Page 1

Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 1

Bálið

1. tbl. 2008 Málgagn St. Georgsgildanna á Íslandi


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 2

Apríl 2008

Landsgildisstjórn 2005-2007 skipa: Landsgildismeistari: Elín Richards Varalandsgildismeistari: Einar Tjörvi Elíasson Ritari: Kjartan Jarlsson Gjaldkeri: Hreinn Óskarsson Erlendur bréfritari: Jón Bergsson Upplýsingafulltrúi: Hákon Guðmundsson Spjaldskrárritari: Karlinna Sigmundsdóttir

Alþjóðaforseti: Madame Martine Lévy Alþjóðaskrifstofa: Avenue de la Porte de Hal, 38 B-1060 Bruxelles, Belgium Sími: +32 2 511 46 95 Fax: +32 2 511 46 95 Email: isgf-aisg@skynet.be Web: http://www.isgf.org Útgáfa Bálsins er í höndum Landsgildisstjórnar. Ritstjóri: EinarTjörvi Elíasson Sími: 897 8677/551 5424 Netfang: ete@krete.is Bálið er prentað í 450 eintökum. Prentsmiðjan Litlaprent í Kópavogi sér um prentun blaðsins.

Forsíðumynd: Útsýn yfir Þinvallavatn Thingvallavatn Panorama Ljósmynd (Photo): Einar Tjörvi

2

Frá ritstjóra

Að þessu sinni kemur Bálið eingöngu út tvisvar sinnum á ári. Ennþá er það jafn erfitt að fá greinar og myndir frá ykkur lesendur góðir. Ég hvet ykkur enn og einu sinni að bæta nú um. Hef talsverðan áhuga á að fá frá ykkur frásagnir frá skátastarfi liðinna ára, ferðum á landsmót, jamboree og ýmislegt annað. Helst þurfa myndir að fylgja. Gaman væri líka að fá tækisfærisvísur frá góðum stundum í starfinu. Allir hnoða Íslendingar saman ferskeytlum, sem ákaflega væri gaman að birta hér, sérstaklega, ef frásögn um tilurð þeirra fylgdi með. Í haust verður haldið Haustmót 13.14. september og Norðanmenn ætla sér að sjá um það. Þá er alltaf gott að eiga gaman eða/og alvöruþrungið efni til að flytja á mótinu og jafnvel birta síðan í hausteintaki Bálsins. Eins verður haldið eins konar aukaHeimsþing í Vín í haust. Það munu sækja þrír vaskir Suðurnesjamenn. Ég óska þess af þeim að þeir sendi inn smá frásögn og myndir þaðan til gleði og ánægju fyrir okkur hin, sem ekki getum sótt þingið. Guð verði með ykkur. Ritstjóri


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 3

Apríl 2008

Bætt á bálið Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ég bæti á Bálið að þessu sinni – ég held nefnilega að ég sé búin að skrifa helminginn af því sem nú kemur fyrir ykkar sjónir. Ástæðan er einföld – það berst lítið sem ekkert efni til ritstjórans okkar. Einhversstaðar verður að bera niður til að fylla auðar síður Síðasta Landsgildisþing ákvað að fækka tölublöðunum – það ætti að einfalda útgáfuna en okkur sem berum ábyrgð á þessari útgáfu finnst svo ekki vera. Sé svo að áhugi félaga til að rita í Bálið og lesa síðan – miðla til félaganna - sé enginn er þessari útgáfu sjálfhætt. Æ, ég nenni varla að vera svona neikvæð – það er jú vor í lofti – senn kemur sumarið og fjölmörg skátaævintýri bíða handan við hornið. Framundan er Landsmót á Hömrum í júlí, haustmótið okkar verður væntanlega um miðjan september okkar bíður haust með nýju starfi og áður en við höfum snúið okkur við er aftur komið vor og við verðum mætt á landsgildisþing á Akuryri. Landsgildisstjórn lagðist í nokkra naflaskoðun í byrjun apríl. Okkar beið verkefni vegna Alþjóðaráðstefnu ISGF sem haldin verður í Vín í sumar. Við þurftum að svara nokkrum spurningum og mynda lykilsetningar sem varða viðhorf okkar og stefnur í starfinu. Út frá þessari vinnu spunnust allnokkrar umræður um veru okkar og tilgang innan skátahreyfingarinnar. Enn er of snemmt að segja til um hvað út úr þessari vinnu kemur – þetta er einn liður í þróun okkar og verður vafalaust tekið upp við fleiri þ.m.t. Gildismeistara á árlegum haustfundi. Okkur er kunnugt um að þrír félagar úr Keflavíkurgildinu ætli að sækja alþjóðaráðstefnuna og vera fulltrúar þjóðar okkar. Vonandi finna þau hjá sér þörf til að miðla okkur hinum sem ekki eigum heimangengt af ýmsum ástæðum og væntanlega munum við sjá afraksturinn í næsta Báli sem áætlað er að komi út fyrir næstu jól. Það vekur nokkra athygli að svo fáir félagar sæki þá erlendu viðburði sem í boði eru á vegum Gildishreyfingarinnar. Enginn Íslendingur sótti Evrópuráðstefnuna í Póllandi sumarið 2007. Vonandi erum við öll að spara okkur og fjölmennum á Norræna þingið sem haldið verður í boði Finna á Álandseyjum 11. – 14. júní 2009. Enn hafa engar formlegar upplýsingar borist um það þing en verður væntanlega með haustinu. Afmælisárið er að baki með öllum sínum hátíðarhöldum og minningum. Nú er tími til að fagna nýrri skátaöld, nýjum hugmyndum og nýju, fersku starfi. Á einhvern hátt verðum við að koma fleiri skátum, foreldrum sem 3


