Page 1

2013 Jรณlablaรฐiรฐ 28. nรณv. 2013 :: 45. tbl :: 33. รกrg

2 01 3

1


2 01 3 Sr. Magnús Magnússon prestur á Hvammstanga

Jólahugvekja Þarfnast þú handa minna, Drottinn, til að geta hjálpað, sjúkum, fátækum og nauðstöddum? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar. Þarfnast þú fóta minna, Drottinn, til að geta vitjað þeirra, sem einmana eru og án vonar? Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína. Þarfnast þú vara minna, Drottinn, til að geta talað til allra þeirra, sem þrá kærleiksríkt orð og viðmót? Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar. Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn, til að geta elskað skilyrðislaust sérhvern mann? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt. Þannig hljóðar bænaljóðið ,,Í dag vil ég gefa þér“ eftir móður Theresu heitna og er viðeigandi að íhuga í aðdraganda jólanna. Þegar við undirbúum fæðingarhátíð frelsarans og fögnum stærstu og mestu kærleiksgjöf sem mannkyni hefur hlotnast, Guðssyni Jesú Kristi. Með fæðingu hans sem og ræðum, sögum og verkum fengum við innsýn í guðdóminn og til hvers Guð ætlast af okkur. Yfirskrift tilætlunar Guðs af okkur mætti ramma inn og segja: ,,Í dag skaltu gefa“ og ljóð móður Theresu er andsvar við þessu boði Guðs. Það voru ekki allir tilbúnir að gefa eða veita liðsinni þegar Jesús kom í okkar heim eins og segir frá í jólaguðspjallinu. María og Jósef fóru hús úr húsi þegar þau komu til Betlehem í leit að gistiskjóli. Enginn var tilbúinn að gefa sér tíma fyrir þau, hliðra til eða veita þeim liðsinni þrátt fyrir að María væri komin á steypirinn. Helgisögur sem tengjast jólaguðspjallinu leiða að því líkum að síðasti gistihúseigandinn sem þau knúðu dyra hjá hafi miskunnað sig yfir þau og bent þeim á að þótt gistihúsið væri fullt þá væri bakatil gripahús sem þau gætu vissulega gist í ef þau kærðu sig um. Þau þáðu þann velgjörning og stimpluðu sig inn í gripahúsið. Í þessu vinabragði gistihúseigands sjáum við skýrt dæmi um það hvað það getur alið af sér mikinn kærleik og ómetanlega hjálpsemi þegar menn endurskoða hug sinn og jafnvel hugsa með hjartanu í stað þess að svara með stífni, kaldlyndi og ósveigjanleika. Hvar sem í stétt við stöndum og hversu erfið sem viðfangsefnin eru sem við fáum í fangið þá megum við ekki gleyma því að starf okkar og lífið allt er með einum eða öðrum hætti þjónusta við náungann. Biðjum Guð að gefa okkur þolinmæði og skynsemi, virðingu og hugrekki í þeirri þjónustu. Ef við förum af stað með þessi bænarorð á vörum þá munum við finna að í hverju og einu okkar er fólginn styrkur, sem öllu myrkri getur eytt.

Árin eftir hrun hafa verið mörgum fjölskyldum þung í skauti. Margir hafa verið að þreyja efnahagslegan þorra undanfarin ár. Þó svo að þorrinn sé ríkjandi í efnahagnum og óljós veðurspá framundan þá skulum við hlusta á spána í ljósi ritningarorða Jesaja spámanns: ,,Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós.“ Það er mikil von fólgin í þessum texta. Ljósið er komið í heiminn til þess að miðla okkur af sinni miklu visku og þekkingu, við þurfum sérstaklega á kærleiksboðskap heimsljóssins að halda, leyfum ljósinu að vinna í okkur. Gleymum því ekki að Guð getur snúið öllu til góðs. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup sagði gjarnan: „Guð getur ofið ljós úr skuggunum.“ Leyfum ljósinu að stilla okkur af. Leyfum ljósinu að ráða viðhorfi okkar og framkomu til annarra þannig að við megum komast að raun hvað er okkur dýrmætast; fjölskyldan, vinirnir, samstarfsfélagarnir, náunginn. Laxness sagði einu sinni: „Miskunnsemin er það fyrsta sem deyr í hörðu ári.“ Við höfum lifað hörð ár með tilliti til þeirra ára sem við lifðum þar á undan – velmegunaráranna. Umræðumenningin og skoðanaskiptin, sérstaklega á netmiðlum, hafa harðnað í kjölfar þess að harðnað hefur á dalnum og miskunnsemin verið skilin eftir úti í kuldanum. Við þurfum að endurvekja prúða og drengilega umræðuhefð. Takast á um máliefnin en sýna þann þroska að láta persónulegar þrætur ekki lita skoðanaskiptin. Muna að manneskjan að baki skoðununum er dýrmæt. Þess vegna er mikilvægt að leggja sig fram í kristnum anda; að hugsa hlýlega um, að tala vel til og að gjöra náunganum gott. Góðar og hlýjar hugsanir, orð og gjörðir til handa náunga okkar eru óendanlega mikilvægar vörður á leiðinni til þess að bæta samfélag og þjóðfélag. Það heitir að lifa trú sína. Það er mikill kraftur fólginn í góðvilja, góðsemi og trú sem starfar í kærleika.Við vitum til hvers við viljum verja lífinu. Ekkert er meira virði en lifandi fólk. Ástvinir, vinir og samferðafólk gegnum lífið. Á jólum verða okkur þessi augljósu sannindi hugstæð. Enda birtist í helgri jólahátíð kjarni kristinnar trúar; þ.e. ábyrgð okkar gagnvart náunganum, lífinu og höfundi þess. Með trú og trausti til hans, göngum við bjartsýn og brosandi til komandi hátíðar. Með hendur, tilbúnar að hjálpa nauðstöddum. Með fætur, tilbúnar að vitja einmana. Með varir, tilbúnar að mæla kærleiksríkt orð í eyra. Með hjarta, tilbúið að elska náungann skilyrðislaust. Megi Drottinn Guð gefa þér og þinni fjölskyldu gæfuríka aðventu og gleðileg jól. Sr. Magnús Magnússon

Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör!

Gamansögur af Skagfirðingum streyma fram Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör! í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar, blaðamanns og Skagfirðings. Eins og titillinn ber með sér er þetta þriðja bindið með gamansögum af Skagfirðingum. Fyrri bækur hafa slegið í gegn og farið á metsölulista bókaverslana. Viðtökur hafa ekki aðeins verið góðar í Skagafirði heldur um allt land. Nú koma um 250 sögur til viðbótar og alls eru sögurnar því orðnar um 700 talsins í þessum þremur bindum. Nú koma enn fleiri sögur af kaupmanninum Bjarna Har sem og héraðshöfðingjunum Halla í Enni, Friðriki á Svaðastöðum, Dúdda á Skörðugili, Bjarna Marons og Pálma Rögnvalds og hinum síkátu Álftagerðisbræðrum og nágrönnum þeirra. Óborganlegar gamansögur eru einnig af Jóhanni í Kúskerpi, Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli, Birni gamla í Bæ, Ragga Sót og afa hans, og fyndnum Fljótamönnum eru gerð sérstök skil. Einnig er komið við á Króknum, Hofsósi og í Óslandshlíð, Viðvíkursveit, Hjaltadal,

Blönduhlíð, Seyluhreppi og Staðarhreppi. Þá koma við sögu þjóðkunnir einstaklingar sem orðið hafa á vegi Skagfirðinga með einum eða öðrum hætti, m.a. nóbelsskáldið Halldór Laxness. Í bókinni er sérstakur kafli helgaður Ýtu-Kela, sem Norðlendingar muna margir vel eftir, en skrásetjari komst yfir ómetanlegar upptökur með Kela sem var stórskemmtilegur sögumaður og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Sagðar eru sögur af samferðamönnum Kela í Skagafirði og Þingeyjarsýslum. Nokkrar góðar sögur má finna á víða og dreif í blaðinu og þökkum við höfundi fyrir birtingaleyfið. /PF

Hafa bak við eyrað

Sælkeralögmálin tíu

1 Notaðu aðeins bestu fáanlegu hráefni. 2 Gerðu ekki innkaupin sama dag og þú átt von á gestum. 3 Hafðu það einfalt. Því einfaldara, því betra. Það er erfitt að

elda. Brýndu hnífana áður en þú hefst handa. Á eftir höndunum eru hnífarnir mikilvægasta verkfæri kokksins. 5 Gefðu þér tíma til að njóta eldamennskunnar. 6 Miðlaðu málum. Ef þú ert í tímaþröng notaðu baunir úr dós í kássuna og forsoðnar kartöflur úr frystinum. Góðir kokkar eru ekki öfgamenn. 7 Vertu góð við sjálfa þig og hugsaðu „Þetta gengur vel já mér, mikið verður þetta ljúffengt!“ Neikvæð orka á ekki heima í eldhúsinu. 8 Kryddaðu jafn óðum og hafðu þá alla máltíðina í huga. 9 Láttu kjötið jafna sig eftir steikingu. Þá heldur það eftir safanum og hann lekur ekki úr því þegar þú skerð það. 10 Láttu gestina bíða eftir matnum, ekki láta matinn bíða eftir gestunum. 4

2013

2

Útgefandi

Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is Ritstjóri & ábyrgðarmaður

/ Fengið af heimasíðunni gorenje.is Forsíðumynd

Pétur Ingi Björnsson, tekin í Glaumbæ. AUGLÝSINGASÖFNUN

Páll Friðriksson palli@feykir.is

Hrafnhildur Viðarsdóttir

Blaðamaður

Nýprent ehf.

Kristin Sigurrós Einarsdóttir kristin@feykir.is LAUSAPENNAR

Guðrún Sif Gísladóttir Hrafnhildur Viðarsdóttir

Umbrot & prentun

Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum.


2 01 3

Gleðileg jól & farsælt komandi ár

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

- Strandgata 1

Sími 455-2300

3


4

2 01 3

? r e v h u t r E

Vonandi ekki því nú fer hver að verða síðastur að stökkva á klikkað áskriftartilboð Feykis! Feykir býður nú upp á snilldar áskriftartilboð í samstarfi við verslanir Olís um allt land.

10.000 króna inneign

100 fyrstu nýju áskrifendurnir að Feyki fá Olís-lykilinn með 10.000 kr. inneign. Nýir áskrifendur skuldbinda sig til áskriftar á Feyki í a.m.k. eitt ár.

mi í O p n u n a r tí g o nóvember desember 28. nóv. kl. 17:00 – 21:00 29. nóv. kl. 13:00 – 17:00 30. nóv. kl. 13:00 – 17:00

05. des. kl. 17:00 – 21:00 06. des. kl. 13:00 – 17:00 07. des. kl. 13:00 – 17:00 13. des. kl. 13:00 – 17:00 14. des. kl. 13:00 – 17:00 20. des. kl. 13:00 – 17:00 21. des. kl. 13:00 – 17:00

Þú hringir í áskriftarsíma Feykis - 455 7171 eða sendir póst á feykir@nyprent.is og færð sendan Olís-lykil og viðskiptakort. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja lykilinn og njóta afsláttanna sem lykillinn býður upp á og 10.000 krónu inneignarinnar... – já og að sjálfsögðu Feykis!

TILBOÐIÐ STENDUR TIL 6. DESEMBER

Eldri áskrifendur geta líka dottið í lukkupottinn!

Þrír tryggir áskrifendur verða dregnir út og fá einnig Olís-lykil.

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nær og fjær gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Þökkum frábærar viðtökur á kjúklingunum og minnum á samlokurnar okkar og tilboðin góðu SKAGFIRÐINGABRAUT 29 - S: 453 6666

Feykir er félagi sem þú vilt ekki vera án! Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og jafnan stútfullt af fréttum og dægurefni frá Norðurlandi vestra! Verð til áskrifenda er kr. 450.Nánari upplýsingar um tilboðið má sjá á Feykir.is

Það er snjallt að gerast áskrifandi að Feyki núna!

SÖLUTURN

n!

i Verið velkom


2 01 3

Geirmundur hefur glatt landsmenn í gegnum árin og hefur nikkan oft verið í aðalhlutverki.

Jólastjörnur Geirmundar Valtýs

Langþráð jólaplata komin út

Út er kominn geisladiskur úr smiðju skagfirska sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar sem helgaður er jólunum að þessu sinni. Alls eru þrettán lög, öll eftir Geirmund, á disknum sem fjöldi landsþekktra flytjenda, auk minni þekktra, gera góð skil. Hljómsveit undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar sér um allan undirleik og sá hann einnig um útsetningar. Feykir brá sér í sveitina og hitti Geirmund er hann var að gefa fénu á búgarðinum, Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, og spurði um tilurð plötunnar og af hverju hann ákvað að gera jólaplötu. VIÐTAL

Páll Friðriksson

-Þetta er búið að vera draumur hjá mér í mörg ár ég hef hugsað þetta lengi. Ég beið lengi eftir að Sena gæfi mér jákvætt svar en þeir eru búnir að draga mig á asnaeyrunum, í þrjú eða fjögur ár, varðandi útgáfu en svo fékk ég endanlegt svar í fyrra, segir Geirmundur sem fékk neitun frá útgáfufyrirtækinu sem

hann hefur skipt við. Þá segist hann hafa ákveðið að gefa þetta út sjálfur en Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni dreifir plötunni fyrir hann. -Mig hefur bara langað til að gera jólaplötu í mörg ár. Þetta eru bara venjuleg lög en það skiptir máli að textarnir eru jólatextar sem gerir plötuna að jólaplötu. Það

er allur munurinn á því, segir Geirmundur og bendir á að ekki sé mikið til af íslenskum jólalögum. -Það er eitthvað svolítið til en hefur ekki komið í mörg ár. Menn taka vinsæl erlend lög og setja jólatexta við þau og gera svo að íslensku jólalagi, nema lagið er alltaf erlent. Ég er mjög ánægður með það að þetta skuli vera komið af stað hjá mér því að ég man reyndar ekki eftir því, getur verið vitleysa hjá mér, að það hafi komið út jólaplata með jólalögum eftir sama höfundinn á einum diski. Geirmundur segir að öll lögin séu samin á þessu ári fyrir utan þrjú sem hann samdi í fyrra og hittifyrra og öll með það í huga að þau yrðu jólalög. Ýmist biður hann menn um að gera jólatexta fyrir sig og hann býr svo til lag við ljóðið eða þá öfugt að menn gera texta við lagið hjá honum. -Sem betur fer er maður með flotta textahöfunda við höndina, Kela, Sigga Hansen, Guðrúnu Sighvats og svo gerði Steinunn Arndís mjög fínan texta fyrir mig. Svo er ég farinn að gera texta sem er nú alveg ótrúlegt því ég hef ekki gert mikið af því, segir Geirmundur en hann fór í bragfræði í Farskólanum fyrir tveimur árum og nam listina við yrkingar og þótti það gaman.

Jólin skemmtilegur tími

Afastelpurnar Valdís og Anna Karen syngja eitt lag á plötunni.

Þegar Geirmundur er spurður að því hvort hann sé jólabarn segir hann að það hafi farið dvínandi eftir því sem árin hafa liðið.

-Það eru allir meiri jólabörn þegar þeir eru yngri, svo bara fullorðnast maður upp úr því. Ég er búinn að spila á jólaböllum lengi og leikið jólalögin, göngum við í kringum og svoleiðis. En þetta er náttúrulega hátíð og ég er mjög trúaður maður. Auðvitað er þetta skemmtilegur tími og þá sérstaklega fyrir börnin. Þau hlakka eðlilega mikið til jólanna enda allt gert til að gleðja þau. Jólahald hefur tekið miklum stakkaskiptum frá unglingsárum Geirmundar sem segir að þá hafi minna verið til og allt öðruvísi umhorfs. En það voru að sjálfsögðu barnaböll í Melsgilinu og hann byrjaði að spila þar á harmonikku 13 eða 14 ára og mörg sömu lögin og sungin eru í dag. Lítið hefur komið fram af nýjum jólalögum sem samin eru með hreyfingum eða leik fyrir krakkana í huga. Geirmundur segist ekki hafa ætlað sér að gera þannig lög þar sem það sé of tímafrekt þótt þau vissulega geti verið lífsseigari. -Ég veit náttúrulega ekkert um það hvort lögin mín verði sígild eða ekki enda markaðurinn bundinn við stuttan tíma. Hvort diskurinn selst eða hvort lögin eigi eftir að heyrast í útvarpi í framtíðinni veit enginn um, ég er alveg að fara út á sjó í þessu. Geirmundur segir að stundum vilji það gerast þegar verið sé að vinna að diski að tíminn sé að renna úr stundaglasinu. Til marks um það segir hann að síðasta lagið, Í syngjandi jólasveiflu, hafi hann samið í lok september -Mér fannst diskurinn vera svolítið rólegur og bjó þetta lag til en ég er nú frekar vanari stemningunni og stuðinu. Kristján Hreinsson samdi fyrir mig texta en ég sagði honum að ég vildi fá texta sem héti Í syngjandi jólasveiflu. Hann sendi mér textann og ég samdi lag við hann, segir Geirmundur og hælir Kristjáni fyrir kveðskapinn. En fleiri góðir textahöfundar koma að diskinum og er Guðbrandur Þorkell einn þeirra og er hann fljótur að setja saman ef sá gállinn er á honum segir Geirmundur. -Titillag plötunnar Jólastjörnur kom inn í hausinn á mér eitt kvöldið. Mig vantaði texta og hringi í Kela og sagði honum að ég væri með lag. Hann sagðist vera eitthvað upptekinn en kom samt eftir

fimm mínútur. Við fórum niður í kjallara og ég spilaði lagið fyrir hann og hann sjálfur mjög músíkalskur fattaði lagið algjörlega og segir svo við mig: „Heyrðu, ég kannski sendi þér eitthvað í fyrramálið ef þetta gengur eitthvað.“ „Ókey,“ segi ég og fer að horfa á sjónvarpið en eftir svona tíu mínútur – korter, þá er rauði pallbíllinn kominn aftur fyrir utan hjá mér og þá er hann búinn með þetta og engu breytt eftirá.

Mikið heiðursár Hægt er að segja að þetta ár hafi að einhverju leyti verið heiðursár Geirmundar því tveir stórir viðburðir hafa verið settir á svið þar sem lögin hans eru í aðalhlutverki. Karlakór Bólstaðarhrepps setti upp dagskrána Lífsdans Geirmundar sl. vetur og tóku upp aftur í haust og Leikfélag Sauðárkróks sýndi leikritið Tifar tímans hjól eftir þá Guðbrand Ægi Ásbjörnsson og Árna Gunnarsson við miklar og góðar undirtektir. -Mér hefur verið sýnd mjög mikil virðing, bæði Leikfélagið þar sem Ægir og Árni sömdu leikrit utan um lögin mín og féll það algjörlega í kramið hjá fólki og fjölmargar sýningar. Og á sama tíma Karlakórinn en honum hefur tekist algjörlega frábærlega til og núna um síðustu helgi [15. – 16. nóv. innskot blm.] voru tónleikar á Akranesi og tvennir í Langholtskirkju á laugardaginn og ég fór á þá báða. Það var alveg frábært, aldeilis ótrúleg stemning, segir Geirmundur en hann var staddur fyrir sunnan vegna spilamennsku föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Geirmundur segist vera brattur og ætlar að efna til tvennra tónleika þann 8. desember í Miðgarði. Upphaflega áætlaði hann að hafa tónleikana viku seinna en sunnlenska listafólkið er svo upptekið að það var ekki hægt. -Það koma allir, söngvarar og hljóðfæraleikarar meira að segja Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps en hann er með eitt lag. Og það sem mér þykir vænst um er að afastelpurnar þær Anna Karen Hjartardóttir og Valdís Valbjörnsdóttir sem syngja lagið Jólastelpurnar verða með líka. Ég vona bara að það verði gott veður, það er mikið atriði, segir Geirmundur að lokum.

