýralaganna“ er veiðimanni skylt að hirða bráð sína. Særi hann dýr ber honum að elta það uppi og aflífa sé þess nokkur kostur. Í því skyni er veiðimanni bæði skylt og heimilt að elta særða bráð inn á land sem hann hefur ekki heimild til að fara um né veiða á. Heimild þessi byggir á mannúðarsjónarmiðum, en til að koma í veg fyrir misnotkun er kveðið á um að í slíkum tilvikum sé bráðin eign landeiganda.

E


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

R ÍKISJARÐIR

er almenningi heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla, þ.e. svæði arðir í eigu ríkisins falla undir sem ekki eru háð einstaklingshugtakið „landareignir lögbýla“ í eignarrétti, s.s. afrétti sem svo er ástatt 1. mgr. 14. gr. náttúruverndarlaganna. um og almenninga. Veiðar og umferð um þær án leyfis er eð afréttum er í víðtækasta því óheimil. Þetta hefur mörgum sviðið skilningi átt við hvers konar þar sem jarðir þessar eru sumar lítt nýttar og jafnræðis hefur ekki verið land ofan byggðar, sem notað er til gætt hvað varðar aðgang að þeim. Þann sumarbeitar fyrir búfé. Menn verða þó 7. mars 1997 skipaði umhverfisráðherra að hafa í huga að afréttir geta verið í nefnd sem gera átti tillögu um, hvernig einkaeigu og þá gilda um umferðarrétt unnt væri að veita skotveiðimönnum sömu reglur og skv. 2. mgr. 14. gr. aðgang að slíkum jörðum. Nefnd þessi náttúruverndarlaga. Þegar réttindi til afréttar byggir einvörðungu á upplauk störfum sl. vetur. rekstrar- eða beitarrétti frá fornu fari, ún gerði það að tillögu sinni að er við það miðað að einungis sé um eyðijarðir í eigu ríkisins yrðu opn- afréttareign viðkomandi aðila að ræða, aðar skotveiðimönnum eins og kostur en ekki fullkomið eignarland. Þá gildir væri. Annars vegar er gert ráð fyrir að regla 1. mgr 14. gr. náttúrurverndarskotveiðar verði heimilaðar á eyðijörð- laga. Allar líkur benda til þess að svo sé um, sem ekki eru í leigu eða nýttar með um flesta afrétti á landinu, sbr. nýlega öðrum hætti og hins vegar á jörðum sem dóma Hæstaréttar. Með almenningum eru í leigu, hafi jarðadeild Landbúnaðar- er átt við landsvæði, sem engin getur ráðuneytisins gert samkomulag um slíkt talið til einstaklingseignarréttinda yfir. við leigutaka. Gert er ráð fyrir að listi Almenningar geta því einnig verið yfir slíkar jarðir, ásamt landamerkja- afréttir. Sömu reglur gilda um umlýsingum og reglum fyrir skotveiði- ferðarrétt um almenninga og afrétti í menn, verði birtur í B-deild Stjórnartíð- afréttareign. inda við upphaf hvers veiðitímabils. Fyrsta slíka auglýsingin verður væntalega birt nú á haustdögum. Slíkar augÞJÓÐLENDUR lýsingar eru því fyrirfram samþykki SKV . LÖGUM NR . 58/1998 landeiganda um heimild til umferðar og veiða á slíkum jörðum og rýmkar umAlþingi nú á vordögum árið ferðarréttur skotveiðimanna til muna, 1998, voru lögfest lög nr. enda um nokkuð margar jarðir að ræða. 58/1998, um svokallaðar þjóðlendur. Þessi lög marka ákveðin tímamót þar sem þeim er ætlað á næstu árum að MFERÐ UTAN leysa úr þeim endalausu deilum sem EIGNARLANDA staðið hafa í áratugi um eignarhald á ýmsum hálendissvæðum hér á landi þ.e M EGINREGLA 1. MGR . 14. GR . afréttum og almenningum. Segja má að NÁTTÚRUVERNDARLAGA NR megintilgangur laganna sé tvenns 93/1996. konar. Annars vegar að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvaða afréttir séu amkvæmt 1. mgr. 14. háðir einstaklingseignarrétti og hins • gr. náttúruverndarlaga vegar að kasta eign ríkisins á þá afrétti

J

M

H

Á

U

30

S

sem ekki eru háðir slíkum rétti, því þrátt fyrir að enginn hafi getað sannað einstaklingseignarrétt að svæði hafa dómstólar ekki fallist á að slík svæði væru í eigu ríkisins sbr. t.d. Hæstaréttardóm frá 28. desember 1981 (Landmannaafréttardómur seinni). Í grófum dráttum verður þetta gert með þeim hætti að sett verður á laggirnar nefnd (óbyggðanefnd) sem kanna á hvernig eignarrétti er háttað að landi. Hún skal svo úrskurða um það hvort land fellur undir eignarland eða þjóðlendu en skjóta má úrskurðum hennar til dómstóla. Miðað er við að nefndin hafi lokið störfum fyrir árið 2007. 1. gr. laganna er þjóðlenda skilgreind svo, Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Undir þjóðlendur falla því almenningar og afréttir sem ekki teljast til eignarlands. Í 2. gr. laganna er kveðið á um það að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háðar eignarrétti. En hvað þá um umferðarrétt almennings á svæðum sem gerð verða að þjóðlendum? Verður hann eins þröngur og á eignarlöndum fyrst ríkið telst eigandi þeirra?

Í

Í

greinargerð með frumvarpinu kemur fram að með lögunum sé verið að skipta landinu annars vegar í eignarlönd og hins vegar þjóðlendur. Í þessu felst að gerður er munur á eignarlöndum og þjóðlendum þrátt fyrir að þjóðlendur verði undirorpnar eignarrétti ríkisins. Óþarfi er að gera þennan greinarmun ef sömu reglur eiga að gilda um þessi svæði. Víða í greinargerðinni kemur einnig fram að umráð ríkisins sem eiganda verða ekki hin hefðbundnu og virku eignarráð landeiganda, heldur stendur ríkið álengdar sem eins konar forræðisaðili.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

1. gr. laganna er eignarland skilgreint þannig, “Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma”. Í 1. mgr. 14. gr. laga um náttúruvernd segir, eins og áður hefur verið getið, að almenningi sé heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla. Þetta ákvæði hefur verið túlkað þannig að almenningi sé heimil för um svæði sem ekki eru háð einkaeignarrétti og eru því ekki eignarlönd. Því verður að telja að almenningi verði almennt heimil för um þjóðlendur, svo og dvöl þar í lögmætum tilgangi skv. 1. mgr. 14. gr. náttúruverndarlaga, enda verða þær ekki að eignarlöndum í hefbundinni merkingu þess hugtaks.

Í

SAVANE Décor 1380 / matar og

kaffistell frá Gien Fra

nce

GUNTH

m afrétti og almenninga og þ.a.l. bráðlega þjóðlendur, er almenningi því heimil för og er engin áskilnaður gerður um það hvernig ferðast megi. Mönnum er því almennt heimilt að fara um slík svæði þótt girt séu eða stunduð sé á þeim ræktun. Umferð um þessi svæði er þó ákveðin takmörk sett af ákvæðum náttúruverndarlaga. Annars vegar af almennum ákvæðum um umgengni um þessi svæði og hins vegar vegna reglna er gilda um sérstök náttúruverndarsvæði.

U

A LMENNAR

UMGENGNISREGLUR Í

NÁTTÚRUVERNDARLÖGUM

1. mgr. 16. gr. náttúruverndarlaga er orðuð sú grundvallarregla að öllum sé skylt að sýna varúð svo að

Í

skanna, Pi : Lucca vatn ER LAMBERT

d og Lissabon sa flöskugrin

glös.


Fagrit um skotveiðar og útivist

náttúru landsins sé ekki spillt að þarflausu. Spjöll sem framin eru á náttúru landsins, með ólögmætum hætti af ásetningi eða gáleysi, varða refsingu.

með auglýsingu nr. 433/1993. Samkvæmt þeim er allur óþarfa akstur utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta hlotist bannaður. Með náttúruspjöllum er einkum átt við spjöll á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum og myndun nýrra slóða. Nauðsynlegum A KSTUR UTAN VEGA akstri í óbyggðum skal jafnan haga svo að engin náttúruspjöll eða lýti á landi áðherra skal, skv. 2. mgr. 16. gr., hljótist af. setja reglugerð um akstur utan vega, umferð hesta, umgengni í amkvæmt 3. mgr. 16. gr. náttúruóbyggðum, merkingu bílaslóða og verndarlaga getur Náttúruvernd vega, og leyfilegan öxulþunga vélknú- ríkisins í verndarskyni, tímabundið inna ökutækja sem fara um óbyggð takmarkað umferð eða lokað svæðum í svæði. Þar sem hætta er á náttúruspjöll- óbyggðum. Slíkar ákvarðanir ber ráðum er akstur utan vega og merktra herra að staðfesta og birta í Stjórnarslóða óheimill. Meginreglan er því sú tíðindum. að akstur utan vega er leyfilegur. Reglur skv. greininni setti ráðherra

R

S

U MFERÐARRÉTTUR

UM

NÁTTÚRUVERNDARSVÆÐI

26.-33. gr. náttúruverndarlaga er fjallað um stofnun ýmissa náttúruverndarsvæða s.s. náttúruvætta, friðlanda, þjóðgarða og fólkvanga. Öll þessi svæði geta hvort heldur verið innan marka eignarlanda eða utan þeirra, nema hvort tveggja sé. Telja verður að meginreglur um umferðarrétt almennings, um eignarlönd eða utan þeirra, gildi um slík svæði nema mönnum veittur frekari réttur eða sérstakar takmarkanir á umferðarrétti gerðar í þeim stjórnvaldsreglum er hvert einstakt svæði varða. Hvað varðar friðlönd, skv. 28. gr. náttúruverndarlaga, skal í friðlýsingu kveðið á um umferðarrétt almennings og skv. 4. mgr. 29. gr.

Í


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

náttúruverndarlaganna, er fjallar um þjóðgarða, skal ráðherra setja reglugerð um meðferð og rekstur þjóðgarða og umgengni almennings. em dæmi um takmarkanir í slíkum friðlýsingum má nefna að umferð er oft bönnuð á tilteknum tíma vegna fuglaverndunar. Í friðlýsingu Ástjarnar í Hafnarfirði er þannig kveðið á um umferðarbann frá 1. maí til 15. júlí, sbr. auglýsing í Stjórnartíðindum B-deild, nr. 189/1978. Umferðarbann getur þó gengið lengra en þetta og umferð verið alfarið bönnuð allt árið, sjá t.d. friðlýsingu Surtseyjar, Stjt. B-deild nr. 122/1974, eða óheimil án leyfis eða tilkynningar til náttúruverndarráðs. Menn verða því að kynna sér þær reglur sem settar eru um hvert svæði fyrir sig. Reglur þessar ættu að vera mönnum nokkuð aðgengilegar þar sem umhverfisráðherra er skylt að gefa út náttúruminjaskrá fjórða hvert ár og auglýsa hana í Stjórnartíðindum. Síðasta auglýsing er nr. 631 frá árinu 1995. Auglýsingar þessar eru birtar í Bdeild Stjórnartíðinda og í þeim er skrá yfir öll náttúruverndarsvæði og tilvísun í hvar reglur um hvert svæði sé að finna í Stjórnartíðindum. Sérstök lög kunna þó einnig að gilda um einstök svæði s.s. lög nr. 59/1928 um friðun þingvalla og lög nr. 53/1995 um vernd Breiðafjarðar og verða menn því að kynna sér þau.

S

aukinni umræðu um þessi mál síðustu árin. Af þessum ástæðum hefur vægi félagslegrar náttúruverndar aukist til muna síðustu áratugi og mun fara vaxandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hvað umferðarréttinn varðar hefur ekki margt breyst á síðustu áratugum og lagaákvæðin um hann því að mörgu leyti úr takti við tímann og úrbóta því þörf. Þeirra kann þó að vera skammt að bíða, þar sem nú er að störfum nefnd sem vinnur að endurskoðun náttúruverndarlaga nr. 93/1996, þ.á.m. Þeim ákvæðum er varða umferðarrétt almennings. ið þá endurskoðun er mikilvægast að afnema bann við umferð um girt en óræktuð eignarlönd enda slíkt bann alveg ástæðulaust. Einnig mætti breyta hugtakanotkun eða skýra hugtökin út í viðkomandi greinum þannig að almenningi sé ljóst hvað átt er við. Rýmka mætti umferðarrétt um ræktuð lönd, á þeim tíma sem umferð um þau veldur hvorki tjóni né óhagræði fyrir eigendur þeirra s.s. Þegar jörð er frosin og snjór yfir öllu. Við breytingar sem þessar verður þó ávallt að hafa í huga stjórnarskrárvarinn eignarrétt manna en um leið má ekki gleyma því að almannaréttur til umferðar og til að njóta náttúrunnar, er einnig sjálfsögð mannréttindi sem ekki ber að skerða né takmarka að ástæðulausu eins og gert var með náttúruverndarlögunum frá 1971.

V

L OKAORÐ ÍVAR PÁLSSON

reyttir búskapar- og atvinnuhættir, byggðaþróun og rýmri frítími hafa leitt til þess að þörf almennings fyrir hvers konar útivist hefur aukist. Bættar samgöngur, aukin kynning og heilsunæmi útivistar hefur einnig leitt til þess að sífellt fleiri gera útivist að áhugamáli sínu. Þessi þróun • hefur endurspeglast í

B

34

er í stjórn SKOTVÍS

A UK LAGA , S TJÓRNARTÍÐINDA OG A LÞINGISTÍÐINDA VAR STUÐST VAR VIÐ EFTIRTALIN RIT VIÐ SAMNINGU GREINARINNAR :

1. Árni Kolbeinsson 1995: Kröfur til landnota - árekstrar, rit landverndar, Útilíf og almannaréttur, erindi flutt á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 24. apríl 1995. 2. Gunnar G. Schram 1995: Umhverfisréttur. 3. Grágás, útgáfa Gunnars Karlssonar, Kristjáns Sveinssonar og Marðar Árnasonar, Mál og Menning, Reykjavík 1992. 4. Karl Axelsson 1996: Um skorður umhverfisréttar við nýtingu lands og náttúruauðlinda, Tímarit lögfræðinga, 2. hefti. 5. Páll Sigurðsson 1981: Athugasemdir um nokkra þætti íslenskrar umhverfislöggjafar, Úlfljótur 1-2 tbl. 6. Páll Sigurðsson 1995: Almannaréttur, rit landverndar, Útilíf og almannaréttur, erindi flutt á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 24. apríl1995. Stefán Már Stefánsson 1978: Almannaréttur og landnýting, Úlfljótur 1. tbl. 7. Sigurður Líndal 1978: Almannaréttur og landnýting, Úlfljótur 1. tbl. 8. Þorgeir Örlygsson 1995: Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum, Afmælisrit Gauks Jörundssonar.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Rjúpnamerkingar UM

FERÐALÖG OG AFFÖLL

RJÚPA,

öktun íslenska rjúpnastofnsins á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands hófst snemma á 7. áratugnum. Ákveðnir stofnþættir rjúpunnar eru mældir á hverju ári, m.a. karratala á nokkrum svæðum á vorin, aldurshlut-

V

H RÍSEYJARRJÚPNA

UNGUR KVENFUGL,

HRÍSEY 20.

föll á vorin og haustin og fjöldi stálpaðra unga á kvenfugl síðsumars. Niðurstöður þessara rannsókna eru kynntar í fréttatilkynningum Náttúrufræðistofnunar vor og haust og m.a. var fjallað um þessi mál í síðasta tölublaði Skotvís

SEPTEMBER

1996. LJÓSM. JÓHANN ÓLI HILMARSSON.

(2:29-31). Einn liður í vöktun Náttúrufræðistofnunar eru merkingar, en reynt er að merkja 300-500 rjúpur hverju ári. Tilgangurinn með þessum merkingum er að fá upplýsingar um af• föll vegna skotveiða og

35


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

ferðalög fuglanna utan varptíma. Rjúpur hafa mest verið merktar í Hrísey, Mývatnssveit, á Tjörnesi, Sléttu, Kvískerjum í Öræfum og í nágrenni Reykjavíkur. Niðurstöður þessara merkinga hafa ekki verið teknar saman nema að litlu leyti. Ég vil nota tækifærið og kynna hér þennan þátt rjúpnarannsókna Náttúrufræðistofnunar og taka merkingar í Hrísey sem dæmi um hvað gögn sem þessi geta sagt okkur um lífshætti rjúpunnar og þau afföll sem þær verða fyrir vegna skotveiða.

MERKINGAR Í HRÍSEY RJÚPA

rá upphafi fuglamerkinga hafa hátt í 2000 rjúpur verið merktar í Hrísey. Ég takmarka þessa umfjöllun við fugla sem merktir voru í haustleiðöngrum Náttúrufræðistofnunar 19941997. Þessar merkingaferðir eru farnar um 20. september ár hvert og standa í 3-4 daga og rjúpurnar eru fangaðar í net. Fuglarnir eru aldurs- og kyngreindir og merktir með fóthring. Á síðustu fjórum árum hafa verið merktar samtals 703 rjúpur í þessum ferðum (1. tafla). Af þessum fuglum voru 95%

F

LOSUÐ ÚR NETI OG ÖNNUR MERKT,

ungar. Þetta er marktækt frábrugðið aldurshlutfalli í stofninum í ágúst, en þá er hlutfall unga í stofninum að jafnaði um 81%. Þetta bendir til þess að fullorðnir fuglar leiti til fjalla fyrr á haustin en ungar. Kynjahlutföll fullorðinna fugla annars vegar og unga hins vegar voru marktækt frábrugðin jöfnum hlutföllum og karrar voru í meirihluta hjá báðum aldurshópum. Það bendir til þess að kvenfuglar sæki fyrr til vetrarhaga en karrar. Samtals hafa

1.

K VENFUGLAR

FULLORÐNIR

K ARRAR Á 1. HAUSTI

1996. LJÓSM. JÓHANN ÓLI HILMARSSON.

veiðimenn endurheimt 137 (19%) af þessum merktu rjúpum. Hugum að því hvað þessi gögn segja okkur um ferðalög fuglanna og afföll.

HVERT FARA RJÚPURNAR Á VETURNA? lest ár hafa fáeinar rjúpur vetursetu í Hrísey en þar njóta þær algerar friðunar svo allar endurheimtur

F

1994

8

1995

Í

H RÍSEY ,

SEPTEMBER

1994-1997

Ó KYNGREINDIR Á 1. HAUSTI

S AMTALS

FULLORÐNIR

K VENFUGLAR Á 1. HAUSTI

66

0

47

0

121

4

95

3

56

3

161

1996

2

67

0

52

1

122

1997

9

121

6

136

27

299

S AMTALS

23

349

9

291

31

703

• 36

K ARRAR

SEPTEMBER

TAFLA

R JÚPNAMERKINGAR N ÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR ÁR

HRÍSEY 21.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Kvenfuglar Karrar

% endurheimt

50 40 30 2060

Hönnun & umbrot ehf. © 1998

38

% endurheimt

Km frá merkingarstað

30 2060

1.

MYND.

DREIFING HRÍSEYJARRJÚPNA

FRÁ E I G A V I Ð FKvenfuglar UGLA SEM MERKTIR VO R U Í S E P T E M B E R 1 9 9 4 — 1 9 9 7 O G S K O T N I R S A MA 50 r G=0,07 H A U S T , S A M T A L S 3 9 K V E N F U G LKarrar AR O 77 KARRAR.

70 10

n =109

% endurheimt

60 040

Km

50 40

Km frá merkingarstað

30

30 20 80 20 10 1070

r =0,07 n =109

Km

60 0 0 50280

300

320 340 Km frá merkingarstað

360

40 30

25 80 20 70

nr =0,07 = 120

2010

n =109

Km

060 280 15 50

10

300

320

340

360

40 30

225.

