Ske #7

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 15.4-21.4

#7

SKE.IS

„SEQUENCES ER EINHVERSKONAR FLÆÐANDI STRÚKTÚR“ EDDA KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR


2

HVAÐ ER AÐ SKE?

SEQUENCES

Samkvæmt fréttum stefnir í harða hrinu verkfalla. Samkvæmt þeim kemur líka senn á markað íslenskt krybbusælgæti. Orkustöng úr skordýramjöli. Svona er lífið, það skiptast á skin og skúrir og oftar en ekki er skammt þar á milli. Nú þegar ég hugsa um það er lífið á Íslandi reyndar þannig að stundum skín sól einmitt þegar rignir. Eða öfugt (eftir því hvernig maður lítur á hlutina). Talsvert ber í milli í viðræðum aðila vinnumarkaðarins, svo varlega sé tekið til orða. Líka á milli þeirra sem hlakka til að bragða á krybbustöngunum og hinna sem geta ekki hugsað sér það. Í því hef ég fyrir mér háóvísindalega könnun míns sjálfs. Laun á Íslandi er ólíðandi lág. Fyrir því hef ég próper heimildir. Þau eru skítt. Auðvitað ekki öll laun, en alltof margra. Oftar en ekki þeirra sem munar um minna. Viðhorf til skordýraáts er líka bágt. Barnalegt. Hærri laun og skordýr á diskinn minn. Það er allt sem ég bið um. Og einhvers virkilega krassandi á Sequences.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Edda Kristín Sigurjónsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Sequences: Rafael Vásquez Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf


3

HVAÐ ER AÐ SKE?

GOTT VERÐ FYRIR KRÖFUHARÐA H6475 LÍNAN

400 CMR skjár /Screen mirroring. Upptaka og afspilun á USB T2 og S móttakari

32“ verð: 119.900.40“ verð: 139.900.48“ verð: 169.900.-

H6675 LÍNAN

600 CMR skjár með Micro dimming Upptaka og afspilun á USB T2 og S móttakari

48“ verð 199.900.-

WW80H7400EW/EE

WF70F5E4P4W

DV70FSE0HGW

· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð · 1400 snúningar · Ecobubble · Demantatromla

· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð · 1400 snúningar · Ecobubble · Demantatromla

· Varmadæla sem sparar orku · Orkunotkun A+++ · Barkalaus · Demantatromla

8 kg Þvottavél

Verð: 109.900,-

7 kg Þvottavél

Verð: 96.900,-

7 kg þurrkari

Verð: 139.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is


4

HVAÐ ER AÐ SKE?

TÓNLIST

MISÞYRMING ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

RED BARNETT ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

TÓNLISTARHÁTÍÐIN TECTONICS REYKJAVÍK 2015 Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Einkenni flekaskila eru opnar gjár og sprungur, mikill jarðvarmi, sigdalir og eldgos. Á ensku nefnast flekaskilin Tectonics. Á tónlistarhátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Tectonics, mætast tónlistaröfl úr ólíkum áttum sem togast á, mynda núning og skekja þá hugmynd sem að við höfum af sinfónískri tónlist og starfsemi sinfóníuhljómsveita og kannski engin tilviljun að slík hátíð skuli eiga upptök sín á Íslandi. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar og hugmyndasmiður er fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ilan Volkov, sem vakið hefur heimsathygli fyrir nálgun sína og flutning á nýrri tónlist. Meðal gesta á hátíðinni í ár verður Tony Conrad, Pauline Oliveros og Magnús Pálsson, myndlistarmaður. Einnig frumflytur Sinfóníuhjómsveit Íslands ný verk eftir Úlf Hansson og fleiri íslensk tónskáld, og leikur nýlegan konsert fyrir hljómsveit og rafgítar eftir Iancu Dumitrescu ásamt þungarokkaranum Stephen O’Malley. Hátíðin í Reykjavík árið 2012 markaði upphaf þessara einstæðu tónlistarviðburða. Þær þrjár hátíðir sem hafa verið haldnar hafa vakið mikla athygli innanlands sem utan. Tectonics–hátíðir eru nú einnig haldnar í Skotlandi með BBC Scottish Symphony Orchestra og í Ástralíu með Adelaide Symphony Orchestra. Tectonics mun sem fyrr teygja anga sína í hin ýmsu opnu rými og alla sali Hörpu; Kaldalón, Norðurljós, Silfurberg og Eldborg.

Tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu undir nafninu Red Barnett með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni á föstudag. Á tónleikunum leikur Haraldur lög af plötunni ásamt fjölda frábærra tónlistarmanna. Hugmyndin að Red Barnett kviknaði haustið 2004 þegar Haraldur kom heim úr tónsmíðanámi með fjölda laga í farteskinu. Fyrstu tónarnir voru teknir upp árið 2005 og hefur verkefnið mjatlað hægt og bítandi síðan, meðfram öðrum fyrirferðarmeiri verkefnum Haraldar. Tónlist Red Barnett er best lýst sem angurværri rökkurtónlist um lífið og tilveruna, og er að mestu flutt og tekin upp af Haraldi. Haraldur er klassískt menntað tónskáld, en er einnig þekktur sem gítarleikari og lagasmiður sveitarinnar Dead Sea Apple, hljómborðsleikari og einn söngvara Manna ársins og nú nýverið bassaleikari í Buff, auk þess að hafa starfað náið með sveitum eins og Dúndurfréttum og Skálmöld. Hvar: Fríkirkjan Hvenær: 17. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar á tix.is

Í tilefni af útgáfu plötunnar Söngva elds og óreiðu mun hljómsveitin Misþyrming efna til veglegra útgáfutónleika á skemmtistaðnum Húrra. Söngvar elds og óreiðu hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og segja margir að þetta sé ein besta plata ársins, þrátt fyrir að ekki sé langt liðið af árinu. Fram koma auk Misþyrmingar, sérstakt opnunaratriði frá NYIÞ, Sinmara og Nornahetta. Hvar: Húrra Hvenær: 17. apríl kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr.

BABIES Á HÚRRA Disco og boogie hljómsveitin Babies heldur dansiball á Húrra. Þetta eru sannkallaðar gleðifréttir fyrir foreldra landsins! Hvar: Húrra Hvenær: 18. apríl kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Harpa Hvenær: 16. - 17. apríl kl. 18:00 Miðaverð: 3.000 - 5.000 kr. Nánar á midi.is og tectonicsfestival.com

BLOKK Á DOLLY Plötusnúðahópurinn BLOKK samanstendur af sjö strákum sem einblína á house-tónlist í allri sinni dýrð. Hópurinn samanstendur af Símoni FKNHNDSM, Ómari E., Jóni Reginbald, Housekelli, Jónbirni, Viktori Birgiss og Intro Beats. Kvöldið á Dolly verður því þéttsetið bæði af plötusnúðum og dansgestum þeirra. Hvar: Dolly, Hafnarstræti 4 Hvenær: 18. apríl kl. 23:00 Miðaverð: Frítt

BRUNALIÐIÐ - Á LEIÐINNI Í ELDBORG Þar er sannarlega stórviðburður þegar sjálft Brunaliðið kemur sama aftur eftir 35 ára hlé. Það er við hæfi að Maggi Kjartans, Diddú, Pálmi, Maggi Eiríks, Laddi og öll hin rísi úr öskunni í Eldborg og kveiki ærlega í mannskapnum. Ég er á leiðinni, Einskonar ást, Sandalar og allir hinir smellirnir fá að óma. Hvar: Eldborg, Hörpu Hvenær: 18. apríl kl. 22:30 Miðaverð: 5.990 - 9.990 kr. Nánar á midi.is

INTRO BEATS Alt-mulig-maðurinn og kattavinurinn Addi Intro spilar á Kaffibarnum þetta föstudagskvöld. Búast má við húsi með hrynjanda en vonandi ekki hrynjandi húsi. Addi er einn þekktasti hip hop pródúser Íslands og er nú nýverið að klífa hátt í house stiganum. Þetta verður gott! Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 17. apríl kl. 23:30 Miðaverð: Frítt


5

HVAÐ ER AÐ SKE?

Við eigum rætur

Við erum íslensk

að rekja til íslenskrar

náttúruafurð. Íslenskt

sveitar, uxum úr grasi í

salat er bragðgott,

íslenskri mold, vökvuð

hollt og ferskt og þú

íslensku vatni.

veist hvaðan það kemur.

Ösp í Laugarási Garðyrkjubændurnir Ragnar og Sigrún leggja rækt við að færa þér ferskt salat í handhægum umbúðum. Þau bjóða þér upp á gómsætt úrval af salati. Taktu eftir miðanum næst þegar þú verslar.

