Page 1

Skýrsla stjórnar 2013-2014

Aðalfundur 27. febrúar 2014

1


Aðalfundur Aðalfundur var haldinn 28. febrúar 2013 í Hraunbyrgi. Nítján félagar voru mættir. Flutt var skýrsla stjórnar og reikningar kynntir og samþykktir. Guðni Gíslason gildismeistari setti fund og minntist í upphafi þriggja félaga sem fallið höfðu frá á starfsárinu, þeirra Jóhannesar Ágústssonar sem lést 15. nóvember, Kristins J. Sigurðssonar sem lést 9. febrúar og Egils Strange sem lést 27. febrúar. Kveikti hann á kerti fyrir hvern og einn og setti hvíta rós í vasa. Fundarmenn risu úr sætum og minntust þeirra með mínútu þögn. Þá var gengið til aðalfundarstarfa. Gildismeistari lagði til að Albert Kristinsson yrði fundarstjóri og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir fundarritari og var það samþykkt. Þá bar hann kveðju frá Eddu M. Halldórsdóttur varagildismeistara sem ekki komst á fundinn.

a) Skýrsla stjórnar Guðni lagði síðan fram skýrslu stjórnar og fór í stórum dráttum yfir innihald hennar.

Allar lagabreytingar höfðu verið samþykktar samhljóða og tóku lögin þegar gildi og fór stjórnarkjör og kjör í nefndir fram í samræmi við þau.

b) Skýrsla gjaldkera

d) Árgjald

Pétrún Pétursdóttir gjaldkeri lagði fram reikninga. Skýrsla og reikningar voru til umfjöllunar og komu engar athugasemdir fram um skýrslu stjórnar en athugasemdir voru gerðar við leiguverð Skátalundar og færslu á því. Fasta tekjuliði eigi að gjaldfæra þó þeir séu ekki komnir inn um áramót. Athugasemdir verða teknar til athugunar. Skýrsla stjórnar og gjaldkera samþykktar að öðru leyti.

c) Lagabreytingar Breyting á 2. gr. lið a) að fella niður orðið „reyna“ [að lifa lífinu] í markmiðum var samþykkt samhljóða. Samþykkt var að fella út 6. gr. um hópa/skátagildi og nr. greina þar fyrir aftan breyttust. Samþykkt breyting á 7. gr. um Stjórn – Skeyta­ útkeyrslu­­nefnd felld út og bætt inn ákvæði um að kjósa skuli formenn sérstaklega. Þá var ákvæði um að gjald­keri geri tillögu að árgjaldi felld út. Samþykkt breyting á 8. gr. um Aðalfund – aðalfundur skal haldinn í febrúar í stað byrjun febrúar. Samþykkt breyting á 8. gr. i) lið „Kosning fastanefnda og formanna þeirra“ Tillaga um að fella út 12. gr. um að ekki megi velja í embætti virka skátaforingja falli var samþykkt. Þegar þarna var komið á fundinum gerði Albert athugasemd sem varð til þess að Fríða lét þessi orð falla „Þetta er bara mjög gott hjá þér miðað við aldur“. Samþykkt var breyting á14. gr. um gildistöku laganna – að fella niður upptalningu á dagsetningum breytinga.

2

Gjaldkeri lagði til að árgjald verði óbreytt 2.500 kr. Var það samþykkt.

e) Stjórnarkjör Kosning gildismeistara: Tillaga um Guðna Gíslason – var hann sjálfkjörinn. Kosning tveggja manna í stjórn: Tillaga um Eddu M. Halldórsdóttur sem varagildismeistara og Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur sem ritara – voru þær sjálfkjörnar. Kosning tveggja manna í varastjórn: Tillaga um Eddu M. Hjaltested og Sigurður Baldvinsson – voru þau sjálfkjörin. Kosning tveggja endurskoðenda: Tillaga um Svein Þ. Jóhannesson og Fríðu Ragnarsdóttur – voru þau sjálfkjörin. Kosning fastanefnda og formanna þeirra: Tillaga uppstillinganefnda um fastanefndir og formenn þeirra samþykkt samhljóða. Skálanefnd: • • • • • •

Ólafur K. Guðmundsson, formaður, Hreiðar Sigurjónsson, Albert Kristinsson, Ragnar Sigurðsson, Sigurður Baldvinsson og Ægir Ellertsson

Skemmtinefnd: • • •

Anna Þormar, formaður, Dagbjört Lára Ragnarsdóttir og Hallfríður Helgadóttir.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013


Fulltrúar í minjanefnd: • • •

Einnig greindi hann frá því að Skátaþing verði haldið í Hafnarfirði 15.-16. mars og bað fólk um að vera tilbúið til aðstoðar ef á þyrfti að halda.

Ólafur Proppé, Sigurður Baldvinsson og Jóna Bríet Guðjónsdóttir.