FJARLÆGÐ ENDURHEIMTUSTAÐAR RJÚPNA FRÁ OG TÍMI ÁRS ÞEGAR FUGLINN VAR SKOTINN. EIGA VIÐ FUGLA SEM MERKTIR VORU Í SEPTEMBER 1 9 9 4 — 1 9 9 7 O G S K O T N I nR S=A120 MA HAUST.

amtals hafa veiðimenn skilað inn merkjum af 137 þessara rjúpna (19%). Þar af voru 126 fuglar skotnir sama haust og þeir voru merktir (18%), 8 haustið á eftir merkingu (2%), tveir tveimur haustum eftir merkingu (0,7%), og einn fugl þremur haustum eftir merkingu (0,8%). Ekki var marktækur munur á endurheimtuhlutfalli fullorðinna fugla og unga tekið saman fyrir öll árin og bæði kyn. Hjá fullorðnum fuglum endurheimtist 16% (n=32) á fyrsta veiðitíma eftir merkingu og 18% (n=671) unga. Samkvæmt þessu kemur aukin reynsla fullorðnum fuglum ekki til góða við að sleppa undan veiðimönnum.

S

MYND.

17-des

3-des

340

10-des

320

26-nóv

19-nóv

300

12-nóv

5-nóv

29-okt

15-okt

0 15 280

360

10 25 5

17-des

3-des

26-nóv

19-nóv

12-nóv

5-nóv

29-okt

22-okt

15

10-des

n = 120

20 0 15-okt

Endurheimtur (%)

20 10 0

22-okt

5 20 HRÍSEY

ndurheimtuhlutfall karra bæði fullorðinna og ungra var hærra en kvenfugla og þessi munur var marktækur hjá ungfuglum. Samkvæmt þessu sleppa kvenfuglar frekar frá veiðimönnum en karrar og mögulega skýrist það af ferðaháttum þeirra, t.d. að kvenfuglarnir haldi sig að jafnaði hærra til fjalla.

E

10

ndurheimtuhlutfall tekið saman fyrir bæði kyn og báða aldurshópa fór lækkandi 1994—1997 (r=-0,97). Þetta hlutfall var 27% 1994 og 1997 endurheimtist 14% fuglanna sama haust. Á sama árabili hefur rjúpnastofninn í Hrísey vaxið um 62%. Samkvæmt þessu hefur dregið úr mikilvægi veiði-

E

5

17-des

10-des

3-des

26-nóv

19-nóv

12-nóv

5-nóv

29-okt

22-okt

0 15-okt

Hönnun & umbrot ehf. © 1998

E

AFFÖLL VEGNA SKOTVEIÐA

40 0

M 80 ERKINGARSTAÐ. GÖGNIN

Endurheimtur (%)

Hönnun & umbrot ehf. © 1998

ndurheimturnar ættu að gefa okkur all góða mynd af því hvernig veiðin dreifist yfir veiðitímann. Nákvæm dagsetning er til fyrir 120 endurheimtur. Niðurstöðurnar eru sýndar í 3. mynd. Athygli vekur að 79% fuglanna voru veiddir á fyrstu fjórum vikum veiðitímans en aðeins 21% síðustu sex vikur tímans. Á Suðvesturlandi var þetta hlutfall hjá radíómerktum rjúpum 82% á fyrstu fjórum vikum • veiðitímans. Svipaðar

Kvenfuglar Karrar

1050

GÖGNIN

HVENÆR Á VEIÐITÍMA ERU FUGLARNIR FELLDIR?

niðurstöður hafa fengist í Skandinavíu, þ.e. að veiðin er langmest fyrst á veiðitímanum en síðan dregur úr henni. Ástæðan fyrir þessu munstri er væntanlega minni veiðistofn þegar líður á veiðitímann og eins dregur mögulega úr sókn vegna þverrandi dagsbirtu og harðari skilyrða þegar líður fram á vetur.

60

Endurheimtur (%)

vegna skotveiða eru af fasta landinu. Vetrarstöðvarnar eru bæði austan og vestan megin fjarðar og 84% fuglanna hefur náðst innan 15 km radíusar frá Hrísey (sjá kort bls. 10 í Veiðidagbók 1997). Karrar virðast sækja skemur en kvenfuglar. Þannig var meðalferðalengd karra frá Hrísey, sem skotnir voru sama ár og þeir voru merktir, 11 km (n=77, dreifing 6-49, staðalfrávik 6) en kvenfugla 18 km (n=39, dreifing 775, staðalfrávik 16). Þessi munur á lengd ferðalaga kynjanna sést vel ef við skoðum 1. mynd og samkvæmt henni er ljóst að það eru fyrst og fremst kvenfuglar sem sækja í langferðir en karrarnir eru heimakærari. Einnig kemur í ljós, ef við skoðum ferðalengd og hvenær á veiðitíma fuglarnir nást, að ferðalög rjúpna til vetrarstöðva eru afstaðin þegar í byrjun veiðitíma (2. mynd). Þannig er ekkert sem bendir til þess að fuglarnir séu að þokast lengra og lengra í burtu frá sumarhögunum þegar líður fram á vetur. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem radíómerkingar hafa sýnt í nágrenni Reykjavíkur, það er að rjúpurnar eru komnar á vetrarstöðvar seint í september og október og eru síðan staðbundnar allan veturinn.

3. MYND. VEIÐIDAGUR HRÍSEYJARRJÚPNA. GÖGNIN EIGA VIÐ ALLAR ENDURHEIMTUR MEÐ ÞEKKTRI DAGSETNINGU FYRIR FUGLA SEM MERKTIR VORU Í SEPTEMBER 1994-1997. VEIÐITÍMANUM ER SKIPT Í 10 SJÖ DAGA TÍMABIL, ÞAÐ FYRSTA ER 15.-21. OKTÓBER OG SÍÐAN KOLL AF KOLLI.


Fagrit um skotveiðar og útivist

1.

MYND.

NET

BREITT YFIR RJÚPUR,

HRÍSEY 21.

affalla með stærri rjúpnastofni. ndurheimtur gefa lágmarksmat á afföll vegna skotveiða. Þetta er sökum þess að veiðimenn týna hluta aflans og eins skila sumir veiðimenn

E

SEPTEMBER

1996. LJÓSM. JÓHANN ÓLI HILMARSSON.

ekki merkjum. Auk þess deyr hluti fuglanna náttúrulegum dauðdaga dagana frá merkingu fram að byrjun veiðitíma. Rannsóknir á radíómerktum fuglum á Suðvesturlandi sýndu að 3% veiðinnar týndist og 36% veiðimanna skiluðu


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

ekki merkjum að fyrra bragði. Radíómerkingarnar hafa einnig sýnt að um 10% fuglanna deyr á þessum mánuði fyrir veiðitíma. Miðað við þekktar endurheimtur Hríseyjarfugla og ofan-

greindar forsendur, þ.e. 10% fugla veiðitíma úr þessum stofni. deyja fyrir veiðitíma og að 40% merkja Ó L A F U R K . N I E L S E N Náttúrufræðistofnun Íslands skila sér ekki, má gera ráð fyrir að veiðimenn hafi á síðustu árum skotið rúmlega helming fugla á lífi í upphafi

SAMANTEKT Í

STUTTU MÁLI MÁ SEGJA AÐ HELSTU NIÐURSTÖÐUR ÞESSA PISTILS SEM TENGJAST BEINT NYTJUM AF RJÚPNASTOFNINUM SÉU :

R JÚPUR

ERU STAÐBUNDNAR OG

VETRARSTÖÐVAR ERU EKKI FJARRI VARPSTÖÐVUM .

R JÚPUR

ERU KOMNAR Á

VEIÐITÍMA .

UNDAN VEIÐIMÖNNUM OG TENGIST

N IÐURSTÖÐUR E YJAFIRÐI .

BÆÐI UNGIR OG

GAMLIR , SLEPPA FREKAR EN KARRAR

ÞAÐ VÆNTANLEGA FERÐAHÁTTUM

ÞESSARA MERKINGA ENDURSPEGLA ÞVÍ ÁSTANDIÐ Í

K VENFUGLAR ,

VETRARSTÖÐVAR ÞEGAR Í UPPHAFI

S TÆRSTUR

ÞEIRRA .

HLUTI VEIÐINNAR ER

TEKINN Á FYRSTU FJÓRUM VIKUM

F ULLORÐNAR

RJÚPUR OG RJÚPUR Á

VEIÐITÍMANS .

JAFNBERSKJALDAÐAR FYRIR VEIÐIMÖNNUM .

M EÐ

STÆKKANDI

RJÚPNASTOFNI

DREGUR ÚR VÆGI VEIÐIAFFALLA .

FYRSTA HAUSTI ERU

V EIÐIMENN

FELLA LÍKLEGA UM OG

YFIR HELMING RJÚPNA Á LÍFI Í UPPHAFI VEIÐITÍMA .

RJÚPNAMERKINGA BYGGIR Á GÓÐU SAMSTARFI VIÐ VEIÐIMENN . É G VIL LJÚKA ÞESSUM PISTLI MEÐ AÐ BIÐJA VEIÐIMENN AÐ HUGA VEL AÐ ÞEIM RJÚPUM SEM ÞEIR FELLA OG SÉU ÞÆR MERKTAR AÐ SENDA MERKIÐ OG HAUS FUGLSINS ÁSAMT MEÐ UPPLÝSINGUM UM VEIÐIDAG OG - STAÐ , NAFNI OG HEIMILISFANGI FINNANDA TIL N ÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR Í SLANDS , PÓSTHÓLFI 5320, 125 R EYKJAVÍK .

Á RANGUR


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Með veiðieðlið

í blóðinu

HORNSTRANDAFERÐ

ÁRIÐ

1994. SÉÐ

NIÐUR Í

HESTEYRI

KRISTJÁN PÁLSSON, ALÞINGISMAÐUR, ER FÆDDUR Í REYKJAVÍK 1. DESEMBER 1944. HANN LAUK GAGNFRÆÐAPRÓFI FRÁ GAGNFRÆÐASKÓLANUM Á ÍSAFIRÐI 1961, VÉLAVARÐAR-NÁMSKEIÐI FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 1963, FARMANNAPRÓFI FRÁ STÝRIMANNASKÓLANUM Í REYKJAVÍK 1967, STÚDENTSPRÓFI FRÁ TÆKNISKÓLA ÍSLANDS 1975 OG PRÓFI Í ÚTGERÐARTÆKNI FRÁ SAMA Kristján Pálsson alþingismaður er skotveiðimaður og gengur til rjúpna á hverju hausti auk þess að fara á gæsaveiðar þegar tækifæri gefst. En hvernig kynntist hann skotveiði? Ég kynntist henni á unga aldri hjá honum afa mínum, Páli Pálssyni í Hnífsdal, sem var mikill veiðimaður. Hann var

• 42

Í

JÖKULFJÖRÐUM. KRISTJÁN, HALLGERÐUR, SIGRÚN, MARGRÉT, BERGLIND

OG

ÓLI KARVEL

SKÓLA 1977. KRISTJÁN FÓR UNGUR TIL SJÓS OG VAR SJÓMAÐUR Á FARSKIPUM OG FISKISKIPUM 1960-1976. HANN VAR SVEITARSTJÓRI Á SUÐUREYRI 1977-80. FRAMKVÆMDASTJÓRI ÚTVERS HF. Í ÓLAFSVÍK 1980-86. Í BÆJARSTJÓRN ÓLAFSVÍKUR 1982-90 OG BÆJARSTJÓRI Í ÓLAFSVÍK 1986-1990, BÆJARSTJÓRI Í NJARÐVÍK 1990-94. AUK ÞESS HEFUR KRISTJÁN SETIÐ Í FJÖLDA NEFNDA OG STJÓRNA. KRISTJÁN VAR

veiðimaður af Guðs náð, eins og sagt er, og hafði áhuga á öllu sem sneri að veiðum á sjó og landi. Sjálfur var ég fiskimaður á yngri árum og hef alltaf haft veiðieðlið í mér. Þó fór ég ekki að skjóta fyrr en ég var kominn yfir þrítugt. Fyrstu rjúpuna veiddi ég í Sunddal, sem er afdalur úr Staðardal í Súgandafirði. Ég fór þangað með tékkneska einhleypu - hún var ekki

framhlaðin - en ég hafði heyrt að þarna væru rjúpur. Þegar ég kom upp í skafl í dalnum sá ég strax rjúpur og fannst þær afskaplega fallegar í snjónum. Ég ætlaði ekki að tíma að skjóta þær, en lét mig hafa það því ég ætlaði að hafa rjúpur í matinn. Mér fannst ekki karlmannlegt að ætla einhverjum öðrum að gera þetta fyrir mig. Það datt ein rjúpa og ég varð hálf sorgbitinn þegar ég hafði fellt


Fagrit um skotveiðar og útivist

Í SELÁRDAL

Í

SÚGANDAFIRÐI. Á

LEIÐ Í VEIÐI MEÐ DÆTRUNUM

SIGRÚNU

OG

HALLGERÐI

og var að velta því fyrir mér að skjóta þessa rjúpu en þá kom allt í einu skot, svaraði maðurinn. Ég svaraði því til að þarna gilti að sá sem yrði fyrri til fengi rjúpuna og hann yrði bara að vera fljótari næst. Maðurinn sættist á það en Kristján segist yfirleitt hafa veitt aldrei sá ég framan í hann.” næga rjúpu fyrir sjálfan sig og ekki hafa áhuga á að veiða mikið meira en Kristján var í sveit, bæði í Æðey og í það. Honum þykir nóg um mann- Reykjafirði í Ísafjarðardjúpi. Þar fjöldann sem stundum er að veiðum kynntist hann lundaveiði í háf og selveiðum í net og var mikið étið af t.d. á Holtavörðuheiði. sjófugli í Æðey og selkjöti í ReykjaEinu sinni kom ég upp eftir og firði. „Menn nýttu það sem náttúran það var skothríð um allt fjall. Ég gaf,“ sagði Kristján. Síðan hefur sá strax rjúpu og skaut hana. Þá kom að hann farið í Breiðafjarðareyjar og mér maður, stór og mikill með lamb- háfað lunda. En fer þingmaðurinn á húshettu svo ekki sást nema í augun á gæsaveiðar? honum og var hann með byssu. Maðurinn minnti mig helst á útilegumann! Já, ég hef farið með Ólafi Karvel Hann sagði að þetta hafi nú eiginlega bróður mínum, en ég er ekki verið rjúpan hans. Ég spurði hvernig mikill gæsaveiðimaður þótt mig langi það mætti vera? Jú, ég sat hér á steini að stunda gæsina meira ef tími gefst og

hana, en veiðieðlið vaknaði við þetta. Síðan hef ég farið á rjúpu á hverju ári og nokkuð víða, eins og á Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði, í Strútnum og á suðvesturhorninu.”


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

veiða fyrir fjölskylduna. Það kom mér á óvart hvað gæsin er góð til átu.” Ertu enn með sömu byssuna og forðum daga? Nei, það eru þrjú ár síðan ég fékk mér spænska tvíhleypu, yfirundir, sem er þokkalegasta byssa. Það hjálpar manni að hafa tvö skot, en ég er á því að það sé nóg. Mér leiðist að heyra fimm til sex skotum hleypt af úr sömu byssunni í einum rykk. Þá eru menn að svindla á bráðinni. Annars held ég að skotveiðimenn séu almennt að verða vel meðvitaðir um að ganga vel um veiðisvæðin. Mér finnst Skotveiðifélagið hafa sinnt því afskaplega vel að uppfræða menn bæði um veiðitækin, veiðislóðir, bráðina og lög og reglur sem gilda um veiðar.”

Á undanförnum árum hafa verið samþykkt lög frá Alþingi sem skipta veiðimenn miklu, bæði lög um vernd og veiðar villtra dýra, ný vopnalög og nú síðast mál sem þú barst upp um niðurfellingu vörugjalds af skotveiðivörum. Það vekur athygli að um sum þessara mála urðu litlar eða engar umræður í þinginu. Hafa þingmenn lítinn áhuga eða lítið vit á skotveiðum? Almenningsálitið er ekki neikvætt gagnvart skotveiðum og yfirleitt fremur lítill ótti við byssur hér á landi, enda sem betur fer sjaldgæft að þær séu misnotaðar. Almenningur er ekkert uppnuminn þótt veiðimenn fari á fjöll, það er helst að rjúpnaskyttum sem eru að týnast sé vorkennt. Almenningsálitið býður ekki upp á mikla umræðu þegar þessi mál koma til

afgreiðslu í þinginu. Á Alþingi sitja heldur ekki mjög margir veiðimenn, það er að segja skotveiðimenn, sem stunda rjúpu eða gæsaveiði á hverju ári. Umræðan um vörugjaldið var því lítil á sínum tíma. Með niðurfellingu þessa 25% vörugjalds er útivistarhópum ekki lengur mismunað eftir því hvort þeir stunda laxveiði eða skotveiði. g tel að það hafi vegið þungt í hugum alþingismanna að skotveiðimenn hafa greitt nokkurs konar veiðigjald (veiðikortagjaldið) sem var lagt á að þeirra frumkvæði til að fjármagna rannsóknir á villtum dýrum. Ég tel að það hafi aflað skotveiðimönnum góðs álits hjá almenningi og því eðlilegt að fella niður þennan aukaskatt, sem nam 13-15 milljónum á ári.”

É

GUÐNI EINARSSON blaðamaður


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Hreindýrin Í SIGTINU

LJÓSMYND: SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

að má segja að saga hreindýra á Íslandi hefjist árið 1699 en þá lagði Páll Vídalín það til að selja hesta úr landi en kaupa hreindýr í Finnmörku fyrir hagnaðinn og flytja til landsins. Tæpum hundrað árum síðar voru hreindýr flutt fjórum sinnum til landsins og var markmiðið að efla • íslenskan landbúnað. Skil-

þ

46

rið 1777 var 23 hreindýrum yrði til hjarðmennsku voru síðar talin sleppt á land á Hvaleyri við skorta og því hafa hreindýrin ævinlega Hafnarfjörð. Aðalheimkynni þeirra gengið villt á Íslandi. urðu austurfjöll Reykjanesskagans. yrstu hreindýrin (13 eða 14) komu Hreindýrin urðu líklega aldrei mjög til Vestmannaeyja árið 1771. Um mörg á þessum slóðum því þau dreifðhelmingur þeirra drapst fljótlega en 7 ust lítið, líklega aðeins skipt hundruðdýr voru flutt að Hlíðarenda í Fljóts- um þegar þau voru flest. Þeim fór mjög hlíð. Þau voru öll dauð um 1783. fækkandi á síðari hluta 19. aldar og

Á

F


Fagrit um skotveiðar og útivist

voru alla tíð mjög fá á þessari öld. Síðasta hreindýr sem vitað er um á þessum slóðum sást við Kolviðarhól rétt fyrir 1930. rið 1784 var 35 hreindýrum sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð. þau dreifðust um hálendið upp af Fnjóskadal og fjölgaði fljótt. Upp úr aldamótunum 1800 fóru að berast kvartanir um að hreindýrin eyðileggðu bithaga og eyddu fjallagrösum. Hreindýrin voru bundin við Fnjóskadalsafrétt fram að 1822 en þá leituðu þau austur á bóginn. Upp úr þriðja tug 19. aldar voru hreindýr einkum norðan og norðaustan Mývatns en komu oft á vetrum niður í Mývatnssveit og Kelduhverfi. Þessi dýr hafa líklega orðið flest um 1850 en þá var giskað á að allt að 1000

Á

dýr væru á Reykjaheiði. Líklegt er að dýrin hafi lagt undir sig Melrakkasléttu, heiðar upp af þistilfirði og Langanesheiðar á árunum 1830-1840. Fjöldi dýra var á Búrfells- og Sléttuheiði fram til 1860. Eftir miðja 19. öldina fækkaði dýrunum stöðugt og síðast var aðeins vitað um smáhóp sem hélt sig norðvestan Kröflu en hann sást ekki eftir 1936. rið 1787 var 35 hreindýrum sleppt á land í Vopnafirði. Virðast þau fljótlega hafa fundið ákjósalega sumarhaga við norðausturjaðar Vatnajökuls en á vetrum leitað út á heiðarnar. Þegar hreindýrunum fjölgaði dreifðust þau um afrétti Jökuldals- og Fljótsdalshrepps og um hálendið upp af Suðurfjörðum allt að Jökulsá í Lóni. Talið er líklegt að þau hafi verið flest um miðja