Veldu íslenskt salat — ekki bara eitthvað bland í poka.

islenskt.is


6

HVAÐ ER AÐ SKE?

TÓNLIST

200.000 NAGLBÍTAR

STYRKTARTÓNLEIKAR RAUÐA KROSSINS Í REYKJAVÍK Rauði krossinn í Reykjavík stendur fyrir styrktartónleikum á miðvikudaginn á Kex Hostel til styrktar tveggja umfangsmikilla skaðaminnkunarverkefna, Konukots og Frú Ragnheiðar. Dagskrá kvöldsins er svohljóðandi:

OREKA TX OG ÍSLENSKIR VINIR

Árið 2007 tóku 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins saman höndum og útkoman var samnefnd plata og heimildarmynd. Samstarfsverkefnið var gríðarstórt og umfangsmikið þar sem bestu lög 200.000 naglbíta voru útsett fyrir stóra lúðrasveit og mikið lagt í verkeið. Lögin eru stór rokklög og búið að stækka þau enn frekar með 50 manna lúðrasveit og stórri slagverksdeild. Sveitirnar héldu tónleika í Gamla bíói árið 2008 og munu nú endurtaka leikinn. Lög eins og Láttu mig vera, Lítill fugl, Stopp nr. 7, Hæð í húsi, Vögguvísur fyrir skuggaprins og Hjartagull hafa öll vermt sæti vinsældarlista á Íslandi. Þau verða flutt á mánudagskvöld ásamt öðrum lögum af plötunni og fleirum til. Selt verður í sæti í Gamla Bíó og því takmarkað magn miða í boði.

Oreka TX er basknesk þjóðlagasveit og ein af leiðandi hljómsveitum sem kynna hljóðfærið txalaparta, sem er hljómborð úr viði og steini. Harkaitz Martinez de San Vicente (f. 1975) og Mikel Ugarte (f. 1973) eru txalaparta hljóðfæraleikarar Oerka TX. Hljómsveitin hóf starfsemi 2001 og lék þá undir stjórn baskneska tónskáldsins og tónlistarmannsins Kepa Junkera en það samstarf færði þeim rómönsku Grammyverðlaunin. Oreka TX hefur verið í samstarfi við þekkta listamenn á borð við Taraf de Haidouks, Phil Cunningham og Manu Dibango.

Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 20. apríl kl. 20:00 Miðaverð: 4.900 kr. Nánar á midi.is

Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 19. apríl kl. 19:30 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar á midi.is

Í Salnum munu einnig koma fram ásamt strengjasveit þeir Steindór Andersen, Hilmar Örn Hilmarsson, Páll Guðmundsson á Húsafelli sem mun einnig leika á hljómborð úr steini.

19:00 - Húsið opnar 20:00 - Vicious And Delicious 20:30 - Alvia Islandia 21:00 - Blaz Roca 21:30 - Emmsjé Gauti 22:00 - Úlfur Úlfur 22:30 - Reykjavíkurdætur Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Frú Ragnheiður er er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, t.d. útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða.

MANKAN Á SEQUENCES

Markmið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, t.d. sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Hvar: Kex Hostel Hvenær: 15. apríl kl. 19:00 Miðaverð: 1.500 kr.

Láttu nýja hleðslutækið vera það síðasta sem þú kaupir. FrayFix fylgir með öllum hleðslutækjum á meðan birgðir endast. Hleðslutæki 11.990.FrayFix 3.990.-

Á Sequences mun rafdúettinn Mankan leggja undir sig rými Mengis á umvefjandi og einstakan hátt.

AUN Í MENGI Kosmíska iðnaðar tvíeykið AUN, býður upp á draumkennda upplifun í vöku með ambientsækadelíu. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Martin Dumais og Julie Leblanc. Síðan sveitin var stofnuð árið 2007 hafa þau gefið út rúmlega 15 plötur sem hlotið hafa gríðarlega góðar viðtökur og verið gefnar út hjá nokkrum bestu avant-garde úgáfum heims eins og: Important (BNA), Denovali (DE), Alien8 Recordings (Kanada) og Conspiracy (BE). Tvíeykið hefur nýlega lokið upptökum á tveimur nýjum plötum, þ.á.m. samstarfsverkefni með franska skífuþeytinum Philippe Petit (Lydia Lunch, Murcof) og snúið aftur á heimavöll þeirra hjá Cyclic Law Records. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 15. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar á mengi.net

Guðmundur Vignir Karlsson er raftónlistarmaður, söngvari og myndlistarmaður. Hann er í hljómsveitinni amiinu, spilar með Parabólum ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni. Guðmundur Vignir kallar sig einnig Kippi Kaninus og kemur fram undir því nafni sem 6 manna hljómsveit. Hann hefur tekið þátt í ógrynni söngverkefna m.a. með kórunum Schola Cantorum, Carmina o.fl.. Tómas Manoury er fransk/íslenskur tónlistarmaður. Hann spilar á allskyns blásturshljóðfæri svo sem saxafón, túbu, munnhörpu, og mörg fleiri en auk þess syngur hann og hefur sérhæft sig í yfirtóna og barkasöng. Ásamt því að vera hjóðfæraleikari og tónskáld spilar Tómas einnig raftónlist undir nafninu KverK. Hann þróar tilraunakennd rafeindahljóðfæri og notar óhefðbundin viðmót með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga. Hann er stofnmeðlimur í Fanfare du Belgistan, spilar með Samuel Jón Samuelson Big Band ásamt því að semja tónlist fyrir ýmis myndbönd og leikrit. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 16. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.


7

HVAÐ ER AÐ SKE?

PEPSI FJÖLSKYLDAN Á HEIMA Í 10-11


8

HVAÐ ER AÐ SKE?

„SEQUENCES ER EINHVERSKONAR FLÆÐANDI STRÚKTÚR“ Frá árinu 2006 hefur hin alþjóðlega Sequenceslistahátíð verið haldin í Reykjavík, fyrst um sinn árlega en frá árinu 2009 annað hvert ár. Hátíðin er sjálfstæð með áherslu á rauntímatengda list, svo sem gjörninga, vídeó- og hljóðverk og innsetningar. Eftir því sem undirritaður kemst næst er hátíðin hin eina hérlendis sem einvörðungu fæst við myndlist. Á hátíðinni má gjarnan sjá framsækna list, ögrandi og áhugaverða, fá löðrung eða létt klapp á bakið. SKE tók Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur tali en hún er í forsvari fyrir hátíðina.

Hverfisgötuna. Carolee er brautryðjandi í myndlistinni og myndlistarmenn, sviðslistafólk og fjölmargir aðrir sækja innblástur í verk hennar. Hún hefur í raun aldrei slegið í gegn og verkin yfirleitt verið umdeild og sjaldnast vinsæl á þeim tíma sem hún hefur gert þau. Það er eins og hún ýti á hverjum tíma á auman blett í samfélaginu. Á sjöunda áratugnum átti fólk t.a.m. erfitt með nakta kvenlíkama en nú á fólk erfitt með konu á áttræðisaldri sem gerir verk þar sem hún gerir verk með köttunum sínum.

Geturðu sagt mér lítillega frá tilurð Sequenceshátíðarinnar? Sequences er 10 daga myndlistarviðburður sem leggur áherslu á tímatengda miðla og er nú haldin sjöunda sinni. Sequences er einhvers konar flæðandi strúktúr sem öðlast líf og karakter út frá innihaldinu hverju sinni. Hátíðin er sprottin úr grasrótinni og á sér tilraunakennt sjálf og er þannig vettvangur þar sem svigrúm og frelsi er til að gera ný verk með tilheyrandi mögulegum mistökum og óvæntri útkomu, en einnig sýna verk sem þegar hafa fundið sér farveg. Það eru Kling&Bang gallerí, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem standa að hátíðinni.

Í Loftsson, þar sem Nóatún var áður, má líka sjá verk Beatrice Pediconi, mjög seyðandi fjögurra rása vídeoinnsetningu, verk tveggja eistneskra listamanna, Kris Lemsalu sem gerir ólgandi og kraftmikil verk og Raul Keller sem hefur talsvert unnið með mót ímyndaðs veruleika, vísinda og raunveruleika, útvarpssendinga til tunglsins og mörk samskiptanna. Í Nýlistasafninu í Völvufellinu í Breiðholti eru svo t.d. verk Jordan Baseman og Sally O´Reilly ásamt tveggja íslenskra myndlistarmanna svo það er upplagt að skella sér í úthverfabíltúr.

