Page 1

JÓLABLAÐ NORÐURLANDS VESTRA 45. tölublað | 41. árgangur


2 JÓLAHUGLEIÐING | Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands

ÚTGEFANDI

Nýprent ehf. Borgarflöt 1, Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM.

Páll Friðriksson palli@feykir.is BLAÐAMENN

Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is

FORSÍÐUMYND

Helga Sjöfn Helgadóttir Hátúni Skagafirði. PRÓFARKALESTUR

Fríða Eyjólfsdóttir o.fl. AUGLÝSINGASÖFNUN

Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN

Nýprent ehf.

JólaFeykir er prentaður í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum.

Jólin mín

Magnús Freyr Gíslason Sauðárkróki

Ómissandi að gera sem allra minnst yfir hátíðirnar Jólin eru… ansi reglulega. Hvað kemur þér í jólaskap? National Lampoon's Christmas Vacation. Hvert er besta jólalagið?

Merry Christmas Mr. Lawrence. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Sem allra minnst. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Playstation 5. Bakar þú fyrir jólin? Það væri þá ekki nema vegleg skúffukaka. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Klassískar piparkökur.

Jólin mín

Katrín Ingólfsdóttir Sauðárkróki

Rjúpur og Sörur eru alveg ómissandi Jólin eru… dásamlegur tími til þess að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólasnjór og jólalög. Hvert er besta jólalagið? Ég fæ jólagjöf með Kötlu Maríu. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Borða rjúpu á aðfangadag. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ekkert sérstakt, bara að allir eigi gleðileg jól. Bakar þú fyrir jólin? Já, ég baka fyrir jólin. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Sörur eru alveg ómissandi.

Hátíð í svartasta skammdeginu Þegar hátíð skal halda er undirbúningur mikill. Það á við um stórar stundir lífsins svo sem brúðkaup, fermingu, stórafmæli svo eitthvað sé nefnt. Eins er það þegar jólahátíðin nálgast þá er hún undirbúin. Hversdeginum er lyft upp og hátíð fer í hönd. Það fylgja því blendnar tilfinningar að undirbúa jólahátíðina og njóta hennar þegar hún gengur í garð. Börnin fara að hlakka til, segir í kvæðinu góða, og vonandi á það við um öll Guðs börnin á hvaða aldri sem þau eru. Undirbúningurinn er ekki bara hið ytra heldur er aðventan tími íhugunar. Við hugsum um hvað gefur lífinu gildi í raun og veru og hver eru okkur kær. Í hugann kemur bæn Martins Lönnebo, fyrrum biskups í Svíþjóð, sem orðaði bænina fallegu: „Guð minn, ger mig ljósbera, sem færi ljós og birtu öðrum.“ Boðskapur jólanna er skýr. Hann byggist á fæðingu lítils drengs í Austurlöndum nær fyrir rúmum 2000 árum. Svo mikil tíðindi voru það og svo mikil áhrif hafði drengurinn á líf þeirra sem voru samtíða honum og þeirra sem á eftir komu að tímatal okkar er miðað við fæðingu hans. Fyrir Krist og eftir Krist er sagt þegar atburður er tímasettur í veraldarsögunni. Fyrir gos og eftir gos segja Eyjamenn og í fleiri samfélögum eða í lífi einstaklings eða fjölskyldu er talað um atburði sem orsökuðu afdrifaríkar afleiðingar. Fæðing barns breytir miklu í lífi foreldranna og þannig er það einnig þegar drengurinn frá Nasaret „fæðist“ inn í líf einstaklings. Í 3. kafla Jóhannesarguðspjalls er sagan um Nikódemus sem kom um nótt og vildi fá að tala við Jesú. Hann sem var lærifaðir í Ísrael vissi sitthvað um Guð. Hann vildi ekki að aðrir sæju að hann væri að ræða um Guð, lífið og tilveruna við Jesú sem hafði þá þegar breytt vatni í vín og sannfærst um að Guð væri með Jesú. Jesús bendir honum á að enginn geti horft á sköpun Guðs og verk nema fæðast að nýju eins og það er orðað í sögunni. Að fæðast að

nýju er að fá nýja sýn á lífið. Að fæðast að nýju er að öðlast tiltrú á sjálfan sig og Guð. Að fæðast að nýju er að koma út úr myrkrinu og taka á móti ljósinu, ljósi lífsins. Þessi saga um samtal Nikódemusar og Jesú er lesin þegar fullorðið fólk er skírt því hún segir frá fullorðnum manni sem öðlaðist nýtt líf, nýja lífssýn eftir samtalið við Jesú. Hann fæddist að nýju, hann varð nýr maður. Jólin eru haldin hátíðleg í svartasta skammdeginu hér á Íslandi. Þá gengur ljóssins hátíð í garð og andstæðurnar geta ekki orðið meiri. Myrkur og ljós, ljós og myrkur. Við lýsum upp umhverfið og fögnum því að láta ljósið lýsa okkur á vegum okkar. Megi ljós heimsins, Jesús sjálfur, barnið sem í jötu var lagt, lýsa upp líf þitt, greiða þér veginn til góðra verka og hjálpa þér að dreifa kærleiksboðskap hans til samferðamanna þinna nær og fjær. Guð gefi þér gleði og frið á helgri jólahátíð. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ísland

Jólin mín

Björgvin Jónsson Hofsósingur á Akureyri

Stefnir á að fara í skötuveislu í Sveinsbúð Jólin eru… ást og friður. Hvað kemur þér í jólaskap? Strákarnir mínir. Hvert er besta jólalagið? Ef ég nenni (Helgi Björnsson). Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í skötuveislu í Sveinsbúð. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Dróna. Bakar þú fyrir jólin? Nei. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Lakkrístopparnir sem mamma gerir.4 Gæludýrið mitt

jólabaðið sitt og svo fær hún auðvitað jóladagatal sem við opnum saman í desember.“

siggag@nyprent.is

Elísa Bríet | Hundurinn Dimma Lind

Fær harðfisk í jólapakkann! Á Skagaströnd er lítill fallegur hundur sem heitir Dimma Lind og er af tegundinni Silky terrier. Dimma Lind er fimm ára og er eigandi hennar Elísa Bríet Björnsdóttir, 13 ára, dóttir Þórunnar Elfu Ævarsdóttur og Björns Sigurðssonar. Elísa eignaðist Dimmu þegar fjölskyldan var í Reykjavík og mamma hennar var að velta því fyrir sér hvort þau ættu kannski að fá sér hund. Eftir mikið suð í Elísu lét Þórunn undan og duttu þau heldur betur í lukkupottinn með hana Dimmu sem þau fengu í Keflavík. Aðeins um tegundina. Silky terrier hundar eru mjög orkumiklir, bráðgáfaðir og þurfa mikla athygli. Þeir fylgjast mjög vel með öllu og láta ókunn hljóð ekki framhjá sér fara. Þeir eiga það til að vera þrjóskir en eru samt alltaf tilbúnir til að gera hvað sem er til að fá athyglina. Þessi tegund vill vera miðpunktur alheimsins og unir sér best innan

um fjölskylduna sína og tekur virkan þátt í heimilishaldinu. Hvað er skemmtilegast og erfiðast við Dimmu? „Það sem mér finnst skemmtilegast við hana er að hún er mjög mikill leikhundur en hún getur líka verið mjög róleg og þá er svo gott að hún vill kúra hjá manni. Ef maður biður hana um að sækja póstinn eða

Elísa Bríet og Dimma Lind í hátíðarskapi. AÐSEND MYND

tuskudýrið sitt, hann Pétur, þá gerir hún það – ótrúlega dugleg. Það sem er erfiðast við Dimmu er hvað henni finnst erfitt að vera í löngum bílferðum. Þá á hún það til að ofanda því hún er svo stressuð

en það skrítna er að hún er samt alltaf sjúk í að fara í bílinn.“ Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrið? „Já það hafa skapast nokkrar

jólahefðir í kringum Dimmu. Hún fær t.d. alltaf pakka undir jólatréð sem er alltaf harðfiskur í og kannski smá dót. Hún fer alltaf með okkur í kirkjugarðinn á aðfangadag, hún fær

Hvernig mynduð þið lýsa aðfangadegi hjá gæludýrinu? „Ég myndi lýsa aðfangadeginum hjá Dimmu svona: hún vaknar og við opnum saman jóladagatalið. Um tólfleytið förum við í kirkjugarðinn og heimsækjum ömmu og afa. Eftir það er farið heim og hún fær jólabaðið sitt og svo fer allt á fullt við undirbúning fyrir aðfangadagskvöldið þar sem hún fær jólapakkann sinn. Dimmu finnst jólatíminn mjög skemmtilegur enda mikið að gerast og fjölskyldumeðlimunum finnst bara krúttlegt að það hafa myndast jólahefðir í kringum Dimmu, hún er jú ein af fjölskyldunni.“ Feykir þakkar Elísu og Dimmu kærlega fyrir að fá að skyggnast aðeins inn í líf þeirra og jólahefðirnar.


5

Verslunarmannafélag Skagafjarðar sendir félagsmönnum sínum og fjölsk yldum þeirra bestu jólakveðjur. Sérstakar þakkir til ykkar sem hafa staðið í framlínunn i allt þetta ár til að halda samfélaginu gang andi við afar erfiðar aðstæðu r oft á tíðum.

Megi komandi ár færa okku

r öllum gleði og hamingju.


6

Gleðileg jól Kaupfélag Skagfirðinga sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár – þökkum árið sem er að líða.

Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is

Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi - Vörubifreið - Hópbifreið - Leigubifreið - Öll vinnuvélaréttindi - Eftirvagn Ökuskóli Norðurlands vestra á Facebook & 892 1790 Birgir 891-9157 Svavar

Sendum starfsfólki og viðskiptavinum nær og fjær okkar bestu

jóla- og nýárskveðjur


7 Lee Ann Maginnis býr á Blönduósi ásamt syninum Björgvini Orra og hundinum Míu

Jólaundirbúningurinn samtvinnast afmæli sonarins Lee Ann Maginnis hefur staðið í brúnni hjá Kormáki/ Hvöt í fótboltanum en liðið náði að koma sér upp um deild með baráttu og þéttu utanumhaldi stuðningsfólks og stjórnar. Fullyrða má að Lee Ann hafi staðið í ströngu ásamt öðrum stjórnarmönnum en nú fer fram vinna sem felst í því að stækka meistaraflokksráð Kormáks Hvatar með það að markmiði að fá fleiri til koma að verkefninu. Þó Feykir þekki nokkuð vel til Lee Ann, eftir veru hennar eitt sumar sem blaðamaður hjá blaðinu, þótti ritstjóra tilvalið að forvitnast aðeins meira um hana munandi eftir því að hafa talið að útlendingur væri að sækja um starfið á sínum tíma vegna nafnsins. VIÐTAL

Björgvin Orri og Lee Ann jólin 2020. Á myndunum að neðan má sjá Björgvin Orria sækja jólatré í Gunnfríðarstaðarsk og Lee Ann á vellinum. „Það er mikilvægt að vera rétt klæddur á leikjum og með kaffi í bolla,“ segir hún. AÐSEND MYND

Páll Friðriksson Lee Ann er fædd árið 1985, búsett á Blönduósi, með hléum frá árinu 1992, og býr með Björgvini Orra syni sínum og á pughundinn Míu. Nú starfar hún sem umsjónarmaður dreifnáms FNV í A-Hún, kennir útlendingum íslensku og fjarnemum við FNV lögfræði. Svo segist hún skipta sér aðeins af pólitík og elski nefndarsetu í hinum ýmsum nefndum, ráðum og félögum. „Ég er mjög mikil já manneskja,“ segir hún. „Ég er fædd í Englandi og faðir minn var enskur. Mamma fékk að velja annað nafnið og pabbi hitt. Mamma valdi Ann í höfuðið á sænskri vinkonu og pabbi valdi Lee og ég fékk aldrei upplýsingar frá honum af hverju hann valdi það nafn,“ útskýrir hún en skyldi hún hafa lent í því að fólk ávarpi hana eða sendi póst á ensku í stað íslensku, vegna nafnsins? „Já, en samt meira að fólk verður vandræðalegt þegar það heyrir nafnið mitt eða sér það og veit ekki alveg hvernig það er borið fram. Ég fæ svo oft spurningu um hvort ég tali íslensku og svo hrós í kjölfarið um góða íslenskukunnáttu. Ég man þegar ég var að hefja nám í framhaldsskóla og ég sat alltaf aftast. Svo þegar

kennararnir fóru að nálgast mitt stafrófið og farnir að mana sig upp í bera fram nafnið mitt, beið ég spennt eftir því hver viðbrögðin yrðu og svo snéri bekkurinn sér alltaf við til að sjá þessa manneskju með þetta skrítna nafn. En ég er komin með mikla reynslu við að stafa nafnið mitt.“

Gott að búa á Blönduósi Lee Ann ákvað að snúa á heimaslóðir eftir nám en hún var þá nýbúin að verja meistararitgerð sína úr lögfræði frá Háskólanum á Bifröst og birti færslu á Facebook sem reyndist afdrifarík um að hún myndi útskrifast nokkrum dögum seinna. „Í minningunni fékk ég símtal bara nokkrum tímum eftir að ég birti færsluna á Facebook þar sem mér var boðið að leysa af lögfræðing í Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnað á Blönduósi tímabundið. Ég var í starfsnámi á lögmannsstofu á þessum tíma og stefndi á að búa áfram á Bifröst og var komin með mjög gott starf hjá Háskólanum og einhvern veginn sá ég það ekki fyrir mér að ég

myndi flytja aftur á Blönduós og neitaði því starfinu. Ég gekk inn á kaffistofuna á lögmannstofunni eftir símtalið og var eitthvað að segja frá þessu starfstilboði og lögmennirnir horfðu bara á mig og hristu hausinn og sögðu að ég gæti ekki neitað þessu tilboði. Til að gera langa sögu stutta flutti ég á Blönduós 1. júní 2014 og er enn hér.“ Lee Ann segir gott að búa á Blönduósi en hún keypti sér íbúð í fyrra en segist samt hafa passað sig á því að fara ekkert alltof langt frá foreldrum sínum. „Þetta er afskaplega þægilegt líf að búa á litlum stað þar sem stutt er í allt og allir þekkja alla. Stundum hellist yfir mig þvílík útlandaþrá og þrá eftir lífi í stórborg þar sem nóg er um að vera en svo þegar það er yfirstaðið vil ég hvergi annars staðar vera.“

Kormákur og Hvöt gerðu það gott í fótboltanum Ungmennafélögin Kormákur á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi sameinuðust um að senda sameiginlegt lið til keppni í 4. deildinni sumarið 2013 og segir Lee Ann samstarfið hafa verið mjög gott en gengi liðsins auðvitað misjafnt eftir árum. Margir hafa komið að þessu verkefni og uppskorið góðan árangur. „Ég kom inn í þetta verkefni 2018 en ég sat þá í stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar. Nokkrum dögum áður hafði Kormákur Hvöt mætt liði Augnabliks og tapaði 17-0. Menn voru eitthvað bugaðir og veltu því fyrir sér hver næstu skref ættu að vera. Mér var boðið á fund ásamt þremur öðrum og mér lofað að boðið yrði upp á áfenga drykki. Ég gat nú ekki neitað því og í kjölfarið var farið af stað með það að efla starfið og með ákveðin markmið í huga sem við vildum ná. Ef ég lít til baka þá hefði það ekki hvarflað að mér að þetta væri eitthvað sem ég myndi hafa gaman af.“ Eitthvað hefur verið í að líta hjá Lee Ann þar á bæ því hlutverk hennar síðustu ár hafa verið allskonar, allt frá því að þvo búninga í að safna peningum, selja kaffi og skutla í leiki, fylla á sjúkratöskuna og skella sér á bráðamóttökuna með leikmenn, skoða misgóð myndbönd af hæfileikum erlendra leikmanna og vona það besta, aðstoða leikmenn með verkefnavinnu og prófaundirbúning og bara allt sem þarf að gera til að svona verkefni gangi upp. „Ég er alltaf jafn hissa hversu skemmtilegt þetta er, sama hversu erfitt það getur oft verið að halda svona starfi úti. Þetta er alveg rosalega mikil vinna á hendi fárra aðila og þetta væri ekki hægt nema með góðum félögum. Svo skemmir ekki fyrir hversu

skemmtilegir leikmenn Kormáks Hvatar eru.“

Afmælis- og jólaundirbúningur Björgvin Orri, sonurinn á heimilinu, á afmæli 13. des og segir Lee Ann að því fari hluti af mánuðinum í afmælisundirbúning. Hún reyni að kveikja á jólaseríunum í nóvember og hengja upp jólastjörnur í gluggana. „Ég og Björgvin Orri förum svo í Gunnfríðarstaðaskóg og sækjum okkur jólatré. Það er skreytt daginn sem við sækjum tréð. Ég reyni svo að gera jólakrans á útidyrahurðina sem mér finnst mjög skemmtilegt að dunda við. Við tókum svo upp á því í fyrra að fara í sumarbústað í Borgarfirðinum í kringum afmælið hans og ætlum að endurtaka það í ár.“ Þá er næst að rukka viðmælandann um kökuuppskrift sem er í uppáhaldi og segist Lee Ann eiga minningu frá því hún var lítil þegar mamma hennar bakaði kökur sem á hennar heimili heita Ingibjargaraugu.

