Page 10

Vesturland

The Sagaland Fornsögur og þjóðsagnaarfur West Iceland is a Sagaland. Many of the most widely known settlers, according to the medieval Landnámabók (Book of Settlements), settled in the region. These were vikings such as Skalla-Grímur Kveldúlfsson, who settled Borgarfjörður, Auður the Deep-minded, who settled Dalir, and Eiríkur rauði (Erik the Red), who lived in Dalir but later established the first Nordic settlement in Greenland. Erik´s son, Leifur heppni or Leif Erikson the Lucky, was the first European to reach the North American continent, nearly 400 years before Christopher Columbus. Descendants of these settlers became the main characters of the Sagas; for example Egill Skallagrímsson of Egil´s saga, Guðrún Ósvífursdóttir and Kjartan Ólafsson of Laxdæla, and Gunnlaugur and Helga the Fair of Gunnlaug´s saga (The Saga of Gunnlaugur the Worm-Tongue). Many of the Icelandic Sagas were written in West Iceland and the great poet and historian Snorri Sturluson lived in Reykholt in Borgarfjörður. He was the author of the prose Edda and Heimskringla, which contains the history of the Norwegian kings.

10

Nokkrir þekktustu landnámsmenn Íslandssögunnar námu land á Vesturlandi. Þar ber helst að nefna Skalla-Grím Kveldúlfsson í Borgarfirði og Auði djúpúðgu í Dölum. Eiríkur rauði bjó vestur í Haukadal áður en hann nam land á Grænlandi. Í Haukadal fæddist Leifur heppni, sonur Eiríks, sem er talinn hafa fundið Vínland (Norður-Ameríku). Afkomendur landnámsmanna Vesturlands og fylgdarliðs þeirra urðu síðar meðal þekktustu persóna Íslendingasagnanna, t.d. Egill Skallagrímsson, Kjartan Ólafsson, Guðrún Ósvífursdóttir, Gunnlaugur Ormstunga og Helga hin fagra. Flestar Íslendingasögurnar voru skráðar á Vesturlandi, s.s. Egils saga, Sturlunga, Laxdæla og Eyrbyggja. Í Reykholti í Borgarfirði bjó Snorri Sturluson, hinn merki sagnaritari, skáld og höfðingi, höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu. Sagnaarfur Vesturlands er ekki aðeins fólginn í frásögnum frá miðöldum heldur einnig í þjóðsögum um undarlegt fólk, tröll, álfa, drauga, útilegumenn og dulræn fyrirbrigði. Af þessum sökum er Vesturland oft kallað Sögulandið.

Profile for Skessuhorn

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Travel West Iceland 2018-2019  

Ferðast um Vesturland 2018-2019

Advertisement