Tímaritið Sjávarafl 7.tbl 2016

Page 18

Margrét Rist innkaupastjóri Nortek

Haraldur Bjarnason

M

argrét Rist er aðaleigandi öryggistæknifyrirtækisins Nortek ásamt eiginmanni sínum Björgvin Tómassyni. Nortek fagnar um þessa mundir 20 ára afmæli en fyrirtækið var stofnað á Akureyri en setti stuttu síðar á stofn útibú í Reykjavík og er nú starfrækt á báðum stöðum. „Ég hóf störf hjá Nortek fyrir tíu árum síðan, í september 2006 og starfa á skrifstofunum á Eirhöfða 18 í Reykjavík sem innkaupastjóri, sé um inn- og útflutninginn ásamt lagerstjórn,“ segir Margrét þegar rætt er við hana. Hún segir þrjár konur starfa hjá Nortek sem þýði að hlutur kvenna í störfum þar sé einn á móti sjö hlutum karla. „Ég myndi ekki segja að störfin okkar þriggja séu dæmigerð kvennastörf, þau geta verið unnin hvort sem er af konum eða körlum. Sem dæmi má nefna eru bæði skrifstofustjórinn og tækniteiknarinn hjá okkur konur og tóku við störfum sínum af karlmanni, ásamt því að ég tók við af karlmanni sem innkaupastjóri á sínum tíma.“ Mikið að gera vegna nýrra skipa Öryggisbúnaður hvers konar er sérsvið Norteks og ekki síst um borð í bátum og skipum. Margrét segir útgerðir í landinu stóra viðskiptavini. „Við viljum skilgreina okkur sem öryggistæknifyrirtæki, þar sem við þjónustum sjávarútveginn með góðum tæknilausnum ásamt framúrskarandi tæknimönnum. Við áætlum að um 40% af veltu fyrirtækisins í ár sé vegna viðskipta við útgerðirnar og fiskvinnslurnar í landinu. Helstu vörurnar eru brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi, upplýsingakerfi, skipsviðvörunarkerfi og myndavélakerfi, svo eitthvað sé nefnt.“ Hún segir jafnt stórar útgerðir sem smáar í hópi viðskiptavina auk margar fiskvinnslufyrirtækja. Þó hafi stóru útgerðirnar sett mikinn svip á verkefni starfsmanna Norteks síðasta árið. „Já

18

SJÁVARAFL SEPEMBER 2016

það hafa verið mikil umsvif síðastliðið ár í sölu og flutningi á öryggiskerfum í nýsmíðar frystiog ísfisktogara í Tyrklandi. Þar eru Samherji, ÚA, FISK Seafood og HB Grandi að láta smíða samtals 7 skip og við seljum öryggiskerfi í þau svo sem brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi í vélarrúm, skipsviðvörunarkerfi, myndavélakefi, orkustjórnunarkerfi og háfakerfi í eldhús. Einnig seljum við í þessi skip varaaflkerfi, skjákerfi í brú og gagnaver með kælingu,“ segir Margrét og bætti við að í minni skipum og bátum séu einnig flest þau kerfi sem finnist í stóru skipunum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.