Á

19. öldina. Eftir það virðist fjöldi dýranna hafa sveiflast allmikið enda voru vetur oft harðir. Hreindýraskyttan Elías Jónsson bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal taldi að hreindýrin hefðu verið flest á Vesturöræfum um 1886 og þá 700-1000 dýr en um aldamótin tórðu aðeins um 150 dýr. elgi Valtýsson fór haustið 1939 á hreindýraslóðir til að kanna fjölda hreindýra. Taldi hann að aðeins væru eftir um 100 dýr. Að fengnum tillögum Helga var ráðinn eftirlitsmaður með dýrunum og var Friðrik Stefánsson bóndi á Hóli í Fljótsdal valinn. Helgi taldi að tarfarnir í hjörðinni væru of margir og stæði það eðlilegri fjölgun fyrir þrifum. Friðrik var því fenginn til að fækka þeim. Næstu áratugina fjölg-

H

Garmin GPS III

12 12 rása rása móttakari móttakari Grafískur Grafískur FTN FTN LCD LCD skjár skjár 33 stiga stiga baklýsing baklýsing Vegakort Vegakort af af mið-evrópu mið-evrópu ásamt ásamt staðsetningu staðsetningu borga borga og og bæja bæja áá íslandi íslandi •• 500 500 vegpunkta vegpunkta minni minni •• 45 45 gerðir gerðir af af merkjum merkjum •• 2048 ferilpunktar 2048 ferilpunktar íí plotter plotter •• Stórar Stórar og og skýrar skýrar tölur tölur •• Tracback Tracback breytir breytir ferli ferli íí leið leið •• Vatnshelt Vatnshelt að að 11 metra metra dýpi dýpi •• Tengjanlegt Tengjanlegt við við tölvu tölvu •• Og margt fleyra.... Og margt fleyra....

hug & handverk / Mynd Ragnar Th. Sigurðsson

•• •• •• ••

Fiskislóð 84 • Pósthólf 828 • 121 Reykjavík • Sími: 520 0000 • Fax: 520 0020 • E-mail rs@rs.is


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

aði dýrunum og samhliða því dreifðust markast nú af Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökli og Suðursveit. Þau hafa þó þau um Austurland. alltaf verið sjaldséð norðan Vopnareindýrunum fjölgaði hratt eftir fjarðarheiða. landnám þeirra á Austurlandi og dreifðust víða. Samhliða fjölgun dýrV ISTFRÆÐI HREINDÝRA anna bárust kvartanir til yfirvalda um að þau spilltu högum og ætu upp fjallareindýrin tilheyra hjartarættinni grös og leiddi það til þess að og bera vísindaheitið Rangifer takmörkuð veiði var heimiluð árið 1790. Síðan var dregið smátt og smátt tarandus. Þau eru víða á norðurslóð og úr friðun þar til henni var hætt árið eru stærstu villtu hjarðirnar í Alaska, 1849. Árið 1901 voru þau síðan Kanada og Sovétríkjunum. Hreinalfriðuð aftur en veiðar undir eftirliti dýrabúskapur er einkum stundaður í leyfðar 1939 og hefur svo verið síðan. Skandinavíu og Sovétríkjunum.

H

kúm mestar lífslíkur allra einstaklinga í stofninum á erfiðasta tímanum.

BURÐUR

eðgöngutími hreindýra er um 7 og 1/2 mánuður. Burðurinn stendur í þrjár vikur en 75% kúnna ber vikuna í kringum 20. maí. Þau nota hefðbundin burðarsvæði ár eftir ár. Kálfarnir eru að meðaltali tæp 6 kg þegar þeir fæðast. Á burðarsvæðunum eru nær eingöngu kelfdar kýr en tarfar, geldar kýr og ung dýr leita í sumarhaga í maílok og júníbyrjun. Aðalburðarsvæði hreindýranna er á Vesturöræfum vestan Snæfells. Auk þess bera reindýrið er eina hjartardýrið kýr víða um allt Austurland. þar sem bæði kynin eru hyrnd og fella hornin árlega. Hornin eru SUMAR klædd floskenndri húð sem fellur af sumarhögunum á Snæfellsöræfum þegar þau eru fullvaxin. Fullorðnir safnast dýrin saman í stórar hjarðir tarfar fella hornin fljótlega eftir (100-1000 í hóp) en í ágúst og byrjun fengitímann, geldar kýr og ungir tarfar september leita dýrin út á heiðarnar. í janúar-mars, veturgömul dýr á vorin Þá koma til móts við þau tarfar sem en kelfdar kýr ekki fyrr en eftir burð. héldu sig utan aðalhópsins. Að hausti Hornin eru stöðutákn hjá dýrunum og hafa dýrin safnað fituforða fyrir vetureru því kelfdar kýr hæst settar seinni inn og getur bakfita á fullorðnum törfpart vetrar þegar helst þrengir að um verið 5-10 sm. þeim. Þannig tryggir náttúran kelfdum

M

H

riðunarsaga hreindýranna bendir til þess að í fyrstu hafi þeim fjölgað hratt og náð hámarki um miðja 19. öldina en eftir það fækkði þeim og voru í mesta lagi örfá hundruð (fundust aðeins 100) eftir við norðaustanverðan Vatnajökul um 1940. Upp úr því fer þeim síðan fjölgandi og dreifast þá víða um Austurland. Árin 1991-1994 voru dýrin talin vera 3000-4000 í sumarhögum og þar af rúmur þriðjungur í nágrenni Snæfells. Útbreiðslusvæði þeirra af-

F

H

Í


Fagrit um skotveiðar og útivist

FENGITÍMI engitíminn stendur frá septemberlokum og fram í miðjan október. Tíðahringurinn er 10-12 dagar og verður egglos 2-3 sinnum. Háls tarfanna gildnar mikið og á þá vex sítt „hálsskegg“. Þeir hafa lítinn tíma til að bíta, eru á sífelldum þönum eftir kúnum og öðrum törfum og horast því allmikið á þessum tíma. Raunveruleg samsetning stofnsins sést aðeins um fengitímann því þá eru kynin og misgömul dýr jafndreifð um stofninn. Talið er að arðsemi stofnsins (kjötframleiðsla) sé mest þegar 15% eru 4 ára og eldri tarfar, 15% eru 1-3 ára tarfar, 50% eins árs og eldri kýr og 20% kálfar.

túnvingull og stinnastör tæpur þriðjungur. Á síðustu árum hefur verið tínt mjög mikið af fjallagrösum til manneldis á Jökuldalsheiði og búast má við að minna sé til skiptanna fyrir hreindýrin.

F

FALLÞUNGI

A

LJÓSMYND: SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

VETUR ftir fengitímann dreifast hreindýrin víða en leita oft til byggða seinni part vetrar einkum ef snjóalög eru óhagstæð. Þau hafa aðlagast vel óblíðu umhverfi, þola kulda mjög vel og finna lykt af fæðu í gegn um allt að 60 sm þykkan snjó. Það sem dýrin hafa helst að óttast hér á landi eru jarðbönn seinni part vetrar. Þau eiga sér engan náttúrulegan óvin eins og víðast hvar annars staðar.

E

S TJÓRNUN

HREINDÝRASTOFNSINS

Lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum segir eftirfarandi um hreindýrin:

Í

LJÓSMYND: SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

FÆÐA amkvæmt fæðuathugunum Kristbjarnar Egilssonar o.fl. árin 19801982 var um helmingur sumarfæðu hreindýranna grös og starir einkum stinnastör, en rúmur þriðjungur voru grávíðir og grasvíðir. Vetrarbeitin fer mikið eftir því hversu mikið er af fléttum. Á Fljótsdalsheiði þar sem hreindýrin hafa gengið mjög nærri fléttum voru vallarsveifgras, stinnastör, túnvingull, sauðamergur, krækilyng og holtasóley um 80% af fæðunni en fléttur aðeins 3%. Á Jökuldalsheiði var gnægð fléttna og þar voru þær um helmingur af vetrarfæðu hreindýranna (þ.a. fjallagrös 38%) en vallarsveifgras,

thuganir á fallþunga hreindýra á Fljótsdals- og Jökuldalsheiði árin 1979-1980 sýndu að á haustin eru kálfar að meðaltali 23.7 kg, þriggja ára og eldri kýr 40.8 kg og fjögurra ára og eldri tarfar 85.4 kg. Að vori var fallþungi fullorðinna kúa 31.2 kg svo kýrnar léttast um fjórðung yfir veturinn. Fallþungi fullorðinna tarfa er mjög breytilegur en einstaka tarfar fara yfir 100 kg og geta orðið allt að 130 kg.

S

LJÓSMYND: SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

„Umhverfisráðherra getur heimilað veiðar úr hreindýrastofninum enda telji veiðistjóraembættið að stofninn þoli veiði og að æskilegt sé að veiða úr honum. Ráðherra ákveður árlega fjölda þeirra dýra sem fella má, eftir aldri, kyni og veiðisvæðum, í samráði við tillögur hreindýraráðs og veiðistjóraembættisins og birtir auglýsingu þar að lútandi í Lögbirtingarblaði. Eignarréttur á landi, þar sem hreindýr halda sig, veitir ekki rétt til veiða á hreindýrum. Veiðar á hreindýrum eru heimilar öllum er til þess hafa leyfi samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim. Af hverju felldu hreindýri skal greiða til hreindýraráðs sérstakt leyfisgjald sem ráðherra ákveður árlega og skal gjaldinu varið til reksturs ráðsins, framkvæmda á þess vegum og rannsókna á • hreindýrum. Hreindýraráði er

49


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

heimilt að selja veiðiheimildir sem hlutaðeigandi sveitarfélögum hefur verið úthlutað. Umhverfisráðherra skipar fimm menn í hreindýraráð til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en aðrir nefndarmenn skulu skipaðir með eftirfarandi hætti: Búnaðarsamband Austurlands tilnefnir tvo menn, Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu einn og Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi einn. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Veiðistjóri situr fundi hreindýraráðs og hefur málfrelsi og tillögurétt. Að fengnum tillögum hreindýraráðs og veiðistjóra setur ráðherra reglugerð um nánari framkvæmd á heindýraveiðum, m.a. um skiptingu veiðiheimilda á milli viðkomandi sveitarfélaga, um veiðieftirlitsmenn, hlutverk og starfssvið heindýraráðs, svo og skiptingu arðs af leyfisgjaldi og veiðiheimildum sem framseldar eru ráðinu.”

N ÝTING

HREINDÝRASTOFNSINS

slenski hreindýrastofninn er um 2500 dýr að sumarlagi og er núverandi stefna stjórnvalda að viðhalda þeirri stofnstærð. Með Reglum um stjórn hreindýraveiða, nr. 76/1992 var í fyrsta sinn stefnt að því að móta kynjahlutfallið í stofninum með veiðum. Þá benti ýmislegt til þess að tarfar væru víða orðnir hættulega fáir. Smíðað var reikningslíkan fyrir stofninn og því fylgt við ákvörðun kvótans. Vel tókst til með að fjölga törfum og bendir talning frá því í mars 1998 til þess að þá hafi tarfar verið um 35% stofnsins, kýr 47% og kálfar18%. Þetta þarfnast þó nánari skoðunar en við erum greinilega á réttri leið.

Í

• 50

H REINDÝRASTOFNINUM

ER SKIPT Í NÍU AFMARKAÐAR HJARÐIR OG SAM SVAR ANDI NÍU VEIÐISVÆÐI SEM ERU EFTIR FAR ANDI :

eiðistjóraembættið og Hreindýraráð lögðu til að veiðikvóti á hreindýr haustið 1998 yrði sá sami og árið áður eða 297 hreindýr. Í skýrslu til Umhverfisráðuneytisins segir eftirfarandi um kvótann og veiðina:

V

S VÆÐI 1 Fjallahreppur, Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Hlíðarhreppur og Jökuldalshreppur norðan Jökulsár á Brú.

S VÆÐI 2 Jökuldalshreppur austan Jökulsár á Brú, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Tunguhreppur, Skriðdalshreppur, vestan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju. Vallahreppur vestan Grímsár.

S VÆÐI 3 Hjaltastaðahreppur, Borgarfjarðarhreppur og Eiðahreppur.

S VÆÐI 4 Seyðisfjarðarkaupstaður, Mjóafjarðarhreppur, Egilsstaðabær, Vallahreppur, austan Grímsár og Reyðarfjarðarhreppur.

SVÆÐI 5 Norðfjarðarhreppur og Eskifjarðarbær.

S VÆÐI 6 Skriðdalshreppur, austan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju. Búðahreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Stöðvarhreppur og Breiðdalshreppur.

„það sem lagt er til grundvallar þessari tillögu um skiptingu veiðikvótans er það sama í stórum dráttum og á síðasta ári þ.e. að hreindýrastofninn sé um 2500 dýr í júlí. Talning í lok vetrar gaf 1728 (1729 í fyrra) hreindýr sem er mjög nálægt því sem gert var ráð fyrir í hermilíkaninu og að viðbættum kálfum fer stofninn í 2500 dýr í sumar. Þessi tillaga fylgir því hermilíkaninu fyrir utan að veturgömlum törfum er bætt við fullorðna tarfa. Kvóti líkansins gefur 141 tarf og 156 kýr. Reiknað er með að 46 kálfar veiðist. Heildarkvóti haustið 1998 fyrir utan kálfa er því 297 hreindýr. Skýringar á tillögum um kvóta: Svæði 1. Algjör friðun. Síðustu árin hafa hreindýr gengið lítið sem ekkert á þessu svæði. Ekki er langt síðan hreindýr komu alltaf í stórum hópum út á Jökuldalsheiði og tarfahópur hélt sig sumarlangt í Sandfelli. Friðunin nú er til að stuðla að endurkomu þeirra á þessar slóðir og þá um leið dreifingu þeirra í norður. Það gæti m.a. létt af skógræktarsvæðum á Héraði. Svæði 3. Sami kvóti á þessu svæði og 1997 til að stuðla að fækkun þeirra á Borgarfjarðarsvæðinu. Vegna fellis dýra á þessu svæði í hörðum árum er tekið undir þá skoðun að minnka stofninn á þessu svæði í áföngum niður í 100-150 dýra vetrarstofn.

S VÆÐI 7 Djúpavogshreppur

SVÆÐI 8 Bæjarhreppur, Nesjahreppur og Höfn í Hornafirði.

S VÆÐI 9 Mýrahreppur og Borgarhafnarhreppur.

Svæði 4. Algjör friðun. Einungis er vitað um 25 dýr sem komu fram í talningu á svæði 5 og eru líklega ættuð frá Reyðarfirði. Hætt er við að hreindýr hyrfu af svæðinu ef það væri opið til veiða. Fylgjast þyrfti með því hvort kýrnar skiluðu sér ekki yfir á svæði 5 til að bera.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Ennfremur: • Veturgamlir tarfar verði alfriðaðir • Tryggja eftirlit með veiðum og akstri í samráði við sýslumenn og lögreglu. • Tryggja að lagning Háreksstaðarvegar hafi sem minnst áhrif á hreindýrin og auka eftirlit í kjölfar hans. • Veiði verði ekki heimiluð á Snæfellssvæðinu fyrir 15. ágúst (þ.e. vestan Jökulsár á Dal, frá Hnitasporði þvert yfir að Tungusporði, í topp á Urgi, þaðan í Laugará og inn Jökulsá í Fljótsdal og með austustu kvísl í jökul). • Tarfaveiði leyfð frá 20. júlí með sömu kvöðum og fyrr”.

K YN -

OG ALDURSGREINING DÝRA

uðvelt er að þekkja tveggja ára og eldri tarfa frá kúm á hornastærð en erfitt getur reynst að greina þá veturgömlu frá kúnum. Eitt af því sem ein-

A

kennir hornin á hreindýrunum er að þau eru sjaldan eins (þ.e. spegilmynd hvors annars eins og hjá flestum hornberum). Einnig breytast þau yfirleitt á milli ára. Hægt er að aldursgreina veturgamla og tveggja vetra tarfa á hornunum en ekki eldri tarfa. Þó má þekkja úr mjög aldraða tarfa en þeir eru afar fáséðir. Augn- og ennisgreinar á törfum geta verið lítt greindar spírur eða spaðar. Stærstu og tilkomumestu tarfarnir eru oft fjögurra-spaða en flestir verða að láta sér einn duga. Rannsóknir erlendis benda til þess að algengara sé að vinstri augngreinin myndi spaða en sú hægri. ldursákvörðun hreindýra byggir þó fyrst og fremst á tanntöku og -sliti eða árhringjum í framtönnum. Í fullorðnu hreindýri eru 3 framtennur, 1 augntönn , 6 jaxlar í hvorum kjálka og eins í efri góm nema framtennur vantar.

A

Kálfurinn fæðist með framtennur og augntönn en aðeins fremsta jaxlinn en tveir þeir næstu birtast fljótlega. Þetta eru mjólkurtennur og víkja seinna fyrir fullorðinstönnum. Við 16 mánaða aldur er dýrið búið að fá fullorðins framtennur og augntönn og eru þær lengri og breiðari en mjólkurtennurnar. Á þessum tíma eru fullorðinsendajaxlar einnig komnir en framjaxlarnir þrír eru enn mjólkurtennur. Á þriðja hausti (2830 mánaða) eru síðan 3 fullorðinsframjaxlarnir komnir og lýkur þar með tanntökunni. Út frá tanntöku er hægt að aldursgreina hreindýr á 1.,2. og 3. hausti en eftir það er einungis hægt að meta aldurinn gróft út frá sliti tanna. Hægt er að lesa aldur með talningu árhringja í framtönnum. Til þess þarf að skera þunnsneið langs úr framtönn og lita síðan sýnið og skoða í smásjá.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

LJÓSMYND: SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON

V ÖKTUN

STOFNSINS

in aðalundirstaða fyrir nýtingu hreindýrastofnsins er að vita hversu mörg þau eru. Hreindýr hafa verið talin að sumarlagi nær árlega frá 1940. Fyrstu árin var um heildartalningu stofnsins að ræða þar sem öll dýrin dvöldu í sumarhögum í nágrenni Snæfells. Talningin hefur alla tíð verið bundin að mestu við það svæði og því ekki náð nema til hluta • stofnsins eftir að dýrunum

E

52

fjölgaði og þau dreifðust vítt og breitt um Austurland. rá og með 1991 hefur heildartalning verið gerð á tímabilinu marsapríl. Með talningunum fæst ekki einungis fjöldi hreindýra heldur líka dreifing þeirra á milli svæða. Nær árlegar sumartalningar á Snæfellsöræfum gefa m.a. upplýsingar um nýliðun í stofninum. Á því svæði gengur um helmigur stofnsins í sumarhögum (1261 dýr sumarið 1997).

F

il að ná hámarksnýtingu úr hreindýrastofninum þarf að þekkja samsetningu hans. Fengitíminn er rétti tíminn til að sjá aldurs- og kynjahlutfall stofnsins. Síðast var þetta kannað 1992 en þá var 51% kýr, 10% veturgamlir tarfar, 9% tveggja ára og eldri tarfar og kálfar 30%. Óeðlilega hátt hlutfall kálfa skýrist að einhverju leyti af veiðunum. Mjög brýnt er orðið að endurtaka slíka könnun.

