Page 1

Í GRAFARVOGI

Lazertag

Paintball

Ráðstefnusalur

Hópefli

Klifurturn

Frisbígolf

Strandblakvellir

Grillaðstaða

Samkomutjald

Pöntunarsími: 534 1900 www.skemmtigardur.is info@skemmtigardur.is


Um Skemmtigarðinn Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á margs konar skemmtun fyrir fyrirtæki og hópa sem vilja bregða á leik, efla andann og eiga eftirminnilegan dag í ævintýralegu umhverfi.

ráðstefnusalur

lazertag

frisbígolf

villta vestrið

víkingavöllur frumskógarvöllur

hópefli

leiktæki

grillveislur

samkomutjald

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is

klifurturn paintball

strandblak


Skemmtigarðurinn er opinn!

Kæri viðtakandi Margra ára draumur okkar hefur ræst með opnun Skemmtigarðsins í Grafarvogi. Markmið garðsins er að tengja saman útivist, hópefli, afþreyingu og skemmtun fyrir viðskiptavini okkar. Lífið á að vera litríkt og skemmtilegt og er tilgangur garðsins að auðvelda fólki að gera hversdaginn að óvæntu ævintýri. Á blaðsíðunni hér til vinstri sjáið þið þá afþreyingu sem boðið er upp á við opnun Skemmtigarðsins og á næstu árum mun fjölbreytnin aukast enn frekar þar til garðurinn er fullbyggður. Við þökkum þeim fjölmörgu sem hafa lagt okkur lið við verkefnið á undanförnum árum. Við vonum að sem flestir landsmenn njóti alls sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Starfsfólk okkar tekur á móti ykkur með bros á vör.

Bestu kveðjur

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


Hópefli Viltu gera hópinn þinn öflugri? ...og skemmta honum í leiðinni? Starfsmenn, og samstaða þeirra, eru ein mestu verðmæti fyrirtækja. Hópefli í Skemmtigarðinum miðar að því að efla andann, hrista mannskapinn saman og margfalda árangurinn. Við getum skipulagt góðan dag fyrir 10-300 manns, með skemmtun fyrir alla. Leikirnir henta fólki á öllum aldri og eru skemmtilegir, spennandi og oft nokkuð lærdómsríkir. Þátttakendur uppgötva hvar hæfileikar hvers og eins liggja og hvað liðsheild og samstaða skipta miklu máli í öllum störfum. Hægt er að velja um mismunandi möguleika: 1. Hópefli í fyrirtækinu Húsakynni ykkar eru leikvöllurinn og leikirnir hannaðir með það í huga. 2. Hópefli frá fyrirtækinu Lagt er af stað frá fyrirtækinu ykkar í Skemmtigarðinn og þrautir lagðar fyrir þátttakendur á leiðinni. 3. Hópefli í Skemmtigarðinum Leikirnir fara fram á sérhönnuðum völlum Skemmtigarðsins.

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


„Ógleymanlegur dagur“ Við hjá Bootcamp fórum í Skemmtigarðinn í Grafarvogi með um 40 manna hóp í hópefli. Eygló hópeflismeistari tók á móti okkur með bros á vör, hófst strax handa við að skipta í lið og síðan byrjaði fjörið. Með léttum leikjum, þrautum og áskorunum sem liðin þurftu að leysa í sameiningu, varð dagurinn ógleymanlegur fyrir hópinn. Við mælum eindregið með Skemmtigarðinum fyrir þá hópa sem vilja efla liðsanda síns liðs undir öruggri handleiðslu í frábæru umhverfi.

Róbert Traustason, framkvæmdastjóri Bootcamp, um hópefli í Skemmtigarðinum.

Hópefli


Fjölbreyttir dagar í Skemmtigarðinum Skemmtilegur dagur • Nokkrum dögum fyrir stóra daginn komum við í heimsókn til ykkar, skiptum í lið og setjum upp skemmtilega leiki í fyrirtækinu. • Amazing Race leikur hefst, liðin koma við á nokkrum stöðum og ferðin endar í Skemmtigarðinum. • Lazertag mót á 3 mismunandi ævintýravöllum: · Frumskógarvellinum · Víkingavellinum · Villta vestrinu • Grillmeistari Skemmtigarðsins grillar fyrir ykkur dýrindis máltíð.