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 4

Apríl 2008

og öðrum velunnurum skátahreyfingarinnar í skilning um að við þörfnumst þeirra. Við þörfnumst þess að fá nýtt blóð inn í Gildin til að halda okkur við og verða sterk í starfi. Við erum öll skátar á hvaða aldri sem við erum, hvar sem við erum stödd á ferlinum – saman erum við sterk. Enginn einn getur allt – en allir geta eitthvað. Stöndum saman – höldum vöku okkar og nýtum hvert tækifæri til að laða fleiri til liðs við okkur ávallt minnug einkunnaorða okkar: „Eitt sinn skáti – ávallt skáti“. Elín Richards landsgildismeistari.

Boðskapur St. Georgsdagsins 2008 Árið 2007 héldu skátar heims upp á hundrað ára afmæli Skátahreyfingarinnar hver á sinn mismunandi máta. Á þessar öld, sem nú er liðin, sýndu börn og ungt fólk að með vináttu, samstöðu og markvissu starfi hafi þau getað haft áhrif í samfélaginu, er þau lifa í, samtímis því að fullkomna eigin þekkingu þannig að þau sem fullorðnir einstaklingar verði mætir þjóðfélagsþegnar með tilfinningu fyrir þörfum samfélags síns. Þau sýna þetta enn þann dag í dag – á afmælisárinu söfnuðu til dæmis dönsku skátarnir í samvinnu við dönsku gildishreyfinguna friðargjöf, sem var hvorki meira né minna en nægjanleg til þess reisa 25 nýja skóla á vegum UNICEF í Angóla. Fyrir 75 árum fengu þrír Skátaforingjar í Danmörku þá hugmynd að stofna félagsskap þar sem fullorðnum skátum gæfist tækifæri til að halda sambandi sínu við skátahreyfinguna jafnframt því að halda áfram að lifa lífi sínu í anda skátans. Þessi danska hugmynd frá árinu 1933 breiddist ört út. Í dag er gildishreyfingin þannig orðin að alþjóðlegri hreyfingu, er nefnist ISGF (International Scout and Guide Fellowship) og nær til u.þ.b. 60 þjóðlanda, þar sem gildisskátar styrkja skátastarfið og samfélagið sitt á eftirbreytnisverðan hátt. Ennþá er samt ekkert tilefni til þess að láta deigan síga – það er enn þann dag í dag mikilvægt að horfa til framtíðarinnar, eins og frumkvöðlarnir gerðu árið 1933. Allt frá upphafi hefur Vináttan verið helsta einkenni gildishreyfingarinnar, í byrjun náði starfið eingöngu til næsta nágrennis. Samstarf var haft við skátafélög, gildi og sveitarfélög á staðnum við að leysa mikilvæg félagsleg málefni, jafnvel í fjöldamörg ár eftir 1933; eins og félagshyggjan, sem í dag er kjölfesta nútíma þjóðfélags, hefði ekki verið til. Smám saman þróaðist félagshyggja samfélagsins nægjanlega til þess að Landsgildið danska næði að þróast í hina alþjóðlegu gildishreyfingu. Í næstu grennd er starfað með landsgildum hinna Norðurlandanna og nú nýverið með landsgildum Eystrasalts-landanna þriggja – þar sameinum við starf og stefnu 4