Uppstillinganefnd: • • •

Hreiðar Sigurjónsson, formaður, Ásdís Elín Guðmundsdóttir og Guðbjörg Guðvarðardóttir.

Friðarljóssnefnd: • • •

Þá greindi hann líka frá því Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir hafi verið tilnefnd í uppstillinganefnd Landsgildisins.

Renate Scholz, formaður, Árni Rosenkjær og Guðríður Karlsdóttir.

Laganefnd: • • •

Þá lagði hann fram tillögu að merki gildisins sem prýðir forsíðu ársskýrslunnar. Var vel tekið í tillögurnar og þær samþykktar með þeirri breytingu að „í“ falli niður og lit á stjörnum verði breytt. Leist fundarmönnum vel á að útbúa fána, bæði auka hátíðarfána og fána til að draga að hún. Stjórn fékk fullt umboð til þessara framkvæmda.

Gunnar Rafn Einarsson, formaður, Ása María Valdimarsdóttir og Sveinn Þ. Jóhannesson.

f) Önnur mál Guðni sagði frá væntanlegu landsgildisþingi 4. maí 2013 á Akureyri og lagði til að gildisfélagar myndu fjölmenna.

Aðalfundi var síðan slitið og kaffi fram borið. Á meðan menn spjölluðu um heima og geyma voru sýndar myndir í eigu Guðna og Hreiðar Sigurjónssonar m.a. frá síðasta Landsmóti og ýmsum fundum og uppákomum gildisins við mikla ánægju fundarmanna. Myndir frá fyrstu tíð skálans vöktu mikla lukku og umræður. Mynd ársins var valin „Tréð í hornstaurnum“. Sungnir voru tveir söngvar við gítarundirleik Hreiðars. Sunginn Bræðralagssöngurinn og fundi slitið kl. 22.30

Stjórn Formlegir stjórnarfundir voru haldnir að heimili formanns. Þegar mikið lá við voru samskipti í tölvupósti notuð milli formlegra stjórnarfunda. Varamenn voru boðaðir á alla fundina. • • • • •

Gildismeistari: Varagildismeistari: Ritari: Gjaldkeri: Meðstjórnandi:

Guðni Gíslason (til eins árs) Edda M. Halldórsdóttir (kjörin til tveggja ára) Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (kjörin til tveggja ára) Pétrún Pétursdóttir (til tveggja ára 2012) Ægir Ellertsson (til tveggja ára 2012)

Varamenn:

Edda M. Hjaltested (til eins árs) Sigurður Baldvinsson (til eins árs)

Félagar

Við skoðun á aldursdreifingu félaganna kemur eftirfarandi í ljós:

Í lok starfsársins voru félagar 85 talsins en á starfsárinu lést félagi okkar Sigurður H. Þorsteinsson, 27. október sl. Sjö nýir félagar bættust við í hópinn þann 10. október sl., þau Böðvar Eggertsson, Guðrún B. Madsen, Helga Ingólfsdóttir, Jónína Kristín Ólafsdóttir, Ragnar Jónsson, Sigurjón Haraldsson og Stefán Jónasson. Voru þau tekin inn með gleði og hátíðleika og fengu þau skjal sem staðfesti inngöngu þeirra. Er mikill fengur af komu þeirra í gildið. Þá kom Þórey Valgeirsdóttir aftur til starfa eftir búsetu erlendis. Öllum þessum félögum fögnum við og vonumst til að enn fleiri bætist við hópinn á nýju starfsári.

• • • •

Meðalaldur 70,4 (hefur lækkað um 0,2) Elstur 90,2 Yngstur 36,8 Miðgildi 72,2 (hefur lækkað um 2,7)

Heiðursfélagar: Ólafur Guðmundsson var gerður að heiðursfélaga 20. mars 2004. Hörður Zóphaníasson var gerður að heiðursfélaga á 80 ára afmæli hans 25. apríl 2011.

Aðalfundur 27. febrúar 2014

3


Félagsstarfið Stjórn hefur kynnt starfsáætlun og fundi á vefsíðunni http://stgildi.hraunbuar.is, í Gildispóstinum og í tölvupósti til félaga. Mæting hefur verið misjöfn en mætti oft vera betri en fyrir því hafa verið ýmsar ástæður. Félagar hafa verið hvattir til að leggja fram tillögur um dagskráratriði og ábendingar um dagskrá. Dagskrá var fjölbreytt og gleði og kátína ríkti á öllum fundum. Er þörf á að biðja um eitthvað meira?

Landsþing 4. maí Fjórir fulltrúar okkar fóru á landsþings St. Georgs­ gildanna á Íslandi, þau Guðni, Kristjana, Halla og Gunnar. Er sérstaklega fjallað um þingið hér aftar í skýrslunni.