T

SKARPHÉÐINN G. ÞÓRISSON


Fagrit um skotveiðar og útivist

GUNNI GUNN

Á KASTARANUM OG

JÓN PÁLS

AÐ SKJÓTA Í BLÍÐSKAPAR VEÐRI

Leirdúfuskytterí um borð í Akureyrinni byrjun nóvember 1997 tókum við okkur saman 8 félagar á Akureyrinni EA 110 og stofnuðum skotfélag um borð. Safnað var í sjóð sem notaður var til að kaupa inn leirdúfukastara, leirdúfur og skot. Gerð er pöntun eftir þörfum hjá Hlaði sf. Þannig að alltaf er til nóg á lager. Þegar rólegar stundir gefast, veður gott og siglt á löngu „stími“, bregðum við okkur upp á dekk og fáum smá útrás á leirdúfunum, enda er þetta sjálfsagt eina sportið sem sjó-

Í

menn geta stundað utandyra um borð í bátum. Oft fjölmenna þeir sem engan áhuga hafa á skotveiðum og gagnrýna áhugamál okkar og hittni en hafa samt sem áður gaman af. Samdar voru reglur hjá félaginu um meðferð skotvopna um borð og skotin eru ávallt læst inni í skáp. Það mun vera vaxandi áhugi hjá sjómönnum fyrir leirdúfuskotfimi og talsvert stundað á öðrum skipum. JÓHANN PÁLSSON

Bjóðum úrval af sóluðum

NORDEKK ásamt nýjum dekkjum fyrir alla „veiði“-bíla 10% staðgreiðsluafsláttur til veiðimanna

Reykjavíkurvegi 56 • 220 Hafnarfirði • Sími 555 1538


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Listin

að veiða fugl á flugi OG VELJA SKOTIÐ

PATRIOT

ð veiða með haglabyssu sýnist í fyrstu vera auðvelt, þegar tillit er tekið til þess að við erum með skot sem hefur jafnvel fleiri hundruð kúlur og þær dreifa sér í sverm sem er kannski meters breiður og margra metra langur. En er það jafn auðvelt og það virðist í fyrstu ? Svarið er nei, en við getum gert það mun auðveldara og • ánægjulegra með því að velja

A

54

HAGLASKOTIN ERU DÆMI UM SKOT SEM SAMEINAR FLESTA KOSTI GÓÐS VEIÐISKOTS.

réttu skotin og réttu þrenginguna í hlaup byssunnar ef við erum með þannig byssu að hægt sé að velja þær. Allflestir sem hafa skotið mikið á fugla hafa orðið fyrir því að hitta ekki eða vera sannfærðir um að hafa hitt og jafnvel séð fuglinn kippast til, fjaðrir reitast úr honum svo ekki sé minnst á hljóðið sem heyrist þegar haglasúpan dynur á fuglinum. Þegar svo gerist

hugsa menn jafnvel: „Helvítis skotin“. Of lítil högl, enginn kraftur, allt of hægfara o.s.frv. Lausnin hjá flestum er að fara og kaupa skot með stórum höglum. Já, mörgum höglum og helst „super high speed“. íðan rennur næsta veiðiferð upp, fuglinn kemur fljúgandi og það sama gerist, nema kannski falla til

S


Fagrit um skotveiðar og útivist

jarðar nokkrar fjaðrir og fuglinn lætur svo lítið að skíta yfir veiðimanninn við það að fá höglin í sig.

höglin aflagast þess vegna minna. Æskilegt er að skot sem nota á við löng færi hafi „Gordon system“ botn.

n hver er ástæðan fyrir því að fuglinn féll ekki til jarðar og í stað þess að heyra höglin bylja í honum, hefðum við heyrt dynkinn þegar hann small í jörðina. Ég tel að aðalástæðan sé rangt val á skotum og of miklar þrengingar í hlaupinu. Til þess að geta valið rétt skot þurfa menn að þekkja uppbyggingu haglaskota vel og skilja það sem stendur utan á skotapökkum. Er það von mín að eftir lestur þessarar greinar verði menn betri veiðimenn, ekki endilega í magni heldur í gæðum. Fyrsti hlutinn í framleiðslu haglaskots er hylkið sjálft en það er oftast gert úr plasti eða pappa með málmbotni sem nær mishátt upp á neðri hlutann. Ekki skiptir máli hvort skotið er gert úr pappa eða plasti. Gott er að hafa í huga að skot úr pappa eru viðkvæmari fyrir bleytu, þar sem hylkið getur bólgnað út og kemst þá illa í byssuna. Lengi hefur verið á lofti sú kenning að skot með háum koparbotni séu kraftmeiri og hraðari en skot með lágum. Það á ekki við nein rök að styðjast og er hæð botnsins hvorki vísir á kraft né hraða skota. Hinn endinn á skotinu er oftast með sex eða áttföldu stjörnubroti, en einnig er algengt að skot séu með svonefndri rúllulokun en þar er brún hylkis brotin yfir pappa- eða plastþynnu sem liggur ofan á haglahleðslunni. Ekki skiptir máli hvaða gerð lokana á hylkjum er notuð við veiðar þar sem þær gegna því hlutverki að halda höglunum í hylkinu og mynda mótstöðu við upphaf bruna púðursins í einhverjum tilvikum. Það sem er nýtt í gerð hylkja er að vera með svokallað „Gordon system“ en það er fjaðrandi efni í botninum sjálfum sem gerir það að verkum að við bruna púðursins dempast höggið sem myndast og

æst er sett hvellhetta í hylkið og er hún eingöngu valin þannig að hún passi vel við það púður sem nota á. Þá er komið að púðrinu, en það gefur kraftinn í skotið og verður því að vera valið þannig að það henti hverri skotagerð og gefi þá eiginleika í skotið sem framleiðandinn sækist eftir. Það sem einkennir góð haglaskot er að þau slá lítið. Það er að segja höggið á öxl skotmanns er lítið miðað við þyngd haglahleðslu. Þessu er oftast náð með að velja púður sem brennur hægt, jafnt og vel þannig að litlar leifar af óbrunnu púðri verði eftir. Einnig verður púðrið að brenna án þess að of mikill þrýstingur myndist svo byssan þoli skotin. Mismunandi púður er notað eftir því hvort haglahleðslan er þung eða létt og einnig getur verið munur milli kalibera.

E

N

GÆS

TEKIN MEÐ KAL

20

TVÍHLEYPU OG

28GR

SKOTI NR

6

H AGLASTÆRÐ ÍVAR

MEÐ RÁNDÝRSTARF SKOTINN MEÐ KAL 12 TVÍHLEYPU OG 36G SKOTUM NÚMER 6 FÆRI CA 28-30M. STEINLAGÐUR MEÐ EINU SKOTI Í SÍÐUNA.

MILLI METRAR

HLAÐ

HLAÐ

B ANDARÍKIN

E NGLAND

9.1

LG

8.4

00 B UCK

SG

7.6

1 B UCK

S PEC .SG

6.8

3 B UCK

SSG

5.2

4 B UCK

AAA

4.1

GÓÐ

SKARFAVEIÐI SKOTIN TIL SKIPTIS AF HÖF MEÐ KAL 20 TVÍHLEYPU OG 28G HÖGL NO 5-71/5 OG STEFÁNI GEYR MEÐ KAL 12 TVÍHLEYPU OG 36 G NO 6.

A IR

RIFLE

BB

3.6

2

1

3.3

4

3

3.1

5

4

2.8

6

5

2.6

6

2.4

1

7 /2

7

2.3

8

7 1/ 2

2.2

8

2.0

9

9

• 55


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

agn púðursins er mjög breytilegt eftir gerðum og er það mælt nákvæmlega í hvert skot þannig að ekki verði mikill munur á hraða skota í sama pakka. Af þessu má sjá að púður er mikilvægur þáttur í gerð góðra skota.

M

fan á púðrið kemur forhlaðið. Það skilur að púður og högl og hefur því hlutverki að gegna að þétta við bruna púðursins ásamt því að verja höglin. Forhlaðið getur verið gert úr hrosshárum og vaxi, felti, pappa eða plasti. Plastforhlöð eru langalgengust og eru þær gerðir sem hafa haglabikar þar algengastar. Botn forhlaðsins dempar við skotið og dregur þar af leiðandi úr afformun haglanna. Þau forhlöð sem hafa bikar eða svipaða útfærslu verja höglin sem liggja yst í hylkinu við að strjúkast utan í hlaupið við skotið. Fyrir skot sem nota á við styttri færi er ekki nauðsynlegt að hafa bikarforhlað en það er nauðsynlegt fyrir þau sem við ætlum fyrir lengri færi

O

að sem við viljum að lendi í fuglinum heitir högl. Þó ég hafi stundum þurft að taka forhlaðið úr bringunni á gæsum sem skotnar voru á mjög stuttu færi eru það höglin sem gilda. Gerð hagla getur verið mismunandi allt frá þessum venjulegu kúlulaga til kantaðra eða ílangra búta. Hér geri ég eingöngu ráð fyrir að notuð sé venjuleg gerð hagla. Efnið í höglunum er mismunandi. Hér á landi er algengast að nota blýhögl en sumstaðar erlendis þar sem blýhögl eru bönnuð notast menn við stál, tinblöndu eða „bismuth“ högl. Blý eitt og sér er of mjúkt efni til að nota í högl svo það er blandað „antimoni“ til að auka hörkuna (1-5%). Því meira „antimoni“ því harðari högl. Harka hagla er mjög mikilvæg og hafa sum fyrirtæki því valið þá leið að hafa hátt „antimoni“-innihald í höglum skota sinna. Önnur hafa farið þá leið að húða venjulegt blý með kopar eða nikkel til að minnka afformun haglanna. Einnig hafa sum fyrirtæki notað báðar aðferðir saman,

þ

L OKAHRAÐI V EGALENGD ( METRAR ) U PPHAFS

H AGLA

HRAÐI

STÆRÐ

20

25

30

35

40

45

T RAP SKOT 322 M / SEK

7

253

230

208

188

169

151

BB

3 4 5 6 7 9

284 272 269 265 261 257 247

269 253 249 244 239 234 220

254 236 231 224 219 212 196

238 219 214 205 199 191 171

226 203 197 188 180 172 150

212 188 181 171 163 154 128

3 4 5 6 7

281 277 273 269 265

261 257 251 247 241

243 238 231 225 218

225 220 212 206 198

210 203 194 187 178

195 187 177 169 159

V EIÐISKOT M AGNUM 325 M / SEK

L ÉTTAR VEIÐIHLEÐSLUR

(H IGH V ELOCITY )

342 M / SEK

DÆMI

UM SKOT MEÐ PLASTFYLLIEFNI MILLI HAGLA

það er blandað blý með „antimoni“ og sett hersluhúð á höglin samanber Diamond höglin frá Gamebore, þannig að formið haldist sem best. Einnig er oft notað kornótt plastfylliefni milli haglanna til að draga úr afformun. arka hagla er geysimikilvæg til að þau haldi lögun sinni við skotið og líka þegar þau lenda í fuglum en orkan í linu hagli sem lendir í beini fer í að klessa haglið í stað þess að brjóta beinið.

H

raði haglanna er hluti af því að árangur náist en látum ekki blekkjast af miklum upphafshraða eða þannig fullyrðingum, því þegar höglin eru komin út á 35-40 metra færi er hraðinn mjög svipaður og munar mjög litlu á slagkrafti og hraða þó hann hafi verið þónokkuð meiri í upphafi. Það sem gerist oftast í skotum með meiri hraða er að höglin afformast meira í upphafi við skotið og þess vegna verður hagladreifin verri.

H

ikill upphafshraði getur verið góður þegar skjóta skal á styttri færum því þá er hægt að hafa höglin minni og ekki skiptir máli þó höglin afformist. Þannig að ekki borgar sig að líta eingöngu á góðan upphafshraða sem samnefnara fyrir góð skot. Ég hef oft brosað með sjálfum mér þegar „reyndar skyttur“ bæði í leirdúfuskotfimi og á veiðum hafa notað það sem

M


Fagrit um skotveiðar og útivist

SAMANBURÐUR F UGL

SEM FLÝGUR Á

F JARLÆGÐ M AGNUM H IGH V EL .

65 KM / KLST .

30 M 1.89 M 1.81 M

afsökun fyrir lélegum árangri að þeir hafi notað miklu hraðari eða hægari skot en venjulega og þess vegna skotið langt aftan eða framan við skotmarkið. Ef hugað er að því að hagladreifin er oftast mæld í prósentum á 75cm hring þá skiptir litlu máli tíu cm leiðni framúr eða afturúr. Það sem hefur mest að segja við hröð hliðarskot er æfing og hæfni til að meta fjarlægð skotmarksins. Skoðið vel leiðnitöfluna en hún er miðuð við hagl sem er 2,6 mm og því verður munurinn milli hraðra og hægra skota mun minni á stærri höglum.

L EIÐNI 35 M 2.26 M 2.18 M

Á SKOTUM

FYRIR FRAMAN FUGL

40 M 2.68 M 2.58 M

H ÖGL 2.6 MM 45 M 3.29 M 3.16 M

aglahleðslan sjálf er það sem flestir hugsa um og vilja hafa sem mest af. Hún hefur vissulega áhrif á það hvort fuglinn fellur eða ekki. Skot í kaliberi 12 sem hafa hleðslu undir 36g af höglum eru oftast kölluð standard en hleðsla þar yfir 42-52g eru magnum hleðslur. Algengt er að hraði haglaskota með minni hleðslu sé meiri heldur en magnumskotanna en það skýrist af því að til að ná til dæmis 52g hleðslu á sama upphafshraða og 36g þá myndi þrýstingur verða of mikill, þannig að þyngri hleðslur eru hlaðnar þannig að

H

SKOTMARK FUGLS

50 M 3.97 M 3.02 M


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

notuð eru stór högl. Auk þess fáum við miklu betri hagladreif, jafnari og þéttari og getum einnig aukið líkurnar á því að hitta með því að nota víðari þrengingu í byssunni en það er ekki ráðlegt noti menn gróf högl.

þrýstingur sé í leyfilegu hámarki. Ágætt er að velja þyngd hleðslu við færið, haglastærðina og skotmarkið. Það er löng færi og stór fugl = þyngri hleðsla. tærð haglanna er ekki eins mikilvæg og oft er talið því til að ná fugli niður þarf oftast meira til en eitt hagl í búkinn. Ef skoðuð er meðfylgjandi mynd sést hvað raunverulegt skotmark á fuglinum er lítið og skýrir það einnig hvað oft bylur í fugli sem ekki fellur, því flestir skjóta aftarlega í fljúgandi skotmörk en þar eru flestar fjaðrirnar.

S

il að ná fugli niður þarf að hitta minnst 3-5 höglum í kroppinn eða brjóta væng. Það gefur auga leið að vængbrotinn fugl fellur til jarðar og staðreyndin er sú að 3mm hagl hefur nægan kraft til að brjóta bein í gæs á 40 metrum því er hægt að álykta svo að það að skjóta stærri höglum sé óþarfi því það eru færri stór högl í hverju skoti.

T

f við hittum ekki vængbein þá gætum við hitt mikilvæg innyfli en við það fellur fuglinn kannski strax, eða ekki fyrr en eftir eina til tvær mínútur og er þá búinn að fljúga frá okkur. Það sem er oftast best er að fuglinn fái 3-5 eða fleiri högl í sig, ekkert endilega stór högl sem fara í gegnum hann. Rannsóknir hafa sýnt að 2,5mm hagl hefur nægjanlegan kraft til að fara inn í bráð á eðlilegu færi. Það þýðir að ef fugl fær í sig 3-5 högl af þeirri stærð drepst hann oftast strax eða eftir nokkrar sekúndur vegna sjokks sem hann fær við að fá í sig mörg högl í einu. Þetta er ástæðan fyrir því að við ættum frekar að velja smærri högl, en stór, því þau duga ef við hittum og mun minni hætta er á að særðir fuglar fljúgi burt með eitt hagl í sér eins • og er allt of algengt þegar

E

58

iðurstaðan á þessu er því sú að við gæsaveiðar í morgunflugi væri gott að velja skot hlaðin í plasthylki með Gordon sistem botni, bikarforhlaði, hertum húðuðum blýhöglum og haglastærð á bilinu 33,4mm með 42g-52g hleðslu.

N

nægjan af einum fugli getur verið margföld ef menn eru sáttir í hjarta sínu við aðferðina við að ná honum.

Á

DAVE UPTON

HLEÐSLUSTJÓRI GAMELORE STJÓRNAR ÁRLEGA HLEÐSLU 80 MILLJÓN HAGLASKOTA. GÓÐ TEKIN MEÐ HLAÐSKOTUM NR. 6.

SVARTFUGLSVEIÐI

ÍVAR ERLENDSSON.

S LAGKRAFTUR

HAGLA Á MISMUNANDI FÆRI M / KG V EGALENGD ( METRAR )

U PPHAFS

H AGLA

HRAÐI

STÆRÐ

20

25

30

35

40

45

T RAP SKOT (322 M / SEK )

7 8

0.277 0.197

0.227 0.161

0.187 0.131

0.152 0.102

0.121 0.084

0.097 0.061

BB

1.48 0.660 0.526 0.391 0.306 0.233 0.119

1.34 0.574 0.453 0.330 0.257 0.192 0.096

1.17 0.494 0.389 0.276 0.212 0.155 0.075

1.04 0.425 0.330 0.232 0.173 0.126 0.055

0.93 0.368 0.278 0.192 0.142 0.101 0.040

0.702 0.561 0.414 0.327 0.248

0.608 0.482 0.351 0.271 0.202

0.522 0.411 0.295 0.227 0.167

0.455 0.350 0.248 0.187 0.135

0.392 0.297 0.205 0.153 0.108

V EIÐISKOT ( MAGNUM ) (325 M / SEK )

3 4 5 6 7 9

1.65 0.762 0.614 0.462 0.365 0.281 0.152

L ÉTTAR

3 4 5 6 7

0.814 0.652 0.490 0.387 0.299

VEIÐIHLEÐSLUR

(H IGH V ELOCITY )

(342 M / SEK )

Á KVEÐINN FJÖLDI HAGLA ÞARF AÐ HITTA FUGL TIL AÐ DREPA HANN . G RÓFLEGA ÁÆTLAÐ ER ÞESSI FJÖLDI : L ÍTILL FUGL : 2 HÖGL , HVERT MEÐ 0.07 M / KG SLAGKRAFT . M IÐLUNGS STÓR FUGL : 3 HÖGL , HVERT MEÐ 0.12 M / KG SLAGKRAF . S TÓR FUGL : 4 HÖGL , HVERT MEÐ 0.2 M / KG SLAGKRAFT


Fagrit um skotveiðar og útivist

Áskorun gefum helsingjanum frið frá 1.-25. September

kotveiðifélagi Íslands barst bréf fyrir skömmu frá Fuglaverndunarfélagi Íslands þess efnis að félagið hefur farið fram á það við umhverfisráðherra að hann láti friða helsingja í Austur-Skaftafellssýslu á tímabilinu 1.-25. september. Stjórn Skotveiði-

S

félags Íslands ákvað á fundi sínum að styðja eindregið þessa ósk Fuglaverndunarfélagsins. Í Austur-Skaftafellssýslu hefur byggst upp lítill varpstofn helsingja á undanförnum árum. Árið 1997 sáust allt að 50 helsingjar síðsumars á þessum stöðum. Ljóst er að ekki þarf margar hæfar skyttur til að hreinlega útrýma þessum litla varpstofni sé ekki gripið til sérstakra varúðarráðstafana. Skotveiðifélag Íslands vill beina þeim tilmælum til veiðimanna að þeir gefi helsingjunum í Austur-Skaftafellssýslu grið til 25. september en þá eru helsingjarnir frá Grænlandi að öllum líkindum komnir. Það væri svo sannarlega ánægjulegt ef

Nýjung B-SQUARE Tvífætur fyrir riffla ý tegund af tvífótum er nú fáanleg í flestum verslunum er selja byssur. B-Square tvífætur eru framleiddir í U.S.A. og eru úr áli. Seldar eru tvær gerðir af þeim hér á landi annars vegar einfaldur sem er fastur eins og þeir er seldir hafa verið um árabil hér á landi og hins vegar svo-kallaðir ROTO sem er með snúningsliðamótum sem gerir skotmanninum kleift að liggja kyrr og fylgja bráðinni sem er á hreyfingu eftir. Báðir koma þeir með auka framlengingu þannig að menn þurfa ekki að velja hvort eigi að kaupa stuttan eða langan tvífót.