Frábær dagur • Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari kemur til ykkar og heldur fyrirlesturinn „Leiðin að silfrinu” (sjá bls. 13). Frábær byrjun á því sem koma skal. • Hópeflismeistararnir taka á móti ykkur í Skemmtigarðinum og láta reyna á liðsheildina og samstöðuna í skemmtilegum leikjum á strandblakvöllunum. • Sigurvegararnir reyna með sér í klettaklifri og verðlaunaðir að því loknu. • Safaríkum steikum skellt á grillið og leikmenn dagsins verðlaunaðir.

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


Ógleymanlegur dagur • Mæting í Skemmtigarðinn. • Skipt í lið, þeim gefin nöfn, heróp liðanna æfð og liðsforingjar valdir. • Leitin að gullkistunni, Frelsum fangann úr fangelsinu og fleiri æsispennandi paintball-leikir spilaðir. • Grillveisla og kúrekadans í Villta vestrinu. • Óvæntir gestir halda uppi stuði við varðeldinn fram á nótt.

Fjörmikill dagur • Fjörið hefst í fyrirtækinu ykkar. • Hópnum skipt í lið og liðsstjórar skipaðir. • Ratleikur hefst, sem síðan endar í Skemmtigarðinum. • Íslandsmeistarinn í frisbígolfi setur upp keppni sem endar með óvæntum glaðningi. • Safaríkum steikum skellt á grillið og leikmenn dagsins verðlaunaðir. • Night of the Mystery leikur í samkomutjaldinu.

Geggjaður innanhússdagur • Starfsmenn skreyta vinnustaðinn eins og spila eigi risastóran feluleik. • Við mætum með flottustu lazertag græjurnar á markaðnum í dag og setjum upp leiki á vinnustaðnum ykkar . • Meistararnir verðlaunaðir og forstjórinn fær óvæntan „glaðning“ frá hópnum. • Grill og gos í lok dagsins. Hægt er að sníða dagskrárdagana að ykkar þörfum.

Hópefli


Lazertag í Skemmtigarðinum! Lazertag er frábær leikur sem hentar öllum hópum, konum og körlum, yngri sem eldri. Leikirnir eru auðveldir og hver og einn spilar á sínum hraða. Við tökum við 10-200 manna hópum og lofum feikna fjöri frá upphafi til enda! Leysigeislarnir sem við notum eru kannski ekki alveg jafn kraftmiklir og í Star Wars - enda geislarnir sem við notum þeir sömu og í sjónvarpsfjarstýringunni þinni. Leynist Han Solo eða Svarthöfði í þínu liði ?

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


Lazertag á ykkar heimavelli ! Þið sláið á þráðinn og við mætum til ykkar með flottustu lazertag græjurnar á markaðnum í dag; ljósaróbóta og mist-vélar, allt eftir ykkar óskum og aðstæðum. Í sameiningu hönnum við svo spennandi spilavelli á þeim stöðum í fyrirtækinu sem henta og setjum upp einfalda, skemmtilega og æsispennandi leiki sem allir geta tekið þátt í.

„Rosalega skemmtileg ferð“ Við viljum þakka Skemmtigarðinum fyrir góðar móttökur. Við fórum í klifur inni í súrheysturni sem hentaði mjög vel þar sem hér er allra veðra von. Allir í hópnum fengu viðeigandi öryggisbúnað og var mjög vel staðið að öllu. Við fórum í mjög skemmtilega hópakeppni og klifruðum tvisvar upp. Síðan fórum við í lazertag. Hópurinn fékk mjög góða kennslu á byssurnar og fór í nokkra æsispennandi og skemmtilega leiki. Veiðimannseðlið vaknaði upp í fólkinu sem skreið um í lazertag þorpinu, klifraði í húsunum, öskraði og gerði hernaðaráætlanir. Þetta var rosalega skemmtileg ferð, starfsmenn Skemmtigarðsins voru frábærir og skipulögðu mjög gott hópefli fyrir okkur.