Á Sequences gefst fólki kostur á að skyggnast inn í það sem er að gerast í framsækinni myndlist á Íslandi og erlendis, sækja sér innblástur og svala forvitninni. Boðið er til sýninga á 10 sýningarstöðum þar sem 26 íslenskir og erlendir myndlistarmenn sýna verk sín. Dagskráin sem nær yfir 10 daga sýningartímann er hæfilega þétt, auk þess sem utandagskráin er fjölbreytt og kjarnmikil. Á Sequences VII sýna bæði íslenskir og erlendir myndlistarmenn sem eru staddir á ólíkum stað í ferli sínum og það má því sjá verk bæði eftir nýútskrifaðan myndlistarmann og aðra sem hafa starfað í fleiri ár, jafnvel áratugi. Sýningarstaðirnir eru flestir í göngufæri við miðbæinn og upplagt fyrir unga og aldna að fara á bæjarrúnt og anda að sér þessum nærandi og skörpu straumum. Á hátíðinni er hverju sinni lögð áhersla á tiltekin umfjöllunarefni – að hverju er sjónum beint að þessu sinni? Yfirskrift Sequences VII er PLUMBING, og vísar til hugmynda um tengingar í stóru og smáu samhengi, áþreyfanlegar og huglægar tengingar; víra, pípur, eldfjallakerfi, internetið, kerfi líkamans og jafnvel ferðalagið á milli tveggja punkta: A og B, himins og jarðar eða lífs og dauða. Hugmyndin er í raun mjög einföld en teygir anga sína víða eins og liggur í eðli hennar. Hingað hafa komið margir áhugaverðir erlendir listamenn á vegum hátíðarinnar. Hvaða erlendu listamenn sækja hana heim í ár? Fjórtán erlendir myndlistarmenn sína verk sín á Sequences VII og þar ber fyrst að nefna Carolee Schneemann sem er heiðurslistamaður hátíðarinnar. Sýning á verkum hennar er í Kling&Bang við

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

Hverjir eru hápunktar hátíðarinnar í ár – ef má yfirleitt tala um slíka? Ég vil fara varlega í að tala um hápunkta, en Sequences er það sem hún er í samtakamætti allra listamannanna, sýningarrýmanna og þeirra sem koma að hátíðinni og styðja við hana með einhverju móti. Ég á eiginlega ekki til orð yfir þennan samtakamátt sem ég er búin að finna svo ríkulega fyrir í framkvæmd hátíðarinnar. Þannig að hver bútur í púslinu skiptir miklu máli og verður órjúfanlegur hluti af heildinni. Við erum auðmjúk og þakklát fyrir að hafa Carolee Schneemann sem heiðurslistamann, það er mjög í anda Sequences að geta boðið gestum að sjá og finna verkin hennar. Sem dæmi um aðrar sýningar og viðburði má nefna Loftsson í JL húsinu en þar eru sýningar í gamla Nóatúnsrýminu og uppi á 5. hæð þar sem maður smýgur ljúflega inn í hljóðheim Finnboga Péturssonar. Rýmið niðri færir mann eiginlega eitthvert til útlanda og verður áminning um hreyfiaflið sem myndlistin er. Þar sýna 8 myndlistarmenn í stóru opnu rýminu og ferðalagið teygir sig frá Miðjarðarhafinu og út á Faxaflóa í verki Heklu Daggar Jónsdóttur, inn í astralskan ljósapýramýda Kolbeins Huga, á bólakaf í verki Beatrice Pediconi og með lendingarstað í videoverki Graham Gussin sem er nánast eins og sérsniðið inn í rýmið. Mig langar svo rétt að nefna nýjan sýningarstað í Bankastræti 0, á gömlu klósettunum, þar sem Ragnar Helgi Ólafsson sýnir og sýningu á verkum Styrmis Arnar og Unu Margrétar Árnadóttur á Hótel Holti, en þau falla svo dásamlega inn í anda hótelsins. Samstarfið við Holtið hefur verið frábært, allir gestirnir okkar gista þar og dvelja í góðu yfirlæti og Styrmir Örn býður gestum á gjörninga út vikuna og ég hvet fólk til að mæta á auglýstum tímum.


9

HVAÐ ER AÐ SKE?


10

HVAÐ ER AÐ SKE? Þú mátt skila því til Ragnars Helga að ég biðji að heilsa á klósettið. Hvað um það. Hvaða þýðingu heldurðu að viðburður á borð við Sequences hafi fyrir hérlent listalíf? Sequences er á sífelldri hreyfingu og hefur mikla þýðingu bæði fyrir þróun myndlistarsenunnar á Íslandi, aðgengi almennings að myndlistinni og tengingu við erlendu myndlistarsenuna. Á hátíðinni eru sýnd verk sem efnisgera ólgandi sköpunarkraftinn sem er alltumlykjandi í myndlistarlífinu og við reynum hvað við getum til gera hana aðgengilega almenningi, t.a.m. með sýningarrölti með leiðsögn. Um leið er það mikilvægt að næra tenginguna við erlendu myndlistarsenuna og þar er Sequences einhvers konar gott verkfæri. Á Sequences eiga mörg samtölin sér stað sem við óskum þess svo að finni sér farveg í áframhaldandi sýningahaldi, gerð nýrra verka og framhaldslífi þeirra verka sem til hafa orðið í tilefni hátíðarinnar. Myndlistin getur held ég haft talsverðan mátt sem seytlar inn í ólík lög samfélagsins og ég hef satt að segja mjög einlæga trú á mikilvægi hennar til að næra ímyndunaraflið og gagnrýna hugsun einstaklinganna sem móta samfélagið. Það er eins og þetta tvennt aflærist á lífsleiðinni og mann langar sífellt að hreyfa við þessu. Er fólk almennt áhugasamt um framsækna myndlist, s.s. gjörninga, vídeólist o.þ.h.? Ég myndi segja að áhuginn væri þokkalega mikill. Fólk er stundum feimið við að koma og finnst það þurfa að hafa vit á myndlist til að koma, en raunin er sú að það eru allir mjög velkomnir. Það er nóg að koma og leyfa sér að finna, anda að sér því sem fyrir augu og vit ber. Auðvitað óskum við þess alltaf að fleiri nýti sér það sem er í boði, en það er líka sífellt margt í boði. En aðsóknin á þær fjölmörgu opnanir, sýningar og viðburði sem þegar hafa átt sér stað hefur verið frábær og ég get ekki annað en verið mjög ánægð með áhuga og aðsókn gesta á Sequences VII. Það er sannarlega ánægjulegt að sjá hvað margir eru forvitnir á þessum ólgandi veðratímum.

Að lokum spyr ég eins og þumbinn sem ég er: Hví tvíæringur frekar en árleg hátíð? Það er í rauninni ákvörðun sem tekin var út frá nokkrum þáttum. Einn er sá að til að gera góða hátíð með skýra sýn þarf að leggja mikla vinnu í og Sequences á engan fastan strúktúr eða starfsmann sem getur sinnt henni. Það hentar Sequences nokkuð vel að vera tvíæringur. En þegar upp er staðið þá er þetta í rauninni fjárhagslegt mál. Ég held að peningar séu í raun einna best nýttir í menningargeiranum enda sköpunarkrafturinn þess eðlis að hann finnur sér alltaf farveg og fyrrnefndur samtakamáttur og eldmóður er kynngimagnaður. En eilíf blóðtaka er ekkert endilega hressandi til lengdar samt svo það væri vissulega ánægjulegt ef ríkari fjárfesting og samspil hins opinbera og einkageirans kæmi sterkari inn á komandi árum. Beinn fjárhagslegur ávinningur Sequences á sama hátt og verka úr grasrótinni er sjaldnast mikill, hvort heldur er í myndlist, tónlist, hönnun, bókmenntum eða öðrum skapandi greinum, en snertifletir við sköpunarverk mun stærri hóps eru fjölmargir þar sem þessi verk verða brunnur. Einhvers konar frumkraftur sem svo fjölmargir sækja innblástur í, sbr. verk Carolee Schneemann svo dæmi sé nefnt. Við erum með ýmsar hugmyndir í farteskinu sem munu búa til tenginu á milli ára og óskum þess að geta nýtt þetta fyrirbæri sem Sequences er enn betur, það væri gaman! Því er SKE hjartanlega sammála og þakkar Eddu kærlega fyrir viðtalið og óskar henni og öllum sem koma að Sequences gleðilegrar og dálítið radíkal hátíðar.


11

HVAÐ ER AÐ SKE?

smáralind - kringlan


12

HVAÐ ER AÐ SKE?