N

VATNSLITAMYNDIR: BRIAN PILKINGTON

helsingjarnir tækju upp á því að nema hér land og verpa í einhverjum mæli. Það er hagur okkar íslensku skotveiðimannanna að stofnar þeirra dýra sem við veiðum séu sterkir. Skotveiðifélag Íslands hvetur því alla skotveiðimenn til að skjóta alls ekki helsingjana í Austur-Skaftafellssýslu frá 1.-25. september, hvort sem þeir verða friðaðir á þessum tíma eða ekki. SBH


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Hvað er að frétta af okkar málum? S PJALLAÐ

VIÐ

G UÐMUND B JARNASON

UMHVERFISRÁÐHERRA

GUÐMUNDUR BJARNASON

AF ÞEIM YFIRVÖLDUM SEM SKOTVEIÐIFÉLAG ÍSLANDS ÞARF AÐ HAFA HVAÐ NÁNUST SAMSKIPTI VIÐ ER SAMBANDIÐ VIÐ UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ EINNA MEST. SAMSKIPTI OKKAR HJÁ SKOTVÍS VIÐ NÚVERANDI UMHVERFIS• RÁÐHERRA HAFA VERIÐ MEÐ MIKLUM

60

UMHVERFISRÁÐHERRA Á

„LAUGAVEGINUM“

ÁGÆTUM. NÚ ÞEGAR AÐEINS TÆPT ÁR ER EFTIR AF KJÖRTÍMABILINU ER EKKI ÚR VEGI AÐ FRÆÐAST NÁNAR UM STÖÐU ÝMISSA MÁLA SEM SKIPTA OKKUR ÍSLENSKA SKOTVEIÐIMENN MIKLU MÁLI. AÐ ÞVÍ TILEFNI VAR UMHVERFISRÁÐHERRA TEKINN TALI OG LAGÐAR FYRIR HANN NOKKRAR


Fagrit um skotveiðar og útivist

Hvernig voru þín æsku- og upp- með því hvað margar rjúpur veiddust fyrstu dagana og hver var fengsælasti vaxtarár? veiðimaðurinn. Ég minnist ekki gæsag er fæddur og uppalinn á Húsa- veiðimanna frá þessum árum en ekki er vík og eins og flest börn og ungl- ólíklegt að einhverjir hafi líka stundað ingar sem alast upp í litlum sjávarpláss- þær veiðar. Á þeim árum voru menn um kynntist ég vel þeim undirstöðum einnig farnir að stunda laxveiðisportið í sem íslenskt samfélag byggir á. Við lék- Laxá í Aðaldal og var einnig gaman að um okkur í fjörunni og á bryggjunni fylgjast með glímu laxafangarans við fylgdumst við með atvinnulífinu við þann stóra á bökkum fegurstu laxveiðihöfnina og fórum fljótt að beita og ár landsins. Ég var ekki mikill veiðimaður á þeim tíma og er ekki enn, en stokka hjá trillukörlunum. þó kom það fyrir að við strákarnir rillukarlar eiga allir byssur, því laumuðumst með riffla um fjörur og þeir skjóta sel og svartfugl í veiði- björg í nágrenni bæjarins og nokkur ferðum. Þá var ekki óalgengt að sjá haust fór ég til rjúpna og veiddi í hnísur og hrefnur skornar á bryggj- jólasteikina, en rjúpan hefur verið unni. ómissandi á jólaborðið hjá minni fjölskyldu. n Húsavík er ekki bara sjávarþorp, heldur einnig þjónustumiðstöð ræknar veiðisögur á ég því miður fyrir öflugt landbúnaðarhérað. Börnin engar til að láta fljóta með, en vil á staðnum vissu því vel hvaðan mjólkin minna alla góða veiðimenn á að virða kom, skyrið og ostarnir, en sagt er að í lög og rétt við sinn veiðiskap, að sýna dag kunni það að vefjast fyrir börnum náttúrunni tilhlýðilega virðingu og að sem alast upp í borgarsamfélögum úti í muna að allar veiðar verða að vera hinum stóra heimi. Við fylgdumst sjálfbærar. einnig með lömbunum, allt frá sauðburði á vori til sláturhúss á hausti, Eru horfur á að reglum um veiðar á fylgdum þeim jafnvel allt inn í bana- hreindýrum verði breytt? Megn klefann til að safna hornum sem síðan óánægja er hjá öllum með löggjöfina voru höfð að leik í stórum fjárhjörðum eins og hún er í dag, að því er virðist. sem urðu til í flestum húsagörðum í bænum. Ég óttast að börn nútímans g veit ekki hvort það er rétt að fari mikils á mis að hljóta ekki þessa taka svo sterkt til orða að það sé kynningu á lífinu og náttúrunni, sem megn eða almenn óánægja með lögvar svo sjálfsagður hluti þess uppeldis gjöfina um veiðar hreindýra, þó svo að sem börn fengu fyrir fáum áratugum. skiptar skoðanir séu um úthlutunarreglur og ákvarðanir um skiptingu n tíðarandinn breytist og það veiðikvóta á hverju ári. Lög og reglur á gerðist einnig á mínum upp- sviði umhverfismála hafa breyst gífurvaxtarárum, enda hefur þróunin verið lega á síðustu árum í kjölfar breyttra ör á undanförnum 40-50 árum sem viðhorfa og það má segja að lagaliðin eru síðan ég vað að alast upp umhverfið á þessu sviði sé í stöðugri heima á Húsavík. Þá gengu menn endurskoðun. Núgildandi reglur um einnig til rjúpna, enda þingeyjarsýsl- hreindýraveiðar voru settar árið 1994 urnar mikið rjúpnaland og það var með bráðabirgðaákvæði um að endurmikill spenningur hjá okkur að fylgjast skoðun skyldi lokið 1. júní 1996. Eitt af

É

T

E

F

É

E

því sem tafið hefur endurskoðun reglnanna eru hugmyndir um breytingar á villidýralögunum svonefndu og sameiningu nokkurra smárra stofnana á sviði náttúrufræða og veiða, þar á meðal hreindýraráði og umsjón og eftirlit með hreindýraveiðum. Ég tel þó ólíklegt að róttækar breytingar verði gerðar á reglum um veiðar á hreindýrum á næstunni, en það er full þörf á endurskoðun þeirra og ég er reiðubúinn að ræða hugmyndir um breytingar við SKOTVÍS og aðra hagsmunaaðila, ef áhugi og ákveðnar tillögur eru fyrir hendi. SKOTVÍS hefur gert þá kröfu að öll hreindýraleyfi verði seld af Hreindýraráði eða á frjálsum markaði. SKOTVÍS telur það ekki siðferðilega rétt að hrepparnir geti ráðið einhvern einn ákveðinn mann til að skjóta þau dýr sem koma í hlut hreppanna. g tel sterk rök hníga að því að viðkomandi sveitarfélög fái á einhvern hátt hlut af hreindýrastofninum, en það getur verið álitamál hvort það á að vera í formi veiðiheimilda eða sem arðgreiðslur. Dýrin valda ágangi og það hefur verið reynt að meta þann ágang og ákvarða skiptingu veiðiheimilda milli sveitarfélaga og arðgreiðslur til einstakra jarða út frá því. Eins og er hafa sveitarfélögin þrjár leiðir til þess að ráðstafa veiðiheimildum og þetta er ein þeirra. Þessi sjónarmið eiga fyllilega rétt á sér, sérstaklega ef menn vilja reyna að auka framlegð hreindýraveiða með því að selja öll veiðileyfi á frjálsum markaði og hugsanlega með aukinni veiði útlendinga. Breytingar í úthlutunum veiðikvóta þarf að ræða í hreindýraráði og við heimamenn og þær verða að sjálfsögðu teknar til athugunar við endurskoðun reglna við hreindýraveiðar.

É

• 61


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Nú eru fyrirhugaðar miklar virkjunarframkvæmdir inni á hálendinu. †msir, þar á meðal skotveiðimenn, hafa töluverðar áhyggjur af þessum framkvæmdum, einkum með tilliti til gæsastofnsins. Það er t.d. ljóst að framkvæmdir við Eyjabakka munu líklegast hafa afar óæskileg áhrif á heiðagæsastofninn. Það sama má sennilega segja um Norðlingaöldumiðlun. að er ljóst að frekari virkjunarframkvæmda er þörf á næstu áratugum vegna aukinnar eftirspurnar eftir rafmagni, auk þess sem orkusala getur reynst okkur mikilvæg tekjulind og styrkt byggð. Það er jafnframt ljóst að við þurfum að gæta þess að valda sem minnstu raski með slíkum framkvæmdum og sumar hugmyndir eru beinlínis óásættanlegar frá umhverfissjónarmiðum. Stærstu heiðagæsavörp í heimi eru á miðhálendi Íslands, í þjórsárverum og í Eyjabökkum. Við höfum skyldum að gegna varðandi vernd þjórsárvera samkvæmt alþjóðlegum samningi um vernd votlendis, sk. Ramsar-samningi og það er ljóst að ekki verður ráðist í Norðlingaöldumiðlun nema tryggt sé að mati okkar færustu vísindamanna að miðlunarlónið hafi ekki umtalsverð áhrif á gróðurlendi eða varp- og búsvæði heiðagæsarinnar þar. Ég hef heldur ekki farið leynt með þá skoðun mína að ég telji að Fljótsdalsvirkjun eigi að fara í mat á umhverfisáhrifum, jafnvel þótt að skv. lögum þurfi hún þess ekki, þar sem virkjunarleyfið er eldra en lögin um mat á umhverfisáhrifum. Í slíku mati væri spurningin um gróðurvinina í Eyjabökkum og gæsabyggðina þar eitt helsta álitamálið.

þ

Ef hægt verður að sýna fram á með óyggjandi hætti að gæsinni stafi bein eða óbein hætta af virkj• unarframkvæmdum inni á

62

hálendinu þá má telja nánast fullvíst að ýmis erlend náttúrufriðunarsamtök, t.d. í Bretlandi, muni mótmæla fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum. Hvernig munið þið svara slíku? að er ljóst að við verðum að standa þannig að virkjunarframkvæmdum að heiðagæsarstofninum stafi ekki bráð hætta af og við verðum að geta sýnt fram á slíkt með gildum vísindalegum rökum. Á hinn bóginn er ekki hægt að fallast á það að erlend samtök hafi úrslitaáhrif á framkvæmdir hérlendis, við þekkjum það af hvalamálinu að sum samtök eru tilbúin að berjast með offorsi gegn allri nýtingu náttúrunnar, hvort sem hún telst sjálfbær eða ekki. Við getum ekki fallist á slík öfgasjónarmið, en við munum standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar á sviði verndar tegunda og búsvæða og taka tillit til allra rökstuddra athugasemda varðandi gæsina eða annað, hvort sem þær koma frá innlendum eða erlendum aðilum.

þ

SKOTVÍS hefur farið fram á að leyfðar verði skotveiðar á súlu. Engin vistfræðileg rök mæli gegn slíkum veiðum, þar sem súlustofninn er allsterkur og heilbrigður. Hyggst ráðherrann leyfa veiðar á súlu? etta mál hefur þegar verið skoðað í ráðuneytinu og af Ráðgjafarnefnd um villt dýr. Nefndin lagðist gegn því að leyfðar verði skotveiðar á súlu, þótt lögin veiti ráðherra svigrúm til þess að aflétta banni á friðun súlu á ákveðnum tíma árs. Nefndin var ekki einhuga, en meirihlutinn var andvígur því að leyfa skotveiðar á súlu og að svo stöddu máli vil ég ekki ganga gegn því áliti.

þ

tillögur um hvernig unnt sé að auðvelda aðgengi skotveiðimanna að jörðum í ríkiseign. Hver er staða þeirra mála og hvað má eiga von á að margar jarðir verði opnaðar skotveiðimönnum? landbúnaðarráðuneytinu er nú verið að vinna í þessu máli í kjölfar nefndarálitsins. Í álitinu kemur fram að við getum gert töluvert í því að auka aðgengi skotveiðimanna að veiðilendum og um það eru gerðar ákveðnar tillögur hvernig að því verði staðið. Ég taldi rétt að setja þessa vinnu af stað því hugsanlega mætti á mjög einfaldan hátt finna eyðijarðir í eigu ríkisins með veiðilendum. Þessar eyðijarðir eru ekki í ábúð heldur eru þær í flestum tilvikum leigðar og nytjaðar af ábúendum eða eigendum annarra jarða, aðrar eru í umsjá stofnana eins og Skógræktar ríkisins og einhverjar eru ekki í leigu. Nú er unnið að því í ráðuneytinu að finna þær eyðijarðir sem kunna að vera áhugaverðar til skotveiði og vonast ég til þess að við getum auglýst þær á næstu vikum. Hversu margar eyðijarðir þetta verða fyrsta haustið er ekki vitað en stefnt er að 10 jörðum nú og síðan fleiri næstu haust eftir því hvernig málin vinnast. Það er töluverð vinna í þessu því skoða þarf landamerki og í flestum tilfellum þarf að ná samkomulagi við leigutaka sem nýta jarðirnar til beitar eða annars landbúnaðar.

Í

Rjúpur eru friðaðar í Geitlandi, sem er mjög umdeilt, þar sem aðliggjandi hreppar, sem fóru fram á friðlýsinguna, hafa ekki lögsögn yfir þessu landi, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Samkvæmt nýjum lögum um þjóðlendur er Geitland þjóðlenda. Skotveiðifélag Íslands fer eindregið fram Sem landbúnaðarráðherra þá skip- á að rjúpnaveiðar í Geitlandi verði aðir þú nefnd á síðasta ári sem lokið aftur heimilaðar. Munt þú sem ráðhefur störfum og hefur komið með herra beita þér fyrir því?


Fagrit um skotveiðar og útivist

GUÐMUNDUR BJARNASON

UMHVERFISRÁÐHERRA

ð sjálfsögðu mun ég skoða slíka beiðni og kanna hugsanlegar breytingar sem kunna að hafa orðið á eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti samfara gildistöku laganna um þjóðlendur. Svæðið er friðlýst og því undir stjórn Náttúruverndar ríkisins og stofnunin verður að koma að og fjalla um slík mál. Ástand rjúpnastofnsins á Vestur- og Suðvestur-

A


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

landi er hins vegar svo slæmt um þessar mundir að það getur verið nauðsynlegt að friða tímabundið fleiri svæði en Geitlandið til þess að stofninn nái sér úr núverandi lægð. Náttúrufræðistofnun Íslands er að vinna tillögur fyrir ráðuneytið um það hvort ástæða sé til þess að beita tímabundnum friðunum. Það er því ótímabært á þessarri stundu að taka afstöðu til þessa máls, en ég ítreka það að tillögur um rjúpnaveiði í Geitlandi verða að sjálfsögðu skoðaðar í ráðuneytinu og bornar undir hlutaðeigandi aðila.

veiðirétthafa. Fulltrúar hagsmunahópa og samtaka eiga ekki sæti í stjórn stofnunarinnar og ég sé ekki ástæðu til þess að breyta því fyrirkomulagi. Þess verður líka að gæta að Náttúrufræðistofnun ákveður ekki úthlutun úr veiðikortasjóði, þótt hún njóti góðs af honum í rannsóknum sínum. Skotvís á aðild að samráðshópi sem er ráðherra til ráðgjafar um úthlutun úr Veiðikortasjóði og hefur því alla möguleika á að koma sínum sjónarmiðum um hvernig ráðstafa eigi fé úr sjóðnum, á framfæri.

Finnst þér að leyfa eigi veiðar á Í leiðara þessa blaðs gerir formaður hrossagauk og munt þú beita þér SKOTVÍS það að tillögu sinni að fyrir því að þær geti hafist? eðlilegt sé að SKOTVÍS fái fulltrúa að er ljóst að hrossagauksí stjórn Náttúrufræðistofnunar. Í því stofninn er stór og þyldi líklega sambandi má benda á að m.a. greiða skotveiðimenn fyrir ýmsar rann- einhverja veiði. Meginhluti hrossasóknir sem stofnunin framkvæmir gauka fer hins vegar tiltölulega snemma og er þar átt við fjármagn úr veiði- af landinu og veiði á honum þyrfti því kortasjóði. Þá eiga stangveiðimenn að hefjast snemma og hefði í för með fulltrúa í stjórn Veiðimálastofnunar. sér truflun fyrir aðra mófugla. Andstaða gegn slíkum veiðum er líklega einna áttúrufræðistofnun Íslands er helst tilfinningalegs eðlis, hrossagaukvísindastofnun með mjög víð- urinn hefur verið friðaður á Íslandi frá tækt rannsóknarsvið, henni er ætlað að alda öðli og veiðar á mófuglum myndu sinna undirstöðurannsóknum á náttúru vafalítið mæta mikilli andstöðu, jafnvel landsins og hlutverk hennar er þannig þótt að sumum öðrum þjóðum, annars eðlis en t.d. Veiðimálastofnunar, sérstaklega á meginlandi Evrópu, þyki sem auk grunnrannsókna stundar þjón- þær sjálfsagðar. Ólíkt því sem gildir um usturannsóknir og leiðbeiningar til súluna, þá er engin heimild í lögum til þess að aflétta banni á hrossagauk og því þarf að breyta lögum á Alþingi til að veiðar gætu hafist.

þ

N

skothylki á víðavangi, sem ber vott um annað hvort vanþekkingu eða hirðuleysi. Við höfum stigið stór skref í átt til betra umhverfis með skilagjaldi á drykkjarvöruumbúðum og með spilliefnagjaldi, sem hefur dregið mjög úr mengun af völdum plast- og áldósa og hættulegra efna. Ég er reiðubúinn að setjast niður með SKOTVÍS-mönnum og leita leiða til að koma á skilagjaldi svo draga megi úr mengun af völdum notaðra skothylkja. Nú stendur til að opna nýjan þjóðgarð undir Jökli innan skamms. Er ekki hugsanlegt að leyfa einhverja veiði innan þjóðgarða þar sem það á við, t.d. silungs- og rjúpnaveiði? að þarf að tryggja að ólíkir hópar útivistarfólks, s.s. göngufólk, vélsleðamenn, náttúruskoðendur, stangveiðimenn og skotveiðimenn, geti stundað áhugamál sín og því er ekki óeðlilegt að sömu umgengnisreglur gildi ekki alls staðar. Það er ekki óeðlilegt að taka frá einhverja staði þar sem skotveiðar eru bannaðar en fólki gefið tækifæri á að njóta kyrrðar. Það er vandasamt að finna rétt jafnvægi á milli ólíkrar nýtingar lands og svo náttúruverndar, en ég held að friðun lands í formi þjóðgarða, sem ná einungis yfir mjög lítinn hluta landsins, eigi ekki að þrengja svo að skotveiðimönnum að þeim finnist að gengið sé á sinn rétt umfram aðra.

þ

SKOTVÍS hefur lagt til að komið á, þetta segir Guðmundur Bjarnason verði á skilagjaldi á notuð skothylki. umhverfisráðherra. SKOTVÍS þakkar Hvað finnst þér um þá hugmynd? honum fyrir spjallið en ljóst er á svörum ráðherra að ýmis mál er snerta málefni að er ánægjuefni að Skotvís skuli skotveiðimanna þarf að ræða frekar og finna hafa frumkvæði að þessarri hug- viðunandi lausn á. Væntir Skotveiðifélag mynd um skilagjald á notuð skothylki. Íslands þess að sem áður geti SKOTVÍS og Ábyrgir veiðimenn hirða skothylkin en Umhverfisráðuneytið unnið sameiginlega skilja þau ekki eftir úti í náttúrunni, en að farsælli lausn þessara mála. maður sér því miður stundum notuð

J

þ


Fagrit um skotveiðar og útivist

Frumkvöðlar í framleiðslu haglaskota á Íslandi lað sf. var stofnað í júní 1984 af Jóhannesi H. Haukssyni og Jónasi þóri Hallgrímssyni. Ástæðan fyrir því að Jónas þór hóf framleiðslu eigin haglaskota var sú að vegna hinna sérstöku skilyrða sem íslenskir skotveiðimenn búa við fannst honum innfluttu skotin ekki virka nógu vel. Brátt fréttu fleiri veiðimenn af því hversu vel þessi skot virkuðu og þannig var Hlaði sf. hleypt af stokkunum. Fyrsta árið voru framleidd 20.000 36 gramma haglaskot og árið eftir 40.000. Þriðja árið bættust við 42 gramma magnum skot og 3 tommu magnum skot. Heildarframleiðslan var þannig orðin 50.000 skot árið 1986. Það ár hófu Hlað sf. og Gamebore Cartridge Company í Englandi samstarf um viðskipti og tækniþekkingu er varðar framleiðslu á haglaskotum

H

ÚR

HVERJU ERU

P ATRIOT

HAGLASKOTIN GERÐ ?

ofors púður er eitt besta púður sem fáanlegt er. Kostir þess eru þeir að það hreinbrennur með hæfilegum brunahraða fyrir þungar haglahleðslur sem tryggir hámarkshraða með lágmarks þrýstingi.

