Page 28

Hvalfjörður og Kjós

Hvalfjörður and Kjós Hvalfjörður is one of the longest fjords in iceland and has a diverse landscape. The coastline includes spits and coves marked with rich birdlife. Hvalfjörður fjord itself is a special area with ample hiking opportunities, such as the popular trail of Síldarmannagötur. At the innermost part of the fjord, in Botnsdalur Valley, resides the 198 meter waterfall Glymur, the highest nonseasonal waterfall in Iceland. World War II unveiled the fjord as an important naval stronghold. The British and American armies built a naval base, which played a key role in the Battle of the Atlantic. At Miðsandur, some of the buildings and parts of the base are still intact. In the northern part of Hvalfjörður is Hvalfjarðarsveit, a rural district with about 640 inhabitants. It is bound by the scenic mountains of Skarðsheiði in the north, and the peaks of Botnssúlur in the east. Kjós is a beautiful and interesting area to visit. A few country roads lead from Hvalfjarðarvegur (Route 47) and one of them to Meðalfellsvatn Lake (Route 461). It is a charming area, especially in the summer and is blessed with a pleasant climate. The lake is also popular for fishing. A large number of summer cottages are there along with a small café. Kjós inhabits about 220 people in a rural area where agriculture is the primary line of work. Kjós has no actual township. The focus is centered on keeping the planning and development rural, environmentally conscious and to protect and utilize the area sustainably.

28

Hvalfjörður er einn lengsti fjörður landsins og landslag hans er fjölbreytt. Strandlengjan er margbreytileg með vogum og töngum þar sem finna má fjölbreytt fuglalíf. Fjöllin umhverfis hann bjóða upp á margar gönguleiðir, t.d. hinar vinsælu Síldarmannagötur. Í Botnsá í Hvalfjarðarbotni er að finna Glym, 198 metra háan foss, þann hæsta sem rennur allt árið á Íslandi. Í seinni heimsstyrjöldinni byggðu Bretar og Bandaríkjamenn flotastöð í Hvalfirði sem lék lykilhlutverk í sjóorrustunni miklu á Atlantshafi. Á Miðsandi er að finna athyglisverðar minjar frá stríðsárunum. Í norðanverðum Hvalfirði er Hvalfjarðarsveit, dreifbýlishérað með um 640 íbúa. Sveitin markast af tignarlegum fjöllum Skarðsheiðar í norðri og Botnsúlum í austri. kjósin er falleg og áhugaverð sveit heim að sækja. Margir skemmtilegir sveitavegir liggja út frá þjóðveginum og einn þeirra að Meðalfellsvatni. Þar er sumarfagurt og veðursælt og vinsælt er að veiða í vatninu. Fjöldi sumarbústaða er við Meðalfellsvatn og lítið kaffihús. Í Kjós búa um 220 manns allt árið á landbúnaðarsvæði þar sem búvöruframleiðsla er helsta atvinnugreinin. Enginn eiginlegur þéttbýliskjarni er í Kjósinni. Þar miðast skipulag við að byggð verði áfram dreifð, uppbygging hennar verði vistvæn og verndun svæðisins og sjálfbær nýting skipi háan sess í mannlífinu.

Profile for Skessuhorn

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Advertisement