5


6

2 01 3 Fengitíminn í fjárhúsunum

Jólin eru hátíð hrútanna

Aðventan og jólin eru sannarlega mikil hátíð fyrir hrúta þessa lands, því þá hefst hinn svokallaði Kristín S. Einarsdóttir fengitími, en fyrir þá sem ekki vita hvað í því felst þá er það sá tími sem ástarlíf sauðfjár er í blóma. Hver hrútur þarf að þjónusta fjölmargar kindur og æskilegt er að þær festi allar fang á þessum umrædda fengitíma. Feyki lék forvitni á að vita hvernig fengitíminn gengi fyrir sig og brá sér því í heimsókn til Halldórs bónda Hálfdánarsonar á Molastöðum í Fljótum. VIÐTAL

Halldór hefur búið að Molastöðum í 16 ár, ásamt eiginkonu sinni Maríu Þórunni Númadóttur og eiga þau sex börn. Halldór er Reykvíkingur en María uppalin í Fljótum og kynntust þau í Bændaskólanum á Hvanneyri. Í dag búa þau með um 450 kindur og þrjár geitur. Til að sinna rollunum eru níu fullorðins hrútar og sjö lambhrútar. „Ég setti sjálfur fimm lambhrúta á en nágrannar mínir vildu endilega gefa mér tvo til viðbótar,“ segir Halldór. Aðspurður segir Halldór best að láta náttúruna hafa sinn gang þegar kemur að fengitímanum, það sé einkum forvarnarstarf sem þurfi að vinna til að hrútarnir haldi sig innan marka. „Í sjálfu sér er best að láta hrútana sjá um þetta sjálfa, en fram að því þarf að rýja

féð, gefa því ormalyf og sortera eftir aldri og jafnvel lit. Síðan þarf að smíða öflugar milligerðir, því hrútarnir eiga það til að mölva spil og vilja heimsækja næsta hrút á meðan á fengitíma stendur, og þá fer ætternisókhaldið út í vindinn. Síðan þarf að skipta um hrút á öðru gangmáli eins og sagt er, en það kemur fyrir að þeir ná einhverra hluta vegna ekki að lemba ærnar. Ég hef sem betur fer ekki lent í því enn,“ útskýrir Halldór. En skyldi þetta vera besti tími ársins hjá hrútunum, þó þeir séu ekki endilega meðvitaðir um að það séu jól? „Ég reikna með því, en þeir eru ekkert að eyða orku í þetta brölt nema á fengitímanum, það er nú annað en við mannfólkið. Hrútarnir eru oft ósáttir

Halldór Hálfdánarson með forystuhrútinn Helga frá Snartarstöðum í Öxarfirði.

við fóstra sinn þegar hann tekur þá úr kvennabúrinu, en þetta eru samt spakar skepnur. Eftir fengitíma fer drjúgur tími hjá þeim í að ná aftur fyrri holdum, en eðlilega grennast þeir frekar mikið á meðan á fengitíma

stendur, enda afgreiðir góður hrútur allt að 50-60 ær á hverjum fengitíma. Hrútunum er síðan sleppt á vorin eins og öðru fé og halda þeir gjarnan hópinn allt sumarið.“ Halldór segir það stundum henda


2 01 3 að ærnar beiði upp, festi ekki fang sem kallað er og þá festi þær gjarnan fang löngu á eftir hinum kindunum og beri þá á fjalli, stundum rétt fyrir göngur. „Sumar ær verða blæsma fyrr, t.d. í nóvember og ef hrútur er nærri er hann ekki lengi að átta sig á því. Alvöru bændur taka hrútana úr strax að fengitíma loknum og taka þá einnig snemma úr hjörðinni á haustin en mér tekst alltaf að klúðra því. Ég fæ yfirleitt tvo til þrjá sumrunga (seinborin lömb) af fjalli, en þeir eru kallaðir grissar eða pöddur hér í Fljótum.“ Blaðamaður hefur spurnir af því að menn fari gjarnan landshorna á milli til að kaupa líflömb og hrúta og segir Halldór slíkar fjárkaupaferðir nokkuð algengar og fari menn gjarnan vestur á Strandir til að kaupa líflömb. „Einnig tíðkast að fara austur í Þingeyjarsveit, en ég fór

sjálfur lengra í haust og keypti líflömb úr Öræfasveit, en það hefur mig lengi langað að gera. Menn eru yfirleitt að leitast eftir bættum kjötgæðum, meiri fallvigt og frjósemi og oft eru lífhrútar keyptir út á sérstakan lit. Nýlega voru reglur um viðskipti með fé milli bæja hér í héraðinu rýmkaðar, og nú mega bændur í svokölluðu Tröllaskagahólfi sem nær frá Eyjafjarðará vestur til Héraðsvatna, að undanskildum Svarfaðardal, versla með líflömb sín á milli. Af því tilefni voru haldnir uppboðsdagar bæði hér í Fljótum og í Akrahreppi þar sem líflömb voru boðin upp og voru það skemmtilegir viðburðir sem vonandi verður framhald á. Þetta fyrirkomulag tíðkaðist áður fyrr, en þegar riðan grasseraði hér um slóðir fyrir tæpum 30 árum síðan var tekið fyrir öll slík viðskipti. Þarna gefst mönnum kostur á að kynbæta hjarðir sínar og einnig að hittast og ræða saman, sem er ekki síður mikilvægt.“ Sjálfur á Halldór sér sinn uppáhalds hrút, sem hann telur þó lélegasta hrútinn í hjörðinni. Það er forystuhrúturinn Helgi sem var skírður í höfuðið á fyrri eiganda sínum, Helga bónda á Snartastöðum í Öxarfirði. „Fjölskyldan fór í fjárkaupaferð austur í Öxarfjörð 2010 og ætlunin var alls ekki að kaupa forystuhrút. Þegar við komum á Snartastaði var réttin full af fé og Helgi sagði við syni mína að þeir mættu eiga forystuhrútlamb ef þeir gætu handsamað það. Þeir létu

ekki segja sér það tvisvar og svifu yfir réttarvegginn og handsömuðu hann í hvelli, Helga bónda til mikillar skemmtunar,“ rifjar Halldór upp. „Helgi er afar vitur skepna og eltir mann eins og hundur. Hann er rólegur og ef horft er í augun á honum færist yfir mann stóísk ró. Helgi kallinn er ekki mikið notaður hér á bæ, undir hann er eingöngu settar tvær ær sem að sjálfsögðu eru einnig af forystukyni.“ En hvert skyldi vera markmiðið með ræktuninni? „Eins og flestir bændur, þá vil ég fá sem flest og þyngst lömb af fjalli án þess að þau fari í svokallaðan fituflokk þegar þeim er slátrað. Það er hins vegar hægara sagt en gert að ná þessu markmiði og spila margir þættir þar inn í. Í minni hjörð þarf ég að bæta frjósemi, en þar fyrir utan hafa heimtur á lömbum hér í Fljótum verið slæmar undanfarin ár. Góður bóndi hér í sveit reiknaði einu sinni út, að afrakstur heils fjárbús hyrfi á fjalli hér í Fljótum á hverju sumri, ef lögð er saman sú tala af lömbum sem vantar af fjalli, en þetta er mjög mismunandi milli bæja. Ef kindur eru hins vegar leiðinlegar og gera eitthvað sem ég vil alls ekki að þær geri sendi ég þær hiklaust yfir móðuna miklu,“ segir Halldór. „Þegar ég hóf búskap hér voru allar ær kollóttar, en nú er tæpur fjórðungur hyrndur. Þetta gerðist vegna sæðinga og hrútakaupa. Flestar ærnar eru hvítar en maður setur oft á lömb sem eru mislit. Hlutfall mislitra kinda er

hins vegar oftast eins milli ára en ef horft er á ullargæði er best að hafa þær hvítar. Fyrir bændur sem eru ekki sérlega fjárglöggir er ágætt að hafa nokkrar mislitar ær og er ég einn af þeim,“ játar Halldór. Að lokum rifjar Halldór upp fyrir blaðamann og lesendur hversu ákveðnir hrútarnir geta verið. „Hrútar hafa glöggt smiðsauga þegar kemur að því að mölva spil og milligerðir og hefur mér oft hitnað í hamsi þegar ég kem að mölbrotnu spili og allt er í hrærigraut. Fyrir nokkrum árum fór að bera á svokölluðum stökkvurum, en það eru hrútar sem svífa hiklaust upp úr spilunum og afgreiða sjálfir kindur að vild. Þessu lenti ég fyrst í fyrir tíu árum og varð óþægilega var við það þegar fjöldi kinda bar allt í einu um miðjan apríl. Þetta fannst bændum hér í sveit ógurlega fyndið þangað til þeir fóru að lenda í þessu sjálfir. Þetta hefur gengið svo langt, að ég hef þurft að lóga hrútum eingöngu fyrir þessar sakir. Fengitíminn er hins vegar skemmtilegur tími og mikið er lagt undir. Þegar ég sleppti fyrst hrúti í kindahóp fannst mér svo ótrúlegt að þetta gerðist bara að sjálfu sér, mér fannst ég þurfa liggja yfir þessu og ganga úr skugga að þeim tækist áætlunarverk sitt, en náttúran hefur ótrúlegt lag á því að láta hlutina ganga sem betur fer,“ segir Halldór bóndi Hálfdánarson á Molastöðum í Fljótum að lokum.

Óskum Skagfirðingum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

BORGARTEIGUR 12 550 SAUÐÁRKRÓKUR

SIMI 453 5000

flokka@flokka.is

flokka.is

Ágætu Skagfirðingar, Við erum í broddi fylkingar í sorphirðumálum - og þannig viljum við hafa það áfram

Vöndum flokkun og setjum réttan úrgang í réttar tunnur þannig verður Skagafjörður áfram fremstur í flokki í sorphirðumálum Höldum áfram að ryðja brautina!

Flokka er móttökuaðili fyrir allan úrgang sem fellur til við rekstur heimila og fyrirtækja.

Flokkun og endurvinnsla er nútíminn! Sjá opnunartíma á www.flokka.is

Komum reglu á ruslið!

7


8

2 01 3

Spurt í skólahóp Ársala

Uppáhalds... Jólasveinarnir þrettán eru jafn misjafnir og þeir eru Guðrún Sif Gísladóttir margir. Allir eiga þeir þó sameiginlegt að gefa góðum börnum í skóinn. Blaðamaður heimsótti skólahóp leikskólans Ársala á Sauðárkróki og spurði nokkur börn um uppáhalds jólasveininn og uppáhalds jólalagið. SAMANTEKT

Gabríel Ernir Hrannarsson Jólasveinn: Hurðaskellir,

því hann skellir alltaf hurðum.

ískur í glugganum þegar hann kemur og þá sé hann alltaf. Jólalag: Hátt uppi á fjalli.

Jólalag: Jólasveinar einn og átta.

Ágústa Arnþórsdóttir

Gunnar Bjarki Hrannarsson

að setja kerti í gluggann. Jólalag: Jólasveinar ganga um gólf .

svo gaman þegar hann kemur. Jólalag: Jólasveinar ganga um gólf.

Jólasveinn: Kertasníkir, því þá fæ ég

Eva Lilja Elídóttir

Jólasveinn: Gluggagægjir, því það heyrist alltaf

Hilmar Örn Hreiðarsson

Jólasveinn: Giljagaur, því það er

Gleðileg jól Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi Innritun fyrir vorönn 2014 stendur yfir og lýkur 21. desember. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is undir hlekknum Rafræn umsókn.

Jólasveinn: Stekkjastaur, því hann kemur fyrstur. Jólalag: Jólatréð í stofunni.

Velkomin í kaffi

Í BAKARÍIÐ Ilmandi nýtt brauð og bakkelsi NÝTT NÝTT Nú er hægt að kaupa smákökudeig hjá okkur og baka úr því heima.

Jólabakstur 2013

Mikið úrval af smákökum, lagtertum, tertubotnum og laufabrauði Norska jólakakan og margt fleira

Pakka

tillabbaokkð elsi á jó

Við bökum fyrir þig! Kynntu þér tilboðin...

Gjafakörfur girnilegar og flottar

Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000. Sauðárkróksbakarí * Aðalgötu 5 Skr. sími 455 5000

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI


2 01 3

Full búð af fallegri gjafavöru, skreytingum og blómum Einnig er mikið úrval af fallegum skartgripum! Verslunin verður opin frá kl.12-18 alla virka daga fram að jólum VERSLUM Í HEIMABYGGÐ

Bæjarblómið

BLÓM & GJAFAVARA

Blönduósi - Sími: 452 4643 - Gsm: 895 8325

Búðin er komin í jólabúning! Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn Gjafavara í miklu úrvali T.d. teljós með rafhlöðu og myndir með rafhlöðum

Íslensku púðaverin -margar gerðir Jólaskreytingar -stórar og smáar

Í pakkaskiptin -krúttleg smávara

Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði, Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frumherja www.frumherji.is S. 570-9090 eða 570-9000

Velkomin

Opið virka daga kl. 11-18 Laugardaga kl. 10 -16

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu.

Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544

HJÁ OKKUR FÆST MARGT FALLEGT Í JÓLAPAKKANN! elkomin Verið v

T.d.

Klútar Töskur Skart, íslensk hönnun Golden Rose förðunarvörur Gjafakortin -draumagjöf allra

TÁIN & STRATA

Skagfirðingabraut 6 sími 453 5969

ELSKAÐU húðina með OLAY Vinnur á 7 áhrifaríka vegu gegn öldrun húðarinnar

9


10

2 01 3 Helgi Dagur Gunnarsson í viðtali

Fleiri helgidagar hjá KS

Helga Dag Gunnarsson þekkja allir Skagfirðingar og einhverjir Húnvetningar en hann hefur víða komið við á sinni starfsævi. Nú starfar Helgi sem afgreiðslumaður í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og gleður flesta sem hann afgreiðir með léttu spjalli og góðlátlegum athugasemdum. Nú þegar tími helgidaganna er framundan er kannski rétt að athuga hvernig hinn eini sanni Helgi Dagur hefur það. VIÐTAL

Páll Friðriksson

Nú þykist ég vita það að þú hafir ekki verið skírður millinafninu Dagur á sínum tíma. Hvernig kom það til að þú bættir því við síðar? Sko, oftar en einu sinni tóku einhverjir vinir mínir upp á því að bæta við nafnið mitt, ég rak verslun í Mývatnssveitinni um árabil og var þá oft nefndur Verslunarmanna-Helgi. Ég hef haft gaman af ferðalögum og hef einstaka sinnum verið nefndur Ferða-Helgi, einhverju sinni keypti ég mér föt erlendis og vildi fá skattinn endurgreiddan þegar ég fór úr landinu og þá

var skellt á mig „tax free- Helgi“ en svo var það á þeim árum sem að ég bjó í Varmahlíð og vildi veg Varmhlíðinga sem mestan, þá ákvað ég að taka upp þetta nafn og þá var hægt að segja að Varmhlíðingar hefðu fleiri „Helgi Daga“ en Krókurinn. Og núna, þar sem ég vinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, má segja að hjá KS séu fleiri „Helgidagar“ en hjá öðrum fyrirtækjum. Kaupfélagið klikkar ekki. Hefur eitthvað skemmtilegt gerst í sambandi við nafnið?

Helgi Dagur glaður í bragði við jólatréð.

Ekki svo ég muni, en stundum er ég beðinn um að endurtaka nafn mitt. Einhverjir urðu hissa að sjá þig á kassa í Skagfirðingabúð, með fullri virðingu fyrir því starfi. Hvernig líkar þér það? Ég hef alltaf haft gaman af afgreiðslu, þjónustu og að umgangast fólk. Einum verslunar-

og þjónustukafla mínum lauk, þegar í ljós kom að dæmið gekk ekki upp hjá mér í Kaupfélaginu í Varmahlíð og tók ég þá aftur til starfa við rafvirkjastarfið, sem hafði legið á hillunni í 12 ár og hóf störf hjá Landsvirkjun sem vaktmaður í Blönduvirkjun. Ég fann mig aldrei í því starfi, þarna héldu launin mér og vinnutíminn, og eftir tæp 14

ár sagði ég upp, var sem sagt starfsmaður hjá LV í rúm 14 ár. Eftir töluverða umhugsun og kominn á þennan aldur, ákvað ég að næst færi ég að gera eitthvað sem mig langaði til að gera og besti kosturinn að mínu mati var Skagfirðingabúð, fullt af fólki, flest allir skagfirðingar koma í „Skaffó“ og fullt af aðkomufólki, besti staðurinn til

Upp á toppinn með

NÝPRENT ehf.

ostinn

MOZZARELLA

GOTTI

RIFOSTUR

Íslenski Mozzarella osturinn er framleiddur úr kúamjólk og hefur verið leitast við að ná hinum sönnu Ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er ferskur ostur geymdur í saltlegi og er ýmist notaður eins og hann kemur fyrir eða í matargerð, t.d. á pizzur.

Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur ostur en auðskeranlegur. Osturinn er góður fyrir börn og þykir þeim hann mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar vel á grill og í heita rétti því hann bráðnar vel og fallega.

Ostablanda, sérstaklega ætluð fyrir pizzur. Milt bragð, góðir bræðslueiginleikar og teygjanleiki eins og fagmenn kjósa helst. Pizzaostur er blanda af Mozzarella og Maribó osti.

SVEITABITI Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag.

Mjólkursamlag KS

Skagfirðingabraut 51

550 Sauðárkróki

& 455 4600

Fax 455 4601

www.ks.is


2 01 3 að gera það sem mig langaði til að gera. Ertu jólabarn? Ekki get ég nú sagt það, en það tollir í manni það jólauppeldi sem maður fékk. Ég er ekki alveg sáttur við hvernig er komið fyrir jólunum og öðrum hátíðisdögum í dag. Hver er minnisstæðasta jólagjöfin? Ég hef fengið svo margar stórkostlegar og einstakar jólagjafir að ég á erfitt að gera upp á milli þeirra Þegar þú lokar augunum og hugsar um jólin, hvað dettur þér fyrst í hug? Fjölskylda mín og heimili, kærleikur, fegurð, gleði, hamingja og hugsun til þeirra sem líða skort og hungur. Bilið á milli þeirra sem ekkert hafa, og þeirra sem allt hafa eykst stöðugt og það er ekki samkvæmt þeim jólaanda sem ég trúi á. Hvert er uppáhalds jólalagið? Ætli í fyrsta sæti sé ekki Ó helga nótt en jóladiskur Baggalúts, Jól og blíða, er mikið spilaður af mér fyrir jólin, einnig diskar Frostrósa. Hvað borðar þú á jólunum? Við Stína höldum bæði í hefð frá æskuheimilum okkar, höfum lambakjöt, læri eða hrygg á aðfangadagskvöld og

glettur

Úr Skagfirskum skemmtisögum 3 Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Bókaútgáfunni Hólum og Birni Jóhanni Björnssyni sem tók saman fjörefnið í Skagfirskar skemmtisögur til að birta nokkrar laufléttar sögur úr bókinni og eru þær á víð og dreif um Jólablað Feykis.

Kristín Jóhannesdóttir og Helgi Dagur Gunnarsson á góðri stund.

svo hangikjöt á jóladag. Annan í jólum höfum við systkini mín, makar okkar og börn hist og hefur þá lítið farið fyrir matarbrölti. Einhver góð saga frá jólum? Í mínu uppeldi voru foreldrar mínir nokkur ákveðnir í því að eitt og annað væri ekki við hæfi á aðfangadagskvöld, svo sem að hlusta á popp og rokk tónlist og svo seinna að horfa á video myndir, DVD var ekki komið. Ætli það hafi ekki verið jólin 1980, við vorum enn þrjú eða fjögur systkini heima (ég var þá reyndar fluttur að heiman en var þarna heima á

aðfangadagskvöldið) og lítið sem ekkert hægt að gera. Ég átti gamanmyndina Gods Must be Crazy og langaði okkur systkinin mikið til að horfa á hana. Endaði það þannig eftir langar samningaviðræður við pabba og mömmu að ef við lokuðum að okkur og það heyrðist ekki í okkur, ætluðu þau ekki að skipta sér af þessu. Fórum við því að horfa og var mikið hlegið, um miðja myndina fer ég að taka eftir því að hláturkórinn var eitthvað farinn að breytast og leit um öxl en þar stóð pabbi og skellihló, og horfði sá gamli á myndina með okkur til enda.

Ýtu-Keli var vinnumaður í Kelduhverfi á árunum 1938 til 1946, lengstum í Vogum, sem er einn Keldunesbæjanna svonefndu. Þar bjuggu meðal annarra Ingunn Kristinsdóttir og Sigurbjörn Hannesson í Kelduneskoti, en þau eignuðust 11 börn. Ólust börnin upp í litlu húsnæði og þrátt fyrir þröngan kost var Inga alltaf kát og lífsglöð. Einu sinni sem oftar kom Keli í heimsókn og þá var Inga að mjólka. Inga og Sigurbjörn voru með hænsn í fjósi og á þessum tíma voru haustlömbum oft gefnir brauðbitar fyrir utan fjósið. Rétt eftir að Keli birtist kom hæna á fleygiferð og haninn á eftir. Sigurbjörn henti þá brauðsneið á stéttina og haninn snarstoppaði. Inga sá þetta líka og sagði við bónda sinn: „Sigurbjörn, ég ætla rétt að vona að þú verðir aldrei svona svangur!“ -----

Hann hafði farið í heimsókn á Morgunblaðið, sem þá var við Aðalstræti, en Björn var eins og margir muna fréttaritari blaðsins í áraraðir. Þegar hann er búinn að vísitera Moggamenn gengur hann út úr húsinu og beint út á götu. Í því kemur strætisvagn og ekur utan í þann gamla, sem fellur í götuna við höggið. Strætóbílstjóranum bregður mjög og hleypur út úr vagninum. Þá er Björn staðinn upp og gengur rakleitt að bílstjóranum með útrétta hendi og segir: „Blessaður væni, Björn í Bæ hér.“ ----Einu sinni komu Haddi í Brautarholti og Gulli í Geldingarholti inn í verslun ÁTVR á Króknum. Stefán Guðmundsson var þá ríkisstjóri. Er hann sá þessa ágætu menn koma inn sagði hann við þá og glotti: „Sjaldséðir hvítir hrafnar hér. Dó í tunnunni, strákar?“

Björn Jónsson í Bæ á Höfðaströnd var um árið staddur í Reykjavík.

HAH HA A

Nýjar bækur frá Sögufélagi Skagfirðinga Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VIII bindi

Inniheldur 82 æviskrárþætti fólks sem bjó í Skagafirði á fyrri hluta 20. aldar. > Forlagsverð kr. 6.000 Ólafur Jóhannesson

Forystumaður úr Fljótum

Æviminningar Ólafs Jóhannessonar prófessors og forsætisráðherra

11

Forystumaður úr Fljótum

Æviminningar Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. > Forlagsverð kr. 5.000

Ef bækurnar eru keyptar báðar saman hjá forlaginu kosta þær kr. 10.000.

Sögufélag Skagfirðinga Safnahúsinu 550 Sauðárkrókur Sími 453 6640 Heimasíða: http://sogufelag.skagafjordur.is/

Í KS VARMAHLÍÐ 1. des. 0 08. des. 15. des. 13. des.

Vöfflukaffi kl. 14-18

Kynning á jólahangikjötinu frá Kjötafurðastöð KS, laufabrauði frá Sauðárkróksbakaríi og hátíðarblöndu frá Vífilfelli kl. 14-18

16. des.

Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar koma í heimsókn og flytja jóla- og aðventulög frá kl. 13

Vöfflukaffi kl. 14-18 Vöfflukaffi kl. 14-18

20. des. Kynning á Jólaís frá Emmessís kl. 14-18 23. des. Þorláksmessuskötuveisla í hádeginu!

Gleðileg jól


12

2 01 3

Íslendingar í útlöndum á jólunum – Ísabella Guðmundsdóttir

Myndi ekki vilja breyta hefðinni hérna heima á nokkurn hátt

Ísabella Guðmundsdóttir er Skagfirðingur í húð og hár, dóttir Ernu Baldursdóttur hárgreiðslukonu og Guðmundar Guðrún Sif Gísladóttir Arnar Guðmundssonar, verksmiðjustjóra í Steinullinni. Ísabella stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á félagsfræði/ hagfræðibraut. Haustið 2012 flutti hún til Oakmont í Bandaríkjunum og dvaldi þar sem skiptinemi í tíu mánuði á vegum AFS, skiptinemasamtakanna á Íslandi. Feykir hafði samband við Ísabellu og spurði hana út í jólin í útlöndum. VIÐTAL

Ísabella segir það alltaf hafa verið stóran draum að fara út sem skiptinemi og á öðru ári í framhaldsskóla ákvað hún loks að láta verða af því. „Ég áttaði mig á því að það væri nú eða aldrei, því ég var að verða of gömul fyrir prógramið sem mig langaði að taka þátt í á

vegum AFS samtakanna. Svo ég lét drauminn rætast og fór út. Ég valdi að fara til Ameríku, aðallega út af áhuga mínum á körfubolta og mig langaði að fá að spila úti. Einnig til að bæta enskukunnáttu mína. Svo hefur mér alltaf fundist Ameríka svo heillandi.“

Systkinin saman á þakkargjörðarhátíðinni úti í Costa Rica.

Ísabella segir það hafa verið æðislegt að búa í Bandaríkjunum og hún hafi verið mjög heppin með fjölskyldu. Hún heldur ennþá góðu sambandi við hana og lítur á hana sem sína aðra fjölskyldu. Hún segir það hins vegar hafa verið erfitt að venjast

ýmsum hlutum sem eru mjög frábrugðnir því sem er á Íslandi. „Maturinn, skólakerfið og samskipti fólks eru allt önnur heldur en hér á Íslandi. Það var mjög erfitt að venjast því í upphafi hvað fólk úti í Ameríku er rosalega kurteist hvert við annað, mun kurteisara en við Íslendingar erum. En það reyndist mér þó enn erfiðara að koma heim til Íslands aftur, mér fannst allir vera svo dónalegir. Ísabella eyddi síðustu jólum í Bandaríkjunum og segir þau vera mjög frábrugðin jólunum hérna heima, en þar hefst jólatíminn í kringum þakkargjörðarhátíðina sem haldin er fjórða fimmtudag nóvembermánaðar. „Þakkargjörðarhátíðin er svona fyrsta jólahátíðin í Bandaríkjunum, þó svo hún tengist jólunum ekki á neinn hátt. Þá koma allir framhaldsskólanemar heim og eyða helginni með fjölskyldunni. Venjulega er eldaður góður matur, horft á amerískan fótbolta og fylgst með Macy’s skrúðgöngunni í sjónvarpinu. Þar sem ég og fjölskyldan mín vorum í fríi á Costa Rica yfir þakkargjörðarhátíðina, fékk ég ekki alveg að upplifa hana. En þegar við komum heim þá héldum við upp á hátíðina, elduðum svakalegan kalkún og endalaust af meðlæti. Borðuðum svo “pumkin pie” í eftirrétt.