Ingibjargaraugu 300 gr hveiti

150 gr sykur 125 gr púðursykur 250 gr smjörlíki 1 egg ½ tsk. lyftiduft Súkkulaðidropar 1. Sykur og smjörlíki hrært saman. 2. Eggi bætt út í. 3. Þurrefnum bætt varlega út í. 4. Búa til lengjur, skera niður í u.þ.b. 1 sm bita, búa til kúlur og setja súkkulaðidropa á. 5. Baka við 180°C í 10-12 mínútur.

„Muna svo að njóta lífsins í kringum jólin – jólin koma alveg þó svo að það sé ekki búið að skrúbba gólflistana með tannbursta og baka 17 sortir,“ segir Lee Ann að lokum og óskar öllum


8 Ertu í veseni með að finna jólagjöfina?

Gjafabréf sem gleðja Það er við hæfi, þar sem ástandið er þannig, að koma með nokkrar góðar tillögur að gjafabréfum sem væri sniðugt að gefa ef það reynist erfitt að finna eitthvað í harða/lina pakka. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst ekki jafn skemmtilegt að gefa þau en að þiggja er annar handleggur – því það gleður mig mikið að fá gjafabréf. SAMANTEKT

Sigríður Garðarsdóttir

Gjafabréf frá Króksbíó

Þetta er mjög sniðugt fyrir annaðhvort alla fjölskylduna, unglinginn eða yngri krakka því ég er nokkuð viss um að flestir hafi gaman af því og fara að sjá góða mynd í bíói. Gjafabréf fyrir tvo með poppi og kók ætti að nýtast mjög vel.

Gjafabréf í leikhús

Leikfélagið er vanalega með tvær sýningar á ári og væri það sterkur leikur að gefa annað hvort fullorðnum einstaklingi gjafabréf fyrir tvo eða slá nokkrar flugur í einu höggi og gefa allri fjölskyldunni einn miða á mann.

Gjafabréf fyrir áhugamálið

Segjum að einstaklingurinn sem þú ert að leita að gjöf fyrir spili einhverja iþrótt eða er með einhverja veiðidellu, jafnvel elskar að nýta tímann sinn í hannyrðir. Þá er sniðugt að gefa gjafabréf í einhverri verslun sem tengir við áhugamálið sjálft. Þá sem eiga sér áhugamál, vantar alltaf eitthvað nýtt fyrir það – ótrúlegt en satt!

Gjafabréf í upplifun á Norðurlandi vestra

telja upp alla upplifun sem hægt er að gefa í formi gjafabréfa á þessu svæði. Hér eru t.d. mjög mörg söfn og gjafabréf fyrir tvo þarf ekki að kosta mikið. Það virðist alltaf vera erfiðast fyrir fólk að skoða nánasta umhverfi sitt og að gefa gjafabréf í afþreyingu sem er í boði í heimabyggð er alls ekki svo vitlaus hugmynd.

• Það væri hægt að gefa

eitthvað fyrir viðkom-

körfuboltaleiki eða

andi sem hefur verið

fótboltaleiki fyrir þann

Gjafabréf í þrif eða bón fyrir bílinn

Vá hvað ég yrði ánægð að fá þessa gjöf... Mér finnst fátt leiðinlegra en að þrífa bílinn minn. Hérna er hægt að gefa þrif á bílnum bara að utan eða bara innan eða bæði. Það eru nokkrir aðilar sem taka að sér að þrífa bíla og efast ekkert um að þeir gætu græjað gjafabréf fyrir þá sem vilja.

Það væri efni í heilt blað ef ég ætti að fara að

sem er alltaf á leiðinni

garðvinnu? Gefðu

hluta vegna fer aldrei.

gjafabréf við að hjálpa

Þetta ætti kannski að

til í garðinum næsta

ýta við viðkomandi

sumar hvort sem það

að fara.

er að reyta arfa eða slá gras.

Gjafabréf frá þér sjálfri/um – það kostar ekkert og hugurinn á bakvið er góður

veist ekkert hvað þú átt að gefa? Gefðu gjafabréf

• Áskrift að Stöð 2 í

frá þér sjálfri/um. • Þá er t.d. mjög sniðugt að gefa gjafabréf í pössun fyrir fólk sem á börn, já eða dýr,

einhvern X tíma, getur

og hefði gott af því

verið einn, tveir eða

að komast aðeins frá

þrír mánuðir.

þeim hvort sem það er

• Áskrift að tímariti gæti hentað bæði

yfir nótt eða eitt kvöld. • Hjálp við þrif, hvort

ungum og öldnum vel.

sem það er bílskúrinn

Til dæmis fyrir unga

eða sjálft heimilið. Ef

krakka væri sniðugt

þú ert að gefa gjöf þá

að gefa áskrift að Walt

hlýtur þú að þekkja

Disney bókunum. Fyrir

viðkomandi nokkuð

fullorðna kannski að

vel til að átta þig á

fréttablaði, hvort sem

hvort þetta gæti verið

það er Feykir eða Morgunblaðið. • Smart sock býður upp

bilað í langan tíma. • Ertu t.d. góð/ur í

á leiki en einhverra

Ertu alveg úti á túni og

Gefðu áskrift að einhverju sniðugu

• Hjálp við að laga

aðgang inn á t.d. fimm

sniðug hugmynd. • Að bjóða fram hjálp við að taka eitthvað í

á áskrift að sokkum og

gegn gæti reynst besta

nærbuxum.

gjöf í heimi.

Þetta er kannski meira svona klassískt... nota í neyð...

Gjafabréf frá veitingahúsi

stofum. Ekki láta úrvalið hræða þig, veldu þá stofuna sem þú ferð oftast á, hún hlýtur að vera góð því þú ert ánægð/ur með hana.

Gjafabréf frá snyrtistofu

Svona gjafabréf hentar aðallega fyrir kvenþjóðina, ungar sem aldnar. Stór hluti kvenna fer reglulega á snyrtistofur í alls konar meðferðir hvort sem það er fyrir einhver sérstök tilefni eða þá á nokkra vikna fresti. Þetta er því mjög sniðug gjöf sem ætti að nýtast vel. Hér er einnig hægt að velja úr nokkrum snyrtistofum á þessu svæði og eru þær allar mjög færar á sínu sviði.

Það þurfa allir að borða, ekki satt. Það er mjög sniðugt að gefa gjafabréf fyrir einhverja sérstaka upphæð eða jafnvel fyrir pizzu og gosi. Þetta gæti hentað bæði fyrir unglinga sem og fullorðið fólk.

Gjafabréf í nudd

Gjafabréf í klippingu

Gjafabréf hjá bönkunum

Held að þetta sé eitt af því sem allir þurfa að gera reglulega bæði kvenmenn og karlmenn, ungir sem aldnir, að fara í klippingu, og þá nýtist svona gjafabréf mjög vel. Þarna getur verið sterkur leikur að spyrja nákominn aðila hvort hann/hún fari á einhverja sérstaka stofu og ef ekki þá getur þú valið úr mjög mörgum

Það er fátt betra en að fara í gott nudd og ef ég tala fyrir sjálfa mig þá gerir maður það allt of sjaldan. Hvernig væri þá að gefa öðrum gjafabréf í nudd?

Í dag er hægt að kaupa gjafabréf hjá bönkunum og er það mjög sniðugt ef engin af þessum hugmyndum hér fyrir ofan eru að gera sig. Unga kynslóðin er oftar en ekki að safna sér pening fyrir einhverju sérstöku og þá nýtist þetta mjög vel því viðkomandi getur ráðið því sjálfur í hvað hann notar gjöfina.


9

Opnunartímar í KS Hofsósi í kringum jól og áramót Mánudaga - föstudaga kl. 9:30-18:00 Laugardaga

kl. 11:00-16:00

Þorláksmessa 23. des. kl. 09:30-20:00 Aðfangadagur 24. des. kl. 09:30-12:00 Gamlársdagur 31. des. kl. 09:30-12:00

KS Hofsósi óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða.

HOFSÓSI


10 Frá Mercedes í Argentínu í Frostastaði á Íslandi

Langar að opna grillbar með íslensku hráefni grillað að argentískum sið Feykir greindi frá því í haust að Austan Vatna væri meðal átta verkefna Vaxtarrýmis, sem er fyrsta verkefni nýstofnaðra regnhlífasamtaka nýsköpunar á Norðurlandi, og hóf göngu sína í október. Í fréttinni segir að Austan Vatna framleiði Chimicurri sósur auk þess að fullvinna kjötafurðir en að baki þess verkefnis eru þau Eduardo Montoya og Inga Dóra Þórarinsdóttir á Frostastöðum í Skagafirði. Eduardo, sem er lærður matreiðslumaður, vakti forvitni JólaFeykis sem fékk kappann til að segja frá verkefninu en ekki síst honum sjálfum og tilurð þess að hann ákvað að búa á Íslandinu kalda en hingað kom hann frá Suður-Ameríku. VIÐTAL

Páll Friðriksson

Eduardo er uppalinn í Mercedes í Argentínu, sem er um 100 km frá Buenos Aires, en þar búa foreldrar hans og bróðir. Mercedes er 80 þúsund manna bær og segir Edvardo staðinn þekktan í Argentínu fyrir salami menningu sína. Hann segir það hafa verið gott að alast upp í Mercedes og þaðan eigi hann góðar minningar. Í Mercedes hafi hann einnig lagt grunn að framtíðarstarfinu þar sem hann vann á veitingastöðum og hótelum. „Ég byrjaði í uppþvottinum eins og allir en fór svo að þjóna í sal, það var skemmtilegt. Eftir það fór ég að læra að verða kokkur í Buenos Aires því mér finnst gaman að elda. Ég var alltaf að horfa á Francis Mallmann, argentínskan stjörnukokk og það kveikti áhugann,“ segir Edu, eins og hann er gjarnan kallaður. „Ég hef unnið við venjulega argentíska matargerð en einnig á vegan matstað í Perú. Seinna vann ég í Kaupmannahöfn á vinsælum kaffibar áður en ég kom til Íslands.“ Edu segir dæmigerðan

argentískan mat vera t.d. grilluð nautarif með chimichurri sósu, kartöflum og salati. Þá nefnir hann einnig empanadas, sem eru fylltir deig hálfmánar, og locro, sem er pottréttur úr kjöti, grænmeti og baunum.

Eduardo segist elska íslensku jólin og sundlaugarnar eru í sérflokki. Hér er hann í jólaskapi ásamt Ingu Dóru og Lunu Maríu dóttur þeirra. AÐSENDAR MYNDIR

Elskar sundlaugarnar á Íslandi Argentína er, eins og flestir vita, í Suður-Ameríku, 2.780.400 ferkílómetrar að stærð og liggja landamæri að Chile í vestri um Andesfjöll. Í norðri á landið landamæri að Bólivíu og Paragvæ, Brasilíu í norðaustri og Úrúgvæ í austri

Golfklúbbur Skagafjarðar óskar íbúum Skagafjarðar, félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn á árinu 2021.

Nýliðar velkomnir í GSS á nýju ári.

þar sem áin Río de la Plata myndar hluta landamæranna. Landið á strönd að Suður-Atlantshafi í austri og Drakesundi í suðri. Alls eru landamæri landsins 9.376 að lengd og strandlengjan 5.117 km að lengd. Alls eru íbúar Argentínu 45.605.826. Þetta eru miklar andstæður við litla Ísland sem einungis telur 374.704 íbúa og er 102.775 km² að stærð. Hvað skyldi draga drenginn úr suðrinu lengst norður í Dumbshaf? „Ég hitti bestu íslensku konuna í Cusco í Perú. Við vorum bæði að vinna á vegan veitingastað og ég flutti með henni til Íslands. Ég kom fyrst hingað vorið 2015 og hef búið á Íslandi síðan 2017. Ég hef verið að vinna sem kokkur

á ýmsum stöðum, m.a. á Hótel Varmahlíð, Háskólanum á Hólum, á Akureyri og nú síðast á Hofsstöðum.“ Edu segir gott að búa á Íslandi en það geti verið erfitt að keyra á veturna, sérstaklega yfir heiðarnar. „Ég elska sundlaugarnar á Íslandi og ég reyni að komast sem oftast í sund og syndi oft í klukkutíma í einu og svo fer ég til skiptis í gufu og kalda pottinn. Ég er líka byrjaður að fara á gönguskíði og hef farið út um allt á Norðurlandi.“

Ný vörulína á markað Eins og fram kemur í inngangi þessarar greinar standa vonir til þess hjá þeim Edu og Ingu Dóru að hefja framleiðslu á chimicurri sósum ásamt fleiru


11

heimafengnu góðgæti. „Við konan mín stofnuðum nýlega veisluþjónustu og erum farin að framleiða matvæli, m.a. chimichurri sem er mjög vinsæl grillsósa í Argentínu. Okkur langar að nota ærkjöt meira en gert er, til dæmis í grillpylsur, salami, spægipylsur, hrápylsur, lambanektar, paté og ýmislegt fleira og höfum verið að prófa það. Við viljum stuðla að nýsköpun í íslenskri matarmenningu með því að vinna með íslenskt hráefni en nota uppskriftir og aðferðir frá SuðurAmeríku. Það eru fleiri hugmyndir í farteskinu. Við höfum tekið að okkur veislur og grillþjónustu og finnst okkur gaman að geta haldið veislur og boðið upp á allt þetta frábæra hráefni sem er ræktað í héraðinu.“ Edu segir að nú sé verið að vinna í því að þróa fleiri vörur úr ærkjöti og vonast hann til að koma góðri vörulínu á markað. „Vonandi opnum við grillbar Austan Vatna þar sem íslenskt hráefni verður grillað að argentískum sið.“

Algjör vetrarparadís Jólasiðir eru misjafnir í landi hverju eins og oft hefur verið bent á og gaman að bera saman. Edu segir að í Argentinu sé jólatréð yfirleitt sett upp í hlýjunni þann 8. desember en þá er hásumar svo bornir eru fram kaldir forréttir eins og atambre relleno, sem eru nautaslög í rúllupylsu, fyllt með soðnum eggjum, gulrótum, steinselju o.fl. og Vitel Toné, sem er kalt, soðið nautakjöt, sneitt með mæjónesi, kapers og ansjósum. Í aðalrétt eru margir með grillað svínakjöt eða

naut en eftirréttur um jólahátíðarnar er Pan Dulce, sem er alveg eins og ítalska Pannetone, sætt brauð með þurrkuðum ávöxtum. „Ég elska jólin á Íslandi. Þetta er allt öðruvísi en í Argentínu. Hér er alveg kósí og mjög rólegt, dimmt og fallegt og mér finnst mjög gaman að fara á jólatónleika, bæði í kirkju og annars staðar. Þetta er algjör vetrarparadís. Ég hef verið nokkrum sinnum á Íslandi um jólin og það er mjög góður matur hjá okkur á Frostastöðum, tengdamamma mín býr til rosalega góðan jólamat, fiskihlaup, laxakæfu, laufabrauð, beinlausa fugla og allskonar gott. Ég er einnig nýbúinn að uppgötva innmat og var að enda við að elda dýrindis lambahjörtu og langar að skora á ykkur að prófa. Ég skal lofa ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Þannig er að ég prófaði að snöggsteikja lambahjörtu og borða þau strax af pönnunni þó svo að allar uppskriftir segi að maður eigi að sjóða þau í nokkra klukkutíma. Þetta var alveg svakalega gott og bragðið allt öðruvísi heldur en eftir að búið er að sjóða þau. Þau voru mjög mjúk, skorin í þunnar sneiðar,“ segir Edu og skilur eftir uppskrift sem allir ættu að prófa í jólaundirbúningnum. Lambahjörtu krydduð með hvítlauk, timian, chiliflögur, salt og pipar, snöggsteikt upp úr smjöri. Þetta er hægt að borða með chimichurri, fersku salati eða með kartöflustöppu. Verði ykkur að góðu!

með Meguiar’s bílahreinsivörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s

Hin sígrænu jólatré skátahreyfingarinnar verða til sölu fyrir jólin eins og undanfarin ár. Muna að panta tímanlega. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 867-5584. Jólatrén fást í mörgum stærðum og gerðum. www.sigraena.is

Skátafélagið Eilífsbúar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Verið velkomin í Kjarnann!

Bílaverkstæði KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 457013 Berglind Þorsteinsdóttir fagnar jólum í pakkaflóði í Kakalaskála

Bókin Sumardagur í Glaumbæ er tilvalin jólagjöf Í haust gaf Byggðasafn Skagfirðinga út gullfallega barnabók, Sumardagur í Glaumbæ, sem er prýdd vatnslitamyndum franska listamannsins Jérémy Pailler en textinn er eftir safnstjórann, Berglindi Þorsteinsdóttur. Sögusviðið er Glaumbær á seinni hluta 19. aldar en sagan er að mestu byggð á frásögnum af fólki sem bjó í Glaumbæ og Skagafirði á þeim tíma.