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 5

Apríl 2008 okkar í viðleitninni við að efla og tryggja tengslin við skátahreyfinguna. Óteljandi eru þau landsmót skáta, jamboreeja og ráðstefna, sem hafa notið dyggrar aðstoðar gildisskáta bæði á fjárhagslegan og annan praktískari máta. Slíkt gerir gildisskátum og skátum mögulegt að öðlast sem mesta reynslu og gefur þeim jafnframt tækifæri til að njóta vináttunnar, sem einkennir slík mót. Þegar tillit er tekið til alls þess mikla starfs sem í slíku felst, er fyllsta tilefni til að láta þá ósk í ljós að St. Georgsgildin – hvar svo sem þau eru til heima – megi hafa til að bera nægilega hugmyndaauðgi, orku, velgengni og framsýni til þess að þróa áfram hugsjónirnar, sem skátaforingjarnir þrír hófu árið 1933. Ég vona að starf ykkar eigi eftir að verða skátunum sem ykkur sjálfum til góðs og ánægju á komandi árum og áratugum. Ég óska öllum gildisskátum hamingjuríks St. Georgsdags. HRH Prinsessa Benedikte

Fréttir frá Akureyri Nú, þegar sólin er farin að hækka á lofti, er mál að segja nokkrar fréttir frá starfinu í St. Georgsgildinu á Akureyri. Starf okkar við lýsingu leiða í Akureyrarkirkjugarði gekk vel um jólin. Látið var loga á krossum til þrettánda dags jóla, en þá var slökkt á þeim og rafmagnsspennar teknir inn. Fljótlega tókst að ná inn ljósakrossum, en vegna frosta og snjóa náðust raflagnir ekki í hús fyrr en upp úr miðjum ferúar. Á febrúarfund okkar kom góður gestur, Skúli Lórenzson miðill, og kynnti fyrir okkur starf sitt. Að lokum hélt hann skyggnilýsingarfund og var þar margt um manninn. Skúli sagði að þrátt fyrir að við værum bara rúmlega 20 manns á fundinum væri rétt að skrifa í fundargerðarbókina, að rúmlega 150 manns hefðu verið á fundinum þegar mest var! Að kvöldi 22. febrúar bauð skátafélagið Klakkur okkur á kvöldvöku í Valhöll í Vaðlaheiði. Þar var mikið sungið og ýmsir hreyfileikir kenndir. Að lokum var glæsilegt skátakakó í boði St. Georgsgildisins Kvists. Samkvæmt venju eru vikulegar gönguferðir hjá okkur. Frá janúar til maí er gengið á sunnudögum kl. 13:00, en yfir sumartímann er gengið á mánudagskvöldum. Mætt er á fyrirfram ákveðnum stöðum skv. útgefinni dagskrá og gengið er í um klukkutíma í hvert skipti. Mæting er oftast 8 til 10 félagar. Þorrablóti og Góugleði þurfti að fresta hjá okkur þetta árið, en stefnt er að "Einmánaðarhófi" um miðjan apríl. Í haust mun St. Georgsgildið á Akureyri sjá um haustmót gildanna í umboði Landsgildisins. Stefnt er að því að halda það um miðjan september (helgina 13. - 14. september) og helst hafa menn verið að horfa til Hrútafjarðarsvæðisins með staðsetningu í huga. Við hvetjum alla gildisfélaga til taka frá

5


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 6

Apríl 2008

þessa helgi og að fara að undirbúa sig fyrir skemmtilegt haustmót! Sjáumst hress í haust! Gildiskveðjur frá Akureyri. F.h. St. Georgsgildisins á Akureyri Pétur Torfason, blaðafulltrúi.

Ræða Landsgildismeistara á sumardaginn fyrsta 2008 í Digraneskirkju Kæru skátar og aðrir kirkjugestir. Gleðilegt sumar. Hvað er íslenskara en þessi fallega kveðja ? Ekki veit ég um aðrar þjóðir en okkur Íslendinga sem halda upp á Sumardaginn fyrsta og fagna komandi sumri af jafnmikilli einlægni og tilhlökkun. Harður vetur er að baki og því ríkari ástæða er að fagna sumr-inu. Sumardagurinn fyrsti er sérstakur hátíðisdagur í hjörtum okkar skáta. Við flykkjumst til kirkju og í skrúðgönguna skal skunda – jafnvel þó úti blási og fjúki hvít korn sem svo oft á sér stað á þessum árstíma. Með sumarkomunni sjáum við fram á ný ævintýri í skátastarfinu og því fylgir ávallt viss tilhlökkun sumardeginum fyrsta. Tilhlökkun fyrir því ókomna. Á síðasta ári 2007 fögnuðu skátar um allan heim miklu skátaævintýri þegar við héldum uppá aldarafmæli skátahreyfingarinnar. Öll eigum við margar minningar frá þessu afmælisári sem þó bar hæst þegar íslenskir skátar fjölmenntu á Jamboree í Bretlandi. En ekki síður eru þær dýrmætar minningarnar er við eigum hvert og eitt frá skátastarfinu og þá skiptir aldur okkar og þroski ekki máli – þessar minningar verða aldrei frá okkur teknar. Þetta eru minningar um mörg ævintýri, á fundum í mismunandi vistlegum skátaheimilum, lengri og styttri ferðalögum, útilegum, skátamótum, landsmótum og þannig mætti lengi telja. En dýrmætastar eru