B

ý tegund og hönnun í skothylkjum sem gefur mýkra bakslag án þess að fórna hraða. Mýkra bakslag byggist á auka dempara í botni skothylkis, þannig má segja að skotið

N

JÓNAS

innihaldi á vissan hátt 2 forhlöð. Með þessu móti fæst þrýstikúrfa sem er lengri í tíma en ekki með eins háan þrýstitopp. ý tegund af höglum með yfirborðsherslu sem gefur að hluta til eiginleika hertra hagla en án þess þó að fórna þyngd þeirra. Patriot haglaskotin hafa löngu sannað ágæti sitt og sala á þeim hefur margfaldast.

N

OG

TRAUSTI

VIÐ HLEÐSLUVÉLINA

Hlað sf. hefur höfuðstöðvar sínar á Húsavík þar sem öll framleiðsla á haglaskotum f e r f r a m . Ve r s l u n H l a ð s s f . í Reykjavík er staðsett að Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík. Eigendur Hlaðs sf. í dag eru Jónas þór Hallgrímsson, Jóhannes H. Hauksson, H j á l m a r Æ v a r s s o n o g Tr a u s t i Jón Gunnarsson.

Á RIÐ 1987

HÓF H LAÐ SF . FRAM LEIÐSLU Á LEIRDÚFUSKOTUM . S AMA ÁR HÓFST EINNIG SALA Á BYSSUM OG SKYLDUM VÖRUM OG KEYPT VAR FYRSTA SJÁLFVIRKA HLEÐSLUVÉLIN .

ÞAR SEM TÆKNINÝJUNGUM FRÁ 3 VIRTUM FRAM LEIÐENDUM ER BLANDAÐ SAMAN OG ÞEKKIST ÞESSI SAM SETN ING HVERGI ANNARS STAÐAR . 60.000 P ATRIOT HAGLASKOT SELDUST FYRSTA ÁRIÐ .

Á RIÐ 1991

Á RIÐ 1996 OPNAÐI H LAÐ SF . VERSL UN FYRIR SKOTVEIÐIMENN Í R EYKJA VÍK . U M LEIÐ VAR ÚRVAL AF SKOT VEIÐIVÖRUM OG ENDUR HLEÐSLU VÖRUM STÓRAUKIÐ , SÉR STAK LEGA FYRIR RIFFIL SKYTT UR . S EINNA SAMA ÁR VAR HAFIN FRAM LEIÐSLA Á 3 TOMMU P ATRIOT MAGNUM SKOTUM .

FJÁRFESTI H LAÐ SF . Í EIGIN HÚSNÆÐI AÐ Á RGÖTU 14, H ÚSAVÍK . S EINNA SAMA ÁR VAR KEYPT NÝ HLEÐSLUVÉL ÁSAMT ÞRÝSTIPRÓFUNARBÚNAÐI OG PÖKKUNARVÉL .

Á RIÐ 1995 ÞRÓAÐI H LAÐ SF . HIN GEYSIVINSÆLU P ATRIOT HAGLA SKOT . SKOT ERU HÁGÆÐA VEIÐISKOT

Þ ESSI

• 65


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Landakort fyrir veiðiferðina m nauðsyn góðra landakorta þarf ekki að fjölyrða. Án þeirra verður ferðalagið lítið annað en vegurinn framundan og fjöllin nafnlausar þústir í landslaginu. Kort hafa einnig mikilvægu öryggishlutverki að gegna, því ásamt áttavitanum hindra þau ferðamenn frá því að fara villur vega.

U

F ERÐAKORT ort eru flokkuð eftir mælikvörðum. Kort í minni mælikvörðum eru yfirleitt nefnd ferðakort og veita þau heildaryfirsýn yfir landið. Þau henta vel til almennra ferðalaga, einkum í bíl og til undirbúnings slíkra ferðalaga. Einnig eru þau ómissandi sem veggkort á heimilum, skrifstofum og kaffistofum, því daglega skjóta upp kollinum fréttir af viðburðum er tengjast ákveðnum svæðum sem erfitt getur verið að staðsetja í huganum. Nýjasta ferðakortið á markaðnum í dag er kort Máls og menningar í mælikvarða 1:600.000. Í þessum mælikvarða er einn sentímetri á korti sambærilegur við 6 kílómetra á yfirborði lands. Þetta kort er prentað í náttúrulegum litum og er sérstök áhersla lögð á gróðurlendur landsins og myndræna skyggingu hálendisins. Á því er að finna nýjustu upplýsingar um vegakerfi landsins, m.a. Hvalfjarðargöngin, tjaldstæði, sundlaugar, söfn og annað það sem gagnast öllum ferðamönnum. Á bakhlið korts-

K


Fagrit um skotveiðar og útivist

ins er að finna lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum landsins þar sem bent er á ýmis einkenni viðkomandi staða og er allur texti á fjórum tungumálum. Þar er einnig að finna ítarlega vegalengdatöflu sem miðuð er við nýjustu upplýsingar og er þar m.a. gert ráð fyrir að ekið sé um Hvalfjarðargöng og Gilsfjarðarbrú.

L ANDSHLUTAKORT ort í stærri mælikvörðum eru einu nafni nefnd landshlutakort eða staðfræðikort. Þau er að finna í mælikvörðum frá 1:300.000 upp í 1:25.000 og eykst nákvæmnin í réttu hlutfalli við stækkandi mælikvarða. Hentug kort til skotveiða eru t.d. staðfræðikort í mælikvarða 1:50.000 en þar eru merkt inná öll mannvirki, m.a. skurðir og tún, en slíkt ætti að falla gæsaskyttum vel í geð. Ókostur þessara korta er hins vegar sá að þau ná yfir mjög afmörkuð svæði og er dýrt að koma sér upp safni slíkra korta. Kort í mælikvarða 1:100.000 eru fáanleg af öllu landinu en þau hafa þann annmarka að vera mjög gömul og úrelt, enda hafa þau ekki verið endurskoðuð í meira en áratug. Nýjustu landshlutakortin eru í mælikvarða 1:300.000, en þar samsvarar einn sentímetri á korti þremur kílómetrum á landi. Þessi kort eru gefin út af Máli og menningu og teljast til nýjunga á íslenskum kortamarkaði, þar sem landinu er skipt upp í fjóra jafna hluta eftir landsfjórðungum. Fyrsti fjórðungurinn í þessum nýja kortaflokki er Suðvesturland, en hann nær yfir svæðið frá Snæfellsnesi í vestri að Mýrdalssandi í austri. Yfirgrip er á milli allra fjórðungskortanna þannig að Snæfellsnes er t.d. bæði á korti yfir suðvesturfjórðung og norðvesturfjórðung. Þessi kort henta öllum þeim sem vilja nákvæmari kort en ferðakort, en

K

vilja ekki fylla föggur sínar af ítarlegum hlutakortum sem oftar en ekki koma að takmörkuðum notum þegar á hólminn er komið.

N ÁTTÚRUFARSKORT yrir unnendur íslenskrar náttúru og umhverfisvæna ferðamenn eru hin nýju náttúrufarskort Náttúrufræðistofnunar hrein nauðsyn. Þessi kort, sem eru þrjú að tölu, sýna landið í heild á einu kortblaði og eru í mælikvarðanum 1:500.000. Jarðfræðikortið, sem er berggrunnskort, sýnir stærstu drættina í jarðfræði landsins og eru jarðlög flokkuð eftir aldri, gerð og samsetningu. Einnig sýnir kortið vel gosbelti landsins, dreifingu gosstöðva og nútímahraun. Höggunarkort gefur góða innsýn í jarðfræðilega byggingu Íslands. Þar eru sýnd eldstöðvakerfi landsins ásamt brotakerfi, svo og halli jarðlaga. Gróðurkortið sýnir einfaldaða

F

samantekt á ríkjandi gróðursamfélögum. Þar sem land hefur nokkuð samfellda gróðurhulu er sýnt hvers eðlis ríkjandi gróðursamfélög eru, en hálfgróið eða minna gróið land flokkast eftir landgerð. Gróðurkortið hentar skotveiðimönnum einkar vel, sérstaklega þegar gengið er til rjúpna. Eins og að framan greinir sýnir kortið vel gróðursamfélög landsins, en af þeim má lesa hvar rjúpan er líklegust til að halda sig. andakortum er ætlað að tryggja ferðamönnum örugg og ánægjuleg ferðalög. Þau ber ávallt að taka með og nota sem oftast til að forðast villur og aðra vá til fjalla. Að sama skapi auka þau ánægju á ferðalögum og eru til mikils fróðleiks fyrir þá sem unna landinu og fjölbreyttri náttúru þess.

L

ÖRN SIGURÐSSON


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Verðhrun PISTILL að er kannski ekki til neins að leita á náðir félagsmanna SKOTVÍS með þetta bréf en engu að síður ætla ég að láta á það reyna. Ástæðan er sú þróun sem hefur átt sér stað með verðlagningu á villibráð. Þið vitið það öll sem hafið farið á veiðar að þær eru langt því frá að vera ódýrar. Fæstir láta þann hluta skemma fyrir sér ánægjuna af því að vera á veiðum með góðum félaga á góðum degi, lausir úr hinu daglega amstri og ekkert nema tóm sæla framundan.

þ

100

FRÁ FÉLAGSMANNI

í annað og hugsaði keikur „hvaða andsk_.. fífl eru þetta að gefa rjúpurnar sínar, nei ég tek nú ekki þátt í þessum fíflagangi. Mínar rjúpur verða engum gefnar, heldur seldar þegar ekkert verður orðið til og þá skal einhver óheppinn kaupmaðurinn sko aldeilis fá

Kr.

inn. Villibráð er dýr allsstaðar sem ég hef komið, bæði í Evrópu og Ameríku og þegar villibráð er annars vegar borgar maður töluvert mikið meira fyrir vikið. Ég get nefnt sem dæmi að í Skotlandi kostar rjúpa átta pund hjá slátrara, sem eru um níu hundruð krónur. Það þykir ekki dýrt, því þeir sem kaupa villibráðina vita að þeir eru að fá besta mögulega hráefni sem til er og eru alveg til í að borga meira fyrir vikið. Ég reikna með að formaður félagsins geti staðfest þetta, enda sjálfsagt fáir með víðförlari bragðlauka en hann hér á landi.

RJÚPUR BIÐU Í

FRYSTIKISTUNNI

E NGIN n því má ekki gleyma að margir hafa talsverðar aukatekjur af því að stunda fuglaveiðar og margir aðrir selja allan þann afla sem þeir ekki nýta sjálfir þó þeir vilji ekki kalla sig atvinnuskyttur. Það er þá ekki til að græða á veiðunum heldur til þess eins að reyna að láta þær standa undir sér, en það er varla mögulegt eins og mál standa í dag. Flestir muna eftir verðstríðinu á rjúpunum síðasta vetur þegar hver kaupmaðurinn á fætur öðrum barði niður verðið þar til hægt var að fá rjúpur á innan við 300 krónur stykkið. Þá var mig farið að svima. Hugurinn leitaði ítrekað niður í frystikistuna þar sem rúmlega 100 rjúpur biðu eftir því hlutskipti að verða seldar og áttu peningarnir að létta undir í hinum árvissa en alltaf jafn erfiða „jólaróðri”. Ég taldi þó að þetta væri bara • tímabundið ástand, brosti út

E

68

´94 ´95 ´97 ´98 verk í veskið sitt!” það þarf víst ekki að fjölyrða um verkinn þann. Hann varð nú enginn og enn eru rjúpurnar í frystinum. Það voru allir búnir að nota tækifærið og verða sér úti um nóg af rjúpum á meðan verðið var svona lágt. Aðrir einfaldlega sátu hjá því annars hefðu þeir þurft að borga með fuglinum og það gerir enginn heilvita maður, nema þá kannski skotveiðimenn? að þýðir þó ekki að einblína á rjúpur heldur alla íslenska villibráð. Kannski er hreindýrakjötið undanskilið en verðlagning á veiðileyfum hreindýra hefur komið í veg fyrir sömu þróun þar. Gæs, sem flestir kalla herramannsmat, er ekki dýr matur í dag, ekki dýrari en hver önnur sunnudagssteik. Þar liggur hundurinn graf-

þ

AÐFÖR AÐ KAUPMÖNNUM

að er ekkert því til fyrirstöðu að íslenskir veiðimenn geti snúið þessu við. Það eina sem þarf er samstaða um lágmarksverð á hverri tegund fyrir sig og örlítil biðlund, því hana má ekki vanta þegar kaupmennirnir fara að þrjóskast við. Við verðum líka að koma fólki í skilning um hvers konar hráefni er um að ræða þegar talað er um íslenska villibráð þannig að allir verði sáttir, ekki bara við veiðimennirnir. Ég vona að enginn taki þessum skrifum sem einhverri aðför að kaupmönnum, síður en svo. Þó má ekki gleymast að hingað til hafa þeir stjórnað verðinu. Að mínu mati hefur ástandið þó skánað síðan Pétur Pétursson, kenndur við Kjötbúr Péturs, hætti rekstri. Á meðan hann rak sína verslun fóru margir eftir honum með sitt verð í innkaupum og verður það að segjast að það var oft í

þ


Fagrit um skotveiðar og útivist

lægri kantinum. Ég verð samt að koma því að hér að ég er ekki að sverta Pétur á neinn hátt heldur aðeins að segja frá staðreyndum. Vil ég taka fram að ég ber mikla virðingu fyrir honum sem veiðimanni, það mættu víst fleiri taka hann sér til fyrirmyndar við veiðar. Einnig er oft kunnáttuleysi ríkjandi þegar þjarkað er um verð.

svip og sagði: „þetta eru nú meiri tittirnir, það tekur því varla að borga þér fyrir þessa ræfla, varla orðnir fleygir!” Ég ákvað nú að leiða manninn í allan skilning um hvers kyns fygli þetta væru og byrjaði að messa með miklum sannfæringarkrafti hvers konar veislumatur þetta væri. Það er skemmst frá því að segja að ég fór sömu leið út úr búðinni, með endurnar í pokanum og ef ég man rétt voru þær étnar heima skömmu „ ÞETTA ERU NÚ MEIRI TITTIRN - síðar. Þvílíkt sælgæti, enda myndi ég IR .... VARLA ORÐNIR FLEYGIR !” ekki selja nokkrum manni urtönd í dag! Meðan þær eru ekki metnar að verðig langar að nefna sem dæmi að leikum, heldur stærð, borða ég þær eitt sinn kom ég með tíu sjálfur. Vegna stærðar eru þær nánast urtendur, sem ég hafði skotið, til verðlausar og er það mikil synd. kaupmanns og hugðist selja honum þær. Hann setti upp mikinn „bisness”

að er því augljóst að ekki væri lengi verið að þurrka út álftastofninn ef veiðar á honum væru leyfðar á meðan þessi sjónarmið eru ríkjandi. Þessu verður að breyta og ég get alveg lofað ykkur því að það gerir enginn nema við veiðimenn. Þó verkið sé ærið er þessi Golíat engu stærri eða erfiðari en sá sem Davíð atti kappi við hér forðum, þannig að það er nokkuð ljóst að boltinn er hjá okkur þessa stundina. Kannski er best að vera ekkert að sparka honum frá okkur fyrr en allir eru á eitt sáttir. Ég vil því beina þeirri spurningu til stjórnar SKOTVÍS hvort ekki verði hægt að hafa spjallfund um þetta málefni snemma á næsta veiðitíma því þetta er jú hagsmunamál. Það að vernda hagsmuni veiðimanna er nú einu sinni það sem félagið gerir.

Nýjung

vona að lokum langar mig bara að óska ykkur öllum ánægjulegra stunda við veiðarnar, bestu kveðjur.

M

þ

S

KJARTAN INGI LORANGE félagsmaður í SKOTVÍS

Nú á Íslandi, hinn heimsfrægi OPINEL hnífur PINEL hnífarnir voru hannaðir og handsmíðaðir fyrir fjallamennina í SAVOY frönsku Ölpunum fyrir rúmlega hundrað árum. OPINEL hnífurin var valinn sem einn af 100 best heppnuðustu hönnunum í heimi og er til sýnis í

O

MUSEUM OF MODERN ART í New York. Hnífurin er geysi vinsæll hjá veiðimönnum og útivistarfólki um allan heim. Fæst nú hjá Byssusmiðju Jóhanns Vilhjálmssonar og öllum betri veiðiverslunum landsins.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Sósan

er hvort sem er best SÓSUR MEÐ VILLIBRÁÐ

yrir nokkrum árum voru félagar úr Reykjavík á gæs austur í þykkvabæ. Veðrið var frekar rysjótt, hvasst og öðru hvoru rigningarskúrir. • Nokkuð var af gæs en hún

F

70

flaug mjög hátt svo að þeir félagar komust aldrei í færi. Það voru því frekar daprir veiðimenn sem settust inn í bílinn eftir morgunflugið til að fá sér kaffi. Þar sem þeir sitja þögulir í bílnum

og ylja sér við hitann frá miðstöðinni sjá þeir sex gæsa hóp setjast í kartöflugarð, svona 600-800 metra frá bílnum. Með í för var riffill nr. 222 sem ekki hafði verið skotið úr í langan tíma. Varð


Fagrit um skotveiðar og útivist

það úr að einn félaganna tæki riffilinn og reyndi að komast í færi við gæsirnar. Engir skurðir eða hæðir voru nálægt bílnum og varð skyttan því bókstaflega að skríða á maganum til að komast í færi við gæsirnar. Þetta tók nokkuð langan tíma og fylgdust félagarnir spenntir með aðförum félaga síns sem hlykkjaðist í átt að gæsunum eins og höggormur. Loks kom að því að skyttan taldi sig vera komna í færi. Skotið reið af og gæsirnar flugu allar sem ein. Skyttan stóð upp þreytuleg, blaut og ötuð í mold og leðju upp fyrir haus og þegar hún kom að bílnum gátu félagarnir ekki annað en brosað. Skyttan tók skotin úr rifflinum, setti hann í pokann og inn í bíl og sagði svo, „þetta gerir ekkert til það er hvort sem er sósan sem er best“. Félagarnir gátu nú ekki stillt sig lengur og allir, þar á meðal hin seinheppna skytta, hlógu sig máttlausa!

S ÓSAN

GERIR HERSLUMUNINN

ósan skiptir líklegast ekki eins miklu máli við matreiðslu á neinum mat og þegar villibráð er matreidd. Ef villibráðin á að njóta sín til fulls þarf sósan að vera góð. Fjölmargir karlar, sem margir hverjir eru duglegir að elda og geta eldað ljómandi góðan mat, kvarta oft yfir því að erfitt sé að búa til sósuna. Enda er nú svo komið að þegar sósa er löguð á íslenskum heimilum er í flestum tilvikum löguð pakkasósa. Það gengur þó sjaldnast þegar um sósur fyrir villibráð er að ræða. Yfirleitt er soðinn kraftur úr beinum villibráðarinnar en það tekur nokkuð langan tíma. Þegar gerður er kraftur úr beinum, t.d. fugla eða hreindýrs, er kjörið að laga nokkra skammta af krafti og frysta krafturinn geymist í langan tíma í frysti. Það er þó ekki algild regla að það þurfi

S

SVARTFUGL að er ekki mikið bragð af soði sem gert er af beinum svartfugla. Þó má styrkja það t.d. með kjúklinga- eða kálfasoði af teningi. Því má segja að óþarfa vinna sé að sjóða kraft af beinum svartfugla. Hér kemur uppskrift af sósu sem er mjög góð með léttsteiktum eða grilluðum svartfuglsbringum. Þá er þessi sósa einnig mjög góð með steiktum skarfsbringum. Áður en skarfsbringurnar eru steiktar þarf að hreinsa af þeim alla fitu (þetta á raunar við um allan annan svartfugl). Bringurnar eru svo kryddaðar með salti og sítrónupipar og einnig ögn af svörtum pipar. Þeim er velt upp úr hveiti áður en þær eru steiktar. Þessa sósu má einnig hafa með gæs en eins og áður sagði á hún sérlega vel með svarfugli. Það sem þarf í sósuna er:

þ

2 msk græn piparkorn 2 msk púðursykur 2 msk balsamikedik 2 dl kálfasoð 1 1/2 dl dökkur bjór (t.d. dökkur Egils) 100 g smjör salt og pipar Steikið græna piparinn í 1 msk af smjöri í potti. Sáldrið svo púðursykrinum yfir hann. Þegar púðursykurinn hefur bráðnað er balsamikedikinu hellt í pottinn.