SKEMMTUN

ÍSLANDSMEISTARMÓTIÐ Í THE ADDAMS FAMILY PINBALL Íslandsmeistaramótið í Addams Family pinball verður haldið nú á fimmtudaginn í Fredda. Addams Family kassinn er mest seldi pinball kassi allra tíma og voru framleidd yfir 20.000 eintök. Hann kom út árið 1992 og árið 1994 var gefin út sérstök gull útgáfa vegna mikilla vinsælda. Addams er hannaður af Pat Lawlor og Larry DeMar en þeir hafa komið að gerð fleiri af bestu Pinball kössum allra tíma eins og the Twilight Zone, Whirlwind og Funhouse (sem er einmitt til á Freddanum). Aðalverðlaun eru 15.000 kr. í klinki. Aukaverðlaun eru svo tveir tímar í Playstation 4 eða Nintendo herbergi fyrir allt að fjóra spilara. Skráning á Fredda, Ingólfsstræti eða á freddi@freddi.is

RUPAUL’S DRAG RACE NORRÆN

BATTLE OF THE SEASONS!

KVIKMYNDAHÁTÍÐ 2015

Sýndar hafa verið 6 seríur af þessum skemmtilegu þáttum, RuPaul’s Drag Race og er sú 7. komin í sýningar. Þátttakendur úr fyrri þáttum mæta á klakann og halda eitt heljarinnar skemmtikvöld fyrir landann í Gamla Bíó á föstudaginn.

Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu nú á miðvikudag og stendur hún í heila viku. Meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni eru Hrafninn flýgur, Eskimo Diva, Stockholm Stories, The Grump, Kraftidioten og Kapgang. Flestar myndir eru með enskum texta. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 15. - 22. apríl kl. 16:00 Miðaverð: Frítt Nánar á norraenahusid.is

Hvar: Freddi, Ingólfsstræti 2 Hvenær: 16. apríl kl. 20:00 Miðaverð: 500 kr.

Fram koma Adore Delano, Alaska 5000, Ivy Winters, Jinkx Monsoon, Pandora Boxx og Sharon Needles en kynnir kvöldsins er Michelle Visage. Tvenns konar miðar eru í boði, VIP miðar sem innifelur stund með drottingunum fyrir sýningu og þar sem fólki gefst tækifæri á að fá myndir og slíkt með þeim. Takmarkað magn í boði. VIP hittingurinn hefst kl. 21:00, klukkutíma áður en húsið opnar, en sýningin hefst kl. 23:00. Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 17. apríl kl. 22:00 Miðaverð: VIP: 8.900 kr. / Almennt: 6.500 kr. Nánar á tix.is

DRINK & DRAW Prikið heldur mánaðarlega teiknikvöld þar sem fólk kemur saman, fær pappír og karton til að teikna á og fær ódýran bjór fyrir hverja mynd. Teikningunum er svo safnað saman í lok hvers kvölds til að sýna á næsta Drink & Draw kvöldi. Um að gera að mæta með penna, liti, tússa eða blýanta og krota sögulegt verk! Hvar: Prikið Hvenær: 20. apríl kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

MYNDASÖGUÁSKORUN ÓKEIPISS 2015 Ókeipiss er ókeypis myndasögublað sem kemur út einu sinni á ári, á sjálfum Ókeypismyndasögudeginum, 2. maí. Allir eru hvattir til að taka þátt í gerð blaðsins og senda inn efni. Skilafrestur er til mánudagsins 20. apríl en að vanda verða bestu sögurnar birtar í blaðinu. Reglurnar í ár eru þær sömu og síðast: a) Að minnsta kosti ein síða. Í mesta lagi tvær síður. b) Má vera í lit og má líka vera ekki í lit. c) Má vera eftir einn eða fleiri. Höfundar og teiknarar sameinist! d) Ekki enda söguna á ,,framhald síðar”. Sagan verður að standa ein og sér. z) Blaðið verður prentað í stærðinni B5 (176mm × 250mm). En A4 mun sleppa.

RECORD STORE FYNDNASTI NEMI HÍ ÚRSLITAKVÖLD SKE minnir á úrslitakvöldið í keppninni um fyndnasta nema Háskóla Íslands sem er haldið nú á fimmtudaginn. Í vinning eru 100.000 krónur!

Sögurnar sendist í góðri upplausn á okeipiss@gmail.com Hvar: Ókeipiss Hvenær: 20. apríl kl. 24:00 Nánar á freecomicbookday.com

Hvar: Stúdentakjallarinn, Háskólatorgi Hvenær: 16. apríl kl. 21:00 Miðaverð: Frítt Nánar á studentakjallarinn.is

DAY 2015 Plötubúðadagurinn, eða Record Store Day, verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, en hann er árlegur viðburður sem heiðrar sess plötubúðanna og mikilvægi þeirra í menningu okkar. Allir eru því hvattir til að kíkja í þær plötubúðir sem landið býður upp á og láta plötugramsarann leika lausum hala. Við vitum að þú ert búinn að trassa plötubúðaferðina þannig að settu daginn á dagatalið! Hvar: Plötubúðir Íslands Hvenær: 18. apríl kl. 08:00


13

HVAÐ ER AÐ SKE?

Þú gætir unnið nýtt 50” Samsung sjónvarp ef þú drífur bílinn í skoðun!

LUKKULEIKUR

T T í R F I FI og I

BETRI STOFAN

W AND FI K Ú RJ KAF A Ð gÆ EÐAN á m íÐUR þÚ b

Þeir sem koma með bíl í skoðun hjá Frumherja geta skráð sig í lukkuleik og þannig öðlast möguleika á því að eignast stórglæsilegt 50“ sjónvarp frá Samsungsetrinu sem verður dregið út þann 4. maí nk.

öRUgg bIFREIÐASKoÐUN Um ALLT LAND Í vinning er stórglæsilegt 50“ Ultra HD 4K LED sjónvarp frá Samsungsetrinu

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is


14

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÚTGÁFUR

VIÐRINI VEIT ÉG MIG VERA HÖFUNDUR: ÓTTAR GUÐMUNDSSON

NÓTTIN UNGA HÖFUNDUR: STEFÁN MÁNI Alexander og Védís eru varúlfar. Þau hafa helgað líf sitt því að kenna öðru fólki með varúlfagen að hafa hemil á eðli sínu. Nú er kominn fram á sjónarsviðið stórhættulegur óvinur. Hinn svartklæddi öfgahópur Caput sveiflar flugbeittum sveðjum og ætlar sér ekkert minna en að útrýma öllum varúlfum á jörðinni. Sögur herma að nú stefni Caput til Íslands, eyjar berserkjanna og fæðingarstaðar sjálfs varúlfagensins. Þegar Alexander kemur heim í risíbúðina í Reykjavík eitt síðdegið er Védís horfin. Þar með ganga í garð myrkir tímar. Niðdimm nótt sem ætlar engan endi að taka.

Magnús Þór Jónsson, Megas, hefur um langt skeið verið einn umdeildasti listamaður þjóðarinnar. Hann hefur gefið út fjölda hljómplatna með eigin lögum og textum, þýtt og samið leikrit, skrifað skáldsögu og málað myndir. Óttar Guðmundsson læknir, höfundur bókarinnar, er frændi Megasar og vinur til margra ára. Í bókinni er æviferill Megasar rakinn og verk hans skoðuð. Óttar veltir því fyrir sér hvað mótaði Megas og hvernig skáldið hefur sett mark sitt á samtíð sína. Hann fjallar um helstu viðfangsefni Megasar, mannlegan breyskleika og dauðasyndirnar sjö sem leika stórt hlutverk í lífi hans og verkum. Í bókinni eru birt mörg myndverk eftir Megas.

ÁSTIN, DREKINN OG DAUÐINN HÖFUNDUR: VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR „Við erum á vissan hátt heppin,“ segir Björgvin upp úr eins manns hljóði. „Flestir sem fá svona fréttir þurfa að endurskoða líf sitt, jafnvel snúa því á hvolf. Við þurfum þess ekki því við lifum einmitt því lífi sem okkur langar mest til.“ Það má til sanns vegar færa; við höfum látið drauma okkar rætast, hvern af öðrum. En mér finnst þetta samt ósanngjarnt og segi það við hann. „Ósanngjarnt?“ Hann sperrir dökkar brýnnar í spurn. „Væri það sanngjarnara ef einhver annar hefði fengið þetta heilaæxli?“ Í Ástinni, drekanum og dauðanum lýsir Vilborg Davíðsdóttir vegferð sinni og hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu. Vilborg hefur hlotið lof fyrir skáldsögur sínar þar sem sterkar konur fyrri alda takast á við örlög sín. Hér lendir hún sjálf í ógnþrungnu ævintýri sem lætur engan ósnortinn.