6


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 7

Apríl 2008

minningar um góða vini sem tengjast margir ævilöngum vináttuböndum og eiga rætur sínar í hinni stóru skátafjölskyldu sem telur um fjörtíu milljónir um allan heim. Á þessu ári 2008 eru nákvæmlega 50 ár síðan ég sjálf kynntist skátahreyfingunni og vígðist sem ljósálfur. Þetta gerðist í gömlu herbröggunum sem skátahreyfingin og þar með talið Kvenskátafélag Reykjavíkur sem ég þá tilheyrði átti við Snorrabraut og hýstu skátana í áratugi. Þessir braggar héldu oft hvorki vatni né vindi og oft var kalt á fundunum – en þá var bara farið í nokkra fjöruga leiki og sungið enn hærra til að fá yl í kroppinn. Ég man enn hvað ég var stolt yfir að fara í nýja ljósálfakjólinn og halda á skátafundina og stoltið var ekki minna þegar við fengum að fara í kirkju á sumardaginn fysta og vígjast... fara með heitið: Ég lofa að gera það ....... o.s.frv. Á þessum árum eins og nær ávallt síðan átti ég heima í Kópavogi – austast í Austurbænum sem þá var hálfgerð sveit og svo merkilegt sem það nú var - þá var auðveldara að sækja skátastarfið niður á Snorrabraut en í Vesturbæ Kópavogs þar sem Skátafélagið Kópar var til húsa í Kársnesskóla. Í þá daga gekk strætó ekki á milli bæjarhluta – byggðin var strjál og öruggara var að ganga eftir Snorrabrautinni frá Miklatorgi en yfir Borgarholtið út í Kársnesskóla. Bifreiðaeign almennings var ekki almenn og enginn til að skutla okkur krökkunum þegar á þurfti að halda. Þessi nöfn sem ég nefni hljóma e.t.v. sem kínverska í eyrum ykkar ungu skátanna en þið sem eldri eruð þekkið þau. Að mér fannst löngu – löngu seinna og eftir mörg skátaævintýri – gekk ég til liðs við Kópana og varð dróttskáti í Andrómedu sem var þá tiltölulega nýstofnuð. Seinna gerðist ég svo Urta sem er sveit skátamæðra sem enn er til og enn löngu síðar stofnuðum við St. Georgsgildið í Kópavogi, sem eru samtök eldri skáta. Ég er mjög stolt af því að hafa verið kölluð til að gerast fyrsti gildismeistari Kópavogsgildisins og gengdi því embætti í 8 ár eða uns ég fékk kvaðningu um að gerast landsgildismeistari St. Georgsgildanna á Íslandi sem ég er núna. Í minni fjölskyldu er skátastarfið löngu orðið að lífsstíl, sem mótar mjög okkar daglega líf. Á fyrstu árunum mínum með Kópunum kynntist ég mörgu góðu fólki sem ég tel mína kærustu vini enn þann dag í dag; þar kynntist ég líka manninum mínum. Á þessum árum stóð yfir bygging skálans okkar Þrists uppi í Esju. Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum þangað og skipti þá ekki máli hvort var sumar eða harður vetur. Vetarferðirnar eru jafnvel enn