það bil hundrað pökkum er síðan komið fyrir við tréð. Eftir kvöldverð á aðfangadagskvöld er gærum raðað á gólfið og stólum raðað umhverfis tréð. Pakkarnir eru opnaðir og síðan er leikið og spjallað fram eftir kvöldi í notalegheitum. Jóladagur er slökunardagur, allir í náttfötum eða kósígöllum fram eftir degi og borðað, leikið, lesið og notið samverustunda frá morgni til kvölds.“ Var einhver bók ómissandi í desember þegar þú varst krakki? „Snúður og Snælda í jólaskapi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Enda á ég hund og nokkra ketti í dag.“

Stórfjölskyldan samankomin í Kakalaskála jólin 2012. AÐSENDAR MYNDIR

VIÐTAL

Óli Arnar Brynjarsson Lesendur fá að vera með Sigga litla, Jóhönnu vinkonu hans og hundinum Ysju einn dag í lífi þeirra. Bókinni er ætlað að veita innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður út frá sjónarhóli barns. Bókin kom út á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, frönsku og þýsku og því

alveg tilvalin í jólapakka. Öll fjölskyldan ætti að hafa gaman af bókinni en heppilegust er hún fyrir lestrarhesta á aldrinum 3-12 ára. Í kjölfar útkomu bókarinnar var sett upp sýning í Áshúsi á myndunum í bókinni og voru þær til sölu. Sýningunni lauk á sama tíma og sumaropnunartíma safnsins, 21.

október. „Nokkur myndverk bókarinnar eru þó enn óseld og eru tilvalin jólagjöf og framtíðareign fyrir fagurkera,“ sagði Berglind þegar JólaFeykir hafði samband við hana. Hægt er að skoða myndirnar, ásamt öðru fallegu handverki og gjafavöru, í litlu safnbúðinni í Glaumbæ. „Ef einhver mynd er í uppáhaldi er hægt að senda okkur fyrirspurn um hvort hún sé óseld á byggdasafn@skagafjordur.is,“ segir hún.

Hvert var jólalag unglingsáranna? „Sko, jólalag æsku minnar var Last Christmas með Wham! og kemur mér í jólaskapið. Ég hef alltaf haldið mikið upp á Jólaköttinn með Björk Guðmundsdóttur en jólalög unglingsáranna myndi ég segja að hafi verið Christmastime

með Smashing Pumpkins og Stay Another Day með East 17 þegar gelgjuskeiðið stóð sem hæst.

Sumardagur í Glaumbæ fæst í Skagfirðingabúð og helstu verslunum Eymundsson sem og vefverslun. Einnig í safnbúðum Minjasafnsins á Akureyri, Kakalaskála, Snorrastofu í Reykholti og Þjóðminjasafns Íslands og að sjálfsögðu í Glaumbæ þar sem hún fæst á 3.500 kr. „Það er sjálfsagt að senda bókina með pósti sé þess óskað, innanlands sem utan, og hvetjum við alla áhugasama til að hafa samband við okkur,“ segir Berglind að lokum.

Brot úr bókinni Sumardagur í Glaumbæ

Ropa-Katrín

Stendur eitthvað til á aðventunni hjá Byggðasafni Skagfirðinga? „Við stefnum á að vera með tvær rökkurgöngur í gamla bænum í ár, 17. og 18. desember, ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.“

Bókin er prýdd fjölda fallegra mynda listamannsins Jérémy Pailler.

Hvernig ætlar forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga að fagna jólunum? „Síðustu ár hefur skapast sú hefð hjá tengdafjölskyldunni að halda jólin saman í Kakalaskála, þar sem systur mannsins míns og fjölskyldur þeirra koma norður. Stórt jólatré er sótt í Kúskerpi og komið fyrir í skálanum. Krakkarnir skreyta tréð og skálann hátt og lágt og um

Sól var enn á lofti þrátt fyrir að orðið væri áliðið þegar feðgarnir nálgast bæinn. Þá heyra þeir einkennilegt hljóð sem hljómar eins og ropi. „Þarna fer Ropa-Katrín. Sú gamla hefur fengið kaffisopa hjá presthjónunum,“ segir faðir Sigga. Siggi mundi eftir förukonunni sem hafði nokkrum sinnum áður komið í Glaumbæ. Viðurnefnið fékk hún af því að hún var alltaf að ropa og heyrðust roparnir langar leiðir. „Ropinn batnar af kaffi og engu nema kaffi,“ heyrði Siggi hana segja við bóngóða húsfreyjuna í eitt sinn þegar hún rétti henni bollann. Hún tók við bollanum með báðum höndum, réri fram og söng dátt: „Ó, finn ég, hvað ég sýp. – Ó, finn ég, hvað ég sýp!“ Sigga fannst mikið til um rop-hæfileika Katrínar koma og var leiður yfir því að hafa misst af heimsókn hennar.15 Jólin mín

Elín Árdís Björnsdóttir Sauðárkróki

Jólin eru… hátíð ljóss og friðar og samvera með fjölskyldunni. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólalögin, jólaskreytingarnar, tilhlökkun barnanna og jóla-bjórsmakkið. Hvert er besta jólalagið? Það snjóar í útgáfu Eurovision-Daða Freys. Mæli með að fólk youtube-i þetta, dásamlega fallegt. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Heimsóknin frá sveinkunum á aðfangadag er algjörlega það sem toppar allan jólaspenninginn á heimilinu. Svo finnst mér ómissandi að fara í árlegt jólaboð til afa í Lyngholt og hitta stórfjölskylduna. Þar er farið yfir heitustu pakkana ár hvert og samveran svo dýrmæt. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Heimaföndur frá strákunum mínum er alltaf fallegast en hálsmen eða skart slær alltaf í gegn. Bakar þú fyrir jólin? Já, ég reyni að finna í mér húsmóðurtaktana og smelli í allavega tvær sortir, marengstoppa fyrir unnustann og oft geri ég döðlugott eða einhverja konfektmola, nóg af súkkulaði er algjört möst í desember.

Logo / merki

Blönduósbær

óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs NÝPRENT EHF | MYND: RÓBERT DANÍEL

Ómissandi að fara í árlegt jólaboð til afa í Lyngholt

Hver er uppáhaldskökusortin þín? Mér finnst góðar Blúndur alveg einstaklega góðar, bestar heimabakaðar, en líka góðar úr fínu boxunum í Hlíðó.

Cyan = 100 / Magenta

Láttu ekki norsku jólakökuna framm hjá þér fara þessi jólin! Jóla og nýárskveðjur, Sauðárkróksbakarí.

Cyan = 45 / Magenta

Jólin eru komin

í Blóma- og gjafabúðina

Full búð af alls konar fallegu í jólapakkann!

STÓRAR OG SMÁAR

r að sjá ykku Hlökkum til í jólaskapi!

Aðalgötu 14 | Sauðárkróki | & 455 5544


16 Anna Steinunn Friðriksdóttir ólst upp á bænum Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Gamla íbúðarhúsið var byggt árið 1891 og má segja að það hafi verið gert ódauðlegt í kvikmyndum Friðriks Þórs, Börnum náttúrunnar og ekki síst Bíódögum, þar sem húsið og nokkrir fyrrum íbúar þess léku stóra rullu. Gamla húsið var í sumar tekið af grunni sínum og flutt suður yfir heiðar og er að sjálfsögðu sjónarsviptir að þessu sögufræga húsi í Skagafirði. Unnið er að endurgerð þess á Jarðlangsstöðum rétt ofan við Borgarnes. Til að rifja upp jólin og lífið á Höfða hafði JólaFeykir samband við Önnu Steinunni.

„Alltaf var fang til að skríða upp í ef eitthvað bjátaði á“ „Við búum í gamla húsinu til haustsins 1979 en þá flutti Óli Arnar Brynjarsson fjölskyldan í nýtt hús sem reist var spölkorn frá hinu gamla. Fram til þess tíma bjuggu á Höfða þrjár kynslóðir saman, foreldrar mínir og systkin, föðurafi og amma og uppeldissystir hennar sem hét Bríet. Afi deyr 1969 og amma 1979 og Bríet því sú eina af elstu kynslóðinni sem flutti með okkur í nýja húsið,“ segir Anna Steinunn Friðriksdóttir þegar JólaFeykir forvitnast hjá henni um síðustu árin í gamla húsinu á Höfða á VIÐTÖL

Höfðaströnd. Anna Steinunn, sem er fædd árið 1971, ólst upp fyrstu árin í gamla húsinu. Hún kennir við Árskóla á Sauðárkróki, er gift Sigurði Árnasyni, sem er frá Marbæli á skagfirska Langholtinu en starfar hjá Byggðastofnun. Saman eiga þau þrjú börn; Árna Frey, Bríeti Lilju og Þórð Ara. Foreldrar Önnu Steinunnar eru Friðrik Antonsson og Guðrún Þórðardóttir en hún er næstyngst fimm systkina, hin

eru Grétar Þór, sem lést 2019, Þórleif Valgerður, Guðný Þóra og yngst er Elfa Hrönn. Friðrik fæddist í Hólakoti á Höfðaströnd og bjó þar til fjögurra ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Höfða. Hann tók síðar við búinu af foreldrum sínum og bjó og starfaði á Höfða alla tíð. Friðrik lést sumarið 2017 en Guðrún býr nú á Sauðárkróki. „Að alast upp í umhverfi sem þessu voru forréttindi því það

Frá vinstri: Bríet Guðmundsdóttir, Friðrik Antonsson, Anton Jónsson, Guðríður Hjaltested, Guðný Friðriksdóttir, Þóra Antonsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Guðný Finnsdóttir, Þórður Sigurðsson og Friðrik Guðmundsson.

Fjölskyldan á fermingardegi Grétars Þórs árið 1973.

Stórfjölskyldan og Höfðavinir samankomnir á Höfðahátíð sumarið 2015. Á myndinni fyrir ofan er Anna Steinunn á gulum stígvélum og efst á næstu síðu er amma þeirra systkina að gæta Elfu Hrannar sem er bísperrt í barnavagninum. MYNDIR ÚR SAFNI FJÖLSKYLDUNNAR

var alltaf einhver til staðar og alltaf var fang til að skríða upp í ef eitthvað bjátaði á,“ segir Anna Steinunn en gestkvæmt var á Höfða yfir sumartímann þar sem bæði vinir og vandamenn komu til lengri eða skemmri dvalar. „Stundum gistu milli 20 og 30 manns í gamla húsinu þegar mest var. Þar virtist alltaf vera nóg pláss enda líklega minni kröfur gerðar í þá daga. Það var oft þétt setinn bekkurinn við matarborðið og við krakkarnir sátum gjarnan í stiganum upp á loft við að matast.“

verið þrenns konar og um það var samið áður en sagan hófst. Þær gátu náð niður að hliði sem þýddi að sagan var stutt og fremur einföld í sniðum. Svo voru það sögurnar sem náðu inn í Hofsós, þær voru lengri og söguþráðurinn flóknari og gátu orðið æsispennandi. En lengstu og mest krassandi sögurnar voru þær sem náðu alla leið upp

á Krók, sem var í barnshuganum afar langt. Um jólaleytið náðu Grýlusögurnar oft hátindum þar sem Grýla fór hamförum, stal hangikjöti úr reykhúsum nágrannanna, skipaði Leppalúða og jólasveinunum út og suður, hnuplaði mjólkurbrúsum af bæjunum í kring og henti þeim síðan í Höfðavatnið eftir að hafa drukkið úr þeim.

Lengstu og mest krassandi sögurnar náðu alla leið upp á Krók „Sagnahefðin var rík á heimilinu og kunnu Bríet, afi og pabbi vel þá list að segja sögur og gæða þær lífi,“ segir Anna. „Í uppvextinum minnist ég aðallega sagnanna af Grýlu sem Bríet sagði en þær spann hún upp jafnóðum. Sögusviðið var yfirleitt Höfðahólarnir þar sem Grýla lék lausum hala en stundum blandaðist fólkið í sveitinni inn í sögurnar og lenti gjarnan í heljarinnar svaðilförum og ævintýrum. Sögurnar gátu

Efri mynd: Elstu þrjú systkinin, Grétar, Guðný og Þórleif. Höfði í bakgrunni. Mynd til hægri: Gurra húsfreyja í eldhúsinu á Höfða árið 1972. Stiginn sem börnin sátu í mötuðust þegar gestir fylltu eldhúsið sést lengst til hægri.


17 Guðmundur Stefán Sigurðarson minjavörður Norðurlands vestra

Svipuð leið verið farin með allmörg hús víðsvegar um landið

Hvað var eftirminnilegast við jólahald í gamla húsinu, voru til dæmis einhverjar hefðir þar, tengdar aðventu eða jólum, sem koma spánskt fyrir sjónir í dag? „Jólin í gamla húsinu á Höfða voru nokkuð hefðbundin. Jólagjafirnar voru einna helst bækur, jólamaturinn var hangikjöt og lærissneiðar, kökudunkarnir voru vandlega innsiglaðir þar til á aðfangadagskvöld og sparistofan jafnan skreytt á Þorláksmessu. Skreytingarnar voru ekki íburðarmiklar, amma átti þó forláta upptrekkta kirkju og kertastjaka með fallegri mynd af Maríu mey. Þegar þessum hlutum var stillt upp var það ótvírætt merki um að jólin væru í nánd. Einnig var á heimilinu jólabjalla sem spilaði Heims um ból og í þann kólf var töluvert togað. Á jólanóttina mátti alls ekki spila á spil en hins vegar var lesið fram á rauða nótt. Ég man eftir stórum epla- og appelsínukössum og jólaölinu sem góð nágrannakona bruggaði og færði okkur.“

Grýla bæði gjafmild og góð þrátt fyrir allt Anna Steinunn segir að í aðdraganda jólanna hafi krökkunum verið haldið á tánum með því að jólin færu fram hjá Höfða ef þau væru

Um mitt sumar sendi blaðamaður Feykis fyrirspurn á Guðmund Stefán Sigurðarson, minjavörð Norðurlands vestra með aðsetur á Sauðárkróki, eftir að hafa uppgötvað að gamla húsið á Höfða var horfið af grunni sínum. Húsið var byggt 1891 og var því friðað. Guðmundur tjáði blaðamanni að fyrri eigendur hafi ekki séð sér fært að viðhalda húsinu og óskuðu eftir heimild til niðurrifs til Minjastofnunar vorið 2020. „Samkomulag var gert um að auglýsa húsið gefins ef einhver vildi flytja það af staðnum og gera upp,“ segir hann. Flytja þurfti húsið af staðnum fyrir 1. júní 2021 og þurftu umsækjendur að senda Minjastofnun áætlun um uppbyggingu á nýjum stað. „Allmargir sýndu þessu áhuga og höfðu um 30 aðilar samband við Minjastofnun til að fá nánari upplýsingar og gögn. Nokkrir komu að skoða húsið en að endingu voru þó aðeins tveir aðilar sem staðfestu áhuga sinn og sendu inn áætlanir um endurbyggingu. Endanleg ákvörðun um ráðstöfun hússins var svo í höndum eigenda.“

óþekk. „Ríkasta jólahefðin sem sneri að okkur krökkunum voru gjafirnar frá Grýlu sem birtust á undraverðan hátt um miðjan aðfangadag á bæjarhlaðinu en rétt áður voru barin bylmingshögg á útidyrnar. Þannig var Grýla í okkar hugum bæði gjafmild og góð þrátt fyrir sögur af ódæðisverkum hennar út um allar sveitir.“ Þið flytjið í nýja húsið haustið 1979. Hver var mesta byltingin við þau umskipti? „Mesta byltingin við að flytja í nýtt hús hefur að öllum líkindum verið heitt rennandi vatn, auk augljósra þæginda við að flytja úr gömlu húsi yfir í nýtt. Ástand hússins var þá þegar orðið þannig að erfitt var að halda þar heimili fyrir stóra fjölskyldu. Rafmagn var lagt í gamla húsið árið 1971 og í kjölfarið kom þvottavél á heimilið sem létti lífið töluvert. Haft var eftir Bríeti að þetta tæki væri göldrum líkast. Í gamla eldhúsinu var Sóló miðstöðvareldavél og man ég að fyrst eftir að við fluttum þá bæði eldaði mamma og bakaði í Sólóvélinni í

Höfði horfinn af grunninum. Tréð fyrir miðri mynd stóð sunnan við gamla húsið. MYND: ÓLI ARNAR

Er eðlilegt að hús séu tekin og flutt burt til endurbyggingar? „Almennt er leitast við að styðja fólk í að gera hús upp þar sem þau standa og viðhalda þannig hinu upprunalega menningarlandslagi í dreifbýli eða götumynd í þéttbýli. En þar sem því verður ekki við komið er reynt að finna aðrar lausnir. Svipuð leið hefur verið farin

gamla húsinu frekar en á Rafha eldavélinni í nýja húsinu.“ Í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar gerði Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri, tvær bíómyndir, Börn náttúrunnar og Bíódaga, þar sem gamla húsið lék stórt hlutverk. Margir Skagfirðingar fara með lítil en falleg hlutverk í Bíódögum en þar eru Toni afi þinn og Bríet [leikin af Jóni Sigurbjörnssyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur] áberandi persónur í sögunni. Er skrítið að sjá þessar myndir sem að

með allmörg hús víðsvegar um landið og þau ýmist flutt til innan svæðis eða um lengri veg, sum í heilu lagi en önnur tekin í sundur að einhverju eða öllu leyti og endurreist á nýjum stað. Þetta er ákveðin þrautalending en mun betri kostur en að sjá á eftir húsunum rifnum eða grotna niður og eyðileggjast með öllu.“

hluta voru teknar upp á Höfða? „Okkur þykir mjög vænt um að gamla húsið á Höfða hafi verið gert ódauðlegt á hvíta tjaldinu. Þar var að verki frændi okkar, Friðrik Þór, sem sjálfur var í sveit mörg sumur á Höfða og hefur sterkar taugar til staðarins. Í Bíódögum tekst sérlega vel að fanga sagnahefðina og stemninguna sem ríkti á þessum tíma, svo ekki sé talað um gildi þess að persónusköpun í myndinni byggir að hluta til á nákomnum ættingjum sem flest allir eru nú látnir. Myndin er því

ómetanleg heimild um lífið og tilveruna í þá daga.“ Nú í sumar var gamla húsið á Höfða tekið af grunni sínum og flutt suður yfir heiðar þar sem það verður endurbyggt. Saknið þið þess að gamla húsið sé ekki lengur á sínum stað og hvað finnst þér um að það verði endurgert á öðrum stað? „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Gamla húsið geymir að stórum hluta sögu fjölskyldunnar, ótal minningar og fóstraði þá sem þar bjuggu vel. Það var reisulegt þrátt fyrir smæð sína og bauð okkur ætíð velkomin heim með vinalegri ásýnd sinni. Þannig að já, það er söknuður eftir húsinu og mikill sjónarsviptir að því. Fyrsta ferðin út í Höfða eftir að húsið var tekið niður var strembin en það er líka dýrmætt að það skyldi fá framhaldslíf og fyrir það ber að vera þakklátur þótt óneitanlega verði það skrítið að sjá það rísa á nýjum stað,“ segir Anna Steinunn að lokum. JólaFeykir þakkar Önnu Steinunni fyrir skemmtilegt spjall.