Afmæli og tiltekt eftir innbrot

Kópavogsgildið heimsótt Farið var í heimsókn til Kópavogsgildisins 13. mars í Bakka, skátaheimili Kópa norðan við Kópavogs­ lækinn, var það virkilega ánægjulegt. Greinilegt var að töluvert var í lagt við undirbúning sem skilaði sér í mjög ánægjulegum fundi. Agnes Þorvaldsdóttir, varagildismeistari tók á móti okkur og setti fundinn og bar kveðju Bjarkar gildismeistara sem var forfölluð vegna veikinda. Guðni hafði tekið gítarinn með úr Firðinum og spilaði undir í fyrsta lagi en þegar Hreiðar mætti var honum snarlega réttur gítarinn. Gafst það vel og var hann enn tekinn fram undir lokin þegar m.a. Kópavogsbragurinn var sunginn. Farið var í skemmtilegan kynningarleik, bingó sem byggðist á því að finna fólki í hópnum sem uppfyllti skilyrði sem rituð voru í reiti á blaði og markmiðið var að fá kvittun í alla reitina. Tókst það og allir höfðu gaman að og vissu nú allir hver hafði gengið á Hvannadalshnúk, hver hafði hlaupið maraþon og hver hafði t.d. verið ylfingur. 7 heppnir þátttakendur fengu vinninga, glæsilegt handverk Elínar Richards. Gunnar Marel Hinriksson frá Héraðsskjalasafni Kópa­ vogs flutti skemmtilegt erindi um sögu Kópavogs og var að því gerður góður rómur. Í lokin buðu gestgjafarnir upp á dýrindis kaffihlað­ borð sem enginn lét ósnert og eftir nokkra söngva var slitið formlega með bræðralagssöngnum en fólk var lengi að tínast heim enda um nóg að spjalla.

Skógardagur í Skátalundi 14. apríl voru gildisfélagar hvattir til að mæta með börn og barnabörn og eyða 2-3 tímum í samveru í skóginum. Guðni, Kristjana, Sigurður, Vignir Guðnason og Emelía Ósk mættu í Skátalund á skógardegi með sagir og klippur. Markmiðið var að gera skóginn aðgengilegri fólki og mynda gönguleiðir í gegnum hann. Vel tókst til og greniskógur var hreinsaður. Einnig var fjarlægt eitt furutré við minningarsteininn sem birgði sýn niður að vatninu. Smári Guðnason og Sandra kíktu einnig við og Hermann Sigurðsson. Mikið verk er eftir við 4

hreinsun og snyrtingu. Siggi Bald. og Hermann minntust gamalla tíma þegar þá dreymdi um svona aðstæður, að geta leikið sér í skóginum.

22. maí átti gildið okkar 50 ára afmæli. Þann skugga bar á afmælið að um morguninn þegar komið var í skálann blasti við skelfileg sjón, brotist hafði verið inn í skálann, 4 rúður brotnar, dóti hent út, ísskáp, örbylgjuofni, húsgögnum og fleiru velt um koll, myndir á veggjum brotnar og matur út um öll gólf. Skipulagðar höfðu verið vorhreingerningar þennan sama dag og stóð vinna nokkuð lengur en til stóð. Þau tíu sem mættu gáfu sér þó tíma til að gæða sér á fallegri og ljúffengri afmælisköku í tilefni dagsins og ríkti gleði og kátína þrátt fyrir innbrotið.

Gönguleiðir Reynis Ingibjartssonar Almennur fundur var í Skátalundi á fimmtudaginn 30. maí. Reynir Ingibjartsson sem nýlega hefur gefið út bækur um gönguleiðir hér í nágrenninu kom í heimsókn. Síðasta bókin er 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu og síðasta gönguleiðin í bókinni er í nágrenni Hvaleyrarvatns. Var góður rómur gerður að kynningu Reynis og bækur hans vel skoðaðar. Boðið var upp á kaffi og meðlæti að venju. Gítarinn var með í för og nokkur lög sungin.

Blómstrandi rósir í Höfðaskógi 25. júlí fylktum við liði með Skógræktarfélaginu og fórum í rósagöngu í Höfðaskógi en þar er nyrsti rósagarður heims þar sem rósum af fjölmörgum tegundum er plantað úti í náttúrunni. Hinar ýmsu trjátegundir voru líka skoðaðar, m.a. eikur sem sonur Óla og Gógóar hafði sáð fyrir með fræi af finnskri eik í garðinum þeirra. Nokkrar slíkar eikur dafna líka ágætlega nálægt Skátalundi.