7


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 8

Apríl 2008

minnisstæðari því oft lentum við í hremmingum þegar verið var að koma vistum og byggingarefni á leiðarenda. Oftast var hægt að aka að Hrafnhólum og síðan var hafurtaskið dregið á sleða upp í skála. Þegar þarna er komið sögu var skálinn rétt rúmlega fokheldur. Það var ekki komin einangrun í hann allan – svefnloftið var lausir plankar sem lágu ofan á sperrunum og stundum kom fyrir ef fólk hreyfði sig of mikið í svefni að það datt niður á milli gólfborðanna og vaknaði á neðri hæðinni. Þetta kom sjaldnast að sök – því neðri hæðin var oftast þakin dótinu okkar eða þá umbúðum utan af byggingarefni – svo oftast var lendingin mjúk. Ég rifja þetta upp núna – því á liðnu sumri var Þristur endurnýjaður á glæsilegan hátt af fagmönnum en ekki aðeins áköfum unglingum sem oft skorti þekkingu og verkkunnáttu þó ekki skorti áhugann og viljann. Já það var oft gaman á þessum árum. Ég er sannfærð um að sá grunnur sem við vinirnir lögðum þarna í skátastarfinu skilaði okkur sem þroskaðri einstaklingum út í lífið. Við lærðum að bjarga okkur sjálf. Okkur var treyst til að bera ábyrgð en við fengum líka að læra af mistökum og höfðum enga nema okkur sjálf að treysta á. Fyrir allmörgum árum þegar börnin okkar gömlu félaganna voru að feta sín fyrstu skátaspor - í Kópum að sjálfsögðu - og fóru í útilegur upp í Þrist fengu þau allflest heilmörg varnaðarorð í nesti. Ekki fara þarna ...... og ekki gera þetta..... við foreldrarnir þekktum af eigin raun hvar hætturnar leyndust og oft kom það fyrir að einhverjir foreldrar fengu skyndilega þörf fyrir að skreppa í smábíltúr upp í Þrist – bara til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Sem betur fer höfðu foreldrar okkar ekki þessa þörf – eða þekktu þeir ekki allar hætturnar sem gátu leynst uppi í Esju? Oft var áin að brjóta sig í miklum vatnavöxtum og gat á stuttri stundu breyst í skaðræðisfljót með öllu ófær gangandi fólki – göngubrúin var ekki komin eða það hvessti mjög og við áttum á hættu að fjúka niður dalinn. Allt þetta gerðist löngu áður en gemsarnir voru fundnir upp og önnur slíkt tækni sem sem í dag einfaldar lífið nú eða þá flækir það. Svona er skátahreyfingin – takið eftir að ég segi hreyfing en ekki stofnun. Stofnunum hættir til að staðna og verða óþarflega formfastar en

8


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 9

Apríl 2008

skátahreyfingin er í stöðugri þróun og ávallt á ferðinni. Skátahreyfingin er öllum opin – óháð trúarbrögðum og hörundslit. Skátahreyfingin markast ávallt af því fólki sem er þátttakendur hverju sinni. Ekkert er sterkara en veikasti hlekkurinn og því stöndum við öll jöfn – án efa fer fram í skátahreyfingunni sterkasta jafningjafræðsla sem þekkist. Við félagarnir í St. Georgsgildunum höldum enn okkar skátafundi með hæfilegu samblandi af fróðleik og skemmtun – við syngjum skátasöngva og gefum fullorðnu fólki tækifæri til að njóta sín í skátastarfi. En við þurfum á fleiri skátum að halda ekki síst til að ýta við okkur sem eigum það á hættu að festast í hjólförunum, víkka sjóndeildarhring okkar og fríska upp á hópinn. Við ykkur kæru skátar segi ég því: Munið að skátastarfi lýkur ekki við ákveðinn aldur og það hvaða titil við berum innan skátahreyfingarinnar skiptir engu máli. Við erum öll skátar. Minnumst þess að Baden Powel var kominn um fimmtugt þegar hann stofnaði fyrsta skátaflokkinn og hann var virkur skáti til dauðadags – þá kominn hátt á níræðisaldur. Þau gildi sem Baden Powel lagði upp með fyrir hundrað árum eru enn þann dag í dag í fullu gildi og þó margt hafi breyst á heilli öld og margar tækninýjungar komið fram sem auðvelda okkur lífið er skátahugsjónin enn sú sama. Þið ungu skátar eigið mörg skátaævintýri í vændum. Næsta stóra ævintýrið er Landsmótið á komandi sumri – í lok júlí á Hömrum við Akureyri. Það er hverjum skáta nauðsynlegt að taka þátt í Landsmóti – þar gefast tækifærin til að stunda góða skátun, þroskast , vera virk í lífinu læra að treysta á sjálfan sig og félagana – bindast ævilöngum vinaböndum við skátasystkinin. Gleymið aldrei að bera virðingu fyrir ykkur sjálfum og náunganum. Þið eigið valið og tækifærin til að móta eigið líf. Það að tilheyra skátafjölsyldunni sem inniheldur fjörtíu milljónir félaga er sterkur leikur. Hinn 1. ágúst s.l. bundust skátar um allan heim sterkum böndu þegar allir sameinuðust um skátaheitið hver á sínu tungumálið – þar varð til EINN HEIMUR – EITT HEIT. Vonandi geta skátar árið 2107 á 200 ára afmælinu einnig litið stoltir um öxl og þakkað Baden Powel stofnanda skátahreyfingarinnar fyrir hugsjónirnar og gildin sem enn þann dag í dag eru í fullu gildi. Ég ætla að deila með ykkur litlu ljóði eftir ástsælan skátaforingja Hrefnu Tynes. Þó ljóðið sé komið til ára sinna á það fullt erindi við okkur.

