Page 18

Akranes

Akranes

18

Akranes is the largest town of West Iceland. A village and eventually a town, today populating over 7.000 people, began to emerge at the turn of the 20th century, as the fishing industry was modernized. The town is located on a small peninsula often called Skipaskagi, meaning “peninsula of ships”. The name is derived from a long tradition of fishing in the area. The name Akranes is however drawn from a period of corn farming on the peninsula centuries ago, Akra, meaning Acres. The peninsula was first settled around 900 AD by the Irish brothers Þormóður and Ketill, sons of Bresi. The Irish origin have since been cherished in the area and celebrated each year during the first weekend of July with a festival called Irish Days. Akranes offers various activities. A walk along the many footpaths around the town offers a good chance to witness the rich birdlife and the powerful waves breaking on the shores of the peninsula. A stroll along the beach Langisandur and an exploration of the vivid panorama at the top of the lighthouse at Breiðin, the westernmost part of Akranes, highlight the town´s atmosphere. A top 18 hole golf course is also in town. Akranes provides vital services for tourists, such as an information centre, restaurants, shops, accommodations and supermarkets. Welcome to Akranes!

Akranes er stærsti bærinn á Vesturlandi. Heimildir herma að nesið hafi fyrst verið numið um 900 af írskum bræðrum, þeim Þormóði og Katli Bresasonum og hefur írska tengingin löngum verið heiðruð af bæjarbúum sem árlega efna til „Írskra daga“ í byrjun júlí. Nafn bæjarins er dregið af frásögnum um akuryrkju á nesinu fyrr á öldum. Bærinn hefur einnig gengið undir nafninu Skipaskagi sökum aldagamallar sjósóknarhefðar. Þorp tók að myndast á Akranesi með vaxandi útgerð og þegar 20. öldin gekk í garð hafði myndast þar bær. Í dag búa á Akranesi yfir 7.000 manns. Ýmislegt er við að vera á Akranesi. Göngutúr um fjölmarga göngustíga bæjarins gefur gestum gott tækifæri til að fylgjast með fjölbreyttu fuglalífi staðarins og sjá kraftinn í briminu. Einnig er hægt að fylgjast með lífinu í Akraneshöfn, rölta í rólegheitum um baðströndina Langasand og skoða útsýnið af toppi Akranesvita á Breið. Einn besti golfvöllur landsins er einnig á Akranesi. Í bænum er að finna góða þjónustu við ferðamenn, svo sem upplýsingamiðstöð, veitingastaði, gistingu, verslanir og matvörubúðir. Velkomin á Akranes!

Profile for Skessuhorn

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Advertisement