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar Það rigndi vel í upphafi og Hafnfirðingar sátu flestir heima þegar skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar var 18. ágúst. Þó tóku gildisfélagar á móti nokkrum gestum og gáfu kakó og vöfflur. Fleiri gildisfélagar hefðu þó mátt líta við. Jón Guðnason sigldi með gesti út á vatn á kanó og Claus föndraði stiga fyrir spýtukarlinn okkar.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013


Sveppatínsla – fróðleikur 3. september mættu galvaskir gildisfélagar í Skáta­ lund með körfur, hnífa og vasaljós. Claus Hermann Magnússon tók á móti okkur. Gengið var út með vatninu og leitað að sveppum en ekki var mikið að hafa. Þegar inn var komið fræddu Claus og Ásdís okkur um þá sveppi sem ætilegir eru og óhætt að tína. Hann er sjálfur duglegur við tínsluna og þurrkar heima í bílskúr og selur síðan m.a. í Fjarðarkaupum. Fundargestir voru leystir út með gjöf í lok fundar.

50 ára afmælisfagnaður St. Georgsgildið í Hafnarfirði hélt upp á 50 ára afmæl­­ið sitt með pompi og prakt 22. september. Gildisfélögum, gildismeisturum, landsgildismeistara, bæjarfulltrúum, stjórnum BÍS, Björgunarsveitar Hafnar­fjarðar, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, verk­ stjórum í áhaldahúsi bæjarins og fleiri velunnurum var boðið til kaffidrykkju. Boðið var upp á köku skreyttri með nýju merki gildisins, kleinur og rúg­brauð með kæfu sem Kristjana hafði útbúið og flat­­kök­ur með hangikjöti. Rann kaffibrauðið ljúf­lega niður í gesti, en drykkjarföng voru kaffi, te, gos og vatn. Þær Dagbjört Lára Ragnarsdóttir og Nína Edvardsdóttir stóðu vaktina í eldhúsinu og eiga sérstakar þakkir skyldar fyrir það. Sigurður Bald­vinsson og Ólafur Proppé höfðu síðustu daga grúskað í minjum gildisins og skátafélagsins og lagt fram til skoðunar. Eddurnar, Kristjana, Svenni, Guðni, Siggi, Óli, Dagbjört og Nína mættu snemma morguns og undirbjuggu salinn. Sett var upp hlaðborð frammi á gangi en inni í sal var skreytt með servíettu og kertum auk gildisfánans. Á fánastöngum utandyra blöktu nýir fánar gildisins með nýju merki og áletruninni Ávallt skáti. Í tilefni afmælisins voru útbúnar könnur með gildis­ merkinu og áletruninni 50 ár 1963-2013 – Ávallt skáti. Skannaðar höfðu verið inn fjölmargar af þeim myndum sem Eiríkur Jóhannesson hafði tekið á upphafsárum gildisins og voru þær sýndar. Gildismeistari bauð gesti hjartanlega velkomna og bað þá að njóta þess sem fram væri borið, bæði veitinga og ljósmynda en á stóra tjaldinu í salnum voru ýmsar nýrri myndir úr starfinu en frammi á gangi voru myndir Eiríks á sjónvarpsskjá og svo ýmsar myndir á spjöldum. Nokkrir tóku til máls. Ragnheiður Kristinsdóttir afhenti ljósmynd af skáta­flokknum sínum. Oddfríður Steindórsdóttir frá leikskólanum Hlíðarenda færði okkur myndir úr starfi leikskólans í Skátalundi. Þakkaði hún kærlega fyrir afnotin af skálanum. Helga Jósefsdóttir og Guðni Guðmundsson úr Hveragerðisgildinu færðu gildinu broddhlyn að gjöf

til útplöntunar í Skátalundi. Una Guðlaug Sveinsdóttir félagsforingi færði gildinu skinn með kveðju frá Hraunbúum í bundnu máli. Kjartan Jarlsson færði kveðju frá stjórn Skátagildanna á Íslandi. Gjöf barst einnig frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar en þau færðu okkur nokkur falleg tré. Sigurður Úlfarsson flutti kveðju frá Skátakórnum og Hreinn Óskarsson bar kveðju úr Keflavík. Rúmlega 100 gestir fögnuðu 50 árunum og nutu stundarinnar saman.

Fuglar og nýir félagar Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, margfaldur Íslandsmeistari í blómaskreytingum og framkvæmda­ stjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, var fyrirlesari á gildisfundi 10. október. Sagði hann frá fuglum skógarins, bæði vel þekktum og sjaldgæfum. Sýndi hann glæsilegar myndir sem Björgvin Sigurbergsson hefur tekið. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og skemmtilegur og vakti margar spurningar. Var hon­um þakkað fyrir með Bravó söng og nýju afmæliskönnunni. Á fundinum vor sjö nýir félagar teknir inn í gildið eins og komið hefur fram hér í skýrslunni. Var þeim vel fagnað og fengu þau öll fallegt skjal til staðfestingar um inngöngu sína í gildið. Kaffiborðið var glæsilegt og allir höfðu um nóg að spjalla. Hreiðar tók upp gítarinn og fljótlega mátti heyra glaðlegan söng og ekki laust við að söngur Þóreyjar hafi skorið sig úr, alla vega var gaman að heyra að hún var komin aftur eftir nokkra fjarveru utanlands. Gamlir söngvar voru rifjaðir upp og að lokum var slitið með söngnum Nú horfin er sú unaðsstund. Sérstaklega góðum og skemmtilegum fundi var nú lokið.

Vináttudagurinn Vináttudagurinn var haldinn í Borgarnesi 19. október. Var hann í umsjón stjórnar Skátagildanna og mættu 58 félagar úr öllum gildum nema einu. Fjallað er um daginn í Bálinu 1. tbl. 2014 og þar má m.a. sjá hafnfirsku fulltrúana á mynd.

Myndafundur í Hraunbyrgi Gildisfundur var haldinn í Hraunbyrgi 7. nóvember. Skoðaðar voru myndir Eiríks Jóhannssonar og þær nafngreindar. Var nokkuð góð mæting.

Friðarloginn afhentur Friðarloginn var afhentur í Karmelklaustrinu 27. nóvem­ber. Sigurður og Kristjana tóku við því fyrir

Aðalfundur 27. febrúar 2014

5


hönd okkar gildis. Farið var með logann í Hafnar­ fjarðar­kirkju, Víðistaðakirkju og Fríkirkjuna þar sem honum var vel tekið.

Stofnun Skátagildisins Skýjaborga

Jólafundurinn í Skátalundi

Allt frá því að núverandi gildismeistari tók við á aðal­fundi í maí 2012 hefur markvisst verið unnið að stofnun á nýju skátagildi. Hefur undirbúningurinn verið kynntur á nokkrum fundum sem og stofnun regnhlífarsamtaka skátagilda í Hafnarfirði sem komi til með að eiga skálann og svæðið en þau gildi sem starfa í Hafnarfirði standi að þeim regn­ hlífarsamtökum. Þannig séu það í raun alltaf gildisskátar framtíðar­innar sem eigi skálann óháð gengi hvers gildis.

Um 40 manns sóttu jólafundinn að þessu sinni. Edda setti fundinn og las jólasögu, Kristjana fór með jólaguðspjallið og Hreiðar lék undir á gítarinn þegar jólasöngvarnir voru sungnir. Guðni kveikti í bálkestinum og jólasveinn kíkti að sjálfsögðu í heimsókn. Gleði og kátína ríkti að venju og börn á öllum aldri glöddust yfir heitu súkkulaði og fínum kökum og ekki sakaði að allir fóru heim með poka af góðgæti frá jólasveininum.

Söngur, súpa og spurningakeppni Enginn gat svarað því hver hafi skrifað Njálu en sjald­an var komið að tómum kofanum þegar spurt var um einstaklinga úr Andabæ. Ekki var það vegna vankunnáttu sem nafn höfundar Njálu kom ekki fram í skemmtilegri spurningakeppni á gildisfundi 1. febrúar sl. Enginn veit hver skrifaði Njálu. Fundurinn í Hraunbyrgi var á léttu nótunum og hófst með heitri og ljúffengri kjötsúpu eftir að ljóð Arnar Arnarsonar, Hamarinn í Hafnarfirði hafði verið flutt. Gítarinn var tekinn upp úr tösku og fékk Hreiðar góðfúslegt leyfi til að slá á strengi hans og braust þá að sjálfsögðu út fagur söngur í salnum. Gildismeistari hafði undirbúið heilmikla og merki­­ lega spurningakeppni þar sem reyndi á fjöl­ breytta kunnáttu gildisfélaga. Liðin voru þrjú og keppt­ust þau um að svara bjölluspurningum, skátaspurningum, almennum spurningum og vísbendingaspurningum. Kunnátta félaganna blómstraði hvort sem spurt var út í frásagnir Gunnars á Hlíðarenda, áform Glanna glæps, nöfn á skátaskálum eða um stærsta kattadýr heims. Stigin hlóðust á liðin og svo fór að eitt lið stóð uppi sem sigurvegari, 9 stigum á undan næsta liði og 13 stigum á undan bronsliðinu. Verðlaunin voru heimsfrægð á Internetinu. Aftur var tekið til við sönginn enda Hreiðar óstöðv­ andi á gítarnum. Ilmur fór að berast úr eldhúsinu og heitar kökur Kristjönu runnu ljúft niður með kaffinu. Verðlaunin fjölmörgu sem Kristjana hafði safnað hjá góðum aðilum í bænum, Veiðihorninu, Fagfólki, Nonna gull, Kailash, Lilju boutique og Kakí biðu nú þess að verða deilt út til heppinna félaga. Gildismeistari náði eftir töluvert bras að draga með hjálp Excel og vinningarnir fóru í hendur ánægðra gildisfélaga. Góður gildisfundur var á enda runninn.