9


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 10

Apríl 2008

Skátagleði Syngjandi skátar á sólbjörtum degi Sumarsins gleði þrá Ævintýr bíða á óförnum vegi um heiðar og fjöllin há Samstíga göngum þá létt er um sporið Söngurinn hljómi hátt Við eigum æskuna við eigum vorið Við höldum í sólarátt Lífið er óráðin gáta Æskunnar paradís Verkefni nóg fyrir skáta Sem vita hvað hugurinn kýs Áfram og ætíð lengra Áfram þótt leiðin sé löng Við höldum á brattann og brosum mót sól Og byrjum með skátasöng Eitt sinn skáti – ávallt skáti. Einn heimur – eitt heit. Enn og aftur Gleðilegt sumar

Haustmótið 2008 Gildisskátar takið frá helgina 13.-14. september fyrir skemmtilegt haustmót á Hrútarfjarðarsvæðinu Akureyrargildin

Látum okkur nú sjá! Sagði ekki Sir Churchill einhverju sinni: "Þú skal aldrei eiga samningaviðræður við apa, þegar karlinn sem knýr orgelið er viðstaddur".

10


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 11

Apríl 2008

Til umhugsunar Upphaf Skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum Auðugur Bandaríkjamaður hafði villst í Lundúnaborg. Hann vék sér að litlum dreng og spurði hann til vegar. Drengurinn leiðbeindi honum, og í þakkarskyni rétti Bandaríkjamaðurinn gullpeningi að honum, en drengurinn vildi ekki þiggja. "Ég er skáti" mælti hann og hélt leiðar sinnar. Bandaríkjamaðurinn undraðist þetta mjög, og fór nú að kynna sér hvað skátar væru eiginlega. Hann varð svo hrifinn af skátahreyfingunni að hann ákvað að stofna skátadeild í Bandaríkjunum og gerði það. Nú eru skátar í Bandaríkjunum u.þ.b. 3,5 milljónir talsins. Nokkrum árum síðar sendu Bandarísku skátarnir félögum sínum á Englandi mjög fagra myndastyttu að gjöf. Á styttuna var letrað "Til óþekkta skátans, sem með skátagreiða sínum flutti hreyfinguna til Bandaríkjanna". Dagurinn í dag Dagurinn í dag er mikill merkisdagur, hann er ÞINN dagur. Ekki er hann neinn sérstakur dagur vikunnar eða mánaðarins, ekki heldur dagurinn sem þú lest Skátablaðið eða Bálið. Þetta getur eins verið mánudagur eða föstudagur eða sérhver hinna daga vikunnar. Hann er bara dagurinn í dag, þú getur sem sagt notað hann til margs. Hann er þér til fullra umráða, þú mátt nota hann eftir eigin geðþótta. Það eru sérstakir möguleikar einmitt þennan dag. Í dag getur þú hjálpað einhverjum; glatt einhvern; eða framkvæmt þá hluti, að einhver þakkar Guði fyrir að þú skulir vera til. Í dag getur þú gert það, sem þú vanræktir í gær, og þér er ljóst að fór forgörðum. Daginn á morgun - segir þú við sjálfan þig - get ég notað til þess, sem ég ekki nenni að gera í dag. Dagurinn á morgun hentar mér mikið betur en dagurinn í dag, til þess að framkvæma fyrirhugað starf. Dagurinn á morgun .....? Já, en hvaða tryggingu hefur þú fyrir því að það sé ÞINN dagur? Alls enga!! Dagurinn í dag gengur úr greipum þér og þú getur ekki gefið honum meira innihald, en þú hefur þegar gert. Hinu liðna er ekki hægt að breyta!! DAGURINN Í DAG ER ÞINN DAGUR. Frank Michelsen tók saman