Gurra og Friggi við gamla húsið sumarið 2015.


18 Jólin heima 11. desember í Miðgarði

Gunnar Hrafn vill halda í fjölskylduhefðir og syngja í Miðgarði Margir muna eflaust eftir því þegar ungt tónlistarfólk í Skagafirði tók sig til um seinustu jól og hélt glæsilega jólatónleika í beinu streymi frá félagsheimilinu Bifröst sem nefndust Jólin heima. Sami hópur hefur nú tekið sig saman og ætlar að halda Jólin heima að nýju en nú í Menningarhúsinu Miðgarði, vonandi fyrir fullum sal af fólki ef veður og vindar, Þórólfur og Svandís leyfa. Markmiðið er að halda tónleika þar sem ekkert er slegið af, hvorki í söng né hljóðfæraleik. Þeir sem koma fram og standa að tónleikunum eru allir Skagfirðingar, sumir búsettir í firðinum, aðrir námsmenn í Reykjavík og svo hann Gunnar Hrafn Kristjánsson sem á sterk tengsl í fjörðinn. Við skulum gefa Gunnari orðið: -Pabbi minn er af Króknum og heitir Kristján Gíslason. Hann er söngvari og starfar einnig sem markaðssérfræðingur hjá VÍS. Hann er sonur Gísla Kristjánssonar og Hólmfríðar (Díu) Ragnarsdóttur. Mamma mín heitir Elín Greta Stefánsdóttir og er mannauðsstjóri hjá Verkís. Hún er frá Hofsósi en var í fjölbrautaskóla á Króknum. Hún er dóttir Stefáns (Dedda) Gunnarssonar og Stefaníu Theodóru Guðmundsdóttur. Hvernig kemur það til að þú ert að fara að syngja á þessum tónleikum? Hann Jóhann Daði heyrði bara í

hafði heyrt svo mikið um þennan stað. Pabbi hafði giggað endalaust þarna og svo hafði auðvitað öll stórfjölskyldan mín djammað ófá kvöld þarna þannig að mér fannst þetta bara fullkomið tækifæri að halda áfram með fjölskylduhefðirnar og setja mitt nafn þar inn. Hvernig líst þér á þetta? -Mér líst rosalega vel á þetta. Ég söng síðast á svona tónleikum fyrir næstum því ári síðan á Jólagestum Björgvins þannig það er kominn smá tími síðan ég söng fyrir fólk, mig er eiginlega farið að klæja bara. Ég er líka spenntur að fá að koma aftur á Krókinn, alltof langt síðan síðast.

Gunnar Hrafn Kristjánsson. mér og sagði að þetta væru skagfirskir tónleikar og þá einfaldlega gat ég ekki sagt nei. Ég hafði heyrt af þessum tónleikum þegar þeim var streymt í fyrra og fannst þetta bara rosa flott verkefni. Síðan hjálpaði það mjög mikið til þegar ég vissi að þeir yrðu haldnir í Miðgarði, þá þurfti ég að slá til vegna þess að ég

Lítur þú á þig sem Skagfirðing, ef svo er, að hvaða leyti? -Já ég hika ekki við að kalla mig Skagfirðing. Þó að ég hafi aldrei búið þarna sjálfur þá hef ég alltaf átt þessa tengingu við Skagafjörðinn í gegnum sögusagnir frá fjölskyldunni, bæði Hofsós-megin og Sauðárkróksmegin. Systir pabba og maðurinn hennar eiga líka land þarna þar sem ég hef eytt ófáum stundum og það er eitthvað það skemmtilegasta og notalegasta sem ég geri, að fara á Skefilsstaði. Síðan auðvitað á ég besta afa í heimi sem býr rétt utan Sauðárkróks þannig ég fyllist alltaf góðri tilfinningu þegar ég kem þangað. Skín við sólu Skagafjörður. /SMH Hægt er að nálgast miða á Tónleikana á Tix.is.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

- Strandgata 1

Sími 455-2300


19


20 Kökuþáttur JólaFeykis

Svakalega gott og girnilegt frá Saumaklúbbnum svakalega

JólaFeykir hafði samband við Saumaklúbbinn svakalega og fékk að spyrja dömurnar nokkurra Klara Björk Stefánsdóttir laufléttra spurninga um jólin og í leiðinni fengum við uppskriftir að alls konar góðgæti sem væri gaman að henda í og njóta um hátíðarnar. Það eru þær Bertína Rodriguez, Emma Sif Björnsdóttir, Halla Rut Stefánsdóttir, Guðrún Vigdís Jónasdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Ragnhildur Þórðardóttir, UMSJÓN

Rúna Birna Finnsdóttir, Þóra Björk Þórhallsdóttir og Þórdís Ósk Rúnarsdóttir sem mynda Saumaklúbbinn svakalega, sem er þéttur og góður hópur sem er mjög duglegur að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Þar má nefna að fyrir utan venjulega saumaklúbbshittinga fara þær saman í alls konar gönguferðir, dekurferðir, óvissuferðir, utanlandsferðir, út að borða, í hótelgistingar og svo mætti lengi telja. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól!

BERTÍNA RODRIGUEZ

Lagkaka

„Heimabærinn er alltaf Ísafjörður en ég bý í Kópavogi,“ segir Bertína en hún bjó á Sauðárkróki í tólf ár. „Jólin eru dásamleg, ég elska samverustundir með fjölskyldunni,“ segir hún. Hvað kemur þér í jólaskap? Klárlega laufabrauðsgerð heima hjá tengdó. Þar sker ég út kirkju á hverju ári með misgóðum árangri. Hvert er besta jólalagið? All I Want For Christmas Is You. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara á jólatónleika og spila með fjölskyldunni. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Fallega úlpu. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Sjávarréttasinfónía í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og í eftirrétt er ég með Sherry-frómas og Toblerone-ís. Gaman að segja frá því að ég hef haft Sherry frómas á hverju ári frá árinu 2008 en ekkert barnanna minna hafði smakkað hann fyrr en í fyrra en það var eingöngu vegna þess að ég ætlaði að hætta að gera hann, jólahefðirnar eru sterkar.

ÞÓRDÍS ÓSK RÚNARSDÓTTIR

Vanilluhringir ömmu Línu

„Jólin eru samverustund með fjölskyldunni“ segir Þórdís Ósk en hún rekur hárgreiðslustofuna Capello á Sauðárkróki. Hvað kemur þér í jólaskap? Þegar við förum að velja okkur jólatré í Hólaskógi og bökum laufabrauð. Hvert er besta jólalagið? Ef ég nenni (Helgi Björns). Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara upp í kirkjugarð, púsla og horfa saman á góðar myndir. Horfði í mörg ár á Christmas vacation en er búin að gefa henni smá frí en ég held að ég horfi á hana aftur þessi jól. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Að hafa fólkið sitt í kringum sig er allra besta gjöfin. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Hamborgarhryggur og rjúpur og ekki má gleyma brauðbollunum en þær eru mitt uppáhald.

Hráefni: 500 g hveiti 380 g smjörlíki 200 g flórsykur 120 g saxaðar möndlur 2 egg

½ tsk. hjartarsalt 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Öllu blandað saman og hnoðað og sett í hakkavél. Bakað við 180° þangað til þeir eru gullinbrúnir.

Þetta eru smákökur sem amma Lína bakaði alltaf og Eyrún, móðir mín, bakar þær fyrir hver jól og ég nýt góðs af því. Þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og ég mæli með að borða þær með heitu kakói og rjóma.

Hráefni: 675 g sykur 675 g smjörlíki 12 egg 645 g hveiti 97½ g kakó 1½ tsk. brúnkökukrydd 1½ tsk. kanill 2/3 tsk. engifer 2/3 tsk. negull 2/3 tsk. vanilludropar

Aðferð: Blandið saman sykri og smjörlíki. Setjið eitt og eitt egg út í og hrærið vel. Bætið að lokum öllu þurrefni út í og hrærið vel. Skipta deigi í fjóra jafna parta sem smurðir eru á ofnplötu og bakaðir við 220 gráður í 10-12 mínútur. Látið kökurnar kólna og smyrjið svo með kremi á milli laga. Úr þessu

færðu tíu góðar lagkökur sem eru ómissandi um jólin. Smjörkrem: 450 g mjúkt smjör 300 g smjörlíki 690 g flórsykur 3 egg 3 tsk. vanilludropar

RAGNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR

Granólaterta Súfistans

EMMA SIF BJÖRNSDÓTTIR

Evukökur

„Jólin eru kósý,“ segir Ragnhildur en hún starfar í eldhúsinu í Árskóla. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaljósin og jólalögin. Hvert er besta jólalagið? Bells Will Be Ringing [Please Come Home For Christmas] með Bon Jovi. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Horfa á Chrismas vacation og Home alone. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Veit það bara ekki. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Allir eru með sínar óskir, kalkúnn, hamborgarhryggur og læri. En við eigum eftir að finna út úr því þessi jólin.

Hráefni: 2 botnar 6 egg 220 g sykur 80 g heslihnetur, saxaðar 200 g granóla morgunkorn 30 g kornflögur, muldar 150 g súkkulaði, saxað 100 g hveiti 2 tsk. lyftiduft Aðferð: Þeytið egg og sykur vel saman þangað til áferðin

verður létt og ljós. Blandið þurrefnum mjög varlega saman við með gaffli. Smyrjið tvö 30 sm form vel, gott að setja bökunarpappír í botninn og skiptið deiginu jafnt á milli þeirra. Bakið við 170-180°C í 20-25 mín. Karamellukrem: 150 g púðursykur 50 g smjör 3 dl rjómi

örfáir vanilludropar Setjið saman í pott og látið sjóða þangað til blandan þykknar. Hellið karamellunni í skál og leyfið að kólna. Samsetning: 4 dl þeyttur rjómi Leggið botnana saman með þeyttum rjóma á milli og hellið karamellukreminu ofan á.

„Jólin eru heima á Öldustíg“ segir Emma en hún kennir nú við Árskóla á Króknum eftir að hafa kennt við Grunnskólann austan Vatna um árabil. Hvað kemur þér í jólaskap? Þegar ég byrja að græja og gera fyrir jólin, baka og skreyta. Er mikið jólabarn og finnst aðventan yndislegur tími. Hvert er besta jólalagið? Sigurður Guðmundsson og Memfismafían Það snjóar. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Að fara upp í kirkjugarð, kveikja á kertum hjá ættingjum okkar og vinum, signa yfir þá og rifja upp góðar minningar og njóta stundarinnar. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mig langar nú bara ekkert í neitt sérstakt. Bara rólegheit með þeim sem mér þykir vænt um. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Kalt hangikjöt, laufabrauð og salat eins og pabbi gerir. Hráefni: 4 bollar haframjöl 5 bollar hveiti 2 tsk. natron 1 tsk. salt 3 bollar sykur 2-3 bollar súkkulaðispænir 400 g smjör 4 egg

Aðferð: Öllu blandað saman og hnoðað í höndunum. Kælt í eina klst. Hnoðað í lengjur og skorið í litla bita. Sett í miðjan ofn í 10-12 mínútur á 180-200° hita. Hægt að skreyta með súkkulaðidropum. Þessi uppskrift hefur verið

lengi í fjölskyldunni og við vitum í raun ekki hvað þessar smákökur heita en uppskriftin kom frá Evu Snæbjarnardóttur, frænku minni, og hafa kökurnar verið kallaðar Evukökur síðan. Þær eru dísætar og dásamlegar.


21

GUÐRÚN VIGDÍS JÓNASDÓTTIR

RÚNA BIRNA FINNSDÓTTIR

Guðrún Vigdís starfar á hárgreiðslustofunni Capello á Króknum. Henni finnst jólin vera dásamlegur fjölskyldutími. Hvað kemur þér í jólaskap? Laufabrauðsgerð hjá mömmu og pabba með fjölskyldunni. Hvert er besta jólalagið? Kósíheit par exelans með Baggalút. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Spila með fjölskyldu og vinum. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Væri alveg til í góða gönguskó. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Kalkúnn með öllu tilheyrandi a la Rúnar.

Rúna Birna býr á Sauðárkróki en hún starfar sem flugmaður hjá Atlanta. Hún segir að jólín séu tími með fjölskyldunni. Hvað kemur þér í jólaskap? Piparkökurnar hennar mömmu sem hún bakar alltaf alltof snemma í nóvember. Hvert er besta jólalagið? Ef ég nenni með Helga Björns. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Lesa góða bók og slappa af. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Góða bók. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Hamborgarhryggur.

Daim ísterta

Kókosbolluterta

Hráefni: 4 egg 125 g sykur 1 tsk. lyftiduft 50 g hveiti 2 msk. kókosmjöl 100 g suðusúkkulaði Aðferð: Þeytið vel saman egg og sykur. Á meðan það er gert er gott að brytja niður 100 g af suðusúkkulaðinu í litla

bita. Þegar blandan er orðin létt og ljós er þurrefnunum og súkkulaðibitunum bætt út í og hrært saman. Því næst er deiginu skipt niður í tvö hringlaga mót og bakað í ofni á 200 gráðum í u.þ.b. 15 mín. Í fyllinguna á milli botnanna fer svo einn peli af þeyttum rjóma og 1 bakki af kókosbollum. Að lokum er 100 g af suðusúkkulaði brætt

(gott að setja smá olíu út í) og því smurt ofan á kökuna. Þessi er tilvalin til að eiga í frysti því hún er alls ekki síðri hálffrosin. Þessi terta er sú allra vinsælasta í minni fjölskyldu og slær alltaf í gegn. Hún er bökuð við öll tilefni, hvort sem það eru jól, afmæli, brúðkaup eða bara venjulegur sunnudagur.

Jóla Pavlova

Lilja Sigurðardóttir er frá Vestmannaeyjum en býr á Króknum og starfar á skrifstofu Kjarnans. Henni finnst jólin besti tími ársins. Hvað kemur þér í jólaskap? Ég kemst í ákaflega mikið jólaskap í byrjun aðventunnar þegar við byrjum að setja upp jólaljósin, baka og skreyta. Hvert er besta jólalagið? It's Beginning to Look a Lot Like Christmas. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara á skíði. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Peysu frá RYK (og auðvitað fullt af kossum og knúsum). Hvað er í jólamatinn hjá þér? Léttreyktur lamba-hryggur og hamborgarhryggur.

Aðferð: Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er

orðinn stífur. Teiknið hring á bökunar-pappír, u.þ.b. 24 sm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í a.m.k. 3 klst. í ofninum (mamma benti mér á að það væri best að geyma marensinn yfir nótt í ofninum sem og ég gerði). Rjómakrem með Daim: 200 ml rjómi 2-3 msk flórsykur

Aðferð: Þeytið eggjarauður og púðursykur, þar til létt og

ljóst, bætið vanillusykrinum við í lokin. Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Daim-kurlinu saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þeim varlega saman við rjómablönduna. Hellið í form og frystið í að minnsta kosti sólarhring.