Pasta í matinn á annan í jólum Jólahefðirnar eru allt aðrar í Bandaríkjunum en við erum vön hérna heima og segir Ísabella aðventuna ekki hafa jafn mikla þýðingu úti og hún hefur fyrir okkur hérna heima. „Krakkar fá ekki í skóinn þrettán dögum fyrir jól og trúa bara á einn jólasvein sem kemur á aðfangadagskvöld og setur pakka í jólasokkinn sem hangir fyrir ofan arineldinn. Á aðfangadag vorum við bara að versla, eyddum deginum í verslunarmiðstöðinni að kaupa jólagjafir og fleira á meðan mamman var að vinna. Svo þegar við komum heim um kvöldið var ekkert planað, nema það að fjölskyldan mín var svo yndisleg að hún vildi reyna að elda hamborgarahrygg og með því fyrir mig. En áður en við borðuðum fór ég ásamt tveimur bræðrum mínum, litlu systur og mömmu í kirkju. Þegar heim var komið borðuðum við og eyddum kvöldinu bara saman, öll fjölskyldan. Seinna um kvöldið talaði ég svo við fjölskyldu mína hérna heima

í gegnum Skype á meðan hún borðaði jólasteikina. Það reyndist ekki svo góð hugmynd, því eftir það eyddi ég kvöldinu mínu hágrátandi. Morguninn eftir var ég vakin af litlu systkinum mínum. Þá voru þau búin að vekja alla nema foreldrana, því það er bannað að vekja þá á jóladagsmorgun. Það á að bíða þar til að þeir vakna og þá má byrja að opna pakka, svoleiðis er hefðin hjá flestum fjölskyldum í Bandaríkjunum. Þegar foreldrarnir svo vöknuðu, byrjuðum við að opna pakkaflóðið og vorum að því sennilega til hádegis. Pabbinn var að baka alls konar góðgæti handa okkur allan morguninn. Eftir að við vorum búin að opna alla pakka, prófa allt nýja dótið og borða á okkur gat, fór fjölskyldan saman í göngutúr um bæinn og kíkti svo í heimsókn til ömmu. Annan í jólum vorum við bara heima, fjölskyldan öll saman að hafa það “kósý”. Um kvöldið fórum við í matarboð til móðursystur minnar. Þar opnuðum við pakka frá þeim og borðuðum PASTA! Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri engin matarhefð í kringum jólin hjá þeim.”

Spennt fyrir því að vera heima um jólin núna Aðspurð hvað hafi staðið upp úr í kringum jólin úti, segir Ísabella þá upplifun að geta farið í skóginn að velja jólatré og saga það niður hafa verið einstaka. „Einnig fannst mér rosalega notalegt að eyða jóladagsmorgninum í að opna pakka með fjölskyldunni og pabbinn að baka endalaust gúmmelaði handa okkur til að borða. En þó að það hafi staðið svona mest upp úr, myndi ég ekki vilja breyta hefðinni hérna heima á nokkurn hátt. Jólin eru oft erfiður tími þegar maður er fjarri ástvinum sínum en Ísabella segist þó ekki hafa verið mjög stressuð yfir því. „Ég hef aldrei verið mikið jólabarn og þó mér hafi alltaf þótt jólin skemmtileg og yndislegur tími, þá var ég ekkert svo stressuð yfir því að vera ekki heima. Og þegar ég lít til baka finnst mér það ekki hafa verið mikið mál. En auðvitað var það erfitt og mikið grátið. Svo ég er mjög spennt fyrir því að vera heima núna um jólin og það er langt síðan ég hef verið svona spennt, ég er eins og lítið barn. Að fara svona í burtu fær mann til að átta sig á því hvað maður hefur það gott hérna heima.


2 01 3

Bestu jóla- og nýársóskir

Gleðileg jól

til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni

Á himni þá er hækkar sól Staðreyndina sumir sjá Við óskum um hænu- dag hvern - fetið en ykkur seint að fullu metið jólahátíðar haldið get ei gleðilegrar heilög jól að kæti vekur köppum hjá og ketið. þökkum viðskiptin ef hangið vantar KS hangiketið.

á árinu sem er að líða

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson

Kjötafurðastöð

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nærLÉTTITÆKNI og fjær gleðilegra jólaEHF og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist

Okkar bestu óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári

útibúið Sauðárkróki

13


14

2 01 3 Dagbjört Jónsdóttir í Versluninni Hlín á Hvammstanga

Byrjaði í tuttugu fermetra húsnæði

Dagbjört Jónsdóttir hefur rekið Verslunina Hlín á Hvammstanga í 27 ár, eða allt frá því að Kristín S. Einarsdóttir verslunin var stofnuð í 20 fermetra húsnæði í kjallaranum heima hjá henni, þar sem hún var fyrstu 12 árin. Við reksturinn hefur Dagbjört notið aðstoðar eiginmanns síns, Hermanns Ívarssonar. VIÐTAL

Það var svo árið 1998, eða fyrir réttum fimmtán árum að verslunin flutti í núverandi húsnæði. „Það voru orðin mikil þrengsli svo ljóst var að eitthvað varð að gerast í húsnæðismálum,“ segir Dagbjört. „Árið 1998 byggðum við 100 fermetra hús fyrir starfsemina að Klapparstíg 2 og í desember sama ár flutti verslunin í nýja húsnæðið. Ég hef rekið verslunina þar síðan og líkar staðsetningin vel.“ Dagbjört segir hugmyndina að því að fara út í rekstur af þessu tagi hafa kviknað þegar hún var heimavinnandi með yngri son sinn og vantaði eitthvað meira að gera. „Húsnæðið var til staðar með sérinngangi og því alveg tilvalið að nýta það til verslunarreksturs. Ég hóf starfsemina með hannyrða- og föndurvörur,“ bætir hún við. Dagbjört hafði áður starfað við verslunarrekstur og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hannyrðum og ýmiskonar föndri. „Þar sem það vantaði þjónustu hér á staðinn með blóm, tók ég þau einnig inn hjá mér ári seinna, ásamt gjafavöru. Blóm eru í miklu uppáhaldi hjá mér og finnst mér mjög gaman að meðhöndla þau, segir Dagbjört, sem er með afskorin blóm, pottablóm og sumarblóm. Hún segir að ágætlega gangi að reka sérvöruverslun á ekki stærri stað, en það krefjist mikillar vinnu og viðveru. „Það verður að hugsa vel um

slíkan rekstur og ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki brennandi áhuga á starfinu. Það er alltaf gaman í vinnunni hjá mér og mér leiðist aldrei og hef alltaf nóg að gera.“ Viðskiptavinir Dagbjartar koma víða að, raunar frá öllum landshornum. Það er mikið pantað hjá henni gengum síma og einnig á facebook. „Ég er að senda vörur út um allt land t.d. á Hornafjörð, Vestmannaeyjar, Reykjavík, Egilsstaði, Akureyri og víðar. Ég skynja það á mínum viðskiptavinum að svona verslunum hefur fækkað til muna á landsbyggðinni,“ segir Dagbjört. Sjálf hefur hún aukið vöruúrvalið jafnt og þétt, eftir því sem eftirspurn og pláss leyfir.

Mjög skemmtileg og gefandi föndurkvöld Yfir vetrartímann eru alltaf annað slagið ýmiskonar föndurnámskeið í gangi hjá Dagbjörtu. „Svo hef ég ég boðið upp á föndurkvöld einu sinni til tvisvar í viku frá hausti og fram á vor. Föndurkvöldin eru þannig upp byggð að fólk kemur hér saman og föndrar það sem það hefur áhuga á og er ég til staðar og gef góð ráð. Þá helli ég á könnuna og hef smá kaffisopa fyrir hópinn. Þessi föndurkvöld eru mjög skemmtileg og gefandi,“ segir Dagbjört, sem sjálf

hefur haft áhuga föndri frá unga aldri. Hún segir að það sem hún sé að fást við hverju sinni kveiki mestan áhuga en telur að útsaumur togi mest í sig. Eru miklar tískusveiflur í föndri og hannyrðum og hvað er þá mest inn í dag? „Það eru alltaf tískusveiflur í þessu eins og öðru en það er mikið prjónað og heklað núna. Önnur hannyrðavara er þó að verða mjög vinsæl í dag. Það er mikið verið að mála keramik, ýmiskonar trévörur og trékúlur í hálsmen,“ útskýrir Dagbjört. Viðskiptavinir Dagbjartar eru á öllum aldri. Hún segir allt vera í gangi

varðandi föndur og hannyrðavörur fyrir jólin en samt sem áður er mikið prjónað, heklað og málað. Eru viðskiptavinirnir löngu farnir að versla fyrir jólin? „Það er misjafnt en jólahandavinnu og jólaföndur byrja ég að selja nokkuð snemma því fólk þarf að gefa sér góðan tíma og njóta þess að vinna úr þeirri vöru,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, verslunareigandi á Hvammstanga. Dagbjört deildi fúslega með lesendum myndum af ýmsum jólavarningi og skreytingum sem hún hefur útbúið og sóma sér vel á hvaða heimili sem er.


2 01 3

Gleðileg jól 2013 AÐALGÖTU 21 • 550 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5050 • FAX 453 6021 www.stodehf.is stod@stodehf.is

NÝTT Í RAFSJÁ

Falleg gjafavara frá KJ Collection

ptavinum Óskum viðski jóla r gleðlegra nær og fjæ i ár ju á ný og farsældar Sími: 453 5481 Opið virka daga kl. 13-18 - lau. kl. 11-12 Sæmundargata 1, Sauðárkróki

15


16

2 01 3 Anna P. Þórðardóttir á Sauðárkróki

Hefur aldrei látið fötlunina stoppa sig

Bifröst og innréttaði það. Við fluttum þangað þegar ég var fjögurra ára og ég átti þar heima í 40 ár. Svana og Sigfús fluttu á efri hæðina og voru okkur til afskaplega mikillar hjálpar.“ Anna segir að alls staðar hafi verið hindranir og tröppur við flest hús. Hjólastól sem hún gat verið í inni eignaðist hún ekki fyrr en um tvítugt, en frá tíu ára aldri hafði hún átt stól sem hentaði vel úti. Faðir Önnu smíðaði skábraut við húsið til að Anna kæmist sinna ferða. Áður en þau fluttu úr húsinu var farið að amast við að skábrautin væri lýti á götunni. Þórður fór þá til bæjarstjórans, Björgvins Bjarnasonar sem kvað upp þann úrskurð að þessi braut yrði ekki tekin niður meðan þau þörfnuðust hennar. „Ég var óskaplega glöð því hálfvegis var ég farin að tárfella, þetta var eina leiðin fyrir mig til að komast út.“

Foreldrarnir á undan sinni samtíð

Jákvæðni og lífsgleði einkenna Önnu P. Þórðardóttur á Sauðárkróki þrátt fyrir að hún hafi glímt við mikla fötlun frá barnæsku.

Önnu P. Þórðardóttur á Sauðárkróki þekkja margir Kristin S. Einarsdóttir Skagfirðingar. Hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki og þar hefur hún alið allan sinn aldur. Sex mánaða gömul fékk hún lömunarveiki með þeim afleiðingum að hún hefur aldrei getað gengið. Þá er hægri hönd hennar mikið lömuð en sú vinstri aðeins nothæf. Með góðri aðstoð foreldra sinn og síðar eiginmanns tók hún þó virkan þátt í félagslífi og ýmsum ævintýrum, í æsku og á fullorðinsárum. Lífshlaup Önnu er óvenjulegt og leyfði hún blaðamanni að skyggnast inn í forvitnileg atvik úr ævi sinni. VIÐTAL

Anna er fædd á Sauðárkróki 8. apríl 1935, í húsi sem kallað er Rússland, og bjó þar fyrsta æviárið. Næstu þrjú ár bjó fjölskyldan á Freyjugötu 19 en lengst af á Skagfirðingabraut 9. Foreldrar hennar voru þau Stefanía Þorláksdóttir, sem ættuð var úr Hofsósi, og Þórður Jóhannesson, sem fæddur var á Sævarlandi á Skaga en ólst að miklu leyti upp að Hraunum í Fljótum, hjá Guðmundi Davíðssyni og

Ólöfu Einarsdóttur. Anna er eina barnið sem þau Stefanía og Þórður eignuðust saman, en faðir hennar átti fimm börn fyrir og móðir hennar tvær dætur, Svanlaugu fædda 1921 og Elínborgu, fædda 1927 og ólst Anna upp með þessum tveimur systrum sínum. „Elínborg, eða Ella eins og hún var alltaf kölluð, varð fyrir því slysi þegar hún var tveggja ára að falla út um kvistglugga, þá bjó hún á Siglufirði. Hún

hlaut mikinn heilahristing og lamaðist hægra megin við þetta. Hægri höndin á henni var alveg ónýt og hægri fóturinn styttist til muna og hún gekk mikið hölt en hún gat þó gengið. Hún skaðaðist einnig andlega. Hún gat aldrei lesið en þekkti hvern staf en gat ekki komið stöfunum í orð. Ella var alveg sérstakur persónuleiki og var afskaplega dugleg, mjög sterk í vinstri

hendinni. Við vorum alltaf mikið saman við systur,“ rifjar Anna upp með mikilli hlýju til systur sinnar. Anna bætir við að vinkonur sínar hafi líka alla tíð haldið tryggð við hana og verið henni góðar. „Svana systir mín giftist Sigfúsi Sigurðssyni frá Nautabúi í Lýtingsstaðahrepp. Þau eignuðust þrjú börn. Pabbi hafði keypt hús sem hét Alþýðuhúsið, beint á móti

Fjölskylda Önnu. Frá vinstri: Þórður, Ella, Stefanía og Anna fremst.

Anna segir að á þessum árum hafi verið erfitt að ala upp tvær fatlaðar dætur. Foreldrar sínir hafi verið á undan sinni samtíð og hún og Ella systir hennar hafi aldrei verið hafðar neitt útundan eða látnar einangrast. Þær voru úti með hinum krökkunum og eignuðust marga vini sem Anna á marga hverja enn í dag. „Ég gat svo lítið komist, eðlilega, en þá bara opnuðu mamma og pabbi heimili sitt fyrir mínum vinum,“ segir Anna. „Það var aldeilis ekki sest auðum höndum og látið sorgina tala.“ Anna segir að það hafi verið mikill gestagangur á heimilinu og henni verði oft hugsað til þess hvað móðir hennar hafði mikið að gera. Aldrei var þó amast við því þó það væru kannski fimm til sex krakkar inni í einu. „Ein vinkona mín sagði: eftir því sem jökkunum fjölgar í forstofunni, þeim mun breiðar brosir móðir þín,“ rifjar Anna upp brosandi. Faðir Önnu smíðaði kerru svo hún gæti leikið sér úti með vinkonum sínum og Ellu. „Við fórum vítt og breytt, meira að segja fórum við hérna upp á Nafirnar. Þá var kirkjustígurinn ekki eins breiður og hann er núna. Einu sinni kom ein af vinkonunum og sagði að hún hefði frétt af svo góðri mold uppi á Nöfunum, eða upp á Móum eins og við kölluðum það alltaf, og við


2 01 3 yrðum að fá okkur mold í drullukökur. Heldurðu að við höfum ekki drifið okkur alla leið upp á Móa? Upp Kirkjustíginn eins og hann er nú þröngur og erfiður. Við fórum þetta og fengum okkur mold. Svo var vagninn minn þannig að ég gat setið bein með fætur og þegar búið var að fylla alla bauka af mold var þeim raðað í kringum mig og svo var haldið niður. En við vorum lengi þarna uppi, fórum inn í kirkjugarðinn og vorum ýmislegt að skoða, veðrið var yndislegt,“ segir Anna þegar hún lýsir uppátækinu og bætir við að þær vinkonurnar hafi verið uppáfinndingssamar og hugmyndaríkar. Anna segir að það hafi vissulega verið mjög erfitt að geta ekki gengið. „Að sjálfsögðu var þetta mjög erfitt. En þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi og jákvæðnin, þá verður þetta svona. Það var aldrei nein uppgjöf á mínu heimili, -„Þú getur þetta“ - var sagt.“ Ekki var um hefðbundna skólagöngu að ræða hjá Önnu, heldur fengu foreldrar hennar og Erlu jafnöldru hennar, sem einnig hafði fengið lömunarveiki, kennslukonuna Hólmfríði Hemmert til að koma heim og kenna þeim og fóru kennslan og prófin fram heima hjá Önnu. „Svo var ég svo heppin að eftir hið svokallaða fullnaðarpróf, sem maður tók við fjórtán ára aldur, bauð Hólmfríður mér að hún skyldi lesa með mér ensku og dönsku, þannig að ég gæti hjálpað börnum að læra.“ Anna tók upp frá þessu að sér að kenna krökkum að lesa og unglingum ensku og dönsku og oft komu sömu krakkarnir aftur. Við marga þeirra heldur hún góðu sambandi enn í dag en ekki eru mörg ár síðan Anna hætti kennslunni.

Jólin upphaldshátíð Anna er mikið jólabarn og lýsir æskujólunum með eftirsjá. „Jólin hafa alla tíð verið mín uppáhaldshátíð. Faðir minn hafði alltaf jólatréð í sínum höndum og skreytti það niðri í kjallara. Hann hafði smíðað skáp sem hann geymdi jólatréð í og skrautið sem á því var. Hann skreytti alla tíð jólatréð og kom með það upp rétt fyrir sex á aðfangadagskvöld, kom því fyrir og kveikti á því ljós. Þá voru ekki þessar seríur komnar heldur voru lifandi ljós á trénu. Einu sinni fór þó illa. Við sátum öll og vorum búin að taka utan af pökkunum okkar og það var

Systurnar Ella og Anna.

Sigfús og Svana systir Önnu.

kertaljós á trénu. Ég veit ekki og Svana systir mín bjó til hvernig það vildi til en það eitthvað sem hét rjómarönd kviknar í jólatrénu. Pabbi með karamellusósu og var minn var fljótur að opna mikið sælgæti. Svana og Sigfús og krakkarnir voru hurðina og Svana með okkur og það systir mín þreif tréð var yndislegt að og náði að fara með Ein jól eru mér geta verið með allri það út og henda sérstaklega f j ölsky l du n n i, “ því út í snjóinn og minnisstæð. Ég rifjar Anna upp. það brann alveg til kaldra kola. Svo fékk hvorki meira Eftir jólamatinn voru pakkarnir skemmtilega vildi né minna en teknir upp og lesið þó til að ein stjarna fjórtán bækur í var óskemmd jólagjöf, það voru utan á þá. „Það var og er hún til enn yndisleg jól, ekta alltaf siður að Ellu pakkar voru teknir í dag, ég geymi bókajól upp fyrst. Hún hana alveg eins ... hafði afskaplega og sjáaldur auga gaman af þessum míns,“ segir Anna og getur þess að eftir þetta stundum og manni fannst hafi verið keypti gervijólatré þetta tilheyra. Þá gat hún sýnt okkur og fylgst svo með okkur og rafmagnsljósaseríur. „Klukkan sex voru jólin hinum taka upp okkar pakka. hringd inn og þá var alltaf Ein jól eru mér sérstaklega hlustað á messu í útvarpinu. minnisstæð. Ég fékk hvorki Það var svo erfitt að komast inn meira né minna en fjórtán í kirkjuna hér því tröppurnar bækur í jólagjöf, það voru voru svo háar. Svo fórum yndisleg jól, ekta bókajól.“ við að borða klukkan sjö og Jólaboðin eru Önnu ekki borðuðum alltaf rjúpur sem síður minnisstæð en aðfangaHún rifjar Sigfús mágur minn hafði veitt, dagskvöldið. hann var mikill veiðimaður upp að á þessum tíma hafi

w

faðir hennar átt langt jólafrí, alveg fram yfir þrettándann. „Ég man eftir jólunum á Freyjugötu 19, hjá fólki sem við höfðum leigt hjá, það var afskaplega gaman að vera þar. Við fórum í jólaboðin um klukkan þrjú og þá var drukkið kaffi, eða réttara sagt súkkulaði með rjóma. Eftir það var farið að spila púkk eins og var gert á jólum í gamla daga og spilað lengi. Svo var gert hlé á spilamennskunni og við fengum smurt brauð og kaffi og slíkt og þá fór fullorðna fólkið að spila vist, en Jónína blessunin spilaði við okkur Ellu það sem Ella kunni að spila, gömlu jómfrú og ýmis gömul spil sem hún gat spilað. Við vorum venjulega þarna fram að miðnætti. Það voru löng jólaboðin í gamla daga en þau voru skemmtileg.“ Umrædd Jónína var systir Guðrúnar frá Lundi og var skyld Þórði, föður Önnu. Anna minnist einnig jólaboða á milli jóla og nýárs hjá vinkonum sínum Auði og Sigríði, dætrum Torfa Bjarnasonar læknis og Sigríðar Auðuns. „Þar var píanó sem Sigríður (eldri) lék á alla jólasálmana og jólasöngvana og lét okkur krakkana safnast saman við píanóið þar sem við sátum á gólfinu og sungum. Svo fór hún út í allt aðra sálma og spilaði lög fyrir okkur síðan hún var unglingur og dægurlög sem voru vinsæl. Þarna var aldrei farið í leiki sem ég gat ekki tekið þátt í. Einu sinni man ég eftir því í afmæli hjá Sirrý (Sigríði yngri) að Inga, vinnukonan hjá þeim, bauð mér upp í dans og tók mig upp og dansaði með mig. Það var sko líf og fjör,“ segir Anna, sem oft heimsótti þessar vinkonur sínar með aðstoð föður síns. Anna minnist einnig skrautsýninga sem Sigríður lék tónlist undir í Bifröst. „Ég hef alltaf verið afskaplega mikið fyrir leikrit. Ég fer alltaf á leikritin í Sæluviku og ýmsa tónleika og ég safna Sæluvikudagskrám og ég á Sæluvikudagskrár frá því 1940 þegar ég var fimm ára.“

Áhugi á bókum og skák

Æskuvinkonur. Frá vinstri: Anna, Sigríður Torfadóttir, Auður Torfadóttir og Ragnhildur Helgadóttir.

