Page 51

Sagþang.

Útbreiðslusvæði sagþangs um þessar mundir er í Vestmannaeyjum, á Reykjanesi og í innanverðum Hvalfirði.

Sandrækja.

Sandrækja Sandrækja fannst fyrst við Ísland árið 2003. Frá landnámi hefur sandrækjan breiðst hratt með suður- og vesturströnd landsins, auk þess sem vel einangraður stofn er við suðaustanvert landið. Þar sem sandrækja er talin áhrifamikill afræningi skarkolaseiða á uppeldissvæðum þeirra í Evrópu er hugsanlegt ágengi tegundarinnar hér við land sérstakt áhyggjuefni, þar sem skarkoli er verðmæt nytjategund við Ísland. Flundra Flundra er algeng á grunnsævi við Vestur- Evrópu. Hér við land fannst hún fyrst haustið 1999 í mynni Ölfusár en síðan hefur hennar víða orðið vart í sjó, ísöltu vatni og ferskvatni, réttsælis frá sunnanverðum Austfjörðum til Skagafjarðar. Flutningsleið flundru til Íslands er sennilega með kjölfestuvatni skipa en þannig er talið að tegundin hafi einnig borist til Banda-

ríkjanna, þar sem hún tók sér bólfestu nýlega. Áhrif flundru á íslenskt lífríki hafa komið fram í afráni á laxfiskaseiðum og samkeppni um fæðu við laxfiska, ál og hornsíli og er tegundin því talin ágeng við Ísland.

Grjótkrabbi.

Lokaorð Nánast ómögulegt er að losna við ágengar sjávarlífverur eftir að þær hafa náð að setjast að. Þar sem vitað er hverjar helstu flutningsleiðir framandi lífvera eru liggur beinast við að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að draga úr líkum á að þær berist hingað. Fyrsta skrefið sem stigið hafi verið í þá átt er nýleg reglugerð um bann við losun kjölfestuvatns, til varnar innflutningi framandi tegunda með skipum. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um náttúruvernd munu jafnframt koma til með að stuðla að aukinni varkárni við innflutning lífvera til landsins. Nokkur dæmi eru um að framandi sjávarlífverur hafi verið fluttar inn til eldis hér við land. Á seinni árum hafa innflutningsleyfi eldislífvera þó yfirleitt verið takmörkuð við tegundir sem talið er að lítil hætta sé á að geti lifað í sjónum við Ísland. Hins vegar er alltaf hætta á að með framandi eldistegundum berist óæskilegar fylgitegundir, sem geta náð fótfestu eins og mörg dæmi eru um annars staðar. Líklega verður aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir innflutning framandi sjávarlífvera til landsins. En þar sem mikið er í húfi fyrir þjóð sem byggir afkomu sína að stórum hluta á sjávarútvegi er nauðsynlegt að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að hingað berist, af manna völdum, lífverur sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar. S J ÁVA R A F L

DESEMBER 2014

51

Sjávarafl 3.tölublað 2014  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you