11


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 12

Apríl 2008

Áskorun frá Evrópska sambandinu 2008 - 2010 Í Evrópu er fjöldi gildisskáta og landsgilda. Þótt þeir eigi allir rétt á að sækja erlendar ráðstefnur og skátasamkomur getur einungis lítill hluti þeirra geta tekið þátt í þessum atburðum. Einhver mikilvægasti þáttur ISGF / AISG er samheldni og vinskapur hvort sem er innan eða utan eigin lands. Hér er áskorun sem ætlað er að hjálpa okkur til þess að kynnast öðrum gildum innan Evrópu og taka þátt í að koma á fót þjónustuverkefnum til hjálpar skátum í eigin landi, innan Evrópu eða hvar sem er í heiminum. 1. hluti Leitið upplýsinga um annað gildi, bræðralag eigin landi og skiptist á hugmyndum um verkefni, heimsækið gildið/bræðralagið eða hafið samband við það með símtali, bréfi eða með tölvusambandi. Komist að raun um hvers konar stuðningsverkefni við Skátahreyfinguna gildið, sem þið hafið samband við, hafa ráðgert næstu tólf mánuðina – gildið ykkar gæti veitt því aðstoð við það, t.d. með hugmyndum, framlögum eða jafnvel mannskap. Skráið það sem þið gerið/hafið gert í dagbók. 2. hluti Nú er tími til kominn að víkka leitina og gildið ykkar getur aflað upplýsinga um gildi/ bræðralög í öðru Evrópulandi. Ákveðið í hvaða Evrópulandi þið viljið leita sambanda. (Erlendur bréfritari eða ráðgjafi ætti að geta gefið ykkur nöfn, símanumer, heimilisföng og tengi (vef- eða netföng) í landinu sem þið hafið valið), athugið líka hvort gildið hefur heimasíðu. Takið upp samband við Evrópska gildið, sem þið hafið valið. Evrópa er stór heimsálfa þar sem mörg ólík tungumál eru töluð. Hvernig væri að læra nokkrar gagnlegar setningar á tungumáli landsins, sem þið veljið? Hvernig væri að taka upp vinasamband við annað gildi og gera það að tvíburagildi (twinning) ?. Skiptist á við það um hugmyndir að dagskrárefni og nýliðun. Komist á snoðir um hvers konar stuðningsverkefni við Skátahreyfinguna gildi þetta hefur á prjónunum að framkvæma næstu tólf mánuðina – gildið ykkar gæti veitt því aðstoð við það, t.d. með hugmyndum, framlögum eða jafnvel mannskap. Munið líka að hitt gildið gæti augljóslega veitt ykkar gildi svipaða verkefnaaðsoð. Útbúið upplýsingaspjald sem sýnir hvers ykkur hefur orðið áorkað og sýnið það á næstu Ráðstefnu Evrópudeildarinnar á Kýprus árið 2010. 3. hluti: Möguleikar kunna að skapast á því að þú fáir að hitta gildisfélaga frá öðru landi Á hverju ári eru tvær borgir valdar sem menningarborgir Evrópu það árið. Ef þú kynnir að heimsækja aðrahvora þeirra, hvað með að athuga hvort gildi fyrirfinnist í borginni ?

12


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 13

Apríl 2008 Gildisfélagar eiga möguleika á að mæta á alþjóðlegar samkomur á tímabilinu eins og t.d. svæðaráðstefnur sem haldnar verða árið 2009. Þar fengju þeir tækifæri til þess að hitta gildisfélaga gildanna sem þeir eru í sambandi við. Áformað er að útbúa viðurkenningarskjal fyrir öll þau gildi sem ljúka hlutum 1. og 2. á tilsettum tíma. Þýdd tilkynning frá Jane Wardropper Forseta sambands landsgilda í Evrópu