„Ég hef alla tíð verið mikill bókaormur og notið þess að hafa bækur í kringum mig. Það er svo gott,“ segir Anna sem enn í dag les mikið af alls konar bókum. Hún fer vikulega á bókasafnið ásamt vinkonu sinni, Þóru Kristjánsdóttur frá Óslandi og eru það dýrmætar stundir.

Anna segist hálfvegis hafa gengið í barndóm þegar hún datt að eigin sögn ofan í unglingabækur eftir K.M. Peyton. Hún segist mikill aðdáandi Arnalds Indriðasonar, Jo Nesbö og Camillu Lackberg. „Ef ég finn góða bók get ég lesið hana aftur og aftur. Ég hef mjög gaman af sögulegum skáldsögum eins og Heimanfylgju og sögunni um hana Guðríði Þorbjarnardóttur,“ segir Anna sem á mikið safn af bókum og hefur aðeins sýnishorn af þeim á herberginu sem hún býr nú í á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Annað áhugamál Önnu er að tefla en faðir hennar kenndi henni mannganginn á sínum tíma og tefldi hún mikið áður fyrr. „Ég fór árið 1958 með pabba mínum og sá Friðrik Ólafsson tefla fjöltefli. Friðrik var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti Skákblaðið og við pabbi settum upp skákir Friðriks og fleiri og spekúleruðum í þessu, það var mjög gaman að því.“

Breytingar og erfiðir tímar Líf Önnu tók talsverðum breytingum árið 1978, er faðir hennar lést, þrotinn að kröftum og líklega kominn með alzheimer, þó það hafi ekki þekkst þá. Þær mæðgur voru þá orðnar þrjár eftir því Svana og Sigfús höfðu flutt suður. Um svipað leyti missti Ella skyndilega málið og er talið að hún hafi fengið heilablóðfall. Var hún á Sjúkrahúsinu eftir það og lést tíu árum síðar. Eftir að þær mæðgur voru orðnar tvær eftir heima datt þeim í hug að sækja um íbúð í blokk sem verið var að byggja á Víðigrund 24 og þar fengu þær inni á neðstu hæð í 2ja herbergja íbúð. Anna minnist með hlýju nágrannanna úr blokkinni, m.a. Báru á efri hæðinni og Köllu (Körlu Berndsen) í íbúðinni við hliðina, sem heimsótti þær mæðgur að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á dag. Kalla var jafnframt hjá þeim mæðgum á kvöldin þar til þær voru komnar til náða, eftir að móðir Önnu fór að tapa minni og heilsu. Um þetta leyti fékk Anna lyftu að gjöf frá Lionsklúbbi Sauðárkróks, sem hægt var að nota í svefnherbergi og baðherbergi og kom sér afar vel. Það var svo árið 1984 sem móðir Önnu var orðin það heilsulaus að hún þurfti að

17


18

2 01 3 fara á Sjúkrahúsið. „Það var breytt um og ég sá marga nýja engin heimahjúkrun og engin staði.“ Eftir að heim kom fór heimilishjálp á þessum tíma, Stefanía systurdóttir Önnu í svo að þegar mamma fór á að útbúa íbúðina á Víðigrund spítalann þá þurfti ég að fara þannig að Anna gæti búið líka. Þá hélt ég að ég væri í henni. Íbúðin var þó ekki komin þangað fyrir alvöru og alveg tilbúin þannig að hún bjó mig bara undir gisti fáeinar nætur það,“ segir Anna. hjá Stefaníu og Um þetta leyti hafði bauð Þórhalli í annað áfall dunið Og hverjum hefði mat þangað, en nú dottið í hug hann hafði hringt á fjölskyldunni, þegar ég sat tíu reglulega til hennar því Lilja María dótturdóttir Svönu, meðan hún dvaldi ára telpa, við systur Önnu, gluggann heima á fyrir sunnan. „Ég greindist með bein- Skagfirðingabraut flutti svo niður krabba í fæti. Var og horfði á fuglana í Víðigrundina hún mikið hjá þeim mína og eftir smá fljúga, að ég mæðgum Önnu og tíma fórum við myndi verða ein Þórhallur að búa Stefaníu og lífgaði upp á hversdaginn af þeim sem flygju saman. Þá byrjar um loftin blá á fyrst ævintýrið í lífi hjá þeim. Anna svifflugu? dásamar dugnað mínu.“ ... þessarar frænku Anna segir að sinnar sem hefur samband þeirra iðkað íþróttir af kappi og tekið Þórhalls hafi alla tíð verið þátt í Ólympíuleikum. afar gott. „Það hefur oft verið Anna fann til einangrunar sagt við mig „ég hef aldrei séð á spítalanum, enda flestir eins náin hjón og þið voruð.“ sjúklinganna orðnir mjög Þórhallur átti fimm börn og aldraðir og heilabilaðir. það er mjög gott samband við Starfsstúlkurnar tóku hana þau og börnin og barnabörnin þó upp á sína arma og veittu hans.“ Fljótlega fjárfestu þau í henni félagsskap og sat hún bíl og fóru að ferðast. „Við löngum stundum og spjallaði heimsóttum dætur Þórhalls, við þær í býtibúrinu. „Svo en Ólöf dóttir hans bjó þá til að kóróna allt saman á Narfastöðum. Við fórum þá kynntist ég eiginmanni þrisvar á hverju ári suður til mínum sem síðar varð,“ segir Reykjavíkur. Í maí áður en Anna. Hún minnist þess leikhúsin lokuðu og fórum einnig að hafa teflt mikið við þá bæði í Þjóðleikshúsið og Friðrik lækni sem heimsótti Borgarleikshúsið. Svo fórum hana oft. En leiðir Önnu við í júlí eða ágúst og þá var og eiginmannsins, Þórhalls Þórhallur með myndlistarFilipussonar, lágu einmitt sýningu í Þrastarlundi við saman gegnum skákina, er Sog. Svo fórum við á veturna Friðrik læknir kynnti þau þegar leikhúsin voru opnuð. hvort fyrir öðru og þau tóku Við sáum mörg góð leikrit sína fyrstu skák. „Þetta var saman,“ segir Anna. „Við fyrsta skákin okkar en ekki sú vorum miklar ferðatöskur í eðli okkar, einu sinni fórum síðasta.“ við austur að Skógum undir „Þá byrjaði ævintýralífið“ Eyjafjöllum og skoðuðum bæði Seljalandsfoss og SkógaÞegar kom að því að foss. En ég komst hvergi inn, Þórhallur ætti að útskrifast af það voru tröppur um allt.“ spítalanum bað hann um að Aðalævintýrið var þó fá að vera yfir helgi því það eftir. Þórhallur var svifflugværi svo gaman. Móðir Önnu maður og hafði unnið ýmsa leist ekkert á að það kæmi titla í svifflugi. Fóru þau oft einhver ókunnur maður og á Sandskeið, mekka svifflugtæki athygli Önnu frá sér. manna, þar sem hann var að Brugðu starfsstúlkurnar á það fljúga. Einu sinni ámálgaði ráð að fara með móður Önnu Þórhallur það við Önnu að í bað á heimsóknartímum, svo hún kæmi með sér í svifflug. Anna gæti fengið heimsóknir Anna tók vel í það og fengu á meðan. Skömmu eftir þau lánaða tvísetu. Jóhannes að leiðir þeirra Önnu og Long ljósmyndari var á Þórhalls lágu saman var staðnum, enda var Anna Önnu boðið til vikudvalar í fyrsta fatlaða manneskjan Sjálfbjargarhúsinu í Hátúni í hér á landi sem fór í svifflug. Reykjavík með frænku sinni. „Mikið lifandi ósköp var þetta „Þetta var afskaplega gaman, gaman. Þetta var yndislegt. Við þessi dvöl sem við áttum þarna svifum þarna yfir Vífilsfellið saman. Þarna hitti ég allar og Bláfjöllin, við fórum alveg mínar vinkonur og kynntist Bláfjallahringinn.“ Auk ferðnýju fólki. Við fórum vítt og anna á Sandskeiði fóru þau

w

Anna aðstoðar Ingibjörgu Stefánsdóttir, barnabarn Þórhalls, við lesturinn.

Þórhallur og Anna á brúðkaupsdaginn.

oft á Melgerðismela, þar sem svifflug var einnig stundað og kynntist Anna mörgu skemmtilegu fólki og átti ánægjulegar stundir í kringum svifflugið, sem opnaði henni alveg nýjan heim. Þegar Anna fór að fljúga með Þórhalli höfðu þau séð kvikmynd í sjónvarpinu þar sem fötluð stúlka kynntist svifflugmanni og fór að fljúga með honum. „Þórhallur hafði þessa mynd í huga þegar hann spurði hvort ég vildi fljúga með honum. Og hverjum hefði nú dottið í hug þegar ég sat tíu ára telpa, við gluggann heima á Skagfirðingabraut og horfði á fuglana fljúga, að ég myndi verða ein af þeim sem flygju um loftin blá á svifflugu? Því hefði enginn getað trúað.“

Svifflugið opnaði nýjan heim fyrir Önnu.

„Það eru ekki alltaf jólin“ „Svo gerðist það einu sinni – það eru ekki alltaf jólin – að Þórhallur fer upp í svifflugu, hann fór einn, en var búinn að vera hálfslappur daginn áður. Ég beið í bílnum en eftir nokkrar mínútur kemur hann aftur niður.“ Þarna var Þórhallur orðinn veikur og fékk Anna góða frænku sína, Guðrúnu Eyjólfsdóttur, til að koma og sækja þau og fara með í Hátúnið, þar sem þau dvöldust jafnan í ferðum sínum til Reykjavíkur. Eftir læknisvitjun kom í ljós á Þórhallur var með kransæðastíflu og lá hann á sjúkrahúsi í þrjár vikur en fékk að fara heim eftir

það og skyldi fara í aðgerð síðar. Hálfum mánuði síðar var hann fluttur suður með flugvél vegna kransæðastíflu og gerð á honum aðgerð, sem gekk vel. Þetta var árið 1993 og þremur árum seinna greindist hann með krabba-mein í blöðruhálskirtli og hrakaði honum smátt og smátt. Fengu þau inni á sjúkradeild og dvöldu þar uns Þórhallur lést 17. október 2010. Síðan hefur Anna búið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Eftir að Anna kom á Dvalarheimilið hitti hún þar fyrir æskuvinkonu sína, Hólmfríði Friðriksdóttur, Lillu, og áttu þær margar góðar stundir saman og fylgdust að þar til yfir lauk hjá Lillu. Anna nefnir mikið af góðu fólki sem hefur reynst henni vel í gegnum tíðina. Hún hefur yndi af börnum og segist eiga börnin og barnabörnin með Svönu systur sinni. Þeirra á meðal eru guðsynirnir Þórður og sonur hans, sem Anna hélt á undir skírn. Þórður er barnabarn Svönu og leigir íbúðina hennar Önnu í Raftahlíð 15. Þar á Anna ennþá bíl sem hún fer í ýmissa ferða með aðstoð Þórðar og fleiri góðra vina og ættingja. Anna segist hafa gaman af því að ráða krossgátur og einnig á hún tölvu sem hún eignaðist fyrir nokkuð mörgum árum síðan og notar mikið. Hún er á facebook og segist eiga þar marga vini, bæði nýja og gamla. „Það er svo skemmtilegt að ég hef endurnýjað kynni við svo marga sem ég hef kynnst og hafði kannski ekki frétt af árum saman. Svo þú sérð að manni þarf ekki að leiðast.“ Þá hlustar hún mikið á tónlist. „Ég hef mjög gaman af þessum gömlu, góðu lögum, ég er ekkert fyrir þessa nútímatónlist. Ég fer stundum inn í YouTube í tölvunni minni og næ í alls konar gömul lög. Hjá mér eru það gamli góði Haukur Morthens og Ragnar Bjarnason sem eru í uppáhaldi og Ellý Vilhjálms. Anna unir hag sínum vel. Hún nýtur þess að sitja í setustofunni á Dvalarheimilinu og fá félagsskap en einnig að geta verið ein og dundað sér í rúmgóðu herberginu sínu. „Ég hef aldrei látið neitt stoppa mig, allt þetta hef ég getað gert af því ég átti góða vini og ættingja sem hjálpuðu mér. Á meðan maður getur horft á lífið með jákvæðni, þá líður manni vel. Það er svo heilagur sannleikur í því,“ segir Anna að lokum.


2 01 3

Þú færð réttu

Jólagjafagræjurnar hjá Tengli

Flakkarar og harðir diskar í öllum stærðum og gerðum. Taktu afrit af mikilvægu gögnunum. Erum einnig með ofurhraða SSD diska.

VERÐ FRÁ: 11.990 kr.

DELL INSPIRON TOUCH 3521 Tölvuskjáir Einstaklega flottir gæða tölvuskjáir frá BenQ.

Verð frá: 26.990 kr.

Lyklaborð & mýs Erum með glæsileg lyklaborð og mýs frá Gigabyte, Apple, Logitech, Satzuma og Microsoft

Lyklaborð frá: 2.990 kr Mýs frá: 1.690 kr.

Dell Inspiron Touch 3521 er ódýr en góð fartölva með snertiskjá og öllu því helsta sem góð tölva ber að hafa. Dell gæði og 3ja ára ábyrgð gera þessa vél að skynsömum kosti fyrir þann hagsýna. • Intel Core i3-3217U (1.8GHz Dual Core) • 4GB 1600MHz DDR3 vinnsluminni (1x4GB) • 15.6“ HD WLED True-Life Snertiskjár (1366x768) • 500GB SATA 5400rpm harður diskur • Intel HD4000 skjástýring • Windows 8 (64 bit)

Verð: 119.990 kr. Erum einnig með fleiri gæða fartölvur frá Dell, PackardBell og Lenovo.

Kíktu við í verslun okkar í Kjarnanum en þar finnurðu fullt af sniðugu dóti í jólapakkann, t.d. lyklaborð, mýs, minnislykla, prentara og margt fleira sniðugt

G R Æ J U B Ú Ð I N

Þ Í N

KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200

Aðventan 2013 á Hótel Varmahlíð

Kæru gestir, við hlökkum til að taka á móti og gera vel við ykkur á aðventunni í notalegri stemningu og huggulegheitum hér á Hótel Varmahlíð 28. NÓVEMBER – PIZZAHLAÐBORÐ 29. NÓVEMBER – JÓLAHLAÐBORÐ – ÖRFÁ SÆTI LAUS 30. NÓVEMBER – JÓLAHLAÐBORÐ – UPPSELT 2. DESEMBER – PRJÓNAKAFFI 6. DESEMBER – JÓLAHLAÐBORÐ – UPPSELT 7. DESEMBER – JÓLAHLAÐBORÐ – UPPSELT 8. DESEMBER – JÓLABRUNCH – ÖRFÁ SÆTI LAUS 14. DESEMBER – JÓLAHLAÐBORÐ 16. DESEMBER – JÓLAPRJÓNAKAFFI

Litla jólabúðin okkar er opin virka daga kl: 13 – 17

Fallegar vörur, ilmandi kaffi og kruðerí

Fyrirspurnir og pantanir í síma 453 8170 og info@hotelvarmahlid.is Nánari upplýsingar á www.hotelvarmahlid.is og facebook.com/hotelvarmahlid

www.hotelvarmahlid.is

Við erum á Facebook, Pinterest, Youtube og TripAdvisor!

SÆLKERAFERÐ UM SKAGAFJÖRÐ Bókin Eldað undir bláhimni er tileinkuð skagfirskri matarmenningu. Í bókinni er boðið upp á sannkallað bragðlaukaævintýri: Sælkeraferð um Skagafjörð þar sem fögur náttúra og ljúffengir réttir eru í öndvegi. Texti bókarinnar er bæði á íslensku og ensku og er bókin tilvalin til gjafa – allt árið um kring.

19


20

2 01 3

Við óskum þér góðra jóla & gæfuríks árs Hjá SAH Afurðum ehf. er lögð áhersla á trausta og góða þjónustu við slátrun sauðfjár, hrossa, folalda og nautgripa

NÝPRENT ehf

Þökkum farsæl viðskipti

Húnabraut 39 - 540 Blönduós Sími: 455 2200 - Fax: 455 2201 Netfang: sah@sahun.is - www.sahun.is

Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar.

NÝPRENT ehf.

NÝPRENT ehf.

sígilt útlit Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi.

Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... Trésmiðjan Borg ehf

Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is


2 01 3 Kristín Árnadóttir djákni á Borðeyri í Hrútafirði

Lærði til djákna komin á eftirlaunaaldur Kristín Árnadóttir gegndi stöðu skólastjóra á Borðeyri í 10 ár, uns hún lét af störfum þar fyrir tveimur árum. Starfsævinni var þó hvergi nærri lokið því þá hafði hún nýverið lokið djáknanámi og starfar nú sem djákni, auk þess að starfa við sérkennslu við Leik- og grunnskólann á Borðeyri og Grunnskóla Húnaþings vestra. Kristín er full starfsorku og hefur mikinn áhuga á starfsemi kirkjunnar og vonast eftir því að geta verið við störf þar til hún verður sjötug á næsta ári. Feykir hafði samband við Kristínu og fékk að heyra um hennar bakgrunn og hvað felst í djáknastarfinu, sem er tiltölulega nýtt innan íslensku þjóðkirkjunnar. UMSJÓN

Kristín S. Einarsdóttir

Kristín er fædd í Reykjavík þann 1. desember 1944 og ólst upp bæði þar og á Akureyri. Í Hrútafjörðinn flutti hún í júlí 2001 til að taka við skólastjórastöðu Grunnskólans á Borðeyri, sem hafði þá verið endurreistur eftir að skólahald hafði legið niðri vegna barnfæðar frá 1995. „Eiginmaður minn er Einar H. Esrason, gullsmiður og fyrrverandi leiðbeinandi í grunnskólum og framhaldsskóla. Hann hefur rekið fyrirtækið Eðalmálmsteypuna á Hvammstanga frá 1993, en er kominn á eftirlaun frá kennslustörfum. Við eigum fjögur börn sem heita Árni Esra fæddur 1966; Ásta, fædd 1972 - dáin 1981; Baldvin Esra fæddur 1979 og Jón Tómas fæddur 1982. Barnabörnin eru fimm á aldrinum tveggja til tuttugu og tveggja ára,“ segir Kristín um fjölskylduhagi sína. Eftir að Kristín lauk störfum sem skólastjóri bjuggu þau hjón um tveggja ára skeið á Prestbakka. „Það var ljúft að búa á þessum merka kirkjustað, þar sem kirkja hefur staðið frá elleftu öld og vildum við reyna að gera veg kirkju, íbúðarhúss og kirkjugarðs sem mestan. Söfnuðurinn á gamla prestssetrið sem var einnig notað sem safnaðarheimili,“ segir Kristín, en þegar skólastjórahúsið á Borðeyri, sem þau hjónin bjuggu í um tíu ára skeið, var auglýst til sölu keyptu þau það og fluttu aftur þangað sl. haust. Kristín tók stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 1965 og útskrifaðist frá Stúdentadeild Kennaraskóla Íslands í maí 1967 og hóf kennslu í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1. september sama ár. „Enn fremur stundaði ég nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn frá 1976 til 1977, í sérkennslufræðum við KHÍ frá 1991-1993, lauk BA prófi í sérkennslu, (sértækum námsörðugleikum) frá Háskólanum í Osló í júní 2000,“ segir Kristín. Ég var samfleytt við kennslu í 44 ár, eða frá 1967 til 2011, að meðtöldum náms-, barneignar- og veikindaleyfum. Ég kenndi einnig við Austurbæjarskólann, Breiðholtsskóla og Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit

áður en ég varð skólastjóri 1980 við Klébergsskóla á Kjalarnesi og var þar í níu ár. Því næst tók ég við skólastjórn í Vesturhópsskóla í Húnaþingi vestra í tíu ár, var deildarstjóri sérkennslu við Grunnskóla Húnaþings vestra í eitt ár og skólastjóri við Grunnskólann á Borðeyri í tíu ár, en reyndar leit ég yfirleitt á mig sem kennara þar sem kennsluskylda skólastjóra í fámennum skólum er mikil,“ segir Kristín, sem enn starfar að skólamálum, í sérkennslu við Leik-og grunnskólann á Borðeyri og Grunnskóla Húnaþings vestra.

