Úr hreyfingunni
2. Landsmót UMFÍ 50+ verður í Mosfellsbæ Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var 26. september sl., var ákveðið að 2. Landsmót UMFÍ 50+ verði í umsjón Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK, með mótsstað í Mosfellsbæ. Fimm sambandsaðilar sóttu um að halda mótið. Auk UMSK voru það USAH með Blönduós sem mótsstað, UMSB með Borgarnes, UÍA með Norðfjörð og UMSE með Dalvík sem mótsstað. Mat stjórnar var að allir umsækjendur væru vel í stakk búnir til að taka að sér framkvæmd mótsins en þetta varð niðurstaðan að þessu sinni. Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og UMSK í samstarfi við Mosfellsbæ. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga sl. sumar.
Stefnum á fjölbreytni „Þetta er mjög athyglisvert og spennandi verkefni og þá alveg sérstaklega að fá að
34
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
halda annað mótið þar sem þarf að sanna tilvist þess. Við treystum okkur í það á þessu stóra markaðssvæði og stórt héraðssamband á bak við okkur. Við stefnum á fjölbreytni og höfum þegar fengið fyrir-spurnir eins frá kraftlyftingafélögum og strandblaki en þessir aðilar vilja koma og vera með sínar greinar. Það stefnir í fjölbreytni en að sjálfsögðu verður grunngreinunum haldið inni. Aðstaðan hjá okkur býður upp á það að við getum keppt í hverju sem er,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, í samtali við Skinfaxa.
Valdimar Leó sagði samvinna yrði höfð við heilsuklasann Heilsuvin. Nokkrir tugir fyrirtækja og félagasamtaka í Mosfellsbæ munu kynna starfsemi sína í leiðinni og vekja athygli á heilsurækt almennt. „Það verða jákvæð samhliðaáhrif á milli keppnisgreina, Landsmóts og heilsueflingar í gegnum Heilsuvin og ég hef trú á því að við getum tvöfaldað mótið. Aðalatriðið er samt að festa mótið í sessi en við erum mjög ánægð með að þetta mót skuli verða haldið,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson.