Page 1

2. tbl. - desember 2012


Landsgildismeistari: Hrefna Hjálmarsdóttir, Kvisti hhia@simnet.is Varalandsgildismeistari: Magnea Árnadóttir, Hveragerði Ritari: Ásta Sigurðardóttir, Kvisti Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson, Keflavík Erlendur bréfritari: Kjartan Jarlsson, Kópavogi Útbreiðslu- og blaðafulltrúi: Ásta Gunnlaugsdóttir, Hveragerði Spjaldskrárritari: Claus Hermann Magnússon, Hafnarfirði

Alþjóðahreyfingin ISGF www.isgf.org Alþjóðaforseti: Mr. Brett D. Grant

Ljósm.: Guðni Gíslason

Landsgildisstjórn

Viðburðadagatal • 10. desember: Samvera í skátamið­ stöðinni fyrir eldri skáta 11.30-13.30 2013 • 31. janúar: Skilafrestur á tilnefn­ ing­­um í uppstillinganefnd vegna landsgildisþings. • 1. mars: Skilafrestur á tillögum til breytinga á samþykktum landsgildis. • 4. apríl: Skilfrestur á rökstuðningi vegna heiðursmerkjaveitinga. • 4. maí: Landsgildisþing á Akureyri. • Júní: Landsgildið 50 ára • 5.-8. september: Evrópuráðstefna gildisskáta. Stokkhólmur-Helsinki • Súpufundir fyrir gamla skáta eru haldnir 2. mánudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ, Reykjavík. Ástæða er til að hvetja gildisfélaga til að mæta á þessa skemmtilegu fundi. Hægt er að láta skrá sig á póstlista á skatar@skatar.is

Bálið 2. tbl. desember 2012 Ritstjóri: Hrefna Hjálmarsdóttir Prófarkalestur: Lára Ólafsdóttir, Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Útlit og umbrot: Hönnunarhúsið ehf. Prentun: Stapaprent ehf. Forsíðumynd: Guðni Gíslason - frá Landsmóti skáta.

2

www.stgildi.is


Bætt á Bálið desember 2012

Landsmót skáta á Úlfljótsvatni 2012 verður lengi í minnum haft sem gott og glæsilegt mót. Falleg tjaldbúð í umhverfi sem verður fegurra með hverju ári sem líður. Margir gildisskátar lögðu hönd á plóg og komu að ýmsum verkefnum hjá sínum félögum, s.s. eldamennsku, tjaldbúðarstörfum, aðstoð við sýningu, fararstjórn o.fl. Eitt gildið studdi skáta í heimabyggð fjárhagslega og þannig mætti lengi telja. Vonandi verðum við enn fleiri á Hömrum eftir þrjú ár, þegar næsta landsmót verður haldið. Verkefnin verða næg. Við þurfum þó að gæta þess að aðstoða á réttum stöðum. Hinir ungu þurfa vissulega að spreyta sig sem mest, en gott er að eiga hauka í horni. Þær eru orðnar býsna slitnar gömlu skáta­bækurnar mínar. Sérstaklega ein. Það er Skátahreyfingin (Scouting for boys), eftir Baden Powell, sem kom út í íslenskri þýðingu Kristleifs Bjarnasonar árið 1948. Bókin er myndskreytt af B.P., en annars staðar í Bálinu er fjallað um B.P. sem listamann. Í gömlu og slitnu bókinni minni er mynd sem mér hefur alltaf þótt mjög merkileg. Það er myndin af ungum manni, Rowan að nafni, að sparka ó-inu framan af orðinu ómögulegt og svo fylgir með saga af afrekum hans. Hversu oft höfum við ekki tekið þetta orð - ómögulegt - okkur í munn. En eins og í sögunni um Rowan, sem þurfti að leggja í erfitt ferðalag, er þetta gjarnan spurning um afstöðu. Það er vissulega mögulegt að fjölga gildisskátum á Íslandi. En það kostar hugkvæmni og

framkvæmdagleði og umfram allt trú á að gildisstarfið geti hentað bæði reyndum skátum og eins þeim sem ekki hafa verið skátar á unglingsárum. Á fundi með landsgildisstjórn og gildis­ meisturum í nóvember 2012 voru fluttar skýrsl­ur gildanna. Þar kom greinilega fram hve fjölbreytt starfsemin er. Fundir sem ýmist eru undirbúnir af gildisfélögum sjálf­um eða af gestum fundanna, göngu­ ferðir, fossaferðir, hellisferðir, fjár­aflanir, ferðalög, aðstoð við rekstur skáta­félag­ anna, tæknifundir, kvöldvökur, kóte­lettu­­ fundir, óvissuferðir, afmæli og alls konar grín og gaman, að ógleymdum skáta­ söngnum, sem við skulum leggja rækt við. Þess vegna ættum við að sparka ó-inu í burtu og sýna að það er mögulegt að laða að fleira gott fólk að gildisstarfinu. Enda er að heyra að tíðinda sé að vænta og ný gildi líti jafnvel dagsins ljós á næsta ári. Það væri góð afmælisgjöf árið 2013, en þá mun landsgildið fagna 50 ára afmæli sínu. Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari hhia@simnet.is

3


Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Blásið til sóknar

Nýtt skátagildi stofnað í Hafnarfirði 14. febrúar nk.

Á

rið 1963, í maí komu eldri skátar, búsettir í Hafnarfirði, saman í Hraunbyrgi skátaheimili Hraun­búa. Tilgang­ur fund­arins var að stofna St. Georgs­gildi, samtök eldri skáta í Hafnarfirði. Stofnfélagar voru 41. Á næsta ári eru 50 ár síðan og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Starfið hefur verið öflugt og félagið studdi við skátastarf í Hafnarfirði á sama tíma og félagarnir rækt­­uðu skátahugsjónina og félagsskapinn með fjölbreyttu starfi.

Yngra fólkið verði virkara

Regnhlífarsamtök Í vor lagði gildismeistari fram hugmyndir um uppbyggingu eldriskátastarfs í Hafnarfirði og í dag er unnið að því að nýtt gildi verði stofnað 14. febrúar nk. Samtímis verða stofnuð regnhlífarsamtök skátagilda í Hafnarfirði sem munu eiga

Ljósm.: Guðni Gíslason

St. Georgsgildið í Hafnarfirði fékk land við Hvaleyrarvatn og árið 1968 var þar reistur skátaskáli og uppbygging á

berangurslegu svæð­ inu hófst. Í dag er Hval­­eyrarvatnið orð­ in útivistarperla Hafn­ firðinga og Skátalundur og svæðið umhverfis hann er orðinn dýrgripur sem félagarnir og ungu skátarnir njóta góðs af. Guðni Gíslason gildismeistari í Í dag eru félagarnir 80 Hafnarfirði og meðalaldurinn er 70,7 ár. Helmingur félaganna er tæpra 75 ára og eldri. Eðlilega hefur þessi hái aldur haft áhrif á starfið og það hafa félagarnir verið meðvitaðir um þó að margir séu ungir þrátt fyrir aldur sinn.

4


Ljósm.: Guðni Gíslason

Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Mikill áhugi Fjölmargir hafa þegar skráð sig sem áhugasama félaga að hinu nýja skátagildi og sameiginlega munu gildin starfa að uppbyggingu eldriskátastarfs í bænum. Tækifæri verður fyrir fleiri hópa eldri skáta í Hafnarfirði að gerast aðilar að regnhlífarsamtökunum og fá þannig aðtöðu í þessari útivistarperlu við Hval­ eyrarvatn.

Nokkrir gildisskátar í „Riddaralautinni“ við Hvaleyrarvatn.

Skátalund og hafa yfirráð yfir landinu í kring. Gamla gildið og hið nýja, verða aðilar að regnhlífarsamtökunum á jafn­ réttisgrundvelli. Skátagildin munu starfa sjálfstætt í góðu samstarfi í gegnum regn­ hlífarsamtökin.

Í góðum takti saman

Ljósm.: Guðni Gíslason

Fullt var út að dyrum í Hraunbyrgi á sameiginlegri kvöldvöku Hraunbúa og St. Georgsgildisins í Hafnarfirði í október. Undirbúningurinn lá að miklu leyti á hinum ungu skátum og með dyggri aðstoð félaga úr gildinu. Stemmning var mjög góð og skemmtu gildisskátar sér vel og nutu þess að sjá gleðina í augum ungu skátanna, ekki síst þeirra sem voru vígðir þetta kvöld. Almenn ánægja var með kvöldvökuna og kom strax fram ósk hjá skátafélaginu að endurtaka leikinn í vor og varð það

Ljósm.: Guðni Gíslason

Sameiginleg kvöldvaka Hafnarfjarðargildisins og Hraunbúa

að samkomulagi að þá sæi gildið meira um undirbúning og hefði kvöldvökuna meira í „gamla stílnum“. Samstarf félaganna er að eflast á ný og mikill áhugi forsvarsmanna að auka það og efla enn frekar, öllum til mikils gagns og gleði. Ungir skátar aðstoðuðu á „tæknifundi“ gildisins fyrir skömmu þegar leyndardómar snjallsíma, Skype og Facebook voru kynntir. Vonast er eftir að gildisfélagar geti endurgoldið aðstoðina þegar föndur verður þema starfsins í janúar. Þá er vonast eftir að hinir ungu skátar geti nýtt útivistarsvæðið við Skátalund enn frekar í komandi framtíð.

5


Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Gróska í útgáfumálum

Á

þessu ári hefur verið gefið út óvenjumikið af efni sem tengist skátamálum og skátasöngvum. Fyrst skal nefna endurútgáfu á söngvum Tryggva Þor­steins­sonar. Bókin var fyrst gefin út 1976 af St. Georgs­gild­inu á Akureyri og sér það einnig um útgáfuna að þessu sinni. Bókin er í stærra broti nú en áður, A-5, og fylgja nótur með. Einnig er hægt að fá bókina í stærð A-4, sem kemur að góðum notum fyrir tónlistarfólkið. Bókin er gormuð, en áformað er að gefa hana út innbundna síð­ar. Þau Ásgeir Hreiðarsson, Hall­dór Torfason og Kristjana Þórdís Ásgeirs­ dóttir voru gildinu til halds og trausts

eftir Tryggva Þorsteinsson

varðandi útgáfuna. Mikill fengur er að þessari bók og ber að þakka þeim sem að henni stóðu. Bókin er til sölu hjá St. Georgsgildinu á Akureyri (Kristbjörg Rúna sími 462 2295).

| Sjálfstæður Heiðarlegur | Samvinnufús | Nýtinn | Réttsýnn

Hjálpsamur | Glaðvær | Traustur | Náttúruv inur | Tillitsamur

Skátasöngvar Bræðrabandsins

BRÆÐRABASkNátaDlögIÐin 6

Og þá er það geisladiskur sem Bræðra­ bandið gaf út í sumar. Á honum eru skátasöngvar úr ýmsum áttum, flestir vel þekktir og vinsælir. Gildismeistari eign­að­ ist þenn­an disk á Lands­mótinu og spil­aði í bíln­um eitt fagurt sum­­ar­kvöld á leiðinni um Þrasta­skóg. Síð­an hefur hann verið í miklu uppá­haldi. Undirleikur er fjölbreyttur, m.a. banjó og munnharpa. Allir skátar þurfa að eignast þennan disk. Hann getur komið að góðum notum við að kenna ungum skátum lög sem eru ný fyrir þeim. Diskurinn er til sölu í betri hljóðf­æraverslunum, hjá BÍS í Hraun­bæ 123, Gauta rakara í Kópavogi og í Fjallakofanum. Einnig má hafa samband við aevar@mosverjar.is.


Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Undraland – Fyrstu árin

Það er ósk mín og trú, að skátaskólinn á Úlfljótsvatni og Úlfljótsvatn eigi um langa tíð að verða miðstöð skátastarfseminnar á landinu. Hvernig starfsemin á að vera, er önnur saga. Aðalatriðið er, að starfsemin sé svo rúm og óbundin, að hún fullnægi þörfum hvers tímabils og leysi þau vandamál, sem mest aðkallandi eru á hverjum tíma. Hættulegt er að binda stofnun í of fastar skorður. Fjölbreytni og frjálsræði er grundvöllur hins lifandi starfs, undirstaða lýðræðis og menningar.

UNDRALAND - Fyrstu árin

Í tengslum við ljósmyndasýninguna á Ljósafossi sl. sumar var gefin út bókin Undraland - Fyrstu árin og var það útgáfufélagið Venni sem að henni stóð. Þessi bók er skemmtileg aflestrar fyrir þá sem hafa áhuga á sögu skátastarfs, ekki síst þá sem hafa átt góða daga við Úlfljótsvatnið blátt. Starfið þar í tæpa sjö áratugi hefur verið dýrmætt skátum á öllum aldri, hvort sem það hefur verið í sumarbúðum, á skátanámskeiðum, í Gilwellskólanum eða á landsmótum. Í ritnefnd voru félagar úr Smiðjuhópnum. Bókin er til sölu hjá Gauta rakara í Kópavogi og er hægt að fá hana senda út á land. (Til gamans má geta þess að Venni er gamalt gælunafn Björgvins Magnússonar.) Jónas B. Jónsson. (1948). Skátablaðið.

Minningar um skátastarf á Úlfljótsvatni frá upphafsárunum fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Bók um skátastarf Nú líður að út­gáfu bókar­innar Skáta­félag – mik­il­vægt afl í sam­félagi. Hún var kynnt fyrir gild­is­skátum í sumar og tekið vel. Höfundar eru Anna Kristj­áns­dóttir og Arn­­laugur Guð­ mundsson. Bók­in fjallar um skátastarf, grundvöll Baden Powell, tilurð og þróun skátunar á Íslandi og að hverju er mikilvægt að huga til að tryggja líf og kraft í skátafélagi. Við skrif bókarinnar eru lögð til grund­vallar sjónarmið og gildi sem íslenskur almenningur skilur, þekkir og metur mikils nú á tímum. Þetta er gert til að ná til almennings, en ekki bara til skátanna, þótt þeim þyki vonandi einnig nokkur fengur að inntaki hennar og þessari nýju nálgun.

Gamla myndin Þekkið þið þetta unga ástfangna par? Þetta eru reyndar þau Snjólaug Aðal­steins­ dóttir og Steini Pje á Landsmóti skáta við Hreðavatn 1966. Þarna nýtrúlofuð eins og sjá má. Steini og Snjólaug voru bæði meðal stofnenda Kvists 1996 og hafa kom­ ið víða við í skátastarfi bæði á Dalvík og á Akureyri. Steini var m.a. félagsforingi Klakks 1990-1995. Einnig hafa þau verið í forystu í öðrum félagasamtökum í bænum. Það er alltaf líf og fjör í kringum þessi hjón sem hafa nú verið í hjónabandi um árabil.

Þuríður Jóhannsdóttir skáti á Dalvík tók myndina.

7


Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Afmælisárið mikla Fróðleiksfyrirlestrar á gildisfundum

S

íðastliðinn vetur fékk þáverandi stjórn Kvists þá köllun að ekki mætti sleppa því að minnast 150 ára bæjarafmælisins. Var þetta kynnt fyrir óbreyttum og var búið að festa á blað ákveðin tímabil á hvern hóp svo ekki veldu allir það sama.

Hófust nú á októberfundi hinir fræðandi fyrirlestrar um tímabilið 1862 til aldamóta 1900. Var þar víða leitað fanga og ýmsir dáindismenn dregnir fram í dagsljósið. Síðast í nóvember héldum við jólafund í Sveinbjarnargerði og skyldi nú fjallað um jólahald frá 1862 til 1962. Það var ekki úr miklu að moða frá fyrri hluta þess tímabils en birti til er komið var fram á síðustu öld. Lásu menn sér til úr gömlum auglýsingum

8

að fólk hefði þó alltaf gert vel við sig í mat og drykk ef nokkur kostur var. Lítið úrval var af jólagjöfum og fengu verslanir greinilega vöruúrvalið er líða tók á jólamánuðinn og er þar kannski komin skýringin á Þorláksmessuversluninni. Salurinn var skreyttur með fyrri tíma útfærslum af jólatrjám sem ekki voru af barrtrjáætt og gamaldags jólaskrauti. Desemberfundurinn fjallaði um tímann 1963 til 2011 og á janúarfundinum var tímabilið frá 1901 til 1940 til umfjöllunar. Á þorrafundinum í febrúar var tímabilið frá 1941 til 1970 til umfjöllunar og þá heltók fortíðarþráin fundarmenn, þar sem veislumatur uppvaxtaráranna var í boði fyrir langsoltna skátana. Þetta varð kótelettuhátíðin mikla með viðeigandi feiti, brúnuðum kartöflum, rauðkáli og grænum baunum. Þvílík unun fyrir bragðlaukana, það lá við að ekkert heyrðist nema kjamsið,


Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Vináttuboðskapurinn 2012

Kæru vinir, félagar í ISGF. Tíminn líður hratt og enn og aftur sendi ég ykkur óskir um afar ánægjulegan vináttudag 2012. Alþjóðastjórnin hefur haft nóg að gera á liðnu ári við að hafa samband við félaga um allan heim og vinna að þróun ISGF. Margir félagar ISGF skipulögðu viðburði, vinnubúðir, námskeið og tóku þátt í ýmiskonar samfélagsviðburðum eða studdu við mismun­ andi samfélagsverkefni skátanna og sumir mundu eftir að senda myndir á vefsíðu ISGF, en því miður voru aðrir sem gleymdu því.

Á vináttudaginn skora ég á ykkur að veita öðrum gildisskátum um víða veröld hlutdeild í því verkefni sem var mikilvægast á árinu hjá ykkur. Lýsið því stuttlega og sendið það, ásamt einni eða tveimur myndum til www.isgf.org. Alþjóðasambandið er líka stolt af að gefa ykkur upplýsingar í sérsendingu, um þau verkefni sem unnið var að á liðnu ári. Um þetta leyti á næsta ári verðum við að halda upp á 60 ára afmæli ISGF, svo að þið skulið undirbúa ykkur undir að taka þátt í því. Vináttukveðja, Mida Rodriges, formaður ISGF World Committee.

menn máttu vart mæla fyrir hamingju. Og svo rifjuðu menn upp hina og þessa eftirrétti sem fylgt höfðu áður fyrr, ekki allt eftir markmiðum manneldisráðs, ónei! Kvistir eru miklir matmenn og hafa gaman af að borða, á undanförnum árum hafa brostið á réttir eins og ávaxtagrautur með rjómablandi á eftir steiktu læri og Royal búðingur með þeyttum rjóma sem við héldum að fengist ekki lengur. Já, vera kann að ýmsu sé fólk farið að gleyma, en ekki mat! Á marsfundinum vorum við farin að nálgast nútímann. Það hefur tíðkast hjá okkur að fara í óvissuferðir í apríl, þá höfum við lagt land undir fót, fræðst og notið góðra veitinga. Það var því farið að fara um okkur þegar fundarboðið kom og ekkert aukagjald tiltekið né sérstakur klæðnaður, ekki lofaði það góðu. Menn mættu svo í Hvamm og það eina sem sást var að stólarnir í salnum sneru allir í sömu átt og snæri á setunni. En ekki skyldi vanmeta nefndina sem sá um fundinn, og bauð upp á frekar róandi

spjall og vatnsnið, þetta var hálf jógalegt og maður reiknaði með að sofna vært. En viti menn, við fórum í hina æsilegustu bílferð um bæinn og varla sást nokkur bíll á götunni svo bílstjórinn hafði frítt spil. Nú eru á meðal vor fyrrverandi lögreglumenn og voru þeir farnir að fölna meðan á ökuferðinni stóð. Svo vorum við drifin inn í sjoppu eins og tíðkast í rútuferðum. Að ferðinni lokinni var myndasýning af gömlu Akureyri. Leit svo út fyrir að fundinum væri lokið án hefðbundinna veitinga, en þá var okkur vísað í sal nokkurn á efri hæðinni og voru þar langþráðar hnallþórur með meiru. En þessi „ferð“ sem farin var í ímyndaðri rútu og á sýningartjaldi mun seint gleymast. Maífundurinn er aðalfundur og var að venju handan fjarðarins í Valhöll og var vel sóttur. Ný stjórn er tekin við og efni funda starfsársins mun snerta hið 150 ára gamla afmælisbarn. Guðný Stefánsdóttir, St. Georgsgildinu Kvisti.

9


Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Uppáhalds skátatextinn

Þ

að fyrsta sem kom í huga minn er leitað var eftir því að ég ritaði nokkur orð um uppáhaldsskátasönginn minn var Tendraðu lítið skátaljós, sem fjallað var um í síðasta Báli og ég lærði sem ljósálfur fyrir margt löngu. Þá grófst einnig í huga mér Ljósálfasöngurinn, en þetta er hvort tveggja eftir Hrefnu Tynes.

Ég vil vera hjálpsöm, greiðvikin og góð, gera mína skyldu við Guð og land og þjóð. Reyna eftir mætti að leggja öðrum lið. Það er litlu ljósálfanna æðsta mark og mið. Langar mig að gleðja þig, elsku mamma mín, muna ætíð, pabbi, að vera góða stúlkan þín. Ég er lítill ljósálfur og á því alla stund að vera góð og hlýðin og kát og létt í lund. Þessi texti hefur geymst með mér öll þessi ár ásamt mörgum fleiri skátasöngvum. Þegar ég starfaði á Úlfljótsvatni í sumar­ búðum kvenskáta undir handleiðslu Ingi­bjargar Þorvaldsdóttur þá var mikið sungið og mitt uppáhaldslag þaðan er Undraland við Úlfljóstvatnið blátt eftir Hallgrím Sigurðsson. Undraland við Úlfljótsvatnið blátt, enginn gleymir þínum töframátt. Inn við eyjar, út við sund öldur hjala um æskudrauma grund. Loftið fyllist ljúfum unaðsóm lækir falla og léttum kveða róm. Engum gleymist undranátt við Úlfljótsvatnið blátt.

10

Við Úlfljótsvatnið hef ég átt margar góðar stundir við leik og störf. Ásamt því að vinna í sumarbúðunum sem reyndar voru mín fyrstu kynni af staðnum, þá hef ég eytt þar góðum stundum hvort heldur hefur verið í almennum skátaútilegum og skátamótum, á tjaldsvæðinu með fjölskyldu og vinum, eða við leik og störf. Þessi söngur fyllir mig góðum minningum sem endalaust ylja um hjartarætur. Ingibjörg Þorvaldsdóttir er konan sem hvatti okkur til dáða og ég tengi hana alltaf við þetta lag og þann stað sem Úlfljótsvatn er í mínum huga. Með gildiskveðju, Guðrún Nikulásdóttir, St. Georgsgildinu Straumi.


Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Eitt sinn skáti ávallt skáti

Ég er skáti, sjö ára gömu­l allavega óhætt að segja að ég byrjaði ég sem ljós­álf­ur varð mun fróðari um bæinn og sótti fundi á Frí­kirkju­ minn eftir þennan vetur og veginum í Reykja­vík fyrir hlakka til að taka virkan þátt all löngu. Ég man ennþá í vetur. Á mánaðarlegum eftir eftir­væntingunni fyrir fundum yfir veturinn er hvern fund. Það var frábær fróðleikur, söngur, leikir flokks­foringi sem Rán hét og þrautir sem þarf að fyrri veturinn minn þarna. leysa í samvinnu. Vikulegir Það var margt brallað og göngutúrar gefa góða innsýn man ég vel ferðalag með inn í nær­um­­hverfið fyrir strætó út á Álftanes þar utan að hafa heilsusamlega sem búið var að koma virkni. Ýmsar ferðir eru fyrir ýmsum hlutum sem Helga Guðrún Erlingsdóttir, farn­ar, eins og í leikhús, við áttum að finna eftir St. Georgsgildinu Kvisti. sumarferð, haustlitaferð og vís­bendingum. Þetta var könnunarleiðangrar á kaffi­ einstaklega skemmtilegur tími. Þegar ég hús svæðisins sem eru fæði fyrir líkama hugsa til baka er það sennilega að gera, og sál. Þá hefur gildið í gegnum árin verið ekki bara að vera, heldur að gera, læra stuðningur fyrir skátastarf á svæðinu og nýja hluti, þroskast og ekki síst að syngja aðstoðað skátana á marg­víslegan hátt. Allt sem laðaði mig að skátastarfinu. Ég hafði eru þetta þættir sem skapa góða umgjörð óskaplega gaman af því að syngja og þar fyrir frábæran félagsskap sem vert er að sem ég fékk ekki inngöngu í skólakórinn kynna sér og taka þátt í. var þarna kjörinn vettvangur til söng­ iðkunar. Ég gerðist skáti þegar ég hafði aldur til og var í þeim félagsskap þar til önnur áhugamál urðu yfirsterkari. Í vor gekk ég í St. Georgsgildið Kvist. Ég hafði heyrt um þennan félagsskap í gegnum vin og fylgst með því hvað þeir voru að bralla. Síðar fór ég að taka þátt í fundum og ferðalögum með þeim og gekk formlega í gildið síðastliðið vor. Það sem heillaði mig við félagsstarfið var hve virkan þátt hægt var að taka í starfinu. Á félagsfundum síðastliðinn vetur var afmæli Akureyrar þema vetrarins og tóku allir þátt í að kynna bæinn, mann­ Ég mæli með því að vera skáti - það eflir og lífið og þá starfsemi sem þar hefur farið styrkir líkama og sál. fram á mismunandi tímaskeiðum, það er

11


Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Evrópuráðstefna gildisskáta 2013 Evrópuráðstefna gildisskáta verður hald­ in 5. - 8. september 2013 á leiðinni milli Stokkhólms og Helsinki. Ráðstefnan verð­ ur haldin á ferjunni MS Mari­­elle að hluta til og er sigl­ingaleiðin, sem er um sænska skerjagarðinn, talin ein sú fegursta í heimi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Cross­ing board­ ers og mun aðalfyrir­lesturinn fjalla um landa­mæri þjóða. Það eru Norð­urlöndin sem bera ábyrgð á þessari ráðstefnu og þurf­um við á Íslandi að gera ráð fyrir að setja upp kynningu á Íslandi og íslensku skátastarfi á ákveðnu svæði í ferjunni.

Eftir ferjusiglinguna verð­­ur boðið upp á þriggja daga ferð­ir í Dan­mörku (Kaup­manna­ höfn), Svíþjóð (Dalirn­ir) og í Noregi (Osló) eftir eig­in vali. Það má ætla að þessi ferð muni henta íslenskum gildis­ skátum ein­stak­lega vel, enda óvenju stutt að fara að þessu sinni. Einnig ætti að verða auðvelt að sinna öðrum erindum. Vonandi tekst okkur að senda stóran hóp ís­lenskra gildisskáta á þessa óvenjulegu ráðstefnu. Nánari upp­lýsingar von­andi í næsta Báli.

Frá því fyrst var farið að afhenda friðar­ logann á Íslandi árið 2001 höfum við í St. Georgsgildinu í Hvera­gerði sótt okkur loga fyrir hver jól. Við höfum oft fjölmennt til að sækja logann í Karmelklaustrið. Friðarlogann höfum við síðan borið út í Hveragerði á aðventunni. Á fyrsta sunnudegi í aðventu afhendum við logann á aðventukvöldi í kirkjunni. Hann er síðan látinn loga þar yfir öll jólin. Við afhendum einnig log­ ann á kertadaginn í grunn­ skólanum. Eftir miðjan des­ember höfum við farið í jólaljósagöngu um bæinn og þá alltaf með logann með okkur á lukt. Við komum við hjá vinum, ættingjum og skátum og gefum þeim sem vilja friðar­logann. Á aðfangadag förum við í Kot­strand­ar­­­kirkju eftir hádegi. Þar hefur séra Jón Ragnarsson haldið minn­

