Page 1

Sjónaukinn 19. tbl 33. árg 9. - 15. maí 2018

Útg. Umf. Kormákur Ábm. Hörður Gylfason

Netfang: sjonaukinn@simnet.is Uppl. í síma 8482017


Köngulóar og flugnaeyðing Flugna og Köngulóareyðing úti sem inni Verð í runna og trjáklippingum í sumar Minni á eyturúðun á gróður í sumar og gróðureyðingu Sími 6162016 Björn Þorgrímsson

Föndursýning og kaffisala. Félagsstarf aldraðra verður með föndursýningu og kaffisölu í Nestúni fimmtudaginn 10 maí frá kl 14 til 17. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í vetur. Einnig verður til sýnis munir sem Erla Pétursdóttir hefur unnið síðastliðin ár. Allur ágóði af kaffisölunni fer í starfssemina. . Stella Bára

Á vettvangi frambjóðenda Laugardaginn 12. maí nk. milli kl. 15-17 viljum við bjóða heim í hesthúsið á Lækjamóti hjá Friðriki og Sonju. Kynnumst daglegu lífi frambjóðenda. Teymt undir börnum. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.

Með kveðju, frambjóðendur B-lista

Okkur bráðvantar starfsfólk á Fjölskyldusviði - Ertu að leita að skemmtilegri og gefandi vinnu eða jafnvel aukavinnu? Um er að ræða störf í félagslegri heimaþjónustu og þjónustu við fatlaðan einstakling: Félagslegri heimaþjónustu, 75% sumar afleysing, fjölbr eytt starf sem felst m.a. í léttum þrifum, innkaupum og aðstoð heima fyrir. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með öldruðum og er góður í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri og þarf að vera með bílpróf. Félagslegri og frekari liðsveislu fyr ir einstakling sem þar f aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili sínu. Vinnutíminn er 1-2 klukkutímar á morgnanna og líka á kvöldin, alla daga vikunnar. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með fötluðu fólki og er góður í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin. Umsóknafrestur er til 15. maí næstkomandi. Umsóknir skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða rafrænt á henrike@hunathing.is. Frekari upplýsingar veitir Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi, í síma 455-2400 eða henrike@hunathing.is.


Sumarnámskeið!

6 vikna sumarnámskeið verður í boði frá 11. júní - 20. júlí ef næg skráning fæst. Æfingar verða bæði úti og inni þrisvar sinnum í viku kl. 6:30. Æfingakerfið gengur út á æfingar með eigin þyngd, ketilbjöllur og almennar styrktaræfingar. Verð fyrir 6 vikna námskeið er 14.000.og eru ummáls- og/eða fitumælingar í upphafi og lok námskeiðs innifalið sé þess óskað. Nánari upplýsingar á sveinbjorg.petursd@gmail.com eða í síma 866-5390.

Tónleikar í félagsheimili Hvammstanga þriðjudaginn 15.maí kl.17:00

Kór eldri borgara á Akureyri “Í FÍNU FORMI” syngur Söngstjóri: Petra Björk Pálsdóttir Meðleikari: Valmar Valjaots Einsöngvari: Þór Sigurðsson Alli hjartanlega velkomnir Enginn aðgangseyrir!

Kormákshlaup 2018

Hlaup 3. Fimmtudaginn 10.maí klukkan 11:00 Hlaup 4 Laugardaginn 12.maí klukkan 11:00 Verðlaunaafhending að loknu hlaupi. Umf.Kormákur

Messa Messa verður haldin á uppstigningardegi 10. maí nk. kl. 14.00 í setustofu sjúkrahússins. Kór eldri borgara leiðir sálmasöng við undirleik Pálínu Fanneyjar Skúladóttur.

Ólafur Einar Rúnarsson syngur einsöng. Sóknarprestur og Kristín Árnadóttir djákni þjóna fyrir altari. Allir velkomnir Sóknarprestur Kormáksbúningar Nú er komin tími á að panta fótboltabúninga fyrir sumarið. Þeir sem vilja sérpanta búning, sendið pöntun á kormakur@simnet.is fyrir miðvikudaginn 16.05. Þar þarf að koma fram stærð á treyju og stuttbuxum, stærðir í boði eru 128-134-140-146-152-158-164-XS-S-M-L-XL. Stærð á sokkum , 31-34, 35-38, 39-42, 43-46. Nafn sem á að rita aftan á búning, og einnig númer aftan á búningin. Nánari upplýsingar veitir Valdi í síma 8482017 Umf.Kormákur


Vinnuskóli Húnaþings vestra 2018

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-17 ára ungmenni. Starfsstöð verður í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Mögulega verður starfsstöð einnig á Borðeyri, með samskonar sniði og fyrri ár

Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 6. Júní nk.

Unnið verður mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 16:00, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00. Ungmenni fædd 2002 hafa kost á vinnu í 8 -10 vikur og ungmenni fædd 2003 hafa kost á vinnu í 7 vikur. Ungmenni fædd 2004 hafa kost á vinnu í 5 vikur og ungmenni fædd 2005 hafa kost á vinnu í 4 vikur, hálfan daginn. Frekari upplýsingar um vinnuskólann, laun og vinnutímabil er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is Innritun í vinnuskólann fer fram rafrænt á heimasíðunni fyrir 20. maí nk.

Sláttuhópur - Sumarvinna við grasslátt og almenn

garðyrkjustörf. 17 ára og eldri. Vinnan felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins undir stjórn flokkstjóra. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og annað tilfallandi, ef svo ber undir. Vinnutími er frá 8:15-16:15 alla virka daga. Krafist er stundvísi, ástundunar og reglusemi. Umsækjendur sækja um rafrænt á heimasíðunni fyrir 20. maí nk. Gleðilegt sumar! Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra

Geymslusvæðið Grænalaut Syðri-Kárastöðum. Nú hefur nýtt afgirt geymslusvæði á vegum sveitarfélagsins litið dagsins ljós. Geymslusvæðið er staðsett að Syðri Kárastöðum, austan við eldra geymslusvæði. Svæðið er afgirt, með læstu hliði. Þeir sem óska eftir leiguplássi, fyrir gám, bíla eða tæki sækja um reit á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er aðgengilegt á heimasíðu Húnaþings vestra og í ráðhúsi. Eldra svæði verður hreinsað og því þurfa þeir sem eiga þar tæki og tól og vilja áframhaldandi geymslu að færa sín tæki á úthlutaðan reit á nýja svæðinu. Starfsmenn áhaldahúss geta aðstoðað við flutning innan svæðis, einnig verður hægt að losa sig við tæki og tól á staðnum í gám. Notendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við rekstrarstjóra í síma: 771-4950 fyrir 1. júní 2018

Það sem eftir verður af tækjum og tólum verður fargað. Innheimta verður samkv. gildandi gjaldskrá 2018; Mánaðargjald fyrir utan vsk. 25 fm. reitur 2660.50 fm. reitur 3550.100 fm. reitur 7100.-

Framkvæmda- og umhverfissvið

19 tbl 2018  
19 tbl 2018  
Advertisement