Page 1

Sjónaukinn 24. tbl 33. árg 13 - 19. júní 2018

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Netfang: sjonaukinn@simnet.is Uppl. í síma 8482017

Lokað 17.júní

Kaupfélag Vestur Húnvetninga Verður lokað Sunnudaginn 17. júní

Félag eldri borgara Húnaþingi vestra.

Suðurnes - Suðurland 21.-23. júní. Brottför frá Nestúni kl. 8:00 fimmtudagsmorgun 21. júní. Komið við á Laugarbakka.


Dagana 13.-15. júní nk. verða starfsmenn sveitarfélagsins á ferðinni og hirða upp garðaúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka.

Óskað er eftir því að garðaúrgangurinn verði í pokum og trjágreinar settar saman úti við lóðamörk.

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR. 301. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 14. júní 2018 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins. Upplýsingar um dagskrá fundarins er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is a.m.k. tveimur dögum fyrir fund. Hvammstangi 10. júní 2018 Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Knattspyrnu æfingar sumarið 2018

Vegna viðgerðar í dæluhúsi á Laugabakka verður heitt vatn tekið af seinni partinn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að heitavatns laust verði á Hvammstanga, Laugarbakka, í Miðfirði og í Víðidal í allt að tvo daga. Nánari tímasetning á framkvæmdinni verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins og eru íbúar á þessum svæðum beðnir að fylgjast vel með.

Knattspyrnu æfingar fyrir yngri flokka Umf. Kormáks sumarið 2018, verða sem hér segir

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Sviðstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs.

Stúlkur og strákar fædd Daga Klukkan 2005-2007 Mánud, þriðjud, miðvikud og fimmtudaga 10:00 2008-2011 Mánud, þriðjud, miðvikud og fimmtudaga 11:00 2002-2004 Mánud, þriðjud, miðvikud og fimmtudaga 16:30 Æfingar hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 11.júní Þjálfari Valdimar Gunnlaugsson

Umf.Kormákur


Vil þakka samhug og hlýjar kveðjur vegna andláts og jarðafarar

Söngvarakeppni Húnaþings vestra. Við hjá Menningarfélaginu þökkum þátttakendum og gestum Söngvarakeppninnar 2018 fyrir að gera kvöldið geggjað í alla staði.

Við viljum sérstaklega þakka styrktaraðilum okkar, sem eru Uppbyggingarsjóður SSNV, KVH og SKVH. TAKK fyrir komuna og sjáumsta á næsta ári! Menningarfélag Húnaþings vestra

Baldurs Ragnars Skarphéðinssonar Kveðjur Aðstendur Þjóðbúningamessa á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Staðarbakkakirkju Hátíðamessa verður kl. 11 árdegis. Söngfólk úr kórum héraðsins annast messusöng, organisti Pálína F. Skúladóttir. Báðir prestar þjóna í messunni, predikun sr. Magnús Magnússon, þjónusta fyrir altari sr. Guðni Þór Ólafsson Á eftir verður kaffi undir kirkjuvegg í boði staðarfólks, en öllum er heimilt að leggja með sér á borð. Gleðilega hátíð! - Kirkjugestir hvattir til að nota þjóðbúninginn í hátíðaskyni. Prestbakkakirkja Ferming sunnudag 17. júní kl. 14. Fermd verður Sigfríður Sóley Heiðarsdóttir, Bæ. Sóknarprestur og sókarnefnd


Hæ hó jibbí jei!

17. júní verður haldinn hátíðlegur við Félagsheimilið á Hvammstanga. Yfirbragð hátíðarhaldanna mun minna á gamla tíma. Boðið upp á andlitsmálun, götumat, handíðir, skemmtiatriði, og leiki fyrir alla fjölskylduna. Komið með lautarferðarteppi og njótið sumarsólarinnar (eða rigningarinnar…), eða farið í búning og takið skemmtilega mynd í ljósmyndaklefa leikflokksins. Búið til skrúðgöngubrúðu með Handbendi, uppgötvað ljóð og bókmenntafjársjóði á óvanalegum stöðum, takið þátt í Zúmba undir beru lofti, og margt fleira! Dagskrá: 11:30 – 13:00 – Búið til hátíðarborða, fána og skrúðgöngubrúður með Handbendi Brúðuleikhúsi, Möggu Sól og handverksfólki. 14:30 – 16:00 – Listasmiðja með Danielle Rante (í samstarfi við NES listamiðstöð á Skagaströnd). Frekari upplýsingar um vinnusmiðjuna hér að neðan. 14:30 – 18:00 Ýmislegt við að vera sunnan við Félagsheimilið. Pylsur, handíðir, leikir og fleira. 15:00 Zúmba fyrir alla fjölskylduna með Guðrúnu Helgu 16:00 Komum saman við Félagsheimilið þaðan sem skrúðgangan leggur af stað. Gaman ef þið væruð í þjóðbúning, ef þið eruð svo heppin að eiga svoleiðis (eða fótboltabúningnum) og ekki gleyma að koma með skrúðgöngubrúðuna, fána og borða. Hestamannafélagið Þytur leiðir skrúðgönguna. 16.30 Ávarp fjallkonunnar

24 tbl 2018  
24 tbl 2018  
Advertisement