6

Það var svo 13. febrúar sl. sem stofnfundur nýs skátagildis var haldinn og hafði gildismeistari þá fengið til liðs við sig Hörpu Hrönn Grétarsdóttur til að standa að undirbúningi og leiða hið nýja gildi. Stofnfundurinn var vel sóttur, jafnt af áhugasömum félögum sem og félögum í okkar gildi sem vildu sýna hinu nýja gildi fullan stuðning sinn. Stofnfélagar á fundinum voru 17 og á eftir að bætast við þann hóp því ýmsir höfðu tilkynnt áhuga sinn en komust ekki á fundinn. Var ákveðið að þeir sem skráðu sig fram á fyrsta félagsfund yrðu skráðir stofnfélagar. Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétars­ dóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. Gildismeistari færði félögum í hinu nýja gildi árnaðar­óskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi. Stofnun hins nýja gildis er merkur áfangi í sögu eldri skátastarfs í Hafnarfirði og verður vonandi til þess að skapa grósku og ýta undir öflugt starf og góðan stuðning við skátastarfið í Hraunbúum.

Skátagildin á Íslandi Landsþing St. Georgsgildanna á Íslandi var haldið í Kjarna v/ Akureyri 4. maí sl. Mæting var góð, um 70 fulltrúar frá öllum gildunum hittust og kynntu starf sitt síðustu tveggja ára. Aðeins 4 fulltrúar okkar sáu sér fært að mæta, þau Guðni, Kristjana, Halla og Gunnar. Guðni gildismeistari lagði til að í stað „Landsgildis“ væri tekið upp nafnið „Skátagildin“ eða „Skátagildin á Íslandi“ sem daglegt nafn á samtökunum St. Georgs­ gildin á Íslandi. Þó nokkur umræða var um þessa

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013


tillögu en röksemdir fyrir breytingunni voru þær að borið hafi á andstöðu við nafnið St. Georgsgildi, sérstaklega hjá yngri skátum, þeim sem stefnt er að fá inn í gildisstarfið. Bent var á að heitið Landsgildið segði ekkert um tengingu við skátastarf eða St. Georgsgildi og til að tengja heiti samtakanna betur við skátastarf væri rétt að taka upp heitið Skátagildin á Íslandi eða Skátagildin sem heiti samtakanna í daglegu máli. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða eftir mjög fjörugar umræður. Nefndi Guðni í ávarpi til þinggesta að samþykktin bæri vott um víðsýni þinggesta og vilja til að takast á við breytt umhverfi í starfi að því að gera Skátagildin á Íslandi að samnefnara eldri skáta í landinu. Þá var einróma samþykkt að fækka stjórnarmönnum úr 7 í 5 og var Hrefna Hjálmarsdóttir endurkjörinn landsgildismeistari og aðrir í stjórn voru kjörin Fjóla Hermannsdóttir, Akureyri, Guðvarður B. F. Ólafsson Hafnarfirði, Hreinn Óskarsson, Keflavík og Kjartan Jarlsson Kópavogi. Þá var Hallfríður Helgadóttir Hafnarfirði kjörinn varamaður. Samþykkt var að stjórn skipi tvær nefndir með fulltrúum úr öllum gildum, útbreiðslunefnd og laganefnd. Hefur verið óskað eftir tilnefningu frá gildunum í þær nefndir. Góður andi var á þinginu þó smá órói hafi verið við afgreiðslu lagabreytinga. Farið var í skoðunarferð að Möðruvallarkirkju undir góðri leiðsögn Braga Guðmundssonar sagnfræðings og prófessors við HA. Þar flutti Hrefna St. Georgsboðskapinn sem saminn var af sr. Agnesi Sigurðardóttur biskup Íslands. Þinginu lauk með hátíðarkvöldverði í Kjarna og var gríðarlega góð stemmning, fjöldi skemmtiatriða og hlegið dátt. Það fór ánægðir þinggestir heim á leið. Fundargerð þingsins má finna á heimasíðunni ww.stgildi.is

Árlegur fundur stjórnar Skátagildanna á Íslandi með gildismeisturum og aðstoðargildismeisturum var haldinn 9. nóvember í Skátamiðstöðinni. Guðni sat fundinn fyrir okkar hönd. Kynnt var starfið í gildunum sl. ár og kom fram að starfið er fjölbreytt. Mikil endurnýjun hefur verið í Keflavík og mikil gróska þar. Gildismeistari gagnrýndi innheimtu sk. styrktarlína í Bálinu og sagði enga samþykkt fyrir því gjaldi og hvatti til þess að seldar yrðu styrktarlínur til fyrirtækja. Var samþykkt að gera það. Töluverð umræða var um Friðarlogann og minnkandi fjárframlög til hans. Vilji var til þess að halda starfinu áfram, a.m.k. á einhvern hátt og ákveðið að sækja logann í Karmelklaustrið

28 nóvember. Ýmislegt fleira var rætt, kynningarmál, heimasíðan og fl. Árlegir viðburðir á vegum Skátagildanna eru Vináttu­ dagurinn í október og St. Georgsdaginn í apríl en Landsgildisþing er svo haldið annað hvert ár.