Starfsfólk Nathan og Ólsen

Lazertag


Paintball Paintball er skemmtilegur leikur fyrir alla og einstaklega fjörug leið til að byggja upp liðsheild og efla liðsandann. Spilaðir eru skemmtilegir leikir á stórum útivöllum og auðveldar þrautir leystar af hópnum sem ein heild. Ærslagangur í bland við einfalda keppni er hin fullkomna uppskrift að góðum degi! Spilaðir eru leikir eins og: • Kill the Captain • Enemy Flag • Elimination • Rob the Bank • Treasure Hunt

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


„Algjört dúndur!“ Skemmtigarðurinn stóðst fyllilega allar væntingar um fjörlega tilbreytingu í daglegri rútínu skrifstofunnar. Þjónustan og stjórnunin hjá skipuleggjendum voru alveg til fyrirmyndar. Við komum örugglega aftur og aftur og aftur…

Salt Investments

Paintball


Ráðstefnusalur og samkomutjald Við bjóðum upp á fullkominn ráðstefnusal í samvinnu við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Við höfum einnig stórt samkomutjald með sætum fyrir allt að 200 manns. Tilvalið fyrir: • • • • • • • • •

Hópeflisdaga Fundi og ráðstefnur Óvissuferðir Vorferðir Ættarmót Fjölskyldudaga Tiltektardaga Afmælisveislur Grillveislur

...eða þegar þið viljið eiga skemmtilegan dag.

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


Hvatning til sigurs

Skemmtigarðurinn býður nú hópum upp á magnaðan fyrirlestur Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, „Leiðin að silfrinu“, þar sem hann ljóstrar upp leyndarmálinu og sýnir okkur hvernig við getum öll notað sömu aðferðir til að ná árangri í lífi okkar og starfi. Hann fjallar m.a. um… …árangursríka markmiðasetningu og uppbyggingu liðsheildar. …hugarfar sigurvegarans. …frammistöðumat og notkun þess. …þau lykilatriði sem leiddu til þess að íslenska landsliðið kom heim með silfrið. …andlegan undirbúning landsliðsins fyrir ólympíuleikana. Einnig sýnir hann þátttakendum margrætt „leynivopn“ landsliðsins; hvatningarmyndband sem spilað var stuttu fyrir leikinn á móti Spánverjum – en sigur í þeim leik tryggði liðinu silfurverðlaunin. Að lokum er sýnt stutt myndband frá því þegar þjóðin tók á móti liðinu við heimkomu. Gleði, grátur og gæsahúð!


Fjölskyldudagar fyrirtækja! Skemmtigarðurinn tekur að sér að skipuleggja fjölskyldudaga fyrirtækja. Dæmi um uppákomur: • • • • • • • • • • • • • • •

Hópefli (fyrir yngri og eldri) Klifurturn Frisbígolf Lazertag (fyrir 10 ára og eldri) Paintball (fyrir 15 ára og eldri) Strandblak Ratleikir Andlitsmálun Hoppukastalar Skemmtiatriði (leikrit, grínistar, galdramenn) Hljómsveitir Veltibíll Candyfloss Grillveisla (hamborgarar, pylsur og gos) Hestaferðir (fyrir yngri kynslóðina)

Sérsníðum dagskrána að ykkar þörfum.

Pöntunarsími: 534 1900 | www.skemmtigardur.is | info@skemmtigardur.is


ÍTR Skemmtigarðurinn er í samstarfi við Íþróttaog tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR). ÍTR býður upp á strandblak, ráðstefnu- og veislusal, klifurturn og frisbígolf. Skemmtigarðurinn er félagi í FKA, SA og SAF, viðurkenndur ferðaskipuleggjandi af Ferðamálastofu og í samstarfi við ÍTR og Reykjavíkurborg.

Ferðaskipuleggjandi

Leyfishafi Ferðamálastofu


Í GRAFARVOGI

PIPAR • SÍA • 90707

Pöntunarsími: 534 1900 www.skemmtigardur.is info@skemmtigardur.is

Lazertag

Paintball

Ráðstefnusalur

Hópefli

Klifurturn

Frisbígolf

Strandblakvellir

Grillaðstaða

Samkomutjald

Skemmtigarðurinn Grafarvogi  
Skemmtigarðurinn Grafarvogi  

Býður upp á margs konar skemmtun fyrir fyrirtæki og hópa sem vilja bregða á leik, efla andann og eiga eftirminnilegan dag í ævintýralegu umh...

Advertisement