Ástsæll félagi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, Bragi Guðmundsson, læknir, “fór heim” þann 20. feb. ‘08. Bróðir okkar Bragi Guðmundsson læknir er farinn heim. Kallið kom óvænt, en að venju brást Bragi fljótt við kalli. Æðrulaus, án þess að hika hélt þessi góði drengur í ferðina miklu yfir landamæri lífs og dauða, þegar kallið kom. En við skátasystkin hans sem eigum okkur kenniorðið "ávallt viðbúin", - við vorum ekki viðbúin því að þurfa að kveðja Braga. Hann sem fyrir nokkrum dögum var með okkur hress og glaður við aðalfundarstörf í Skátalundi. En svona er lífið - stundum glatt og gott -stundum súrt og sárt - og alltaf óútreiknanlegt. Hann Bragi okkar er farinn, Það er skarð fyrir skildi. Bragi gerðist ungur drengur skáti hér í Hafnarfirði, var Hraunbúi af lífi og sál, lifandi, lýsandi dæmi um orðtakið "Eitt sinn skáti, ávallt skáti." Það munaði um Braga í hverju verki, sem, hann kom að, og skátastarfið var þar engin undantekning. Hann lét að sér kveða í skátaflokknum sínum, Fákunum, þar sem orð og athafnir vitnuðu einum rómi, um skáta brennandi í andanum. Og þannig var hann heill og sannur til hinsta dags. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á skátaferli sínum og nú síðast ritarastörfum í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði. Hann var glaðvær og hlýr félagi, skapið heitt, en trúnaðurinn við lífsgildin óbilandi. Bragi gerði læknisstörf að ævistarfi og reyndist þar sem annars staðar snjall og skyldurækinn. Við gildissystkinin kveðjum Braga Guðmundsson með hrærðu hjarta, með virðingu og þökk. Hann er farinn heim og við óskum honum góðrar ferðar, góðrar heimkomu. St. Georgsgildið í Hafnarfirði sendir aðstandendum hans og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Tíminn mælir æviárin, Harmafregn í hlustum dynur, enginn telur sorgartárin, horfinn okkur góður vinur, æviskeið sitt enginn veit. genginn burtu Guðs á fund. Skátaspor í vitund vaka, Harmi lostin hjörtun tifa, völdin minningarnar taka, hlýjar minningarnar lifa, þökkin ríkir hrein og heit. lýsa og létta sorgarstund. Hörður Zóphaníasson 13


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 14

Apríl 2008

Sendið okkur nýjar og gamlar myndir til birtingar í Bálinu !

Ýmar myndir af starfinu í gildunum

14

Skátastúlkur kenna hreyfisöng. Girlscouts teach singing with movement.

Gildisskátar á reglubundinni gönguferð. The Akureyri guildscouts on their regular fitness walk.

Svipmyndir frá starfinu í St.Georgsgildi Akureyrar 2008


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 15

Apríl 2008

Summary in English This issue of “Bálið” is the first of two issues, which will be published this year. At our National Guild Assembly last year it was decided to reduce the number of issues per annun to two in the year between Assemblies, which are held every other year, and three on an Assembly year. This is a cost saving step. Publishing is very expensive these days and the NSGF wants to keep fellowship dues as low as possible not to loose members. This year the main emphasis is on the steadily shrinking number of fellows in the guilds, due to the older fellows “going home” and the increasing reluctance of the above thirty (adults) to join the guilds. The “Bálið” adresses several thoughts and ideas on how to use this first year after the Centeniary of Scouting to turn this trend around. This year the ISGF World Congress will be held in the lovely city of Vienna, after having cancelled the Tunis Congress for reasons that will not be addressed here. The “First Day of Summer” is traditionally celebrated in Iceland on the last Thursday of April, this year on the 24th of April. This day is also the day of Scouting. The Scouts, in (Iceland we do not have Guides and Girl Scouts - we are all one - Scouts), celebrate this day with marches and a special Church service dedicated to the Scouts. At this service the NGP gives a talk, which is published in the “Bálið”. Its principal message is that Scouts and Guild scouts work closer together than ever before and observe our oath to serve God and the community by “always being prepared”. It is also traditional amongst guild scouts in the Nordic and Baltic countries to celebrate the day of St. George, on the Sunday closest to the 22nd of April each year. One of the Nordic NSGFs is responsible for having the St. Georges Day Message written and sent to the other countries. This time the message was written by Princess Benedikte of Denmark, a great Scout and the protector of Danish Scouting. It is translated here into Icelandic and will be read by the Iceland NSGF president at the St. Georges Day celebration. It is also published in “Bálið”. It recognises the 75th Birthday of the Danish NSGF, and the three Danish Scout Leaders, who in fact founded the Guild movement in 1933. This year is also an important year in the history of the Icelandic Scout Movement, which celebrates its 95th Birthday in 2008 in a variety of ways. The Editor

15


Qurk6BÆlTbl01_08.qxd

2.5.2008

10:04

Page 16

Bálið þakkar öllum sem í blaðinu eiga styrktarlínur og auglýsingar fyrir frábæran stuðning

St. Georgsgildið á Akureyri St. Georgsgildið í Hafnarfirði St. Georgsgildið í Keflavík St. Georgsgildið í Hveragerði St. Georgsgildið í Reykjavík 16

Bálið 1. tbl. 2008  

Bálið, málgagn eldri skáta

Advertisement