Fulltrúar St. Georgsgildið í Hafnarfirði á einn fulltrúa í stjórn Skátagildanna, Guðvarð B. F. Ólafsson varalandsgildismeistara auk þess sem Hallfríður Helgadóttir er í varastjórn Skátagildana á Íslandi. Þá sér Guðni Gíslason um útlit og umbrot á Bálinu og hefur umsjón með heimasíðunni www.stgildi.is.

Gildispósturinn Gildispósturinn kom út sex sinnum á starfsárinu. Gildismeistari hefur séð um útgáfu hans en hann er sendur öllum félögum í pósti auk þess sem hann er aðgengilegur á heimasíðu okkar. Hönnunarhúsið ehf. hefur kostað prentun og áritun á Gildispóstinum án endurgjalds.

Skátalundur Á árinu var framlengdur leigusamningur við Hafnarfjarðarbæ um leigu á Skátalundi undir skógardeild leikskólans Hlíðarenda frá 1. sept. til 30. júní. Hafði Hafnarfjarðarbær óskað eftir leigusamningi til tveggja ára en við því var ekki orðið þar sem ekki tókst að hækka leiguna nægilega. Starf leikskólans hefur gengið mjög vel og mikil ánægja með aðstöð­una. Samstarfið hefur gengið mjög vel. Skálanefndin hefur sem fyrr séð um Skátalund með Ólaf K. Guðmundsson í broddi fylkingar. Þeir Sigurður Baldvinsson og Ægir Ellertsson komu inn sem nýir menn í skálanefndina. Tvívegis hefur verið brotist inn í skálann á starfsárinu. Í fyrra skiptinu voru margar rúður brotnar og töluverðar skemmdar unnar en í síðara skiptið var rúða mölbrotin. Allar viðgerðir hafa verið unnar í sjálfboðavinnu og tryggingar hafa bætt tjónið. Þó er hryggilegt til þess að vita að fólk leggist svona lágt fyrir skemmdarfýsnina eina saman. Nokkur leit var gerð að rotþrónni sem líklega er kominn tími til að hreinsa, nú með aukinni notkun. Nú er staðsetning komin nokkuð á hreint og ekki líklegt að mikill kostnaður falli á okkur við hreinsun hennar. Var hún gerð 1986. Er mikilvægt

Aðalfundur 27. febrúar 2014

7


að frárennslismálin séu í lagi í þessari viðkvæmu útivistarperlu.

Göngustígar og trjáklippingar Enn hefur ekki verið gerður samningur við nágranna okkar, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, sem hefur lýst vilja til að leggja göngustíg sem tengdi svæði skógræktarfélagsins við okkar svæði og í gegnum það, ofarlega á svæðinu. Er framundan að merkja hvar hann á að vera. Heilmikið skógarhögg var 14. apríl. sl. en þá var klippt verulega af trjám og göngustígur markaður í gegnum skóginn vestan við skálann. Tré voru felld framan við skálann og snyrt ofan við hann. Fáir voru til verka og ljóst að víðar mátti taka til hendinni.

Samstarf við Hraunbúa Ánægjulegt samstarf hefur verið við Skátafélagið Hraunbúa. Hefur skátafélagið verið meira en fúst til að ljá okkur salinn í Hraunbyrgi undir fundi og að sjálfsögðu buðum við þeim að sama skapi afnot af Skátalundi. Er vonandi að samstarfið eigi eftir að þroskast og nýtast báðum félögunum vel.

Nýir fánar Það er ástæða að geta þess, þó það hafi komið áður fram, að gerðir voru nýir fánar fyrir gildið. Blöktu nokkrir þeirra við hún þegar gestir komu á afmælishátíðina og settu skemmtilegan svip á aðkomuna. Mikilvægt er að félagar muni eftir að taka hann með t.d. á Vormót og á Landsmót í sumar og láta þannig merkið okkar sjást sem víðast.

