Page 84

Snæfellsnes

Hellissandur The village of Hellissandur (Route 574) is probably the first Icelandic village to be called a fishing village. The area has been inhabited since the middle ages. A recently refurbished maritime museum is located in the village. By the museum stands the so called “Sjómannagarður” (The Fishermen’s Garden), where guests can experience traditional fisherman’s’ living quarters. Above Hellissandur is the church site Ingjaldshóll. The church, built in 1903, is the first concrete church in the country. Various services can be found in Hellissandur, including a restaurant, café, hotel, shops, gas station, camping site and accommodations. Offices of Snæfellsjökull National Park are located in Hellissandur. The town inhabitants are close to 400.

Hellissandur er sennilega fyrsta byggð landsins sem kalla mætti sjávarþorp en þar er talið að þorp hafi staðið síðan á miðöldum. Þar er merkilegt og nýlega endurbætt sjóminjasafn sem gerir sögu árabátaútgerðar skil. Við safnið er svokallaður Sjómannagarður þar sem gestir geta kynnst hefðbundinni þurrabúð sem voru hýbýli fólks í sjávarþorpum á fyrri tíð. Fyrir ofan Hellissand er kirkjustaðurinn Ingjaldshóll en þar er fyrsta steinsteypa kirkja landsins, reist 1903. Ýmsa þjónustu er að finna á Hellissandi á borð við veitingastað, kaffihús, verslanir, bensínstöð og gistingu. Þar má einnig finna nýlegt tjaldsvæði í hraunjaðrinum og þá eru skrifstofur Snæfellsjökulsþjóðgarðs í þorpinu. Íbúar Hellissands eru um 400.

Rif North of Snæfellsjökull Glacier is the small village Rif (Route 574) with 150 inhabitants. It is characterized by its grand harbor and prosperous fishery, dating back to the 17th century. Conditions for bird watching in Rif are very favorable, and attract many tourists every year. Many hiking trails lie from Rif including a popular one that connects Rif to Hellissandur, a 3 km walk through one of the largest arctic terns nesting in the country. At Rif is a shop, café, hostel and a professional theatre. Rif is also the home to the annual Northern Wave International Film Festival, now in its 11th year. Þorpið Rif er norður af Snæfellsjökli. Einkenni þorpsins er stór og góð höfn og er myndarleg útgerð starfrækt í þorpinu. Rif hefur raunar verið útgerðarstaður frá 17. öld. Við Rifsós er að finna góða aðstöðu til fuglaskoðunar sem laðar fjölmarga gesti til sín á hverju ári. Gönguleiðir er að finna frá þorpinu t.d. vinsæla leið sem tengir Rif við Hellissand, sem er

84

einungis í 3 kílómetra fjarlægð. Á Rifi er verslun, kaffihús, gistiheimili og atvinnuleikhús og þar er einnig haldin á hverju ári alþjóðleg kvikmyndahátíð. Á Rifi er eitt stærsta kríuvarp á Íslandi. Íbúar Rifs eru um 150.

Profile for Skessuhorn

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Advertisement