Toblerone sósa og skreyting: Bræðið 100 g Toblerone og 3 msk. rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið. Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúkja úr. Berið fram með ístertunni ásamt Daim-kúlum og ferskum hindberjum.

HALLA RUT STEFÁNSDÓTTIR

Jólate og Jóla Biscotti

„Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Jólin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum,“ segir Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur á Hofsósi. Hvað kemur þér í jólaskap? Undirbúningur fyrir aðventu- og jólahátíð í kirkjunni. Svo verð ég nú að nefna móður mína, hún er svo mikið jólabarn að það er alltaf jafn gaman að koma á Norðurbrún 9 og upplifa jólaandann þar. Hvert er besta jólalagið? The Christmas Song með annað hvort Bing Crosby eða Nat King Cole. Svo verð ég einnig að nefna Heims um ból, dásamlegur sálmur. Þá eru jólin komin. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Ég þjóna í nokkrum kirkjum yfir jólahátíðina og þykir alltaf jafn vænt um þær stundir. Svo er það að njóta samverustunda með fjölskyldunni, spila, borða góðan mat og slaka á. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Kósý trefil, já og svo er alltaf vinsælt að fá gott body lotion. Hvað er í jólamatinn hjá þér? Hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag.

LILJA SIGURÐARDÓTTIR

MARENSBOTNAR: 6 stk. eggjahvítur 300 g sykur 1½ tsk. mataredik 1 tsk. vanilluextract eða -dropar salt á hnífsoddi

Hráefni: 5 egg – aðskilin 100 g púðursykur 2 tsk. vanillusykur 420 ml þeyttur rjómi 200 g Daimkurl (2 pokar)

eitt stórt Daim-súkkulaðistykki Léttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaði varlega saman við rjómann með sleif. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna með alls kyns berjum og dreifið nokkrum myntulaufum yfir berin. Sigtið smávegis af flórsykri yfir.

JÓLA BISCOTTI Hráefni: Blandið saman í skál: 2 bollar hveiti 1 bolli sykur ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ tsk. kanill ¼ tsk. negull Blanda út í: ¼ bolli sterkt espressó, kælt 1½ msk. mjólk 1 egg 1 tsk vanillusykur

Aðferð: Bætið við kaffi eða hveiti ef deigið virðist of þurrt eða blautt. Út í þetta: 100 g valhnetur, heslihnetur og/eða möndlur, gróft saxað 150 g gott suðusúkkulaði – brytjað Takið úr skálinni og hnoðið upp með hveiti. Skiptið í tvær lengjur, setjið á plötu með bökunarpappír. Bakið við 170°C í 20-30 mín. Kælið á rist. Skerið lengjurnar í

sneiðar, setjið aftur á plötuna með sárið upp. Bakið aftur í 6-8 mínútur við 150°C.

JÓLATE Hráefni: 1½ líter eplasafi 6 dl vatn 8 negulnaglar 2 kanilstangir börkur af hálfri appelsínu 2 pokar Melroses te Aðferð: Hitið og gott er að leyfa þessu að vera aðeins í pottinum til að fá meira bragð.


22


23 Nanna Rögnvaldar gefur út matreiðslubókina Borð fyrir einn

Leiðist ekki að vera ein um jólin UMSJÓN

Páll Friðriksson

Þeir sem búa einir þekkja það að elda fyrir einn getur verið leiðigjarnt til lengdar og oftar en ekki verða

afgangar sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Nú hefur Nanna Rögnvaldardóttir tekið sig til og gefið út bók sem ætti að koma að góðum notum í einstaklingseldhúsinu enda segir hún að það sé ekkert mál að elda litla skammta og útbúa girnilegan, hollan, einfaldan og bragðgóðan mat af öllu tagi án þess að þýða eilífa afganga og sama matinn marga daga í röð. JólaFeykir fékk Nönnu til að segja frá bókinni og forvitnaðist um leið um jólahaldið hjá henni sem hún segir að sé ekki dæmigert lengur. Þá fylgir uppskrift að alvöru súkkulaðibúðingi sem gott er að gæða sér á eftir góða máltíð. Nafn bókarinnar skýrir sig sjálft þar sem allar uppskriftir eru ætlaðar fyrir einn, hvort sem um er að ræða hversdagsrétti eða veislumat, pottrétti og súpur eða létta rétti, kjötrétti, fiskrétti eða grænmetisrétti, eftirrétti, kökur eða meðlæti. Hér er jafnvel tilvalin jólagjöf

sumarið og haustið en þá voru vetrarmyndirnar eftir. Ég hélt að það yrði nú ekki vandamál en síðasti vetur var lengi framan af með þeim snjóléttustu sem ég man eftir hér í Reykjavík. Ég beið og beið eftir að geta tekið vetrarmyndir en aldrei kom snjórinn. Eina helgina

fyrir þá sem vantar hugmyndir, uppskriftir og ráðleggingar um hvernig hægt er að elda góðan, hollan og spennandi mat í litlum skömmtum. Nanna segir að þegar hún hafi verið að vinna að bókinni hafi hún verið með í huga bæði ungt fólk sem er kannski að feta sín fyrstu skref, fólk sem er vant að elda ofan í sjálft sig en vantar nýjar hugmyndir og kannski ekki síst fólk sem hefur eldað ofan í fjölskylduna í áratugi en er nú eitt eftir og kann ekki að elda litla skammta. Svo er auðvitað enginn vandi að stækka uppskriftirnar aðeins þannig að þær dugi fyrir tvo. -Ég er búin að elda fyrir mig eina í 15-20 ár – nema auðvitað þegar einhver kemur í mat, sem gerist nú oft – en uppskriftirnar sem ég sendi frá mér hafa oftast verið miðaðar við fjóra, stundum tvo. Mér fannst bara kominn tími til að skrifa bók sem lýsir því hvernig ég elda mat handa mér sjálfri.

kom þó smásnjór og ég mokaði því litla sem var á svalagólfinu upp á borð til að hafa undir matardiskinum. En það kom strax hláka og ég náði ekki að taka nema tvær eða þrjár myndir. Ég var farin að tauta að ég yrði bara að flytja í Skagafjörðinn um stundarsakir til að geta klárað. En svo sá ég á jóladag að það var spáð snjókomu um nóttina. Ég tíndi til allt sem ég átti til að nota í þær uppskriftir sem ég átti eftir að mynda, fór út í búð um leið og var opnað á annan í jólum til að kaupa það sem á vantaði og náði að elda allt og taka síðustu myndirnar áður en hlánaði á þriðja. Þetta voru ekki rólegustu jól sem ég hef átt.

Var eitthvað sem kom þér á óvart við gerð bókarinnar eða einhver skemmtileg atvik? -Kannski helst að ég tók allar myndirnar úti á svölum hjá mér í Fossvoginum og notaði gróðurinn, sem ég er með þar í pottum og kerum, sem bakgrunn til að sýna hvernig árstíðirnar breyttust. Það gekk mjög vel með vorið og

Þetta er orðinn dágóður fjöldi matreiðslubóka sem þú hefur gefið út. Er einhver bók eða réttur sem er í uppáhaldi hjá þér? -Núna held ég mest upp á nýju bókina, ég er ánægð með allt: uppskriftirnar, myndirnar, útlitshönnunina og ekki síst grunnhugmyndina, ég held að það hafi verið mikil þörf á svona bók. En ég hef sent frá mér einhvers staðar vel yfir 6000 uppskriftir og get með engu móti valið eitthvert eitt uppáhald. Hvernig eru dæmigerð jól hjá þér? -Það eru engin jól dæmigerð hjá mér lengur, ég fer

Þrátt fyrir að hafa verið ein um síðustu jól leiddist Nönnu ekki því nóg var að gera í eldhúsinu þar sem hún eldaði sér fimmréttaða lúxusmáltíð, sem henni þótti mjög skemmtilegt. AÐSEND MYND

yfirleitt ein til útlanda um jólin, vel mér nýtt land í hvert skipti og er búin á síðustu árum að upplifa alls konar jólastemningu – eða ekki, eitt árið fór ég til Famagusta á Norður-Kýpur og þar voru alls engin jól, aðfangadagur og jóladagur voru bara venjulegir dagar og hvergi jólaskraut að sjá. Þó fæstir vilji vera einir á jólum gerist það samt. Hvaða veislumat mælir þú með yfir hátíðirnar, fyrir einn? -Ég er í

hópi þess fólks sem vill helst vera eitt, satt að segja. Ég fór ekki til útlanda um jólin í fyrra vegna Covid en ákvað að prófa að vera ein á aðfangadagskvöld heima hjá mér og tilkynnti börnunum mínum það; þau þekkja sérviskuna í mömmu sinni og voru alveg sátt. Ég eldaði mér fimmréttaða lúxusmáltíð, það var mjög skemmtilegt. En það er t.d. uppskrift í nýju bókinni að andarbringu sem er upplagður hátíðarmatur fyrir einn, oftast

hægt að kaupa staka bringu og þetta er matur sem er auðvelt og fljótlegt að elda. Eins er þarna humarsúpa fyrir einn. Svo eru líka grænmetisréttir sem gætu hentað á jólaborðið fyrir einn – til dæmis þegar einn úr fjölskyldunni er grænmetisæta, hinir ekki. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég vil bara óska öllum lesendum Feykis gleðilegra jóla.

Súkkulaðibúðingur UPPSKRIFT AÐ EFTIRRÉTTI SEM GÆTI HENTAÐ FYRIR EINN UM JÓLIN Alvöru súkkulaðibúðingur: súkkulaði, rjómi og egg. Það gerist nú ekki mikið einfaldara eða betra – og ekkert mál að gera lítinn (en ekkert mjög lítinn) skammt til að gæða sér á eftir góða máltíð. 60 g suðusúkkulaði 75 ml rjómi 1 egg 1 tsk. sykur 1 tsk. líkjör eða ½ tsk. vanilla e.t.v. ber eða ávextir til skreytingar

Brjóttu súkkulaðið í bita, settu það í lítinn pott ásamt rjómanum og hitaðu rólega þar til súkkulaðið byrjar að bráðna. Taktu þá pottinn af hitanum og hrærðu þar til súkkulaðið er bráðið og blandan alveg slétt. Láttu kólna svolítið. Aðskildu eggið og stífþeyttu hvítuna. Þeyttu rauðuna, sykurinn og líkjörinn eða vanilluna í annarri skál og þeyttu súkkulaðiblöndunni saman við. Blandaðu eggjahvítunni gætilega saman við með sleikju, helltu í ábætisglas eða skál og settu í kæli í a.m.k. 2-3 klst. Skreyttu t.d. með berjum eða ávöxtum, eða þeyttum rjóma, rifnu súkkulaði eða öðru.


24 Úr fortíðinni

palli@feykir.is

Hluti úr umfjöllun í lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar

Bruninn í Málmey Lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar, það tíunda í röð þessa viðamikla og metnaðarfulla verkefnis sem Hjalti Pálsson hefur stýrt allt frá upphafi, er komið út. Þar er umfjöllunarefnið m.a. kauptúnin þrjú í austanverðum Skagafirði, Grafarós, Hofsós og Haganesvík auk kafla um Drangey og Málmey og smájarðirnar sem fylgdu Hofsóshreppi. Feykir fékk leyfi höfundar til að birta kafla um brunann í Málmey sem varð rétt fyrir jólin 1951 en búskapur var í eynni, líklega allt frá landnámi enda gnægtabúr matar í og við eyna, fugl, fiskur og selur, auk þess að eyjan ber töluverðan bústofn. Málmey fór í eyði 1952, ári eftir brunann, og hefur ekki verið búið þar síðan. Í lýsingu um eyna segir m.a.: Málmey er á austanverðum Skagafirði, um 3 km norðvestur af Þórðarhöfða. Um 5,5 km eru til lands yfir Málmeyjarsund á Lónkotsmöl. Til Drangeyjar í suðvestri eru um 10 km. Eyjan er um 4 km á lengd og mest 650 m á breidd en mjókkar til beggja enda. Málmey er öll gróin en best ræktunarland er um hana miðja að austanverðu. Suðurenda eyjunnar hallar til vesturs og er þar grynnri jarðvegur. Svipað er að segja um norðurendann. Hann hallar til austurs og er þar gróskuminna. Trúlega veldur vatnsleysi að hluta þessum mun á gróðurfari.“ Margar og ítarlegar frásagnir eru til um brunann í Málmey, bæði úr blöðum og einkaviðtölum og segir í Byggðasögunni að lítilsháttar misræmis gæti í þeim eins og verða vill þegar margir segja frá sama atburði. Verður hér gripið niður í nokkrar:

Málmeyjarhúsið 25. júní 1931. Hér er húsið 6 ára gamalt og í sínu besta standi. MYNDIR OG MYNDATEXTAR ÚR X. BINDI BYGGÐASÖGU SKAGAFJARÐAR

viðri en úrkomulaust, skammdegismyrkrið þykkt eins og veggur, næstum áþreifanlegt. Gömlu olíulamparnir rufu ekki stórt skarð í þennan vegg, jólaundirbúningurinn í fullum gangi. Um kvöldið, líklega milli 6 og 7, var sýnilegur eldur í eynni. Fyrst ekki meiri en svo að menn hugleiddu hvort brennt væri rusli. En brátt tók af allan vafa, það var eins og sprenging yrði, eldsúlan steig hátt til lofts og lýsti upp eyna sem dagur væri. Sinuhvítur Kaldbakurinn tók á sig fölrauðan lit af eldinum. Heima á Vatni varpaði hver mishæð, hvert hús og hver staur, dimmum skugga sínum á snjóflekkótta jörðina og hver

norður- og vesturgluggi speglaði mynd sína á veggnum andspænis og svo mun einnig hafa verið um Fellshrepp allan.“

Frásögn Guðbjargar og Þórdísar Í Málmey var allt sameiginlegt með fjölskyldunum, þ.e. eldhús og matargerð og búskapurinn allur. Nýlega var búið að byrgja upp fyrir veturinn, kjallarinn fullur af kolum og olíutunnur úti við húsvegginn. Nýlega var búið að setja upp ljósamótor. Seinni part sumarsins hafði verið lagt fyrir rafmagni í húsið og mótorinn tengdur og það var í mótorhúsinu sem eldurinn

Séð úr landi Axel Þorsteinsson (1927-2013), lengi bóndi í Litlu-Brekku, átti heima á Vatni á Höfðaströnd þegar bruninn varð. Þaðan sést vel til eyjarinnar yfir Höfðavatnið, Höfðamölina og Málmeyjarsundið. Axel varð þetta atvik ógleymanlegt og lýsti því þannig: Daginn fyrir Þorláksmessu árið 1951 var „sunnan hörkuhvass-

kviknaði. Hann hefur verið búinn að krauma alllengi niðri í kjallaranum því þegar Guðbjörg opnaði kjallarahlerann gaus þar upp svartur reykur og hún hrópa upp yfir sig. „Guð minn almáttugur, það er kviknað í.“ Mótorinn var í norðausturhorni kjallarans, yfir búrinu. Þegar kviknaði í húsinu voru öll börnin tíu í herberginu inn af eldhúsinu að hlusta á barnatímann. Þórdís, elsta stelpan, var með Loga í fanginu nokkurra mánaða gamlan. „Þá vitum við ekki fyrr til en Lindi kemur æðandi inn og þrífur í öxlina á einum krakkanum sínum og pabbi segir: „Hvurslags er þetta við barnið.“ Þá hrópar Lindi: „Það er kviknað í húsinu.“ Talstöðin var heit svo að strax var hægt að kalla í henni vegna þess að rafhlöður útvarpsins voru tómar og við vorum að hlusta gegnum talstöðina. Hún var þarna í sama herbergi og pabbi fer strax og kallar: ,,Siglufjarðarradíó, Siglufjarðarradíó, neyðarkall frá Málmey.“ Þetta heyrði ég (Þórdís) frá honum um leið og ég fór frá húsinu.“

Frásögn Erlendar Þann 24. júní 1931 kom Arthur Gook trúboði til Málmeyjar og fór til baka daginn eftir. Hann tók nokkrar ljósmyndir í eynni, m.a. þessa af heimilisfólkinu. Frá vinstri talið: Grímur Jósep Sigurðs- son frá Dæli í Fljótum, síðar útvarpsvirki Akureyri, Sigurður Ásgrímur Sigurðsson bróðir Gríms, dó 19 ára úr blóðkrabba, Jóhanna Gunnarsdóttir húsfreyja, Frans Jónatansson húsbóndi, Gísli Konráðsson meðeigandi, Gísli Sigurðsson bróðir Gríms, Klara Ísfold, síðar á Hofsósi, Sigríður Jóhanna Konráðsdóttir systir Gísla.