DNA KILJA HÖFUNDUR: YRSA SIGURDARDOTTIR Ung kona er myrt á hryllilegan hátt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Skömmu síðar lætur morðinginn aftur til skarar skríða. Radíóamatör fær sérkennileg skilaboð á öldum ljósvakans sem tengja hann við bæði fórnarlömbin. Þó þekkir hann hvorugt þeirra. Yrsa Sigurðardóttir bregst ekki lesendum sínum með þessari mögnuðu glæpasögu!

VERTU ÚLFUR REYKJAVÍK SEM EKKI VARÐ

HÖFUNDUR: VARGUS ESTO

HÖFUNDUR: ANNA D.ÁGÚSTDÓTTIR/GUÐNI VALBERG Þegar stjórn Íslands færðist frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur 1904 skorti margar helstu stofnanir þjóðfélagsins þak yfir höfuðið. Reisa þurfti meðal annars ráðuneyti, skóla, spítala, ráðhús, leikhús og söfn. Það reyndist þrautin þyngri. Deilur um skipulag, staðsetningu og útlit settu mark sitt á nánast hverja einustu húsbyggingu á vegum hins opinbera í Reykjavík frá seinni hluta nítjándu aldar fram til okkar daga. Sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir og arkitektinn Guðni Valberg rekja sögu bygginga í Reykjavík sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli. Hvers vegna þessi Reykjavík varð ekki að veruleika er í senn stórfróðleg og skemmtileg saga sem ríkulegt myndefni gerir ljóslifandi

THE CHOPIN PROJECT ÓLAFUR ARNALDS OG ALICE SARA OTT Ólafur Arnalds og píanóleikarinn Alice Sara Ott taka hér höndum saman og flytja tónlist Chopin á einstakan hátt. Tónlist pólska tónskáldsins Chopin eins og þú hefur aldrei heyrt áður. Platan fær sterka dóma, þar á meðal fimm stjörnur í The Independent Today.

Þessi bók geymir frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm”? Vertu úlfur er einlæg gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sin var greindur með geðhvörf. Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.


PRÓ

Ð O B L I FAT

12 TOM M & R U T MU BÁ

AÍ M . 5 1 L I T R I D IS L I N I G E T Ð R O Í K S A TILB L Ó K S N U S Í V AM R F N G GE

9 9 9

Ferskleiki er okkar bragð.™

G F A Ð R IÐSTÆ

Gildir ekki með öðrum tilboðum. Með tilboðinu er aðeins átt við gos úr vél. Ef óskað er eftir því að fá gos í plasti þarf að greiða 100 kr. aukalega. Greiða þarf fyrir öll auka kjötálegg. © 2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.

15

HVAÐ ER AÐ SKE?

M U F Ó R P Í G I Þ M U J

Ð VIÐ ST Y S N I E Ð A OSI Á


16

HVAÐ ER AÐ SKE?


17

HVAÐ ER AÐ SKE?

YAMAHA

GRÆJU DAGAR 7. - 18. apríl verða Yamaha græju dagar. Magnarar, geislaspilarar, samstæður, heyrnartól, bassar, soundbar og allar hinar græjurnar á frábærum tilboðsverðum. Takmarkað magn. Fyrstur kemur fyrstur fær!

ALLT AÐ 100.000 KRÓNA AFSLÁTTUR!

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


18

HVAÐ ER AÐ SKE?

GRÆJUR

ROLAND AIRA TB-3 (TB-303) TOUCH BASSLINE

PEACHTREE AUDIO DEEP BLUE 2 BLUETOOTH MUSIC Peachtree Audio hefur hannað algjöra endurútgáfu af hinum vinsæla DeepBlue hátalara, með mögnuðu hljóði í hi-fi gæðum og með hágæða bluetooth tengingu. 440 vatta magnari keyrir hátalarann sem er fimm sinnum öflugri en áður. Turntablelab.com

POST NYLON BACKPACK HERSCHEL SUPPLY CO. Post Nylon Backpack er, eins og nafnið gefur til kynna, gullfallegur retró bakpoki úr næloni, hannaður af tískugúrúunum hjá Herschel Supply. Pokinn er einfaldur í hönnun og hefur nægilegt pláss fyrir ferðatölvuna ómissandi og hentar því bæði vel í vinnu og skóla. Mjó leðurrönd liggur eftir miðju pokans og lokið lokast með segulstáli. Þægindi áttu sinn þátt í hönnuninni en pokinn er með stuðningspúðum og þægilegum, stillanlegum ólum.

TAX FREE

KORG „MONOTRON DELAY“

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SKOÐAÐU VÖRUÚRVALIÐ Á

TEKK.IS TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 OPIð MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18 Vefverslun á www.tekk.is

Roland AIRA serían endurútfærir suma af eftirsóttustu og sígildustu hljóðgervlum frá Roland. Hér er byggt á hinum klassíska TB303 „bassline“ hljóðgervli sem þekktur er fyrir sitt „Acid’“ hljóð. 134 töfrandi hljóð ásamt hinum upprunalegu TB303 tónum.

ANALOGUE RIBBON SYNTHESIZER

DUST & GROOVES HÖFUNDUR: EILON PAZ Þessi bók er kannski ekki græja en hún er er þó ómissandi fyrir plötugramsara og vínylsafnara. Ljósmyndarinn, rithöfundurinn og plötufýllin Paz hefur sett saman frábæra kaffiborðsbók með snilldar myndum og viðtölum við plötusnúða, framleiðendur, plötusala og – áhugafólk um allan heim. Inngang ritar RZA en meðal þeirra sem Paz tekur viðtals í doðrantinum eru Questlvoe, Gilles Peterson, Four Tet, Rich Medina og Egon. www.dustandgrooves.com

Korg hefur nú sent frá sér nýja útgáfu af hinum byltingakennda Monotron sem vakti mikla aðdáun fyrir sinn eftirsótta MS20 filter, hentugu vasastærð og „analog“ gæði. Monotron fjölskyldan hefur nú getið af sér Monotron DELAY sem bætir við fleiri möguleikum í analog vopnabúrið. Gott „delay“ er enda mikilvægur þáttur í hinu hefðbundna „analog synthesizer“ hljóði. Monotron DELAY er þannig „analog“ hljóðgervill, endurbættur fyrir hljóð effect-a, sem þó erfir alla virkni hinnar upphaflegu græju.


19

Brandenburg

HVAÐ ER AÐ SKE?

FORRÉTTUR, AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR


20

HVAÐ ER AÐ SKE?

MATUR

MEXÍKÓSKAR SÚPUR CELTIC CROSS Celtic kross er rótgróinn bar í íslenskri barmenningu og hefur hann staðið vaktina á Hverfisgötu í um 20 ár. Opnunartíma barsins var nýlega breytt og nú er hægt að kíkja í kósý stemmningu og kaldan alveg frá hádegi. Þá

CALIENTE

bættust mexíkóskar súpur við matseðilinn sem við hjá SKE fengum að prófa í vikunni. Hægt er að velja milli kjúklingasúpu og vegan, en báðar eru vægast sagt bragðgóðar og matarmiklar. Súpan er borin fram í brauðskál

DOMINO’S

en þess má geta að í brauðinu er hvorki að finna salt né ger – sem gerir viðskiptavinum kleift að drekka (aukalega) einn kaldann með súpunni til að bæta það upp!

HEIMALAGAÐUR KJÖTBOLLUR THE LAUNDROMAT CAFÉ

Fulltrúar SKE panta sér gjarnan pizzur, og oftar en ekki verður Dominos fyrir valinu. Að þessu sinni var ákveðið að prufa eðalgrip sem kallast Caliante, funheita pizzu sem er ekki fyrir neina aukvisa. Pizzan sú er skreytt með pepperoni, rjómaosti, jalapeno pipar, anans, fajitas kjúklingi og hot sauce. Æðisleg pizza í alla staði en ef þú ert mikið fyrir sterkt þá mælum við með því að þú prufir Caliente.