Þakkir og hugleiðingar Gildismeistari vill koma á framfæri þökkum til stjórnarmanna og allra þeirra sem lagt hafa starfinu lið á starfsárinu, bæði félagsmanna og annarra. Það er ánægjulegt að fólk er tilbúið til að leggja okkur lið með fyrirlestrum og á annan hátt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Með söknuði kveðjum við félaga sem farinn er heim og minnumst hans með virðingu og þakklæti. Í fyrra var sagt hér að gildið stæði á tímamótum, á 50. aldursári. Nú erum við hinum megin við tímamótin, afmælið yfirstaðið og nýtt gildi er orðið að veruleika. Framundan er sókn til félagaöflunar og undirbúningur að stofnun regnhlífarsamtaka skátagildanna í Hafnarfirði. Nú er tækifæri til að skapa áhuga nýrra gildisskáta í Hafnarfirði til að byggja áfram upp skátaparadísina í kringum Skátalund og til að það megi verða þurfum við að vinna á jafnræðisgrundvelli. Það gerum við best með því að skátagildin í Hafnarfirði eigi Skátalund saman. Nýta þarf skálann sem best og leigja út til að tryggja fjármagn til endurnýjunar og nýframkvæmda. Verður spennandi að fylgjast með öllum nýju gildisskátunum í Hafnarfirði. Að lokum vill gildismeistari hvetja gildisfélaga til að taka þátt í viðburðum á vegum gildisins og ekki síst að tjá sig um starfið og taka með sér gesti á fundi.

Hafnarfirði 27. febrúar 2014 f.h. stjórnar St. Georgsgildisins í Hafnarfirði

Guðni Gíslason gildismeistari

8

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2012 - 2013


Félagatal 1. Albert Kristinsson 2. Anna Þormar 3. Arndís Kristinsdóttir 4. Árni Rosenkjær 5. Ása María Valdimarsdóttir 6. Ásdís Elín Guðmundsdóttir 7. Áslaug Guðmundsdóttir 8. Ásthildur Magnúsdóttir 9. Ásthildur Ólafsdóttir 10. Benedikt Sveinsson 11. Bergur Jónsson 12. Böðvar Eggertsson 13. Claus Hermann Magnússon 14. Dagbjört Lára Ragnarsdóttir 15. Dóra Pétursdóttir 16. Edda M. Halldórsdóttir 17. Edda M. Hjaltested 18. Elín Soffía Harðardóttir 19. Elsa Kristinsdóttir 20. Erla Þórðardóttir 21. Fríða Ragnarsdóttir 22. Guðbjörg Guðvarðardóttir 23. Guðni Gíslason 24. Guðríður Karlsdóttir 25. Guðrún B. Madsen 26. Guðvarður Björgvin F. Ólafsson 27. Gunnar Rafn Einarsson 28. Gunnhildur B Þorsteinsdóttir 29. Halldór Ámundason 30. Hallfríður Helgadóttir 31. Helga Ingólfsdóttir 32. Herborg Friðriksdóttir 33. Hermann Sigurðsson 34. Hjördís Jónsdóttir 35. Hreiðar Sigurjónsson 36. Hörður Zóphaníasson * 37. Ingibjörg Guðmundsdóttir 38. Jón Bergsson 39. Jón Kr. Jóhannesson 40. Jón Sigurbjörnsson 41. Jóna Bríet Guðjónsdóttir 42. Jónína Kristín Ólafsdóttir 43. Kristín Svanhildur Pétursdóttir

44. Kristín Þorvarðardóttir 45. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir 46. Lárus Steindór Björnsson 47. Lizzi D. Baldvinsson 48. Nellý Ragnarsdóttir 49. Nína Edvardsdóttir 50. Ólafur Ásgeirsson 51. Ólafur K. Guðmundsson * 52. Ólafur Pálsson 53. Ólafur Proppé 54. Ólöf Jónsdóttir 55. Páll Hreinn Pálsson 56. Pétrún Pétursdóttir 57. Ragnar Jónsson 58. Ragnar Sigurðsson 59. Ragnheiður Kristinsdóttir 60. Ragnheiður Sigurbjartsdóttir 61. Ragnheiður Sigurðardóttir 62. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir 63. Rannveig Ólafsdóttir 64. Rebekka Árnadóttir 65. Renata Scholz 66. Sigríður Júlía Bjarnadóttir 67. Sigrún Edvardsdóttir 68. Sigrún Hjördís Grétarsdóttir 69. Sigurður Baldvinsson 70. Sigurjón Haraldsson 71. Sigurlaug Jónína Jónsdóttir 72. Sigursveinn Helgi Jóhannesson 73. Sjöfn Lára Janusdóttir 74. Stefán Jónasson 75. Steinunn M. Benediktsdóttir 76. Svala Jónsdóttir 77. Sveinn Þráinn Jóhannesson 78. Torfhildur Steingrímsdóttir 79. Þóra Sigurjónsdóttir 80. Þórdís Kristinsdóttir 81. Þórdís Steinunn Sveinsdóttir 82. Þórey Valgeirsdóttir 83. Þórunn S. Kristinsdóttir 84. Ægir Ellertsson 85. Örn Bergsson

* heiðursfélagi

Aðalfundur 27. febrúar 2014

9


St. Georgsgildið í Hafnarfirði Starfsskýrla 2013 - 2014

Ársskýrsla St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2013 2014  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you