Á annan í jólum átti Morgunblaðið tal við Erlend. Hann sagði að þau hefðu öll verið á neðri hæðinni þegar eldsins varð vart. Hann kvaðst sjálfur hafa verið

að mála ásamt Jakobi vinnumanni en Þormóður var í herbergi inn af eldhúsinu, þar sem talstöðin var. Eldurinn kom upp í kjallara hússins þar sem rafvélin var og reykinn lagði upp í eldhúsið með hlera í gólfinu þar sem konurnar voru. Erlendur ætlaði niður í kjallarann en varð að snúa við og kallaði upp að grípa börnin. Komst hann svo fram í ytri gang hússins með þrjú börn. Konurnar og Þormóður voru þar fyrir og um leið og þau hlupu út úr brennandi húsinu, gripu þau fáeinar yfirhafnir. Þormóður hljóp inn aftur og upp á loft og náði í þrjár sængur og kastaði út um glugga, ætlaði síðan niður stigann aftur en komst ekki, varð að fara niður af svölunum með því að renna sér niður aðra súluna. Allt gerðist þetta á fáeinum augnablikum. Strax var farið með börnin suður í fjárhúshlöðuna sem er um 300 m leið frá bænum. Þegar hópurinn komst að fjárhúshlöðunni og leit til baka heim að íbúðarhúsinu stóðu eldtungurnar út um glugga og dyr á hæðinni og innan stundar var húsið allt í ljósum logum. Taldi fólkið að það hafi brunnið á einni klukkustund. Í snatri var búið um börnin í geil rúmlega mannhæðar djúpri og um þrír m á hvern veg. Yfir geilina var settur tjaldræfill. Það kom sér vel þegar byrjaði að snjóa um nóttina og snjófjúk smaug undir þakskeggið. Fjósið var áfast norðan við bæinn og það brann. Jakob vinnumaður var sendur til þess að bjarga kúnum. Honum gekk það erfiðlega. Fór Þormóður honum þá til hjálpar. Kýrnar vildu snúa inn aftur er þær höfðu rekið höfuðið út um fjósdyrnar, en vindurinn stóð upp á þær. Svo þegar þeir ætluðu að bjarga hænsnunum sem voru í sér kofa þá voru þau köfnuð vegna þess að reykurinn stóð á kofann. Kýrnar, ásamt tarfi, voru reknar niður í fjárhús. Þar voru 150 ær. Voru allmargar látnar út til að koma kúnum inn. Fólkinu varð ekki svefnsamt um nóttina. Karlmennirnir fóru úr því sem þeir máttu missa til að skýla konum og börnum. Konurnar höfðu verið við eldhússtörfin, t.d. var Guðbjörg kona Þormóðs sokkalaus og í inniskóm. Börnin sofnuðu, en ekki vært, og þau eldri skulfu í svefninum. Handa minnstu börnunum mjólkuðu þau beint í pelann úr kúnum. Um nóttina voru ræddar horfur á björgun fyrst ekki varð komist út til þeirra strax um


25

Bæjartóftin nokkrum árum eftir brunann. Fjárhúsin og hlaðan eru enn vel stæðileg.

kvöldið, en þá var sjólítið við Málmey. Þar eð áttin var suðlæg töldu þau sennilegt að dregist gæti í nokkra daga að komist yrði út í eyna. Þau gátu sér þess til að flugvél yrði send með klæðnað sem varpað yrði niður. Um kl. tvö um nóttina gekk vindur til norðaustanáttar og tók þá að snjóa og gerði brátt brim. Við það minnkaði björgunarvonin mjög. Alla nóttina fóru Þormóður og Erlendur til skiptis að lendingunni. Milli þess voru þeir eiginlega á stöðugum hlaupum í fjárhúshlöðunni til að halda á sér hita.

Þeir höfðu ákveðið að strax á laugardagsmorgun, áður en björgunin barst, skyldi sótt kjöt sem grafið var í snjóskafl og matbúa yfir kolaglóðunum í húsarústunum. Með því mætti fá heitt soð handa börnunum. Fólkið óttaðist að fáklædd börnin kynnu að fá lungnabólgu í fjárhúshlöðunni.

Björgun úr eynni Siglufjarðarradíó nam neyðarkallið frá Málmey og strax var haft samband við Magnús Guðjónsson skipstjóra á Skildi

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

SI 82. Á þeim báti voru bræðurnir Gísli Sigurðsson og Jóhann Sævaldur Sigurðsson sem báðir höfðu verið um árabil í Málmey og voru þar gjörkunnugir. Nokkrir björgunarsveitarmenn fóru einnig og Sveinn Ásmundsson sem leiðangursstjóri. Hann fór og sótti sér mannbrodda. Menn spurðu hvað hann ætlaði að gera með mannbrodda en Sveinn svaraði fáu. Þessir mannbroddar áttu eftir að skipta sköpum fyrir björgunarsveitina að komast upp á eyna. Veður var slæmt og þungur sjór og sóttist seint að komast út úr Siglufirði og inn eftir Skagafirði. Á sjöunda tímanum morguninn 23. desember voru Siglfirðingarnir komnir inn á Málmeyjarsundið og vörpuðu akkerum austan undir eynni en tveir björgunarbátar héngu í davíðum aftan við stýrishús Skjaldar og á þeim fóru björgunarmenn upp í fjöru neðan við Bæjargjána. Þá komu mannbroddarnir sér heldur betur vel í hálkunni og snjónum sem þar hafði safnast. Tókst mönnum að höggva sér spor upp með ísexi skipsins og festa niður kaðal

íbúðarhúsið hafði brunnið til kaldra kola og fallið. Íbúana var hvergi að sjá. Sóttu þeir þá Jóhann Sævald niður í fjöru en skildu eftir einn björgunarsveitarmann að gæta bátsins. Héldu þeir þá rakleiðis að fjárhúshlöðunni og gengu inn fyrir. Þá var fólk þar ásamt börnum grafið í hey í veðurofsanum. Voru allir fatalitlir og flestir hálf skjálfandi. Eftir það var farið að skipuleggja flutning fólksins niður að lendingunni. Sá þá Jóhann að innarlega í hlöðunni var lítil telpa. Gekk hann til hennar og bauðst til að lána henni peysuna sína og fá að halda á henni að lendingunni, þar sem árabáturinn biði þeirra til að flytja þau að stóra mótorbátnum, sem bjargaði þeim svo frá eynni og færi með þau í land. Litla telpan þáði boðið. Börnin voru borin niður einstigið af björgunarsveitarmönnunum, vafin inn í teppi og síðan róið með þau gegnum öldubrimið og út í Skjöld er lá fyrir akkerum. Gekk flutningurinn vel á fólkinu. Þegar íbúarnir voru komnir um borð í mótorbátinn þurfti að ná í björgunarsveitamennina sem biðu í

með snarræði tókst að forðast frekari slys og var siglt með fólkið til Hofsóss þar sem Erlendur fór samstundis suður með fjölskyldu sína flugleiðis frá Sauðárkróki en fjölskylda Þormóðs settist að á Hofsósi og í grennd. Sjálfur varð Þormóður eftir í eynni ásamt Jakobi vinnumanni til að sinna um skepnurnar og báturinn fór samdægurs aftur til eyjarinnar með vistir og búnað frá Hofsósi. Leiðangursmenn komu heim til sín á Siglufjörð árla á aðfangadag.

sem hinir gátu styrkt sig eftir. Þegar björgunarmenn komu upp á eyna sáu þeir að

lendingunni við flæðarmálið í Málmey. Þá varð það óhapp að bátnum hvolfdi í fjöruborðinu en

var við eyjuna og stóð svo í nokkur dægur.

Lán í óláni Ljóst er að mikið lán fylgdi óláni brunans. Það var sérstök heppni að allt fólkið var saman komið á neðri hæðinni þegar eldurinn kom upp og tókst að komast út. Hefði eldurinn kviknað um nóttina eða eftir að fólkið var komið í svefnherbergin á efri hæðinni, hefði ekki þurft að spyrja að endalokunum. Klæðlítið og matarlaust komst fólkið út í fjárhúsin. Það var afrek að bjarga því úr eynni morguninn eftir. Um kvöldið hafði veður og sjólag versnað svo að ólendandi

Mjólkursamlag KS Skagfirðingabraut 51 Sauðárkróki Sími 455 4600 www.ks.is


26

óskar viðskiptavinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2022.


27

Kristín Jóna og Valur á ferðalagi um landið. Hér eru þau stödd við Dynjanda í Arnarfirði.

Bók-haldið

AÐSENDAR MYNDIR

oli@feykirt.is

Kristín Jóna Sigurðardóttir | kennari og þroskaþjálfi

Engin jól án bóka JólaFeykir kynnir til leiks bókaunnandann Kristínu Jónu Sigurðardóttur en hún fer yfir bók-haldið sitt með lesendum Feykis. Hún er kennari og þroskaþjálfi en er nú í ársleyfi frá Húnavallaskóla og kennir í vetur við Blönduskóla á Blönduósi. Foreldrar Kristínar bjuggu í Vík í Mýrdal en mamma hennar skaust til Reykjavíkur til að eiga hana. Það var árið 1973 en Kristín Jóna er uppalin á Skagaströnd en býr nú á Blönduósi, flutti þangað 2006 og er í hjónabandi með Val Valssyni sem starfar hjá rafmagnsverkstæðinu Átaki og

stundar einnig nám í rafvirkjun. Þau eiga tvær dætur, Þóru Karen (23) og Völu Berglindi (20) sem báðar eru nemar. Er búið að ákveða hvað verður í matinn á aðfangadagskvöld? „Eftir að mamma og stjúppabbi fóru að rugla saman reitum var alltaf tvíréttað á jólunum

á æskuheimilinu. Hann var vanur að hafa rjúpur og við mæðgur vanar að borða hamborgarhrygg. Eftir að ég fór svo sjálf að halda jól hef ég haft sama háttinn á, enda maðurinn minn vanur að borða rjúpur en dæturnar geta ekki hugsað sér að smakka þær.“

Hvaða bók ertu að lesa núna? „Núna er ég að lesa bókina Vertu úlfur eftir Héðin Unnsteinsson. Ég fór á leiksýninguna og var alveg heilluð. Ég hafði ekki lesið bókina fyrir sýningu en fann hjá mér mikla þörf til að kíkja í hana eftir þessa frábæru leikhúsupplifun. En á kennaraborðinu er bókin Fíasól í hosíló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Það er fátt eins skemmtilegt og að lesa fyrir börn, því reyni ég að gera eins mikið af því og ég get fyrir börnin í skólastofunni minni.“

um fermingu og fannst hún frábær. Síðan þá hef ég lesið hana nokkuð oft, bæði sjálf og upphátt fyrir börn.“

Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina? „Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur kemur fyrst upp í hugann.“

Bíðurðu spennt eftir bókum frá einhverjum höfundi? „Ég bíð alltaf spennt eftir jólabókaflóðinu en ég er ekkert sérstaklega að bíða eftir bókum frá sérstökum höfundi.“

Hvers konar bækur lestu helst? „Ég er alæta á bækur, nánast. Mér finnst gott að skiptast á að lesa létta krimma og svolítið þéttari bækur. Ég er mjög hrifin af bókum Ragnars Jónassonar og Arnaldar. Ég les líka allt sem ég kemst yfir eftir Söru Blædel. Ég á mér líka eitt bókaleyndarmál. Mér finnst mjög gaman að lesa ævisögur, sem stjórnast sennilega af því að ég er svo forvitin.“ Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? „Mér gekk mjög hægt að læra að lesa en mamma var mjög dugleg að lesa fyrir mig langt fram eftir aldri. Hún las t.d. allar Öddu bækurnar eftir Jennu og Hreiðar og Tobíasar bækurnar eftir Magneu frá Kleifum. Uppáhalds barnabókin mín er Bróðir minn ljónshjarta. Hana las ég sjálf þegar ég var

Er einhver ein bók sem hefur sérstakt gildi fyrir þig? „Ég á eitt lítið ljóðakver sem ég erfði eftir gamlan frænda, Eirík Jónsson. Eiki frændi var sérstaklega barngóður maður og var mikill vinur minn. Í þessu kveri eru frumvísurnar um hann Gamla Nóa, sem var guðhræddur og vís. Þessar vísur kenndi Eiki mér og við sungum saman.“

Áttu þér uppáhalds bókabúð? „Það er alltaf rosalega gaman að koma í bókabúðir. Lyktin og stemmingin er alveg sérstök en ég á mér enga uppáhalds búð.“ Hversu margar bækur heldurðu að þú eignist árlega? „Ég fæ alltaf einhverjar bækur í jólagjöf eða í skóinn á aðfangadagsmorgun. Ég kaupi mér stundum kiljur ef ég verð uppiskroppa með lesefni á ferðalögum en annars fæ ég bara bækur að láni.“ Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? „Ég er náttúrulega fastagestur á bókasafninu í Blönduskóla en telst ekki til fastagesta á öðrum bókasöfnum. Það lesa mjög margir í kring um mig og fæ því oft lánaðar bækur hjá vinum og


28 vandamönnum. Við erum líka með skiptibókahillu í vinnunni og oft finn ég þar bækur til að lesa.“ Hvaða bækur lestu fyrir börnin þín? „Ég er hætt að lesa bækur fyrir börnin mín. Dæturnar eru orðnar 23 og 20 ára, svo þær hafa ekkert gaman af því lengur. Nú er ég farin að lesa yfir ritgerðir og verkefni fyrir þær svo lestur skiptir enn heilmiklu máli í okkar samskiptum. Hér áður fyrr lásum við hjónin mikið fyrir dæturnar og var ekki hægt að fara að sofa nema fá smá kvöldlestur. Mest lesnu bækurnar voru eftir Astrid Lindgren, bæði Lotta og Lína. Bækurnar hennar Kristínar Helgu um Fíusól voru líka vinsælar. En vinsælust var sennilega Þriðji ísbjörninn eftir Þorgrím Þráinsson. Það stjórnast mjög líklega af sögusviði bókarinnar en bókin gerist hér í okkar sýslu.“

mjög sterkt í gegnum bækur. Þetta upplifði ég mjög sterkt þegar ég las Konungsbók eftir Arnald Indriðason. Sagan gerist í Kaupmannahöfn, sem er uppáhalds borgin mín, og við lesturinn lifnaði borgin hreinlega við og ég ferðaðist með sögupersónum um borgina.“ Hver er eftirminnilegasta bókin sem þú hefur fengið að gjöf? „Það að fá gjöf er eitt og sér mjög eftirminnilegt því gjafir eru gefnar af góðum hug. En engin ein bók stendur upp úr.“

Hver var jólabók æsku þinnar? „Jólabækur hafa alltaf skipt mig miklu máli. Engin jól án bóka. Eftir að ég varð fullorðin finnst mér ekkert jólalegra en að skríða upp í rúm á aðfangadagskvöld með góðan krimma (ekki beint jólalegt..). En ég man ekki eftir neinni sérstakri jólabók frá æskuárunum en sagan af Litlu stúlkunni með eldspýturnar tengist æskujólunum. Ég fann til mikillar samkenndar og hef því reynt að gera alltaf a.m.k. eitt góðverk fyrir hver jól.“ Hvað er best með bóklestri?

Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? „Mér finnst alltaf skemmtilegast að gefa börnum bækur og mér

Jólanammið Engiferkökur tengdamömmu Ekki var hægt að sleppa Kristínu Jónu úr JólaFeyki öðruvísi en að fá eins og eina smákökuuppskrift. „Ég er lítil smákökukona,“ segir hún, „en baka alltaf eitthvað fyrir hver jól. Það koma ekki jól hjá fjölskyldumeðlimum nema að hér séu til engiferkökur og brún lagterta.“ Ef jólanammið er nærri þegar þú tekur upp bók um jólin, hvaða mola leitarðu að eða er eitthvað annað en konfektmolar sem heilla? „Mandarínur eru það allra besta með jólabókinni. Það tengi ég við barnæskuna og borða enn mandarínur í kílóavís á aðventu og jólum.“

Engiferkökur tengdamömmu: 500 g hveiti 180 g smjör 250 g sykur 1 dl sýróp 1 dl kaffi 2 tsk. natron 2 tsk. kanill 1 tsk. engifer 1 tsk. negull 1 tsk. hjartasalt ¼ tsk. pipar

Hefur þú heimsótt staði sérstaklega vegna þess að þeir tengjast bókum sem þú hefur lesið? „Nei, það hef ég ekki gert, en ég hef upplifað staði sem ég hef heimsótt

finnst líka skemmtilegast að kaupa barnabækur. Þannig að góð barnabók handa lítilli frænku eða frænda yrði fyrir valinu,“ segir Kristín Jóna að lokum.

Lesgleraugu – núna í seinni tíð.

Mæðgurnar Vala Berglind, Þóra Karen og Kristín Jóna. „Mandarínur eru það allra besta með jólabókinni. Það tengi ég við barnæskuna og borða enn mandarínur í kílóavís á aðventu og jólum,“ segir Kristín Jóna.

Aðferð: Hnoða allt saman. Rúlla upp í lengjur. Kæla (yfir nótt). Skera niður og baka í ofni við 180° í stutta stund, eða þar til kökurnar eru orðnar gullinbrúnar.