Alltaf haft áhuga á kirkjustarfi Kristín kveðst alltaf hafa verið áhugasöm um að starfa innan kirkjunnar, einkum eftir að hún og fjölskyldan flutti norður. „Þegar djáknanámið var komið inn í Háskóla Íslands, en fyrstu djáknarnir voru útskrifaðir þaðan 1995, stóð hugur minn til þess náms meðfram skólastjórastarfinu. Ég naut mikillar velvildar margra, bæði hér í Bæjarhreppi, prestanna sem ég hafði starfað með og ekki síst kennara og námsfélaga við Guðfræðideild HÍ sem gerðu mér kleift að stunda þetta áhugaverða nám úr fjarlægð, án þess að um hefðbundið fjarnám væri að ræða. Fæ ég það aldrei fullþakkað. Það tók mig tvö og hálft ár að ljúka 30 eininga námi sem kennurum og hjúkrunarfræðingum stóð til boða til að öðlast réttindi til djáknastarfs,“ segir Kristín og kveðst hafa verið lánsöm að vera kölluð til starfa í Húnavatnsprófastsdæmi 1. mars 2007, í 20% starfshlutfall. „Ég vígðist í Dómkirkjunni í Reykjavík 25. febrúar 2007 ásamt þremur öðrum djáknum og tveimur ungum prestum. Vígsla mín var einhver sú helgasta stund sem ég hef lifað, en herra Karl Sigurbjörnsson biskup vígði mig ásamt gömlum fjölskylduvini okkar, herra Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskupi, en hann var þá 87 ára gamall og var vígslan með síðustu embættisverkum hans,“ rifjar Kristín upp. Kristín segir að djáknastarfið nefnist kærleiksþjónusta, sem felist

Kristín Árnadóttir djákni í Prestbakkakirkju. Mynd: Anna María Sigurjónsdóttir.

aðallega í því að sinna og heimsækja aldrað og lasburða fólk og skipuleggja heimsóknarþjónustu í sveitarfélaginu, eiga samverustundir bæði í Nestúni á Hvammstanga og með heimilisfólkinu á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, annast eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum, taka þátt í fermingarmessum með t.d. sóknarprestinum á Blönduósi og sóknarprestinum sínum, annast helgistundir á hverju sumri í Þingeyraklausturkirkju, predika samkvæmt óskum sóknarpresta og vígslubiskups á Hólum, aðstoða við fermingarfræðslu í Vatnaskógi og fleira. „Til dæmis heimsótti ég aldraða í félagsstarfi á Löngumýri í vor sem leið og flutti hugleiðingu og áttum við saman ánægjustund.“

Kærleiksþjónusta er trú í verki „Ég annaðist barnastarf um tíma, bæði fyrir yngri börn og TTT-hópa sem lauk með skemmtilegum helgarmótum í Vatnaskógi. Enn fremur hef ég verið meðhjálpari í Prestbakkakirkju frá 2002 og hafði gegnt sama starfi í Vesturhópshólakirkju er ég bjó í Vesturhópinu,“ segir Kristín. Henni líkar djáknastarfið vel og segir það einstaklega fjölbreytt og gefandi starf sem veiti henni mikla ánægju og lífsfyllingu. „Það er svo ljúft að eiga samverustundir með bæði börnum og eldra fólki – og auðvitað öðrum aldurshópum líka – og geta fengið að starfa sem þjónn í kirkju Krists. Það að geta hjálpað þeim sem eiga erfitt þó ekki væri nema að biðja með þeim, er dýrmætt, því oft er bænin það eina haldreipi sem við höfum.“ „Það er gaman að segja frá því að ljósmyndari úr Skagafirði, Anna María Sigurjónsdóttir, gaf út bók árið 2011 sem nefnist Herrar, menn og stjórar, með myndum af konum í störfum sem hafa karlkynsheiti í sér og var ég ein af þeim. Hún tók myndina sem hér fylgir með af mér í Prestbakkakirkju og valdi ég mér einkunnaorðin: Kærleiksþjónusta er trú í verki. Prófasturinn okkar, sr. Dalla Þórðardóttir í Miklabæ er einnig ein af þessum konum. En

upphafið var myndataka og sýning af fyrrnefndum konum í tengslum við afmæli Kvennafrídagsins árið 2010 og réðst Anna María í það stórvirki að gefa þessar myndir allar út á bók,“ segir Kristín. Kirkjunnar þjónar hafa gjarnan mikið að gera um jól, er það eins hjá þér? „Ég vildi gjarna fá að þjóna meira í kirkjum um jól, en ég held alltaf sérstakar aðventustundir í Nestúni og á sjúkrahúsinu á Hvammstanga á aðventunni og stundum hef ég verið beðin um að flytja aðventuhugleiðingu í kirkjum prófastsdæmisins. Undanfarin 23 ár hef ég farið með nemendur mína á aðventunni á sjúkrahúsið á Hvammstanga, þar sem þeir hafa flutt aðventuhelgileik fyrir heimilisfólkið, sungið og gefið hverjum og einum jólagjöf sem börnin hafa sjálf gert og fengið kærleiksríkt viðmót og hlýju að launum, ásamt því að vera alltaf boðin í ljúffenga hressingu í matsalnum á eftir. Það er svo yndislegt að sjá hve börnin eiga greiðan aðgang að hjörtum hinna öldruðu og oftast hafa einhver þeirra átt langömmu, langafa og jafnvel afa á staðnum. Mikilvægt og gott, bæði fyrir börnin og heimilisfólkið.“ Nokkru áður en Kristín tók til starfa sem djákni hefði hún getað verið komin á eftirlaun, eða í ársbyrjun 2005. Hún kaus þó að starfa áfram með djáknastarfinu til 2011, er hún fór á eftirlaun sem skólastjóri, en starfar þó sem fyrr segir við sérkennslu enn í dag. Kristín segir að sér finnist hún eiga nóg eftir af starfsorku og nýtur hún alls þess sem hún fær að starfa við og hlakkar til hvers dags. „Ég vona að mér auðnist að halda starfi mínu sem djákni þar til starfsævinni lýkur, eða á sjötugsafmælinu,“ segir Kristín. En er eitthvað sem Kristín myndi vilja segja við lesendur Feykis að lokum? „Mér þykir vænt um að fá þetta tækifæri til að segja frá störfum mínum, sérstaklega djáknastarfinu, þar sem ég er djákni ykkar allra sem búið í prófastsdæminu. Ég óska ykkur öllum gleðiríkrar jólahátíðar og bið ykkur Guðs blessunar um jólin og alla tíma.“

21


22

m u l ó j ð a r i t f i r k s p p U r a ð r a fj a g a k S s r ó k r e m m í boði Ka 2 01 3 2013

Skagfirski kammerkórinn var stofnaður 6. janúar Páll Friðriksson MYNDIR árið 2000 af Sveini Óli Arnar Brynjarsson Arnari Sæmundssyni þáverandi organista Miklabæjarprestakalls ásamt nokkrum félögum sem höfðu starfað með honum í sönghóp. Sá sami hópur stóð fyrir dagskránni Kirkjan og Hallgrímur Pétursson á kristnihátíðarári 1999, sem var flutt í fimm SAMANTEKT

kirkjum Skagafjarðarprófastsdæmis og við opnun kirkjumunasýningar á Hólum í Hjaltadal. Kórinn hefur víða sungið á undanförnum árum bæði heima og heiman og er það markmið hans að flytja og kynna tónlist sem sjaldan heyrist, einkum þjóðlög og önnur skemmtilega raddsett lög, án undirleiks (a capella). Oft eru tekin fyrir ákveðin þemaefni í þeirri viðleitni að tengja saman tónskáld, textahöfunda og tíðaranda.

Dalla prófastus

Nonni & Gígja

Jólaostakaka

Möndlukróna Gerdeig: 50 gr Smjör eða smjörlíki 2 ½ dl volg mjólk 2 ½ tsk perluger ½ dl sykur 6-7 dl hveiti Látið hefast í 2 tíma Fylling:

1 dl bráðið smjörlíki 1 dl sykur,2 tsk kanill, blandað saman 1 dl fínsaxaðir hnetukjarnar eða saxaðar möndlur 1 dl rúsinur

Aðferð: Bræðið smjörið í potti og bætið döðlunum og púðursykrinum saman við og hrærið saman þar til döðlunar mýkjast. Hellið rice crispies saman við og setjið í form. Setjið formið í frysti í 10 mín. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið matarolíunni saman við. Hellið yfir rice crispies blönduna og frystið í um það bil 30 mín. Skerið í bita og berið fram.

-Kammerkórinn hefur reynt að koma sér upp hefðum sem ekki rekast á við annað kórastarf í héraðinu, sem er nú hægara sagt en gert. Skagfirðingar eru með eindæmum duglegir í söngstarfi og margir kórar syngjandi í héraðinu. Þrennt er orðið nokkuð fast í formi. Kórinn heldur vortónleika á sumardaginn fyrsta, býður dagskrá í tali og tónum á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember á Löngumýri og fær þá nemendur Varmahlíðarskóla til liðs og heldur jólatónleika í Hóladómkirkju. Nú í ár verða

Botn: 170 gr kanelkex 4 msk smjör brætt

Aðferð: Malið kexið og bætið smjörinu út í og blandið vel saman. Sett í botninn á bökunarformi.

Sirrí í Glaumbæ

Jólasnjókaka Hráefni: 150 gr smjör 2 dl sykur 2 egg ½ dl appelsínusafi 1 msk sítrónusafi 3 dl hveiti 1 tsk lyftiduft Jólasnjór:

3 dl sigtaður flórsykur

2 msk appelsínusafi ½-1 msk sítrónusafi

Aðferð: Þeytið smjör, sykur og egg í létta soffu, blandið þurrefnunum og safa út í. Uppskriftin miðast við eitt jólakökuform. Bakist við 150°C í u.þ.b. 40 mín. Smyrjið kreminu yfir kökuna og berið hana fram snjóhvíta eða skreytið að vild.

Fylling: 500 gr rjómaostur 200 gr sykur 4 egg 200 gr vanilluskyr 1 dl Amarula líkjör 200 gr súkkulaði brætt 2 tsk Vanilludropar

Hráefni: 800 gr hveiti 400 gr smjörlíki 2 bollar sykur ½ kanna síróp(ca.300 gr.) 2 kúfaðar tsk matarsódi 2 kúfaðar tsk kanill 2 kúfaðar tsk negull 2 kúfaðar tsk malað engifer 2 egg

Aðferð: Allt sett saman í hrærivél og hnoðað vel saman. Litlum kúlum raðað á bökunarplötuna(size og an eye ball). Bakað í 8-10 mín. við 180°C. Engiferkökurnar eru mikilvægar á mínu heimili fyrir jólin, dásamlegur jóla kryddilmur sem fyllir húsið.

Steingrímur

HÁLFMÁNAR Hráefni: 200 gr smjörlíki 150 gr sykur 300 gr hveiti 240 gr kartöflumjöl 1 tsk hjartarsalt 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilludropar

Aðferð: Allt hnoðað saman. Bakað við 180°C með blæstri í ca.12 mín. eða bara þar til þú ert ánægð/ur með litinn. Sultudropi inn í deigið.

Aðferð: Bræðið saman súkkulaðið og Amarúla og setjið ofaná kökuna. Verði ykkur að góðu.

Bláberjaskyrterta Botn: 75 gr smjör 150 gr heilhveitikex

2 egg 140 gr sykur (set bara minna ca.1/2-1 dl.) 500 gr hreint skyr Bláber frosin (Safi úr ½ sítrónu) 2 ½ dl rjómi 8 blöð matarlím

Engiferkökur

Ofaná: 80 gr súkkulaði 2 msk Amarúla líkjör

Kristín Björg

Fylling:

Ragga

Aðferð: Hrærið saman ost og sykur og bætið eggjunum út í einu í einu og síðan restinni af hráefnunum. Bakist í um 1 klst. (rúmlega) við 180°C. Kælið a.m.k. 6 klst. Gott yfir nótt.

Aðferð: Kex mulið vel, bræddu smjöri bætt saman við. Sett í form með lausum botni. Kælt. Matarlím lagt í bleyti í kalt vatn í 5-10 mín. Vatni síðan hellt af og límið brætt með

því að hella á það ½ dl. af sjóðandi vatni. Hræra saman skyri og berjum (gott að gera það í matvinnsluvél), sykri og eggjum bætt við. Þeyta rjóma. Allt gert sér. Kæla matarlím (með sítrónusafa ef notaðurannars kólnar það fljótt af sjálfu sér). Matarlími hellt ylvolgu út í skyrblönduna og rjóma síðan, og öllu blandað varlega saman. Fyllingu hellt á kaldann botninn og látið stífna í ísskáp. Súkkulaðibráð sett á þegar hún er alveg ísköld og búið að taka formið frá. Súkkulaði, smjör og ca. 100-150 gr súkkulaði brætt í potti og sett yfir tertuna og frosnum berjum stráð yfir.


2 01 3 Stór hluti Kammerkórs Skagafjarðar samankominn í Áshúsi eftir vel heppnaða tónleika á Degi íslenskrar tungu.

þeir þann 11. desember, kl. 20:30. Á þeim tónleikum verður brugðið á það nýmæli að syngja með Kirkjukór Hóladómkirkju, segir Gígja Sigurðardóttir söngkona. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum yfir vetrartímann og nýráðinn kórstjóri er Helga Rós Indriðadóttir.

Anna Þóra

Slóvensk gerbrauðs rúlluterta Hráefni: 2 dl volg mjólk 140 gr brætt smjör 4 eggjarauður 30 gr þurrger 600 gr hveiti 140 gr sykur 1 tsk vanillusykur 2 msk rifinn sítrónubörkur (þarf ekki)

Aðferð: Allt hnoðað saman og flatt út. Mauk: 400 gr valhnetur 200 gr sykur 2 dl sýrður rjómi

3 msk romm 1 dl rúsinur 4 eggjahvítur

Aðferð: Rúsínurnar bleyttar í romminu og allt síðan hrært saman og sett inn í deigið og rúllað upp. Bakað í 2-3 jólakökuformum. Í Slóveníu er vaninn að láta þetta lyfta sér í 6 klst. en mér hafa alveg dugað tveir. Bakað við 180°C í 40-60 mín. Tekið úr forminu sem smurt var með olíu áður. Látið kólna og stráið svo flórsykri yfir.

Judith

Kryddkaka Hráefni: 3-4 msk (20 gr) brúnkökukrydd 350 gr púðusykur 1 msk vanillusykur 1 msk kanill 3 msk kakó 200 gr hveiti 100 gr heilhveiti 3 tsk lyftiduft 150 gr möndlumjöl

Aðferð: Hitið 250 ml mjólk (má ekki sjóða) og bræðið

150 gr smjör í mjólkinni. Hrærið þetta saman með hveitiblöndunni og bætið 5 msk hunangi og 4 eggjum í deigið. Fletjið svo deiginu út á bökunarplötu með bökunarpappír. Látið bakast í u.þ.b. 15 mín.við 200°C. Skerið í ferninga þegar kakan er búin að kólna og skreytið með möndlum og sykurskrift eða bætið súkkulaðikremi ofan á.

Hráefni: 1 dl rjómi 50 gr smjör 300 gr súkkulaði, gróft saxað 2 msk dökkt romm ½ tsk chili-duft 1 dl kakó

Aðferð: Rjómi og smjör soðið saman. Tekið af hitanum og súkkulaðinu bætt út í. Hrært vel saman og rommi og chili bætt við. Sett í kæli í a.m.k. 2 klst. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kakóinu. Geymist í kæli.

Marengskossar Hráefni: 4 eggjahvítur 1 tsk vanilludropar Pínulítið salt 1 1/3 bolli sykur

Hólableikja að hætti Gizurar í mysukerinu (Vel má vera að fleira hafi verið í kerinu en skrokkurinn af Gizuri og sláturkeppir)

Aðferð: Á hvert flak fer tæpur hornspónn mysa, nokkrir sítrónudropar, pipar og salt og smá dass af uppáhalds kryddi hvers og eins. Ég notaði sérstakt grænt fiskikrydd sem ég keypti í grárri dós, hef líka notað það sem heitir Svensk skjärgårdssalt og eru malaðar, grænar fjörujurtir undan sænskum sóldýrkendum en þá sleppir maður saltinu sem Svíinn hefur sett í blönduna. Síðan er sáldrað yfir flökin

Jólasælgæti

Gunni Sig

Gunnar Sandholt

Hráefni: Hólableikjuflök að vild (með eða án roðs). Flökunum raðað á álbakka eða umslag úr álpappír.

Nonni & Gígja

púðursykri þannig að vel sjáist að sykrað hafi verið, en þó ekki þakið. Í stað púðursykurs má nota fljótandi hunang eða fíflasíróp sem stundum fæst í Maddömukoti á Króknum. Grillið hitað sem mest má og bakkanum skellt á og grillinu lokað. Grilltíminn á að vera stuttur, eða bara þar til að sykurinn er bráðnaður og allt kraumar, hámark 7 mínútur. Auðvitað má baka þetta í ofni með sömu aðferð. Báða þessa fiskrétti má bera fram með góðu hvítvíni, t.d. Riesling frá Alsace eða Nýja Sjálandi, eða jafnvel Poully Fume eða Sancerre víni.

Aðferð: Þetta er þeytt mjög vel saman. 1 ½ bolli kókosmjöl 1 ½ bolli saxað súkkulaði

Guðrúr og Boggi

Hólmfríðarkökur Hráefni: 200 gr smjör eða smjörlíki 2 dl sykur 2 dl púðursykur 2 egg 1 tsk vanilludropar 4 dl hveiti 4 dl kornflex 2 dl kókosmjöl 4 dl haframjöl

Aðferð: Smjör sykur egg og vanilludropar hrært vel

saman og svo restinni af þurrefnunum blandað saman við. Sett á plötu með skeið eða búnar til litlar kúlur og þrýst ofaná þær með gaffli. Bakist við 180-200°C í u.þ.b. 10 mín. eða þar til að þær eru ljósbrúnar. Gott að dýfa kökunum í bráðið súkkulaði, þannig að súkkulaðið þeki hálfa kökuna.

Aðferð: Sett út í eggjaþeytinginn og blandað varlega samanvið. Sett á bökunarplötu með teskeið og bakað í 20 mín við 150°- 175°C. Gott að bera súkkulaði á botninn líka þegar kökurnar hafa kólnað.

23


24

2 01 3 2013 Leikskólinn Ársalir

Gullkorn barnanna

Gunnar Sandholt

Þorskþynnur Úr Flóabardaga að hætti Kolbeins Kakala. Þynnur nefnast carpaccio á ítalskri tungu ef í þeim er hrátt ket eða fiskur. Vel má hugsa sér að þorskarnir sem þeir fjandvinir höfðu með sér hafi kramist í þynnur við grjótkastið á Flóanum forðum. Aðferð: Saxið chili smátt og blandið í sítrónusafann. Skerið þorskinn í sneiðar og leggið á 4 diska (best ef fiskurinn er hálf frosinn). Penslið fiskinn með sítrónu/chili blöndunni og malið yfir salt og hvítan pipar. Setjið í kæli í 10-15 mín. Hitið pönnu

með púðursykrinum og edikinu og leyfið að sjóða niður þar til að það verður að sírópi. Takið fiskinn úr kæli og setjið hnefafylli klettakáls ofan á. Dreifið olíu jafnt yfir fiskinn og salatið (ca.1/2 msk.á disk) og setjið sírópið í hring utanum fiskinn.

Herdís í Áskaffi

Kanilkakan Hráefni: 175 gr smjörlíki 175 gr púðursykur 175 gr hveiti 1,5 tsk kanill 1 egg 0,5 L rjómi

Aðferð: Hrærið smjörlíkið og sykurinn vel saman. Bætið egginu úti og hrærið létt. Blandið hveiti og kanil saman og bætið úti blönduna. Skiptið deiginu í að minnsta kosti 8 hluta (u.þ.b. 70 gr. hver) Fallegri kakan eftir því sem lögin eru fleiri. Smyrjið deiginu á bökunarpappír sem passar í form sem er 18 sm í

þvermál. Bakað við 175°C í u.þ.b. 7 mín. eða þar til þær eru aðeins að taka aðeins meiri lit. Kakan er svo sett saman með

þeyttum rjóma og súkkulaðibráð ofaná. Skreytt með rjóma og kokteilberjum.

virkaður.“

Kennari: „Þetta er myndin þín.“ Barnið: „Ha, er það? Gat ég gert þetta!“

Fjögurra ára barn: „Spiderman talar ensku, en hlær á sænsku.“

JÓLAFEYKIR 2013

C hristine

Starfsmaður var nýbúinn að lesa söguna Litla stúlkan með eldspýturnar fyrir eitt fjögurra ára barn og segir við það: „Er ekki sorglegt Barn: að litla stúlkan sé „Mamma alein og yfirgefin? “ búði mig til.“ Barnið: „Jú, hún Starfsmaður: „Hvernig?“ verður bara að finna Barn: „Með hamar og þá sér strák til var ég bara tilbúinn að giftast.“ og svo var ég bara

JÓLAFEYKIR 2013

Forréttur handa fjórum: 300 gr þorskur helst hnakkastykki 1 rauður chili 1 sítróna Extra Virgin ólífuolía 2 msk púðursykur 1 dl balsamico edik Salt, pipar, klettakál.

Börn eru miklir spekingar og hafa gjarnan einlægari og opnari sýn á hlutina Guðrún Sif Gísladóttir en þeir fullorðnu. Feykir heimsótti leikskólann Ársali á Sauðárkróki og fékk nokkur gullkorn til birtingar, úr dýrmætu safni sem starfsfólk hefur safnað saman í daglegu starfi. UMSJÓN

Eldglögg

(Þ. feuerzangenbowle) Hráefni: 175 gr smjörlíki 175 gr púðursykur 175 gr hveiti 1,5 tsk kanill 1 egg 0,5 L rjómi

Hvað sem þið notið þá þarf bræddi sykurinn að geta lekið niður í rauðvínið. Á málmstykkið er sett sykurkeila (þ.zuckerhut), sem er 250 gr. keilulaga sykurklumpur, líkist helst risastórum sykurmola. Auðvitað fæst ekki svona fínerí á Íslandi, en örvæntið ekki, hægt er að sjá svona sykurkeilur í safni Áskaffis í Skagafirði. Næsta skref er að gegnbleyta sykurinn með romminu, gefið ykkur góðan tíma og leyfið sykrinum að drekka í sig sterka vínið. Hætta skal þegar sykurinn tekur ekki meira og rommið fer að drjúpa ofan í pottinn. Núna er gott

að huga að öryggismálum, hafa eldvarnarteppi nálægt og finna út hvar slökkvitækið er geymt. Kveikið á sykrinum með eldspýtu og njótið þess að horfa á bláan logann, sykurinn fer fljótlega að bráðna og leka niður í pottinn. Ef þið bætið rommi á sykurinn eftir að kveikt hefur verið upp, er öruggast að gera það með ausu úr stáli, það er alltaf möguleiki á sprengingu ef hellt er beint úr rommflöskunni. Að endingu er málmstykkið fjarlægt, hrært vel í víninu með ausu og síðan hellt í bolla. Maður er manns gaman!

Kennari var að koma frá sólarlöndum og segir við börnin: ,,Ég tók sólina með rn: mér í töskuna til að þið ára ba a r r u g í gætuð farið út að leika.“ Fjö ég fer „Þegarél þá sé Eitt barnanna svarar: flugv Guð.“ ,,Nei það er ekki hægt, ég hún er svo hátt uppi.“ Þriggja ára barn var að lýsa

starfsmanni fyrir öðrum Barn starfsmanni leikskólans: segir við ,,Hún er svo góð stúlka og kennarann sinn: ,,Við elskum þig öll það þekkja hana allir.“ nema einn, því þú ert svo reið við hann.“ JÓLAFEYKIR 2013

Aðferð: Eldglögg er skemmtileg útgáfa af jólaglögg, margir hafa prófað hana á jólamörkuðum í Þýskalandi en tiltölulega einfalt er að búa hana til heima hjá sér. Hugmyndin er að bræða sykur og láta hann renna ofan í og blandast við heitt rauðvínið. Best er að byrja í eldhúsinu með venjulegan pott. Skerið hálfa appelsínu og hálfa sítrónu í þunnar sneiðar en pressið safann úr afganginum í pottinn. Setjið rauðvín, negul, kanilstangir, ávaxtasafann og ávaxtasneiðar í pottinn og hitið (má ekki sjóða). Þegar lögurinn er orðinn heitur á að færa hann fram í stofu á standara fyrir fondupott, kveikið á brennaranum svo rauðvínið kólni ekki. Næst þarf að leggja götótt málmstykki yfir pottinn. Í Þýskalandi er til sérstakt verkfæri sem heitir sykurtöng (Þ.zuckerzange) sem er notuð í þetta, en hægt er að nota hvað sem er, hér kemur ímyndunaraflið að góðum notum. Annars fylgir þetta áhald mörgum fondusettum.

Eitt fimm ára barn var að kveðja starfsmann síðasta daginn sinn í leikskólanum og fékk stórt og gott faðmlag. Barninu finnst þetta of mikið og segir: ,,Ég er ekki að flytja svona mikið.“


2 01 3

Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Borgarmýri 1

550 Sauðárkrókur

Sími 453 5433

25

www.stettarfelag.is

Gl

Menningarhúsið Miðgarður óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samtarfið á árinu sem er að líða. midgardur.skagafjordur.is

Ljós verða tendruð

Það verður jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 30. nóvember Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30. Jólatréð er gjöf frá Kongsberg, vinabæ Skagafjarðar í Noregi. Mætum hress og kát í aðventustemninguna á Króknum! Áramótabrennur í Skagafirði á gamlárskvöld

HOFSÓS Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. HÓLAR Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. SAUÐÁRKRÓKUR Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Skagfirðingasveitar kl. 21:00. VARMAHLÍÐ Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00.