Útsendarar SKE kíktu við á dögunum á skemmtilega dansk-íslenska staðinn The Laundromat Café. Það sem gefur staðnum sérstöðu er vel búið bókasafn, stórt barnaherbergi ásamt því að vera fullbúið þvottahús. Mikið er um að velja á matseðli staðarins en við hjá SKE ákváðum að vera heimilisleg inni á þessu notalega kaffihúsi og fá okkur heimalagaðar kjötbollur sem bornar voru fram með kartöflubátum, fersku salati, hrásalati og að ógleymdri brúnu sósunni. Til að toppa þetta allt voru svo bacon sneiðar með bollunum. SKE mælir eindregið með þessum rétti og mælir einnig með að panta sér auka brúna sósu með bollunum. The Laundromat Café er svo sannarlega með gott í gogginn.

www.dominos.is

www.thelaundromatcafe.com

HUNANGS-BEIKONKLÚBBUR

QUIZNOS Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is

Á nokkrum af bensínstöðvum Olís er að finna veitingakeðjuna Quiznos , sem býður upp á eins konar blöndu af bandarískri og ítalskri samlokugerð. Auk þessara vinsælu samlokubáta býður Quiznos einnig upp á salöt og vefjur. Útsendarar SKE litu við á Sæbrautinni og fengu sér gómsætan samlokubát sem kallast hunangs-beikonklúbbur. Hann inniheldur kalkún, beikon, skinku, óðalsost, kál, tómata og

rauðlauk og er toppaður og með franskri hunangssósu og kryddi. SKE-liðum fannst báturinn rosalega góður og hlakka til að prófa hinar samlokurnar þeirra. Þeir mæla einnig með ranch-sósunni þeirra sem gerir hvaða samloku sem er enn betri. www.quiznos.is


21

HVAÐ ER AÐ SKE?

*

Go Ahead Létt í bragði

Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex


22

HVAÐ ER AÐ SKE?

LISTVIÐBURÐIR

ÚTSKRIFTARSÝNING MA FRÁ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS

INNBYRÐIS

HREYFING-SAMRUNI-FLÆÐI Innri virkni hlutanna, bindiefni þeirra, samspil og umbreyting eru viðfangsefni Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis í Arinstofu og Gryfju. Í rýmisverkum hennar og teikningum opnast þessi kjarnaði innri veruleiki fyrir utanaðkomandi áhrifum. Efniseiginleikar þeirra renna saman, eflast, veita mótspyrnu og hliðrast. Anna Rún notast við vatnslit sem er leystur upp í nokkru magni af vatni og látinn drjúpa á pappír. Við uppgufun vatnsins taka eðlisfræðilegir eiginleikar litarefnisins völdin og raðast upp í mislita hringi út frá miðjupunkti. Nær ógerningur er að sjá fyrir endanlega útkomu eða stýra henni því svo margir ófyrirséðir þættir hafa áhrif. Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar Tryggvadóttur á Íslandi, en hún lauk meistaranámi frá Concordia Háskóla í Montreal, árið 2014 með einkasýningunni render & react, approach to a subconscious sensory system. Hvar: Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Hvenær: Opið til 03. maí Opnunartími: kl. 13:00-17:00, alla daga nema mánudaga Nánar á listasafnasi.is

Ljósmynd: Borghildur Tumadóttir

LÍNUBILUN // LINE FAULT SEQUENCES OFF-VENUE Ekkisens tekur þátt í Sequences listahátíð með því að spila saman þremur myndlistarkonum sem allar hafa sinn bakrunn í tímatengdri myndlist. Verkin sem þær sýna munu kallast á við rýmið í bæði nær- og fjærumhverfi ásamt því að kveikja líf í hverjum krók og kima í sýningarýminu. Myndlistarkonurnar sem sýna verk eru: Dodda Maggý, Sigrún Hrólfsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Sýningastjórar eru: Borghildur Tumadóttir og Freyja Eilíf Logadóttir Sýningin er partur af off-venue prógrammi Sequences hátíðarinnar. Ekkisens er listamannarekið sýninga- og viðburðarými í gömlu kjallarahúsnæði á Bergstaðastræti 25B. Kjallararýmið er fyrrum vinnustofa og íbúð sem nú er í mikilli niðurníðslu. Á efri hæðinni býr Amma Didda. Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B Hvenær: Opið til 19. apríl Opnunartími: kl. 16:00-18:00 Nánari á ekkisens.wordpress.com

Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því annar árgangur útskriftarnema námsbrautanna sem setur fram útskriftarverkefni sín til opinberrar sýningar og MA varna. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi. Hér leggja fjórtán nemendur fram verk sín; átta í hönnun og sex í myndlist. Þau eru: Arite Fricke, Brynja Þóra Guðnadóttir, Droplaug Benediktsdóttir, Fiona Mary Cribben, Hjálmar Baldursson, Jiao Jiaoni, Li Yiwei and Magnús Elvar Jónsson af MA námsbraut í hönnun. Jonathan Boutefeu, Linn Björklund, Soffia Guðrún KR Jóhannsdóttir, Solveig Thoroddsen, Carmel Seymour and Unnur Guðrún Óttarsdóttir af MA námsbraut í myndlist. Sýningarstjóri er Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Hvar: Gerðasafn, Hamraborg 4 Hvenær: Opnun 18. apríl kl. 14:00, sýningin er opin til 10. maí Miðaverð: Frítt

VINÁTTA / FRIENDSHIP HELENA AÐALSTEINSDÓTTIR & LOGI LEÓ GUNNARSSON

SKE vekur athygli á því að Helena Aðalsteinsdóttir & Logi Leó Gunnarsson opnuðu sýninguna Vinátta / Friendship í Anarkíu listasal laugardaginn 11. apríl síðastliðinn.

ÖRNÁMSKEIÐ: VARÚÐ – NÝMÁLAÐ!

Tveir vinir, hugmyndir þeirra og samvinna Formfræði, efniskostur og útkoma Tveir hugar, fjórar hendur og tugir skúlptúra. Helena Aðalsteinsdóttir (f. 1990) er búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014, auk þess lærði hún eina önn í Univerisity of the Arts, Helsinki, 2013. Helena gerir m.a. tilraunir með hlutverk hluta og efnis og vinnur aðallega í skúlptúr, video og hljóð. Nýlegar sýningar sem hún hefur tekið þátt í eru Kunstschlager Stofa, Listasafn Reykjavíkur /Kunstschlager; Svona svona svona, Safnahúsið og Veldi, Skaftfell, Seyðisfirði.

VOR Í LOFTI

Logi Leó Gunnarsson býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hann vinnur aðalega með skúlptúr, hljóð og myndbandsmiðilinn. Nýlegar sýningar sem hann hefur tekið þátt í eru meðal annars Svona, svona, svona í Safnahúsinu, Young Seated White Porcelain Nude Female Figurine 736 42 í Miðstöð Æðri Listmenntunar, Laugarnesvegi 91 og “Jöfnur” sem listamaður vikunnar í Kunstchlager. Verk hans hafa verið birt í tímaritinu Listvísi og bókinni Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty.

Listamaðurinn Matthías Rúnar Sigurðsson opnaði sýningu sína, Vor í lofti í SÍM salnum síðastliðinn föstudag. Hér er um mjög áhugaverðan listamann að ræða sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Á sýningunni er hægt að skoða menn og dýr í daglegu amstri, hjálparhellu og hvernig lífið er undir yfirborði jarðar, en einnig hvernig það er á yfirborðinu og í háloftunum. Nokkrir steinar eru á sýningunni sem Matthías hefur höggvið út og breytt í haus, kött og einhvern apa (hjálparhellu), en þar eru líka málverk og teikningar.

Hvar: Anarkía listasalur, Hamraborg 3, 200 Kópavogur Hvenær: Opið til 26. apríl Opnunartími: þri.-fös. kl. 15:00-18:00 en frá kl. 14:00-18:00 um helgar.

Hvar: SÍM, Hafnarstræti 16, Reykjavík Hvenær: Opið til 26. apríl Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 10:00-16:00 Nánar á sim.is

Myndlistarmaðurinn Þorvaldur Jónsson, sem á verk á sýningunni Nýmálað 2, stýrir ókeypis örnámskeiðum í listmálun fyrir 12 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum laugardagana 18. og 25. apríl. Á námskeiðunum fá þátttakendur tækifæri til að vinna sín eigin málverk á striga undir handleiðslu Þorvalds, en hann ætlar einnig að segja frá sýningunni Nýmálað 2 sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Hugmyndasmiðjan er opin smiðja fyrir alla. Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í myndlist og gefa þeim tækifæri til að rannsaka hana og uppgötva. Listasafn Reykjavíkur hefur haldið slík örnámskeið í vetur við góðar undirtektir. Hvar: Kjarvalsstaðir Hvenær: 18. apríl og 25. apríl kl. 13:00–16:00


HÁSKERPU 4K OFURUPPLAUSN

23

HVAÐ ER AÐ SKE?