Bestu jóla- og nýársóskir

til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni

NÝPRENT ehf.

sígilt útlit Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. NÝPRENT ehf.

Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar. Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi.

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nærLÉTTITÆKNI og fjær gleðilegra jólaEHF og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist

Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... Trésmiðjan Borg ehf

Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is


29

GLEÐILEG JÓL

Starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Norðurlands semdir Norðlendingum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól, góðu heilsu og farsæld á nýju ári.

og farsælt komandi ár

Þökkum

nýprent ehf | 112020

VINNUSTAÐASKÍRTEINI viðskiptin á árinu Grétar Þór Þorsteinsson Starfsmaður Jólakveðja kt. 300583 4749

Gilstúni 30,Sauðárkrókur 550 Sauðárkrókur Borgarteigur 10 | 550 Kt. 600106 - 2280

Gleðileg jól Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi.

Og margt fleira……. Og margt fleira……. Opnunartími:

mánudaga til föstudaga: 16-18, Opnunartími: laugardaga: 13-15 og sunnudaga: LOKAÐ mánudaga til föstudaga: 16-18, laugardaga: 13-15 og sunnudaga: LOKAÐ

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2022 stendur yfir og lýkur 30. nóvember. Innritun í fjarnám lýkur 20. desember. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is. Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000.

Verslunin Hitt og þetta Hitt og þetta860 7077 Aðalgata 8Verslunin - 540 Blönduós - Sími: Aðalgata 8 - 540 Blönduós - Sími: 860 7077

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI


30 Harbour restaurant & bar á Skagaströnd

Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frumherja www.frumherji.is eða í síma: 570-9090

Gefðu frábæra upplifun í jólagjöf. Gjafabréfin frá okkur hitta alltaf í mark !! Hafðu samband og við útbúum gjafabréf að þinni ósk. Fylgist með viðburðum hjá okkur á Facebook og Instagram

Miðapantanir í síma 855 5216

Góða skemmtun! Ósóttar miðapantanir

Opin frá 17-20

eru seldar 10 mín. fyrir

virka daga og

auglýstan sýningartíma

frá 12 -20 um helgar.

(nema um annað sé samið)

Mikið að gera og viðtökurnar frábærar

Í sumar opnaði á Skagaströnd huggulegur lítill veitingastaður Harbour restaurant Páll Friðriksson & bar sem staðsettur er í gömlu iðnaðarhúsi á höfninni. Eigendur eru tvenn hjón sem ákváðu að bíða ekki eftir því að aðrir opnuðu slíkan stað á Skagaströnd, tóku málin í eigin hendur og létu drauminn rætast. Feykir hafði samband við eitt þeirra, Birnu Sveinsdóttur, og forvitnaðist lítillega um ævintýrið á bryggjunni. VIÐTAL

Eigendurnir sem hér um ræðir eru systkinin Birna Sveinsdóttir og Stefán Sveinsson og makar þeirra, Slavko Velemir og Hafdís Ásgeirsdóttir, sem öll búa á Skagaströnd. „Ég og Stefán flytjum frá Flateyri til Skagastrandar árið 1974 og höfum búið þar síðan með nokkrum hléum. Hafdís er fædd og uppalin á Skagaströnd en Slavko er fæddur og uppalinn í BosníuHerzegovinu en flytur til Skagastrandar 1987 til að starfa við plastbátasmíði,“ útskýrir Birna. „Við erum ekki alveg ókunn rekstri en við hjónin erum í ferðaþjónustu og rekum þvottahús þar sem við þvoum og leigjum út lín fyrir ferðaþjónustuaðila. Slavko er sjálfstætt starfandi verktaki og starfar við smíðar, plastbátaviðgerðir og fleira. Hafdís er hársnyrtir og hefur rekið Hárstofuna Vivu síðastliðin 20 ár og Stefán er með eigin útgerð og hefur starfað við smíðar og hellulagnir.“ Harbour restaurant opnaði 17. júní og segir Birna að vel hafi gengið og nánast uppbókað öll kvöld í sumar og í raun miklu meira að gera en þau þorðu að vona. Á heimasíðu staðarins kemur fram að eigendurnir hafi ákveðið að bíða ekki eftir að aðrir opnuðu stað á Skagaströnd og tekið málin í sínar eigin hendur. Birna segir hugmyndina hafa kviknað aðallega út frá því að enginn veitingastaður hafi verið á Skagaströnd og bætir við að það sé alveg nauðsynlegt að í hverju samfélagi sé veitingastaður þar sem íbúar og gestir bæjarins geti gert sér glaðan dag og notið góðs matar og drykkjar með fjölskyldu og vinum í notalegu umhverfi.

„Þegar við vorum búin að selja okkur hugmyndina um að húsnæðið að Hafnarlóð 7 væri fullkominn staður fyrir veitingastað var ekki aftur snúið. Við byrjuðum á því að kaupa húsnæðið, síðan fór dágóður tími í að fjármagna verkefnið en þegar það var í höfn þá hófumst við handa við uppbygginguna. Þetta ferli frá fyrstu hugmynd að opnun tók rúm tvö ár.“

Brjálað að gera Birna segir eitt að kaupa húsnæði og taka í gegn og svo annað að reka veitingastað. „Það var auðvitað gríðarleg vinna að taka húsnæðið í gegn og innrétta en við vissum nokkurn veginn hvernig umgjörð við vildum hafa en við fengum til liðs við okkur Erlu Maríu Lárusdóttur, innanhússarkitekt, og við erum virkilega ánægð með útkomuna. Við höfum enga reynslu af kokkamennsku og veitingarekstri þannig að þessi partur hefur verið nokkuð snúinn en svo sem ekkert sem við höfum ekki getað leyst. Við sáum ekki fyrir okkur að við værum að vinna í sal eða eldhúsi heldur átti okkar hlutverk að vera skipuleggjendur og halda utan um reksturinn, „dúlla“ okkur við að þróa matseðilinn og fleira. En guð minn góður, við erum eiginlega alveg búin að vera á haus síðan við opnuðum,“ segir Birna en endalausar reddingar á hinum ýmsu hlutum auk þess að taka vaktir og aðstoða í eldhúsi hafa þau hlaupið í. „Við höfum oft grínast með það að við værum eins og hauslausar hænur hlaupandi um, hringjandi í hvert annað,


31 Bókaútgáfan Hólar

Ómótstæðilegir fimmaurabrandarar Út var að koma hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Fimmaurabrandarar 3 sem unnin er upp úr smiðju hins vinsæla Fimmaurabrandarafjelags. Hér á eftir verður gripið niður í bókina:

Slavko Velemir, Birna Sveinsdóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir og Stefán Sveinsson. AÐSENDAR MYNDIR

skutlast hingað og þangað að redda hinu og þessu. Við getum hlegið að þessu núna en í sannleika sagt þá var þetta alger örvænting á köflum í sumar.“

Alþjóðlegur bragur á bryggjunni Birna segir heppnina hafa verið með þeim þegar hjá þeim sótti um vinnu ítalskur kokkur sem vildi svo skemmtilega til að vissi ekki að væri að sækja um starf úti á landi. „Henni fannst við vera ansi afskekkt á Íslandi en við náðum að telja henni trú um að það væri mjög gott að búa á Skagaströnd og hingað er hún komin og systir hennar líka sem aðstoðar í eldhúsinu. Við erum nokkuð alþjóðleg þegar kemur að starfsfólki en hjá okkur starfa Íslendingar, Ítalir, Króatar og Lithái.“ Matseðillinn hjá Harbour restaurant er ekki stór en samt fjölbreyttur og þar ættu allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Birna segir að fram að þessu hafi vin-sælasti rétturinn verið fiskur og franskar og verður væntanlega gert ráð fyrir því að næsta sumar verði meira af ferskum fiski á matseðlinum.

Sitthvað verður gert til að brjóta upp hversdagsleikann í veitingabransanum þar sem jólin eru framundan en einnig var blásið til villibráðakvölds fyrir skömmu.

Hvað er ómissandi á jólunum?

„Já, við vorum með villibráðarkvöld í október. Silli kokkur kom og galdraði fram girnilega villibráð eins og honum er einum lagið. Það var vel sótt og mikil stemning og gaman væri að endurtaka viðburðinn að ári. Þá verðum við með jólahlaðborð tvær helgar í nóvember sem Gunnar Sveinn Halldórsson matreiðslumaður sér um. Á matseðlinum má finna bæði nokkuð hefðbundna jólarétti ásamt spennandi nýjungum.“

ómetanlegt. Hver veit nema stórfjölskyldan komi saman á Harbour á aðfangadag í ár og haldi jól með alþjóðlegu ívafi,“ segir Birna sem í kjölfarið er rukkuð um uppskrift að meðlæti til að deila með lesendum Feykis. „Jólamatur hjá okkur fjölskyldunum er nokkuð hefðbundinn en við erum með hamborgarhrygg í aðalrétt og ómissandi meðlæti er karrí-eplasósa, gular baunir með smá mæjó og remúlaðikryddi og „Waldorfsalat“ eða eiginlega rjóma ávaxtasalat sem inniheldur vínber, gul epli og þeyttan rjóma – og mikið af honum. Tengdabörnin hafa haft orð á því að það sé frekar skrítið að borða rjómasalat með hamborgarhryggnum en okkur finnst það algjörlega ómissandi. Ég ætla að deila með ykkur karrí-eplasósunni. En aðalmálið með hamborgarhryggnum er sósan hennar mömmu.“ Að lokum vilja þau Harbour-eigendur þakka þær frábæru viðtökur sem þau hafa fengið frá viðskiptavinum sínum nær og fjær.

-

Karrí eplasósa

Laukur og epli saxað smátt og brúnað létt í smjörlíki ásamt karríinu, hveiti bætt saman við. Þynnt út með soðinu. Rjóma bætt við í lokin og smakkað til með smá sykri, salti, sætu sinnepi og Season-all.

1 epli 1 laukur 25 gr smjörlíki 1-2 msk. hveiti 1-2 tsk. karrí

„Það sem er ómissandi á jólunum er samveran. Við erum dugleg að koma saman fjölskyldan yfir hátíðirnar og það er

Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman. * Hvernig bragð er af stafasúpu? Nú, auðvitað orðbragð. * Hatið þið það ekki þegar fólk spyr spurninga og svarar þeim sjálft? Ég geri það. * Ætli gæinn, sem fann upp orðatiltækið „one hit wonder“, hafi komið fram með annað vinsælt orðatiltæki? * Hvar lærði Jesús að ganga á vatni? Í Krossá. * Nú eru allir að tala um hringrásarhagkerfið; endurnota, endurnýta, endurvinna. En vilja endurnar þetta endilega? * Ef skilvindan bilar, verður mjólkin þá misskilin? * Ég hellti óvart G-mjólk í sófann og það kom g-blettur. Nær maður þessu úr með því að nudda hann? * Ef maður gengur þá hleypur maður ekki í spik. * Ég er að spá í að smíða mitt eigið sjónvarpstæki. Hvar ætli maður geti keypt sjónvarpsefni? * Góður svefn er ekki aðeins heilsusamlegur ... hann styttir vinnudaginn líka heilmikið! * Þegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. * Jólin nálgast. Nú sitja margir með hendur í skrauti. * Af hverju varð Gosi gjaldþrota? Jú, hann var rukkaður um svo mikinn nefskatt.


32 Þórður Skúlason fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga ræðir um pólitíkina, húsin á Hvammstanga, jólin og besta stað í heim

Í Vesturhópi er paradís Nú í haust kom út bókin „HÚS OG HÍBÝLI Á HVAMMSTANGA 1898-1972“. Þetta er fróðleg og efnismikil bók um öll hús á staðnum, stærðir þeirra, eigendur og staðsetningu á þessu tímabili auk ljósmynda og korta. Höfundur hennar er Þórður Skúlason, fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Af því tilefni ákvað FEYKIR að leggja nokkrar spurningar fyrir höfundinn sem beðinn er í upphafi að segja frá sjálfum sér og fjölskyldu.

VIÐTAL

Páll Friðriksson

„Ég er fæddur á Hvammstanga árið 1943 og ólst þar upp. Á sumrin var ég oftast í vegavinnutjöldunum með foreldrum mínum út um sveitir og alltaf að snúast í kring um verkakarla, bílstjóra og

hesta í rúm 50 ár. Eiginkona mín er Elín Þormóðsdóttir frá Sauðadalsá á Vatnsnesi. Við eigum þrjú börn, sex barnabörn og

ýtumenn. Að vetrinum gilti það sama og þá þvælst fyrir á vinnustöðum þegar ekki var skóli. Ekkert æskulýðsstarf og orðið afþreying sennilega ekki til, en mörgu fundið upp á og brallað með félögum á líku reki. Á tólfta ári fór ég í sveit og var þar í þrjú sumur. Þar kynntist ég hestum, spennti aktygin á „Brúnku gömlu“ og sat svo stundum argur á rakstrarvélinni. En það var gaman að hífa upp tindana og bruna heim á brokki. Keyrði líka jeppa og traktor og forframaðist í heiðagöngum síðasta haustið. Dvölin leiddi til þess að ég hef átt

fjögur börn.“

langafa-

Hvenær fluttir þú frá Hvammstanga og hvað fórstu að gera? „Til Reykjavíkur flutti ég 1990 en þá hafði mér verið boðið að taka við starfi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lánasjóðs sveitarfélaga og Bjargráðasjóðs. Þetta voru samstarfsstofnanir með sameiginlegt starfsmannaog skrifstofuhald. Þarna hélt ég áfram að fást við sveitar-

stjórnarmál en þó með öðrum hætti en fyrir norðan. Það var ekki staðið í neinum framkvæmdum.“ Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bókina Hús og híbýli á Hvammstanga? „Aðdragandinn að ritun bókarinnar var

sá, að farið var að grúska í sóknarmannatölum og íbúaskrám frá upphafi byggðar á staðnum. Kom þá í ljós að ýmislegt blundaði í fornu minni, frá því um miðja síðustu öld, bæði um híbýlin og fólkið sem í þeim bjó. Enn var þá búið í mörgum þessara fyrstu húsa og torfbæja og leifar eða rústir þeirra, sem ekki voru lengur í brúkun, voru enn sýnilegar og saga þeirra þekkt. Nú er fjöldi þessara húsa horfinn af sjónarsviðinu. Þetta átti aldrei að verða bók en ýmsir sem vissu af þessu grúski hvöttu mig til að koma þessu fyrir almenningssjónir. Síðan bauðst fyrrum samstarfsmaður minn til þess að setja bókina upp og vinna ljósmyndirnar og

bókaforlagið

Paradís Þórðar er Grund í Vesturhópi.