A

að laga kraft úr beinum villibráðarinnar – til eru ýmsar aðrar aðferðir. Sú villibráð sem gefur hvað mest bragð er rjúpan. Ef rjúpnasósan á að verða góð þarf að sjóða kraft úr beinum hennar og fóarni. Yfirleitt gildir sú regla að áður en beinin eru soðin eru þau brúnuð í smjöri og matarolíu á pönnum eða í ofni. Í flestum tilvikum má segja að því lengur sem beinin eru soðin því betra. Það á þó ekki við um rjúpnabeinin. Ef þau eru soðin of lengi kemur beiskt bragð af þeim sem gerir það að verkum að sósan verður ekki góð. Margir reyna þá að laga sósuna með því að bæta stöðugt meiri rjóma í hana ásamt rifsberjahlaupi eða berjasultu. Að endingu minnir sósan frekar á sætsúpu en rjúpnasósu. Í stuttu máli sagt þarf að beita ólíkum aðferðum við gerð sósu með villibráð, hver tegund þarf sérstaka aðferð.

Hellið kálfasoðinu í pottinn. Þegar það sýður kröftuglega er dökka ölinu bætt í pottinn. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Þá er smjörinu hrært saman við sósuna, svona teskeið í einu þar til allt smjörið er komið í pottinn. Að lokum er sósan krydduð með salti og pipar.

B

RJÚPA kki er hægt að gera verulega góða rjúpnasósu nema sjóða kraft af rjúpunum eða beinum þeirra. Þegar matreiða á rjúpu er því ekki hægt að stytta sér leið. Hér kemur uppskrift að frekar einfaldri sósu sem er mjög bragðgóð. Í þessari uppskrift er gert ráð fyrir 8 rjúpum. Bringurnar og lærin eru skorin frá rjúpunum. Fóarnin eru skorin í tvennt. Bein af þremur rjúpum eru hlutuð niður. Bein, læri og fóarn er steikt í potti í blöndu af matarolíu og smjöri. Gott er að steikja grænmeti með beinunum, t.d. hálfan gulan lauk (látið hýðið fylgja með það gefur fallegan lit). Annað grænmeti sem á vel með rjúpnasoðinu er sellerírót, gulrætur og græni hlutinn af blaðlauk (púrru). Auk þess er gott að hafa kvist af steinselju og sex einiber. Þegar beinin eru orðin fallega brún og grænmetið vel steikt er 6 dl af vatni hellt í pottinn. Beinin og grænmetið eru nú soðin í klukkutíma við frekar vægan hita, vökvinn á rétt að hreyfast. Að þeim tíma loknum er soðið síað frá því sem í pottinum er. Lærin eru tekin frá en beinum, grænmeti • og fóarni hent. Ögn af rjúpnasoði, smjöri og sojasósu er

E

71


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

hrært saman í skál. Þessi sósa er borin fram með lærunum sem gestirnir eða heimilsfólkið fá að narta í þar til að rjúpurnar eru tilbúnar. Rjúpnailmurinn sem breiðist út frá eldhúsinu vekur upp hungrið - það er því upplagt að byrja á lærunum áður en veislan hefst. Rjúpnasoðið er nú soðið þar til um 2 dl af soði eru eftir í pottinum. Soðið er því næst síað í gegnum klút. Þá er sósan löguð en í hana þarf:

2 msk smjör 1 msk þurrkuð bláber 1 lítil msk hveiti 2 dl rjúpnasoð 2 dl rjómi 1 tsk soja salt og pipar ræðið smjörið í potti. Bætið bláberjunum saman við (ef ekki eru til þurrkuð bláber má nota fryst). Þegar smjörið er vel bráðnað er hveitinu sáldrað yfir smjörið og bláberin. Þegar hveitið hefur dregið smjörið vel í sig er ögn af rjúpnasoðinu hellt í áföngum í pottinn og stöðugt hrært í á meðan. Þegar allt soðið er komið í pottinn er rjómanum hellt hægt og rólega út í og stöðugt hrært í sósunni.

B

ósan er látin sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Þá er hún bragðbætt með soyasósu og krydduð með salti og pipar. Í staðinn fyrir salt má nota ögn af gráðosti. Enn er sósan látin sjóða en nú við mjög vægan hita í aðrar 10 mínútur en að þeim tíma loknum er hún tilbúin.

S

HREINDÝR f beinum hreindýra kemur sérstaklega góður kraftur. Hann er þó ekki sérlega bragðsterkur, gott er því að bragðbæta kraftinn ef hann t.d. er notaður í súpur eða kjötseyði. Kraftinn má t.d. bragðbæta með villisveppum og sherry. Þegar lagaður er kraftur af hreindýrabeinum er um að gera að laga nokkurt magn og frysta. Beinin eru brúnuð í ofni, þau eiga að vera mjög vel brún en þó ekki brennd. Þau eru svo sett í rúmgóðan pott með vatni og soðin eins lengi og þurfa þykir, gjarnan 4 tíma. Þá má alls ekki hvellsjóða í pottinum, beinin á að sjóða við vægan hita. Gott er að sjóða grænmeti með beinunum, það er þó ekki nauðsynlegt. Veiðið froðuna af sem kemur þegar beinin eru soðin. Að suðu lokinni er krafturinn af beinunum síaður gegnum klút. Gott er að setja soðið í skál og geyma það í ískáp í nokkra klukkutíma. Þá er auðvelt að sía alla fitu frá soðinu. Þá er komið að því að laga sósuna en í hana þarf:

A

1 gulrót 1 sneið af rótarsellerí 1 gulan lauk

• 72

rænmetið er skorið niður í bita sem hver er eins og hálfur sykurmoli. Þá þarf:

G

2 msk smjör 1 /2 msk sykur 2 dl rauðvín 2 dl púrtvín 8 dl hreindýrasoð salt og pipar 1 msk appelsínusafa 1 msk dijonsinnep teikið grænmetið í 1 tsk af smjöri í potti. Þegar það tekur lit er sykrinum sáldrað yfir grænmetið. Þegar sykurinn hefur bráðnað og blandast vel saman við grænmetið er rauðvíni og púrtvíni hellt í pottinn. Þetta er látið sjóða þar til um helmingurinn af víninu hefur gufað upp.

S

ætið hreindýrasoðinu í pottinn og látið allt sjóða í 45 mínútur. Þá er það sem í pottinum er síað, grænmetinu kastað en krafturinn eða soðið sett í pott.

B

egar suðan kemur upp er krafturinn látinn sjóða kröftuglega eða þangað til að um það bil 5-6 dl eru eftir í pottinum. Þá er hitinn lækkaður og appelsínusafa og dijonsinnepi hrært út í það sem í pottinum er. Það sem eftir er af smjörinu er hrært saman við sósuna og hún krydduð með salti og pipar.

þ

GÆS issulega má laga ágætt soð af beinum gæsa og anda. Nú orðið tíðkast að skera bringurnar frá fuglinum og heilsteikja þær. Munið þó að kasta ekki lærunum því úr þeim má matreiða ljúffenga rétti. Hér kemur uppskrift að sósu sem er ljómandi góð en fljótlegt að laga. Það sem þarf í sósuna er:

V

1 lítill laukur, fínt saxaður 1 msk matarolía 1 /2 dl balsamikedik (fæst í Heilsuhúsinu) 1 dl rauðvín 5 dl andasoð (laga má soðið úr OSCAR andakrafti en ef ekki er hægt að fá andakraft má nota kjúklingasoð) salt og pipar teikið laukinn í matarolíunni í potti. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er balsamikedik sett í pottinn. Þegar um helmingur þess hefur gufað upp er rauðvín og andar- eða kjúklingasoð sett í pottinn.

S

ósan er nú látin sjóða við vægan hita í 45 mínútur. Að þeim tíma loknum er hún síuð og lauknum hent í ruslið. Sósan er aftur sett í pott og suðan látin koma upp aftur. Kryddað með salti og pipar.

S

essi sósa er frekar þunn fyrir þá sem það vilja má þykkja hana með maisenamjöli. Þessi sósa er einnig mjög góð með önd.

þ


Fagrit um skotveiðar og útivist

LOKUM

Frakklandi segja þeir að sósan sé sál matreiðslumannsins. Það er því afar mikilvægt að sósan heppnist - einkum með villibráð. Í uppskriftunum hér að framan hefur verið sagt að sía sósurnar í gegnum klút, mjög gott er að nota bleyjugas til þess arna. Varist að nota of mikinn rjóma, berjahlaup og sultur í villibráðarsósur. Fitan í rjómanum og sykurinn í sultunni draga úr villibráðar-

Í

bragðinu. Stundum vilja villibráðarsósur verða of sterkar, of bragðmiklar. Til að milda bragðið er mjög gott að hræra smá súkkulaði saman við sósuna, t.d. suðusúkkulaði. Munið að sósan verður ALLTAF betri ef kokkurinn hefur glas af góðu rauðvíni við hendina á meðan hann sinnir matreiðslunni. Gangi ykkur vel! SBH


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Draumurinn SMÁ

KVEÐJA FRÁ

eima á Íslandi hef ég veitt frá því ég man eftir mér. Eins og hverjir aðrir strákar með ólæknandi veiðibakteríu fór ég niður á bryggju til að veiða. Ég seldi dagblöð til að geta keypt færi í Geysi fyrir fimm krónur og beitu fékk ég vanalega hjá einhverjum trillukarlinum eða í næstu fiskbúð. Bryggjan var á þessum árum minn vettvangur. Kolaog ufsatittirnir, ásamt nokkrum „massadónum“ var það sem fullnægði veiðiþörf minni þau árin. Ég var svo einstaklega heppinn á þessum árum að búa einungis 250 metrum frá æfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur og þar kynntist ég skotvopnum í fyrsta skipti. 11 ára gamall fékk ég lánaðan 22 cal riffil hjá bróður mínum og við það jókst sóttin til muna. Stöku sinnum fékk ég að skjóta skoti og skoti úr haglabyssu á skotsvæðinu. Að vísu var greiðslan fyrir þennan munað þrif og tiltektir á æfingasvæðinu, ásamt því að mála steina við veginn gula, en mér fannst ég hafa unnið til þess. Gárungarnir nefndu svæðið á þessum tíma „Yellowstone Park“.

NAMIBÍU

TIL FÉLAGANNA Í

SKOTVÍS

H

egar svo langþráður draumur rættist og ég fékk skotvopnaleyfi 18 ára gamall var vonlaust að eiga við sóttina. Nú héldu mér engin bönd. Ég fór að æfa sem vitlaus væri á æfingasvæðinu í Laugardal og naut þar sérlega góðrar tilsagnar Egils Jónassonar Stardal og annarra góðra manna í þessari grein. Það kom að því að nokkrar endur og gæsir fengu að kenna á sótt minni og Hornettinum. Eftir þokkalegt sambýli við Hornettinn kom sá kafli • í lífi mínu þar sem sóttin

þ

74

BLETTATÍGUR

lagðist í dvala. Ég kynntist lífsförunaut mínum og ávöxtur þess sambands ásamt „hreiðurgerð“ þurftu sitt, bæði af tíma og fé. Veiðiskapur með skotvopnum lagðist því tímabundið á hilluna og veiðistöngin tók við næstu árin í ókeypis veiðivötnum, ám eða lækjum. Þetta voru hin mestu hörmungarár hvað skotveiði varðar og vil ég engum, sem er jafn illa haldinn af veiðibakteríunni og ég er, svo illt að þurfa að ganga í gegnum slíkar hremmingar. En öll él birtir upp um síðir. Þegar fjölskyldumálin voru komin í lygnan sjó herjaði sóttin aftur á mig af fullum þunga. Heldur taldi ég mig nú vera orðinn ráðsettari og ekki eins villtan og forðum, Hornettinum hafði fyrir löngu verið stampað fyrir mjólk og brauði. Eftir góðar ráðleggingar reyndra manna keypti ég mér Berettu af gerðinni A 303. Ég fór að æfa leirdúfuskotfimi og naut þar aðstoðar og kennslu þeirra tveggja manna sem eru einhverjir þeir mestu skotveiðimenn og bestu

félagar sem ég hef komist í kynni við, þeir Karl H. Bridde og Jóhann Halldórsson. Þessir tveir gerðu útslagið með það að veiðibakterían yrði ekki drepin svo lengi sem ég ætti eftir ólifað. Ég er þar að auki svo einstaklega heppinn að eiga lífsförunaut sem er einnig illa haldin af veiðibakteríunni og með henni hef ég átt ótal margar unaðsstundir við veiðivötn, læki og ár. Hún skilur mig. Nú fóru veður að skipast í lofti. Gæsir, endur og rjúpur hrundu af himnum ofan eins og þeim væri borgað fyrir og mér oft til mikillar furðu. Þegar vel tókst til með skot fylgdi klapp á öxlina eða lófaklapp frá félögum mínum. rá því ég fyrst man eftir mér í barnæsku las ég allar mynda- og sögubækur sem ég mögulega gat komist yfir og lét mig dreyma. Einkanlega hreifst ég af dýrum hverskonar, svo og framandi þjóðum. Þar efst á blaði var Afríka og til þessa fyrirheitna lands hafði ég oftast ferðast í huganum. Það

F


Fagrit um skotveiðar og útivist

fóru að rifjast upp fyrir mér þessar myndir sem ég hafði skoðað þá myndir, teknar í Afríku, af mönnum með hvíta hatta og öfluga riffla sér við hlið og eitthvert dýr sem þeim hafði tekist að fella. Mikið öfundaði ég þessa menn. Nei, á þessu verður að vera bið því Afríka er óralangt í burtu, hvar fæ ég veiðileyfi? Er þetta ekki bara fyrir þá ríku? En örlagadísirnar eiga það til að grípa í taumana svo um munar. Farsíminn hringdi þar sem ég var staddur á Vestfjörðum og ég spurður að því hvort ég væri til í að fara til starfa í Afríku næstu tvö árin og taka konuna með? GEMSBUCK Marbletturinn á handleggnum þar sem gerir íslenskur skotveiðimaður á sumr- Bestu kveðjur frá Luderitz, Namibíu ég kleip mig var lengi að hjaðna. in? Ekkert annað en að undirbúa kománuði síðar var ég kominn í andi haust. Veiðistöngin ef til vill tekin R A G N A R Á R N A S O N EDEN veiðigyðjunnar og fram og notuð við silungsveiðar. Ekki NETFÖNG OG FAXNÚMER starði í augu þessara draumadýra minna þýðir að fara í laxveiði því ekki eru allir NOKKURRA AÐILA Í NAMIBÍU frá barnæsku. Ég hef þegar notið þeirra bankastjórar eða svo ríkir að þeir hafi F A X 0 0 3 9 3 3 2 2 4 0 3 2 0 (ER LÍKLEGA BEST) forréttinda að komast í matarkistu efni á að fleygja peningum í þetta E - M A I L : C O L O U R G E M @ I A F R I K A . C O M (GOTT) veiðigyðjunnar og það segi ég satt að „sport“ sem kallast laxveiði á Íslandi. Þá E-MAIL: MEYER@NAM.LIA.NET E-MAIL: SAFARI@IWWN.COM.NA það kitlaði bragðlaukana. Er það ekki er vetur hér í Namibíu og veiðitíminn í WEBPAGE:HTTP//IWWN.COM.NA./DBROOK E-MAIL: OKATORE@IAFRIKA.COM.NA nóg til að æra skotveiðimenn að vita af algleymingi. Ég hef kannað verðlag hér félaganum með ORIX eða SPRING- og það kom mér satt best að segja á BOUCK FILLET á grillinu? Hvað óvart hversu „ódýrt“ þetta er! Ágætu SKOTVÍS félagar, hér fyrir neðan eru netföng hjá nokkrum aðilum sem þið getið haft samband við. Birgitta hjá Flugleiðum í Kringlunni og Herta hjá Samvinnuferðum-Landsýn eru orðnar sérfræðingar í að finna ódýr fargjöld til Windhouk, höfuðborgar Namibíu, ef þið hafið áhuga á því að komast í frábærar veiðilendur. Það væri ekki amalegt að eiga mynd af sér með nýfelldan gullinhyrndan griðung sér við hlið! Héðan frá Luderitz eru einungis 200 km í sérlega fallegan stað þar sem seld eru veiðileyfi á allmargar dýrategundir, en hafið í huga að veiðitíminn rennur út 31. júlí. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar geta haft samband við skrifstofu SKOTVÍS og fengið upplýsingar um hvernig hægt er að ná sambandi við mig. GUNNLAUGUR CARL NIELSEN MEÐ NÝFELLDAN SPRINGBUCK

M


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Skotvís

20 ára ANNÁLL -

STIKLAÐ Á STÓRU Í SÖGU FÉLAGSINS

A ÐDRAGANDI inn 16. mars 1978 var haldinn fundur um stofnun félags skotveiðimanna. Að boðun þessa undirbúningsfundar stóðu nokkrir einstaklingar, flestir þeirra starfandi við Hafrannsóknarstofnun í Reykjavík. Um svipað leyti var annar áhugamannahópur í sömu hugleiðingum og höfðu fyrr á árinu sent frá sér tvíblöðung um tilgang og markmið með væntanlegum samtökum. Nokkrir rabbfundir með gamalreyndum skotveiðimönnum voru haldnir og menn sammála um að áhugamenn um skotveiðar yrðu að snúa bökum saman. Þekkingar- og skilningsleysi á þessu sporti tröllreið þjóðfélaginu og hjáróma raddir um blóðþyrsta veiðiníðinga áttu greiðan aðgang í fjölmiðlana. Fagleg gagnrýni átti erfitt uppdráttar og áhugahópurinn var tvístraður um land allt. Eitthvað varð að gera og það fyrr en síðar.

H

etta var hugsun manna á þessum misserum og því fór sem fór að boðað var til undirbúningsfundar í Hafrannsóknarhúsinu við Skúlagötu. Aðalhvatamenn í fyrri hópnum voru Sólmundur Einarsson og starfsfélagar sem hittust þar ásamt oddvitum síðari hópsins, Agli Stardal, þáver• andi eigendum Vesturrastar

þ

76

FUNDUR 6.

FEBR. 1988 MEÐ FULLTRÚUM STJÓNMÁLAFLOKKANNA. ÓLAFUR KARVEL PÁLSSON FYRRVERANDI FORMAÐUR SKOTVÍS, HAUKUR BRYNJÓLFSSON STJÓRNARMAÐUR OG FINNUR HJÖRLEIFSSON STJÓRNARMAÐUR SKOTVÍS.

og undirrituðum. Á þessum fundi voru nokkrir valinkunnir menn s.s. Bjarki Elíasson, fulltrúi lögreglustjóra, Agnar Kofoed Hansen, Bjarni Jónsson, Pétur Guðjónsson og fleiri. Málin voru rædd og menn mjög sammála um nauðsyn þess að koma á samtökum til varnar hagsmunum skotveiðimanna. Þegar kom að atkvæðagreiðslu um fimm mismunandi heiti væntanlegs félags urðu nokkrir aðilar ekki alveg sáttir við niðurstöðuna sem var sú að félagið skyldi heita „Félag skotveiðimanna“ og viku af fundi. Í lok fundarins var kosið í undirbúningsnefndir, markmiðanefnd og laganefnd. Fundarstjóri, Vilhjálmur

Lúðvíksson, sleit fundi um miðnættið og var þetta fyrsti en ekki síðasti fundurinn í röðum okkar skotveiðimanna þar sem yfirvegun, þekking og röggsemi Vilhjálms hefur notið sín.

S TOFNUN

FÉLAGSINS

tofnfundur SKOTVÍS var haldinn í Reykjavík, 23. september 1978 klukkan 14:00 í Árnagarði, Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Vilhjálmur Lúðvíksson og fundarritari Bjarni Kristjánsson. Jón Kristjánsson kynnti tillögu að lögum félagsins.