Philips Ambilight sjónvarp með Android stýrikerfinu

49" 55"

4K - ULTRA HD LED • • • • • • • • • •

með Android

Glæsileg rammalaus hönnun Ultra HD – 4K ofur háskerpuupplausn 3840x2160 Pixel Precise Ultra HD myndvinnsla með quad core örgjörva Alvöru myndgæði með 600Hz PMR Ultra, Perfect Natural Motion og Micro Dimming Pro Ambilight baklýsing, eykur upplifun til muna Android stýrikerfi , nýr heimur leikja, kvikmynda og afþreyingar, til dæmis sjónvarp Símans, og Google Play Movies beint í tækið Twin tuner – hægt að horfa á eina stöð og taka upp aðra á sama tíma Snjöll fjarstýring – Vönduð fjarstýring með músabendli, lyklaborði og hægt að tala við tækið! Endalausir möguleikar með Cloud TV, Simplyshare, Multiroom server, Dropbox og Miracast Hægt er að horfa á 3D myndir – 4 gleraugu fylgja!

49”

Philips 49PUS7909

TILBOÐ

55”

Philips 55PUS7909

TILBOÐ

179.995

249.995

VERÐ ÁÐUR 229.995

VERÐ ÁÐUR 349.995

ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


24

HVAÐ ER AÐ SKE?

LJÓSVAKAMIÐLAR

NEI HÆTTU NÚ ALVEG Árni Ólafur kokkur og örbóndi í Árdal í Borgarfirðinum er mættur á ný í vandaðri og fróðlegri þáttaröð um lífið í sveitinni. Árni stækkar bústofninn og leitar um allt Vesturland að spennandi hráefni til sjávar og sveita.

Spurninga- og skemmtiþátturinn Nei hættu nú alveg er í umsjá Vilhelms Antons Jónssonar. Tvö lið, skipuð úrvals fólki keppa í hverjum þætti og óhætt er að lofa fjörugum spurningatíma með skemmtilegu fólki og afar óhefðbundnum spurningum.

Hvar: Stöð2 Hvenær Sun. kl.19:45

Hvar: RÚV Hvenær Sun. kl. 15:02

HIÐ BLÓMLEGA BÚ

KIRSTIE Hinn 26 ára gamli Arlo Barth bankar uppá hjá líffræðilegri móður sinni sem hann hefur aldrei hitt eftir að hún gaf hann til ættleiðingar strax eftir fæðingu. Foreldrar hans eru fallin frá og nú er hann kominn til að ná tengslum við konuna sem fæddi hann. Móðirin, Hollywoodleikkonan Madison Banks, er engan vegin tilbúin fyrir móðurhlutverkið enda er hún upptekin við að lifa glamúrstjörnulífi í Hollywood ásamt fræga fólkinu en með aðstoð góðra vina sannfærist Madison á að gefa móðurhlutverkinu annað tækifæri. Leikkonan Maddie Banks fær aðalhlutverk á Broadway en það setur strik í reikninginn þegar sonur hennar, sem hún gaf frá sér til ættleiðingar fyrir 26 árum, mætir á svæðið og tilkynnir henni að kjörmóðir hans sé dáin. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Þri. Kl.19:50

INSIDE MEN ROYAL PAINS Þetta er fimmta þáttaröðin um Hank Lawson sem starfar sem einkalæknir ríka og fræga fólksins í Hamptons. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Fim. Kl.20:15

Bresk smáþáttaröð um vopnað rán sem framið er í peningageymslu í Bristol, Bretlandi. Söguþráðurinn fjallar um þrjá starfsmenn peningageymslunnar og aðdraganda þess að þeir leggjast út í slíkt risa rán á sínum eigin vinnustað en þær innherjarupplýsingar sem þeir einir hafa aðgang að auðveldar vissulega glæpinn enda tekst þeim ætlunarverkið. Þættirnir fengu mikið lof gagnrýnenda þegar þeir voru sýndir í Bretlandi. Með aðahlutverk fara meðal annars Steven Mackintosh, Warren Brown og Ashley Walters. John Coniston, tryggur framkvæmdastjóri stórs fyrirtækis sem þjónustar banka, er þvingaður af mannræningjum sem halda eiginkonu hans og ungri dóttur í gíslingu, til að aðstoða við rán. Öryggisvörður, Chris, slasast illa í ráninu.

GRANDALEYSI FORELDRA Dönsk heimildamynd þar sem foreldrar barna, sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi utan heimilis síns, stíga fram. Foreldrarnir lýsa því hvernig vísbendingar um misnotkun á börnum þeirra fóru framhjá þeim svo mánuðum skipti og fórnarlamb á unglingsaldri segir sögu sína. Hvar: RÚV Hvenær: Þri. Kl. 21:10

Hvar: SkjárEinn Hvenær: Mán. Kl. 22:30

VEEP

GAME OF THRONES

Fjórða þáttaröðin ef þessum bráðfyndnu gamanþáttum. Julia Louis-Dreyfus er hér í hlutverki þingmanns sem ratar í starf varaforseta Bandaríkjanna.

Fimmta þáttaröðin um hið magnaða valdatafl og blóðuga valdabaráttu sjö konungsfjölskyldna í Westeros en allar vilja þær ná yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne.

Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru Simon Cowell, David Walliams (Little Britain), Amanda Holden og Alesha Dixon en kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec.

Hvar: Stöð 2 Hvenær: Þri. kl. 21:05

Hvar: Stöð 2 Hvenær: Mán. kl. 21:40

Hvar: Stöð 2 Hvenær: Sun. kl. 20:15

BRITAIN’S GOT TALENT


25

HVAÐ ER AÐ SKE?

VEGAMÓT KITCHEN - BAR - CAFÉ

Í HÁDEGINU VIRKA DAGA Réttir dagsins á 1890 og súpa fylgir með

HEILSURÉTTIR

BRUNCH

Laugardaga & Sunnudaga | 11-16 Vegan hnetusteik

Með hnetusósu, Marakkó salati með appelsínu, ólífum og kryddjurtum.

2690

Hægeldaður þorskhnakki

2590 Með ávaxta chutney, bankabyggi, brokkolí, kryddjurta sesam vinegrette og jurtum.

HUMARPIZZA Steinliggur með hvítvíni

Grænmetisborgari í speltbrauði

2290

Með sólþurkuðum tómötum og cashew hnetum, borinn fram með sætkartöflusalati með tómötum og lauk.

Lúxus brunch

2490 Hrærð egg, beikon, pastramiskinka, camembert, goudaostur, kartöflur, ný bakað brauð, ferskir ávextir, tómat confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og pönnukaka með hlynsírópi.

Sá breski

2390

Klassískur Vegamótabrunch

2390

Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og pönnukaka með hlynsýrópi.

Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur, tómat confetti, grískt jógúrt og pönnukaka með hlynsírópi.

Léttur heilsubrunch

2090 Ristað speltbrauð, pastramiskinka, ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og grískt jógúrt. Barna Brunch Pylsur, steikt egg, beikon, grískt jógúrt, brauð og pönnukaka.

990

BABY BACK RIBS + ÍSKALDUR BJÓR Gott saman alla daga

Eldhúsið er opið sun-mið 11-22:00 fim 11-23:00 fös-lau 11-23:30

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE?

TÓMSTUNDIR

REYKJAVÍK ESCAPE Í gömlu rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, er Reykjavík Escape til húsa. Þessi nýjung í afþreyingu á Íslandi hefur farið eins og eldur í sinu erlendis og er nú komið hingað. Leikurinn er hannaður fyrir 2-5 manna hópa og hefur hópurinn 60 mínútur til þess að komast út úr litlu herbergi sem er fullt af vísbendingum, gátum og þrautum. Markmiðið er að finna leið út úr herberginu. Þetta er gott tækifæri til að takast á við innilokunarkenndina en mikið reynir á hugann og samstarfshæfnina. Í boði eru þrjú þemu: Prison Break, The Scientist og Taken.

GRACIE BARRA JIU JITSU

Staðurinn hentar að sögn mjög vel fyrir hvers konar hópefli, vinahópa, steggjanir eða sem tækifærisgjafir. Opið er frá kl. 12 alla daga og eru tímar pantaðir á vefsíðu þeirra.

Gracie Barra Jiu Jitsu félagið er staðsett í Ásgarði í Garðabæ. Stöðin býður upp á fjölbreytt námskeið en segja má að brasilískt Jiu-Jitsu sé uppistaðan hjá þeim. Boðið er upp á ókeypis prufutíma til að taka púlsinn á félaginu. Auk hins brasilíska Jiu-Jitsu eru námskeið fyrir börn og unglinga, Jiu-Jitsu sérsniðið fyrir konur og Jiu-Jitsu NoGi.

Nánar á reykjavikescape.com.