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Jóladagatal Skagafjarðar er á www.skagafjordur.is


26

Hönnun: Arnar Tr

2 01 3

JÓLATÓNLEIKAR Í MENNINGARHÚSINU HOFI

Pálmi Gunnarsson og gestir

7. Desember 2013 kl. 17 og 21

NÝPRENT ehf.

Midasala Á www.menningarhus.is og í midasölu Hofs

Aukum gæði

fóðrunar

Fóðurblandan óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Steinefnastampar og önnur bætiefni í miklu úrvali. Verslanir um allt land.

Fóðurblandan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 www.fodur.is

– í héraði hjá þér


2 01 3 Fyrsta ljóðabók Péturs Arnar Björnssonar

Af kynjum og víddum …og loftbólum andans Í ljóðabókinni Af kynjum og víddum … og loftbólum andans flæða yrkisefnin milli himins og jarðar, frá fortíð til nútíðar. Páll Friðriksson Allt frá unglingsárum hefur Pétur Örn fengist við ljóðaskrif og samhliða námi í menntaskóla og síðar bókmenntafræði skrifaði hann mikið af ljóðum og birtust nokkur þeirra í blöðum og tímaritum. Ljóðaskrifin urðu strjálli með árunum en í kjölfar hrunsins haustið 2008 hófust þau aftur af fullum krafti. Nú, fimm árum síðar, fannst Pétri mál til komið að taka fyrsta þversnið í þann mikla ljóðahaug sem safnast hefur upp í gegnum árin og setja saman í bókarform. VIÐTAL

Pétur Örn Björnsson er fæddur á Sauðárkróki árið 1955. Að afloknu stúdentsprófi frá MT árið 1975 nam hann Almenna bókmenntafræði við HÍ og lauk BA prófi þaðan árið 1980 með lokaritgerð sinni um list og veruleika í FlateyjarFrey, ljóðfórnum Guðbergs Bergssonar. Eftir það lærði hann arkitektúr við Arkitektskolen i Aarhus, lauk þaðan Cand. Arch. prófi árið 1986 og hefur síðan starfað samfellt sem arkitekt. Pétur Örn gekk ávallt undir nafninu Össi er hann bjó á Króknum sonur Björns Daníelssonar skólastjóra og konu hans Margrétar Ólafsdóttur. Feykir sendi Össa nokkrar spurningar í tilefni útgáfu bókarinnar og byrjaði á að forvitnast um það hvernig það var að alast upp á Króknum. -Í reynd á ég engar minningar aðrar en góðar frá þeim tíma sem ég var að alast upp á Króknum. Við krakkarnir bjuggum almennt séð við mikið frelsi og heimur okkar þar var sem töfraheimur sem spannaði allt frá gömlu fjörunni og um nafir og móa og alla leið til uppruna lækjarspræna í efstu hlíðum, gömlum og mislitum snjóalögum og til útsýnis af hlíðartoppi þaðan sem okkur virtist sem töfraheimur Skagafjarðar væri óendanlegur og okkur sífellt rannsóknarefni. Þó var það ekki þannig að við gengum alveg sjálfala því bærinn taldi þá einungis um 1100 bæjarbúa og allir þekktu alla og þegar við komumst í ógöngur þá virtist alltaf einhver fullorðinn hafa vitað af ferðum okkar og af umhyggjusemi látið foreldra okkar vita ef ástæða þótti til. Þannig man ég t.d. eftir því að þegar okkur nokkra polla tók að reka á haf út á hriplekum pramma sem við höfðum neglt saman að það varð uppi fótur og fit og þó héldum við að enginn vissi af

Í BIFRÖST HEYRÐIST BANG Af gömlu og þvældu bréfsnifsi einu saman birtist okkur nú bíóið (sem það var í einhverju ævintýri fyrir löngu) í löngu gleymdum (en geymdum) hlæjandi kátum leirburði okkar krakkanna í Bifröst: Bang! Við hrökkvum í kút lítinn labbakút. Loksins kom að því. Bang! Pang! Bang! Þrír káf-bojar í bíó dauðir og við eins og sauðir og bíóið búið. Ó, Rómeó! Ó, Júlía! Tarsan og Jane eða Roy og Trigger að hneggja. Og nú heyrum við enn og aftur Bang! En nú er það bara hann Ole apótekari Bang að birtast okkur af ljúfmennsku sinni úr jóreyk tímans að handan og mér virðist hann segja að hann langi til að taka einn hátíðarhring sem hvítur Falcon og svífa yfir götum bæjarins sem værum við öll í draumi – og öll orðin – vængjuð.

Pétur Örn.

þeirri miklu sjóferð okkar. Þó er eitt sem enginn fullorðinn vissi um og það er þegar við Bjarni Egils, Muggur, Hannes Malla og Gústi klifum Tindastól lóðbeint upp frá Skarði um hávetur, að mig minnir 12 ára gamlir, og við vissum að það væri best að enginn fullorðinn skyldi nokkru sinni vita af þeirri svaðilför okkar því svo nærri komumst við þar dauðanum á flughálum efsta stallinum, bæði á uppleiðinni og niðurleiðinni, að við vissum að þar höfðum við storkað örlögunum einum of og algjör óþarfi að gera meira mál úr því. Nú skrifaði pabbi þinn sögur og ég man eftir barnabók eftir hann þar sem Össi, Bassi og Villi lentu í ævintýrum. Hvernig þótti ungum manni að vera söguhetja þá? -Þegar pabbi skrifaði litlu bækurnar um Sílaveiðina og Skóladaga þá man ég að ég var ekki alveg sáttur við að nöfnin sem hann gaf söguhetjunum því mínir vinir voru þá mestir og bestir, Jóhann Friðriks. og Bjarni Egils. Hann sagði mér hins vegar að ég yrði að fyrirgefa honum það að Össi, Bassi og Villi hljómaði betur í sögunni en Össi, Bjarni og Jóhann. Ég játti því enda vorum við pabbi afskaplega

nánir og ég sætti mig við þetta sem og önnur skáldaleyfi hans og pabba er tileinkuð mín fyrsta bók: Af kynjum og víddum ... og loftbólum andans. Varstu ungur farinn að semja ljóð? -Eiginlega var ég sem krakki alltaf að skrifa eitthvað á litla miða sem týndust mér svo. Maður var strax sem barn alæta á stórt bókasafn pabba og las þar flest spjaldanna á milli. En svo snerist hugurinn jafnvel enn meira til myndlistar og jafnvel til þess að blása í allra gerða blokkflautur og gamlan saxafón sem ég fann uppi á háalofti heima á Hólavegi 8 og sem annar hvor eldri bræðra minna hafði keypt vel notaðan af þeim mikla listamanni Hauki Þorsteins. Manstu eftir fyrsta ljóðinu eða vísunni? -Fyrsta ljóðið var á miða sem ég týndi fyrir löngu. Það segir í bókarkynningu að í kjölfar hrunsins haustið 2008 hafi ljóðaskrif hafist af fullum krafti. Hvernig stendur á því? -Ég er arkitekt og hafði starfað sem slíkur alveg frá því ég lauk námi snemma árs 1986. Eins og flestir vita þá hefur lítið sem ekkert verið að gera hjá flestum arkitektum eftir hrunið haustið 2008. Ég er einyrki og því vanur

Frá æskuárum. F.v. Jóhann Friðriksson, Ingimundur Guðjónsson og Pétur Örn en í sófanum situr Margeir Friðriksson á milli tvíburanna Ingibjargar og Sigurðar Guðjónsbarna.

að reyna með öllum ráðum að bjarga mér á eigin spýtur og enda þótt mörgum finnist það skrýtið að byrja þá að skrifa aftur ljóð af fullum krafti þá finnst mér það jafn skrýtið að menn reyni ekki að nýta hæfileika sína á þeim sviðum sem þeir telja sig hafa eitthvað að gefa öðrum af sjálfum sér til andans og vitsins ... vonandi. Ég er ekki hættur sem arkitekt en mín von er sú að ég geti samhliða gefið ljóðrænunni aukið vægi í lífi mínu. Karl Ólafsson læknir, Kalli á spítalanum, styrkti útgáfu minnar fyrstu bókar og fyrir það er ég honum mjög þakklátur. Mér hefði ekki tekist að koma bókinni út án tilstyrks hans. Enda ættu allir að geta ímyndað sér það að maður sem

hefur skrifað nú nær samfellt í fimm ár, án nokkurra styrkja eða launa, eigi varla fyrir bótinni á buxurnar hvað þá að leggja út fyrir öðrum kostnaði. Hvað gerðir þú í tilefni útgáfu bókarinnar? -Kalli blés til hófs að Hannesarholti og ég las upp úr bókinni fyrir um fimmtíu manns sem þangað mættu. Það var mér mjög gefandi að finna hvað margir hugsuðu þar hlýtt til mín. Nokkrir gamlir eðalKróksarar og aðrir góðir vinir, frændfólk og velunnarar. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Gamli Krókurinn mun alltaf verða geirnegldur í hjarta mitt og minni. Vegurinn að heiman er vegurinn heim.

27


28

2 01 3 Sigríður K. Þorgrímsdóttir tekur þátt í jólabókaflóðinu

Alla mína stelpuspilatíð

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatnssveit, nú búsett á Króknum, tekur þátt í Páll Friðriksson bókaflóðinu ógurlega með sögu sem hún nefnir Alla mína stelpuspilatíð. Sigríður á ekki langt að sækja rithæfileika sína en foreldrar hennar voru þau Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur og Þorgrímur Starri Björgvinsson, landsþekktur hagyrðingur og bóndi í Garði. Feykir hafði samband við Sigríði og forvitnaðist um bókina og tengsl hennar við Skagafjörðinn. VIÐTAL

Alltaf stutt í húmorinn hjá Sigríði. Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson.

Ég skal ekki segja hvernig sú hugmynd þróaðist að skrifa þessa bók. Mig langaði að skrifa um eigið líf út frá þekkingu minni á sögu og á jafnréttismálum. Skoða sjálfa mig sem fyrirbæri í sögunni. Um leið og ég gæti þannig sagt frá eigin lífi þá myndi ég fjalla um ættarsöguna sem hefur frá unga aldri verið áhugamál mitt. Og komið frá mér þekkingu um sögu og málefni kynjanna sem ég hef viðað að mér í háskólanámi og lestri undangenginna ára. Þessa þætti langaði mig að vefa saman í einn þráð. Þegar ég fór að vinna með Silju Aðalsteinsdóttur hjá Máli og menningu varð áherslan smám saman þyngri á persónusöguna. Sigríður segir að hvatinn að skrifunum hafi líklega verið sá að afkomendur hennar gætu fræðst um hana, um ættir hennar og þeirra og kannski að rétta svolítið hlut sumra kvenna í ættarsögunni, eða að koma þeim á blað yfirleitt. -Mig langaði alls ekki að skrifa hefðbundna ævisögu þar sem ég tryði

lesendum fyrir lífi mínu í blíðu og stríðu. „Enginn er eyland“ og um leið og fólk segir frá t.d. erfiðum atvikum í lífinu þá upplýsir það þætti sem snerta líka annað fólk. Mér finnst spurning hvort ég get leyft mér slíkt. Vissulega fjalla ég um erfiða atburði í eigin lífi í þessari bók, en ég reyni að gera það á þann hátt að það særi engan. Stundum nafngreini ég ekki fólk því áherslan er á atvikið sjálft, ekki persónuna sem lék á móti mér. Þannig lít ég líka á þessa sögu sem eigin þroskasögu sem ég flétta saman við söguna í víðara samhengi. Að sögn Sigríðar er sagan Alla mína stelpuspilatíð talsvert skagfirsk. Um eða upp úr miðri 19. öld settust að á Mælifelli sr. Jón Sveinsson, sonur Sveins Pálssonar landlæknis, og Hólmfríður Jónsdóttir úr Reykjahlíð, dóttir sr. Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar. -Jón var prestur á Mælifelli til dauðadags ef ég man rétt. Þessi ágætu hjón voru langa-langafi og –amma mín. Valgerður dóttir þeirra giftist

Þorgrími Bjarnasyni á Starrastöðum og Þorgrímur Starri faðir minn hét í höfuðið á bænum, þótt mamma hans væri ekki uppalin þar. Stefanía föðuramma hafði mætur á skagfirsku rótunum sínum. Ég á sem sagt ættingja í Lýtingsstaðahreppi og ver mitt ágæta frændfólk með kjafti og klóm ef á þarf að halda, segir Sigríður sem fannst vel við hæfi að dóttir hennar, fædd á Króknum, fengi nafnið Valgerður, þar sem nú var afkomandi Valgerðar á Starrastöðum kominn aftur á svæðið.

Húmor er vanmetin auðlind -Og úr því ég er að ræða tengingar við Skagafjörð þá má ekki gleyma því að þessi bók er skrifuð hér. Ég hef auðvitað aðeins frítíma minn til slíkrar iðju, annars er ég í fullu starfi á Byggðastofnun og það útheimtir miklar fjarvistir. En í frístundum skrifaði ég og þegar ég þurfti að hugsa fór ég í fjöruna. Við Króksarar eigum þessa ótrúlegu náttúruperlu, fjöruna og ólgandi hafið með útsýn á eyjarnar fögru. Enginn staður er jafn vel fallinn til íhugunar. Þar má æða um og tala upphátt við sjálfan sig við undirspil brimsins. Hönnuður kápunnar heitir Jón Ásgeir Hreinsson og er snillingur að mati Sigríðar og segir hún að kápan sé einstaklega falleg og margir hafi nefnt það við sig. -Umhverfið sem er bakvið myndina er reyndar sótt í mína heimasveit, Mývatnssveitina. En þegar ég fékk útlitstillöguna senda í tölvupósti og sá hana í símanum mínum var ég á leið í fjallgöngu á Glóðafeyki. Svo mér dettur gjarnan Glóðafeykir í hug þegar ég horfi á þessa kápumynd. Þannig tengjast mínar tvær heimabyggðir, eins og ég tengist þeim margföldum böndum. Sigríður segist hafa verið sískrifandi lengst af, starfað sem blaðamaður,

skrifað í gegnum framhaldsskóla og háskóla. Hún segir að þótt þetta sé e.t.v. hennar fyrsta bók sem vekur athygli, þá hefur hún skrifað fleiri bækur og bókarhluta. Fyrsta bókin fjallaði um sögu garðyrkjunnar á Íslandi og sögu Félags garðyrkjumanna. Sú bók var gefin út í litlu upplagi og ekki seld í bókabúðum. Þá gaf Nýja bókafélagið út eftir hana kennslukver um upplýsingaöldina, þ.e. þá átjándu. -Loks má nefna að ég átti hálft bindi af Sögu Stjórnarráðsins og það er mikið rit svo þetta er ekki lítið. Þess utan hef ég skrifað margar blaða- og tímaritsgreinar, ritstýrt bókum og ekki má gleyma öllum skýrslunum sem ég hef skrifað á mínum 10 ára starfsferli á Byggðastofnun. Kannski er sumt af þessu lesefni til að sofna yfir, en ég reyni þó að vera aldrei leiðinlegur penni, segir Sigríður og bæti við að húmor sé reyndar vanmetin auðlind. Hún beitir honum óspart í þessari nýútkomnu bók en lætur gamanið samt aldrei yfirskyggja efnið. -Pabbi minn var þekktur hagyrðingur og húmoristi og skemmti oft á samkomum. Ég hef stundum fengið að vera fyndin á samkomum í góðum hópi í heimabyggð á Króknum og veit fátt skemmtilegra. Því fer þó fjarri að ég fari með eintóm gamanmál í bókinni minni enda fylgir öllu gamni nokkur alvara. Rauður þráður er samt sá að konan sem bókin fjallar um, þ.e. ég, sé ekki að líta um öxl í reiði eða biturleika, heldur með skilningi og umburðarlyndi. Líka með gleði og húmor. Bókinni hefur verið tekið feykilega vel og hafa móttökurnar komið Sigríði ánægjulega á óvart og gagnrýnin hefur verið jákvæð enda segir Sigríður að fjölmargir hafi sett sig í samband við sig og viljað ræða efni bókarinnar. -Sumir segjast hafa hlegið og grátið til skiptis. Er hægt að biðja um meira?, spyr Sigríður að lokum.

Óskum viðskiptavinum og íbúum Norðurlands vestra gleðilegrar jólahátíðar og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða


2 01 3

glettur

Úr Skagfirskum skemmtisögum 3 Ragnar Arnalds, þá þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra, brá sér skömmu fyrir kosningar á skíði á gamla skíðasvæðinu í Tindastóli. Þegar hann kom niður brekkuna fannst heimamönnum Ragnar standa æði gleitt á skíðunum. Hafði Binni Júlla orð á því við Hrein Sigurðsson, einn helsta stuðningsmann Ragnars, að hann undraðist að svo vanur maður skíðaði með þessum hætti. „Þú skilur þetta ekki Binni,“ sagði Hreinsi, „hann er að reyna að ná til sem flestra!“

----Jón Eiríksson á Fagranesi á Reykjaströnd, oft nefndur Drangeyjarjarl, hefur farið með margan ferðamanninn út í Drangey og seig hann þar einnig eftir eggjum til fjölda ára. Hann var eitt sinn að segja hópi ferðamanna frá þeirri tilurð eyjarinnar að tröllahjón hefðu þurft að leiða kú undir tarf og orðið svo sein fyrir að sól reis og urðu þau fyrir vikið að steini. Þegar Jón hafði sagt frá þessu heyrðist úr hópnum: „Hvaða ár heldurðu að þetta hafi verið?“

HAH HA A

Tilvalið í jólapakkann!

GlæsileGt tilboð á

Engla alhEimsins

eðA

laddi lEngir lífið

ásAmt GistinGu á Hótel KeA bókaðu í síma 460 2000 NáNari upplýsiNgar á www.meNNiNgarhus.is

Leikföng

fyrir verðandi bændur og lengra komna

Kveikt á jólatré sunnudaginn 1. desember kl. 16:00

við Félagsheimilið Hvammstanga og von er á jólasveinum, Jólamarkaðurinn verður haldinn sunnudaginn 1. desember nk. kl. 11:00-17:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Upplifum jólastemmingu saman!

Húnaþing vestra

29


30

2 01 3

Bifreiða- og búvélaverkstæði

Almennar viðgerðir, réttingar, varahluta- og hjólbarðasala

Rækjan frá Dögun er hátíðarmatur

Eigum til á lager hin frábæru COOPER vetrardekk ásamt fleiri tegundum! Getum útvegað varahluti í flestar gerðir véla. Erum að þjónusta fyrir Vélfang, Kraftvélar og Vélaborg - landbúnað. Þjónustum: Bílabúð Benna Suzuki Ísland og Askja

Gleðileg jól

Rækjuvinnsla, Hesteyri 1, Skr. - s: 453 5923

og farsælt komandi ár PARDUS : Hofsósi : & 453 7380 / 893-2881 : Fax 453 7382 : Netfang pardus@pardusehf

Gæði - Ferskleiki - Hollusta

Áskaffi verður opið alla sunnudaga fram að jólum frá kl. 12-17

Hin sígrænu jólatré skátahreyfingarinnar Eilífsbúa verða til sýnis og sölu í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki.

Hangikjöt í hádeginu :: Kaffihlaðborð

Rökkurganga

Starfsfólk safnsins býður upp á rökkurgöngu í gamla bæinn 8., 15. og 22. des. kl. 15:30

Jólatréin fást í mörgum stærðum og gerðum. Skátafélagið Eilífsbúar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Verið velkomin til okkar á aðventunni, Áskaffi og Byggðasafn Skagfirðinga


2 01 3 Spurt og svarað

Hvenær koma jólin? Það er jafn Kristín S. Einarsdóttir misjafnt og við erum mörg hvað kemur okkur í jólaskap, eins og stutt könnun á fésbókinni skömmu fyrir aðventuna leiddi í ljós.

Birna Jónsdóttir

SAMANTEKT

Sauðárkróki „Þegar hangikjötið sýður á Þorláksmessu, jólaljósin, skreytingar og jólakortin fara að streyma inn um lúguna og ekki má gleyma öllum jólaundirbúningnum sem kemur manni í jólagírinn. Ég er svo mikið jólabarn.“

María Þ. Númadóttir

Molastöðum í Fljótum „Jólin koma hjá mér þegar ég fer í aðventumessu/kvöld hjá krökkunum í Barðskirkju og svo koma þau endanlega þegar ég fer til Sigrúnar á Skeiðsfossi í skötu á Þorláksmessudag.“

Skagaströnd „Þegar ég skrifa og föndra jólakortin við kertaljós,jólalög og kósíheit... annars er ég bara alltaf í jólaskapi.“

Sigríður Ólafsdóttir,

Víðidalstungu í Vestur-Hún „Ég kemst í jólaskap þegar fengitíminn byrjar!“

er gefin út af Sögufélagi Skagfir›inga Tilboð

55.000

Allar bækurnar SEX FYRiR AllAR sex fást í bÆKURNAR tilbo›spakka á kr. 55.000.

kr.

Skeiðsfossi í Fljótum „Eftir prófastress hefst strax jólastress. Það varir svo þangað til ég er búin að kaupa og pakka gjöfunum til minna nánustu, þá víkur jólastress fyrir alvöru jólaskapi.

Þeir sem grei›a fyrirfram fá bækurnar sendar bur›argjaldsfrítt. Annars leggst vi› bur›argjald. Þeir sem kaupa nýju bókina fá eldri bindi með 20% afslætti. Kennitala Sögufélagsins er: 640269-4649 Bankareikningur: 0310 - 26 - 11011

Skipta má greiðslum með vaxtalausum greiðslusamningi við útgáfuna Fyrsta bindið um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kostar kr. 8.000

Annað bindið um Staðarhrepp og Seyluhrepp kostar kr. 11.000

Þriðja bindið um Lýtingsstaðahrepp kostar kr. 12.000

Fjórða bindið um Akrahrepp kostar kr. 14.000

Fimmta bindið um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kostar kr. 15.000

Sjötta bindið um Hólahrepp kostar kr. 15.000

Safnahúsinu 550 Sau›árkróki Sími 453 6640 Netfang: saga@skagafjordur.is http://sogufelag.skagafjordur.is

Freyja Rós Ásdísardóttir

Sauðárkróki „Ég kemst í jólaskap þegar að eiginmaðurinn kemur heim af sjónum, oftast í kringum 18. des. Þá mega jólin koma.“

Hlýjar og vandaðar vörur frá 66°Norður Frábært í jólapakkann

Ofangreint ver› er félagsmannaver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni.