ingar- og bæna­­stund. Þar hafa eig­in­kona hans, Gyða Hall­dórs­dóttir og börn þeirra, Hulda og Ragnar, séð um tón­­listar­flutning af sinni einstöku snilli. Í fyrstu voru ekki margir í kirkjunni en síð­ustu árin hefur kirkjan alltaf verið fullsetin. Eftir athöfnina höfum við síðan farið út í kirkjugarð með friðarlogann og þar gefst þeim sem það vilja kostur á að fá ljósið afhent til að setja á leiði ástvina sinna. Oftast hefur viðrað þokkalega á okkur og fólk haft gleði af því að fá logann. Í hugum okkar allflestra er þetta yndisleg byrjun á helgihátíðinni, við hittum vini og óskum hvert öðru gleðilegrar hátíðar. Friðarloganum höldum við síðan logandi fram yfir áramót. Sigríður Kristjánsdóttir, St. Georgsgildinu í Hveragerði

Friðarloginn í Hveragerði

12


Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

Terta, menning og vinátta St. Georgsgildið í Hafnarfirði hélt vin­áttu­ dag gildiskáta í Hafnarfirði 28. október sl. og bauð öðrum gildisfélögum. Dagskráin hófst í Hraunbyrgi er Guðni gildismeistari bauð gesti velkomna, flutti vináttuboðskapinn og nokkrir söngvar voru sungnir. Anna Íris Pétursdóttir, ungur Hraunbúi heillaði fólk upp úr skónum með fallegri hugleiðingu um vináttu í skátastarfi og Hrefna Hjálm­ arsdóttir landsgildismeistari flutti ávarp.

Ljósm.: Guðni Gíslason

Vel heppnaður vináttudagur gildisskáta í Hafnarfirði

Í Gallerí Múkka

Ljósm.: Guðni Gíslason

Úr Hraunbyrgi var haldið niður á bryggju þar sem Gallerí Múkki var heimsótt. Skát­ inn Lárus Jón Guðmundsson tók á móti gestum í glæsilegu galleríinu þar sem kona hans Aðalheiður Skarphéðinsdóttir hefur vinnustofu. Sagði Lárus frá starf­ seminni og skýrði út mismunandi aðferð­ ir við þrykk sem Aðal­heiður er þekkt fyrir. Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildis­meistari

Það­an var svo farið í Annríki – þjóð­bún­inga og skart á Suðurgötunni en þar tók Guð­ rún Hildur Rosenkjær klæðskera- og kjóla­ meistari og sagnfræðinemi á móti gest­um og fræddi um gerð þjóðbúninga og varð­ veislu þeirra. Eftir áhugaverða heimsókn í Múkka og Annríki var á ný haldið í Hraunbyrgi þar sem glæsileg kaka beið gesta sem raðað var saman við borð eftir litamerkingum. Tækifæri gafst til að spjalla saman, fræð­ast um minjasafn Hraunbúa og ánægju­legum vináttudegi lauk formlega með bræðra­ lagssöngnum.

Ljósm.: Guðni Gíslason

Ljósm.: Guðni Gíslason

Þjóðbúningarnir vöktu mikla athygli í Annríki

Kakan glæsilega var borðuð af bestu lyst.

13


Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Gildismeistarar funda Árlegur fundur stjórnar St. Georgs­ gildanna á Íslandi með gildismeisturum og aðstoðargildismeisturum var haldinn fyrir skömmu í Reykjavík og þrátt fyrir vont veður var mæting ágæt. Kynnt var starf gildanna og voru umræður góðar um framtíðarstarf.

Bálið og heimasíðan Meðal þess sem var til umræðu var Bálið og heimasíðan sem þróaðist út í ágætar umræður um sýnileika gildanna og spurningar voru settar fram um það hvað við vildum fá með þessari útgáfu. Hrefna landsgildismeistari hefur haft umsjón með Bálinu og sagði hún ekki erfitt að fá efni frá fólki, ekki ef það væri beðið beint. Áhersla á að vera lögð á áhugavert efni og góðar myndir en gagnrýni kom á ferðasögur og langar minningargreinar. Hvatt var til þess að skoða vel heimasíðuna og þróa hana til að geta orðið góður upplýsingarbrunnur um störf gildisskáta á Íslandi. Rætt var um Facebook síðuna „Skátagildi“ en þar hafa fjölmargir tengst síðunni, yngri skátar sem eldri og erlendir gildisfélagar, ekki síst eftir að tengill á hana var settur á Facebooksíðu alþjóðasamtakanna ISGF.

Hvað eigum við að heita? Spurt var hvort við vildum láta vita hver við værum. Enginn væri neinu nær ef talað væri um Landsgildið og jafnvel litlu nær ef talað væri um St.