S


Fagrit um skotveiðar og útivist

Ólafur K. Pálsson kynnti tillögu að siðareglum fyrir félagsmenn. † msir tóku til máls og var mönnum tíðrætt um réttindi landlausra manna til skotveiða. Fundurinn samþykkti einróma lög félagsins og var fyrsti formaður SKOTVÍS kjörinn Sólmundur Einarsson. Aðrir stjórnarmenn voru Jón Kristjánsson, Haukur Brynjólfsson, Ólafur K. Pálsson og þorsteinn Líndal. Varamenn voru Skjöldur þorgrímsson, Eyjólfur Friðgeirsson, Finnur Torfi Hjörleifsson, Páll Leifsson og Jón Sigfússon. Var ákveðið að leggja tillögur að siðareglum fyrir næsta aðalfund. † mis gögn fylgdu fundargerð þessa stofnfundar, s.s. lög SKOTVÍS, frumvarp 1978-09-23, skrá yfir stofnfélaga o.fl. Fundurinn stóð í liðlega 3 klukkustundir.

og urðu undirtektir strax góðar, mikil og merkileg gögn streymdu til Reykjavíkur. Samskipti hafa æ síðan verið með ágætum og SKOTVÍS varð fljótlega fullgildur aðili í „Nordisk Jägersamvirke“ með íslensku fánalitunum í fallegu og táknrænu merki samtakanna, fimm fljúgandi fuglum í hringskornu merki.

ðalstarf félagsins varð strax gróskumikið og að baki því lágu margar vinnustundir og fundir. Strax á fyrsta starfsári voru 4 nefndir fullskipaðar í helstu málaflokka, siðareglunefnd, landréttarnefnd, fræðslunefnd og fuglafriðunarnefnd. Merki félagsins gerði Ernst Backmann teiknari og hefur það staðist tímans tönn með eindæmum vel, ýmist sem barmmerki, fánamerki, ermamerki, bílrúðumerki fyrsta fundi fyrstu stjórnar eða bréfahaus. Sérstök SKOTREYNSKOTVÍS, þann 27. september AR merki voru líka framleidd og einnig 1978, skipti stjórn með sér verkum, felulitaermamerki. varaformaður var þorsteinn Líndal, ritari Jón Kristjánsson, gjaldkeri Ólafur K. Pálsson og meðstjórnandi Haukur V EIÐISEL Brynjólfsson. Félagar voru alls 120 um þetta leytið. Fljótlega eftir stofnun kki hafði félagið starfað lengi félagsins hafði stjórnin samband við þegar menn fundu mikið óhagskotveiðifélög hinna Norðurlandanna ræði í því að vera alltaf í húsnæðishraki

A

Á

E

HÖFUNDUR

þótt vissulega hafi það einatt verið heimilislegt þegar við vorum inni á gólfi hjá einhverjum stjórnar- eða nefndarmanna. Enginn samastaður fyrir gögn, bækur, tæki og tól háði starfseminni gjarnan svo ekki sé talað um stærri fundi vegna fræðslustarfsemi og ráðstefnuhalds. Samband við hinn almenna félagsmann var í molum og féll og stóð með bréfaskriftum og símtölum stjórnarliða. Því kom fljótlega að því að leitað var að húsnæði innan borgarmarkanna og fór svo að samningar tókust við „Ármenn, félag stangveiðimanna á flugu“ um að samnýta aðstöðu þeirra á Skemmuvegi 14 í Kópavogi. Þar fengum við SKOTVÍSfélagar tvo virka daga í viku fyrir “opið hús” auk fundaraðstöðu. Þetta gjörbreytti félagsstarfinu til hins betra. Húsnæðið fékk nafnið Veiðisel og nú gátu menn hist á heimavelli og skrafað um síðustu veiðiafrekin í eigin húsnæði. Fundir voru vel sóttir þótt aldrei vissum við fyrirfram um aðsókn, jafnvel þegar þekktir veiðimenn áttu í hlut. Fræðslunefndin gaf út bækling, „Á döfinni“, um dagskrá vetrarins og meginstefnan var sú að fyrirlesarar væru sóttir jafnt út fyrir raðir veiðifélaganna, s.s. til oddvita annara áhugamanna í útivistargeiranum. Ráðstefnur og stærri fundir voru gjarnan haldnir í Gerðubergi eða húsi Slysavarnarfélagsins. Allt að 40 einstaklingar héldu afmörkuð erindi í Veiðiseli á sínum tíma og var helmingur þeirra utanfélagsmenn. Menn komu gjarnan með vopnin sín til að fá aukakennslu um meðferð þeirra, leituðu þá til byssuviðgerðarmanna í röðum félagsins og fóru fróðari af fundi. Stærri og minni námskeið voru haldin í Veiðiseli, aðallega um gæsir, rjúpur, hreindýr og endur. Þá var matreiðsla ekki heldur vanrækt á þessum námskeiðum. Ekki má gleyma notalegheitum í Veiðiseli í • kringum hátíðar og í lok

77


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

veiðitímans, þá var oft glatt á hjalla fram eftir nóttu. Félagar SKOTVÍS sem upplifðu stemminguna í Veiðiseli forðum eiga þaðan margar góðar minningar.

S KOTVOPNANÁMSKEIÐ LÖGREGLUNNAR OG SKOTVÍS ftir talsverðan undirbúning, fjölda símtala og funda í nær þrjú misseri varð loks að samkomulagi milli Dómsmálaráðuneytisins og SKOTVÍS í bryjun árs 1990 að hefjast handa um námskeiðahald í meðferð skotvopna og skotfæra fyrir byrjendur. Umsjón fyrir hönd ráðuneytis hefur frá byrjun verið í höndum Lögreglunnar í Reykjavík. Í fyrstu skólanefndinni sátu Bjarni Kristjánsson, Finnur Torfi Hjörleifsson, Jóhann Bjarnason, Ævar Petersen og undirritaður, og höfðum við með höndum umsjón námskeiðanna fyrir

E

hönd félagsins til að byrja með. Fyrsta námskeiðið var haldið 21.-23. júní 1990 en alls voru haldin 11 námskeið á því ári. Námskeiðin eru í tveim aðalhlutum, bóklegt og verklegt. Bóklegi þátturinn fer fram í húsakynnum Lögreglunnar en sá verklegi á skotsvæði SKOTVÍS í Miðmundardal. Bæklingurinn „Skotvopnanámskeið, leiðbeiningar handa umsækjendum um byssuleyfi„ var tekinn saman af kennurum og hefur síðan verið endurnýjaður og lagfærður eftir þörfum. Hafa námskeið þessi verið fyrirmynd að skotvopnaleyfisnámskeiðum lögregluembætta víða um landsbyggðina.

eru félagsmenn ávallt velkomnir til að fræðast um starfsemi félagsins en skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 13:00 til 17:00. Óhætt er að segja að ákveðin bylting hafi orðið í starfsemi félagsins þegar tekin var sú ákvörðun að ráða starfsmann til félagsins síðla sumars árið 1995, enda umfang starfseminnar þá þegar orðið mikið. Í dag eru félagsmenn 2500 talsins og fer ört fjölgandi. Rabbfundir eru haldnir yfir vetrartímann á Ráðhúskaffi sem staðsett er í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þeir eru alltaf fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast klukkan 20:30. Á þessum fundum eru tekin fyrir hin ýmsu málefni og fengnir fyrirlesarar.

SKOTVÍS 1998 SVERRIR SCHEVING THORSTEINSSON

dag hefur félagið yfir að ráða ágætis skrifstofuhúsnæði við Laugaveg 103, 105 Reykjavík. Þangað

Í

Höfn í Hornafirði

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri

Veiðimannsins Hafnarstræti jónin Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen hafa sem kunnugt er keypt hina fornfrægu verslun Veiðimaðurinn í Hafnarstræti. Eins og veiðimenn hafa tekið eftir í sumar hafa orðið talsverðar breytingar á versluninni; verðlag hefur lækkað og vöruúrval stóraukist enda veiðimenn við stjórnvölinn. Að sögn Ólafs verður Veiðimaðurinn hér eftir fyrir alla veiðimenn; jafnt stangveiði sem skotveiðimenn og verður boðið upp á mikið úrval af skotvopnum, skotum, fatnaði og fylgihlutum fyrir gæsa- og rjúpnaskyttur. M.a. bjóðum við upp á ýmsa

H

• 78

fylgihluti frá Cabela s, íslenskan hágæða útivisarfatnað frá Cintamani, Scarpa gönguskó, sérstaka bakpoka fyrir veiðimenn o.fl. „Við hófum að taka notaðar byssur í umboðssölu snemma í vor og mæltist það vel fyrir. Þessa þjónustu hefur alveg vantað síðan Veiðihúsið Nóatúni hætti. Við viljum hvetja alla veiðimenn til að ganga um náttúru landsins með varúð og virðingu og munum leggja okkar af mörkum með hugmynd okkar frá í fyrrahaust en hún gengur út á að veita skotveiðimönnum 15% afslátt af skotapakka fyrir hver 25 tóm skothylki sem þeir koma með í verslunina.


Fagrit um skotveiðar og útivist

Veiðikortakerfið febrúar 1995 var undirritaður boðaður í atvinnuviðtal hjá þáverandi veiðistjóra Ásbirni heitnum Dagbjartssyni. Það fór vel á með okkur frá upphafi og mér var farið að lítast nokkuð vel á það að flytja norður yfir heiðar þar til ég spurði hann í hverju starfið væri fólgið. „þú átt að sjá um nýja veiðikortakerfið“. Þar kom vel á vondan því ég hafði heyrt um þessa veiðikortahugmynd og fannst þetta hin mesta vitleysa enda alinn upp við að geta veitt þegar mér sýndist, án þess að spyrja kóng eða prest. Ég tjáði Ásbirni að ég gæti því miður ekki hugsað mér að vinna við þetta, en hann lét mig hafa lög og reglugerðir og bað mig um að kynna mér málið betur og tala svo aftur við hann. Þegar ég talaði við hann næst hafði ég snúist í afstöðu minni því það sem ég taldi vera ómögulegt kerfi áður þótti mér nú hin mesta blessun. Það kom nefnilega í ljós að þær upplýsingar sem ég hafði um málið höfðu verið í æsifréttastíl. Ég lét Ásbjörn samt vita af því að ef kerfið myndi ekki virka rétt, t.d. ef peningarnir færu í einhverja ríkishít en ekki rannsóknir, þá myndi ég hætta hið snarasta. Hann féllst á þetta og í sameiningu komum við upp veiðikortakerfi sem gekk langt fram úr björtustu vonum. Í dag eru um 15.000 veiðikorthafar á skrá og fjölgar þeim á

Í

ÁKI ÁRMANN JÓNSSON

VEIÐISTJÓRI

• hverju ári um nokkur hundruð. Árlega sækja um 11-12.000 manns um veiðikort og skil á veiðitölum eru með miklum ágætum. Þekkingargrunnur okkar á veiðidýrum styrkist með hverju árinu sem líður og vil ég þá sérstaklega nefna rjúpuna. Flestir muna eflaust eftir umræðunni þegar veiðitímabilið var stytt árið 1993. Umræðan markaðist þá af lítilli þekkingu en í dag er rjúpnastofninn vaktaður fyrir fjármuni úr veiðikortasjóði og þekking okkar á þessum vinsæla veiðifugli vex dag frá degi.

og peningasóun. Sú virðist ekki vera raunin út frá þeim veiðitölum sem við höfum nú undir höndum. Ég get tekið sem dæmi veiðitölurnar frá 1995. Veidd hreindýr voru 329 eða sama tala og hreindýrakvótinn var það sama ár. Refa- og minkaveiði var nokkru hærri en skýrslur frá sveitarfélögum gáfu til kynna sem er eðlilegt, því það eru ekki allir sem veiða þessi dýr sem krefjast verðlauna. Rjúpnaveiðin var 123.000 rjúpur en SKOTVÍS hafði gert neyslukönnun 1994 þar sem kom fram að það ár hefðu verið etnar 110.000 rjúpur. Allar þær veiðitölur sem við höfum fengið til þessa hafa staðist. Þó vil ég benda á, og þá sérstaklega gæsaveiðimönnum sem veiða saman, að skipta aflanum eftir veiðiferðir svo veiðin verði ekki tvískráð á veiðiskýrslur.

H VERNIG

ERU VEIÐITÖLURNAR NOTAÐAR ?

argir halda að veiðitölurnar séu settar inn í einhverja jöfnu, síðan margfaldað, deilt, dregið frá og V EIÐITÖLUR - ER EITTHVAÐ AÐ þannig fáist út einhver veiðikvóti sem settur verði á. Síðan skrifa menn MARKA ÞÆR ? kannski meiri veiði á skýrslurnar til þess g er oft spurður hvort þessi að sýnast vera með meiri • veiðitölusöfnun sé ekki bara tíma- veiðireynslu og halda að þeir

É

M

79


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

fái aukinn kvóta út á það (Smugusyndróm). Í þetta verða veiðitölurnar aldrei notaðar, einfaldlega vegna þess að það er óframkvæmanlegt. Í fyrsta lagi eru veiðiskýrslurnar nafnlausar og í öðru lagi þá þyrfti að ráða aragrúa veiðieftirlitsmanna til þess að fylgjast með veiðimönnum. Veiðitölur eru ekki annað en eitt tæki af mörgum til þess að fylgjast með villtum dýrastofnum á Íslandi og í raun verða þær fyrst dýrmætar þegar við erum búnir að fá veiðitölur fyrir 10-15 ár. Þær eru notaðar ásamt merkingum og talningum til þess að meta veiðiálag á stofna. Í framtíðinni verða veiðikortakerfið og veiðitölurnar því hið mesta hagsmunatæki fyrir skotveiðimenn þegar upp koma spurningar um friðun og vernd veiðistofna.

H VAÐ

ER FRAMUNDAN ?

eiðistjóraembættið markaði sér þá stefnu í upphafi veiðikortakerfisins að vera sveigjanlegt og opið fyrir breytingum. Við stefnum að því að geta á næsta ári boðið veiðimönnum upp á að velja stærð á veiðikortunum (kreditkorta- eða veiðileyfastærð) og einnig að efla heimasíðu okkar á netinu. Við settum okkur það markmið að lækka rekstrarkostnaðinn ár frá ári og það virðist ætla að takast. Ég þakka veiðimönnum ánægjuleg samskipti á liðnum árum og SKOTVÍS fyrir frábært samstarf og vona sannarlega að framhald verði þar á.

V

ÁKI ÁRMANN JÓNSSON veiðistjóri

• 80

AGNAR

VIÐ VINNU SÍNA

Agnar byssusmiður fluttur eir eru ófáir skotveiðimennirnir sem gegnum árin hafa leitað til Agnars byssusmiðs með biluð vopn sín. Agnar Guðjónsson setti á laggirnar fyrsta alvöru byssuverkstæðið hér á landi og var það til mikilla bóta fyrir íslenska skotveiðimenn. Hann hóf starfsemi sína á Grettisgötunni 1986 en flutti sig síðan í Kópavoginn 1989. En nú er Agnar sem sagt búinn að flytja verkstæðið í þriðja sinn og nú upp í Grafarvog, nánar tiltekið að Vesturfold 1. Hvers vegna? „það er fyrst og fremst

þ

gert til að bæta þjónustuna“, svarar Agnar. „Ég hef um tíma verið að leita mér að húsnæði þar sem ég gæti búið og haft verkstæðið á sama stað. Það er nú þannig að margir hafa ekki möguleika á að koma til mín fyrr en eftir vinnu. Sumir þurfa hraðafgreiðslu sinna mála eins og gengur. Nú þegar ég er með heimili mitt og verkstæðið á sama stað get ég sinnt viðskiptavinunum betur“. En er þetta ekki svolítið útúr hérna lengst upp í Grafarvogi? „Nei, ég held ekki“, svarar Agnar með


Fagrit um skotveiðar og útivist

hægð. „það er orðin mikil byggð á þessu svæði, Breiðholtið, Árbæjarhverfið og austurbær Kópavogs. Þá er mikil byggð hér í Grafarvoginum og svo auðvitað í Mosfellsbænum. Þetta er einmitt í leiðinni fyrir þá sem eru á leið út úr bænum - eru að fara á veiðar. Þannig tel ég mig mjög vel í sveit settan hér í Grafarvoginum“. Verður þjónustan svipuð og verið hefur? „Ég verð ekki með byssur í umboðssölu eins og ég hef verið með í gegnum árin. Þær byssur sem ég á eða geri upp mun ég selja í gegnum Vesturröst. Annars verður opið eins og áður frá klukkan 13-18 og síminn hjá mér er 587-3240. Eins og ég sagði áðan þá verður þjónustan betri en í Kópavoginum þar sem ég bý hér á staðnum“. En Agnar, þér hefur ekki dottið í hug að opna krá? þegar maður

kemur hingað til þín þá er hér jafnan hópur manna að segja veiðisögur, sannar og lognar? Agnar brosir, „já, það vantar tilfinnanlega pöbb fyrir veiðimenn, hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Ég vil nota tækifærið og segja frá því að ég er að gefa út bækling

sem mun liggja frammi í öllum byssubúðum og víðar án endurgjalds. Bæklingurinn nefnist „Meðferð skotvopna“ og eins og nafnið bendir til er þetta bæklingur sem fjallar einfaldlega um það hvernig menn eiga að hugsa um vopnið sitt“. Er þetta ekki öfugsnúið að byssusmiðurinn sé að ráðleggja skyttum góða meðferð á byssum sínum? “Nei, ég held að það sé öllum í hag að fara vel með vandaða hluti eins og byssur“, segir Agnar. „Ef byssur eru ekki vel hirtar og rangt með þær farið geta þær verið hættulegar. Þess vegna er nauðsynlegt að allir veiðimenn kunni með vopn sín að fara“, segir Agnar byssusmiður. SKOTVÍS vill nota tækifærið og óska Agnari til hamingju með nýja húsnæðið.


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Skotvís þakkar veittan stuðning Íslandsbanki hf.

Kaplan ehf., Snorrabraut 27

Lögmannastofa Ólafs Sigurgeirssonar

Veiðisport, Eyrarvegi 15

Vilt þú vera á tölvupóstlista

SKOTVÍS?

SENDU

OKKUR LÍNU Í skotvis@islandia.is OG ÞÚ VERÐUR Í HÓPI ÞEIRRA SEM FÁ NÝJUSTU FRÉTTIR AF STARFINU OG ÖÐRU SEM TENGIST SKOTVEIÐIMÖNNUM.


Munið að framvísa ávallt félagsskírteini SKOTVÍS!

Afslættir: Verslunin Goggar og Trýni Vörur....................................................................

15%

Purina umboðið-Birgir hf. Hundafóður..........................................................

10%

Hundahótelið Nolli Hundagæsla..........................................................

10%

Hundahótelið Arnarstöðum Hundagæsla..........................................................

20%

Hundahótelið Leirum Hundagæsla..........................................................

10%

Byssusmiðja Agnars Viðgerðir ..............................................................

5-10%

Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður Viðgerðir ..............................................................

10%

Seglagerðin Ægir Vörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) ..... Vörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ..............

5% 10%

Sportvörugerðin Vörur....................................................................

10%

Vesturröst Vörur....................................................................

5-15%

Gæsa- og rjúpnaskot staðgreidd..........................

10%

Vörur....................................................................

5-10%

Borgardekk Af viðgerðum og vinnu........................................ Af dekkjum í umboðssölu .................................... Okkar dekk og slöngur ........................................

32,5% 15% 20%

Aðalskoðun hf. Af skoðun ökutækja..............................................

10%

Veiðivon Veiðislóð

Hótel KEA Gisting á gæsa- og rjúpnaveiðitíma..................... Gisting á öðrum tímum.......................................

20% 10%

Rakara- og hársnyrtistofan Fígaró Vörur - þjónusta ..................................................

10%

Smurstöðin Klöpp Af smurningu .......................................................

20%

Ellingsen Af sportveiðivöru og -fatnaði .............................

10%

Skátabúðin Vörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) ....... Vörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ................

5% 10%


Umbo窶コsa窶コili テ。 テ行landi

1998, 4.árg  

Tímaritið SKOTVÍS 1998, 4.árg

Advertisement