Ásdís Ýr Arnardóttir

Hæli í Húnavatnshreppi „Ég kemst í jólaskap þegar aðventuljósið logar í glugganum og ég á smákökur til að japla á með heitu súkkulaði. Svo skemmir ekki fyrir ef það snjóar sæmilega á aðventunni, því meiri snjór því notalegra.“

Katrín Sigmundsdóttir

Bygg›asaga Skagafjar›ar Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6640 eða 453 6261. Einnig má senda tölvupóst á netfang Sögufélagsins, saga@skagafjordur.is

Dagný Marín Sigmarsdóttir

s: 455 4610 - Sauðárkróki

31


32

2 01 3

Gleðileg jól

HVAÐ ER WHIPPED CREAM?

og farselt komandi ár

NÝR

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. RAKAGEFANDI FARÐI

HÁLF MÖTT ÁFERÐ - ÞEKUR FULLKOMLEGA

Borgartún 6b Sími 453 6474 Dekk eru okkar fag

FORÐIST FARÐA SEM ÞURRKA HÚÐINA

IFINDAM OASIS YOUR GLAMOUR STATEMENT AT MAXFACTOR.COM

Óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Selma & Tómas Hótel Tindastóll, Sólarborg,Ragnarsdóttir Mikligarður Guðbjörg www.tindastoll.com / www.mikligardur.is Manager Sími 453 5002 / 453 6880  897 0832

Guðbjörg Ragnarsdóttir Manager

 897 0832 Design and Printing: NÝPRENT Sauðárkrókur

Design and Printing: NÝPRENT Sauðárkrókur

sets • Alarm Clock Room TV Amenities

TV sets •ADSL Alarm • Clock Telephone Mini Bar • Desk • Hair Dryer • Trousers Press ADSL • Telephone

Design and Printing: NÝPRENT Sauðárkrókur

TV sets • Alarm Clock

Room Amenities

Design and Printing: NÝPRENT Sauðárkrókur

Við tendrum ljós Room Amenities

Room Amenities Mini Bar • Desk • Hair Dryer • Trousers Press

Lindagata 3, IS-550 Sauðárkrókur Iceland Tel: +354 453 5002 • Fax: +354 453 5388 E-mail: sml@simnet.is • www.hoteltindastoll.com

Lindagata 3, IS-550 Sauðárkrókur Iceland Tel: +354 453 5002 • Fax: +354 453 5388 E-mail: sml@simnet.is • www.hoteltindastoll.com

Mini Bar • Desk Press Amenities Property TV sets • Alarm Clock• Hair Dryer • Trousers ADSL Mini Bar• Telephone • Desk • Hair Dryer • Trousers Press Amenities Property - Business services available (fax, copies, etc.) ADSL • Telephone - Business services available (fax, copies, etc.) - Bar-Restaurant “Jarlsstofa” - Bar-Restaurant “Jarlsstofa” Breakfast - Complimentary Property Amenities - Complimentary Breakfast Property Amenities Hotel Parking – Free -- Business services available (fax, copies, etc.) Business services available (fax, copies, etc.) - Hotel Parking – Free - Laundry -- Bar-Restaurant “Jarlsstofa” - Laundry Service Service Bar-Restaurant “Jarlsstofa” - Meeting- Facilities Meeting Facilities Complimentary Breakfast -- Complimentary Breakfast - Room Service Hotel Parking – Free - Room Service - Hotel Parking – Free Wake Up Call Up Call Laundry Service - Wake -- Laundry Service - Meeting Facilities -- Meeting Facilities Room Service Hotel Information: -- Room Service Wake Up Call Looking forward for your next Hotel Information: - Rating: 3 Stars - Wake Up Call - Cancellation Policy: 48 hours Looking forward for your next arrival at Hotel Tindastóll - Rating: 3 Stars - Check -InCancellation Time - 15:00 PM Hotel Information: Policy: 48 hours arrival at Hotel Tindastóll - Check Out Time - 12:00 PM Looking forward for your next - Rating: 3 Stars Check In Time 15:00 PM Hotel Information: - Fax and Internet Services - Cancellation Policy: 48 hours arrival at Hotel Tindastóll Guðbjörg & Ágúst Andrésson Looking forward forRagnarsdóttir your next - Check Time - 12:00 -- Rating: Stars - Minimum Rental Out Age Requirement: 18 PM Check In3Time - 15:00 PM Managers - Fax Staff and Internet Services -- Cancellation Check Out TimePolicy: - 12:0048 PMhours - Multi-lingual arrival at Hotel Tindastóll Guðbjörg Ragnarsdóttir & Ágúst Andrésson Fax andIn Internet - Minimum Rental Age Requirement: 18 -- Check TimeServices - 15:00 PM Guðbjörg Ragnarsdóttir & Ágúst Andrésson Managers Minimum Rental Age- Requirement: Cancellation -- Check Out Time 12:00 PM 18 - Multi-lingual StaffPolicy “ Where the past Managers Bookings are subject to a 1000 ÍSK fee for any Multi-lingual Staff -- Fax and Internet Services CANCELLATION/CHANGE. If cancellation occursGuðbjörg within the Ragnarsdóttir &meets Ágúst Andrésson the present" Cancellation Policy period, Cancellation a one-night charge will Policy be assessed. - Minimum Rental Age Requirement: 18 “ Where the past Cancellation Policy “ Where the past Managers “ Where the past meets the present" Bookings are subject to a 1000 ÍSK fee for any - Multi-lingual Staff to a 1000 ÍSK fee for any Bookings are subject CANCELLATION/CHANGE. If cancellation occurs within the CANCELLATION/CHANGE. If cancellation within the meets theoccurs present" meets the present" Lindargata 3, IS-550 Sauðárkrókur Iceland. Cancellation Policy period, a one-night charge willCancellation be assessed. Policy period, a one-night charge will be assessed.

Föstudaginn 28. nóvember kl. 17:00 munum við kveikja ljósin á jólatrénu á Hnappstaðatúni.

“ Where the past Heyrst hefur hvíslað að jólasveinarnir meets the present" verði komnir á kreik og láti jafnvel sjá sig! Cancellation Policy

Bookings are subject to a 1000 ÍSK fee for any CANCELLATION/CHANGE. If cancellation occurs within the Cancellation Policy period, a one-night charge will be assessed. htbaekl08.indd 1

htbaekl08.indd 1

ehf.

Borgarmýri 1, Sauðárkróki og Oddagötu 22, Skagaströnd

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári Þökkum viðskiptin Lindargata 3, IS-550 Sauðárkrókur Iceland.

Tel: +354 453 50 02; Fax +354 453“53 88 “ Where the past meets the present" Where the past meets the present"

E-mail: sml@simnet.is - www.hoteltindastoll.com Lindargata 3, IS-550 Sauðárkrókur Iceland. Tel: +354 453 50 02; Fax +354 453 53 88 Tel: +354 “ Where the past meets the present" E-mail: sml@simnet.is - www.hoteltindastoll.com 3/28/08 453 4:38:35 50 PM 02; Fax +354 453 53 88

htbaekl08.indd 1

htbaekl08.indd 1

E-mail: sml@simnet.is - www.hoteltindastoll.com Lindargata 3, IS-550 Sauðárkrókur Iceland. 3/28/08 4:38:35 PM Tel: +354 453 50 02; Fax +354 453 53 88 E-mail: sml@simnet.is - www.hoteltindastoll.com 3/28/08

3/28/08 4:38:35 PM

Sveitarfélagið Skagaströnd

4:38:35 PM


2 01 3 Halldór og Hildur á Ríp kokka

Vinsælu súkkulaðihlunkarnir

Hildur Þóra Magnúsdóttir og Halldór B. Gunnlaugsson á Ríp í Hegranesi í Skagafirði eru matgæðingar vikunnar. -Sú uppskrift sem farið hefur hvað víðast frá okkur hjónum er uppskriftin hans Halldórs af súkkulaðihlunkum sem flestir þeir sem okkur heimsækja á Ríp þekkja svo vel. Þetta eru stórar súkkulaðibitasmákökur sem líkjast einna helst subway kökum. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR

Kristín S. Einarsdóttir

Þar sem nú fer að styttast í hátíðirnar langar okkur einnig að deila með ykkur uppskrift af humarsúpu sem elduð hefur verið í Hildar fjölskyldu í áraraðir en hún kemur upphaflega frá Eika frænda Hildar (Eiríki Friðrikssyni matreiðslumanni) en hann vann súpukeppni Hugly með þessari súpu 1987 og þykir okkur hún svo góð að hún er alltaf elduð hjá okkur kringum hátíðirnar, oftast á gamlárskvöld,“ segja þau Hildur og Halldór á Ríp. SMÁKÖKUR

Súkkulaðihlunkar Halldórs 250 gr smjör

300 gr púðursykur 2 egg 1 ½ tsk vanilludropar 1 tsk matarsódi 1 tsk salt 2 bollar hveiti 300 gr súkkulaði Aðferð: Bræðið smjör. Bætið svo púðursykri út í smjörið og hrærið saman. Eggjum bætt við og hrært. Vanilludropum bætt út í og hrært. Að lokum eru þurrefnin sett saman við og hrært. Í lokin er svo allt súkkulaðið saxað og sett út í og hrært saman við. Svo er þetta sett á bökunarplötu, á smjörpappír. Notið u.þ.b. kúfaða matskeið í hverja köku (þær fletjast svo út og jafna

sig í ofninum). Stundum getur verið gaman að setja M og M í kökurnar, sérstaklega ef börn eru væntanleg að matarborðinu. VERÐLAUNASÚPA

Humarsúpan hans Eika frænda ½ bolli laukur ½ bolli sveppir ½ bolli paprika (gul)

½ bolli fennel ½ bolli sellerý 4 hvítlauksgeirar 50 gr smjör 1 krukka sweet& sour (svona hrein og án grænmetis) 1 msk. tómatpuree 1 dl hvítvín Slatti karrý (2-3msk eða meira) Slatti Piccanta eða Aromat (2-4 msk eftir smekk)

Hildur og Halldór á brúðkaupsdaginn í sumar.

smáfuglunum Opið í Þreksport yfir hátíðirnar Þriðjudagur 24. des opið frá 06:00-12:00 Miðvikudagur 25. des LOKAÐ Fimmtudagur 26. des opið frá 09:00-13:00 Þriðjudagur 31. des opið frá 06:00-12:00 Miðvikudagur 1. Jan LOKAÐ Hefðbundinn opnunartími aðra daga

Jólagjöfina færðu í Þreksport · Under Armor íþróttafatnaður · Craft íþróttafatnaður · Gjafabréf í ræktina – Líkamsræktarkort · Gjafakort í áskrift að Metabolic · Gjafabréf í einkaþjálfun · Gjafabréf í fjarþjálfun · Gjafabréf í ljós - Ljósakort

Jólakveð ja

Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári Fylgist með okkur á Facebook

Aðferð: Allt grænmetið saxað smátt(í mjög litla teninga), laukurinn mýktur í smjörinu og síðan öllu hinu grænmetinu blandað saman við ásamt karrý. Tómatpuree, sweet&sour og hvítvíni bætt út í ásamt Hugly kryddinu og látið malla smá stund. Ég set gjarnan smá vatn líka. Loks er rjóminn og mjólkin sett út í, súpan hituð að suðu, humrinum/hörpuskelinni/rækjunum bætt út í. Súpan á ekki að sjóða eftir að sjávarfanginu hefur verið bætt út í. Súpan er svo borin fram með góðu brauði og hvítvíni, gjarnan í góðra vina hópi. Verði ykkur að góðu.

Munum eftir

Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og þökkum viðskiptin á árinu.

1 líter rjómi 1 lítri mjólk (jafnvel meira, smakkist til og metist). Humar/hörpuskel/rækjur eftir smekk

Líkamsræktarstöð og sólbaðsstofa.

Aðalgötu 20b - Sími: 453 6363 - threksport@threksport.is - www.threksport.is

JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.

33


34

2 01 3 Ingibjörg K. Jónsdóttir frá Óslandi, kennari við menntunardeild háskólans í Hamar, Noregi skrifaði í 33. tbl. Feykis um barnaskóla í Óslandshlíð. Þessi grein sem nú kemur frá Ingibjörgu er nokkurs konar framhald af þeirri grein og fjallar um jól og barnaböllin sem allt fram á okkar daga hafa verið haldin í Hlíðarhúsinu sem var reist og vígt árið 1925. Gefum Ingibjörgu orðið.

Ingibjörg K. Jónsdóttir rifjar upp gamla jólastemningu

Barnaböllin í Hlíðarhúsinu Í framhaldi af áður skrifaðri grein langar mig að segja ykkur meira frá samfélaginu í Óslandshlíð þegar ég var barn. Aldrei verður fullþakkað það uppeldi sem ég fékk á þeim árum. Í nútíma samfélagi horfum við oft á það sem miður hefur farið. Mig langar að segja frá minni reynslu af því sem var jákvætt og gott. Fyrstu minningar mínar úr sveitinni minni eru jólin og barnaböllin á Hlíðarhúsinu. Þvílík gleði og hamingja þegar við söfnuðumst öll saman kringum jólatréð í salnum uppi á Hlíðarhúsinu. Þegar við komum inn var stóra, stóra jólatréð skreytt með pokum og skrauti sem gekk í arf í margar kynslóðir. Við börnin veltum því ekkert sérstaklega fyrir okkur að kannski hafði mamma og jafnvel amma horft sömu undrunaraugum á þetta stórkostlega skraut, og fínt var það. Óslandshlíð er sveit við austanverðan Skagafjörð. Þessi litla sveit hélt uppi miklu

félagslífi um áraraðir, eða í áratugi. Sleitustaðafólkið kom alltaf á barnaböllin og setti mikinn svip á þau í minni barnæsku. Það er stórkostlegt að minnast þeirra Sleitustaðasystra sem stjórnuðu söng af miklum myndarskap. Barnaböllin voru hátið sem margar kynslóðir muna eftir. Mér er minnisstætt þegar ég bauð Þóri frænda mínum Friðrikssyni til veislu í tilefni doktorsgráðu minnar sumarið 2012 og sagði honum að við Margrét frænka mín hefðum oft rætt að það væri við hæfi að halda upp á slíkt í gamla barnaskólanum í hlíðinni. "Já", sagði Þórir frændi", það er alveg satt, Hlíðarhúsið er alveg sérstakt og þá eru það ekki síst barnaböllin sem ég man eftir". Þórir frændi minn hafði rétt fyrir sér, barnaböllin voru einstök á Hlíðarhúsinu. Þau vissu bæði Margrét frænka og Þórir frændi hvað Hlíðarhúsið þýddi fyrir okkur hlíðunga. Jólin voru stórkostleg og við systkinin á Óslandi

Alnöfnur við jólatréð. Ásta Ólöf Jónsdóttir frá Óslandi sýnir barnabarni sínu jólakúlu sem minnir á fyrri daga. Mynd í eigu Ástu.

biðum spennt á aðfangadag eftir að jólin bönkuðu upp á. Við vorum alveg viss um að jólin kæmu ofan úr fjallinu fyrir ofan bæinn, einhvers staðar úr Brekkukotsgilinu, og pössuðum upp á að bærinn væri örugglega opinn svo þau kæmust inn seinni part dags. Ég og systkini mín munum vel hvað það var mikilvægt

að útidyrnar, sem snéru í austur móti fjallinu, væru nú örugglega opnar þegar fór að halla í sex á aðfangadag. Ég man aldrei eftir öðru en blessuð jólin kæmu alltaf og ævinlega á hverju ári í Óslandsbæinn. Barnaböllin voru haldin einu sinni á ári á Hlíðarhúsinu milli jóla og nýárs og þetta var aðal viðburðurinn á þeim

Fram, fram fylking. Jólaböll nútímans hafa líkt yfirbragð og gerðist áður fyrr og leikirnir þeir sömu. Mynd í eigu Ástu Ólafar.

árum. Öll börn fengu pakka upp úr pokum jólasveinanna með nafni og heimilisfangi. Í pakkanum var kremkex og fleira smágott, og nafn og heimilisfang var skrifað á pakkann þeim megin sem kremkexið var. Alltaf var passað upp á að það væru nokkrir ómerktir pakkar ef það kæmu börn sem ekki var vitað um fyrir fram. Mér eru minnisstæð jólin 1962 að óskírður Jónsson Óslandi fékk pakka sem ég held að hann hafi lítið skipt sér af, en ég passaði upp á að væri settur í vögguna hans þegar heim var komið. Drengurinn sem fæddist 16. desember 1962 fékk seinna nafnið Guðmundur og er núna bóndi á Óslandi. Núverandi Óslandsbóndi gerði eins og fyrirennarar hans í margar kynslóðir, hann treysti eldri systkinum sínum fyrir ýmsu eins og m.a. því að gera

Aðventutónleikar

Aðventutónleikar Skagfirska Kammerkórsins og Kirkjukórs Hóladómkirkju í Hóladómkirkju kl.20:30 miðvikudagskvöldið 11. desember. Sigríður Þorgrímsdóttir flytur hugvekju kvöldsins.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í notalega jólastemmingu. AÐGANGUR ÓKEYPIS

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum góða þátttöku í ferðum sumarsins og viðburðadeginum þann 17. ágúst. Á STURLUNGASLÓÐ Í SKAGAFIRÐI


2 01 3

Frá barnaballi 1967 en á myndinni má þekkja Ingibjörgu, þá er ritar söguna, Ásgrím Halldórsson sem stendur á bak við jólasveininn en Eygló Jensdóttir stendur í forgrunni. Jólasveinninn sjálfur þykir líkjast Páli Marvinssyni sem bjó í Sandfelli. Myndin er í eigu Halldóru Magnúsdóttur frá Brekkukoti.

sér gott af góðgætinu úr pakka jólasveinanna. Barnaböllin voru skemmtileg og allir komu þangað. Stundum var ís á Kolku og þá var gengið yfir ána frá Kolkuósi. Á mínum æskuárum voru ekki börn í Kolkuósi, en heimilisfólkið lét sig ekki muna um að koma samt sem áður ef göngufæri var. Börn og fullorðnir skemmtu sér saman á þann hátt sem einstakt er að minnast. Við börnin

kunnum jólalögin og sungum þau hástöfum við undirspil Snorra í Ártúni sem mætti með harmonikkuna sína, en sálmana spilaði hann ekki undir. Harmonikkuundirspil þótti ekki passa við helgisöngva eins og "Heims um ból" og "Í Betlehem er barn oss fætt". Það spillti ekki gleðinni hjá okkur börnunum og ég man vel þegar Sleitustaðasystur stjórnuðu söng okkar "Göngum við í kringum einiberjarunn" og

enduðu á því að snúa því upp á Ósland og sungu "ég á heima á Óslandi, Óslandi, Óslandinu góða". Já, og þegar þeim datt í hug að kalla Margréti frænku í Ártúnum, Margréti á Óslandi. Mér fannst þetta þvílíkt hugmyndaflug. Kakólyktin og heimabökuðu smákökurnar eru með í minningunum. Þökk sé öllu því góða fólki sem stjórnaði og stóð á bak við barnaböllin á Hlíðarhúsinu í æsku minni, fyrir mína tíð og æ síðan. Ennþá skemmta börn og fullorðnir sér á Hlíðarhúsi milli jóla og nýárs. Þó börn sveitarinnar séu orðin fá, ef nokkur, koma afkomendur hlíðunga ennþá saman og dansa kringum jólatréð eins og alltaf hefur verið. Mér er nær að halda að góður nágranni Óslandsfjölskyldunnar, Loftur á Melstað, sé ættfaðir flestra þeirra. Það var dásamlegt þegar ég kom síðast á barnaball á Hlíðarhúsinu að fylgjast með þegar afi Loftur fór út fyrir hús að segja barnabörnunum til eins og afar og ömmur hafa gert í margar kynslóðir á Hlíðarhúsi sem og annars staðar. Vonandi á ég eftir að leiða mín ófæddu barnabörn framtíðarinnar kringum jólatréð á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð.

glettur

Úr Skagfirskum skemmtisögum 3 Á einu kórferðalagi Heimismanna var stoppað í Staðarskála. Jón Baldvin Hannibalsson var þar inni og Dúddi á Skörðugili tók hann tali. Þegar Jón var farinn undruðust kórfélagar þetta samtal og spurðu Dúdda hvort hann þekkti eitthvað Jón Baldvin. „Nei, en hann þekkti mig.“

„Hvað ertu að tala um?“ segir Gylfi undrandi. „Sérðu þetta ekki maður, mínir stafir sjást allir héðan úr kirkjugarði en þínir ekki neitt,“ segir Höddi. „Ég skal segja þér það, Höddi minn,“ segir Gylfi pollrólegur, „það er enginn bisness hérna uppi í kirkjugarði!“

-----

-----

Kaupmennirnir Hörður Ingimars og Gylfi Geiralds ráku um tíma verslanir hlið við hlið á Sæmundargötunni, Hörður með húsgagnaverslunina Hátún og Gylfi með tískuverslunina Spörtu. Einhverju sinni þegar rólegt var að gera tóku þeir bíltúr saman um bæinn og fóru m.a. upp á Nafir, stoppuðu á bílastæðinu við kirkjugarðinn og stigu út. Var þeim litið yfir Krókinn og hafði Hörður orð á því við Gylfa hve verslanir þeirra væru vel staðsettar á Sæmundargötunni. Hins vegar væri verslun hans, Hátún, miklu betur merkt, skiltið stórt og skilmerkilegt og sæist um langan veg, alla leiðina upp á Nafir. Það væri nú annað en Spörtu-skiltið sem væri ógreinilegt og stafirnir rynnu saman í eitt.

Árni Sæmundsson, vörubílstjóri á Brúnastöðum, var eitt sinn í mat í Haganesi í Fljótum hjá Jóni Kort og Guðlaugu Þuríði Márusdóttur, sem var kölluð Lauga. Fiskur með hamsatólg var á borðum og þá sagði Árni með sínum hætti: „Lauga mín, besta ýsa sem ég fæ er þorskur!“

HAH HA A

----Fyrir nokkrum árum voru þeir á sjóðheitri sólarströndu, félagarnir Halli í Enni og Hofsósingurinn Kristján Björn Snorrason. Lágu þeir á bakinu og létu sólargeislana leika um sig, og vissu því ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar menn frá Greenpeace komu á harðahlaupum eftir ströndinni og óðamála buðust þeir til að hjálpa þeim út í sjóinn aftur!

Grettistak v e i t i n g a r

Sæmundarhlíð 550 Sauðárkróki & 455 8060 / 864 2995 / 860 9800 eldhus@fnv.s Kt. 451001 2210 Bankareikn. 1125 - 26 - 2210

Jólahlaðborð Grettistaks í Hátíðarsal fjölbrautaskólans 30. nóv. og 7. des.

Jólin helgast af kærleika Gjafakort Hjá Fótspori Lovísu Kærleiksgjöf handa þeim sem þér þykir vænt um Munið Soft Feet fótakremið unaðslega

Gleðileg hátíð,

þakka frábær kynni, sjáumst hress Lovísa Jónsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur 896 0871

Glæsilegt jólahlaðborð með áherslu á forrétti og eftirrétti. Hráefni úr heimabyggð verður haft í hávegum. Fúsi Ben ogVordísin (Jóladísin) sjá um léttan tónlistarflutning. Fordrykkur Forréttir Aðalréttir

Parmaskinka með melónu. Spænsk Chorizo pylsa. Hrossacarpaccio með parmesan osti og furuhnetum. Grafið folaldafillet. Gafin Gæsabringa með vinagrettesósu. Villibráðarpaté með cumberlandsósu. Bleikju- og þorsk carpaccio með lime og chilly. Saltfisk- og linsu salat Miðjarðarhafsins. Saltfiskmousse með olivum og klettasalati. Bláberja- og vodkasíld. Glóaldinsíld. Jólasíld. Reyktur lax með mangó salsa. Grafin bleikja með sinnepssósu. Shusi og Shasimi. Lamba confit með þurrkuðum ávöxtum og portvíni. Brauð, sósur og annað meðlæti sem á við fylgir með forréttum.