Georgsgildin á Íslandi. Væri þá ekki nær ef samtökin væri nefnd „Skátagildin“ og formlega „Skátagildin á Íslandi“. Var vel tekið í þetta og áhugi að nota þetta strax samhliða formlega nafninu en huga svo að lagabreytingu.

Fækkun í landsgildisstjórn Tillögur voru settar fram um að fækka í landsgildisstjórn úr sjö í fimm og í framhaldi af því var bent á að tímabært væri að yfirfara samþykktir samtakanna sem bæru greinileg merki þess að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar í tímans rás og ýmsir gallar væru sem þyrfti að laga.

Bálið - rafrænt eða prentað? Bálið kemur út tvisvar sinnum á ári, en þrisvar það ár sem landsgildisþing er haldið. Oft hefur verið rætt um að hætta að prenta Bálið þar sem hægt er að lesa það í rafrænu formi á netinu. Ágætt væri að gildisfélagar skoði báða þessa kosti. Þessi umræða kemur eflaust upp á landsgildisþinginu í vor. Bálið kemur út í 440 eintökum og var kostnaður við síðasta blað 116.000 kr. Frá dragast 35.000 kr. styrkir gildanna.

Minningargreinar Bálið hefur á undanförnum árum birt minningargreinar um látna gildisskáta enda eðlilegt að gildisfélagar vilji heiðra minningu félaga sinna. En blaðið er ekki stórt og er mælst til þess að minningarorðin séu ekki fleiri en 150. Svipaðar reglur gilda í samsvarandi blöðum.

Bálið óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 14


Eitt sinn skáti, ávallt skáti!

English Summary December 2012

In the introductory address "Bætt á Bálið" our National Guild President, Ms Hrefna Hjálmarsdóttir, expresses pride in the guild‘s multifarious and highly appreciated participation and help with the National Jamboree in Iceland which was held at Úlfljótsvatn Scout Centre in 2012. She moreover reminds us that the word "impossible" does not exist in the scout vocabulary, and urges us to think positively at all times, make membership decline into an ascent. The Hafnarfjörður guild will pioneer this effort by starting up a new scout guild in February next year and the simultaneous creation of an umbrella association of the Hafnafjörður guilds, through which to facilitate closer cooperation. Another effort by the guild was a highly successful scout meeting held by the Hafnarfjörður Scout Groop "Hraunbúar" and the guild. Still another positive cooperative effort prong was the re-issue of a Scout Songbook from 1976 in larger format and complete with the appropriate musical scores. A DVD disc with miscellaneous popular scout songs from various sources was also made and can be obtained via aevar@mosverjar.is or the BÍS (skatar@skatar.is). In addition a new book on scouting will soon be published. All this should enhance the move towards making the scout movement more popular with both older scouts and today‘s youth aspiring to become scouts. In his Fellowship Day address the ISGF President informed the guilds of the

relentless effort by the World Committee to strengthen the guild movement worldwide and urged guilds to make it possible for other nations‘ guilds to participate in their projects, e.g. through better exchange of information. The Fellowship Day celebrations were this time under the auspices of the Hafnarfjörður guild. It was celebrated in the customary fashion and both highly successful and well attended. The town of Akureyri celebrated its 150th anniversary this year and the scout guild Kvistur held a series of information meetings and events devoted to the town‘s anniversary. Ms Guðrún Nikulásdóttir of the Straumur guild remembered our late Hrefna Tynes and two of her many lovely scout songs. A new member of the Kvistur guild, Ms Helga Erlingsdóttir urged others to follow in her steps and join the guild movement. We were told of the World Committee‘s intention to hold a European ISGF confer­ ence 5-8 September 2013 on board M/S Marielle, the Stockholm-Helsinki ferry en route to the latter destination. National guilds were urged to set up booths aboard. The guilds are reminded that the annual arrival in Iceland of the Peace Flame will soon be upon us. The National Committee also announced some streamlining efforts such as reducing the number of committee members from the present seven to five.

Einar Tjörvi

www.stgildi.is

vertu líka með á www.facebook.com/skatagildi

15


Skátagildin á Íslandi

Bálið – málgang St. Georgsgildanna á Íslandi

Ljósm.: Gu ðni Gíslason

St. Georgsgildið á Akureyri • St. Georgsgildið í Hafnarfirði St. Georgsgildið í Hveragerði • St. Georgsgildið í Keflavík St. Georgsgildið í Kópavogi • St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri St. Georgsgildið Straumur í Reykjavík

16

Ef heimilisfang er rangt, endursendist á: Hreinn Óskarsson, Pósthússstræti 3, 230 Keflavík

Bálið 2. tbl. desember 2012  
Bálið 2. tbl. desember 2012  

Málgagn gildisskáta á Íslandi

Advertisement