Skriða tók þá djörfu áhættu að gefa bókina úr.“ Hvað er að þínu mati merkilegasta húsið? „Eftirminnilegustu húsin eru verslunar- og atvinnuhús Riisverslunarinnar, Verslunarhús Jóns L. Hanssonar, sem KVH eignaðist seinna og Þinghúsið, sem bæði var skóla- og samkomuhús. Þetta voru stór og mikil hús, byggð um og upp úr aldamótunum 1900 og settu lengi mikinn svip á staðinn. Þau hafa nú öll verið rifin. Elstu uppistandandi húsin eru Gunnarshús, sem fyrst var byggt sem hesthús og var líka íbúðar- og verslunarhús og íbúðarhúsið Sjávarborg, sem tvisvar var flutt. Bæði eru þessi hús byggð 1906.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart við skrifin eða gagnaöflun? „Það er þá helst hve sóknarmannatölin eru brotakennd á fyrstu árum byggðarinnar. Hvernig heiti húsanna færðust af einu þeirra á annað og hve sum hús hétu mörgum nöfnum. Það hús sem skráð er flestum heitum bar


33

Myndirnar sýna að Grund í Vesturhópi er hinn mikli griðastaður Þórðar sem vonast til að mega verja sumrunum þar í framtíðinni. AÐSENDAR MYNDIR

níu nöfn. Gagnaöflunin var dálítið snúin og þurfti víða að leita fanga og svo bar heimildum ekki alltaf saman. Svo er það hve margt fólk bjó saman í þessum þröngu híbýlum.“ Nú sast þú í hreppsnefnd og gegndir lengi starfi sveitarstjóra. Hvað er þér minnisstæðast úr því starfi? „Ég var kosinn í hreppsnefndina 1970 og ráðinn sveitarstjóri árið 1973. Á þessu tímabili tvöfaldaðist íbúafjöldinn og árið 1990 voru íbúarnir orðnir rúmlega 700. Það var mikið

umleikis hjá sveitarfélaginu á þessum árum. Hitaveitan var lögð, ráðist í miklar hafnarog vatnsveituframkvæmdir, byggð sundlaug og leikskóli og húsnæði grunnskólans stækkað. Sveitarfélagið brást líka við íbúðaskorti með byggingu margra félagslegra íbúða í verkamannabústaðaog leiguíbúðakerfunum. Mest breyttist þó ásýnd staðarins við lagningu bundins slitlags á götur og frágang gangstétta. Ég hafði mjög gaman af þessum framkvæmdum. Samheldni í sveitarstjórninni var góð og ég átti mjög gott samstarf við oddvita og aðra sveitarstjórnarmenn. Sama má segja um starfsmenn sveitarfélagsins, það var traust og gott fólk, sem gott var að vinna með.“

Þú varst einnig varaþingmaður Norðurlands vestra nokkurn tíma. Hvað getur þú sagt okkur af því? „Ég var varaþingmaður Alþýðubandalagsins og settist sjö sinnum á þing á árunum 19831990. Þá reyndi ég hverju sinni að vera tilbúinn með einhver mál og koma þeim á dagskrá með þingsályktunum og fyrirspurnum. Allt tengdist það atvinnulífinu og viðfangsefnum sveitarfélaganna á landsbyggðinni. Það var fróðlegt að kynnast fólki í þingflokknum og öðrum þingmönnum og þarna lærði ég margt um störf Alþingis og stjórnsýsluna. Sem betur fer varð þingferillinn nú ekki lengri en þetta og ég hélt áfram að starfa á vettvangi sem hentaði mér betur og maður sá fljótar árangur verka sinna.“ Hvað finnst þér um pólitíkina núna? „Mér finnst mörgu hægt miða og eins og stjórnvöld átti sig ekki á því að það kostar líka að draga framkvæmdir og sinna ekki viðhaldi. Nefni ég þá bara vegakerfið og Vatnsnesveginn þar sem ég var í vegavinnu í gamla daga. Að stærstum hluta er þessi vegur 70 ára og eldri og ekki byggður fyrir þann umferðarþunga sem þar er nú og nánast ófær stóran hluta ársins. Svo virðist sem ríkissjóður sé nú að gefast upp á því að fjármagna sjálfur vegi og brýr og áform séu uppi um gjaldtöku á einstaka vegaspottum. Þetta finnst mér vesaldómur og réttast væri að yfirvöld samgöngumála skryppu til Færeyja og kynntu sér hvernig þar er staðið að

Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

vegagerð. Sama á við um mörg fleiri verkefni. Það er eins og ríki og sveitarfélög megi helst ekkert reka og eiga. Samt eru það þessir opinberu aðilar sem byggt hafa upp alla mikilvægustu innviði landsins og það við verri fjárhagslegar aðstæður. Þau sveitarfélög, sem seldu frá sér orkufyrirtæki og skólabyggingar og vistuðu út rekstri, komu ekki öll vel út úr þeirri vegferð. Það ætti að vera víti til varnaðar.“ Hvernig voru jólin hjá þér forðum? „Það var skelfilegt að bíða eftir því að amma og afi kæmu í jólamatinn og með gjafirnar. Alltaf þurftu þau að hlusta á jólamessuna í útvarpinu. Síðan leið aðfangadagskvöldið í spenningi, sem endaði uppi í rúmi, með sælgæti og bók. Á jóladaginn var farið í jólaboð til ömmusystur minnar sem bjó í torfbæ með ekkjumanni. Þar var eldavélin kynnt með kolum og taði. Þarna voru kerlingarnar á sífelldu rápi með tertur og kökur, heitt súkkulaði og kaffi. Svo var sest að kræsingunum inni í baðstofunni og húsbóndinn skenkti ákavíti í staupin hjá körlunum. Þegar hitna tók þarna í kytrunni urðu karlarnir rjóðir í framan og fóru að segja sögur og hlæja. Þá var hægt að færa sig í krásirnar í eldhúsinu, kók og Macintosh Quality Street úr gríðarstórri blikkdós, sem frænka hafði fengið senda frá London. Slíkur munaður sást hvergi nema í þessum litla torfbæ. Þarna var setið langt fram á kvöld og alltaf varð skemmtilegra hjá körlunum í

Borgarmýri 1

550 Sauðárkrókur

baðstofunni og okkur hinum líka. Síðan var sama sagan svo endurtekin heima hjá afa og ömmu á annan í jólum en þá veitti afi ákavítið. Á nýársdag lauk svo þessum jólaveislum með alveg sama sniði heima hjá okkur. Aldrei nokkurn tíma man ég eftir því sem krakki að vín væri borið fram heima hjá okkur eða afa og ömmu nema á jólunum. Hvernig eru dæmigerð jól hjá þér? „Þau eru bara eiginlega alveg eins og forðum daga. Þá skapaðist hefðin. Fjölskyldan kemur saman hver hjá annarri yfir jóladagana. Það er hangikjöt, rjúpur, laufabrauð, heitt súkkulaði og kruðerí fyrir börnin og svo er ákavíti hellt í staupin hjá körlunum. Reyndar hef ég nú í áratugi alltaf gengið upp á Úlfarsfellið á jóladaginn. Með því varð til ný hefð.“ Hverjar eru uppáhalds kökurnar? „Hún er nú bara ein, döðlutertan hennar Ellu.“ Áttu uppskrift? „Nei og kann ekkert að baka, nema hugsanlega vandræði.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Veit það eitt að hún er óráðin, en vonandi verður hún skemmtileg. Áfram vonast ég þó til að geta varið sumrunum á Grund í Vesturhópi. Þó ekki væri til annars en að sitja þar og horfa út um gluggana. Glápa á Vesturhópsvatnið og fjöllin og hvernig allt breytir lit og formum eftir birtu, sól og skýjafari. Þar bíður framtíðin, í Paradís.“

Sími 453 5433

www.stettarfelag.is


34

HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI

SÍMANÚMER SÍMANÚMER FYRIRTÆKJA FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM SÍMANÚMER Í KJARNANUM HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI

FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM FJÖLNET & S: 455 7900

FJÖLNET

S: 455 7900

BIFREIÐAVERKSTÆÐI

S: 455 4570 I Fax 455 4571 & 455 9200 BIFREIÐAVERKSTÆÐI

S: 455 4570 I Fax 455 4571

VÉLAVERKSTÆÐI

S: 455 4560 I Fax 455 4561

VÉLAVERKSTÆÐI

Jón Geimundsson & 455 4570 S: 455 pípulagningameistari 4560 I Fax 455 4561

S: 825 4565 Jón Geimundsson pípulagningameistari S: 825 4565 TENGILL ehf. & 455 4560 S: 455 9200 I Fax 455 9299

TENGILL ehf.

S:Jón 455 Geirmundsson 9200 I Fax 455 9299

Daði er Skagfirðingur, fæddur og uppalinn á bænum Víðiholti í Seyluhreppi hinum forna. Erna kemur frá Skagaströnd og á einnig ættir að rekja austur á land. AÐSEND MYND

Gæludýrið mitt

siggag@nyprent.is

Daði og Erna Ósk | Hundurinn Alba

Jólatréð girt af með pappakössum Daði Hlífarsson og Erna Ósk Björgvinsdóttir á Króknum eiga rosalega fallegan hvítan hund af tengundinni Samoyed en þeir eiga uppruna sinn að rekja til Síberíu. Þeir eru með tvöfaldan þykkan feld og voru upphaflega ræktaðir sem sleðahundar og til að smala hreindýrum. Hvernig eignuðust þið Ölbu? Alba er fædd í fimm hvolpa goti á Akureyri 21. maí 2019. Við sáum gotið auglýst á Facebook og höfðum samband við ræktandann og kynntum okkur. Ræktandinn kom og heimsótti okkur á Sauðárkrók til að kynnast okkur og heimilisaðstæðum nánar og í kjölfarið vorum við svo heppin að verða fyrir valinu sem eigendur Ölbu. Við fórum nokkur skipti að kíkja á hvolpana á Akureyri áður en við fengum svo að taka Ölbu

pípulagningameistari & 825 4565

Alba kampakát úti í náttúrunni.

með okkur heim 17. júlí 2019. Nafnið Alba var valið aðallega út af því að þeim þótti það fallegt en það hefur einnig tengingu við hvíta litinn og þýðir hvít á latnesku. Alba á líka ættbókarnafn hjá HRFÍ sem er valið af ræktandanum og er það Pearl en það er eingöngu notað þegar við förum með hana á hundasýningar. Hvað er skemmtilegast og erfiðast við Ölbu? Alba er mjög skemmtilegur hundur og er nánast alltaf glöð en

Samoyed hundar eru sérstaklega þekktir fyrir brosið sitt. Hún vill alltaf leika við allt og alla og það er ekki til dropi af grimmd í henni. Okkur þykir einna skemmti-legast að fara öll saman í góðan göngutúr þar sem Alba fær að hlaupa laus og allra best ef það er í miklum snjó og snjókomu, þá er mikið fjör og hún nýtur sín alveg í botn. Hún er líka mikið kúrudýr og á það til að sofa í hinum furðu-legustu stellingum. Það erfiðasta við að eiga svona hund er að halda húsinu hreinu! Stórum og miklum feldi fylgir mikið hárlos á tímabilum en einnig berast oft ýmis óhreinindi inn með feldinum og loppunum eftir útiveru. Eruð þið með einhverja sniðuga eða merkilega sögu af gæludýrinu? Hún er ótrúlega fyndin þegar hún vill ná athygli okkar hérna heima en þá fer hún inn á baðherbergi og sækir sér heila klósettrúllu og labbar með hana í kjaftinum í hringi í kringum borðstofuborðið grafalvarleg þangað til við veitum henni athygli. Hún á það einnig til að misskilja og halda að allt sem hreyfist vilji leika við hana. Til dæmis lömbin


35

Jólagjafir úr heimabyggð

Byggðasaga Skagafjarðar

heildarútgáfa 1- 10. bindi.

- Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi

Tíunda bindið kostar kr. 15. 000. Eldri bækur kr. 7.500. Ef nýja bókin er keypt fást eldri bindi með 25% afslætti eða kr. 6000 hver bók.

- Vörubifreið - Hópbifreið - Leigubifreið - Eftirvagn - Endurmenntun atvinnubílstjóra Upplýsingar á aktu.is

Tilboðsverð, öll bindin 1–10 á aðeins 60.000 kr. Pantanir í s. 453 6261 / 897 8646 eða á saga@skagafjordur.is Frí heimsending ef keyptar eru tvær bækur eða fleiri.

Ökuskóli allra landsmanna

Gleðileg jól 2021 S: 458 5050 • Aðalgötu 21 • Sauðárkróki www.stodehf.is • stod@stodehf.is

Félagar í Alþýðulist

óska öllum viðskiptavinum og velunnurum félagsins gleðilegra jóla og friðar á komandi ári. Í Galleríinu fæst úrval af fallegu handverki til jóla- og tækifærisgjafa.

Galleríið og Upplýsingamiðstöðin er opin 3 daga vikunnar mið, fim, og fös, frá kl. 10-16, en að auki er opið eftirtalda laugardaga, 4. og 11. des. frá kl. 10-16.

óskar öllum nemendum, starfsfólki, foreldrum,

forsjáraðilum og velunnurum skólans gleðilegra jóla


36

Jólatónleikar 2021 Skagfirski kammerkórinn heldur sína árlegu jólatónleika föstudaginn 17. desember kl. 20.00 í

Blönduóskirkju

Alba lætur sér líða vel.

á vorin en ef hún kemst niður á tún í sveitinni þá hleypur hún á eftir þeim hring eftir hring þar sem hún heldur að það sé skemmtilegur leikur í gangi en greyið lömbin hlaupa dauðskelkuð undan henni. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrið? Við getum nú ekki sagt það, hún er náttúrulega bara búin að vera til yfir tvenn jól. Í fyrra fékk hún reyndar sérstakt jóladót, hreindýrabangsa, rétt fyrir jól til að reyna að hafa ofan af fyrir henni á meðan við borðum og opnum pakka. Hún var rosalega ánægð með það og það entist merkilega

Alba bíður eftir jólunum.

lengi. Það er því ekkert ólíklegt að hún fái nýtt svipað í ár. Svo höfum við baðað hana annað hvort á Þorláksmessu eða aðfangadegi svo hún sé hrein og fín yfir hátíðarnar. Hvernig mynduð þið lýsa aðfangadegi hjá gæludýrinu? Við byrjum yfirleitt alla frídaga á því að fara með hana út í göngutúr. Á aðfangadegi er líklegt að göngutúrinn verði alveg extra langur og góður ef veður leyfir. Svo er hún bara í rólegheitunum heima þar til við förum öll út í sveit í Víðiholt þar sem við eyðum vanalega jólunum. Ölbu finnst ekkert skemmtilegra en

að fara í sveitina og hún veit hvert við erum að fara um leið og við beygjum inn afleggjarann. Hún fær því að hlaupa aðeins um laus og leika sér þegar við komum. Hún reynir svo yfirleitt að sníkja af öllum við matarborðið og nær alltaf að sannfæra einhvern um að gefa sér smá hamborgarhrygg. Þegar kemur að pakkaopnun situr hún svo yfirleitt bara og fylgist með eða leggur sig jafnvel, hún sýnir þessu ekki neinn sérstakan áhuga nema kannski að leika sér með ruslið sem fylgir pökkunum. Hvernig kann dýrið að meta þessa fyrirhöfn? Hún finnur nú ekki mikið fyrir þessu held ég. Fyrstu jólin hennar var hún reyndar mjög meðvituð um jólatréð og skreytingarnar á því en hún stundaði það ítrekað að nappa neðstu kúlunum af trénu sem hún náði auðveldlega í og leika sér með þær þar til þær brotnuðu eða beygluðust og endaði það með því að jólatréð það árið var girt af með pappakössum, ferðatöskum og tilfallandi hlutum og var því ekkert sérlega mikil heimilisprýði. Hún er sem betur fer vaxin upp úr slíkum prakkarastrikum. Hvað finnst fjölskyldumeðlimum um jólahefðir Ölbu? Þar sem enn hafa ekki neinar sérstakar hefðir myndast þá er eitthvað lítið um það að segja. Þau taka allavega vel á móti henni fram í sveit á aðfangadag og er hún eini heimilishundurinn í fjölskyldunni og fær því yfirleitt fullmikið dekur.

og sunnudaginn 19. desember kl. 20.00 í

Hóladómkirkju Sérstakir gestir

Áróra Ingibjörg Birgisdóttir Emilia Kvalvik Hannesdóttir Hallgerður Harpa V. Þrastardóttir Harpa Sóllilja Guðbergsdóttir Heiðdís Rós Hafrúnardóttir Matthildur Ingimarsdóttir Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir

Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir og organisti Rögnvaldur S. Valbergsson

Enginn aðgangseyrir

en í Blönduóskirkju frjáls framlög til styrktar orgelsjóði

Full búð af fallegum gjafahugmyndum í jólapakkann. Skoðaðu úrvalið á eftirlaeti.com

- Snyrting - Gjafabréf - Gjafavörur - Skart Vantar þig tíma í snyrtingu fyrir jólin? Það er einfalt að panta tíma hjá okkur í gegnum noona appið. Sjáumst, Ólína, Þorgerður og Ingibjörg

Aðalgata 4 - 550 Sauðárkrókur - Sími: 571-4070 - www.eftirlaeti.com38 Ómissandi heilaleikfimi jólanna

Jólamyndagátan 2021

Höfundur: Páll Friðriksson

VINNINGAR FYRIR RÉTTAR LAUSNIR:

VERÐLAUNAMYNDAGÁTA Þrenn bókaverðlaun verða veitt fyrir rétta lausn myndagátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum 28. Athugið að ekki er gerður greinarmunur á breiðum og grönnum

Börnin svara

sérhljóða. Lausnina skal senda á netfangið palli@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðarkróki, eigi síðar en föstudaginn 10. desember nk.

Guðni á ferð og flugi – Guðjón Ragnar Jónasson skráði Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga – Höfundur Jón Hjaltason Verðlaunin gefa Bjartur/Veröld og Bókaútgáfan Hólar.

klara@nyprent.is

Krakkar á Leikskólanum Tröllaborg að Hólum

Bernharð Leó Hjörvarsson | 3 ára

Einar Örn Wesley Steingrímsson | 3 ára

Stefán Árni Pedersen Hjördísarson | 4 ára

Sædís Ebba Einarsdóttir | 3 ára

Grétar Örn Egilsson | 4 ára

Haraldur Haukur Steingrímsson | 4 ára

Dalía Sif Hjörvarsdóttir | 4 ára

Valþór Logi Snorrason | 5 ára

Hvar eiga jólasveinarnir heima? Úti.

Hvað segjir jólasveininn? Ho hó hó hó.

Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Nammi, græna snúningsvél og bláa dráttarvél.

Hvað borðar jólasveinninn? Hann borðar kjöt.

Hvað borða jólasveinarnir? Þeir borða snjó, kjöt, fisk, lakkrís, sleikjó og appelsínur.

Ef þú myndir hitta jólasvein, hvað mydirðu segja honum? Ég myndi segja honum að gefa mér allt dót sem ég vil.

Hvað langar þig í frá jólasveininum? Nýja dúkku, sem á að heita Alda.

Hvað heldurðu að jólasveininum langi í jólagjöf? Nýtt hús, svo Grýla sé ekki að öskra á hann.Verum snjöll

NÝPRENT EHF

verZlum heima Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla.


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.