Page 4

Vesturland

Welcome to West Iceland! Velkomin á Vesturland! West Iceland holds a diverse spectrum of nature and culture. Land and history are one in West Iceland and the tourism focuses on connecting history and culture to available services. Here are the settings of the famous Sagas, such as Sturlunga Saga, Egils Saga, Eyrbyggja Saga and Laxdæla, and folktales about trolls, elves and outlaws. Here is where stories happen and where stories are told. West Iceland is truly a land of stories – a complete Sagaland.The region offers diverse activities, among them cultural related tourist services, hiking trips, whale and bird watching, dog sledge rides, ATV-trips, cave explorations and glaciers tours, to name a few. You get to know the glaciers, literally inside and out, as well as churning hot springs. One could argue that within 24 hours one could experience a difference in temperature of 110°C, for example far beneath the surface of Langjökull glacier and then the churning hot water flowing from Deildartunguhver hot spring.A growing number of restaurants and various possibilities for lodging are also in the region. You don’t have to worry about food or sleep along the way. It is my sincere hope that Travel West Iceland will serve you well. Its chapters trail the districts in the region. The first chapter covers West Iceland in its entirety, following an introduction to Akranes, then Kjós, Hvalfjarðarsveit, Borgarfjörður and Snæfellsnes ending up in Dalir and Reykhólasveit. An event calendar is located within the booklet and a summary of services provided in each district. The booklet is adorned with numerous pictures of West Iceland and also includes accessible maps of chosen areas and towns. Enjoy!

4

Á Vesturlandi er fjölskrúðugt litróf náttúru og mannlífs. Land og saga eru órofa heild þar sem ferðaþjónustan leggur áherslu á að tengja menningu og sögu við þá þjónustu sem í boði er. Hér er sögusvið fornsagna á borð við Sturlungu, Egilssögu, Eyrbyggju og Laxdælu, þjóðsögur um tröll, álfa, huldufólk og útilegumenn. Hér gerast sögur og hér eru sögur sagðar. Vesturland er því sannkallað söguland. Ótal afþreyingarkostir eru í landshlutanum. Boðið er upp á menningartengda ferðaþjónustu, skipulagðar gönguferðir, hvala- og fuglaskoðun, fjórhjólaferðir, hellaskoðun og jöklaferðir svo eitthvað sé nefnt. Hér fær fólk að kynnast innviðum jökla sem og ólgandi hverum. Því má segja að hægt sé að upplifa 110°C hitamun sama daginn, t.d. langt undir yfirborði Langjökuls og svo ólgandi heita vatnið sem vellur upp á yfirborðið í Deildartunguhver. Mikill og vaxandi fjöldi veitingastaða og ólíkra gistimöguleika eru í boði í landshlutanum. Ekki þarf því að örvænta um mat eða gistingu. Það er von mín að Ferðast um Vesturland eigi eftir að nýtast vel á ferðalaginu um landshlutann. Ritið skiptist í kafla eftir byggðum. Fyrst er almennur kafli um Vesturland í heild sinni en næst kemur kynning á Akranesi, svo Kjós og Hvalfjarðarsveit, þá er haldið í Borgarfjörð, um Snæfellsnes og endað í Dölum og Reykhólasveit. Viðburðaskrá er að finna í ritinu auk yfirlits um þjónustu á hverju svæði. Fjöldi ljósmynda af Vesturlandi prýðir ritið, auk aðgengilegra korta af einstökum svæðum og bæjum. Njótið!

Magnús Magnússon, editor / ritstjóri

Profile for Skessuhorn

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Advertisement