Kalt hangikjöt frá K.S. með uppstúf. Gljáður hamborgarhryggur. Kalkúnabringa með appelsínusósu. Langtímaeldað lambalæri.

Meðlæti

Brúnaðar kartöflur, kartöflusalat, brúnkál,grænmeti, rauðkál, grænar baunir, rauðrófusalat og fleira sem tilheyrir.

Ábætisréttir

Jólagrautur með kirsuberjasósu. Ostaterta. Panna cotta. Creme brule. Súkkulaðiterta. Súkkulaðimousse. Ávaxtasalat. Sherry triffle. Hvít súkkulaðiterta.

Borðapantanir í símum: 455-8060 • 864-2995 (Jón Daníel) • 860-9800 (Eiður)

35


36

2 01 3

Anna Magnea í London þegar hún fór þangað á kökuskreytinganámskeið.

Anna Magnea Valdimarsdóttir kökuskreytingakona á Skagaströnd

Hef bakað síðan ég man eftir mér VIÐTAL

Kristín S. Einarsdóttir

Anna Magnea Valdimarsdóttir á Skagaströnd er mikil áhugakona um kökur og kökuskreytingar, svo mjög að hún hefur farið erlendis og náð sér í diploma í þeim fræðum. Síðastliðið sumar var Anna Magnea matgæðingur vikunnar í Feyki og deildi þá með lesendum dýrindis köku með sykurmassa, sem er hennar sérsvið. Það var því tilvalið að heyra í Önnu Magneu í jólaundirbúningnum og forvitnast betur um þennan mikla áhuga hennar, auk þess að fá hana til að deila með okkur einni uppskrift úr tilraunaeldhúsi sínu. Anna Magnea er fædd í Reykjavík en alin upp á Siglufirði. Hún segist þó hafa búið lengstan hluta ævinnar á Skagaströnd, þar sem hún starfar hjá Vinnumálastofnun. Hún er ógift og barnlaus. Auk baksturs og kökuskreytinga er Anna áhugamanneskja um handavinnu. „Ég hef alltaf prjónað og er nýfarin að læra að hekla, einnig sauma ég. Ég fór í Handverks- og

hússtjórnarskólann á Hallormsstað haustið 2006 og lærði þar grunninn í allflestri handavinnu. Prjónið er samt efst á lista, á eftir kökuskreytingunum,“ segir Anna Magnea.

Hvenær og hvernig kviknaði áhuginn á kökuskreytingum? „Ég hef verið að baka síðan ég man eftir mér og áður en ég man eftir mér, mamma var mjög dugleg að leyfa okkur að taka þátt í bakstrinum og var ég ekki gömul þegar ég var farin að baka sjálf, en mamma sá samt um að setja í ofninn,“ segir Anna Magnea. „Kökuskreytingaáhuginn kviknaði síðan vorið 2009 þegar besta vinkona mín var að halda uppá árs afmæli dóttur sinnar og var að skreyta kökuna með einhverju sem líktist leir og var hægt að lita í öllum regnbogans litum og gera ótrúlega hluti með. Þetta var í fyrsta skipti

sem ég kynntist sykurmassa. Þá var ekki aftursnúið og hef ég verið að leika mér með sykurmassann síðan,“ bætir hún við. Anna Magnea játar því að hún sé oft beðin um að baka fyrir ýmsar veislur. „Fyrstu skreyttu kökurnar mínar voru fyrir fermingaveislur systra minna en síðan þá hef ég bakað og skreytt kökur fyrir ýmis tilefni. Mér finnst líka skemmtilegast þegar fólk vill kökur sem eru ekki endilega hefðbundnar og er smá áskorun fyrir mig að útfæra eins og t.d. traktorskaka sem ég gerði fyrir mág minn,“ segir Anna. Á facebook síðunni hennar, www.facebook.com/ kokuhorn, má sjá flestar þær kökur sem hún hefur gert, og eru þær óneitanlega hver annarri glæsilegri. Hvað er þá skemmtilegast að baka? Mér finnst skemmtilegast að baka muffinskökur. Það er svo gaman að prufa sig áfram og gera ýmsar útgáfur af muffins og auðvelt að prufa ýmsar tegundir af kremi með mismunandi kökum og ef það virkar ekki þá er maður ekki búinn að eyða heilli stórri köku í prufuna og ef það virkar vel er ekkert mál að útfæra uppskriftina yfir í

stóra köku,“ útskýrir Anna Magnea. Uppáhaldsbakkelsið, varðandi bragðið, er hins vegar sítrónukaka með sítrónurjómaostakremi. „Hún er svo fersk á bragðið og svo eru sörur uppáhalds jólasmákökurnar mínar.“ Anna Magnea segist ekki „missa sig“ í jólabakstrinum. „Ég baka kannski sex tegundir og hefur það verið venja á mínu heimili að baka þær fyrripartinn í desember svo hægt sé að borða þær í desember. Sumar tegundir þarf að baka oftar en einu sinni í desember þar sem þær klárast og eru það oftast lakkrístopparnir sem fara fyrst.“ Aðspurð um hvort hún lumi á einhverjum góðum ráðum varðandi jólabaksturinn, segist Anna Magnea hafa eitt ráð sem eigi ekki endilega bara við um jólabaksturinn. „Gott ráð í sambandi við allan bakstur er að allt sé við stofuhita, þá blandast hlutirnir betur saman

og deigið verður jafnara.“ Þeir eru líklega ekki margir hérlendis sem státa af diplómu í kökuskreytingum en Anna Magnea hefur eina slíka og stefnir á áframhaldandi nám. „Ég fór til London í Knightsbridge PME school of cake decorating og tók þar námskeið í „Sugar paste module“ þar sem ég lærði að vinna með sykurmassa, allt frá því að hylja mismunandi lögun af kökum og búa til allskonar skraut úr massanum og fígúrur. Ég útskrifaðist úr skólanum með diplómu í sykurmassa. Ég lærði ótrúlega mikið á þessu námskeiði og hefur það nýst mér mjög vel, ég stefni á að fara aftur næsta sumar og læra þá ýmsa tækni til að búa til allar tegundir af blómum og nota það sem Bretar kalla Royal icing í skreytingar. Get ekki beðið eftir að læra meira enda er þetta eitthvað sem ég vil leggja fyrir mig og vonandi vinna við í framtíðinni,“ sagði Anna Magnea að lokum.

Sítrónukaka með rjómaostakremi Ég læt fylgja hér uppskrift af minni uppáhaldsköku, sem er sítrónukaka með rjómaostakremi. Hún er ótrúlega fersk og ekki með yfirgnæfandi sítrónubragði. Uppskriftina er bæði hægt að nota í bollakökur og venjulega köku með kremi á milli. Kakan: 2 ½ dl hveiti / 1 ½ dl sykur / 3 egg 120 gr mjúkt smjör / 1 tsk lyftiduft / 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar Börkur af einni sítrónu (geyma 2 msk í krem) (fínt rifinn, passa að fara ekki í hvíta partinn) Safi úr einni sítrónu (geyma 2 msk í krem) Krem: 200gr. rjómaostur / 100gr smjör 1,5-2 pakkar af flósykri / 2 msk af sítrónuberki 2 msk af sítrónusafa Kakan: Þeyta sykur og smjör saman þar til létt og ljóst, bæta einu eggi í einu út í og hræra vel á milli. Þurrefnum blandað saman og bætt úr í til skiptis við sítrónusafann og sítrónubörkinn. Sett í viðeigandi form, eftir því hvernig köku þú vilt fá. Bollakökur eru bakaðar í 15-18 mínútur (fer eftir ofnum) hringlaga kaka bökuð í 30-40 mín (fer eftir ofnum). Ef tannstöngli er stungið í kökuna og kemur hreinn upp er hún tilbúin. Látin kólna alveg áður en kremið er sett á. Krem: Rjómaostur og smjör þeytt vel saman 7-10 mínútur. Sítrónuberki og safa bætt úr í og flósykrinum bætt smátt og smátt út í þar til blandan er mjúk og slétt. Til að kremið sé gott í sprautupoka t.d. til að sprauta á bollakökurnar er bætt við meira af flórsykri þá verður kremið stífara og helst betur.

Anna Magnea í eldhúsinu.


2 01 3

Þú færð réttu...

Jólagjafagræjurnar hjá Tengli

Karlakórinn Heimir

óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar stuðninginn á liðnum árum

Þrettándahátíð Karlakórsins Heimis

í Menningarhúsinu Miðgarði, laugardaginn 4. janúar 2014 kl. 20:30

CANON PIXMA IP7250 Canon PIXMA iP7250 er hraðvirkur og vel hannaður ljósmyndaprentari með 5 aðskildum blekhylkjum, þráðlausri prentun og sjálfvirkri prentun beggja megin (Auto Duplex). Með notendavænu viðmóti ásamt hágæða og hraðvikri prentun skilar þessi prentari af sér framköllunargæðum fyrir heimilið. VERÐ: 19.900

Canon PIXMA MG4250 Canon PIXMA MG4250 er háþróaður fjölnota prentari með 2 hylkja FINE prentun, ljósritun, skönnun og sjálfvirkri prentun beggja megin (Auto Duplex). Með litaskjá sem hjálpar að velja þá virkni sem þú þarft, þráðlausri og hraðri prentun (u.þ.b 44 sek) gerir þetta fjölnotatæki að frábærum kosti fyrir heimilið.

VERÐ: 15.900

tes

Garðar Thor Cor

rðsson

Ari Jóhann Sigu

Pappír og blek n Stefán R. Gíslaso

Flott úrval af pappír og bleki í Canon prentara. Ekki verða uppiskroppa við jólakortagerðina!

on Thomas Higgers

Nú kemur til liðs við okkur hinn kunni tenórsöngvari Garðar Thor Cortes. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá, óperuaríur og sígild kórverk, íslensk og erlend.

Heyrnartól Sennheiser HD449 Sérlega glæsileg lokuð heyrnartól frá Sennheiser með góðum hljómburð og djúpum bassa, hönnuð til að loka á umhverfishljóð og ná fram hámarks hljómgæðum.

VERÐ: 16.990

NÝPRENT ehf.

Að venju verður svo dansleikur eftir tónleikana, þar sem dansað verður fram á nóttina. Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð.

Miðar fást í gjafaumbúðum, tilvalið í jólapakkann! USB Glingur Glæsilegt úrval af skemmtilegu dóti frá Satzuma sem er tilvalið í skóinn. VERÐ FRÁ 990 KR.

G R Æ J U B Ú Ð I N

www.heimir.is

Þ Í N

KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200

37


38

2 01 3

Ágætu Sauðárkróksbúar og nærsveitafólk!

Látt’ ekki bóndann fara í jólaköttinn!

Munið

eftir

jólatrésölu UMF Tindastóls Jólatrésalan verður í húsakynnum Timbursölunnar í Versluninni Eyri VELKOMIN

Úrval af fínum verkfærum á góðu verði!

JÓL 2013 Við óskum ykkur öllum

gleðilegra jóla og ánæjulegrar jólaföstu Með þökk fyrir árið sem er að líða Bestu jólakveðjur Siggi Doddi , Kristín og starfsfólk


2 01 3 Ragnar Jónasson með nýja bók í Norðurlandssyrpunni

Á ættir að rekja í Blöndudal og til Siglufjarðar Í október kom út hjá bókaforlaginu Veröld fjórða glæpasagan í Norðurlandssyrpu Ragnars Jónassonar um lögreglumanninn Ara Þór Arason. Bókin hefur fengið titilinn Andköf og er sjálfstætt framhald af fyrri bókum, Snjóblindu, Myrknætti og Rofi, en eins og greint hefur verið frá eru Saga Film og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari nú að vinna að þróun sjónvarpsþáttasyrpu eftir bókunum. Feykir setti sig í samband við rithöfundinn sem rekur ættir sínar á Siglufjörð og í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. VIÐTAL

Kristín S. Einarsdóttir

Bækurnar í syrpunni gerast allar fyrir norðan, sú fyrsta á Siglufirði, sú næsta í Skagafirði og á Siglufirði og sú þriðja einkum í Héðinsfirði. Sögusviðið að þessu sinni er Kálfshamarsvík og Kálfshamarsnes, rétt norðan við Skagaströnd, en þar stóð áður þorp sem nú er farið í eyði, (eins og fjallað var um í 43. tbl. Feykis). Á nesinu stendur einn af þekktustu vitum landsins, en Ragnar bætir við einu húsi

á nesið fyrir söguna og er það miðpunktur fléttunnar. En hvers vegna varð Norðurland fyrir valinu sem sögusvið bókanna, og nú Kálfshamarsvík? -Faðir minn ólst upp á Siglufirði og afi minn og amma bjuggu þar, Þ. Ragnar Jónasson fræðimaður og bæjargjaldkeri og Guðrún Reykdal, en síðasta bók (Rof) var einmitt tileinkuð minningu þeirra. Ég hef komið oftar til Siglufjarðar en ég hef tölu á, að jafnaði oft á ári frá því áður en ég man eftir mér og því lá nokkuð beint við að velja Siglufjörð sem sögusvið, enda hefur hann auk þess margt til að bera sem hentar vettvangi spennusögu; bærinn er nokkuð einangraður að vetri til, umhverfið er eftirminnilegt, há fjöll sem vernda bæinn, auk þess sem hann á sér mikla og merkilega sögu sem miðstöð síldarævintýrisins, segir Ragnar. -Fyrsta bókin mín sem

Ragnar Jónasson sendi nýverið frá sér fjórðu bókina í Norðurlandssyrpunni um lögreglumanninn Ara Þór Arason.

gerðist á Siglufirði kom út árið 2010, Snjóblinda, og hef ég haldið áfram að skrifa um Norðurland. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hversu marga glæpi hægt er að "fremja" í bókum í svona litlum bæ, og af þeim sökum hef ég nýtt mér aðra staði á Norðurlandi líka, m.a. Skagafjörð, Akureyri og Dalvík. Í nýju bókinni valdi ég Kálfshamarsvík á Skaga sem sögusvið, þar sem sá staður hefur afskaplega merkilega sögu auk þess sem umhverfið þar er myndrænt og dramatískt. Þess má einnig geta að ég á ættir að rekja í Húnavatnssýslurnar, en langafi minn, Jónas Guðmundsson, bjó þar - í

Blöndudal - og nýti ég mér dagbækur hans aðeins í nýju sögunni.

Jólamorðgáta Nokkrum dögum fyrir jól finnst ung kona látin undir klettum í Kálfshamarsvík og Ari Þór fær það hlutverk að rannsaka málið. Hann kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður. Þeir fáu sem enn búa á staðnum virðast allir hafa eitthvað að fela. Og áður en jólahátíðin gengur í garð dynur ógæfan aftur yfir. Segja má að sagan sé eins konar jólamorðgáta, en rannsóknin hefst á Þorláks-

messu og henni lýkur rétt eftir klukkan sex á aðfangadagskvöld. "Bókin gerist um jól, og þótt umfjöllunarefnið sé ekkert sérstaklega jólalegt komst ég í rífandi hátíðarskap við að lesa þessa bók. Hún fær því þrjú blóðug jólasokkapör af fjórum mögulegum," sagði Gísli Marteinn Baldursson á dögunum um Andköf. Ragnar Jónasson er fæddur árið 1976 og hefur skrifað fimm skáldsögur auk þess sem hann hefur fengist við þýðingar á sakamálasögum. Tvær bóka hans, Snjóblinda og Myrknætti, hafa komið út hjá þýska útgáfurisanum Fischer Verlage.

Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi Vörubifreið - Hópbifreið Leigubifreið - Eftirvagn Akstursmat til endurnýjunar ökuskírteinis Öll vinnuvélaréttindi & 892 1790 Birgir og 892 1390 Svavar

Kveikt á jólatrénu sunnudaginn 8. desember að aflokinni aðventumessu í Blönduóskirkju, um kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu tendruð. Tréð verður reist við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá.

-Bæjarstjóri

39


2 01 3 www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 66515 10/13

Hluti af daglegu lífi Sama ár voru þrír almyrkvar á tungli, en það mun ekki gerast aftur fyrr en árið 2485.

Þéttriðið þjónustunet N1 veitir Íslendingum orku til að komast áfram – því að saman höldum við samfélaginu á hreyfingu.

stígvél r Fy

1982

Orðið

Bygging hófst á þjónustustöðvum eins og við þekkjum þær í dag. rin n

40

st u iV egabréfaleik

á rætur að rekja til ítalska orðsins stivale, sem þýðir sumarskór. Auðvitað.

Komum af stað!


2 01 3 Breytt útlit með Fröken Fabjúlöss

Feykiflott eftir allsherjar yfirhalningu Breytt útlit er eitthvað sem Fröken Fabjúlöss er alltaf voðalega hrifin af. Fátt finnst dívunni skemmtilegra en að sjá drastískar breytingar eiga sér stað útlitslega séð. Þetta árið ákvað Frökenin því að jólaþátturinn færi í yfirhalningu, og þar sem hún er nú lítið fyrir það að fara yfir lækinn til að sækja vatnið var fórnarlamb yfirhalningar engin önnur en Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðakona á Feyki. UMSJÓN

Hrafnhildur Viðarsdóttir

MYND: Óli Arnar

Kristín tjáði Frökeninni það strax að yfirhalning á borð við þessa væri langþráður draumur og hún væri þessvegna alveg til í eitthvað alveg nýtt! Frökenin var ekki lengi að taka þessari áskorun og safnaði saman einvalaliði úr röðum Skagfirskra tískuspekúlanta. Sjálf tók Fabjúlöss að sér förðun, hár var í höndum Pálu á hárgreiðslustofunni Kúnst og tískudrottning Skagafjarðar, hún Anna Sigga í Tískuhúsinu, skaffaði fatnað. Gunnhildur Gísla, ofurkona og ljósmyndari tók svo að sér ljósmyndun, þar sem alltaf er skemmtilegra að festa svona viðburði á filmu.

Förðun

Þar sem Kristín er ein af þeim konum sem þolir vel dökka förðun notaði Frökenin liti í dekkri kantinum. Dökkfjólublár, dökk-brons og silfur voru litirnir sem urðu fyrir valinu á augun þar sem þessir litir eru bæði klassískir og mjög vinsælir þetta haustið, og á móti setti hún ljósan gloss á varirnar.

Hár

Pála á Kúnst tók hárið í sínar hendur. Hún byrjaði á að umbreyta litnum og notaði til þess liti frá Fudge. Þar sem Kristín var alveg ljóshærð ákvað Pála að dekkja hana aðeins án þess þó að gera hana alveg dökkhærða. Í rót og enda var settur ljósbrúnn litur, og í allt hárið fóru ljósbrúnar strípur á móti nokkrum rauðtóna strípum af og til. Eftir að hárið hafði verið litað var hárið klippt upp að kjálkalínu og toppurinn tjásaður á ská.

MYND Gunnhildur Gísladóttir

Fatnaður

Anna Sigga lagði til afskaplega smart vínrauðan og svartan kjól sem náði niður að hnjám. Aðspurð um tískustrauma vetrarins segir Anna Sigga að vínrauði og dökkblái liturinn séu nýjir inn núna og að síðar peysur séu alveg málið þetta misserið. Glimmer og glansandi flíkur eru áfram áberandi en blúndan sé svo að koma sterk inn aftur og hlébarðamunstur og köflótt séu að verða meira áberandi. Fröken Fabjúlöss er virkilega ánægð með hvernig til tókst og finnst breytingin frábær, en hvað finnst Kristínu sjálfri? „Ég er mjög ánægð með breytinguna. Það var kominn tími til að skipta um háralit og klippingu og svo er alltaf rosalega gaman að setja eigin örlög í hendur annara tímabundið. Það var líka mjög gaman að fara í förðun, en verst að ég get ekki leikið þetta eftir þannig að ég get ekki verið svona á hverjum degi. Kjóllinn fannst mér líka ótrúlega flottur, og ég gæti bara vel trúað því að ég ætti eftir að fara og kaupa hann, enda alveg ótrúlega mikið og fallegt úrval af jólakjólum hjá henni Önnu Siggu.“

41


42

2 01 3

Jólastund á Snyrtistofunni Sif

Fimmtudaginn 5. desember verður opið hús milli kl. 17-20

Heitt jólaglögg og smákökur

Sérstakur förðunarfræðingur Smashbox verður á staðnum að kynna vörurnar - Ráðgjöf og kynningartilboð •St Tropez brúnkukrem til sölu - fallegar og frísklegar fyrir jólin •Frábær jólatilboð á Guinot snyrtivörum - tilvalin í jólapakkann •Tilboð á völdum gjafakortum - gjöf sem gleður

Eigum notalega og góða stund saman á aðventunni Munið að panta tímanlega fyrir jólin Jólakveðja, Thelma Sif Kvistahlíð 2 - Sími 453 6366 - snyrtistofansif@gmail.com

Lampar frá:

4.900-

með Meguiar’s bílahreinsvörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s

Kertastjakar:

1.900-

Steinsmiðja Norðurlands, Glerárgata 36, S: 466 2800 Opið mán.-fim. kl. 13-18, föst. kl. 13-17

GLEÐILEG JÓL

Verið velkomin í Kjarnann!

og farsælt komandi ár

Bílaverkstæði KJARNANUM

HESTEYRI 2

550 SAUÐÁRKRÓKUR

SÍMI 455 4570

KAROn

Falleg lýsing í skammdeginu

Getum enn bætt við okkur verkefnum 453 6769 / 898 5650 Þórarinn Thorlacius doddimalari@simnet.is


2 01 3

Jólakrossgáta Feykis

VERÐLAUNAKROSSGÁTA Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem númeruðu reitirnir mynda. Lausnarorðið skal sendast á netfangið palli@feykir.is eða á Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki, ekki síðar en föstudaginn 13. desember nk.

Höfundur: Páll Friðriksson

VINNINGARNIR ERU: Glæsibókin Eldað undir bláhimni – Sælkeraferð um Skagafjörð Jólasveifluplata Geirmundar Valtýssonar, Jólastjörnur. Spennubókin Andköf eftir Ragnar Jónasson.

Gleðileg jól Kaupfélag Skagfirðinga sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár – þökkum árið sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is

4339


44

2 01 3

Ánægjulegt nýtt ár Ágætu viðskiptavinir nær og fjær Starfsfólk Sparisjóðs Skagafjarðar þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Við óskum ykkur farsældar og heilla og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári.

Jolafeykir2013 lett  

Jólablað Feykis 2013 frítt og fínt fyrir alla, konur og karla, til skoðunar á Feykir.is.