Félagið hefur einnig getið sér góðs orðs eftir að hafa boðið krökkum sem lent hafa í líkamlegu einelti að koma í ókeypis sjálfsvaratíma og uppbyggingu. Stundatöflu, verðskrá og opnunartíma má sjá nánar á heimasíðu félagsins. Nánar á graciebarra.is

HANDVERKSHÚSIÐ Vefverslun Handverkshússins selur nánast alla hluti tengdu handverki og upplýsingar um hvaða verkfæri skal nota við hvaða handverk. Á vefsíðunni er einnig að finna fjölmörg námskeið þar sem hægt er að koma í sérútbúnar kennslustofur og læra tökin í ýmsum greinum handverks; til að mynda húsgagnasmíði, tálgun, tréskurði, silfursmíði, hnífasmíði og glerskurði. Nánar á handverkshusid.is

SALT ELDHÚS Að gera góðan mat er ekki öllum eðlislægt. Því er tilvalið að læra handtökin í ferli eldamennskunnar á youtube.com eða þá á námskeiðum eins og í boði eru hjá Salt eldhúsi. Á matreiðslunámskeiðunum þeirra eru undirstöðuatriði í vinnubrögðum kennd og meðal annars farið í samsetningu matseðla, undirbúning hráefnis og hvernig maturinn er

ákjósanlega borinn fram. Öll tæki og tól eru til staðar. Ýmsar gerðir matseldar hafa verið í boði eins og tælensk, indversk, nepölsk og ítölsk matargerð, smáréttir, franskar makkarónur, eftirréttir og ostagerð. Nánar á salteldhus.is


27

HVAÐ ER AÐ SKE?


28

HVAÐ ER AÐ SKE?

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

WILD TALES 8,2

FAST & FURIOUS FORSALA HAFIN Á 7 OG , SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL BORGARBÍÓ AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

8,0

82%

INSURGENT

95%

SAMBA 6,7

50%

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

7,0

31%

STATIONS OF THE CROSS

7,6

75%

THE SECOND BEST EXOTIC

AUSTUR

MARIGOLD HOTEL SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ

8,6

LAUGARÁSBÍÓ | SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI

WHIPLASH

6,8

62%

95%


29

HÁDEGISMATSEÐILL

HVAÐ ER AÐ SKE?

mánudaga-föstudaga frá 11.30-14.00

SAMSETTUR MATSEÐILL

AÐALRÉTTIR

Forréttir

160gr sérvalið nautakjöt, hamborgarabrauð Örvars, brasað uxabrjóst, tómatrelish, salatlaukur, andafitukartöflur, mæjó

SÚPA DAGSINS Spurðu þjóninn eða

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

Aðalréttir

BRASSERAÐ UXABRJÓST

Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ og mascarpone eða

REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc

Eftirréttir

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís eða

EPLATART

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

BÖRGERINN

2.290

BRASSERAÐ UXABRJÓST Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ, mascarpone

LÉTTIR RÉTTIR JARÐSKOKKAR

Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir 1.790

ANDARSALAT

Andalæri, appelsínur, pak-choi, cashew hnetur, gulrætur

RÉTTIR DAGSINS

EFTIRRÉTTIR

SÚPA DAGSINS

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

Spurðu þjóninn

1.390

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís

FISKUR DAGSINS

1.190

2.190

HEIMALAGAÐUR ÍS Þrjár tegundir af ís sérvaldar fyrir þig

1.790 / 2.490

1.090

RISOTTO

2.490

EPLATART

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

KOLAGRILLUÐ KJÚKLINGALÆRI FRÁ LITLU GULU HÆNUNNI

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

1.790 / 2.490

1.190

SJÁVARRÉTTASÚPA

Brasað bankabygg, gulrætur, cumin, earl grey-rúsínur, kjúklingasoð

Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar

2.490

1.790 / 2.490

REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE

Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc 2.490

TVEGGJA RÉTTA 2.790 ÞRIGGJA RÉTTA 3.490

KVÖLDMATSEÐILL

FORRÉTTIR

alla daga frá 17.30

ÁVEXTIR HAFSINS

Humar, risarækjur, ceviche, sashimi, bláskel, kúfskel, hrogn, sítrónugrassmajó, grillað paprikumajó, Tabasco

FINGER FOOD Frábært í forrétt og til að deila, eða fá sér nokkra og sleppa restinni!

NAUTA TATAKI

Nautalund, chili, kóríander

2.990 á mann

EPLAVIÐARREYKTUR ÁLL Laukur, hnúðkál og dillmajónes

TÚNA

Kolaður túnfiskur, bonito-gljái, beikon, sítrónugrassmajó 1.890

2.290

PORK ME

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

Djúpsteikt grísasíða, epli, beikon

2.190

1.890

JARÐSKOKKAR

GRÍSARIF

2.190

1.890

BLÁSKEL Í SOÐI

GRAFIN BLEIKJA

Vestfirsk hveitikaka, rauðrófupestó, estragonmajónes

ANDASALAT 2.290

GRILLAÐ LAMBA SIRLOIN

Kartöflumauk, sinnepsfræ, jarðskokkar

4.490

CONFIT DE CANARD

RISOTTO

~ ~ ~ KOLAÐUR LAX

Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque eða

NAUTATVENNA

Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái

~ ~ ~ OSTAKAKA

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís 6.890

Óvissumatseðill

Sex rétta samsettur matseðill

1.890

2.190

Andalæri, appelsínur, pak choi, cashewhnetur, gulrætur

Þriggja rétta matseðill Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

Seljurótar-hrásalat, Kol leynisósan

Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir

Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó

AÐALRÉTTIR ÚR KOLAOFNINUM

1.790

Einungis fyrir 2 eða fleiri

Einungis fyrir allt borðið

Crispy andarlæra „confit“, perlu-cous cous, gulrætur, appelsínur, cashewhnetur og soðsósa

RIBEYE 250g

Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise

3.990

NÆTURSALTAÐUR ÞORSKHNAKKI

5.290

Grillað hvítkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc

NAUTALUND 200g

Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise

3.890

KOLAÐUR LAX

5.790

Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque

NAUTATVENNA

3.990

Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái

HNETUSTEIK

Kartöflusmælki, gljáð gulrót, gulrótarmauk

4.890

3.890

8.490 á mann

FJÓRAR TEGUNDIR AÐ HÆTTI ELDHÚSSINS

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan 3.490

4.890

BLÁSKEL Í SOÐI

Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó

Epla- og rabarbara-relish, Pain Perdu

3.790

2.990

SÆTINDI

SJÁVARRÉTTASÚPA Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar 2.190

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

PÖNNUKAKA HELGU SIGURÐAR

1.790

1.790

EPLATART

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

Heslihneturjómaís, karamella, pera

CHEVICHÉ

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís

2.090

HEIMALAGAÐUR ÍS

SÚKKULAÐI-SOUFFLÉ

Úrval eftirrétta að hætti eldhúss

1.590

1.790

1.900 á mann

Lax, hörpuskel, grilluð paprika, sítrusávextir

S KÓ L AV Ö R Ð U S T Í G U R 4 0

UXABRJÓST 3.990

Rófur, geitaostur, pólenta, hvítlaukur, soðsósa

Valið úr forréttum og finger food, létt máltíð fyrir einn eða skemmtilegur forréttur fyrir tvo

HUMAR OG FOIE GRAS

AÐALRÉTTIR

SAMSETTIR MATSEÐLAR

·

1 0 1 R E Y K J AV Í K

Þrjár tegundir sérvaldar fyrir þig!

·

SÍMI 517 7474

·

1.790

BLAND AF ÞVÍ BESTA

Dökkt súkkulað, kókosís

INFO@KOLRESTAURANT.IS

Einungis fyrir 2 eða fleiri

·

KOLRESTAURANT.IS


30

HVAÐ ER AÐ SKE?

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

FOCUS 7,0

GET HARD LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI

PAUL BLART: MALL COP 2

55%

KINGSMAN: THE SECRET SERVICE

8,2

74%

FRUMSÝND 17. APRÍIL

5,7

27%

SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

6,3

31%

THE LOVE PUNCH 7,8

FÚSI HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SMÁRABÍÓ

SERIAL (BAD) WEDDINGS HÁSKÓLABÍÓ

BORGARBÍÓ AKUREYRI

LOKSINS HEIM 6,8

7,7

7,7

84%

79%

46%


31

HVAÐ ER AÐ SKE?

FORSALAN ER HAFIN Miðnætur forsýningar 22. apríl - fruMsýnd 23. apríl


32

HVAÐ ER AÐ SKE?


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.